Page 1

NÁNAR Á UU.IS

Sérferðir 2013


Verið velkomin!

ÚRVAL ÚTSÝN FERÐIN ÞÍN Í ÖRUGGUM HÖNDUM Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hefur fylgst með íslenskum ferðamarkaði. Saga skrifstofunnar er samofin ferðalögum Íslendinga allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í dag

byggir ferðaskrifstofan svo sannarlega á þeirri reynslu og hefð sem safnast hefur saman í gegn um árin. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar hefur dýrmæta reynslu í skipulagningu ferða um allan heim en skrifstofan hefur á að skipa

einvalaliði sem tekur vel á móti þér. Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Þjónustusvið Úrvals Útsýnar

SÖLUSVIÐ

Ásdís Pétursdóttir asdisp@uu.is

FRAMLEIÐSLU- OG HÓPADEILD

Erla Valsdóttir erlav@uu.is

Valdís Jónsdóttir vally@uu.is

Margrét Helgadóttir Ingibjörg Eysteinsd. Lára Birgisóttir margret@uu.is ingibjorge@uu.is lara@uu.is

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDADEILD

Ingibergur Jóhanns. Lilja Bergmann bergur@uu.is liljab@uu.is

Luka Kostic luka@uu.is

Sigurður Gunnarss. Sesselja Jörgensen siggigunn@uu.is sesselja@uu.is

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Dagný Gunnarsd. dagny@vuu.is

Gígja Gylfadóttir gigja@vuu.is

Guðbjörg Auðunsd. Hanna Alfreðsd. gudbjorg@vuu.is hanna@vuu.is

Kristín Kristjánsd. kristin@vuu.is

Viktorija Janciute viktorija@vuu.is

Ása María Valdimarsdótir asamaria@uu.is


Sérferðir

Borgir

4

7

Aðventuferðir

Siglingar

Ný og betri

Gönguferðir

Skólaferðir

9 10 12 13 15 Úrval Útsýn kynnir glæsilegt úrval af sérferðum árið 2013. Um er að ræða skemmtisiglingar um öll heimsins höf, framandi ferð til Kína, frábærar ferðir um Mið Evrópu vor, sumar og haust og okkar vinsælu lífstílsferðir Ný og Betri. Hvort sem þið hugið að ferð vegna stórafmælis eða í hvaða tilefni sem er, þá bjóðum við ykkur velkomin til okkar í Lágmúla 4 og fá allar upplýsingar um ferðirnar hjá sölufulltrúum okkar, eða hringja til okkar í síma 5854000. Einnig eru allar upplýsingar um ferðirnar á heimasíðu okkar urvalutsyn.is þar sem einnig er hægt að bóka og ganga frá ferðinni. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Úrvals Útsýnar.

Efnisyfirlit Sérferðir Mikið úrval af spennandi ferðum á framandi slóðum í fylgd þrautreyndra fararstjóra. Heimsóttu eitt af átta undrum veraldar í Kína, njóttu stórkostlegrar náttúrufegurðar í Ölpunum eða dekraðu við þig á glæsihótelum á fegurstu stöðum Evrópu. Ógleymanlegar ævintýraferðir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Borgarferðir Mikið úrval af frábærum helgarferðum til skemmtilegustu borga Evrópu í vor og haust. Í borgarferðunum sem eru 3ja – 4ra nátta er boðið upp á góð hótel sem eru vel staðsett. Fararstjórar eru með í ferðunum og er farið í stuttar ferðir til að kynnast staðháttum og menningu borganna. Einnig sérsniðnar ferðir fyrir hópa með fararstjóra.

Aðventuferðir Aðventan er yndislegur tími til að skella sér í stutta ferð til Þýskalands. Úrval Útsýn býður upp á helgarferðir fyrstu helgarnar í aðventu til Berlínar og München. Jólamarkaðir á öllum torgum, jólaskreytinar, ljós og jólatónleikar í tónleikahúsum um alla borg gera aðventuferðina að sannkölluðu ævintýri. Skólaheimsóknir Úrval Útsýn hefur sérhæft sig í ferðum fyrir kennara og leikskólakennara í skólaheimsóknir hvort sem um er að ræða 3 - 4 daga ferðir eða vikuferðir með hópeflisnámskeiðum. Útvegum allt sem til þarf vegna heimsóknanna.

Siglingar. Royal Caribbean er eitt besta og virtasta skipafélag í heimi og bjóðum við hjá Úrval Útsýn meðal annars upp á ferðir með þessum frábæru skipum sem ekki eru bara stór heldur glæsilega búin í alla staði, hvort sem er um að ræða aðbúnað eða þjónustu um borð. Siglingar um Austur- eða Vestur Karíbahafið með stærstu skemmtiferðaskipum heims, heillandi og rómantísk Miðjarðarhafssigling eða sigling frá Dubai um Suezskurðinn til Barcelona eru dæmi um glæsilegar ferðir.

Upplýsingar um hvað er innifalið í verði hverrar ferðar og nákvæm ferðatilhögun eru á www.uu.is. Nánari upplýsingar um áfangastaði, ferðir, gististaði og þjónustu Úrvals Útsýnar er að finna á www.uu.is. Í öllum hópferðum er miðað við lágmarksþáttöku; ferð getur fallið niður ef þáttaka næst ekki. Ferðaskilmála ÚÚ og SAF er einnig að finna á www.uu.is

Úrval Útsýn Lámúla 4 Sími: 585 4000

Opið alla virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Allar upplýsingar í bæklingnum eru birtar með fyrirvara um prent- og myndvillur. Útgefandi: Úrval Útsýn. Verðdæmi miðast við gengi 1. febrúar 2013 og er háð breytingum á gengi, eldneytiskostnaði og flugverði frá þeim degi. Ábyrgðamaður: Þorsteinn Guðjónsson


Sérferðir MIÐ-EVRÓPA UM HVÍTASUNNUNA 18. - 26. maí 2013 // Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

Flug

Dags.

