Page 1

Velkomin til

Tenerife


TENERIFE

Costa Adeje Gran Hotel 2


TENERIFE Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir bjóða farþega sína velkomna til Tenerife.

Tenerife

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vand­láta ferðalanga. Eyjan tilheyrir Kanarí­eyja­klas­an­um en nýtur afgerandi sér­stöðu fyrir einstakt náttúrufar og veður­sæld, hreinleika og frábæran að­búnað. Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Eyjan er rétt um 300 km frá ströndum Afríku og 1.300 km frá meginlandi Spánar. Hún er um 2.000 km2, skringilega þríhyrnd í laginu og á eyjunni miðri rís hið tignarlega Pico del Teide 3.718 metra upp úr Atlantshafinu — hæsta fjall Spánar. Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir bjóða upp á vinsælustu ferðamannabæina á suð­ur­hluta Tenerife; Playa de las Américas og Costa Adeje. Á daginn þarf engum að láta sér leiðast, enda nóg við að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Til að mynda er stærsta go–kart braut Evrópu og motor–cross braut, rétt fyrir utan bæina. Allir verða að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park. Glæsilegar rennibrautir og fjölbreytt afþreying þar sem þú getur m.a. rennt þér niður 28 metra rennibraut í nánast frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Vatnsrennibrautagarðurinn Aqualand, með sundlaugarennibrautir fyrir alla fjöl­skyld­una og stórskemmtilega höfrungasýningu er inn á miðju ferða­manna­svæðinu. Á strönd­inni er mikið úrval vatna­íþrótta — sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun við nánast hverja strönd — ásamt fjölda trampólína og leiksvæða fyrir litlu krakkana. Hægt er að gera sérlega góð kaup í verslunarmiðstöðvum undir berum himni eða fara á útimarkaði í spænska bæn­um Los Cristianos eða á Costa Adeje. Ef ekki finnst eitthvað við hæfi í verslunar­mið­stöðv­unum

þá er eitt af þremur spilavítum eyjunnar einmitt staðsett á Playa de las Américas. Á kvöldin getur fólk hins vegar notið marg­víslegrar afþreyingar og skoðað sig um í iðandi næturlífi. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum gefur fólki tækifæri á að borða góðan mat á sanngjörnu verði. Margir fínni og aðeins dýrari veitingastaðir í rólegra umhverfi eru á Playa del Duque ströndinni en við Fanabé og Torviscas strend­urnar er fjöldinn allur af veitinga­ stöð­um á sanngjörnu verði. Þegar líða tekur á kvöldið er hægt að skoða hina miklu flóru af börum og nætur­klúbb­um sem eru opnir fram undir morgun í breska hverfinu Veronicas eða brugðið sér þar sem innfæddir dilla sér í salsatakti í Los Cristianos. Eða einfaldlega tekið því rólega á einhverjum veitingastaðanna sem bjóða upp á bar­stemningu á þökum versl­unar­ mið­stöðvanna á „Laugaveginum“. Augljóst er að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Playa de las Américas eða Costa Adeje. VEÐURFAR Á Tenerife er jafnt veðurfar allan ársins hring. Meðalhiti er 20–22 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 18 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Vegna fjallanna er loftslagið mis­mun­andi á norður– og suður­hlutanum, sól og blíða á sunnanverðri eyjunni þar sem flestir ferðamenn eru en oftar skýjað fyrir norðan. Munur er þó á Tenerife og öðrum eyjum Kanarí­eyja­klas­ ans að svokallað „micro–clima“ gerir það að verkum að mismunandi veð­ur­far er á mismunandi stöðum eyjunnar. Há og tign­ar­leg fjöllin á miðri eyjunni valda því að stundum er skýjað á norðurhlutanum og þar rignir dálítið, einkum seint á haustin. Hátt í fjöllum er von á snjókomu í allt að 3 mánuði á ári. En á suðurhluta Tenerife er lág­hita­beltislofts­lag, eitthvert stöðugasta og besta loftslag á jörðinni — sól og blíða allan ársins hring.

