Stefnir - 90 ára afmælisblað

Page 1

STEFNIR

SUS 90 ára Blað ungra sjálfstæðismanna

SUMAR 2020

90 ÁRA AFMÆLISRIT

1. TBL. 70 ÁRGANGUR

Stofnað 27. júní 1930 Þurfum að ryðja brautina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir mikilvægt að gleyma ekki „litlu“ frelsismálunum þó sumir vilji meina að þau séu léttvæg. Hún hefur nú lagt fram frumvörp til breytinga á mannanafnalögum og áfengislögum, en hvoru tveggja hafa verið baráttumál SUS lengi. 6

»

Ungliðapólitík á að vera ögrandi

Magnús Júlíusson, fyrrverandi formaður SUS, lagði stjórnmálin ekki fyrir sig en fylgdi þó sannfæringunni þegar hann stofnaði Íslenska orkumiðlun og fór í virka samkeppni við ríkisfyrirtæki í sölu og miðlun á raforku. Hann segir hægristefnuna vera ákveðna hvatningu fyrir fólk til að láta til sín kveða. 2

»

Vatnið sótt yfir lækinn

Á hverju ári eru íslenskir sjúklingar sendir á einkasjúkrahús í Svíþjóð í liðskiptaðagerðir. Sjúkratryggingar Íslands sitja uppi með þrefalt hærri reikning en ef samið væri við einkafyrirtæki hér á landi. Ætli meðferð á skattfé geti orðið mikið verri? 7

»


2 stefnir 90 ára afmælisrit SUS

Ávarp formanns Halla sigrún mathiesen

Þ

að er mögnuð tilfinning að sitja hér og skrifa ávarp formanns í 90 ára afmælisriti SUS, ekki síst eftir að hafa undanfarna mánuði orðið margs vísari um hve gríðarlega öflugt starf sambandsins hefur verið frá stofnun þess. SUS er án efa mikilvægasta ungliðahreyfing sem starfrækt hefur verið á Íslandi og ég vona að þetta stutta rit komi til með að minna lesendur á það, á þessum merku tímamótum. Það eru varla fréttir fyrir nokkurn að við búum í gjörbreyttum heimi frá því árið 1930, þegar sambandið var stofnað á Þingvöllum og Torfi Hjartarson kjörinn fyrsti formaður SUS. Í þá daga var eitt helsta baráttumálið að Ísland skyldi „taka að fullu öll mál sín í eigin hendur“ – eitthvað sem flest ungt fólk tekur sem nokkuð sjálfsögðum hlut að undanskildum einstaka baráttum þegar þeirri hörmulegu hugmynd um að ganga í Evrópusam-

bandið er slengt fram. Á stofnfundinum sagði einnig að markmið sambandsins skyldi vera að „efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Á þetta enn jafn vel við um starf sambandsins í dag, 90 árum síðar, þó svo að tímarnir séu vissulega breyttir. Ungir sjálfstæðismenn hafa í gegnum tíðina sýnt það og sannað að það getur reynst mikið gæfuspor að hlusta á það sem ungt fólk hefur fram að færa, þó svo að það kunni að hljóma róttækt fyrst um sinn. SUS hefur verið óhrætt við að vera braut­r yðjandi í slíkum málefnum, þar sem hræðsla og breytingarfælni ræður ríkjum og hugsanlegur ávinningur nýjunga er vanmetinn. Má þar nefna að SUS var fyrsta hreyfingin til að tala fyrir því að setja á fót almennan verðbréfamarkað, var einn helsti talsmaður aðildar Íslands að EFTA, barðist ötullega fyrir því að útvarpsrekstur

yrði gefinn frjáls, sem og lögleiðingu bjórsins. Þótt ótrúlegt megi virðast voru þessi mál umdeild á sínum tíma, en undirrituð leyfir sér að fullyrða að náðst hefur nokkuð breið sátt um ágæti þessara framfaraskrefa í seinni

tíð. Að minnsta kosti væri lífið allnokkuð fábreytilegra í dag án þeirra. SUS hefur alla tíð lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir einstaklingsfrelsinu, markaðshagkerfinu, mannréttindum og réttarríkinu. Þeirri baráttu eigum við margt að þakka, enda lagði hún grunninn að þeim sögulegu lífsgæðum sem við búum við í dag. Meðan við njótum góðs af og snúum okkur að mikilvægasta verkefni samtímans, að bjarga jörðinni okkar, kann það að gleymast. Raunar vilja margir gera markaðshagkerfi, kapítalisma og jafnvel hagvöxt, að blóraböggli fyrir þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum og málefnum hafsins. Þvert á móti tala ungir sjálfstæðismenn fyrir því að í frjálsu markaðshagkerfi leynast lausnirnar við núverandi vanda, þar sem hugvit og framtak einstaklingsins eru í forgrunni. Við höfum þegar séð slíkar lausnir í íslenskum sjávarútvegi, sem og nýsköpun við endurvinnslu plasts

og geymslu koltvísýrings, svo fátt eitt sé nefnt. Til þess að slíkum dæmum fjölgi verður að huga að því að leikreglurnar og ríkisbáknið leggi ekki stein í götu þeirra aðila sem láta reyna á einkaframtakið, heldur hvetji þá til að sækja fram. Þar hafa grunngildi ungra sjálfstæðismanna aldrei átt betur við. Það er mín trú að SUS eigi enn, að 90 árum liðnum, fullt erindi við ungt fólk. Að hafa frelsið, svigrúmið og tækifærin til að gera vel er mikilvægt fyrir okkur öll. Að vilja grípa þessi tækifæri á Íslandi ætti að vera okkur hjartans mál. Ég vona að SUS muni um ókomna tíð halda þessum hugsjónum á lofti og halda áfram í framfarabaráttunni, með það heiðarlega markmið að leiðarljósi að gera líf okkar og komandi kynslóða betra. Að lokum vil ég óska öllum núverandi og fyrrum félagsmönnum SUS til hamingju með daginn, og þakka fyrir vel unnin störf á síðastliðnum níu áratugum.

Ungliðapólitík á að vera ögrandi Fólk er áfram pólitískt og með skoðun á því hvernig eigi að haga stórum málum í samfélaginu. Það þarf því að vera til staðar öflugur vettvangur til þess að koma þessum sjónarmiðum á framfæri.“

hörður guðmundsson

M Það má aldrei forðast umræðu, bara af því að hún er flókin eða erfið.

agnús Júlíusson var varaformaður Heimdallar og formaður SUS. Hann stofnaði Íslenska orkumiðlun ehf. og segir ungliðastarfið hafa veitt sér mikinn innblástur. Magnús Júlíusson byrjaði að taka þátt í ungliðapólitík á sínum fyrstu árum við Háskólann í Reykjavík. Hann gegndi síðar stöðu varaformanns Heimdallar frá 2010 til 2011 og var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 2013 til 2015. Síðustu þrjú ár hefur hann unnið að uppbyggingu Íslenskrar orkumiðlunar ehf., fyrirtækis sem starfar á sviði raforkusölu til fyrirtækja og einstaklinga. Hann segir þátttöku sína í ungliðapólitík hafa stóreflt trú sína á einkaframtakinu og leggur áherslu á það að ungliðapólitík eigi að vera ögrandi. Fenginn í framboð „Ég kom í raun ekkert nálægt ungliðapólitík á menntaskólaárunum, en var plataður í framboð fyrir Heimdall á mínum fyrstu árum við Háskólann í Reykjavík. Það framboð laut í lægra haldi í kosningum, en eftir SUS þingið á Ísafirði árið 2009 ákváðum við Hlynur Jónsson að bjóða okkur fram til forystu í Heimdalli. Það var í raun kveikjan að því að ég ákvað svo að bjóða mig fram til formanns SUS nokkrum árum síðar.” Líkt og nú, þá var vinstristjórn í Reykjavík, árin sem Magnús var í Heimdalli. Hann segir málefnastarfið því eðlilega hafa tekið mið af því. „Við vöktum mikla athygli á slöppum rekstri borgarinnar og aukinni skuldasöfnun, en við lögðum einnig mikið upp úr því að vera með allskyns gjörninga. Til að mynda gerðum við áfengisstefnu fyrir borgina, sem við afhentum borgarstjórn, gáfum út hagfræðirit og reyndum almennt að valda smá usla til þess að skapa nauðsynlega umræðu.“ Eftirhrunsárin einkenndust í sífellt ríkara mæli af umræðu um grundvallarhlutverk hins opinbera. „Þegar ég tók við SUS snerist umræðan um það hvernig hægt væri að auka umsvif hins opinbera til þess að vernda þegnana gegn þeim markaðsbrestum sem höfðu orðið sýnilegir

Magnús Júlíusson. í hruninu. Þar að auki var verið að ráðast í umdeildar aðgerðir á borð við leiðréttinguna, sem við tókum harða afstöðu gegn, enda samrýmdist aðgerðin ekki hægristefnunni. Það var almennt mikil pólitísk gerjun í gangi og mikið af spurningum sem leitast var við að svara um grundvallarhlutverk ríkisins. Þetta olli því að umræðan snerist um stór málefni og var því eflaust mun pólitískari en fyrir hrun og jafnvel pólitískari en umræðan er í dag.“ Samviska flokksins Magnús segir það vera krefjandi en jafnframt mikilvægt að halda svona ungliðastarfi gangandi. „Þetta starf er ótrúlega mikilvægt fyrir flokkinn

og umræðuna í samfélaginu. Þetta er vettvangur fyrir ungt fólk til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og það er sífelld áskorun að viðhalda þessum vettvangi. SUS hefur nú í 90 ár veitt stjórnmálaflokkum, ekki síst Sjálfstæðisflokknum aðhald og tryggt það að málefni ungs fólks séu til umræðu á vettvangi stjórnmálanna.“ Aðspurður um það hverjar áherslurnar þurfi að vera í starfinu til frambúðar, segir hann umræðuna þurfa að vera ögrandi. „Það má aldrei forðast umræðu, bara af því að hún er flókin eða erfið. SUS og ungliðapólitík yfir höfuð, hvort sem hún er til vinstri eða hægri, á að vera ögrandi. Hugmyndir ungs fólks eru ögrandi hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum.

