Samtíminn

Page 13

Steingrímur Hermannsson sagði mér alltaf að miðja væri ekki til í pólitík, menn væru annað hvort hægri­ menn eða vinstri­menn. Við tækjum það besta frá báðum örmum – það gerði flokk­inn sterkan. Það væri þessi félagslega hlið og barátta fyrir menntun allra, aðgangur allra að heil­brigðiskerfinu og að jöfnuður ríkti í samfélaginu. Samvinnuhugsjónin var mjög sterk í stefnu flokksins og blandað hagkerfi var grund­völlur stefnunnar. Þessi átök um hægri og vinstri sköðuðu flokkinn fyrir rest og smækkuðu hann.

Hér er Guðni nýkjörinn formaður SUF Nú hefur þú bæði verið í forystu fyrir SUF og Fram­sóknar­f lokkinn. Þegar þú lítur til baka, hvaða þykir þér hafa verið eftir­minnilegast? Já, það var þroskandi að vera formaður SUF. Það var öflugt fólk sem var með mér og maður kynntist þingmönnunum og ráðherrunum og maður var í innsta hring, sem var stórbrotið fyrir ungan mann. Það var tekið tillit til okkar og við náðum miklum árangri í flokknum

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

og urðum stór hreyfing aftur en samt aldrei eins sterk og hún var á tímum Baldurs Óskarssonar og Ólafs Ragnars Gríms­ sonar. Svo byrjaði ég korn­ungur að tala fyrir Fram­sóknarflokkinn á framboðsfundum, 25 ára gamall. Ég talaði í sex kosningabaráttum áður en ég varð þingmaður. Ég var svo heppinn að ég vakti nokkra athygli, var þá kjaftfor og nokkuð skömmóttur eins og kommarnir. Ég komst á forsíður blaðanna, þótti vondur við íhaldið. Pabbi varaði mig við og sagði að ungum mönnum leyfðist að vísu meira en bað mig að vera aldrei persónulegan við andstæðinga mína eða ódrengilegan, hann hafði einhverjar áhyggjur gamli maðurinn. Það þróaðist síðan þannig að ég varð þingmaður og ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi á öllum stórum stundum gert mikið gagn í íslensku samfélagi, ekki síst þegar mest lá við. Árið 1971 varð mikil bylting í byggðamálum og byggðastefna SUF varð að veruleika því það var sterk byggðastefna sem var sett fram. Við vorum á móti hernum á þessum tíma og stóðum heitir og harðir með allri þjóðinni í landhelgisbaráttunni. Nú svo var það auðvitað skemmtilegt að verða þing­maður og ekki síst þegar ég varð land­búnaðar­ ráðherra. Ég var land­ búnaðar­ráðherra í átta ár og átti þar farsælan feril að ég tel. Ég þakka mínum flokksmönnum fyrir mikinn stuðning

á þessum tíma. Mín ánægju­vog var alltaf há í skoðanakönnunum og mér þótti óskaplega vænt um það. Ég var ekki óvinsæll hjá andstæðingunum heldur, það hjálpar manni oft. Besta heilræðið gaf Steingrímur Hermannsson mér þegar hann sagði: „Jæja, nú ertu orðinn ráðherra Guðni minn, passaðu þig að svara fjölmiðlum strax því málið versnar ef þú geymir það yfir nótt og verður mjög vont dragist það að svara í nokkra daga. Svo skaltu vera vinsamlegur við fjölmiðlafólkið. Það er að gera skyldu sína og er bara venjulegt fólk,“ sagði hann og svo bætti hann við „bardaginn reynir á menn og best að hafa þá sem fæsta.“ Ég vil gefa mönnum þetta heilræði, það gefst vel í pólitíkinni. Flokkurinn fór illa út úr átökum um Evrópu­sam­ bandið upp úr alda­mótum en þar kom til klofningur og hörð átök sem urðu til þess að ég hætti mjög skyndilega og bað grasrótina að koma til og velja sterka forystu sem og varð. Ég hins vegar trúi á flokkinn minn og styð hann. Hann hefur dugað í hundrað ár. Mennirnir koma og fara en flokkurinn heldur enn utan um mikil­ væg málefni landsins á Alþingi og í ríkisstjórn og hefur á að skipa góðu fólki. Hvernig finnst þér ungt fólk vera í dag í saman­ burði við kyn­slóðirnar á undan? Mér finnst pólitík vera orðin svoítið dauf og ekki nægilega skýr. Flokkarnir

eru alltof margir. Þrír eða fjórir flokkar væru aldeilis nóg. Já, fjórflokkurinn spannar allan skalann. En hvað ungt fólk varðar þá á það alla möguleika. Ég hef fengið að fylgjast með þremur kynslóðum. Það er mín kynslóð, kynslóð barnanna minna og svo sú kynslóð sem nú er komin fram. Það hafa aldrei verið önnur eins tækifæri og það hefur aldrei verið eins mikið af ungu fólki sem kann og getur eins mikið og unga kynslóðin okkar í dag. Tæknilega sér það heiminn í allt öðru ljósi og er ekki eins bundið landinu eins og við vorum. Það hefur víðari sjóndeildarhring. Mér finnst mjög gaman að hitta ungt fólk en ég sakna þess samt að fólk undir fertugu taki ekki meiri þátt í félagsmálum á Íslandi. Hvort sem það eru stjórnmálaflokkarnir eða allar þessar góðu hreyfingar sem eru að vinna að samhjálpinni. Þegar kemur að Alþingi þá er það veikara sem vinnustaður. Mér finnst þingmenn ekki vera þeir vinir sem þeir voru. En þetta eru afleiðingar af Hruninu og reiðinni. Það mun lagast. Of stór hópur stoppar stutt í þinginu og finnur sig ekki, endurnýjunin er of ör. Hvernig var alþjóðastarf SUF þegar þú varst formaður? Þau voru mikil alþjóða­ samskipti á þeim árum við ungliðahreyfingar systurflokkanna á Norður­ löndum. Þetta samstarf þroskaði unga fólkið og var

13


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.