3


TENERIFE NÁTTÚRA Svo er hálendinu á Tenerife einnig fyrir að þakka að eyjan býður upp á fjölbreyttari nátt­úru en aðrar Kanaríeyjar. Norðurhlutinn er sérlega gróðursæll og státar af fjöl­ breytt­ustu gróðurflóru eyjanna. Á eyjunni miðri í 2.200 m hæð er þjóðgarðurinn Canadas del Teide þar sem hæsta fjall Spánar El Teide rís eina 3.718 metra. Risa­furuskógar umlykja eyj­una í 1.000– 1.500 metra hæð og á lág­lendinu í hitabeltisloftslaginu er lands­lag­ið þakið suðrænum ávöxtum — bönunum, mango og papaya. Í víkum og vogum suðurhlutans verða til veðurparadísir eins og Américas– strendurnar, þar sem hundruðir þúsunda gesta njóta veðurblíðunnar allt árið um kring. GOLF Á Tenerife er fjöldinn allur af glæsilegum golfvöllum, þar sem allir ættu að finna sér golfvöll við sitt hæfi. Í upplýsinga­möpp­un­ um á gististöðunum er að finna upplýsingar um nokkra af þeim golfvöllum sem eru á eyjunni. FARARSTJÓRAR Fararstjórar Sumarferða, Úrvals Útsýnar og Plúsferða hafa víðtæka reynslu og þekk­ingu á Tenerife og verða til aðstoðar á meðan á ferðinni stendur. VIÐTALSTÍMAR Viðtalstímar fararstjóra eru einu sinni í viku. Viðtalstímatöflu og heimsóknartíma far­ar­stjóra er að finna í upplýsingamöppu ferðaskrifstofanna sem eru á öllum gisti­stöð­um. Í viðtalstímum getið þið fengið upp­lýs­ingar um ýmis atriði sem gætu gert dvölina ykkar ánægjulegri. ÞJÓNUSTUSÍMI Þjónustusími er opinn mánud.–föstu­d. Í þjón­ustu­símanum er hægt að bóka bíla­leigu­bíla, skoðunarferðir, bera fram fyrir­spurn­ir og almenn erindi. Hringið beint

4

í núm­erið. Sjá opnunartíma og símanúmer í upplýsingamöppu. NEYÐARSÍMI Eftir kl. 17:00 tekur neyðarvakt fararstjóra við þjónustusíma. Í neyðartilfellum er hægt að ná í fararstjóra allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Hringið beint í númerið. Sjá símanúmer í upplýsinga­möppu. UPPLÝSINGAMÖPPUR Eru í viðtalsaðstöðu fararstjóra á öllum hótelum. Þar er að finna nánari upplýsingar um þjónustu ferðaskrifstofanna s.s við­tals­tíma­töflu, símanúmer þjónustusíma og neyð­ar­síma og dagskrá skoðunarferða. Einnig er að finna lýsingar á skoðunar­ferð­ um ásamt ýmsum upplýsingum um Tener­ife, s.s matsölustaði, dýra– og skemmtigarða, golf, Go–Kart o.m.fl. Ýmsar tilkynningar frá farar­stjór­um eru settar fremst í upp­lýsinga­möppu. Vinsamlega fylgist reglulega með möppunum! BROTTFÖR Daginn fyrir brottför er að finna fremst í upp­lýsinga­möppu nákvæman brott­farar­ tíma rútanna frá hótelunum ásamt nánari upp­lýs­ingum um tilhögun heimferðar. Inn­ritun á flugvellinum, Reina Sofia TFS, hefst 2 klst. fyrir flugtak.


TENERIFE

Skoðunarferðir

HRINGFERÐ UM TENERIFE — HEILSDAGSFERÐ

• Bókað er í skoðunarferðir í viðtalstíma, í þjónustusíma og á kynnisfundi. • Ferð sem farin er á mánudegi, þarf að bóka fyrir kl. 16:00 á föstudegi. • Bóka og afbóka þarf ferð með minnst sól­ar­hrings fyrirvara. • Barnagjald í skoðunarferðum er mis­mun­ andi eftir skoðunarferðum, sjá nánar á dagskrárblaði. • Vinsamlega greiðið skoðunarferðina við skráningu eða hjá fararstjóra. Ath! eingöngu er hægt að greiða í evrum og ekki er hægt að greiða með kortum. • Rúta kemur og sækir farþega á áður aug­lýsta stoppistaði þegar farið er í skoð­unarferðir, nema í kvöldferðum. Vin­samlega verið tilbúin tímanlega á aug­lýstum stað og tíma en athugið að mis­munandi bið getur orðið eftir rútunni, eftir því hvaðan rútan hefur ferðina. Verð og dagsetningar eru í upplýsinga­ möpp­um ferðaskrifstofanna á hótelum. Fjöldi annarra skoðunarferða og jeppa­ ferða eru í boði fyrir þá sem vilja fara á vit ævintýranna á Tenerife. Nánari upp­lýsing­ar er að finna í upplýsinga­ möppu og hjá farar­stjórum.