Hægristefnan þarf málsvara Trú Magnúsar á einkaframtakinu hefur svo sannarlega ekki bara verið til staðar í orði, heldur hefur hún einnig verið á borði. Fyrir þremur árum stofnaði hann Íslenska orkumiðlun ehf., sem var í ár keypt af Festi hf. „Ég var staðráðinn í því að fara í orkugeirann þegar ég var í háskóla og vildi fara í mína eigin vegferð á einhverjum tímapunkti. Þegar ég kem til Íslands úr meistaranámi í orkuverkfræði, fer ég að sjá að það sé svigrúm fyrir nýjan aðila á markaði með sölu og miðlun rafmagns. Hugmyndafræðin var í sjálfu sér einföld, að bjóða betri þjónustu og hagstæðari verð til fyrirtækja og heimila. Stórir notendur á almennum raforkumarkaði voru oft á tíðum ekki búnir að átta sig á að hægt væri að skipta um raforkusala og að fá hagstæðari raforkuverð. „Það að koma sér fyrir á markaðinum hefur vissulega krafist baráttu gegn stærri aðilum, en sú vegferð hefur bara verið skemmtileg.“ Samkvæmt Magnúsi höfðu margir stórir notendur ekki áttað sig á því að það skipti engu hvaðan rafmagnið væri keypt. „Rafmagn er mjög einsleit hrávara og það skiptir ekki máli hvaðan það er fengið. Við fórum að fræða stóra notendur um rafmagn og dreifingu þess. Við fórum einnig í það verkefni að beita öflugri stærðfræðilegri bestun við orkukaup, svo hægt væri að tryggja það sem mestu máli skiptir: gott verð.“ Hægristefnan hefur verið hornsteinn í þessari framtakssemi Magnúsar, en hann telur það einkar mikilvægt að það sé til öflugur málsvari fólks sem vill njóta frelsis og geta framkvæmt hugmyndir sínar. „Þeir sem trúa á hægristefnuna, ættu að finna hvatningu í henni til þess að láta að sér kveða. Verðmætasköpun á sér að mestu stað í einkageiranum og því er mikilvægt til sé öflugur málsvari fyrir fólk sem vill hafa athafnafrelsi. Til eru flokkar sem vilja að ég geti ekki gert það sem ég geri, jafnvel þó að það sé vitað að ríkisrekstur sé óhagkvæmur í geiranum. Sumum virðist bara vera alveg sama.“


90 ára afmælisrit SUS stefnir 3

Enn um áfengismál heimiluð. Það stenst hreinlega enga skoðun að fólk geti pantað sér áfengi frá erlendum vefverslunum en ekki íslenskum. Það verður að jafna stöðu innlendra og erlendra framleiðanda/ seljenda enda ekkert jafnræði í því að mismuna fyrirtækjum eftir lögheimili.

Hugrún Elvarsdóttir

M

örg framfaramál á Íslandi hafa átt uppruna sinn innan raða ungra sjálfstæðismanna. Eitt dæmi um það var þegar banni við framleiðslu, innflutningi og sölu bjórs var aflétt hinn 1. mars 1989 en þá seldi ÁTVR bjór í fyrsta sinn í 74 ár eða síðan árið 1915. Nú eru 31 ár frá því bjórbanninu var aflétt og ungir sjálfstæðismenn berjast nú fyrir því að einkaleyfi ÁTVR verði afnumið, enda er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að vasast í verslunarrekstri. Áfengisumræðan hefur eflaust ekki farið framhjá neinum enda verið hávær undanfarna áratugi, ekki síst innan raða ungra sjálfstæðismanna. Samtök íslenskra handverksbrugghúsa berjast fyrir því að hægt verði að selja bjór beint úr brugghúsum eins og í nágrannalöndum okkar, enda þar tækifæri til atvinnusköpunar. Brugghús hérlendis einblína mörg hver á nýjar lausnir, sjálfbæra verðmætasköpun og umhverfisvæna framleiðslutækni sem aðeins sést á örfáum stöðum í heiminum. Það er einkar mikilvægt að ýta undir þessa frjóu atvinnugrein og styrkja innlenda framleiðslu. Fyrr á árinu var tekið lítið en þarft skref í átt að auknu frjálsræði í sölu áfengis á Íslandi. Dómsmálaráðherra lagði þá fram frumvarp um að heimilt verði að starfrækja innlenda vefverslun með áfengi og er að mati ungra sjálfstæðismanna um tímabæra breytingu á áfengislögum að ræða. Einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var í raun afnuminn að hluta árið 1995 með aðild Íslands að EES samningum, en því fylgdi að erlend vefverslun með áfengi var

Rök sem eldast illa Flestum þykir ankannalegt að hugsa til þess tíma er ekki mátti neyta bjórs, sérstaklega þegar haft er í huga að á sama tíma var sala og notkun á léttu víni og sterku áfengi leyfð. Margir héldu því fram að með leyfi til sölu bjórs yrði ófremdarástand í landinu varðandi drykkjuskap og almennt velsæmi. „Fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon um bjórfrumvarpið, sem meirihluti allsherjarnefndar Alþingis lagði fram í byrjun árs 1988. Bjórfrumvarpið kom í framhaldi af öðru frumvarpi sama eðlis sem Geir H. Haarde, Jón

tillögum til að heimila sölu á léttu víni og bjór í matvöruverslunum, sem og nýlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Röksemdir andstæðinga frelsisvæðingar á þessu sviði nota einnig sömu rök og áður varðandi skaðsemi aukins aðgengis að áfengi, eða svonefnd ,,lýðheilsusjónarmið.“ Aukið aðgengi þrátt fyrir einokun Þessi rök eru notuð þrátt fyrir þá staðreynd að aðgengi að áfengi hefur nú þegar stóraukist frá því sem var 1989, og það þrátt fyrir einkarétt ÁTVR. Vissir þú að verslanir ÁTVR eru nú fjórum sinnum fleiri en þær voru 1989, hefur fjölgað úr 17 í 51 á síðustu 10 árum, að opnunartími þeirra hefur lengst, að ÁTVR hefur opnað sína eigin vefverslun og að aðgengi hefur aukist um 250% þegar teknar eru tölur um fjölgun verslana ÁTVR og fjölgun útgefinna vínveitingaleyfa? Það virðist

90%

72%

Úr Stefni 1. tbl. 36. árg. apríl 1985. Magnússon og Guðrún Helgadóttir lögðu fram haustið 1987 en áður hafði verið lagður fram fjöldinn allur af tillögum á Alþingi um að leyfa framleiðslu, innflutning og sölu á bjór. Það er óhætt að segja að ekki var samhljómur meðal þingmanna um frumvarpið og talsmenn bjórbannsins óttuðust aukna drykkju landsmanna, sérstaklega ungmenna, ef bjór yrði leyfður. Það er áhugavert að minnast röksemda og lesa ummæli andstæðinga bjórfrumvarpsins frá 9. áratugnum. Glöggir átta sig á því að sömu rök eru enn notuð í dag, árið 2020, gegn tillögum um afnám einkaréttar ÁTVR,

þannig vera að rökin um skaðsemi aukins aðgengis að áfengi eigi bara við þegar umræðan snýst um hver megi selja áfengi. Skattaokur ríkisins á áfengi Rökræðan um sölu áfengis virðist engan enda ætla að taka og það er löngu ljóst að íslenskir stjórnmálamenn telja sig, líkt og svo oft áður, vita betur en almenningur. Ekki nóg með það að þeir telji sig vita best hvað sé okkur almúganum fyrir bestu heldur hafa þeir gengið fram fyrir skjöldu, ekki síst forystumenn í Sjálfstæðisflokknum, þegar kemur að skatta- og gjaldaokri ríkisins á áfengi. Fjármála-

61%

ráðherrar hafa hver á fætur öðrum hækkað skatta á áfengi, nú síðast á þessu ári með 2,5% hækkun á áfengisgjaldi og hækkun á álagningu ÁTVR. Á Íslandi eru hæstu áfengisskattar í Evrópu og ætti núverandi fjármála-

ráðherra að axla á því ábyrgð og bæta úr með því að lækka skatta og gjöld á áfengi svo um munar. Hlutur ríkisins í verði á áfengi er nefnilega allt að 90% í sterku áfengi, 72% í léttvíni og 61% í bjór. Áfengis- og tóbaksgjöld skila ríkinu u.þ.b. 26 milljörðum á ári, litlu minna en t.d. fjármagnstekjuskattur. Áfengi er lúxusvara á Íslandi og álögur ríkisins hafa náð þeim hæðum að það er nánast orðinn munaður að neyta þess. Það er deginum ljósara að skattaokur ríkisins bitnar fyrst og fremst á þeim sem lægstar tekjur hafa. Að auki er álagning ÁTVR nú 18% á áfengi sem inniheldur til og með 22% vínanda (léttvín) og 12% á áfengi með yfir 22% vínanda (sterkt vín). Frelsi fylgir ábyrgð Það er unnt að ganga út frá því sem vísu að flestir foreldrar vilji ekki fá unglinginn sinn drukkinn heim af fyrsta menntaskólaballinu. Sem betur fer sýna kannanir að unglingadrykkja hefur minnkað á Íslandi og er hún raunar einna minnst hérlendis af öllum löndum Evrópu. Það er ekki vegna þess að búið sé að bæta við boðum og bönnum heldur hefur verið aukið við forvarnir fyrir börn og unglinga. Í því samhengi er fróðlegt að einungis óverulegum hluta áfengisgjalds er varið til forvarna og lýðheilsumála. Skynsamlegra væri að heimila innlenda vefverslun með áfengi og skapa þannig auknar skatttekjur sem færu í frekari forvarnir fyrir ungt fólk, því frelsi fylgir jú ábyrgð. Í öllu falli þurfa rökin gegn því að einkaaðilar fái að selja áfengi að standast skoðun. Það er öllum ljóst að einokun ríkisins á sölu áfengis skerðir ekki aðgengi, en ÁTVR hefur undanfarið státað sig af vexti sínum og auknu vöruúrvali. Himinháir skattar á áfengi eru heldur ekki að skila sér í forvarnir til að sporna gegn misnotkun þess. Hið opinbera er ekki að ná tilskildum markmiðum með núverandi fyrirkomulagi, en neikvæðu afleiðingarnar fyrir innlenda söluaðila, brugghús og veitingamenn eru gríðarlegar. Það liggur í augum uppi að þetta þarf að endurskoða. Góð byrjun væri að samþykkja frumvarp dómsmálaráðherra, sem gengur þó ekki lengra en það að hætta að mismuna söluaðilum eftir lögheimili.