Brottför

FI 532

18.05.2013

Keflavík-München

Staðsetning

B: 07:20 / L: 13:05

Tími

Heimför

FI 533

26.06.2013

München-Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

Maí er yndislegur tími. Allt lifnar við, grænkar, blómgast, vex og dafnar eftir vetrarhvíldina. Í Mið-Evrópu standa ávaxtatré í blóma, garðar og hús skrýðast fegurstu blómum, bjöllukýrnar una sér vel á engjunum og rómantískur andi svífur yfir vötnum, fjöllum og bæjum. Í þessari fallegu og rómantísku vorferð bjóðum við upp á draumadvöl á fegurstu stöðum í Tírol í Austurríki og við hið fallega vatn Bodensee sem þrjú lönd liggja að, þ.e. Austurríki, Þýskaland og Sviss. Þarna verður dvalið á mjög góðum hótelum, þrjár nætur í senn, og boðið upp á kynnisferðir, gönguferðir, og dekur eins og best verður á kosið. Síðustu tveimur dögunum verður varið í München, hinni einu og sönnu höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi. Auk fyrrnefndra staða verður farið til Sviss, blómaeyjunnar Mainau, á aspasbúgarð, til Innsbruck, á Tírólaskemmtun og ýmislegt fleira. Þægileg og falleg 8 daga ferð þar sem mikið er innifalið.

TÖFRAR KÍNA 31. maí - 14. júní 2013 // Fararstjóri: Natalía Chow Stórkostleg 14 daga ævintýraferð til Kína í byrjun sumars. Heimsóttar verða 5 borgir sem allar hafa sinn sjarma. Peking og Xian fyrir langa sögu, arkitektúr og menningu, Shanghai og Hong Kong fyrir vestræn áhrif og verslun. Guilin fyrir einstakt fagurt landslag. Fyrstu fjórir dagarnir notaðir í að skoða í Peking. Torg hins himneska friðar og Kínamúrinn. Síðan verður þotið með næturlest til Shangai og við njótum þriggja daga þar og skoðum hinn 468m háa sjónvarpsturn, Zhujiajiao vatnaþorpið, siglum á Huangpu ánni og gefum okkur tíma í hina frægu Nanjing verslunargötu. Í Xian eru það Terracotta herinn og hestasafnið sem eru talin eitt af átta undrum veraldar. Tveir dagar í Guilin með allri sinni náttúrufegurð og vötnum. Endum síðan ferðina á þriggja daga dvöl í hinni ótrúlegu Hong Kong. Á öllum stöðum er gist á glæsilegum 4ra stjörnu hótelum. Íslenskur fararstjóri er með í ferðinni og einnig enskumælandi staðarleiðsögumaður. Ævintýraleg ferð sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Flug

Dags.

Tími

Flug

Dags.

Staðsetning

Tími

Brottför

FI 520

31.05.2013

Keflavík-Frankfurt

Staðsetning

B: 07:25 / L: 12:50

LH 720

31.05.2013

Frankfurt-Peking

B: 17:15 / L: 08:30

Heimför

LH 797

13.06.2013

Hongkong-Frankfurt

B: 23:10 / L: 05:20

FI 521

14.06.2013

Frankfurt-Keflavík

B: 14:00 / L: 15:35


Sérferðir

ÍTALÍA HEILLAR 11. - 18.júní 2013 // Fararstjóri: Hlíf Ingibjörnsdóttir Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn. Sum þeirra er stór, önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu, önnur eiga líka landamæri að Sviss. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu svæði á Norður-Ítalíu. Gist verður í fjórar nætur við Lago Maggiore og þrjár nætur við Comovatn og farið verður í siglingar og kynnisferðir, m.a. til Lugano og Orta við samnefnd vötn, en einnig til borgarinnar Milano. Við norður-ítölsku vötnin er einstök stemning; víðast milt loftslag, suðrænn gróður og tignarleg Alpafjöllin í bakgrunn. Fallegir garðar og byggingar setja svip sinn á umhverfið og andrúmsloftið er rómantískt og ítalskt í senn og náttúran engu lík. Gist verður á notalegum ítölskum hótelum og flogið verður til og frá Zürich í Sviss, þannig að í kaupbæti fá farþegar að kynnast því fallega landi. Falleg og fjölbreytt 7 daga ferð um einstaka náttúru. Kynnisferðir og hálft fæði innifalið.

Flug

Dags.

Staðsetning

Brottför

FI 568

11.06.2013

Keflavík - Zurich Airport

B: 07:20 / L: 13:00

Tími

Heimför

FI 569

18.06.2013

Zurich Airport - Keflavík

B: 14:00 / L: 15:50

HM ÍSLENSKA HESTSINS Í BERLÍN 6. - 13. ágúst 2013 // Fararstjóri: Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín höfuðborg Þýskalands. Þessi Heimsmeistaramót eru engu lík eins og svo margir Íslendingar hafa orðið vitni að á fyrri mótum. Þetta mót verður án efa einstakt þar sem íslenski hesturinn á eftir að fá mikla athygli. Fjöldi áhorfenda mun fylgjast með mótinu og síðan spillir ekki að Berlín er mikil menningarborg. Í borginni eru nánast óendanlegir afþreyingarkostir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað fyrir sig. Mótið sjálft er haldið á Pferdesportpark Berlin Karlshorst, frábærum stað þar sem verið er að byggja afar glæsilegt mótssvæði og þar verður öll aðstaða fyrir hesta og menn til fyrirmyndar. Þaðan sem er stutt í t.d. Brandenburgar hliðið, Reichstag (þýska þingið) og Alexanderplatz. Karlshorst er síðan aðeins í 9 mín fjarlægð frá Berlín Brandenburg alþjóðlega flugvellinum.