Haldið er réttsælis í hringferð um eyjuna og farið í áttina að Los Gigantes — „Tenerífsku Látrabjörgunum”. Komið er í morgunkaffi til Garachico þar sem stórkostlegs útsýnis er notið yfir hinn sér­kenni­lega bæ sem fór undir hraun fyrir um 300 árum. Icod de Los Vinos verður á vegi okkar en þar er nauðsynlegt að kíkja á Drekatréð, sem talið er að sé allt að 1000 ára gamalt, ásamt kirkju Heilags Markúsar. Við kirkjutorgið er boðið upp á vín og osta­smökk­un í vínkjallara. Þaðan er svo haldið í átt að Pueblo Chico sem er skemmtilegur húsa­safnagarður, þar sem jafn­framt er snædd­ur 3ja rétta hádegis­ verð­ur. Gamla glæsiborgin La Orotava er næsti við­komu­stað­ur. Kanarískt óðalssetur frá 16.öld er heimsótt, en þar er einn stærsti hand­verks­mark­aður eyj­unn­ar. Hringferðinni er síðan lokið með stuttri viðkomu í Santa Cruz. Á heim­leiðinni er síðan keyrt í gegnum La Lag­una sem er gamli höfuðstaður eyjunnar, en gamli bærinn þar þykir svo merkilegur að hann er á heimsminjaskrá Sameinuðu Þjóð­anna. Innifalið í verði ferðarinnar: Rútuferð, hádegisverður og íslensk leiðsögn.

5


TENERIFE „SHOW“ Í PIRÁMIDE DE ARONA — KVÖLDFERÐ Boðið er upp á stórglæsilega söng– og dans­sýningu í leikhúsinu „Pirámide de Arona“ sem er við aðalverslunargötuna, rétt við Parque Santiago á Playa de las Américas. Hér eru rætur spænskrar menningar sýndar í nýstárlegri upp­setn­ ingu Carmen Mota. Kvöldskemmtun fyrir alla aldurshópa og alla áhugasama um dans og tónlist! Engin rúta, mæting á eigin vegum. PETER PAN Á HÖFRUNGASLÓÐUM — HÁLFSDAGSFERÐ Haldið er út á Atlantshafið þar sem rétt úti fyrir ströndunum eru bæði hvalir og höfr­ung­ar í allri sinni dýrð á heimaslóðum í hafinu. Siglt er í áttina að La Gomera og Los Gigantes, sem svipar til Látrabjarga. Í sjó­ferðinni er boðið upp á grillmat o.fl. sem er innifalið í verði ferðarinnar. Farþegar eru sóttir á stoppistaði af Neptunó siglingum. Skemmtileg og stutt ferð (3 tímar) fyrir fólk á öllum aldri. Innifalið í verði: Rútuferð til og frá höfn, bátsferð og hádegismatur. LORO PARQUE — HEILSDAGSFERÐ

Haldið er með rútu á norðurhluta eyjunnar, til Puerto de la Cruz þar sem Loro Parque, einstaka veröld dýra, er að finna. Ein magn­aðasta mörgæsanýlenda utan heim­skautasvæðanna, þar sem 12 tonn af

6

snjó falla daglega, gæti hresst þá við sem sakna Íslands. Frábærar sýningar þar sem höfrungar, háhyrningar, sæljón og páfagaukar leika listir sínar eru þó senn­ilega aðalaðdráttaraflið í Loro Parque. Í Loro Parque má einnig sjá tígrisdýr, gór­illur, höfrunga, skjaldbökur, hákarla og ýmis lit­skrúðug sjávardýr svo fátt eitt sé nefnt, en sumum þessara dýra hefur verið bjargað úr ótrúlegum aðstæðum. Til dæm­is fannst einn af hákörlunum í handfarangri farþega á London Heathrow. Fyrir þá sem þurfa minni tíma í garðinum gæti verið gaman að fá sér far með „mini– lestinni“ sem gengur á 20 mín. fresti milli Loro Parque og miðbæjar Puerto de la Cruz en þar er ógrynni af verslunum og veitinga­ stöðum enda var bærinn á sínum tíma einn helsti ferðamannastaður Kanarí­eyjanna. Innifalið í verði: Rútuferð, íslensk leiðsögn og aðgangseyrir inn í Loro Parque. KAFBÁTASIGLING Ógleymanlegt ævintýri. Aðbúnaður til fyrir­myndar. Margt að sjá er gleymist ei. Fólk er sótt á stoppistöðvar frá kafbátafyrirtækinu. Ferðin tekur ca 3 klst. Ferið er niður á 27-30 metra dýpi, við kynnumst ýmsu skemmtilegu neðansjávar m.a. koma kafarar sem gefa stingskötum að borða og þá myndast líf og fjör í sjónum. Sæti eru í kafbátnum fyrir 44 manns og er lofræsting í bátnum. GÜÍMAR — NÝ HÁLFSDAGSFERÐ Spennandi og fróðleg ferð á slóðir Thor Heyerdahl. Við sjáum safn um hann og pýra­mídana er hér finnast og heyrum kenn­ingar hans um pýramída, siglingar og Íslendinga. Innifalið í verði: Rútuferð, tapas og íslensk leiðsögn. SANTA CRUZ VERSLUNARFERÐ — HÁLFDAGSFERÐ Farið er til La Laguna í Alcampo


TENERIFE verslunarmiðstöðina þar sem m.a. er að finna H&M, Strativarius, Punt Roma, Cortefield og margar aðrar verslanir. (þeir sem fá ekki nóg þar er boðið að verða eftir í Santa Cruz við El Corte Inglés og koma sér sjálfir heim).