Hugmyndafræðin læst niðri í skúffu Óli Björn Kárason

F

æstir stjórnmálamenn eru hugsuðir í eðli sínu. Margir byggja viðhorf sín á einföldum en fastmótuðum grunnhugmyndum. Sumir eru hreinir teknókratar sem festast í umræðu um ferla og tæknilegar útfærslur. Aðrir haga seglum eftir vindum og breytast í pólitíska vindhana. Svo eru þeir stjórnmálamenn til sem sjaldan eða aldrei velta þjóðmálum fyrir sér en þykir innivinnan þægileg, svo vitnað sé til orða fyrrum borgarstjóra. Flestir stjórnmálaflokkar hafa með einum eða öðrum hætti ákveðna stefnu, þótt oft sé hún óljós. Um grunnhlutverk ríkisins virðist er lítill ágreiningur í lýðræðisríkjum. Ríkið á að vernda borgarana gegn utanaðkomandi ógnun, jafnt og ofbeldi innanlands, tryggja eignaréttinn (þótt sumir dragi það í efa) og frelsi einkalífsins. Það á að framfylgja og setja almennar leikreglur í umboði borgaranna. Ágreiningurinn snýst um hvort og þá hversu mikið ríkið eigi að taka að sér umfram þessar grunnskyldur. Deilan er hluti af langvinnum átökum um samfélagsgerðina. Þar takast á öfl stjórnlyndis

og frjálslyndis, sameignarsinna og séreignarsinna. Skýrar og einfaldar reglur Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá markast okkar daglega líf af því hvernig stjórnmálamönnum en ekki síður embættismönnum tekst til við rekstur ríkisins, ekki síst vegna þess að við ætlumst til að ríkisvaldið sinni fleiri verkefnum en þeim sem eru órjúfanlegur hluti af grunnskyldum. Við ætlumst til að börn og unglingar hljóti almenna góða menntun, sjúklingum sé veitt góð aðhlynning og þeim sem minna mega

sín sé veittur stuðningur til sjálfshjálpar, tryggi að þeir sem ekki geta, hafi til hnífs og skeiðar og eigi mannsæmandi líf. Við sem höfum skipað okkur undir gunnfána Sjálfstæðisflokksins – ekki síst ungir sjálfstæðismenn – höfum alla tíð lagt áherslu á að leikreglur samfélagsins séu skýrar, einfaldar og gagnsæjar og umfram allt að allir standi jafnir fyrir lögum og reglum. Stjórnlyndir andstæðingar okkar eru hins vegar sannfærðir um nauðsyn þess að setja lög og reglur um flest ef ekki allt er viðkemur mannlegri hegðun. Þar skiptir jafnræði einstaklinganna minnstu – mikilvæg-

ast er að ná fram ákveðnum pólitískum markmiðum. Stjórnlyndi byggir á þeirri sannfæringu að almenningur sé fávís. Grunnstefið er að ríkið eigi að vera alltumlykjandi til að verja almenning gagnvart sjálfum sér. Ég hef áður haldið því fram að blóð stjórnlyndis renni hratt og vel um flestar æðar stjórnsýslu, fjölmiðla og stjórnmála. Á því blóði nærist hugmyndin um ríkisvædda barnfóstru. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt til að barnfóstran sé ekki kölluð á vettvang. Með því að hafa ríkisfóstruna stöðugt á vaktinni er reynt að tryggja að almenningur fari sér ekki að voða og taki „réttar“ ákvarðanir. Skjól elítu og ríkisfóstru Stjórnlyndi og pólitísk rétthugsun eru órjúfanleg heild og mynda skjól fyrir elítu sérfræðinga, þar sem ferlar og tæknilegar útfærslur skipta mestu. Hugmyndafræðin er læst niðri í skúffu. Afleiðingin er sú að samfélagsverkfræðingar, sem nálgast samfélagið eins og hvert annað verkfræðilegt verkefni, ráða meiru um framvindu samfélagsins en stjórnmál með skýra hugmyndafræði. Lög eru innleidd og reglugerðir

settar í þeim göfuga tilgangi að verja almenning og fyrirtæki. Eftirlitsstofnunum er komið á fót til að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki fari eftir fyrirmælum. Í nafni umhyggju eru sérstakir skattar lagðir á vörur sem hinir góðhjörtuðu telja ekki æskilegt að venjulegt fólk neyti í miklum mæli. Aðrar vörur eru bannaðar. Ríkisfóstran hefur í nógu að snúast og verkefnin eru margbreytileg. Í visku sinni hefur fóstran ákveðið að rauðvínið skuli selt í sérbúðum ríkisins, undir vakandi eftirliti. Einu sinni var ríkisfóstran sannfærð um að ekkert okkar hefði gott af því að hlusta eða horfa á annað en ríkisstimplað ljósvakaefni. Í umhyggju sinni var barnfóstran þess fullviss að það væri miklu betra að landsmenn drykkju sterka drykki í stað þess að leggjast í bjórdrykkju, nema þá helst í flugvélum og á sólarströndum. Það er í þessu andrúmslofti sem Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar 90 ára afmæli. Verkefnið er liggur í augum uppi. Ungir sjálfstæðismenn þurfa enn og aftur að kveikja neista hugmyndafræði frelsis og ganga á hólm við stjórnlyndi og rétthugsun. Hvernig til tekst ræður því hvernig samfélagið verður á komandi áratugum.


4 stefnir 90 ára afmælisrit SUS

Burðarstólpi íslensks atvinnulífs Jakob Helgi Bjarnason

Í

slenskur sjávarútvegur hefur og mun verða burðarstólpi í íslensku atvinnulífi. Í ár eru 36 ár liðin frá upptöku fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er enn við lýði í nánast óbreyttri mynd. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og íslensk útgerð hefur gjörbreyst á þessum tíma. Eina kerfið án ríkisstyrkja Í dag er íslenskur sjávarútvegur sá eini innan OECD sem greiðir sértæka skatta á meðan samkeppnislöndin fá ríkisstyrki af ýmsu tagi. Á tæpum 40 árum hefur Íslendingum tekist að breyta atvinnugrein í miklum erfiðleikum í sjálfbært sjávarútvegskerfi með gríðarlegum ábata fyrir íslenskan efnahag. Á sama tíma og við erum með eina kerfið við nýtingu fiskistofna sem er sjálfbært keppast þingmenn um að kalla kerfið ósanngjarnt, spillt, ógagnsætt og jafnvel ógeðslegt. Ákall

er frá Viðreisn að hafa aflaheimildir óvaranlegar, ríkisvæða kvóta og bjóða hann út. Það sem þeir kjósa að kalla ,,markaðsleið.“ Samfylkingin heldur sínum rauða þræði líkt og í flestum málum og vill kerfi sem er sanngjarnara, gegnsærra, mannúðlegra, byggt á jafnræði og svo lengi mætti áfram telja. Með því ótrúlegra í þessum áköllum um byltingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu er að í flestum tilvikum er verið að kalla eftir breytingu á þeim hluta kerfisins sem einmitt hefur komið íslenskum sjávarútvegi í þá stöðu að geta skilað verðmætum til þjóðarinnar. Frjálst framsal aflaheimilda hefur verið lykilþáttur í hagræðingu í greininni. Þetta hefur gert það að verkum að útgerðir sem veiða ákveðnar tegundir með meiri arðsemi en aðrar hafa lagt áherslu á þær tegundir og á sama tíma selt kvóta af þeim tegundum sem aðrar útgerðir veiða með arðbærari hætti. Að auki

hefur frjálst framsal leitt til fækkunar á skipum í flotanum með tilheyrandi hagræðingu. Þetta hefur verið mögulegt með gríðarlega mikilli framleiðniaukningu í vinnslu aflans um borð og í landi. Margþætt verðmætasköpun Það er nú nefnilega svo að íslenskur sjávaútvegur einskorðast ekki við útgerðirnar sem halda til sjós, fiskvinnslur eða sölufyrirtæki. Gríðarlega stór hluti þessarar atvinnugreinar á Íslandi er nú í ýmsum afleiddum greinum sem sérhæfa sig í að þjónusta sjávarútveg eða skapa verðmæti úr sjávarafurðum sem annars færu til spillis. Þessi fyrirtæki hafa vaxið gríðarlega í kjölfar jákvæðra áhrifa kvótakerfisins á íslenskan sjávarútveg. Við sjáum fyrirtæki eins og Marel, Völku og Skagann 3X sem þjónusta útgerðir við uppsetningu og viðhald á fiskvinnslum í landi og á skipum. Einnig sjáum við nýverið gríðarlega nýsköpun í hinum ýmsu