Sérferðir

FAGRA AUSTURRÍKI 8.-20. ágúst 2013 // Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

Flug

Dags.

Brottför

FI 532

08.08.2013

Keflavík-München

Staðsetning

B: 07:20 / L: 13:05

Tími

Heimför

FI 533

20.08.2013

München-Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

Austurríki hefur oft verið nefnt eitt fallegasta land í heimi. Það liggur hvergi að sjó og er minna en Ísland, en náttúrufegurðin, fjölbreytnin, sagan, menningin, vingjarnlegt fólk og snyrtilegt umhverfi er meðal þess sem heillar flesta sem þangað koma. Í þessari einstöku ferð verður farið um margar af þekktustu perlum landsins, skyggnst inn í söguna, mannlífið og náttúruna og sérstök áhersla verður á líf og ótrúlega sögu Sisi, hinnar einstaklega fögru keisaraynju af Austurríki. Hvort sem það er náttúrufegurðin í Salzkammergut, Dónársigling, Vínarborg, Klagenfurt, „austurríska rívíeran“ við Wörtersee eða fjalladýrð Alpanna, - allir staðir heilla, hver á sinn hátt og víða liggja spor Sisi! En þetta er ekki allt. Fjallaperlan Bled í Slóveníu og hin eina sanna München í Þýskalandi eru rétt handan landamæranna og verður farið þangað líka. Tólf daga draumaferð á fegursta tíma. Gist verður í 2-3 nætur á hverjum stað á góðum hótelum og mjög mikið innifalið.

VÍNHÁTÍÐ VIÐ MÓSEL 29. ágúst - 4. september 2013 // Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir Við Rín og Mósel í Þýskalandi er vínrækt einn mikilvægasti atvinnuvegurinn auk ferðaþjónustu. Þorp og svæði skiptast á að halda hátíðir af ýmsu tagi þar sem allar hliðar vínmenningarinnar eru kynntar og mikið er um dýrðir. Í miðjum Móseldalnum, þar sem áin liðast meðfram bröttum hlíðum, þöktum vínviði, kúrir lítill fallegur bær sem heitir Bernkastel-Kues. Gömul bindiverkshús, litlar vínkrár, veitingastaðir og ferðamannaverslanir setja svip sinn á gamla hluta bæjarins og líflegt er við ána. Hingað er ferðinni heitið þvi í bænum er haldin vínhátíð þessa helgi. Gist verður í sex nætur á mjög góðu 4* hótel ofan við bæinn. Á meðan á dvölinni stendur verður farið í skemmtilegar kynnisferðir í Rínardalinn og til Trier, elstu borgar Þýskalands, en þess á milli er lífsins notið með því að taka þátt í hátíðarhöldunum, rölta um vínekrurnar, kynna sér líf heimamanna, fara í siglingu, bragða á góðum mat og veigum eða njóta dekurs á hóteli. Sannkölluð draumadvöl í Móseldalnum á fallegum tíma.

Flug

Dags.

Brottför

FI 520

29.08.2013

Keflavík-Frankfurt

Staðsetning

B: 07:25 / L: 12:50

Tími

Heimför

FI 521

04.09.2013

Frankfurt-Keflavík

B: 14:00 / L: 15:35

SKOTLAND 10. september - 17. september 2013 // Fararstjóri: Kjartan Trausti Sigurðsson

Flug

Dags.

Brottför

FI 430

10.09.2013

Keflavík-Glasgow

Staðsetning

B: 07:35 / L: 10:40

Tími

Heimför

FI 431

17.09.2013

Glasgow-Keflavík

B: 14:05 / L: 15:25

Margir hafa farið í stutta borgarferð til Skotlands, en nú er tækifærið að skoða og kynnast þessu fallega og skemmtilega landi aðeins nánar. Mikil saga, stórbrotin náttúra og einstök menning. Heimsóttu alda gamla kastala þar sem sekkjapípuómur, skotapils eru alls ráðandi. Söfn, vatnaskrímsli, whisky og verslanir hvarvetna er eitthvað sem vekur áhuga og athygli. Í þessari stórskemmtilegu vikuferð verður farið um nokkrar helstu perlur landsins. Þar á meðal Glasgow og Edinborg með öllu því sem þær hafa uppá að bjóða, St. Andrews, elstu háskólaborg landsins, Scone Palace, þar sem ekki bara Macbeth heldur margir fleiri konungar voru krýndir og í skosku hálöndin. Man einhver eftir Urquhart kastala eða Skye eyju og eru ekki allir til í siglingu og skrímslaleit á Loch Ness eða að fara í whisky verksmiðju? Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem gestir upplifa og sjá í þessari skemmtilegu og fjölbreyttu Skotlandsferð. Gist verður á notalegum gististöðum í 1-2 nætur á hverjum stað. Ekki missa af þessu tækifæri!


Borgir

Borgir MÜNCHEN Haust 2013 München er í Suður-Þýskalandi og höfuðstaður Bæjaralands (Bayern), sem er stærsta sambandsland Þýskalands. Borgin er þekkt fyrir bjór, Lederhosen, Októberfest, fótbolta, BMW bíla og Derrick, en það er bara byrjunin. Í München er mikil menning, saga og skemmtilegt mannlíf, margar fallegar byggingar og garðar, óteljandi söfn og leikhús og fjöldinn allur af veitingahúsum, krám, kaffihúsum og verslunum af öllu tagi. Þótt 1.3 milljónir manna búi í borginni er hún alls ekki yfirþyrmandi. Þar er góður andi og góð yfirsýn og ýmsir hafa viljað líkja henni við stórt þorp frekar en stórborg, enda er hún oft kölluð Weltstadt mit Herz (heimsborg með hjarta). Samgöngukerfið í borginni er líka mjög gott. Víða í München eru verslanir verslunarmiðstövar og markaðir. München liggur við ána Isar, en þaðan er stutt í Alpana og því staðsetningin frábær til að skella sér í styttri eða lengri ferðir.

BRIGHTON Haust 2013 Brighton er strandbær sem er við suðurströnd Englands aðeins í um 30 mín akstri frá London Gatwick. Borgin er oft kölluð Litla London, þar sem hún þykir bjóða uppá allt það sama og London, utan kannski leikhúsin, en veitingahúsin og verslanirnar eru til staðar bara á mun lægra verði. Borgin er björt og hreinleg - ekki alltof stór og státar af langri ferðamannahefð. Breið og yndisleg ströndin með skemmtilegum kaffi og veitingahúsum. Brighton Pier sem er eitt helsta kennileiti Brighton þar sem bryggjan skagar um 500 m út í sjóinn með gamaldags tívolí. Eitthvað sem engin má láta fram hjá sér fara. Lanes bæjarhlutinn þar sem sem eru mjög litlar göngugötur - eins og hálfgert völundarhús. Þar finnur maður hönnunarbúðir, merkjabúðir, antique búðir, skartgripasala, kaffihús og frábæra veitingastaði. Nefna má að Jamie Oliver, rekur einn af veitingastöðunum. Örstutt frá The Brighton Pier og Lanes eru síðan verslunarmiðstöð og verslunargata með öllum helstu verslunum sem eru Íslendigum að góðu kunn eins og t.d. H&M, Primark, Debenhams, Habitat, Disney, River Island, Warehouse, Lego, Miss Selfrige, Zara, Gap, Esprit og New look.


Borgir

BERLÍN Vor og haust 2013 // Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín, höfuðborg Þýskalands. Borgin eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skipting hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða. Þrátt fyrir allar þessar hremmingar iðar borgin af lífi og Berlínarbúar kunna að skemmta sér og öðrum. Hvort sem það er kabarettsýning, Fílharmóníuhljómsveitin eða eitthvað þar á milli vekur Berlín heimsathygli. Í borginni eru óteljandi söfn og sýningar, mikil gerjun í allri listsköpun, glæsilegar byggingar og ótrúleg saga. Í borginni er fjöldi veitingastaða frá flestum heimshornum og auðvelt verður að kitla bragðlaukana allt frá Currywurst á pylsubarnum upp í glæsimáltíð á fínum veitingastað. Verslunarunnendur verða heldur ekki sviknir því hér eru markaðir, verslunarmiðstöðvar og sérverslanir af ýmsu tagi og verðlag í borginni almennt gott.

DUBLIN Vor og haust 2013 // Fararstjóri: Helgi Daníelsson Með ánægju getum við boðið aftur helgarferðir til Dublinar. Dublin sem er höfuðborg írska lýðveldisins er með líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin, krárnar og nýtísku hótelin hafa lífgað uppá miðbæ Dublin svo um munar. Menning, listir, hefðir og saga laða til sín fólk á öllum aldri auk þess sem tápmikið og fjörugt mannlífið heillar. Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna og allir finna skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Dublin hefur verið þekkt hjá Íslendingum sem verslunarborg og hefur það ekki breyst. Nóg er af verslunum í Dublin. Borgin er þægileg yfirferðar og stutt er á milli helstu verslunargatnanna sem eru sitt hvoru megin við ána Liffey. Fyrir sunnan er helsta verslunargatan Grafton Str. þar sem hægt er að finna ýmsar merkjavörur og sérverslanir. Fyrir norðan ána er svo Henry Str. og við hana standa ýmis minni vöruhús og verslunarmiðstöðvar. Verslunarmiðstöðin Dundrum Town Centre er gríðarlega flott og býður uppá óendanlega verslunarmöguleika.

LIVERPOOL Haust 2013 Helgarferð til Liverpool í Englandi sem býður upp á margt fleira og annað en fótbolta. Liverpool hefur verið þekkt fyrir að vera Bítlaborgin, þar sem að John Lennon og Paul McCartney ólust upp og byrjuðu tólnlistarferilinn. Liverpool stendur við ánna Mersey og er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands. Státar Liverpool einnig að mikilli safna- og leikhúsmenningu, þeirri mestu í Bretlandi fyrir utan London, þannig að enginn þarf að láta sér leiðast. Einna frægast að telja er auðvita Bítlasafnið og einnig er boðið upp á ferðir á slóðir Bítlana eins og æskustöðvarnar og götur og staði úr frægum lögum þeirra eins og t.d Penny Lane. Verslun er einnig mikil í Liverpool. Í miðbænum er verslunarmiðstöðin Liverpool one með um 160 verslunum af öllum gerðum. Helgarferð til Liverpool þar sem allir geta framfylgt sínum áhugamálum hvort sem er fótbolti, menning og listir eða verslun, og eytt síðan kvöldunum saman á einhverjum af þeim góðu veitingahúsum sem í boði eru, lofar góðu.


Borgir

Aðventuferðir MÜNCHEN Aðventuferðir til Þýskalands eru engu líkar. Úrval Útsýn býður upp á ferðir til jólaborgarinnar München á aðventunni. München er í Suður-Þýskalandi og höfuðstaður Bæjaralands (Bayern), sem er stærsta sambandsland Þýskalands. Jólamarkaðir í München eiga sér aldagamla hefð, elsti markaðurin á Marienplatz sem er í miðborginni á rætur sínar að rekja allt til 15. aldar. Alla daga eru jólatónleikar á svölum ráðhússins í bænum svo eitthvað sé nefnt af öllu því sem er í boði í München á aðventunni. Fjöldinn allur af jólamörkuðum er um alla borg, þar sem auk jólaskrauts og handverksmuna er ýmislegt góðgæti til sölu. Ekki skemmir bjórhefð þeirra Münchenbúa sem eru einnig frægir fyrir pylsurnar sínar og ylmurinn af piparkökum og grilluðum hnetum fyllir borgina. Borgin er skreytt jólaljósum og skrauti og er eitt ævintýra jólaland. Fyrir utan jólamarkaði eru verslanir, verslunarmiðstövar og markaðir víða í München.

BERLÍN Glühwein og Lebkuchen skemma ekki fyrir þegar komið er á jólamarkaði í Berlín þar sem allt iðar af lífi. Torg full að yndislegum jólamörkuðum þar sem allt sem tilheyrir jólunum er til sölu í handverkskofunum. Jólamarkaðirnir í Berlín eru engum líkir. Eftir 25. nóvember breytist Berlín í jólaborg. Jólaljós og skreytingar fylla götur og torg. Það er upplifun að sjá heimsborgina í jólabúningi. Skreytingarnar á aðal verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm, eru ótrúlegar og koma öllum í jólaskap svo ekki sé talað um Potsdamer- og Alexanderplatz. Verðlag er gott í borginni og vöruúrvalið gífurlegt og þar fyrir utan ríkir á þessum tíma einstök stemning hátíðarinnar sem er í nánd. Einnig er mikið úrval tónleika í kirkjum og tónlistarhúsum á þessum tíma, s.s. í Konzerthaus við Gendarmenmarkt og í Berlínar Fílharmoníunni.


Siglingar DUBAI OG SUEZ 13. apríl 2013 // Fararstjóri: Soffía Hauksdóttir Ógleymanlegt ævintýri! Sigling frá Dubai í gegn um Suezskurðin og yfir Miðjarðarhafið með Serenade of the Seas frá Royal Caribbean skipafélaginu. 15 dagar þar sem þú upplifir einstaka náttúrufegurð, sögu og menningu. Flogið er til Dubai í gegnum London og dvalið þar í 2 nætur áður en haldið er um borð í þetta fljótandi lúxushótel. Heimsóttir verða framandi áfangastaðir með spennandi skoðunarferðum. Þér gefst m.a. tækifæri á að fara eyðimerkursafarí í Dubai, skoða Luxor og Konungadalinn í Egyptalandi, kafa í Rauðahafinu og lifa í vellystingum á glæsilegu skemmtiferðaskipi þar sem allt er til alls. Fjölbreytt afþreying er í boði á skipinu svo sem spilavíti, heilsulind, barir, veitingastaðir, klifurveggur, körfuboltavöllur og leikhús. Ekki má gleyma glæsilegu sundlaugarsvæði. Vistarverur eru með tvíbreiðu rúmi eða tveimur einstaklingsrúmum, setustofu, sjónvarpi, minibar og öryggishólfi. Val um gistingu í innri-, ytrieða klefa með svölum. Fullt fæði um borð er innifalið. Alls tekur þetta glæsilega skip 2.500 farþega auk áhafnar.

Dags.

Staðsetning

Tími

Staðsetning

Tími

Brottför

FI 450

Flug

13.04.2013

Keflavík-London Heathrow

B: 07:40 / L: 11:45

EK030

Flug

13.04.2013

Dags.

London Heathrow-Dubai

B: 17:00 / L: 02:50

Heimför

LH1129

30.04.2013

Barcelona-Frankfurt

B: 16:05 / L: 18:20

FI 521

01.05.2013

Frankfurt-Keflavík

B: 14:00 / L: 15:35

DAGS.

HÖFN:

KOMA:

BROTTFÖR:

15. apríl

DUBAI

16.-20. APRÍL

Á SIGLINGU

21. APRÍL 22. APRÍL

SAFAGA, EGYPTALAND

06:00

23:00

SHARM EK SHEIKH, EGYPT.

07:00

23. APRÍL

SHARM EK SHEIKH, EGYPT.

24. APRÍL

SUEZ SKURÐUR

03:00

25. APRÍL

ALEXANDRIA, EGYPT.

06:00

26. APRÍL

ALEXANDRIA, EGYPT.

27.-29. APRÍL

Á SIGLINGU

30. APRÍL

BARCELONA

13:00 15:00

23:00

06:00


Siglingar

MIÐJARÐARHAFIÐ 28. ágúst - 11. september 2013 Miðjarðarhafssigling í lok sumars þar sem siglt er frá Róm og suður með Ítalíu til Sikileyja, þaðan til Aþenu í Grikklandi. Næst siglum við til Ephesus í Tyrklandi með alla sína gömlu sögu og rústir við hvert fótmál. Síðan eru það grísku rómantísku eyjarnar Rhodos, Santornini og Mikonos, sem eiga engar sér líkar, yndislegar hvítar strendur og fallega blár sjórinn. Napoli á Ítalíu er síðasta stopp skipsins áður en komið er aftur til Rómar. 2 dagar í Róm áður en flogið er heim til Íslands með millilendingu í Frankfurt. Skipið er Celebrity Reflection frá Celebrity Cruises skipafélaginu. Skipið er nýjasta skipið í flota Celebrity skipana og var formlega afhent í október 2012. Allur aðbúnaður í hæsta gæðaflokki. Skipið er rúmlega 122 þúsund tonn og tekur tæplega 2.900 farþega. Alls eru 10 veitingastaður um borð, fullkomin heilsulind, leikhús, setustofur og barir. Skipið er í alla staði smekklega innréttað og á það einnig við um vistarverur. Það er unaður að láta dekra við sig á þessu fljótandi lúxushóteli. DAGS.

HÖFN:

30. ÁGÚ

RÓM, ÍTALÍA

KOMA:

31. ÁGÚ

SIKILEY, ÍTALÍA

1. SEPT

Á SIGLINGU

2. SEPT

Brottför

Heimför

Flug

Dags.

Staðsetning

FI 520

28.08.2013

Keflavík-Frankfurt

B: 07:25 / L: 12:50

LH 238

28.08.2013

Frankfurt-Róm

B: 16:30 / L: 18:10

LH 243

11.09.2013

Róm-Frankfurt

B: 06:30 / L: 08:50

FI 521

11.09.2013

Frankfurt-Keflavík

B: 14:00 / L: 15:35

BROTT:

DAGS.

HÖFN:

KOMA:

BROTT:

17:00

5. SEPT

SANTORINI, GRIKKL.

07:00

18:00

10:00

19:00

6. SEPT

MYKONOS, GRIKKL.

07:00

18:00

AÞENA, GRIKKLAND

06:00

18:00

7. SEPT

Á SIGLINGU

3. SEPT

EFESUS, TYRKLAND

07:00

18:00

8. SEPT

NAPÓLÍ, ÍTALÍA

07:00

06:30

4. SEPT

RODOS, GRIKKLAND

07:00

18:00

9. SEPT

RÓM, ÍTALÍA

05:00

Vestur-Karíbahafið 25. október - 5. nóvember 2013

Flug

Dags.

Brottför

FI 689

25.10.2013

Keflavík-Orlando

Staðsetning

B: 17:10 / L: 20:05

Tími

Heimför

FI 688

05.11.2013

Orlando-Keflavík

B: 18:00 / L: 06:10

DAGS.

HÖFN:

KOMA:

BROTTF:

27. Október

PORT CANACERAL

28. Október

Á SIGLINGU

29. Október

LABADEE, HAITI

08:00

16:00

30. Október

FALMOUTH, JAMAICA

10:00

19:00

31. Október

GEORGE TOWN, GC

08:00

16:00

1. nóvember

COZUMEL, MEXICO

10:00

19:00

2. nóvember

Á SIGLINGU

3. nóvember

PORT CANACERAL

16:30

06:00

Silgt er um hið yndislega Karíbahaf með hinu glæsilega skemmtiferðaskipi, Freedom of the Seas. Flogið er til Orlando og gist í tvær nætur á The Florida Mall Hotel sem staðsett er við stærstu verslunarmiðstöð Florida. Síðan er haldið af stað með rútu til Port Canaveral þaðan sem skipið heldur úr höfn. Siglt um Vestur-Karíbahaf í 7 daga og við byrjum á að fara í land á Haiti þar sem Royal Caribbean skipafélagið er með lítið þorp þar sem aðeins farþegar fá að koma til. Síðan er komið til Jamaika, Grand Cayman og síðast til Cosumel í Mexico. Ferðin endar síðan aftur á Florida Hotel þar sem gist er í 2 nætur. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er golfhermir, 9 holu golfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og línuskautabraut. Herbergin eru glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Val um dvöl í innri klefa, ytri klefa eða ytri klefa með svölum.


Siglingar

AUSTUR-KARÍBAHAFIÐ 8. - 19. nóvember 2013 Glæsisigling um Austur Karíbahaf með Allure of the Seas, stærsta farþegaskipi í heimi og er jafnframt nýjasta skipið í flota Royal Caribbean. Í þessari ferð verður komið við í hinni frægu Nassau á Bahamas eyjum, síðan er komið við á St. Thomas og St. Maarten áður en haldið er aftur til Ft.Lauderdale. Taka má fram að á St. Thomas er ein af 10 fallegustu ströndum heims. Dvalið er í tvær nætur í Orlando fyrir siglingu og 2 nætur eftir siglingu. Karíbahafið er dásamlegur leikvöllur fyrir köfun, sund, sólböð og afslöppun, verslunarferðir og golf. Við verðum umkringd drifhvítum ströndum, blágrænu hafi og fegurstu eyjum heims. Fljótandi 5 stjörnu hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og brimbrettalaug, klifurveggur og fl. Herbergin eru glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Val um dvöl í innri klefa, ytri klefa eða ytri klefa með svölum.

Flug

Dags.

Staðsetning

Brottför

FI 689

08.11.2013

Keflavík-Orlando

B: 17:10 / L: 20:05

Heimför

FI 688

19.11.2013

Orlando-Keflavík

B: 18:00 / L: 06:10

DAGS.

HÖFN:

10. NÓV.

FT.LAUDERDALE

11. NÓV.

NASSAU, BAHAMAS

12. NÓV.

Á SIGLINGU

13. NÓV.

Tími

KOMA:

BROTTFÖR: 17:00

07:00

14:00

CHARLOTTE AMALIE, ST THOMAS

09:00

18:00

14. NÓV.

PHILIPSBURG, ST MAARTEN

08:00

17:00

15. NÓV.

Á SIGLINGU

16. NÓV.

Á SIGLINGU

17. NÓV.

FT. LAUDERDALE

06:15

Siglingar á eigin vegum Nú er hægt að bóka allar siglingar Royal Caribbean á heimasíðu Úrval Útsýnar. Einnig getur þú kíkt í heimsókn og þjónustufulltrúi getur aðstoðað þig við að finna hina réttu siglingu. Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða litla hópa sem kjósa að fara á eigin vegum. Einnig bjóðum við upp á þjónustu við að bóka flug, hótel og aðstoða við allt sem við á. Hafið samband við sérfræðinga okkar í Lágmúla 4 eða hringið í síma 585 4000.

UM SKIPAFÉLÖGIN

Úrval Útsýn er með samning við Royal Caribbean Cruises, eitt stærsta skipafélag í heimi, og hafa hundruð Íslendinga upplifað drauminn. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir en einnig sjáum við um að bóka í sérferðir fyrir einstaklinga eða hópa.

Royal Caribbean Cruises

celebrity cruises

azamara club cruises

Royal Caribbean Cruises er með 22 skip í sínum flota og er þeim skipt í 6 flokka eftir stærðum. Gert er út á fjölbreytta afþreyingu og að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi veitingastaða og bara er um borð, sem bjóða upp á dýrindis gómgæti. Þjónustan um borð í skipum Royal Caribbean er 5 stjörnu þjónusta og einnig alltaf líf og fjör alls staðar.

Skipafélagið Celebrity Cruises var stofnað 1989 með það í huga að bjóða siglingar í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði. „Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli“ er kjörorð skipafélagsins enda hugsað út í hvert smáatriði til að gera ferðina sem ánægjulegasta. Dekrað er við farþegana og gert er mikið úr hágæða mat og topp þjónustu. Celebrity siglingarnar eru í sérflokki og gera ferðina þína ógleymanlega.

Azamara skipafélagið var stofnað 2007 og býður upp á Lúxus ferðir á öðruvísi staði en kjörorð þeirra er einmitt „þú munt elska það hvert við förum með þig“. Stoppin eru oft lengri í hverri höfn og einnig stoppað yfir nótt á einhverjum af stöðunum eða jafnvel ekki lagt úr höfn fyrr en að kvöldi til. Ferðirnar eru með öllu sem hugurinn girnist, framandi áfangastaðir og allt fæði og drykkir eru innifaldir í verði.


Gönguferðir TENERIFE 2. - 9. mars 2013 // Farastjóri: Margrét Árnadóttir Frábær gönguferð um Tenerife, blómaeyjuna vinsælu í Kanaríeyjaklasanum. Kanaríeyjarnar eru 7 talsins og er Tenerife þeirra stærst. Nafnið Tenerife er komið úr mállýsku Guanche fólksins, frumbyggja Eyjanna, og þýðir í raun „Hvíta fjallið”. Sennilega er þar átt við Teide, hæsta fjall Spánar, sem teygir sig hátt til himins og ber höfuð og herðar yfir aðra tinda eyjaklasans. Að ganga þangað við bestu aðstæður er algjört ævintýri. Uppi á sléttunni þar sem Teide stendur er landslagið margbrotið og útsýnið frábært. Landslagið á Tenerife er mikilfenglegt og býður upp á ógleymanlegar gönguleiðir. Vegna hins milda loftslags eru eyjarnar of kallaðar eyjar hins eilífa vors. Loftslagið á Tenerife er nefnilega með eindæmum milt og þar er minnsti munur hitastigs sumars og veturs á heimsvísu. Flug

Dags.

Brottför

X9823

02.03.2013

Keflavík-Tenerife

Staðsetning

B: 09:00 / L: 14:40

Tími

Heimför

X9824

09.03.2013

Tenerife-Keflavík

B: 15:40 / L: 21:20

OBERSTDORF 15. ágúst - 22. ágúst 2013 // Farastjóri: Margrét Árnadóttir Gönguferð um nágrenni Oberstdorf í Ölpunum, á landamærum Þýskalands og Austurríkis, er upplifun sem er engu lík. Þessi ferð hefur verið farin í nokkur ár og viðtökur ávallt frábærar. Það færist í vöxt að hópar taki sig saman og fari í svona ferðir. Oberstdorf hefur oft verið nefnt „The hiking village” eða göngferðaþorpið. Þorpið sjálft er í litlum dal, 815 metrum yfir sjávarmáli í miðjum Ölpunum, umlukið fjallahring alveg upp í 2600 metra hæð. Almættið var rausnarlegt þegar sviðið á þessum slóðum var hannað og umhverfið gæti varla verið fallegra. Á þessum slóðum eru um 200 km af allskonar gönguleiðum. Af nógu er að taka en við völdum nokkrar af vinsælustu og fallegustu leiðunum. Við göngum hjá vatninu „Freibergsee”, meðfram ánum „Trettach” and „Stillach” og förum í gegnum „Breitachklamm” gljúfur, eitt þekktasta glúfur Mið-Evrópu. Svæðið er líka þekkt fyrir blóm, krydd og alls konar ostaframleiðslu. Ein af göngunum er á „Fellhorn” , eitt þekktasta fjall Þýskalands sem er ekki hvað síst þekkt fyrir blómaflóru.

Flug

Dags.

Brottför

FI 532

15.08.2013

Keflavík-Munchen

Staðsetning

B: 07:20 / L: 13:05

Tími

Heimför

FI 533

22.08.2013

Munchen-Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00


Borgir

Ný og betri NÝ OG BETRI: KONA

Uppselt / Biðlisti

23. febrúar - 2. mars 2013 Fararstjórar: Bjargey Aðalsteinsdóttir og Edda Björgvinsdóttir Spennandi vikunámskeið fyrir konur þar sem Bjagey og Edda spinna saman hnitmiðuðu námskeiði, hreyfingu, næringarfræði og gleði. Tekið er á hinum ýmsu hliðum sem snúa að þér: líkamsrækt, að sigra óttann, kjarkæfingar, yoga, hugleiðsla, fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress, aukakílóin svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður á blómaeyjunni Tenerife, með gistingu og aðstöðu á Hótel Torviscas Playa.

NÝ OG BETRI: YOGA & ZUMBA 18. maí - 25. maí 2013 Fararstjórar: Theodóra Sæmundsdóttir, Jóhann Örn Ólafsson Á suðrænni sólarströnd á engin hreyfing betur við en Zumba sem byggist á salsa, merenge og fleiri suðrænum dönsum. Zumba tímar með Jóa og Theu eru geggjuð brennsla og frábær skemmtun. Jóga með Theu er dásamleg leið til að öðlast styrk, kraft, vellíðan og slökun. Allir eru velkomnir í þessa ferð og þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Zumba og jóga áður eða ekki. Jói og Theaog stjórna námskeiðinu þannig að allir fá hreyfingu, allir skemmta sér og allir njóta þess að slaka á í fallegu umhverfi, sól og hita.

NÝ OG BETRI: HAMINGJA

Örfá sæti laus!

15. júní - 23. júní 2013 Fararstjórar: Bjargey Aðalsteinsdóttir og Ásdís Olsen Nú býðst einstakt tækifæri til að njóta lífsins í sólinni og öðlast jafnframt meiri hamingju og heilbrigði til frambúðar. Á aðeins einni viku gefst þér tækifæri til að sjá sjálfan þig í nýju ljósi og upplifa nýjar víddir í tilverunni. Þú munt læra að stjórna huga þínum og líðan, þú munt tileinka þér vinsemd í eigin garð og annarra, þú munt losa þig við áhyggjur, ótta og hömlur og þú munt læra að njóta líðandi stundar og lífsins í öllu sínu veldi. Heil vika af dekri, skemmtilegri leikfimi, Thai-nuddi, dansleikfimi, fræðslu og öðru sem byggir upp líkama og sál fyrir sumarið.

Nýjar ferðir væntanlegar - Fylgist með á uu.is/nyogbetri


Skólaheimsóknir NÁMS- OG KYNNINGAFERÐIR Úrval Útsýn hefur um árabil verið leiðandi í ferðum fyrir kennara á erlendar sýningar kennsluefnis og tæknibúnaðar, sem hugsaður er fyrir skóla. Í tengslum við slíkar ferðir hefur ferðaskrifstofan einnig boðið kennurum að komast í heimsóknir í skóla, þar sem sum þessara tækja eru í notkun. Því er spurt. Er áhugi hjá kennurum í skólanum ykkar á heimsókn í erlenda skóla? Hafið þið rætt ferð til að kynnast vinnubrögðum og viðhorfum gagnvart kennslu og kennsluaðferðum í ýmsum löndum. Starfsmenn Úrvals Útsýnar eru með víðtæk, örugg og bein tengsl í skólum um allan heim, á öllum skólastigum og taka á móti öllum fyrirspurnum er lúta að slíkum heimsóknum. Við vinnum hratt og vel með ykkur að hverskonar dagskrá í hvaða landi sem er, sé áhugi á slíku. Svona heimsóknir leiða oft af sér dýrmæt samskipti og hugmyndaauðgi sem víkka sjóndeildarhringinn. Sendu okkur fyrirspurn á hopar@uu.is eða hringdu í okkur í síma 585-4000

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Við finnum alltaf besta flugið Kröfur viðskiptavina okkar eru einfaldar, hvort sem þeir eru einstaklingar eða fyrirtæki. Þeir vilja þægindi, áreiðanleika og fljótustu leiðina héðan og þangað. Það er það sem við gerum. Fljótt, áreiðanlega og með sem minnstum tilkostnaði.

Viðskiptaferðir ÚÚ

24/7

Lágmúla 4 // TEL +354 585 4400 // FAX +354 585 4065

www.vuu.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 62890 02/13

ANCHORAGE ANCHORAGE

ST. ST. PETERSBURG PETERSBURG HELSINKI HELSINKI STOCKHOLM STOCKHOLM TRONDHEIM TRONDHEIM SEATTLE SEATTLE

ICELAND ICELAND

OSLO OSLO GOTHENBURG GOTHENBURG BERGEN COPENHAGEN BERGEN COPENHAGEN STAVANGER STAVANGER BILLUND BILLUND HAMBURG HAMBURG FRANKFURT FRANKFURT MÜNICH MÜNICH AMSTERDAM AMSTERDAM ZÜRICH ZÜRICH BRUSSELS BRUSSELS GLASGOW GLASGOW MANCHESTER MILAN MANCHESTER MILAN LONDON PARIS LONDON PARIS

DENVER DENVER BARCELONA BARCELONA

MINNEAPOLIS MINNEAPOLIS // ST. ST. PAUL PAUL

MADRID MADRID

TORONTO TORONTO BOSTON BOSTON NEW NEW YORK YORK WASHINGTON WASHINGTON D.C. D.C.

HALIFAX HALIFAX

ORLANDO ORLANDO

ÞRÍR NÝIR ÁFANGASTAÐIR HJÁ ICELANDAIR Icelandair kynnir nýja ferðamöguleika fyrir Íslendinga Sumarið 2013 býður Icelandair beint áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða: St. Pétursborgar í Rússlandi, Zürich í Sviss og Anchorage í Alaska. Fleiri áfangastaðir renna fjölbreyttari stoðum undir hlutdeild félagsins í farþegaflugi yfir Norður-Atlantshaf og gera þannig félaginu kleift að sinna því meginhlutverki Icelandair að tryggja reglulegar og tíðar flugsamgöngur á milli Íslands og Evrópu og Norður-Ameríku.

+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is

Úrval Útsýn - Sérferðabæklingur 2013  

Sérferðir Úrval Útsýnar 2013

Úrval Útsýn - Sérferðabæklingur 2013  

Sérferðir Úrval Útsýnar 2013

Advertisement