Santiago del Teide og koma í bæinn er kl. 16:00. Innifalið í verði: Rútuferð, hádegismatur og Íslensk leiðsögn.

Athugið að oft er nauðsynlegt er að taka með sér vegabréf sé verslað með kredit­ korti. Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk leiðsögn. MASCA — EL TEIDE — FJALLAFERÐ

Við byrjum á að keyra upp í gegnum þorpið Vilaflor sem er hæsta byggða ból á eyjunni, í um 1,500 m hæð, og höldum leið okkar áfram í þjóðgarðinn Cañadas del Teide sem er í um 2,200 m hæð. þar rís tignarlega upp úr öskjunni El Teide, hæðsta fjall Spánar, 3,718 m hátt. Teide hefur haft gífurlegt aðdráttarafl fyrir eyjunna í gegnum tíðina. Þar er fjölsóttasti þjóðgarður Spánar enda landslagið þar stórbrotið. För er haldið að Garachico, fallegum bæ með stórkostlegu útsýni en þaðan liggur leiðin að Masca sem lengi vel var kallað týnda þorpið. 30 árum eftir hertöku Spánar á Tenerife árið 1496 fannst þetta fallega fjallaþorp. Margir segja að þetta sé fallegasti bærinn á eyjunni og með ólíkindum að nokkrum hugkvæmdist að velja sér búsetustað þar. Hádegismatur er snæddur í fjallaþorpinu

7


TENERIFE

Á eigin vegum SANTA CRUZ Santa Cruz er höfuðborg Tenerife og næst­fjöl­mennasta borg Kanaríeyja með um 225.000 íbúa. Borgin skartar miklum gróðri og iðar af mannlífi, skemmtilegt er að eyða dagsstund og ganga um borgina, versla í einum af mörgum verslunarmiðstöðvunum þar eða njóta umhverfisins. Plaza de España torgið er niðri við höfnina og iðar af mannlífi. Upp frá torginu eru helstu göngu– og verslunargötur borgarinnar. Vest­an þess er torgið Plaza de la Cand­elar­ ia með Madonna de la Candelaria frá 1778. Norðar er San Fransisco kirkjan (1680) og svo tekur við Borgarsafnið með ýmsum verk­um s.s. inn­lendra listamanna. Frá torginu Plaza del Principe má ganga eftir Calle del Pilar að Frúarkirkjunni sem er frá 18. öld. Auk fallegra torga, reisulegra bygginga og verslana ættu flestir að geta fundið safn við sitt hæfi. MASCÁ Einstaklega fallegt þorp sem stendur á „hrikalega“ fallegum stað í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Krókóttur fjallvegur liggur að þorpinu, sem einu sinni var gam­alt sjóræningjabæli, en ferðin til þorps­ins er sannarlega þess virði. Margar gönguleiðir eru í boði niður eftir gjánni fyrir þá sem eru áhugasamir um göngur. Enginn sem tekur bílaleigubíl ætti að láta það ó­gert að fara til Mascá. VATNSRENNIBRAUTAGARÐAR Allir verða að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park. Glæsilegar rennibrautir og fjölbreytt afþreying þar sem þú getur m.a. rennt þér niður 28 metra rennibraut í nánast frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Vatnsrennibrautagarðurinn Aqualand, með sundlaugarennibrautir fyrir alla

8

fjölskylduna og stórskemmtilega höfrungasýningu sem er inn á miðju ferða­manna­svæðinu. PUERTO DE LA CRUZ Puerto de la Cruz á norðurhluta eyjarinnar er einn elsti og þekktasti ferða­manna­stað­ ur Kanaríeyja. Bærinn er einstaklega fall­eg­ur og sjarmerandi; gömul hús, steinlagðar götur, útiveitingahús, göngu­ göt­ur og torg. Lago Martianez, sund­lauga­ garður hannaður af arkitektinum fræga frá Lanzarote, César Manrique ásamt mjög fallegum svörtum sandströndum geta lokkað þá til sín sem vilja öðruvísi sól og strandlíf en þekkt er. Höfnin og klettarnir í San Telmo eru hress­andi gönguleið þar sem kaffihúsið Rancho Canario heillar. Einn alskemmti­leg­asti bærinn á eyjunni. LA LAGUNA Nánast samfast við Santa Cruz, í um 700 metra hæð, er La Laguna sem upphaflega gengdi hlutverki höfuðstaðar Tenerife. Þar settist Alonso Fernández de Lugo að eftir að hafa náð eyjunni á sitt vald á 15. öld. Í dag gegnir La Laguna hlutverki háskóla­ bæjar en þar er einn af elstu háskólum Spánarveldis. Gamli bær La Laguna er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, þar sem rúmlega 5 alda gamalt borgaskipulag og stjórnvalds­byggingar hafa varðveist. H&M er í „Alcampo“ versl­unarmiðstöðinni, í nýjasta verslunar­hluta La Laguna, við hliðina á IKEA, Decathlon og leikfangamarkaðnum Toys “R” Us.