líftæknifyrirtækjum sem nýta sjávarafurðir í sínum vörum. Byggjum á því góða sem við höfum Það er auðvelt að boða byltingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í skjóli réttlætis og sanngirni en þær leiðir sem vinstrimenn í Viðreisn, Samfylkingunni og fleiri flokkum vilja fara munu einungis valda vonbrigðum. Við erum með atvinnugrein sem skapar tekjur fyrir þúsundir fjölskyldna. Á fjórða þúsund sjómanna hafa tekjur af greininni. Þess má geta að íslenskar útgerðir greiða mun hærra hlutfall aflaverðmætis í laun sjómanna en t.d. norskar útgerðir. Á Íslandi er hlutfallið í kringum 40% en nær 30% í Noregi. Við erum með atvinnugrein sem heldur uppi minni byggðum um allt land. Þó svo að oft sé talað um að kvótakerfið hafi lagt af byggðir úti á landi eru enn fjöldi bæja sem reiða sig á sjávarútveg. Það mun ekki

breytast enda hafa útgerðir fjárfest gríðarlega í uppbyggingu á landsbyggðinni undanfarin ár. Ný fiskvinnsla Samherja á Dalvík, ný fiskveiðiskip um allt land, ný frystihús eða fiskvinnslur t.d. í Vestmannaeyjum, Eskifirði og Grundarfirði, miklar fjárfestingar í sölufyrirtækjum og svo má ekki gleyma fjárfestingum tæknifyrirtækja í greininni. Síðast en ekki síst skilar atvinnugreinin gríðarlega miklu til samfélagsins. Íslenskur sjávarútvegur greiðir um 30% af hagnaði til ríkisins á meðan aðrar atvinnugreinar greiða 20%. Greinin skilar að meðaltali um 70 milljörðum króna í skatta á ári. Höfum gengið til góðs Það er mikilvægt að standa vörð um íslenskan sjávarútveg. Hann gengur vel, skilar okkur miklum tekjum og gerir líf okkar Íslendinga betra. Köstum byltingarkenndum hugmyndum í burtu og reynum að byggja enn frekar á því góða sem við höfum.

Stofnun 1930-1940

1940-1950

1960-1970

1980-1990

• Samband ungra sjálfstæðismanna stofnað á Þingvöllum 27. Júní 1930. Torfi Hjartarson kjörinn formaður. • SUS berst fyrir sjálfstæði Íslands, gegn ofríki ríkisvaldsins og vaxandi einokun.

• SUS sagði sköttum stríð á hendur. Dæmi um skatta sem SUS barðist gegn: háleigu-, verðhækkunar-, öl-, kaffibætis-, skemmtana- og sykurskattar.

• SUS barðist fyrir því að styrkja EFTA samstarfið grunninum að því viðskiptafrelsi sem við búum við í dag.

• Barátta fyrir aukinni enkavæðingu ríkisfyrirtækja og niðurskurði ríkisútgjalda. • Útvarp og sjónvarp loks gefið frjálst 1986 eftir áralanga baráttu SUS. • Bjórinn leyfður 1. mars 1989 en það hafði verið baráttumál SUS lengi. • SUS lagði fram stefnu í umhverfismálum með áherslu á landgræðslu.

• SUS vill efla frekara samstarf við Bandaríkin um efnahafslega og varnarlega samvinnu.

1930

1940

1950

1960

1970

1950-1960

• SUS verður fyrsta hreyfingin til að tala fyrir því að setja á stofn almennan verðbréfamarkað. • Bjarni Benediktsson stofnar Almenna bókafélagið sem mótvægi gegn vinstrisinnaðri bókaútgáfu og vaxandi áhrifum kommúnisma í listum og menningu.

1980 1970-1980

• 1975 kemur SUS fram með baráttuna og slagorðið „Báknið burt“. • Baráttan fyrir frjálsu útvarpi hófst að alvöru.


90 ára afmælisrit SUS stefnir 5

EES-samstarfið - lífsins lukka María Ellen Steingrímsdóttir

Á

rið 1992 gekk ríkisstjórn Íslands, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, inn í eitt mikilvægasta alþjóðasamstarf í sögu lýðveldisins þegar EESsamningurinn var undirritaður. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið hefur haft í för með sér gríðarlegan þjóðhagslegan ávinning. EES-samstarfið er reist á tvíhliða samningi á milli EFTA-ríkjanna Íslandi, Noregi og Lichtenstein annars vegar og 27 aðildarríkja Evrópusambandsins hins vegar. Samningurinn tryggir EFTA-ríkjunum aðgang að innri markaði Evrópu, eða hinu svokallaða fjórfrelsi, sem stuðlar að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns ásamt frjálsri för fólks innan Evrópu, svæði þar sem yfir 500 milljónir manna búa. Að sama skapi tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja rétt til þess að dvelja, stunda atvinnu og nám hvar sem er innan svæðisins. Samningurinn hefur það göfuga markmið að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu

viðskipta og efnahagstengsla samningsaðila með því að mynda eitt evrópskt efnahagssvæði. Villandi málflutningur andstæðinga Því miður er það þó svo að í gegnum tíðina hafa andstæðingar samningsins reynt að grafa undan ágæti hans. Oftar en ekki hefur það verið undir yfirskrift fullyrðinga sem flestar lúta að sjónarmiðum um að með framfylgni samningsins sé vegið að fullveldi Íslands og fullyrt að ýmis löggjöf feli í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Nú síðast haustið 2019 fylgdist landinn með hinni sérlega fyrirferðamiklu og langþreyttu deilu um gildi og gæði hins svokallaða ,,þriðja orkupakka.“ Sú deila, sem endaði með lengsta málþófi í sögu Alþingis, reyndi vafalaust á þolinmæði og þolgæði þeirra þenkjandi þingmanna sem heyrðu á. Virtist andstaða viðkomandi þingmanna varla hafa haft neitt annað takmark en að villa um fyrir almenningi og skapa sundrung um stöðu og mikilvægi EESsamningsins. Þokunni létti þó heldur til

1989-1997

eftir að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs og gátu málþófsmenn þá snúið sér að öðrum áhugamálum í kjölfarið. Að gefnu tilefni þykir vert að nefna að það er ekkert í EES-samningnum sem takmarkar forræði íslenska ríkisins á náttúruauðlindum landsins. Sé tilgangur og markmið EES-samningsins krufin til mergjar er ljóst að það er stór munur á EES-samstarfinu og Evrópusambandinu og er hér ekki um að ræða yfirþjóðlegt vald, líkt og endurspeglast að mörgu leyti í Evrópusambandinu og stofnunum þess. Þvert á móti veitir samningurinn íslenska ríkinu aðgang að og rétt til þess að taka þátt á innri markaði Evrópu þar sem eftirlit er framkvæmt og ákvarðanir teknar af stofnunum sem Ísland á aðild að, með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðina alla. Margvíslegur ávinningur samstarfsins Evrópska efnahagssvæðið er mikilvægasti markaður Íslands. Árið 2018 fór rúmlega 77% vöruútflutnings í

gegnum svæðið og námu vöruinnflutningar frá svæðinu rúmlega 60%. Þá hafa Samtök iðnaðarins metið tollfríðindi verslunar í útflutningi á að minnsta kosti 30 milljarða króna á ári. Þær reglur sem lögfestar voru vegna EES-samningsins gerðu það einnig að verkum að verðlags- og gjaldeyrishöft, sem höfðu leikið íslenska útflutningsaðila grátt í yfir sex áratugi, hurfu á brott. Hvað varðar námsmenn hefur EESsamningurinn veitt þúsundum kost á að stunda fjölbreytt nám í háskólum um gjörvalla Evrópu á ýmsum sviðum. Sú þekking og verðmætasköpun sem með því verður til skilar sér oftar en ekki aftur heim. Hafa námsmenn aflað sér mikilvægrar þekkingar á ótal sviðum sem skilað hefur okkur Íslendingum stórbættu búi á svo margvíslegan hátt að upptalning fyllti líklega 3-4 opnur hér í blaðinu eða sem næmi vel þéttri viðhafnarútgáfu Alþýðublaðsins sáluga þegar það var upp á sitt besta í den. Þá hafa íslenskir

atvinnurekendur aðgang að enn stærri vinnumarkaði í gegnum EES samstarfið, sem og íslenskt launafólk í leit að atvinnu. Bætt lífskjör Það kann að vera ógerlegt að meta til fjár þann ávinning sem Íslendingar hafa haft af EES-samstarfinu til þessa. Aftur á móti getur það einnig reynst almenningi erfitt að sjá og finna fyrir með áþreifanlegum hætti í hverju þessi ávinningur felst, sem er varasamt á tímum vaxandi verndarhyggju. Hinsvegar er ljóst að lífskjör og lífsgæði okkar Íslendinga hafa gjörbreyst frá því á síðari hluta 20. aldarinnar og er það að mörgu leyti EES-samningnum að þakka. Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur til þess að stjórnvöld og almenningur allur standi vörð um samninginn og sjái til þess að samningsbundnar skyldur Íslands séu uppfylltar í hvívetna því samningurinn kann, að svo komnu máli, að hafa verið okkar mesta lífsins lukka.

1999-2004

2010-2014

• SUS.is stofnað í lok síðustu aldar og hefur SUS verið framarlega í notkun tækninnar allar götur síðan. • SUS gagnrýndi fjölmiðlafrumvarpið, barðist gegn ríkisútgjöldum og hvatti til skattalækkana.

• SUS barðist hart gegn Icesave og umsókn að ESB. • Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings gagnrýnd, sem á endanum var dæmd ólögleg. • SUS barðist fyrir afnámi gjaldeyrishafta og afnámi tolla og vörugjalda.

• Áhersla á að varðveita eignarréttinn sem fylgdi kvótakerfinu. • Áhersla á að landbúnaðurinn yrði ekki ríkisstyrktur og að aflétting hafta á landbúnaði þyrfti að koma til. • SUS barðist fyrir EES og því viðskiptafrelsi sem fylgdi, taldi hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB.

1990

2000 1997-1999 • „Ísland tækifæranna“ herferð sett af stað til að sporna gegn landflótta menntamanna (e. brain drain). • Barist fyrir auknu frelsi í viðskiptum og tækifærum í menntamálum og nýsköpun.

2020

2010 2004-2010

2014-2020

• SUS hóf baráttu gegn opinberri birtingu álagningarskráa skattsins.

• Milliþing 2006 haldið undir yfirskriftinni „Umhverfið er okkar“. • SUS hvatti ráðamenn til að sniðganga Ólympíuleikana í Peking 2008 vegna mannréttindabrota sem framin eru í Kína. • SUS hvatti til endurskoðunar á Íbúðalánasjóði og taldi að ríkið ætti ekki að skipta sér af fasteignalánum.

• SUS talar fyrir afglæpavæðingu fíkniefna. • Formaður SUS krefst lögbanns á tekjur.is árið 2018. • SUS berst gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. • SUS horfir til framtíðar með málefnafundum um Norðurslóðir og fjórðu iðnbyltinguna. • Loftslagshópur SUS stofnaður.


6 stefnir 90 ára afmælisrit SUS

Þurfum að ryðja brautina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur átt skjótan frama í pólitíkinni. Hún var aðeins 25 ára gömul þegar hún var kjörin á Alþingi. Þremur árum síðar var hún skipuð dómsmálaráðherra og varð þá næstyngsti ráðherra í sögu lýðveldisins. Áður en hún fór á þing og samhliða laganámi var hún virk í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, bæði sem formaður Heimdallar og stjórnarmaður í SUS. Síðar gegndi hún stöðu ritara flokksins, en með framboði sínu skoraði hún á flokkinn að sýna það í verki að hann bæri traust til ungs fólks. andrea gunnarsdóttir

É

g var orðin svolítið óþreyjufull eftir því að flokkurinn væri tilbúinn að hlusta af alvöru á unga fólkið og gefa ungu fólki meira svigrúm og meira traust. Ungliðahreyfingin er ekki bara til skrauts,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Áslaug segist ekki hafa séð fyrir sér að fara svona hratt í pólitíkina en 24 ára gömul gegndi hún stöðu ritara stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi. „Ég sá fljótlega tækifæri í því að hafa góð áhrif í gegnum stjórnmálin og pólitíski áhuginn minn fór ekkert eftir að hafa starfað í ungliðahreyfingunni. Eitt helsta grunngildi Sjálfstæðisflokksins - frelsi einstaklingsins og að hann sé bestur til þess fallinn að stjórna sínu eigin lífi - heillaði mig sérstaklega. Það var aldrei spurning þegar maður fór að skoða stefnumál flokkanna og sögu þeirra hvaða flokkur samsvaraði best mínum gildum.“ „Það er mjög mikilvægt að þegar maður fær tækifæri svona ungur til að breyta að gleyma ekki hvaðan maður kom og vera trúr sjálfum sér,“ segir Áslaug, en síðan hún var skipuð dómsmálaráðherra síðasta haust hefur hún lagt fram ýmis mál sem hafa lengi verið baráttumál SUS, oft titluð „litlu frelsismálin“. Ekki má gleyma því hve mikilvæg þau eru þó sumir vilji meina að þau séu léttvæg. Hún er með tilbúið frumvarp um breytingu á mannanafnalögum sem felur í sér að leggja niður mannanafnanefnd og auka frelsi fólks til að velja sér sitt eigið nafn. Svo eru það áfengismálin sem hún telur að mætti horfa til meira frelsis og lagði fram þá breytingu að það megi reka íslenska netverslun til jafns við erlendrar. „Þetta er ágætis málamiðlunartillaga þar sem einungis er kveðið á um jafna stöðu innlendra og erlendra aðila

með netverslun en í frumvarpinu felst engin breyting á áfengisstefnu landsins. Við getum í dag keypt áfengi af öllum sem reka netverslun nema þeim sem eiga lögheimili á Íslandi. Í því felst gríðarlegt ójafnræði og innlendir framleiðendur hafa reynt að mæta þörfum íslenskra neytenda með að selja vörurnar til erlendra netverslana, þar sem áfengi þeirra er þá flutt úr landi í þeim eina tilgangi að flytja það aftur tilbaka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum,“ segir Áslaug. Hún segist hafa komið inn í ráðuneytið með tvö markmið, að einfalda líf fólks og auka frelsi. „Maður verður alltaf að horfa til þess hvernig maður getur farið betur með fjármuni og aukið rafræna stjórnsýslu. Ég tel að með því grettistaki sem Stafrænt Ísland er að vinna, undir forystu Bjarna Benediktssonar, munum við ná að bæta þjónustu við fólk með minni tilkostnaði þannig að fólk upplifi bætta þjónustu frá ríkinu og betri samskipti við ríkið.“ Margt minnistætt úr ungliðastarfinu Áslaug var formaður Heimdallar 2011 - 2013 og segir ungliðastarfið gegna mikilvægu hlutverki. Margt er henni minnistætt úr starfinu og stendur þar upp úr þegar hún fór ríðandi á stóðhesti á fund með útvarpsstjóra Ríkisútvarpssins. „Ég fékk lánaðan stóðhest en um hann var félag þannig hesturinn var í raun lögaðili. Ég fór ríðandi á honum upp í Efstaleiti og hafði boðað komu stjórnar Heimdallar á fund með útvarpsstjóra sem þá var Páll Magnússon, nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Við óskuðum eftir því að útvarpsstjóri kæmi út til fundar við okkur á planinu, sem hann gerði. Þar afhentum við honum uppsagnarbréf fyrir hönd hestsins til þess að sýna fram á fáránleika þess að lögaðilar sem oftar en ekki nýta sér

sitja nú með Steingrími J. Sigfússyni í meirihluta á þingi, en ég hafði verið að „pönkast“ í honum þegar ég var yngri með því að gefa honum hagfræðibók því ég var óánægð með skattastefnu hans sem fjármálaráðherra eftir hrun.“ Allt var þetta gert til að reyna vekja athygli á ályktunum og stefnu ungliðahreyfingarinnar með skemmtilegum og fjölbreyttum hætti segir Áslaug.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ekki er hægt að segja annað en að konur fái framgang innan flokksins. ekki áskrift að Ríkisútvarpinu borgi útvarpsgjald,“ segir Áslaug, en Páll Magnússon er ekki eini núverandi kollegi sem kom við sögu í formannstíð hennar í Heimdalli. „Auðvitað er líka ákveðið skemmtanagildi í því að

Jafnrétti í orði og á borði Aðspurð um stöðu kvenna í pólitík segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa sýnt að konur hafi jöfn tækifæri á við karla. „Ekki er hægt að segja annað en að konur fái framgang innan flokksins. Bæði með því að treysta mér að verða ritari og fyrir þessu ráðuneyti sem ég sit í núna og að sama skapi að skipa Þórdísi Kolbrúnu ráðherra og síðar varaformann.“ „Hvort tveggja er að mínu mati mjög eðlileg framþróun,“ segir Áslaug en það hefur lengi verið umræða um að aðeins ein kona fái framgang innan flokksins hverju sinni. „Þetta er auðvitað einstakt ef þú berð þetta saman við aðra flokka. Þetta traust er til staðar og mér finnst Bjarni hafa sýnt það með hversu margar konur hann hefur skipað í ráðuneyti í sinni formannstíð.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu í jafnréttismálum, en til að mynda hafa lang flestar breytingar á réttindum hinsegin fólks verið gerðar undir stjórn flokksins. Einnig hafa ýmsar breytingar á regluverki í kynferðisbrotamálum náð fram að ganga undir forystu flokksins. „Við höfum gjörbylt réttarstöðu brotaþola í allri málsmeðferð í kynferðisbrotamálum. Margt hefur komist til framkvæmda en við erum áfram að vinna að því að gera enn betur í þessum málaflokki.“ Áslaug segir stjórnmálin einnig hafa mikil áhrif á frama kvenna í

atvinnulífinu og að jöfn tækifæri þar séu sér og flokknum ofarlega í huga. „Sjálfstæðisflokkurinn lék til að mynda lykilhlutverk í því að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, sem mikill meirihluti feðra nýtir í dag,“ segir Áslaug, en til gamans má geta að Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður SUS, var þar í fararbroddi. „Svo er það mikið jafnréttismál að sveitarfélög bjóði upp á dagvistunarúrræði fyrir börn að fæðingarorlofi loknu en það bitnar aðallega á konum ef stjórnmálin ná ekki að brúa það bil. Þar þarf að gera betur t.d. í Reykjavík.“ Horft til framtíðar Áslaug Arna ber miklar væntingar til Sjálfstæðisflokksins í verkefnum framtíðarinnar. „Sjálfstæðisflokkurinn á að vera trúr sínum grunngildum en gæta þess að vera í takt við samtímann. Flokkurinn hefur leitt stærstu kerfisbreytingar sem orðið hafa í íslensku samfélagi til þessa. Hann þarf áfram að ryðja brautina, taka sér meira pláss í umræðunni um öll mál og þora að leiða breytingar að því hvernig Ísland við viljum sjá til framtíðar. Um leið og stjórnmálahreyfing höfðar ekki til ungs fólk þá verður hún mjög fljótt úrelt.“ „Flokkurinn á auðvitað mikið fylgi á meðal ungs fólks þótt það sé kannski ekki áberandi á samfélagsmiðlum. Ég held að ungt fólk hrífist almennt að hugmyndafræði flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikil tækifæri í ungu fólki ef hann heldur áfram að hlusta á það.“ En hvaða heilræði myndi Áslaug Arna gefa ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í pólitík? „Ég hef alltaf hvatt fólk til þess að vera óhrætt, í því felst svo margt. Vera óhrædd við að taka pláss sem við unga fólkið eigum skilið, þora að skipta um starfsvettvang eða gera það sem hugur manns leiðir mann.“