TENERIFE

Almennar upplýsingar APÓTEK Apótek heita FARMACIA á spænsku og eru merkt með grænum krossi. Þau eru almennt opin alla virka daga frá 09:00– 21:30. Við Parque Royale, á Costa Adeje ströndinni, er opið allan sólar­hringinn. Í Breska hverfinu Veronicas, við Hotel Gala, er einnig opið allan sólarhringinn. BANKAR Bankar eru opnir alla virka daga frá 08:15–14:00. Lokað er á laugardögum, sunnu­dög­um og almennum hátíðisdögum. Í nágrenni allra hótela eru hraðbankar og inn á mörgum hótelum. Spyrjið í gesta­mót­ tök­unni eftir „CAJERO“ eða „TELEBANCO“. BÍLALEIGUBÍLAR Fyrir milligöngu fararstjóra er hægt að leigja bílaleigubíla og íslenskt ökuskírteini í gildi nægir. Munið að betra er að panta með góðum fyrirvara. Við mælum með OASIS bílaleigunni. Hægt er að panta bíl hjá far­ar­stjóra í viðtalstíma eða í þjónustu­síma. OASIS bílaleigan afhendir bíla á hótel og gengur frá samningi á staðnum. Athugið að leggja bílnum alltaf í lögleg stæði og skilja aldrei verðmæti eftir í bílnum. Ef bíllinn er dreginn af ólöglegu stæði þarf að greiða sekt til að leysa hann út. GJALDMIÐILL Evra/Euro

GREIÐSLUKORT Athugið að notkun debet– og kreditkorta eru ekki eins algeng hér eins og á Íslandi, þó tekið sé við greiðslukortum á velflestum stöðum. Þau teljast ekki vera skilríki þótt þau séu með mynd af korthafa. Hér þarf því oft að framvísa skilríkjum (til dæmis vega­bréfi) þegar greitt er með korti. Greiðið síður með debet– og kreditkortum í versl­unum og veitingastöðum af öryggis­ ástæð­um. HRAÐBANKAR Hraðbankar eru víða og eru þeir opnir allan sólar­hring­inn. Ef kort týnist eða því stolið verður að loka því umsvifalaust. Neyðarsími Vísa á Íslandi er (00–354) 525–2000 og neyðarsími Eurocard á Íslandi er (00–354) 550–1500. HÓTELREGLUR Á öllum gististöðum eru reglur um um­­gengni. Ætlast er til að ró sé komin á fyrir miðnætti. Ekki er leyfilegt að halda veislur/partý innandyra á Spáni. Vin­saml­ ega kynnið ykkur reglur þess gististaðar sem þið dveljið á. Virðið þær og sýnið öðrum tillitsemi. HÚSBÚNAÐUR Hverri íbúð fylgir ákveðið magn af eldunar­ áhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda manns í gistingunni. Ef eitthvað vantar uppá er hægt að tala við gestamóttöku eða farar­stjóra. Uppþvottabursti og uppþvotta­ lögur fylgir venjulega ekki íbúðunum af hrein­lætisástæðum.

9


TENERIFE KAFFI Café solo – Sterkt expresso kaffi. Café cortado – Espresso kaffi með örlítilli mjólk. Café con leche – Espresso kaffi með mik­illi mjólk. Café americano – Líkist mest kaffinu heima. Carajillo – Espresso kaffi með brandy eða baileys út í. Bon Bon/Leche y leche – Espresso kaffi með niðursoðinni mjólk. Barraquido – Espresso kaffi með niðursoðinni mjólk ásamt líkjör 43. LEIGUBÍLAR Leigubílastöðvar eru víða við hótelin. Grænt ljós logar á leigubílunum ef þeir eru lausir. €8–10 kostar á milli bæjarhluta. Flestar gesta­móttökur panta leigubíla án gjaldtöku. LÆKNAÞJÓNUSTA Enskumælandi læknar eru á lækna­stöðv­ um Hospiten spítalans. Á læknastöðinni DR. VILLAR E IBARRA er opið allan sól­arhringinn og eru starfs­menn mót­tök­ unnar frá Norðurlöndunum. Neyðarsími: 922 77 78 70. Heimilisfang: El Camisón, Playa de las Américas. Þeir sem hafa S.O.S. tryggingarskírteini meðferðis frá sínu tryggingarfélagi, þurfa ekki að greiða fyrir þjónustuna. Hafið með tryggingakort, vegabréf og flugfarseðil. Einnig er hægt að fá lækni heim á gististað. Hikið ekki við að hringja í far­ar­stjóra ef aðstoðar er þörf. LÖGREGLA Símanúmer: 112. Kærumál: 902 102 112 Aðallögreglustöðin POLICIA NACIONAL, á Playa de las Américas og Costa Adeje er á miðju svæðinu.

10

MAGAVEIKI Með breyttu mataræði, sól og hita gera melt­ingartruflanir oft vart við sig. Margir verða fyrir því að fá í magann og vilja gjarn­an kenna matnum um. Í fæstum tilfellum er um matareitrun að ræða heldur er breyttu lofts­lagi, mataræði og köldum drykkjum um að kenna. Varist að drekka of kalda drykki í sólinni og sleppið ísmolum. SÍMANÚMER VISA: 00 354 525 2000. Mastercard: 00 354 550 1500. MÝFLUGUR Mjög lítið er um mýflugur og moskítóflugur á Tenerife einna helst í ljósaskiptunum. Hátíðnitæki til að stinga í rafmagn er að finna í sumum matvörumörkuðum. MAURAR Maurar („HORMIGAS“) eru landlægir á Spáni og Kanarí­eyj­un­um og þeir gera engan greinarmun á dýrri og ódýrri gistingu. Þeir sækja í ma­tar­leifar, sérstaklega sætan mat. Ef vart verður við maura á gististað er best að hafa samband við gestamóttöku og séð verður um að eitra. Góð regla er að skilja ekki eftir matarleifar neins staðar í íbúðinni en örlítil sykursletta á gólfi getur virkað hvetjandi á heilan maura­her.


TENERIFE RAFMAGN Er 220V eins og á Íslandi. Hægt er að nota öll algengustu rafmagnstæki hér eins og heima. Varist samt innstungur á bað­herb­ ergj­um, þær eru oft eingöngu fyrir rakvélar. Vin­saml­ega skiljið ekki ljós eftir kveikt eða tæki í gangi þegar engin(n) er í íbúðunum/ hótelherbergjunum, því rafmagn er mjög dýrt og af skornum skammti hér á Kanarí­ eyja­klasanum. RÍKISÚTVARPIÐ Með góðu útvarpsviðtæki er hægt að ná sendingum RÚV. Ríkisútvarpið er með frétta­sendingu á stuttbylgju alla daga sem hér segir: kl. 12:15 til 13:00 á 13865 kHz og frá kl. 17:55 til 18:25 á 11402 kHz að íslenskum tíma. Hlustunarskilyrði á stuttbylgju eru mjög breytileg. Suma daga heyrist mjög vel, aðra daga verr og stundum alls ekki neitt. Athugið að tíðnin er miðuð við Evrópu. PÓSTHÚS Pósturinn heitir CORREOS. Frímerki fást í tóbaksverslunum, TABACOS, og heita „SELLO“ á spænsku. Sum hótel selja frí­merki og taka einnig við póstkortum. Póstkassar eru gulir að lit hér á Tenerife og merktir póstlúðrinum.

RÚTUSAMGÖNGUR Góðar rútusamgöngur eru á Tenerife. Aðal­rútufyrirtækið á eyjunni, sem sér um almenningssamgöngur heitir TITSA. Áætl­unar­bílar ganga á milli helstu borga og bæja á Tenerife. Rútustöðin heitir Estación de Guaguas de Playa de las Américas, Ctra. Gral. del Sur. ADEJE, og er rétt við ráðstefnuhöllina Palacio de Congresos á Américas ströndinni. SÍMI Beint val til Íslands er 00354 + númerið. Það er ódýrara að hringja úr almennings­ símum en GSM símum. Símakort fást í mörgum „indverjabúðum“ og smá­versl­ unum. Þegar hringt er úr íslenskum GSM síma á Tenerife í annan íslenskan GSM síma á Tenerife, er greitt fyrir eins og um innanlands GSM símtal væri að ræða. SJÓBÖÐ Á flestum ströndum eru ákveðnar öryggis­ reglur. Þegar rauður fáni er við hún má alls ekki synda í sjónum, með gulan fána skal sýna varúð, en grænn fáni þýðir að óhætt sé að taka sundsprett. SJÚKRABÍLL Símanúmer: 1 1 2, sama og á Íslandi.

11


TENERIFE SÓLBÖÐ — BRUNI Fara þarf varlega í sólböðin, sérstaklega fyrstu dagana meðan húðin er að venjast sólinni. Best er að vera ekki lengi í sólbaði til að byrja með og lengja tímann smátt og smátt. Notið sterka sólarvörn í byrjun og munið að huga sérstaklega að börnunum. Þótt sólvörnin sé vatnsheld þarf samt að bera hana á eftir tíð vatns– eða sjóböð. Höfuðföt eru nauðsynleg í sólinni og sér­staklega fyrir börnin. Gott er að hvíla sig á sólböðum yfir heitasta tímann frá 12:00–15:00. Athugið að drekka mikið vatn. Gott er að bera Aloe Vera gel eða hreina jógúrt á sólbruna. Ef um meiriháttar bruna er að ræða þarf að hafa samband við lækni. SPORT Snekkjubátar, hraðbátar, sjóskíði, banana­ bát­ar og hjólabátar og margt fleira er víða í boði við ströndina. Einnig er hægt að kom­ast í köfun víða. STUNDVÍSI Ýmislegt getur tafið þegar verið er að ná í fólk á mörgum gististöðum og hafið því ekki áhyggjur þó að rúta sem á að ná í ykk­ur í ferð sé ekki komin á stundinni. Það flýtir fyrir að allir séu tilbúnir á stoppi­stöð­ unum, séu stundvísir og ekki þurfi að bíða eftir neinum.

12

STRÆTISVAGNAR Strætisvagnar á vegum rútufyrirtækisins Titsa, ganga eftir helstu götum á svæðinu. Það kostar um €1,30 - €1,50 í vagnana og vagnstjór­arn­ir gefa til baka en skiptimiða­ kerfi þekk­ist ekki hjá strætisvögnunum. Strætó­stöðin heitir: Estación de guaguas de Playa de las Américas. Ctra. Gral. del Sur. ADEJE. Ekkert eiginlegt leiðakerfi er á Costa Adeje og Playa de las Américas, heldur ganga rúturnar í gegnum svæðið frá þorpunum í kring. Ágætt er að nota hótelnöfn þegar spyrja þarf bílstjórana. SUNDLAUGAR Á hverjum gististað gilda ákveðnar reglur um umgengni í sundlaug og garði. Virðið reglurnar því þær eru settar til þess að auka öryggi. Kynnið ykkur dýptarmerkingar sundlaugarinnar vel.


TENERIFE

Orðabelgur Já. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halló. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Góðan dag ( morgun). . . . Gott kvöld. . . . . . . . . . . . . . Góða nótt . . . . . . . . . . . . . . Hasta manana Bless . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hvernig hefurðu það?. . . . Gott . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Takk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Afsakið. . . . . . . . . . . . . . . . . Viltu vera svo góður!. . . . . Allt í lagi. . . . . . . . . . . . . . . Vatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kaffi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Mjólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . Te . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gull. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Silfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . Leður. . . . . . . . . . . . . . . . . . Hvað kostar þetta?. . . . . . Lokað. . . . . . . . . . . . . . . . . . Opið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bréf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Frímerki. . . . . . . . . . . . . . . . Apótek. . . . . . . . . . . . . . . . . Banki . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hvað er klukkan? . . . . . . . Hvenær?. . . . . . . . . . . . . . . Flugvöllur. . . . . . . . . . . . . . Strætisvagn . . . . . . . . . . . .

Si No Hola Buenos días Buenas noches Buenas noches/ Adíos Como éstas? Bueno Gracias Perdón Por favor Todo bien Agua Café Leche Té Oro Plata Cuero Cuanto vale ? Cerrado Abierto Carta Sello Farmacia Banco Qué hora es ? Cuando ? Aeropuerto Autobus /Gua-gua

Vinstri. . . . . . . . . . . . . . . . Izquierda Hægri. . . . . . . . . . . . . . . . Derecha Beint áfram. . . . . . . . . . . Recto Epli. . . . . . . . . . . . . . . . . . Manzana Appelsína . . . . . . . . . . . . Naranja Banani. . . . . . . . . . . . . . . Plátano Jarðaber. . . . . . . . . . . . . Fresas Tómatar. . . . . . . . . . . . . . Tomates Agúrka. . . . . . . . . . . . . . . Pepino Súpa. . . . . . . . . . . . . . . . . Sopa Kjúklingur. . . . . . . . . . . . Pollo Fiskur. . . . . . . . . . . . . . . . Pescado Kjöt. . . . . . . . . . . . . . . . . . Carne TÖLUORÐ: 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Uno 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Dos 3 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tres 4 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Quatro 5 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Cinco 6 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Seis 7 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Siete 8 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ocho 9 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nueve 10. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Diez VIKUDAGARNIR Mánudagur. . . . . . . . . . . Lunes Þriðjudagur. . . . . . . . . . . Martes Miðvikudagur. . . . . . . . . Miercoles Fimmtudagur. . . . . . . . . Jueves Föstudagur. . . . . . . . . . . Viernes Laugardagur. . . . . . . . . . Sabado Sunnudagur. . . . . . . . . . Domingo

13


TENERIFE TÖLVUR OG INTERNET Nær öll hótelin bjóða uppá internetaðgang gegn vægu eða engu gjaldi. Í anddyrum margra hótela er hægt að vera í þráðlausu netsambandi með eigin fartölvu. Á mörgum hótelum er hægt að komast á internetið í gegnum sjónvarpið á hótelherbergjum og þarf þá að fá lyklaborð í gestamóttöku. Hægt er að komast á internetið í fjöl­mörg­ um leikja– og spilasölum út um allan bæ. ÚTIMARKAÐUR MERCADILLO á Costa Adeje er úti­mark­að­ ur á fimmtudögum og laugar­dögum frá kl. 09:00–14:00, fyrir framan Costa Adeje Gran Hotel. Í bænum Los Cristianos (við hlið­ina á Playa de las Américas) er úti­mark­að­ur á sunnudögum frá kl. 09:00– 14:00 við Gran Hotel Arona. VATN Vatnið hér er drykkjarhæft og óhætt til mat­reiðslu en ekkert sérstaklega gott á bragðið og mælum við með að fólk kaupi sér vatn í matvöruverslunum til drykkjar. Drykkjarvatnið fæst í öllum matvöruversl­un­ um og oftast er selt vatn út af veitinga­stöð­­um. Vatnið heitir á spænsku „AGUA MINERAL NATURAL“ eða „AGUA MAN­ANTIAL“. Athugið að auka þarf daglega vatnsdrykkju þegar komið er til sólarlanda.

14

VERSLANIR Mikill fjöldi verslana er á Playa de las Amér­ic­as. Flestar betri verslanir eru opnar yfir miðjan daginn. Helsta verslunar­hverf­ ið/–gatan er hjá Parque Santiago hótelinu. Í Los Cristianos eru verslanir á aðal­göt­ unni, Av. Suecia, og í götunum fyrir neðan hana, í áttina að höfninni. Ein helsta versl­unar­mið­stöð­in í Santa Cruz heitir EL MERIDIANO og EL CORTE INGLES. H&M er í ALCAMPO verslunarmiðstöðinni, í borginni La Laguna. ÞJÓFNAÐUR Frekar lítið er um þjófnaði á Tenerife. Varist þó að hafa peningaveski í rass– eða brjóst­vös­um. Hengið ekki handtöskur á stólbak eða leggið þær frá ykkur. Forðist einnig að skilja verðmæti eftir í bíl sem þið eruð með á leigu. Takið ekki með ykkur verðmæti á ströndina og passið eigur ykkar alltaf vel. Geymið PIN númer kredit– eða debetkorta aldrei á sama stað og kortin. ÞJÓRFÉ Það er siður á Spáni að gefa þjórfé, ef gestir eru ánægðir með þjónustuna. Ef þið eruð ánægð með þjónustu á veitinga­stöð­ um er til siðs að gefa 5–7% í þjórfé. Herb­ergis­­þernum er ágætt að gefa €5 á viku. Rútu­bílstjórum er ágætt að gefa €1–2 fyrir heilsdagsferð.


TENERIFE ÞORSTI Nauðsynlegt er að drekka meira en maður gerir alla jafna heima á Íslandi vegna upp­­gufunar vatns af völdum hitans. Vatn svalar þorstanum best. Góð regla er að vera alltaf með vatnsflösku í töskunni og sér­stak­lega er nauðsynlegt að passa upp á börnin. Rjómaís og ávaxtaklakar svala ekki þorstanum, heldur auka hann. Maginn fær létt sjokk þegar ískaldir drykkir koma í líkama sem er gegnheitur af sólböðum. Íbúar í suð­ur­álfu nota heita drykki, kaffi eða te, jöfnum höndum til þess að svala þorstanum. Athugið að áfengir drykkir auka vökvatapið.

ÞRIF Á HÓTELHERBERGJUM Ræstingarkonur sjá um að þrífa borð og gólf, búa um rúm, taka rusl og skipta á sængur­fötum og handklæðum, annað er ekki í þeirra verkahring. Ræstingarkonur eiga ekki að taka til í íbúðinni og ekki að vaska upp. Ef skór, föt eða annað dót er á gólfum er þeim gert erfiðara fyrir með þrifin. Ef drasl á gólf­um er yfirgengilega mikið ber þeim engin skylda að þrífa þau. ÖRYGGISHÓLF Heita „CAJA FUERTE“ á spænsku. Við vilj­­um benda farþegum okkar á að leigja öryggis­hólf. Tryggingargjald fæst endur­ greitt þegar lykli er skilað og kvittun sýnd. Hafið sam­band við gestamóttöku.

Við vonum að þið eigið ánægjulega daga hér á Tenerife. Fararstjórar Sumarferða, Úrvals Útsýnar og Plúsferða.

15


Handbók - Tenerife 2012  
Handbók - Tenerife 2012  

Handbók um Tenerife

Advertisement