Störf framtíðarinnar Sigurgeir jónasson

Í

hverju samfélagi eru raddir sem óttast framtíðina. Oft lýsa þær yfir áhyggjum sínum um að störf muni hverfa þar sem tölvur og róbotar taki þau yfir og langtímaatvinnuleysi bíði margra. Það muni gera okkur öll að iðjuleysingjum sem þurfa á borgaralaunum að halda. Ég er sammála fyrri staðhæfingunni, núverandi störf munu sum hverfa en önnur breytast með aukinni tölvu- og róbotavæðingu. Ég er ósammála seinni staðhæfingunni, að atvinnuleysi aukist til lengri tíma og að borgaralaun verði nauðsynleg. Þessi umræða er þó ekki ný af nálinni. Frá því að fyrstu vélarnar komu til sögunnar hefur fylgt mannkyninu ótti við að þær myndu útrýma störfum. Hingað til hefur fyrri staðhæfingin ávallt reynst rétt á sama tíma og sú seinni hefur reynst röng. Margir eiga það til að vera skammsýnir og tilfinningasamir og horfa ekki til nýsköpunar og aðlögunarhæfni mannsins. Ég ætla að taka nokkur dæmi. Sagan talar sínu máli Snemma á 19. öld, í kjölfar fyrstu iðnbyltingarinnar, fór veröldin að breytast. Frumstæðar vélar gerðu vinnuna

skilvirkari og járnbrautir byltu samgöngum. Þessu fylgdi styttri vinnuvika, hærri laun og betri samgöngur. Samspil þessara þátta gerði það mögulegt í fyrsta sinn í mannkynssögunni að almennir borgarar gátu tekið sér frí frá vinnu auk þess fóru þeir að geta stundað tómstundir af einhverju viti. Almennt er talað um að þetta hafi byrjað í kringum 1830. Það er vitaskuld rétt að mörg störf töpuðust en margfalt fleiri ný störf fylgdu í kjölfarið. Fólk gat meira að segja farið að vinna við áhugamálin sín. Á þessum tíma var óhugsandi að fólk ynni við íþróttir, til dæmis fótbolta. Nú er það eðlilegasti hlutur í heimi þar sem tugir milljóna manna hafa atvinnu af því að spila, þjálfa og fjalla um fótbolta eða aðrar íþróttir. Þegar rafmagnið kom til sögunnar eyddi það fjölda starfa. Fólkið sem gekk um bæi og kveikti á olíulömpum varð atvinnulaust. En fyrir hvert þannig starf sem tapaðist varð til fjöldi nýrra starfa. Fyrir utan hið augljósa, að framleiða ljósaperur og leggja rafmagnslínur, opnuðust nýjar víddir í hlutum sem hægt var að nota rafmagnið í. Hversu mörg störf ætli hafi orðið til við að hanna, framleiða og selja hluti eins og ísskápa og brauðristir? Ég veit ekki nákvæma tölu en er þó

viss um að fleiri störf mynduðust en þau sem töpuðust. Sömu sögu má segja um tilkomu einkabílsins, sem í þá daga var samgöngu- og umhverfisbylting. Nú loksins voru farartækin hætt að gera stykki sín á götur stórborganna og fólk gat gengið um án þess að vaða hrossatað upp fyrir ökla. Ég tala nú ekki um þegar rigndi ofan í það. Með tilkomu bílsins misstu hestvagnstjórar vinnuna. Bíllinn gerði einnig allar vegalengdir styttri og urðu úthverfi til í kjölfarið. Í úthverfunum urðu til verslunarmiðstöðvar og kvikmyndahús, til dæmis. Allt þetta krafðist nýrra og áður óþekktra starfa. Sem betur fer báru stéttarfélög hestvagnstjóra og hagsmunasamtök starfs-

manna olíulampa ekki sigur úr býtum. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að benda á að með tölvubyltingunni varð fjöldi starfa óþarfur en á sama tíma komu margfalt fleiri störf sem tölvan bjó til. Með tilkomu snjallsíma hefur þessi þróun haldið áfram. Hver hefði trúað því árið 2007, áður en fyrsti iPhone síminn kom út, að nokkrum árum seinna myndu milljónir manna vinna við að búa til smáforrit (app) í tæki sem þá voru ekki til? Eða hver hefði trúað því árið 1960 að milljónir manna myndu vinna við tölvuleikjahönnun? Nú vinna margir við að búa til tölvuleiki, aðrir við að spila tölvuleiki, enn aðrir við að lýsa tölvuleikjaleikum og tölvuleikjamótum, enn aðrir vinna við að fjalla um tölvuleiki og skipuleggja tölvuleikjamót. Hægt væri að nefna fjölmörg önnur dæmi. Hvernig verður þróunin? Erfitt er að spá um hvað verður í framtíðinni. Ég ætla ekki að þykjast vita hvaða störf verði til og hvernig þau líti út eftir til dæmis 20 ár. Eitt er þó víst að meðal þeirra verða einhver störf sem við nú höfum ekki hugmyndaflug í að hugsa upp. Það sem aftur á móti er hægt að gera og það vil ég gera, er að

horfa á sögulega þróun og reyna spá fyrir hvernig breytingarnar verði. Þau dæmi sem ég nefndi eiga það öll sameiginlegt að hafa orðið til á framleiðniaukandi tímabilum. Með aukinni framleiðni hefur vinnutími styst, frítími aukist og laun hækkað. Fólk fór að fara í ferðalög, þjónustustig jókst og nýsköpun varð fyrirferðameiri. Ég spái því að með aukinni framleiðni og sjálfvirknivæðingu muni vinnuvikan halda áfram að styttast, laun hækka, frítími aukast, þjónustustig hækka, ferðalögum fjölga (eftir COVID-19) og að fólk mun halda áfram að skapa. Þegar við sjáum þessa þróun, þar sem færri hendur þarf til að framleiða vörur, leita þær annað. Aukning mun verða í þjónustustörfum. Ferðaþjónusta um allan heim mun blómstra á nýjan leik. Afþreying verður tekjuvædd í auknum mæli og nýsköpun mun ná nýjum hæðum. Ég veit ekki hvernig þjónustu verður boðið upp á, ég veit ekki hvaða afþreying verður vinsæl, hvernig ferðaþjónustan muni þróast eða hvaða nýjungar verða kynntar. Ég get þó sagt, með góðri samvisku, að þessir þættir muni verða æ fyrirferðameiri en við höfum þegar séð. Og svo munu einhverjir nýir þættir bætast við. Það er alveg öruggt.


90 ára afmælisrit SUS stefnir 7

Stöndum vörð um vestræn gildi Björn Bjarnason

Þ

egar ég var beðinn að skrifa grein í rit í tilefni af 90 ára afmæli SUS fylgdi því sú skýring að ritstjórar hefðu rekist á stutta grein sem ég skrifaði í Stefni árið 1986 undir fyrirsögninni: Hugmyndafræðin og deilur stórveldanna. Þá sagði „Okkur langaði því að spyrja hvort að þú hefðir tök á því að skrifa sambærilega grein í afmælisritið í ár? Það hefur sennilega sjaldan verið mikilvægara að minna ungt fólk á vestræn gildi, vestræna samvinnu, og þann árangur sem hefur náðst á síðustu áratugum þegar kemur að því að skapa frið á jörðu.“ Nú á tímum setjast menn ekki niður og leggja ólíka hugmyndafræði til grundvallar þegar þeir skrifa um samskipti stórveldanna. Hugmyndabaráttan sem setti svip sinn á kalda stríðið og keppni stórveldanna þá hvarf með hruni Berlínarmúrsins árið 1989. Um þessar mundir setja „kaldir“ hagsmunir svip sinn á deilurnar. Þótt kommúnistar hafi öll völd í hendi sér í Kína fara þeir ekki um heiminn og boða marxisma eða kommúnisma, þeir sækja fram í krafti peninga og fjárfestingarverkefna með „belti og braut“ að leiðarljósi. Stafræn tækni og vaxandi valdhroki Undanfarin ár setur valdboðsstefna sífellt meiri svip á kínverska stjórnarhætti heima fyrir. Þetta birtist í nýtingu á stafrænni tækni til að herða tök stjórnarherranna á þegnum sínum og í viðleitninni til að kæfa frelsisbylgjuna sem birst hefur í mótmælum ungs fólks í Hong Kong. Því er beinlínis haldið fram, meðal annars af kínverska sendiherranum í Reykjavík, að mótmælaaldan í Hong Kong ögri tilvist Kína sem fullvalda, sameinaðs ríkis og það réttlæti viðleitnina til að brjóta mótmælendur á bak aftur. Xi Jinping, forseti Kína frá 2012, hefur tryggt sér framtíðarvald í landinu. Persónudýrkunar gæt-

ir að nýju samhliða aðgerðum til að þagga niður í öllum gagnrýnendum. Út á við birtist vaxandi valdhroki best á Suður-Kínahafi þar sem nýjar, manngerðar kínverskar eyjur ögra yfirráðarétti nágrannaríkja. Nauðsynlegt er fyrir okkur hér á Norður-Atlantshafi að fylgjast vel með kínverskri framgöngu á okkar heimavelli. Sérfræðingar segja það liggja í kortunum að kínversk stjórnvöld leitist eftir ítökum í löndum okkar. Dæmin eru skýr frá Grænlandi þar sem svo fór að dönsk stjórnvöld í Kaupmannahöfn ákváðu að stofna til samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurbætur og lagningu flugvalla til að hindra að Kínverjar tækju slíkt að sér. Kína og Norðurslóðir Andstæður risaveldanna skýrast vel þegar litið er til þróunarinnar á norðurslóðum. Í maí 2019 tók Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, af skarið um að Kínverjar ættu ekkert erindi í Norðurskauts-

ráðið. Þeir væru ekki og yrðu aldrei gjaldgengir þar og þjóðirnar í ráðinu yrðu að gjalda varhug við vísindarannsóknum þeirra og kaupskipasiglingum, í kjölfarið kæmu herskip. Þetta bandaríska viðhorf er í anda Donalds Trumps forseta sem bauð sig fram til að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart öðrum ríkjum, einkum Kína. Aðrir halda því þó fram að ekkert í fari Kínverja á norðurslóðum bendi til annars en friðsamlegrar samvinnu í viðleitni til að tryggja gagnkvæma hagsmuni. Ekki sé unnt að rökstyðja Kínaóvild með því benda á ögranir eða yfirgang á norðurslóðum. Á Norðurlöndunum ræður það sjónarmið stefnu ríkisstjórna að hernaðarlega séu norðurslóðir lágspennusvæði. Óskynsamlegt sé að tala um annað. Þegar greinin var rituð 1986 vissu

menn betur en nú hvernig keppni á alþjóðavettvangi var háttað. Annars vegar unnu Sovétmenn að því að treysta stöðu sína með sósíalískum ítökum og hins vegar stóðu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vörð um gildi frelsis og lýðræðislegra stjórnarhátta. Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna og Mikhaíl Gorbatsjov var flokksleiðtogi Sovétríkjanna og forseti. Skömmu síðar á árinu sem greinin birtist komu þeir saman á sögulegum Reykjavíkurfundi í Höfða. Hraðinn að sovéska hruninu jókst vegna þess að sovéska hagkerfið þoldi ekki keppnina við Bandaríkjamenn. Nú á tímum er rússneska hagkerfið mjög veikburða og hernaðarlegir tilburðir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta taka mið af því. Hann keppir við sér mun öflugri ríki í skjóli Kínverja. Hve lengi vinsamleg samskipti Kínverja og Rússa haldast kemur í ljós. Hingnun vestursins Ár hvert koma stjórnmálamenn, herforingjar, her- og alþjóðafræðingar saman í München, höfuðborg Bæjaralands, og ræða stöðuna í öryggismálum. Í ár (2020) var í ársskýrslu ráðstefnunnar rætt í löngu máli um það sem höfundar hennar kölluðu á ensku Westlessness. Þar er minnt á að með því að nota hugtakið vestrið hafi aldrei verið vísað til einhvers sem væri einsleit heild heldur næði hugtakið yfir sameiginlega varðstöðu þjóða um gildi sem hafi undanfarna áratugi verið reist á hollustu við frjálslynt lýðræði og mannréttindi, markaðshagkerfi og alþjóðasamstarf í alþjóðastofnunum. Nú sé hins vegar ekki eins skýrt og áður fyrir hvað

vestrið stendur. Við blasi hnignun vestursins sem tiltölulega samheldins hóps ríkja sem veiti forskrift um skipan heimsmála þar sem virt eru mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Höfundar skýrslunnar reisa þessa skoðun sína á því að í mörgum ríkjum Vesturlanda verði ólýðræðislegar, þjóðernissinnaðar raddir háværari en áður og höfði til umtalsverðs hóps kjósenda. Þetta var sagt áður en COVID-19-faraldurinn lagði undir sig heiminn og þjóðfélög lögðu á sig sóttvarnafjötra. Tíminn mun leiða í ljós hvernig heimurinn kemur út undan þeim hamförum öllum. Ástandið í Bandaríkjunum, forysturíki vestursins, er næsta ískyggilegt vegna mótmæla og vandræða Donalds Trumps við landstjórnina. Faraldurinn hefur orðið til þess að auka tortryggni í garð Kínverja og skerpa andstæður frekar en draga úr þeim. Í krafti upplýsingafalsana, tölvuárása og stafrænna óvinaaðgerða af ýmsu tagi er ýtt undir úlfúð í opnum samfélögum og alið á samsæriskenningum. Nauðsyn þess að brýna fyrir öllum almenningi varúð og varnir í netheimum hefur vaxið vegna Covid-19. Átök fara fram á nýjum, lítt sýnilegum eða ósýnilegum vígvöllum og þeir sem efna til ófriðar leggja sig fram um að fara huldu höfði. Þetta er dapurleg lýsing á tíma óvissu og átaka sem háð eru án þess að barist sé með vopnum, utan átakasvæða í MiðAusturlöndum og Afríku þar sem öfgafullir íslamistar láta að sér kveða. Vestræn gildi fái að njóta sín Það hlýtur að vera skynsamlegt og eftirsóknarvert markmið að endurvekja samheldni vestursins í þágu klassísku gildanna um góða stjórnarhætti og vinna að útbreiðslu til þeirra sem víðast. Átti menn sig á hættunni sem að steðjar sé það ekki gert, blæs það þeim vonandi kapp í kinn, þá helst unga fólkinu sem á mest undir því að vestræn gildi og sjónarmið fái notið sín.

Vatnið sótt yfir lækinn Páll magnús pálsson

U

m hver mánaðamót eru vinnandi landsmenn krafðir um greiðslu að lágmarki rúmlega þriðjungs hluta launa sinna í almenningssjóð en sæta refsingu ella. Á móti gerum við sem greiðum í sjóðinn þá eðlilegu kröfu að þeim sem fengið hefur verið lýðræðislegt umboð til að sýsla með hann geri það af skynsemi og ábyrgð. Eitt þýðingarmesta hlutverk stjórnmálamanna er að ganga úr skugga um að vel sé farið með almannafé. Því miður hefur heilbrigðisráðherra brugðist þessu hlutverki sínu. Á undanförnum árum hefur vágestur herjað á þjóðina í vaxandi mæli. Vágesturinn er í formi sjúkdóms í brjóski í hnjám og mjöðmum sem veldur fólki angist og skertri líkamlegri færni með þeim afleiðingum að reynst getur nauðsynlegt að framkvæma svokallaða liðskiptaaðgerð. Aðgerðin felst í stuttu máli í því að náttúrulegum liðflötum sjúklings er skipt út fyrir íhluti úr ólífrænu efni, svo sem málmblöndu eða slitsterkt plast. Þörf fyrir liðskiptaaðgerðir á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og myndast hafa gríðarlangir biðlistar. Líklegar skýringar á þessari auknu þörf eru fjölgun í efri aldurshópum og vaxandi ofþyngd og offita. Það er ekkert minna en skelfilegt hvernig ráðherrann lengir biðtíma sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í aðgerð og dælir peningum úr ríkissjóði að óþörfu á grundvelli afdankaðra flokkspólitískra sjónarmiða.

Ófremdarástand Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá landlækni er biðtími á Landspítala eftir mjaðmaaðgerð um 13 og hálfur mánuður en tæpir 16 mánuðir eftir aðgerð á hné. Í desember 2019 voru samtals 1,148 einstaklingar á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hjá þeim þremur sjúkrastofnunum á Íslandi sem framkvæma slíkar aðgerðir. Samkvæmt viðmiðunarmörkum embættis landlæknis frá árinu 2016 skulu 80% komast í aðgerð innan þriggja mánaða frá greiningu, eftir mánaðar hámarksbið eftir skoðun bæklunarlæknis, en aðeins u.þ.b. 37% falla innan þeirra marka á Landspítalanum. Tæp 65% þurfa því að bíða lengur, og margir talsvert lengur, en embætti landlæknis telur ásættanlegt. Fyrir utan þær þjáningar sem biðin veldur fólki eru einnig vísbendingar um að lengri bið en sex mánuðir geti haft verulega skaðleg áhrif á árangur af liðskiptaaðgerð. Hefur þetta í för með sér mikinn samfélagskostnað, svo ekki sé minnst á lífsgæði þeirra sem bíða. Annar valmöguleiki Þó eðlismunur sé á stjórnvöldum og einkaaðilum er ekki loku fyrir það skotið að samstarf geti verið þeirra á milli. Færst hefur í aukana á undanförnum árum að einkaaðilum sé falin framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli svokallaðra þjónustusamninga. Þjónustusamningur er viðskiptasamband milli stjórnvalda og einkaaðila um þjónustu við einstakling eða viðskiptavin gegn greiðslu. Einkaaðilinn getur verið

einstaklingur, sjálfseignarstofnun eða einkafyrirtæki Önnur sjúkrastofnun en þær þrjár opinberu stofnanir, sem framkvæma liðskiptaaðgerðir, uppfyllir þær faglegu gæðakröfur sem landlæknir gerir og hefur hlotið staðfestingu þess efnis frá embættinu. Það er læknastofan Klínikin Ármúla. Þar starfa 18 læknar og býr stofan yfir fullkomnum skurðstofum og fimm daga legudeild. Á Klíníkinni býðst einstaklingum að gangast undir liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám en greiða fyrir að fullu úr eigin vasa, þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki gert þjónustusamning við Klíníkina um slíkar aðgerðir. En það er ekki á allra færi, enda kosta aðgerðirnar 1.200.000 krónur. Eins og fram kemur í lögum um heilbrigðisþjónustu fer ráðherra með yfirstjórn heilbrigðismála. Þá segir í reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur að samningar um slíka þjónustu skuli gerðir í samræmi við stefnumörkun

ráðherra. Sitjandi heilbrigðisráðherra, úr Vinstrihreyfingunni- grænu framboði, hugnast ekki útvistun verkefna á borð við liðskiptaaðgerðir til einkaaðila. Í samtali við Ríkisútvarpið árið 2018 sagðist ráðherrann halda að mjög langt væri í að ríkið niðurgreiddi liðskiptaaðgerðir á einkastofum, þrátt fyrir að hún teldi ástandið óviðunandi. Pólitískar hugsjónir ráðherrans virðast því vega þyngra en það sem bersýnilega er rétt í stöðunni. Stjórnandi verður að vera reiðubúinn að skipta um skoðun á þeim málefnum sem hann tekur afstöðu til ef nýjar upplýsingar eða röksemdir birtast honum. Hann þarf að reyna af einlægum huga að taka þá afstöðu sem best er. Meira verður ekki krafist af honum, en alls ekki minna. Útflutningur sjúklinga Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki veitt á Íslandi innan tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega greiða Sjúkratryggingar Íslands meðferð sjúklingsins erlendis, sbr. reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð á Íslandi. Líkt og fram hefur komið er samanlagður biðtími, þ.e. eftir skoðun og síðan eftir atvikum aðgerð, nær einu og hálfu ári en þeim fjórum mánuðum sem landlæknir telur ásættanlega. Af þessum sökum hefur fjöldinn allur af Íslendingum leitað til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir á kostnað Sjúkratrygginga Íslands. Kostnaður við eina slíka aðgerð í Svíþjóð er u.þ.b. þrjár

milljónir króna, þar sem greiða þarf fyrir aðgerðina sjálfa, fargjald, dagpeninga og gistingu fyrir sjúkling og eftir atvikum fylgdarmann líka. Fáránleikinn við núverandi fyrirkomulag kristallast þegar læknar á Klíníkinni fylgja íslenskum sjúklingum á einkasjúkrahús í Svíþjóð og framkvæma liðskiptaaðgerð þar, og Sjúkratryggingar Íslands sitja uppi með þrefalt hærri reikning en ef samið væri og aðgerðin framkvæmd í Ármúla. Ætli meðferð á skattfé geti orðið mikið verri? Höfðinu barið við steininn Við skulum öll skilja að heilbrigðisráðherra gæti stytt biðtíma sárþjáðra svo um munar, og á sama tíma sparað fúlgu fjár sem annars streymir úr almenningssjóði vegna liðskiptaaðgerða á sjúkrahúsum erlendis, en neitar að gera það vegna illskiljanlegra sjónarmiða um að allir sem framkvæmi skurðaðgerðir á Íslandi skuli vera starfsmenn ríkisins. Ráðherrann ber höfðinu við steininn á meðan úrræði sem gæti stórbætt ástandið blasir við. Læknir úr íslenska einkageiranum flýgur með íslenskan sjúkling á einkasjúkrahús í Svíþjóð, framkvæmir liðskiptaaðgerð og flýgur svo aftur með sjúklinginn heim. Fyrir þessi herlegheit greiðum við skattgreiðendur. Nú get ég vel skilið ef lesendur snúa sér til veggjar. Það er þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til vansa að þessi fásinna sé látin viðgangast í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Við hljótum að verðskulda ábyrgari stjórnendur en þetta.


STEFNIR

Blað ungra sjálfstæðismanna

Afmæliskveðja frá Bjarna bjarni benediktsson Formaður sjálfstæðisflokksins

S

jálfstæðisflokkurinn er svo lánsamur að eiga öflugt ungliðastarf og hafa átt í 90 ár. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur stutt við stefnu flokksins en jafnframt verið mikilvægt afl til að knýja fram breytingar. SUS hefur í gegnum tíðina verið óhrætt við að gagnrýna og hvetja, varpa fram hugmyndum og halda á lofti merki frelsis og einstaklingsframtaks. SUS hefur reynst góður vettvangur fyrir ungt og hægrisinnað fólk til að vinna að sameiginlegum markmiðum, en einnig til að takast á og reyna á þanþol hugmyndafræðinnar. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nefnilega styrk, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn, til þess að rúma margvíslegar skoðanir og áherslur, sem síðan finna sér farveg í grundvallargildum sjálfstæðisstefnunnar. Ég vitna oft í nafna minn og frænda, Bjarna Benediktsson eldri, enda hefur skýr hugsun hans um margvísleg mál staðist tímans tönn. Hann sagði eitt sinn: „Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálfir virkir þjóðarfélagsþegnar, geri upp eigin hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því, að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær umbætur, er löngun þeirra stendur til.“ Og þannig starfar SUS. Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum hugsar sjálfstætt, leggur sig fram, lætur í sér heyra og mun hér eftir sem hingað til breyta og bæta samfélag okkar allra. Til hamingju með 90 árin!

Nærmynd af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins tónlist og tengist milljón minningum með mínum bestu vinum heldur líka vegna þess hvernig hún nýtir listina. Hún er áhrifavaldur og ég kann að meta það hvernig hún nýtir sér það og veitir milljónum einstaklinga, sérstaklega stúlkum og svörtum kraft og innblástur. Vera Líndal æskuvinkona mín er síðan persónulegur uppáhalds listamaður. Ég á nokkur málverk eftir hana og held alltaf með henni.

1. Hver er þín uppáhalds hljómsveit? Það fer bara eftir tilefninu og stuðinu hverju sinni. 2. Markverðasta atvikið í samkomubanninu? Að upplifa fjölfarna staði í borginni næstum mannlausa. 3. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég knúsa mann og börn góðan daginn en reyni svo að safna kröftum í bælinu eins lengi og ég kemst upp með það. Suma morgna næ ég smá gæðastund með leikskólastelpunni minni og rölti svo með henni yfir á leikskólann. Ég hætti að borða morgunmat þegar ég tók við ráðherraembætti, það bara gerðist. Svo vel ég föt og græja mig en mála mig alltaf á leið í vinnuna á meðan ég spjalla við Steina bílstjóra. 4. Hver er þín helsta fyrirmynd í lífi og starfi? Þær eru svo margar. Ég lít til allskonar einstaklinga í kringum mig og fylgist með jákvæðum þáttum í fari fólks. Reyni svo að taka eitthvað ákveðið til mín frekar en að ég eigi mér eina sérstaka fyrirmynd. Manneskjur sem gefa af sér eru til fyrirmyndar. 5. Hvað geturðu sjaldnast staðist? Girnilega kökusneið. Ég get sömuleiðis sjaldnast staðist það að sofna í sófanum á kvöldin, enda dásamleg hvíld. 6. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Friends, Handmaids Tale og Mad Men. 7. Vandræðalegasta augnablikið sem ráðherra? Þegar ég var á stórum kvöldverði í Svíþjóð með ráðherrum annarra landa, fólki úr akademíu og atvinnulífi, og var skyndilega kynnt sem ræðumaður án þess að hafa haft hugmynd um að ég ætti að tala. Ég stóð næstum á gati og ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum. Það reddaðist nú samt. En mig langaði að hverfa ofan í gólfið þegar blessuð konan gekk að mér með míkrafóninn.

13. Hvar líður þér best? Heima hjá mér, í heimafötum. Að gera fínt í kringum mig, baka skúffuköku og bara vera heima með góðu fólki. Og svo í sundi að sjálfsögðu. Í heitum pottum, kalda pottinum, gufunni og að leika við krakkana. 14. Hvernig viltu kaffið þitt? Með rjóma. 15. Hvað gerirðu ef þú vilt gera vel við þig? Slappa af eða fer í sund.

8. Hvað vildirðu verða þegar þú varst lítil? Sjúkraliði eins og mamma. Svo langaði mig að verða íþróttakennari á tímabili. 9. ÍA eða Breiðablik? Skaginn mun alltaf standa hjarta mínu næst. Ég hvet þó Breiðablik áfram af miklum krafti þegar strákurinn minn spilar körfubolta og fótbolta. 10. Hvað syngurðu í sturtunni? Ég hef aldrei vanið mig á að syngja í sturtu. Tengi það bara við bíómyndir. En ef ég myndi gera það myndi ég líklega syngja viðlagið í „Empire State Of Mind“ viðstöðulaust. 11. Hvert er hraðametið þitt á sundbrautinni? Ég er núna að berjast við 50m skrið í 25m laug á 37 sek. Það er af sem áður var. 12. Uppáhalds listamaður? Beyoncé. Ekki bara vegna þess að hún semur góða

16. Uppáhalds matur? Steiktur humar með ofboðslega miklu smjöri, hvítlauk og salti. Annars er matur sem maðurinn minn eldar og gefur sér tíma til að nostra við sjúklega góður. Svo er lamablærið sem pabbi eldar alltaf dásamlegt í foreldrahúsum. 17. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Það búa allir yfir leyndum hæfileika. Minn er að þegja yfir leyndarmálum þannig að ég ætla ekki að svara þessari spurningu. 18. Hvaða pólitíska andstæðing myndirðu helst taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Katrínu Jakobsdóttur af því að þá myndi hún þurfa að reiða sig á einkaframtakið. Svo er hún líka klár og skemmtileg og ýmislegt hægt að læra af henni. 19. Hvert er furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Að sjá til þess, sem ráðherra, að það væri nóg af kömrum við þjóðveginn.

Árnaðaróskir á 90 ára afmæli ungra sjálfstæðismanna! SUS þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn