Page 1

ÁSGARÐUR

Blað UNGMENNAFÉLAGS stjörnunNar í garðabæ

VOR 2014


Kíktu á heimsíðuna okkar www.myllan.is

Fáðu þér

Heimilisbrauð frá Myllunni

Náðu árangri. Ræktaðu líkama þinn og sál. Heilbrigð sál í hraustum líkama þarf hollt og næringarríkt fæði. Viðhaltu hreysti þinni og náðu enn lengra. Láttu þér líða vel. Heimilisbrauðið frá Myllunni er ekki bara bragðgott. Það er líka trefjaríkt og hlaðið næringarefnum. Taktu með þér hollar og góðar samlokur í íþróttirnar og náðu betri árangri.

Myllan á netinu Kíktu á vefsíðuna okkar www.myllan.is. Þar eru upplýsingar um vörurnar okkar. Þar má líka finna heilsustefnuna okkar auk fróðleiks, greina og uppskrifta. Einng má finna þar greinagóðar upplýsingar um orku- og næringarefni. Myllan er líka á Facebook - vertu vinur okkar!

www.myllan.is


„Stoltur að fá að starfa fyrir Stjörnuna“ Kæri Stjörnumaður, Ásgarður er fyrsta tölublað af vonandi fjölmörgum þar sem fjallað er um starfssemi UMF Stjörnunnar í öllum sínum myndum. Nafn blaðsins er sótt til megin starfssvæðis Stjörnunnar til fjölda ára og er markmið blaðsins að fjalla um starfssemi félagsins með fjölbreyttum, skemmtilegum og fróðlegum hætti. Ungmennafélagið Stjarnan er eitt af stærstu íþróttafélögum landsins þar sem um 3000 iðkendur stunda íþróttir í samtals átta deildum. Ungmennafélagið Stjarnan er hjarta samfélagsins í Garðabæ, hér myndast vináttusambönd milli iðkenda til framtíðar. Auk þess er Stjarnan öflugur og sterkur vettvangur þar sem foreldrar kynnast samborgurum sínum og styrkja tengslanetið sitt. Sjálfum fannst mér Garðabæjarhjartað ekki byrja að slá fyrr en ég fór að fara með dóttur mína á æfingar hjá Stjörnunni og kynnast fólkinu hér í Garðabæ. Í ört stækkandi samfélagi mun UMF Stjarnan einmitt skipta mikilvægu hlutverki í bænum í að efla liðsheildina

og samkenndina meðal bæjarbúa. Nú þegar annasömum og skemmtilegum vetri er að ljúka þá er ekki annað hægt en að horfa til baka með stolti yfir öllu því sem UMF Stjarnan hefur náð að afreka í vetur. Fyrir Stjörnufólk er vorið orðinn háspennutími þar sem meistaraflokkar félagsins í vetraríþróttunum eru í sviðsljósinu auk þess sem spennandi tímabil er framundan í knattspyrnunni. Sumarstarf félagsins er blómlegt og metnaðarfullt. Boðið verður upp á fjölda sumarnámskeiða hjá flestum deildum félagsins þar sem öll börn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að starfa með Stjörnunni og koma að því frábæra starfi sem hér er unnið og halda áfram að byggja upp til framtíðar með öflugu starfsfólki, stjórnarfólki, þjálfurum, sjálfboðaliðum, foreldrum og iðkendum. Ungmennafélagið Stjarnan er klúbbur á hraðri uppleið og það er einmitt metnaðurinn og ástríðan fyrir félaginu hjá öllum þeim sem að því koma sem mun tryggja það að félagið verður stolt Garðabæjar til framtíðar. Jóhannes Egilsson Framkvæmdastjóri Stjörnunnar

ÁSGARÐUR Blað ungmennafélags Stjörnunnar í Garðabæ Útgefandi: Ungmennafélagið Stjarnan Ábyrgðarmaður: Jóhannes Egilsson Ritstjóri: Skapti Örn Ólafsson Auglýsingar: Baldvin Sturluson Þeir sem komu að efni blaðsins: Andri Þór Sturluson, Guðrún Arna Sturludóttir, Hlín Ólafsdóttir, Jóhannes Egilsson og Skapti Örn Ólafsson Forsíðumyndir: Björg Vigfúsdóttir Ljósmyndir í blaðinu: Eva Björk Ægisdóttir, Ragnheiður Traustadóttir og úr safni Stjörnunnar Hönnun: Döðlur Prentun: Ísafold Dreifing: Pósturinn Upplag: 5000 eintök

Við viljum:

fyrir alla í Garðabæ xÆ í maí

Æ

• skapa Stjörnunni áframhaldandi bjarta framtíð! • efla enn frekar barna- og unglingstarfið með því m.a. að tengja saman skóla og íþróttaiðkun á markvissan hátt! • tryggja enn frekar afreksstarfið í öllum deildum félagsins!

Við hlustum, lærum og leysum - Skíni Stjarnan!

GARÐABÆR


Almenningsíþróttadeild Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar var stofnuð í ágúst árið 1995 og er markmið hennar að styðja við bakið á þeim sem vilja stunda líkamsrækt hjá íþróttafélaginu án þess að keppa við aðra en sjálfan sig. Stjórn deildarinnar hefur unnið saman síðan árið 2008 og er því reynslumikil, öflug og þekkir starfið út og inn. Auk hópatíma í sal hjá menntuðum íþróttakennurum býður deildin upp á göngu- og fræðsluferðir yfir vetrartímann, heldur utan um Kvennahlaupið, einn stærsta íþróttaviðburð ársins og sér um fyrirlestra og heilsueflingu fyrir þá sem það vilja.

Nafn: Agnar Jón Ágústsson Aldur: 2 x 25 ára Íþróttagrein: Maraþon Staða: Alveg frábær staða! Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Frá því ég man eftir mér. Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Alveg magnaður félagskapur í hlaupahópi Stjörnunnar. Hvað finnst þér að mætti betur fara: Koma upp almennilegri líkamsræktaraðstöðu sem hefur 12,5 kg. handlóð. Það alltaf verið að stela þeim á efri hæðinni Ásgarði!

Kvennahlaupið hófst í Garðabæ en upphafsmaður þess, Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari, lést skömmu fyrir hlaupið í fyrra. Kvennahlaupsnefndin hefur hafið undirbúning að gerð minnismerkis um hlaupið og Lovísu. Vonir standa til þess að minnismerkinu verði fundinn góður staður í miðbæ Garðabæjar. Almenningsíþróttadeildin heldur úti öflugu félagslífi. Hópnum er haldið vel saman með skemmtilegum uppákomum sem efla félagslega heilsu iðkenda. Skráðir iðkendur deildarinnar eru 574 talsins og tæplega helmingur þeirra 19 ára og eldri. Nýjasta viðbótin við almennings­ íþróttadeildina er hlaupahópur Stjörnunnar. Hópurinn var stofnaður árið 2012 en upphaf hans má rekja til skokkhóps Garðabæjar. Í hlaupahópnum eru bæði reyndir og óreyndir hlauparar, en hópurinn telur um 140 félagsmenn sem gerir hann að einum af stærstu hlaupahópum landsins.

er með áherslu á þá sem iðka heilsueflingu sér til gamans fyrst og fremst segir Herborg. Með 574 iðkendur er deildin eins sú fjölmennasta og eru meðlimir hennar á öllum aldri. „Það er sérstaklega ánægjulegt hve margir taka þátt í leikfiminni sem deildin býður upp á undir leiðsögn íþróttakennara,” segir Herborg.

Líflegt sumarstarf Í maí fer leikfimin í sal í sumarfrí enda Garðbæingar duglegir að njóta sumarsins útivið en þá er hægt að nýta sér aðstöðuna sem og fríska loftið sem náttúran býður upp á með hlaupahópnum. „Hlaupahópurinn er mjög virkur á sumrin og tekur vel á móti nýliðum. Hópurinn tekur tillit til mismunandi getu hlaupara og það ásamt kröftugu félagslífi, fjallgöngum og minni og stærri viðburðum er meira en næg ástæða til að taka þátt í skemmtilegum félagsskap,” segir Herborg og hvetur alla Garðbæinga sem hafa áhuga að kynna sér starf hlaupahópsins.

Ein fjölmennasta deildin

Kvennahlaupið

Herborg Þorgeirsdóttir er for­maður almenningsíþróttadeildar Stjörnunnar. Við spurðum Herborgu út í nafngift deildarinnar, hvað væri almenningsíþróttadeild. Því var auð­ svarað. „Deildin heldur utan um líkams­rækt og íþróttir fyrir utan hefðbundnar keppnisíþróttir og

Einn stærsti íþróttaviðburður á Íslandi er að sjálfsögðu Kvennahlaupið í Garðabæ sem nú verður haldið í 25. skiptið. Hlaupið, sem nú er haldið á landsvísu, byrjaði í Garðabæ en Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari og frumkvöðull, kynntist hugmyndinni í Finnlandi og ákvað að

Ásgarður | 4

Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Þegar hlaupahópur Stjörnunnar var stofnaður. Héldum að við yrðum 20 en urðum strax 120 talsins. Ertu ánægður með veturinn: Já mjög, nema hvað gangstéttarnar voru illa saltaðar í vetur, en þær eru okkar „íþróttaaðstaða“. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Að allir í hlaupahópi Stjörnunnar nái markmiðum sínum! Eitthvað sem þú vilt bæta við: Næsta æfing hjá hlaupahópi Stjörnunnar er kl. 17.30 frá Ásgarði. Allir velkomnir!


Nafn: Svava Jóhanna Pétursdóttir Aldur: 83 ára

láta reyna á hana hér. Lovísa kallaði saman konur í Garðabæ og var ákveðið að fjölmenna á mót, æfa sig vel og hlaupa saman. „Við höfum unnið að gerð minnismerkis um Lovísu og kvennahlaupið og vonandi verður því fundinn góður staður á Garðatorgi,” segir Herborg.

Deildin sinnir fjölbreyttu starfi „Deildin býður ekki einungis uppá leikfimi. Við bjóðum upp á fræðslu og fyrirlestra líka. Heilsutengda, eins og næringafræði og andlega upplyftingu. Við höfum jafnframt staðið fyrir heilsueflingardegi. Þá hefur til dæmis verið boðið uppá mælingar og ráðleggingar varðandi heislu og líkamsrækt,” segir Herborg og ljóst er að nóg er í boði fyrir þá sem vilja kynna sér starf almenningadeildarinnar.

Íþróttagrein: Leikfimi hjá Birnu Guðmundsdóttur og Ólafi Gíslasyni. Fjöldi ára hjá Stjörnunni: 37 ár Hvað er það besta við að æfa með Stjörnunni: Góðir kennarar, gott íþróttahús og gott starfsfólk. Hvað finnst þér að mætti betur fara: Get ekki fundið að neinu. Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Allar stundirnar hafa verið góðar. Ertu ánægð með veturinn: Já Hver eru markmiðin fyrir komandi átök:  Halda áfram. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Öll aðstaða í Ásgarði til fyrirmyndar og gott að geta komist beint í sund eftir leikfimi.

GOLF

Haustferðirnar eru komnar í sölu

Á Spáni er fjöldinn allur af glæsilegum golfvöllum sem hafa slegið í gegn hjá Íslendingum. Öll aðstaða og gisting er til fyrirmyndar og mikið innifalið. Frábærar aðstæður til að bæta sveifluna í haust.

Kynntu þér golfið á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Facebook


Fimleikadeild Fimleikadeild Stjörnunnar hefur aldrei verið fjölmennari, en ný stjórn deildarinnar tók til starfa í júní í fyrra. Á 31. starfsárinu telur deildin 702 meðlimi í 39 hópum á öllum stigum. Mikill metnaður er innan deildarinnar. Í fyrra voru 9 erlendir þjálfarar við störf innan hennar og vænta má mikils á komandi árum þegar afrakstur þeirrar vinnu skilar sér. Þeir lengra komnu æfa 18-20 klst. á viku sem sýnir hversu iðkendur eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Nafn: Andrea Sif Pétursdóttir Aldur: 17 ára Íþróttagrein: Fimleikar Fjöldi ára hjá Stjörnunni: 14 ár Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Við höfum gríðarlega flotta aðstöðu fyrir fimleika og Stjarnan hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár.  Hvað finnst þér að mætti betur fara: 1. Þar sem við erum á steypugólfi þá þyrfti helst að fá dúk undir dansgólfið til að forðast meiðsli á ökklum og fótum. 2. Það væri mjög gott að fá að æfa í danssal, til að fá frið frá öðrum hópum sem eru að æfa á sama tíma, með renningum upp við spegil. 3. Stífari dúka og nýja gorma á stóru trampólínin og nýjan dúk á trampólínbrautina.

Í krílahópi æfa 177 börn grunnatriði í fimleikum, en þau eru fædd árin 2009 og 2010. Grunnhópar deildarinnar eru 9, hópfimleikahóparnir 19 og stór hluti meistarahópsins er í úrvalshópi Fimleikasambandsins. Fjölgað hefur í áhaldafimleikum og nú keppa fleiri einstaklingar á FSÍ mótum en áður. Í fyrsta sinn síðan árið 1994 átti Stjarnan fulltrúa í kvennalandsliði Íslands í áhaldafimleikum en hann keppti á Norður-Evrópumóti í N-Írlandi. Starfið er því gríðarlega öflugt og fjölbreytt. Sérstakur samningur hefur verið gerður við meistarflokksstelpur um að þær taki að sér ýmis störf fyrir deildina enda margt í gangi. Fjöldi fimleikamóta, vorsýning, fjöldi iðkenda og fullnýttur fimleikasalur 7 daga vikunnar sýnir hve glæsilega er staðið að sístækkandi deild.

Aðstaðan góð en alltaf hægt að gera betur Niclaes Jerkeholt hefur starfað sem þjálfari hjá fimleikadeild Stjörnunnar síðastliðin 7 ár, en hann er yfirþjálfari hópfimleika hjá deildinni. Aðspurður segist Niclaes vera ánægður með gengi fimleikadeildar á liðnum vetri. „Fimleikadeildin fer ört vaxandi og við erum orðin ein af stærstu deildum félagsins, ef ekki sú stærsta,” segir

Niclaes. Glæsilegt fimleikahús félagsins var tekið í notkun árið 2009 en samkvæmt Niclaes er kominn tími til að endurhugsa aðstöðu deildarinnar. „Í dag er komin upp sú staða að við erum nánast búin að sprengja húsnæðið utan af okkur,” segir Niclaes og bætir við að vöxturinn á síðastliðnum þremur árum hafi verið ótrúlegur. „Ef vel ætti að vera þyrftum við að hafa fleiri tæki og jafnvel danssal með speglum þar sem æfa mætti grunnæfingar,” segir Niclaes og bætir við að slíkur salur myndi létta mikið á aðalsalnum.

Góðar fyrirmyndir ekki síður mikilvægar Þjálfarar fimleikadeildarinnar leggja mikið upp úr gæðum allra æfinga og segir Niclaes að mikilvægt sé að geta boðið öllum iðkendum upp á sem besta þjálfun. Þá telur hann andlegu hliðina ekki síður mikilvæga. „Við leggjum mikið upp úr því að skapa sem besta liðsheild og við brýnum fyrir iðkendum mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir fyrir þá yngri,” segir Niclaes.

Ungt lið en efnilegt Norðurlandamót unglinga var haldið í Garðabæ í apríl síðastliðnum, en það er í fyrsta skipti

Ásgarður | 6

Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Þegar við fengum nýtt fimleikahús og betri aðstöðu. Ertu ánægð með veturinn: Mjög ánægð. Allir hópar bættu sig og Stjarnan nældi sér í titla í nokkrum flokkum. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Halda áfram á uppleið og bæta við okkur meiri erfiðleikum til að fá hærri einkunnir og ná lengra á mótunum. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Vil minna á Evrópumeistaramótið í hópfimleikum sem fer fram á Íslandi dagana 15. - 18.október n.k. Ísland sendir fimm landslið í keppnina og viljum fylla íslensku stúkuna, allir að mæta!


sem svo stórt mót er haldið á vegum Stjörnunnar. „Mótið gekk mjög vel og ég er mjög ánægður með það. Vonandi getum við haldið fleiri svona mót í framtíðinni,” segir Niclaes. Lið Stjörnunnar lenti í 4. sæti á fyrrnefndu móti, en að sögn Niclaes er um ungt lið að ræða. „Ég held þó að við hefðum átt að geta náð 2. eða 3. sæti,” segir hann og bætir við að framtíðin sé svo sannarlega björt hjá fimleikadeildinni og iðkendum hennar.

Góð skipulagning grunnur að góðu samstarfi Nicoleta Branzai er yfirþjálfari í áhaldafimleikum Stjörnunnar. Aðspurð segir Nicoleta fimleikadeildina geysilega vinsæla og iðkendum fari sífellt fjölgandi. „Allir sem koma að starfinu eru duglegir að vinna saman og það er virkilega gott að vinna fyrir félagið,” segir Nicoleta og heldur áfram: „Það er nauðsynlegt að samstarfið gangi vel enda þarf skipulagið að vera mjög gott ef æfingar allra barnanna eiga að ganga upp,” segir hún ánægð með andann innan Stjörnunnar.

Batteríin hlaðin fyrir komandi átök

krökkunum gefið frí en strax í júní og ágúst taki skipulagðar æfingar við. „Þó að í sumum tilvikum sé erfitt að hefja æfingar að nýju eftir mánaðarfrí þurfa krakkarnir að mínu mati á pásunni að halda. Þau hafa þá tækifæri til þess að hlaða batteríin og koma þá oftar en ekki tvíefld til baka,” segir Nicoleta.

Flatahraun 5a Hafnarfirði · sími 555 7030 · Opið alla daga frá kl. 11-22 · www.burgerinn.is

Nicoleta segir nóg um að vera í sumar í fimleikadeildinni, en gott frí engu að síður nauðsynlegt. Í júlímánuði verður

Alltaf flottustu tilboðin!

ÞÚ FÆRÐ SKRIFSTOFU- OG SKÓLAVÖRURNAR HJÁ OKKUR

www.a4.is / sími 580 0000 A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi Sjá má afgreiðslutíma verslana A4 á www.a4.is


Körfuknattleiksdeild Körfuboltinn hjá Stjörnunni stendur að vissu leyti á krossgötum. Nýir þjálfarar taka við meistaraflokki karla og fá það erfiða hlutverk að leiða farsællega kynslóðaskipti hjá félaginu. Yngri leikmenn eru væntanlegir til að hlaupa í skarðið sem reynslumeiri og eldri leikmenn skilja eftir sig þegar þeir stíga hægt og rólega til hliðar. Þá er mikilvægt að hafa sinnt uppbyggingu í yngri deildum og má segja að Stjarnan hafi sinnt því vel. Nafn: Dagur Kár Jónsson Aldur: 19 ára Íþróttagrein: Körfubolti Staða: Bakvörður Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Frá því að ég var 6 ára. Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Í Ásgarði er algjörlega frábær aðstaða og öll umgjörð í kringum körfuboltann hér hjá Stjörnunni er til fyrirmyndar. Einnig er frábært að spila hérna fyrir félagið sem ég hef verið hjá alla mína ævi og fyrir framan frábæra stuðningsmenn Stjörnunnar. Hvað finnst þér að mætti betur fara: Í úrslitakeppnum síðustu ára hafa stuðnings­menn Stjörnunnar sýnt hvað það getur myndast rosaleg stemning í Ásgarði. Það væri gaman ef að þessi stemning væri jafn mikil yfir tímabilið og ég hvet alla Stjörnumenn til að mæta á leiki og hjálpa Steina við að berja á trommunar! Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Það er klárlega þegar við urðum bikarmeistarar í fyrra á móti Grindavík. Ég vona innilega að ég fái að upplifa fleiri slíkar stundir hjá Stjörnunni.

Þrír leikmenn spiluðu í yngri landsliðum á árinu og Minni bolti drengja fæddir árið 2001 urðu Íslandsmeistarar. Aðrir flokkar stóðu sig vel og sérstaklega elsti stúlknahópurinn sem náði þeim árangri að vinna sig upp um riðil á Íslandsmótinu. Það er glæsilegt og ætlar Barna- og unglingaráð að halda áfram að byggja upp það sem fyrir er og efla starfið hjá stelpum næsta vetur. Kvennaliðið náði sínum besta árangri hingað til, er eitt af toppliðum 1. deildar og munaði litlu að þær kæmust upp í efstu deild. Bæði kvenna- og karlalið glímdu við meiðsli sem óneitanlega höfðu áhrif á árangur auk þess að Jovan Zdraveski flutti af landi brott. Hann hefur verið lykilmaður hjá Stjörnunni undanfarið og hans framlag hjálpað uppgangi liðsins mikið. Því miður voru örlagadísirnar ekki hliðhollar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar þetta árið

þrátt fyrir góðan árangur árið áður. Vonir standa þó til þess að næsta tímabil verði hörkutímabil fyrir Stjörnuna. Liðið hjá meistaraflokki karla var óbreytt frá eftirminnilegu ári 2012-13. Körfuboltinn er vaxandi deild innan Stjörnunnar sem hlúa þarf vel að. Bæta þarf aðstöðuna og styðja þarf við deildina. Ef það er gert er ljóst að frábærir hlutir munu gerast.

Góður grunnur Hrafn Kristjánsson, sem nú á dögunum tók við þjálfun meistaraflokks karla í körfubolta af Teiti Örlygssyni segir komandi átök leggjast vel í sig, „Teitur skilur við góðan leikmannahóp og ég er spenntur að halda áfram því góða starfi hjá félaginu. Ég tek við góðu búi og get vonandi bætti við það með strákunum sem ég hef verið að þjálfa síðastliðin tvö ár í yngri flokkum.“ Liðinu

Ásgarður | 8

Ertu ánægður með veturinn: Heilt yfir þá er ég ágætlega sáttur með veturinn þó margt hefði mátt fara betur. Það voru kaflar þar sem við spiluðum frábærlega og svo voru kaflar sem voru ekki jafn góðir. En framtíðin er björt hjá okkur og ég get ekki beðið eftir næsta tímabili. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Markmiðið er að vinna Íslandsmeistartitil. Einhvern tíma er allt fyrst og það er kominn tími fyrir Stjörnuna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta! Eitthvað sem þú vilt bæta við: Hvet enn og aftur alla til að mæta á leiki næsta vetur og styðja við bak Stjörnunnar. Skíni Stjarnan!


gekk ágætlega á nýliðnu tímabili, en laut að lokum í lægra haldi fyrir firnasterku liði KR-inga, gömlum félögum Hrafns. Aðspurður segir Hrafn lið Stjörnunnar hafa goldið fyrir meiðsli og aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður. „En þegar liðið var orðið heilt í úrslitakeppninni þá sýndu strákarnir þann kraft og gæði sem þeir búa yfir. Takmarkið á næsta tímabili er að komast inn í úrslitakeppnina á „hærra sæti“ og vinna til heimaleikja réttsins í fyrstu umferð,” segir hann.

Framtíðin björt Hrafn hefur víðtæka reynslu er kemur að þjálfun og hefur tekið til hendinnar víða, en síðastliðin tvö ár hefur hann gegnt góðu starfi við þjálfun drengja- og unglingaflokks Stjörnunnar. „Áherslan hefur helst verið að þróa leikmennina áfram og leitin að titlinum því verið í öðru sæti. Þeir hafa engu að síður verið að skila sér í úrslit í flestum keppnum í drengja- og unglingaflokki og alltaf verið meðal þriggja bestu liða landsins í báðum flokkum,” segir Hrafn.

Góður andi og gefandi umhverfi Hrafn segist ánægður með andann í Garðabæ og finnur fyrir öflugum meðbyr er kemur að íþróttaiðkun í bæjarfélaginu. „Körfuboltahefðin í Garðabæ er öll að styrkjast. Ég hef fengið að kynnast því hvernig baklandið starfar og hversu vel er

stutt við bakið á íþróttum hér í Garðabæ,” segir hann. Það er ljóst að Stjörnufólk í Garðabæ getur þakkað velgengni kraftmiklum aðstandendum. Aðspurður um umgjörðina gagnvart körfuboltanum hjá Stjörnunni segir Hrafn hana standast fyllilega allar kröfur sínar. „Í samhengi við það umhverfi sem ég hef verið að vinna í undanfarin ár er hún að mörgu leiti jafnvel sterkari,” segir hann og bætir við að rík hefð sé í Garðabæ fyrir

sjálfboðaliðastarfi er komi að yngri flokkum og upp úr. „Það er virkilega gefandi að sjá hversu margir koma að starfinu í kringum hvern heimaleik og ég hef hrifist af því síðastliðin tvö ár hversu öflugt starfið í kringum deildina er,” segir Hrafn og er sannarlega jákvæður fyrir framtíðinni og því sem koma skal. Hrafn segist ætla að tefla fram liði sem muni skapa spennu í bæjarfélaginu og hvetur fólk til að mæta á leiki og styðja drengina á næsta ári. Í liðinu muni vera að minnst kosti átta uppaldir Stjörnustrákar og því rík ástæða fyrir heimamenn að koma og hvetja sína menn áfram.

Höldum áfram Stjarnan Höldum áfram með kröftugt íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf þar sem boðið er upp á fjölbreytta valkosti fyrir unga sem aldna. Stefnum að framkvæmdum við fjölnota íþróttahús. Vinnum að frekari samþættingu íþrótta- og tómstundastarfs við skóladag barna og ungmenna. Bjóðum upp á hvatapeninga fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Eflum almenningsíþróttir m.a. með því að þétta net og merkingar göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga. Eflum félagsauð Garðabæjar með því að hlúa vel að frjálsri félagastarfsemi m.a. á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.

www.gardar.is


Blakdeild Blakdeild Stjörnunnar heldur úti öflugu yngriflokka starfi ásamt meistaraflokkum. Á síðasta ári var að venju nóg um að vera. Deildin er með lið í úrvalsdeildum bæði karla og kvenna, lið í 3. deild karla, 2. og 3. deild kvenna auk 3. deildar liðs karla í samstarfi við blakdeild Álftaness. Tvö stór mót voru haldin í Ásgarði á síðasta ári, árlegt Stjörnumót í október og síðari hluta riðlakeppni Íslandsmóts.

Nafn: Hannes Ingi Geirsson Aldur: 36 ára Íþróttagrein: Blak Staða: Miðjumaður en spilaði frelsingjann (libero) á síðasta tímabili. (Frelsinginn er í öðruvísi búning og sinnir einungis varnarhlutverki.) Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Ég hef æft með Stjörnunni í 30 ár. Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Það besta er að geta lagt sitt af mörkum fyrir félagið sem maður elskar. Það að vinna titla með Stjörnunni er eitthvað sem fyllir mann miklu stolti. Hvað finnst þér að mætti betur fara: Flestir hlutir eru í góðum skorðum hjá deildinni. Við þurfum að halda áfram að vera dugleg að hlúa að barna- og unglingastarfinu okkar. Nú þarf bara að skella upp strandblaksvöllum.

Deildin er stolt af því að Hjördís Eiríksdóttir leikmaður í 1. deild kvenna hóf nám í Bandaríkjunum á fullum námsstyrk vegna blaksins. Um 70 ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri æfa nú blak hjá Stjörnunni. Meistaraflokkur kvenna er ört vaxandi hópur sem hafnaði í 4. sæti deildar­keppninnar og komst í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Karlarnir komust í undanúrslit í bikarnum og voru hársbreidd frá sigri Íslandsmótsins. Það er því mikil spenna í blakinu. Fjölmargir Stjörnumenn voru í landsliðum Íslands í blaki á árinu sem leið. Alls spiluðu 6 Stjörnumenn með U17 og U19 liðum Íslands, tveir með karlalandsliðinu og tvær með kvennalandsliðinu. Auk þess tóku þrír Stjörnumenn þátt í Smáþjóðaleikunum í strandblaki. Má því með sanni segja að deildin geti verið stolt af þeim árangri sem liðsmenn hennar hafa náð í íþróttinni.

Óþreyjufullir eftir næsta titli Við heyrðum í þjálfara meistaraflokks karla, Róberti Karli Hlöðverssyni, til að fræðast um

stöðu blaksins innan Stjörnunnar. Róbert Karl var brattur og sagði íþróttina á mikilli uppleið. „Það hefur verið töluverð hefð fyrir blakinu alveg síðan bróðir minn, Vignir Hlöðversson, byrjaði í þessu hér fyrir 30 árum,” segir Róbert sem sjálfur er landsliðsmaður í íþróttinni. Róbert Karl er sáttur með gengið í vetur. „Strákarnir voru mjög þéttir og ég var mjög ánægður með árangurinn. Auðvitað er draumurinn alltaf að komast lengri, að klára þetta og fá titilinn,” segir hann og telur að það hafi liðið 4-5 ár síðan titill náðist síðast í Garðabæ. „Það eru sterkir eintaklingar í yngri flokkunum en ég held að það séu enn 2-3 ár þar til þeir efnilegu fara að detta inn á æfingar í meistaraflokki,” segir Róbert Karl aðspurður út í hvort hann telji að von sé á einhverjum stjörnum úr starfi yngri flokkanna.

Sumarkennsla og strandblak Margt er að gerast í starfi yngri flokkanna og margir að stíga sín fyrstu skref í blakinu. Róbert Karl segir nokkra góða menn í meistaraflokki sjá um þjálfun næstu kynslóðar og nefnir að einn

Ásgarður | 10

Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Það var 29. mars 2003 þegar við unnum yrsta stóra titilinn okkar deildarmeistaratitilinn. Það má segja að þar hafi allar flóðgáttir opnast eftir marga tapaða úrslitaleiki. Í kjölfarið fylgdu svo 16 stórir titlar af 17 á næstu sex árum. Ertu ánægður með veturinn: Það hefði verið skemmtilegra að klára Íslandsmeistaratitilinn í vor en þar vantaði herslumuninn. Yngri leikmenn liðsins spiluðu lykilhlutverk og fengu þar mikla reynslu og bættu sig mikið. Við byggjum ofan á það á næsta tímabili. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Eins og ávallt setjum við stefnuna á titla. Það verður gerð hörð atlaga að öllum titlum. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Stjarnan er stærsta og fremsta íþróttafélag landsins. Félagið samanstendur af mörgum deildum sem mynda þessa sterku heild. Deildirnar verða að vera duglegar að vinna saman og gæta að því að félagið haldi áfram að vaxa og dafna.


þeirra verði með sérstaka sumarkennslu í blaki í sumar. En er von á strandblaki í bæinn? „Við erum að bíða eftir strandblaksvöllum í bæinn og búumst við að með þeim fjölgi iðkendum verulega hjá okkur. Blakið er frábær íþrótt og deildin er mjög þakklát fyrir það sem Stjarnan hefur gert fyrir okkur. Með þessu áframhaldi styttist í titil,” segir Róbert Karl.

Framtíðin björt í kvennablakinu Emil Gunnarson er þjálfari meistaraflokks kenna í blaki auk þess sem hann þjálfar yngri flokka og öldungalið kvenna. Að hans sögn hefur meistaraflokki kvenna gengið þokkalega. „Liðið náði hluta af markmiðum sínum fyrir tímabilið með því að komast í úrslitakeppnina í deildinni. Stefnan var tekin á að komast í undanúrslit í bikarnum, en það tókst því miður ekki“ og bætir við að liðinu sé alltaf að fara fram. Meistaraflokkur kvenna náði 4. sæti í deildinni á Íslandsmótinu og þakkar því að kvennaliðið sé mjög vinnusamt og duglegt við æfingar. „Við erum með sterkan hóp af spilurum og það sem skilar þessu er vinnusemin“. „Blakhefðin hefur verið rík í Garðabæ en eiginlega fyrst og fremst í karlaflokki. Kvennaliðið er ungt í efstu deild. Þetta er fjórða eða fimmta tímabilið sem við erum með lið í efstu deild og liðið byggist

mikið upp á því starfi sem unnið er í yngri flokkunum,” segir Emil sem lítur björtum augum á framtíð kvennablaks Stjörnunnar.

Íþróttaaðstaða til fyrirmyndar Emil þjálfar jafnframt öldungaflokka í blaki. „Við höfum staðið fyrir öldungaflokki kvenna í nokkur ár en æfingar í öldungaflokki karla hófust í fyrra,” segir Emil og bætir við að blakdeild Stjörnunnar bjóði upp á æfingar fyrir nánast alla aldurshópa. Fjölgun hefur átt sér stað í blakdeildinni

síðustu ár og mikið af frambærilegum ungum krökkum æfa með yngri flokkum deildarinnar. „Það vantar þó fleiri í unglingadeildina, en það kemur til með að lagast þegar fleiri árgangar koma upp,” segir Emil og heldur áfram: „Framtíð blaksins hjá Stjörnunni er meðal yngri iðkenda og þar leynast margir mjög efnilegir leikmenn.“

ÁFRAM STJARNAN!

SAMFYLKINGIN OG ÓHÁÐIR BETRI GARÐABÆR - FYRIR OKKUR ÖLL

facebook.com/XSgardabae


Handknattleiksdeild Þrátt fyrir að meiðsli hafi hrjáð mikilvæga leikmenn vann meistaraflokkur kvenna sinn fyrsta titil um áramótin. Liðið kepptu í úrslitum CokaCola bikarsins, urðu deildarmeistarar Olísdeildarinnar og kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu því miður fyrir Val fyrr í þessum mánuði.

Nafn: Jóna Margrét Ragnarsdóttir    Aldur: 31 árs Íþróttagrein: Handbolti Staða: Hægri skytta Fjöldi ára hjá Stjörnunni: 14 ár Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Góður mórall og frábært fólk sem starfar á bak við liðið. Hvað finnst þér að mætti betur fara: Finnst að Ásgarður ætti að vera keppnishús fyrir allar íþróttir innan félagsins og að deildirnar ættu að starfa betur saman sem ein heild. Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Þær eru mjög margar enda gott að vera í Garðabænum. Það eru klárlega titlarnir sem standa upp úr.

Rakel Dögg Bragadóttir ákvað að leggja skóna á hilluna í byrjun ársins. Rakel Dögg spilaði með íslenska landsliðinu í 10 ár, varð Íslands- og bikarmeistari tvisvar og deildarbikarmeistari þrisvar með Stjörnunni. Þá lagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir einnig skóna á hilluna eftir farsælan feril. Þær voru stórskemmtilegir og frábærir leikmenn og verður þeirra sárt saknað úr boltanum. Karlaliðið komst upp í úrvalsdeild svo ljóst er að gífurlegur hugur er í handboltanum þessa stundina. Handknattleiksdeild vinnur stöðugt að því markmiði sínu að breiða út fagnaðarerindið um handknattleikinn og stefnir á að fjölga áhorfendum á leikjum, en hingað til hafa yfir 200 manns mætt á karlaleiki og 100-150 á kvennaleikina. Í vetur hélt Stjarnan Íslandsmót í 5. flokki karla og 5. flokki kvenna og vinamót í 8. flokki. Þrjú stórmót með heildarþátttöku 1200 barna á 3 helgum. Sérlega vel tókst til en mótin voru haldin í aðalsetri handboltans í Garðabæ, Mýrinni. Alls æfa 15 leikmenn Stjörnunnar með yngri landsliðum karla og kvenna þannig að ljóst er að starfið í flokkunum er að skila góðum árangri enda er það markmið handknattleiksdeildar að halda úti öflugu og uppbyggilegu starfi. Með góðu uppbyggingarstarfi getur kjarni leikmanna í meistaraflokki komið úr yngri deildum og

Stjarnan haldið áfram að berjast um toppsætin, með dyggum stuðningi félagsmanna.

Stjarnan á heima í úrvalsdeild Nú er tímabilið nýbúið og Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari meistaraflokks karla, lætur af störfum eftir að hafa stýrt Stjörnunni í tvær leiktíðir. Við heyrðum í Gunnari Berg og spurðum hann út í tímabilið sem leið, hvort hann væri sáttur með árangurinn og hvernig honum litist á framtíðina hvað handboltann í Garðabæ varðar. „Liðið hefur barist við að komast upp í efstu deild á síðustu árum. Við lentum í öðru sæti í fyrstu deild og komumst upp í úrvaldsdeild vegna fjölgunar liða. Það má segja að við höfum komist bakdyramegin upp um deild, en liðið á vel heim í úrvaldsdeild og ég er sáttur með stöðu liðsins í dag,” segir Gunnar Berg. Aðeins tveir í liðinu eru ekki uppaldir Stjörnumenn og segir Gunnar Berg það gríðarlega mikilvægt fyrir næstu ár. „Liðið hefur marga unga en vaxandi leikmenn sem vonandi blómstra á næstu árum. Ef liðið myndi bæta við sig einum til tveimur reynslumeiri mönnum er næsta tímabil að mínu mati bjart,” segir Gunnar Berg. Aðspurður um umgjörðina hjá Stjörnunni og stöðu handboltans innan hennar segir Gunnar Berg hana verða betri og betri. „Það er vilji hjá Garðbæingum að Stjarnan sé meðal þeirra bestu, við finnum vel fyrir því. Það er stefna yfirstjórnar

Ásgarður | 12

Ertu ánægð með veturinn: Á heildina litið er ég ágætlega sátt miðað við hvað við misstum mikið af toppklassa leikmönnum úr liðinu. Hefði verið mjög gott að hafa Rakel Dögg og Hönnu Guðrúnu heilar, en svona er sportið. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Uuuuu ég er hætt þannig að markmiðið mitt er að koma og sjá Stjörnurar mínar spila enda framtíðin mjög björt í Garðabæ. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Í gríni langar mig að biðla til Silfurskeiðarinnar að breyta nafninu í Gullskeiðina J Áfram Stjarnan!

VINNUVERNDehf vellíðan í vinnu


Stjörnunnar að allar deildir eigi að vera í efstu deild, þar á Stjarnan bara að vera,” segir Gunnar Berg og bætir við: „Mig langar að þakka þeim sem voru með okkur að byggja þetta upp og vonandi að menn verði duglegir að mæta á völlinn.“

Tveir titlar í hús í vetur Skúli Gunnsteinsson þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni á liðnum vetri. Þar sem ekki er langt um liðið frá heldur dramatískum leikjum í handboltanum lá best við að spyrja Skúla hvort hann væri búinn að jafna sig. Að sjálfsögðu var hann búinn að því þó hann viðurkenni að það hafa

verið hundfúlt að tapa fyrir Val í úrslitum Íslandsmótsins. „Það er alltaf erfitt að kyngja tapi þegar maður heldur að maður geti unnið. Þegar ég horfir yfir veturinn þá finnst mér að við höfum skilað góðu verki. Stelpurnar eru búnar að vinna frábæra vinnu og við búin að vinna tvo titla í vetur sem er bara frábært,” segir Skúli. Meiðsli settu heldur betur strik í reikninginn hjá Stjörnunni seinasta tímabil. Liðið missti tvo af sínum bestu mönnum, Rakel Dögg Bragadóttur og Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur, fyrirliða. Það stöðvaði þó ekki Stjörnunna sem náði að skína þrátt fyrir það. „Fyrir tveim mánuðum hefði ég ekki verið viss um það að við kæmumst einu sinni í úrslitaleikinn. Mér finnst tímabilið því hafa gengið alveg ótrúlega vel miðað við áföll.“ Skúli mun taka við af Gunnari Berg Viktorssyni og þjálfa karlalið Stjörnunnar á næsta tímabil eftir frábæran árangur með meistaraflokk kvenna. Sú breyting leggst vel í hann þó margt sé óljóst ennþá varðandi liðið sem hann segir spennandi og efnilegt. „Það er alveg ljóst að Stjarnan er aftur komin á stóra kortið. Strákarnir komnir upp um deild og stelpurnar í fremstu röð þannig að handboltinn er að rísa í Garðabæ. Við erum með mikinn metnað fyrir starfinu og ætlum að setja þvílíkan kraft í þetta og

koma karlaliðinu á meðal þeirra bestu.“

Sterk umgjörð um handboltann Talið berst að umgjörðinni í Garðabæ og baklandi handboltans. Hana segir Skúli vera stórgóða og minnir á það að handboltinn hafi fyrir nokkrum árum átt mjög erfitt og meira að segja átti að leggja kvennaliðið niður árið 2011. Það hefur heldur betur snúist við. „Það er margt gríðarlega öflugt fólk búið að koma að þessu og á hrós skilið. Í dag er kominn stór hópur af flottu fólki sem búið er að vinna mikla sjálfboðavinnu fyrir boltann og það er farið að skila sér í starfinu og inni á vellinum,” segir hann. „Starfið er mjög skemmtilegt og ég reyni að sinna því af öllu hjarta. Mig langar að skila gríðarlegu þakklæti til Garðbæinga. Stuðningur við handboltann er að vaxa og ég vil undirstrika þakklæti mitt. Mér finnst líka samhugur Stjörnumanna og samstarf milli deilda og áhorfenda sem fylgja Stjörnunni sama hver er að spila ótrúlega sterkt afl í þessu. Það er gríðarlega sterk umgörð hér og fer vaxandi og ég er bara gríðarlega þakklátur fyrir það. Þetta starf verður aldrei neitt nema fólkið í bænum sé ánægt og sé að styðja okkur,” segir Skúli.


Með Borgun getur þú rekið vefverslun með einföldum og öruggum hætti

Það eru til ótal gerðir af greiðslukortum og margir greiðslumátar. Borgun býður upp á sérsniðnar lausnir sem gera þér kleift að taka við greiðslum á netinu með einföldum og öruggum hætti.


Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | Sími 5 6 0 16 0 0 | w w w.b orgun .is


Lyftingadeild Yngsta deild Stjörnunnar telur 30 virka meðlimi. Kraftlyftingafélag Garðabæjar gekk í Stjörnuna árið 2012 og má segja að árið hafi verið tekið með trompi. Liðsmenn deildarinnar unnu fjögur gull, þrjú silfur, tvo bikar- og tvo Íslandsmeistaratitla. Auk fjölda Íslandsmeta keppti Dagfinnur Ari Normann á Norðurlandamóti unglinga og hreppti þriðja sætið.

Nafn: Kolfinna Þórisdóttir Aldur: 19 ára

Sterkasta deild Stjörnunnar

Íþróttagrein: Kraftlyftingar

Alexander Ingi Olsen, einn af stofnendum kraftlyftingadeildar Stjörnunnar, er að vonum ákaflega ánægður með frammistöðu hópsins enda búið að ganga vel í vetur. „Við tökum þátt í öllum helstu Íslands- og bikarmeistaramótum og iðulega kemur einhver heim með verðlaunapening,” segir Alexander Ingi og bætir við að andrúmsloftið innan félagsins sé frábært og það skipi stóran þátt í góðri velgengni. „Við erum reglulega með grillveislur þar sem við hittumst, grillum og höfum gaman. Þá er einnig mikil sundmenning hjá okkur innan hópsins. Það liggur við að liðsmenn eyði meiri tíma í pottinum en að lyfta, en það er nauðsynlegt inn á milli að hvíla lúna vöðva. Þetta er þéttur hópur.“ Þá segist Alexander Ingi vera gífurlega stoltur af Dagfinni Ara Normann sem undir formerkjum Stjörnunnar heldur út á HM mótið í kraftlyftingum nú í júní, sem að þessu sinni verður haldið í Suður Afríku, „Dagfinnur er búinn að vera með okkur frá byrjun. Hann er ofboðslega duglegur og kraftmikill strákur sem hefur verið að keppa við bestu menn í heimi,” segir Alexander og bendir á að þarna sé rísandi vonarstjarna á ferð.

Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Ég var í keppnishópi í tromp-fimleikum frá 2006 til 2008. Síðan kynntist ég Kraftlyftingafélaginu KFGH í fyrra og byrjaði að æfa með þeim eftir að hafa verið að æfa í Sporthúsinu.  Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni er klárlega félagsskapurinn og andrúmsloftið. Þetta eru ekkert annað en snillingar sem maður hefur verið í kringum.  Hvað finnst þér að mætti betur fara: Salurinn okkar niðri er nú orðinn frekar slappur og er líka pínulítill. Þetta er það eina sem ég get kvartað yfir. Maður hefur þó heyrt að það eigi að fara taka allt í gegn ásamt sundlauginni. Þá verður vonandi gerður stærri og betri salur.

Sívaxandi áhugi á kraftlyftingum Aðspurður um starf vetrarins segist Alexander Ingi vera einstaklega ánægður með aukinn áhuga stúlkna á kraftlyftingum. Sífellt fleiri stúlkur skrái sig í félagið og séu þær mjög öflugar. „Þetta virðist vera vaxandi sport meðal stelpnanna og verður vonandi bara meira í framtíðinni,” segir hann. Er framtíðina ber á góma segir Alexander Ingi ýmsar hugmyndir vera á döfinni. Ólympískar lyftingar séu þar efst á dagskrá, en til þess þurfi bætta aðstöðu, ekki sé hægt að lyfta af alvöru nema réttu lóðin og nægt pláss sé til staðar. „Lyftingaaðstaða er forsenda fyrir öflugu starfi. Okkur langar til þess að keppa í ólympískum lyftingum og þá þarf að henda lóðum upp fyrir haus. Það er hinsvegar ekki í boði í salnum sem við erum í núna og okkur vantar því betri aðstöðu, bæði í fermetrum og lofthæð.“ Stefnan er að bjóða upp á fjölbreyttari og skipulagðari æfingar, en hingað til hefur öll þjálfun verið í sjálfboðaliðastarfi og iðkendur verið dulegir að hjálpa hvor öðrum. Alexander Ingi segir að nú vilji félagið færa út kvíarnar og líta þá til yngra fólks í öðrum deildum. „Þegar unglingar flosna upp úr öðrum deildum og íþróttum eiga þeir til að leita til

líkamsræktastöðva. Þar er allur gangur á því hvernig þjálfun er hagað, en að mínu mati vantar svar frá íþróttahreyfingunni. Í mínum huga gæti kraftlyftingadeildin komið þar sterk inn og boðið þessum krökkum að koma og læra undirstöðuatriðin í lyftingum; hreyfifærnina og grunntæknina,” segir Alexander Ingi og leggur áherslu á að ekki sé meiningin að ýta ungum krökkum út í kraftlyftingar. „Við viljum heldur bjóða þeim upp á mikilvæga þjálfun í grunntækni lyftinga og á sama tíma veita krökkum sem flosna upp úr öðru starfi mikilvægt aðhald,” segir hann. Ljóst er að framtíð kraftlyftingafélags er björt. „Við vonumst til að halda áfram góðu og virku samstarfi við aðrar deildir Stjörnunnar,” segir Alexander Ingi og hvetur að lokum stelpur til að vera óhræddar og skrá sig til leiks.

Ásgarður | 16

Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Það mun vera Bikarmótið síðastliðinn nóvember þegar ég setti 15 ný Íslandsmet ásamt því að fá viðurkenningu frá Garðabæ fyrir framúrskarandi árangur. Ertu ánægð með veturinn: Ég er rosalega ánægð með veturinn þar sem ég keppti á mínu fyrsta móti í kraftlyftingum fyrir Stjörnuna og fékk viðurkenningu sem ég var yfir mig ánægð með! Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Það sem er framundan hjá mér er næsta Bikarmót sem verður væntanlega haldið á Ísafirði í haust. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Ég vil sjá stelpur bætast í hópinn okkar hjá KFGH. Hingað til hef ég verið eina stelpan sem hefur keppt fyrir hönd Stjörnunnar í kraftlyftingum og ég vil sjá breytingar á því! Koma svo stelpur!


ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Knattspyrnudeild Árið 2013 voru þátttakendur í starfi knattspyrnudeildar 650 talsins í 14 flokkum af báðum kynjum. Elstu flokkarnir hafa aldrei verið jafn fjölmennir og ber það vott um þann góða árangur sem náðst hefur í starfi yngri flokkanna. Í dag fer starfið fram á mismunandi æfingasvæðum innan bæjarins. Knatthús á Ásgarðssvæðinu telja menn geta fjölgað iðkendum, bætt þjálfun og þjónustu deildarinnar og því ljóst að um risastórt hagsmunamál fyrir deildina er að ræða. Nafn: Veigar Páll Gunnarsson Aldur: 34 ára Íþróttagrein: Fótbolti Staða: Framherji Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Var hjá Stjörnunni frá 6 - 20 ára og snéri aftur til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2013. Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Það er alltaf skemmtilegast að spila fyrir uppeldisfélagið sitt og svo er það umgjörðin og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir (Silfurskeiðin) sem gerir þetta félag alveg einstakt.

Meistaraflokkur kvenna átti sitt besta keppnistímabil hingað til. Þær urðu bæði Íslands- og Borgunarbikarmeistarar og náðu þeim stórmerka árangri að vinna alla leiki sína í Pepsideild kvenna en það hefur engu liði tekist áður. Karlaliðið sló stigamet með 43 stigum, hafnaði í 3. sæti í Pepsí deildinni og vann þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Annað árið í röð komst Stjarnan í úrslitaleik í Borgunarbikarnum og er sá árlegi viðburður orðinn mjög streituvaldandi meðal Garðbæinga. Ekki er heldur annað hægt en að minnast á Silfurskeiðina. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru ómetanlegir og ljóst er að þeir eru gífurlegur styrkur sem önnur lið geta öfundað okkur af.

Spennandi tímar framundan Rúnar Páll Sigmundsson tók við meistaraflokki karla af Loga Ólafssyni eftir síðasta tímabil. „Hópurinn samanstendur af stórum kjarna stráka sem ólust upp í Stjörnunni og við höfum mikið af ungum strákum sem fá tækifæri. Við erum mjög ánægðir með þennan hóp en auk hans höfum við 4 Dani og einn leikmann frá El Salvador,,” segir Rúnar Páll og bætir við að hópurinn í ár sé góður og tilhlökkun fyrir tímabilið og Evrópukeppnina, sem Stjarnan tekur nú í fyrsta skipti þátt í, vera mikla. Mikill uppgangur er í fótboltanum, árangur Stjörnunnar hefur verið betri með hverju ári og vonandi heldur það áfram. Það er ekki hægt að

sleppa Rúnari Páli án þess að spyrjast fyrir um aðbúnað Stjörnunnar og hvernig tilfinning það er að standa allt í einu í brúnni. Hann segir það hafa verið frábært að vinna með Loga Ólafssyni en hann er gríðarlega stoltur að fá að leiða liðið áfram á þeirri góðu braut sem það er á. „Stjarnan er topp klúbbur og aðbúnaður fyrir leikmenn og þjálfara er til fyrirmyndar. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur en við erum bara mjög sáttir. Kannski mætti íhuga betri búningaherbergi fyrir meistaraflokkana en þetta er allt mjög gott og til fyrirmyndar,,” segir hann. Eigum við að ekki bara að segja að klefarnir verða teknir i gegn ef vel gengur í Evrópukeppninni í sumar? „Eigum við ekki bara að vona það,,” segir Rúnar Páll og skellir upp úr. „Annars vonast ég eftir góðum stuðningi frá Garðbæingum og Stjörnumönnum í sumar og hlakka til að sjá þá á vellinum.“

Blað verður brotið í sögunni og titlinum haldið Við heyrðum í Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara meistaraflokks kvenna, og ræddum stuttlega við hann um sumarið og væntingar til liðsins sem náði ótrúlegum árangri í fyrra. Ólafur Þór segir tímabilið í fyrra hafa verið einstakt. „Það eru 16 ár síðan eitthvað lið vann með fullt hús stiga. Það gerist bara einstaka sinnum. Að sjálfsögðu

Ásgarður | 18

Hvað finnst þér að mætti betur fara: Það er ekkert sem að mér dettur í hug annað en að uppfylla draum allra knattspyrnuiðkenda hér í Garðabæ og byggja eitt stykki knattspyrnuhús. Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Stærsta stund mín hjá Stjörnunni var í fyrra þegar við náðum að tryggja okkur þriðja sæti í deildinni sem gaf okkur einnig sæti í Evrópukeppninni. Ertu ánægður með veturinn: Veturinn hefur verið virkilega góður hjá Stjörnunni, við urðum Fótbolti.net meistarar og komumst í undanúrslit í Lengjubikarnum. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Markmiðin hjá okkur fyrir sumarið eru að reyna að gera betur en síðasta sumar. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Vill bara þakka fyrir ótrúlegan stuðning sem félaginu hefur verið sýndur á síðustu árum og vona að þessi stuðningur verði okkar einkennismerki til framtíðar.


viljum við halda þessum titli, en ljóst er að við gerum það ekki með fullt hús og þetta verður erfiðara tímabil. En stefnan er klár, við ætlum að taka titilinn,,” segir hann. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili, en Ólafur Þór segir hópinn ekkert síðri en í fyrra. „Þetta er skemmtilegur hópur og góðir leikmenn, tilbúnir að fórna miklu til að ná árangri þannig að það er mjög skemmtilegt að vinna með þeim. Umgjörðin í kringum liðið og aðstaðan er fín. Það vantar að vísu knatthöllina til að æfa inni á veturnar en aðstaðan að öðru leyti er til fyrirmyndar,,” segir hann. Það verður ekki minnst á það nógu oft að gríðarlega mikilvægt er að hafa góðan stuðning bæjarbúa og að áhorfendastúkan sé pakkfull og sendi jákvæða strauma inn á völlinn til leikmanna. „Við viljum hvetja fólk til að mæta á völlinn og horfa á liðið spila. Styðja við sitt félag. Stefnan er sett á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabæ. Það hefur ekki tekist áður þannig að við ætlum að reyna brjóta blað í sögunni og halda titlinum,,” segir Ólafur Þór.

og bætir við að áhuginn fyrir íþróttinni sé mikill í bænum og þegar hann samtvinnast góðu gengi meistaraflokkanna skapast andrúmsloft sem gerir starfið gífurlega skemmtilegt. Starf foreldra og hjálpsemi þeirra við félagið hefur verið mikill fengur og segir Valgeir að dugnaður þeirra og frumkvæði hafi orðið grunnurinn að risastóru móti yngri flokkana, Stjörnumóti TM þar sem um 2000 iðkendur sóttu bæinn heim yfir tvær helgar. „Það mót var algjörlega unnið af foreldrum, krafðist meiriháttar skipulags og er einungis eitt dæmi um hvað þátttaka foreldra getur skipt miklu máli í starfinu,,” segir hann.

Lofar skemmtilegu fótboltasumri Sumarið leggst vel í Valgeir sem segir það hafa alla burði til að verða eitt alskemmtilegasta knattspyrnusumarið í

Dugnaður foreldra ómissandi Valgeir Sigurðsson er formaður barnaog unglingaráðs knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Við heyrðum í Valgeiri og spurðum hann út í starfið. Stjarnan býr svo vel að hafa yfir að ráða mjög öflugum þjálfurum en það ásamt öflugu foreldrastarfi virðist vera lykillinn að öflugu starfi. „Foreldrarnir taka að sér ótrúlegustu verk, létta undir og gera okkur þannig kleyft að sækja fram. Svo er skipulagið í starfinu frábært og það skapar þennan góða árangur Stjörnunnar,,” segir Valgeir

Ásgarður | 19

sögu Stjörnunnar. Aldrei hafi jafnmargir iðkendur verið í yngri flokkunum og því verði fjölmennt á Íslandsmóti. Að sögn Valgeirs eru krakkarnir búnir að æfa vel í vetur og koma því vel undirbúnir til leiks í sumar. „Rannsóknir hafa sýnt að það að stunda íþróttir í skipulögðu starfi, hefur meira forvarnargildi en það eitt og sér að stunda sjálfa íþróttina. Ég held það sé óumdeilt að félag eins og Stjarnan skiptir miklu máli hvað það varðar, ekki síst þar sem hér er kröftugt foreldrastarf og mikið um samskipti innan félagsins. Ég tel það skipta miklu máli hvað varðar forvarnir. Stækkun í knattspyrnudeildinni er að miklu leyti til vegna þess að það eru sárafáir krakkar sem hætta og það er mikil breyting frá því sem var. Unglingar voru að hætta í 3. og 4. flokki en nú virðast krakkarnir haldast lengur í starfinu og það skiptir miklu máli. Ég hef því fulla trú á að sumarið í ár verði eitt það allra skemmtilegasta í sögu félagsins,,” segir Valgeir.


Sunddeild Alls stunda 140 einstaklingar skipulagðar æfingar með hópum sunddeildarinnar. Auk þess eru fjölmargir sem sækja námskeið í vatnsleikfimi og ungbarnasundi. Æfingar og námskeið fara fram í fjórum sundlaugum í Garðabæ og á Álftanesi og eru námskeiðin vel sótt og tryggja börnum góðan grunn í sundinu.

Nafn: Arna María Ormsdóttir Aldur: 16 ára Íþróttagrein: Sund Fjöldi ára hjá Stjörnunni: Samtals 6 og hálft ár. Hvað er það besta við að æfa og keppa með Stjörnunni: Það besta við að æfa með Stjörnunni er m.a. félagsskapurinn, þjálfararnir, útiveran og síðast en ekki síst er nálægðin við heimilið. Aldrei langt að fara á æfingar.

Tvö sundmót eða sýningar voru haldin á hvorri önn í Mýrinni í yngra starfinu og því nóg um að vera. Eldri iðkendur sunddeildarinnar fóru á flest mót sem í boði var að fara á og nokkrir sundmenn komust á verðlaunapalla í hinum ýmsu greinum. Sunddeildin stækkar ár frá ári en auk þess að þjálfa og hlúa að afreksfólki í greininni reynir deildin að efla sundiðkun almennings. Bætt aðstaða hefur veitt deildinni mikinn styrk og mikilvægt er að halda áfram þeirri uppbyggingu.

Góður andi og ástundun í sundinu Friðbjörn Pálsson, yfirþjálfari sunddeildar, hefur starfað hjá Stjörnunni í 12 ár og ber félaginu söguna vel. „Það má segja að kjörorð okkar í sunddeildinni sé sund fyrir alla – frá vöggu

til grafar. Við viljum fá sem flesta í sundið og það gerir deildina skemmtilegri að hafa breytt aldursbil,” segir hann. Segja má að sumarið verði annasamt hjá sunddeildinni en fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið fyrir börn frá 3 – 12 ára aldurs. „Það verða líklega um átta til fjórtán námskeið hjá okkur á hverjum degi í sumar. Þetta er því mjög veglegt hjá deildinni. Námskeiðin fyrir aldurshópin 5 – 7 ára eru alltaf mest sótt og svo er námskeið fyrir 3 – 4 ára alltaf vinsæl,” segir Friðbjörn.

Gróskuríkt starf Sundæfingar fara fram í öllum sundlaugum bæjarins og því er um mjög líflegt starf að ræða.

Hvað finnst þér að mætti betur fara: Einstaka sinnum á veturna, þegar veður er mjög slæmt, væri ég alveg til í að synda í innilaug. Það eru samt forréttindi að fá að æfa í útilaug. Hitastigið í lauginni getur líka stundum verið of hátt þannig að verulega óþægilegt er að synda. Stærstu stundirnar hjá Stjörnunni: Það hefur verið gaman að fara í æfingaferðir og á hin ýmsu mót. Við elstu krakkarnir erum einmitt að fara í æfingaferð til Spánar núna í byrjun júní. Ertu ánægð með veturinn: Já, ég er ánægð með veturinn og vona að sá næsti verði enn betri. Hver eru markmiðin fyrir komandi keppnistímabil: Ég ætla að ná sem flestum lágmörkum á Íslandsmeistaramót og það geri ég með því að vera dugleg að mæta á æfingar og taka vel á því. Eitthvað sem þú vilt bæta við: Áfram Stjarnan!

Jákvæðar horfur á fasteignamarkaði og hækkandi fasteignaverð Við bjóðum

fasteignaráðgjöf

þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga.

Hlökkum til að heyra frá þér.

Hannes í síma

Steindórsson

699 5008

hannes@remax.is

Þórey Ólafsdóttir 663 2300

í síma

thorey@remax.is


„Krakkarnir í sunddeildinni stóðu sig mjög vel í vetur. Þeir voru almennt mjög duglegir við að mæta á æfingar og það er góður andi í félaginu. Það sem skiptir lang mestu máli í starfinu hjá yngstu krökkunum er góður andi og góð ástundun. Þá getur maður ekki annað en verið sáttur,” segir Friðbjörn. Aðspurður segir Friðbjörn að almennt sé aðstaða til iðkunar mjög góð í Garðabæ. „Aðstaðan fyrir yngra starfið er mjög góð. Við erum með mjög flottar innilaugar sem mörg félög öfunda okkur af. Laugin í Ásgarði er þó barn síns tíma og er ekki nægilega góð ef byggja á upp afreksmannastarf,” segir hann.

Persónumiðuð sundkennsla Stefna sunddeildarinnar hefur verið sú að pressa ekki of mikið á krakkana. „Það hefur gert það að verkum að minna brottfall er hjá okkur en í félögunum í kringum okkur. Þetta gerist sérstaklega þegar krakkarnir komast á unglingsárin,” segir Friðbjörn og heldur áfram: „Við höfum frekar viljað ýta undir áhuga og reyna að sinna áhugasviði hvers og eins. Við sinnum þeim sem vilja feta afreksmannastefnuna. Meirihluti iðkendanna eru einfaldlega að synda vegna félagsskaparins, hreyfingarinnar sem það hefur í för með sér og til þess að taka persónulegum framförum. Sú stefna virðist vera að skila sér – það sést einfaldlega á fjölda iðkenda,” segir Friðbjörn.

Viðhaldsfríir gluggar, hurðir, sólskálar o.fl. Yfir 80 litir í boði.

Nánari upplýsingar á www.solskalar.is

Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur.


Vandaðu valið þegar þig vantar hópferðabíl Þungaflutningar – Verktakastarfsemi – Jarðvinna - Efnissala

Skeiðarás 4 210 Garðabæ S: 565-1460 / 892-1559

drattarbilar@drattarbilar.is www.drattarbilar.is

Þungaflutningar – Verktakastarfsemi – Jarðvinna - Efnissala

Skeiðarás 4 210 Garðabæ S: 565-1460 / 892-1559

drattarbilar@drattarbilar.is www.drattarbilar.is

Skeiðarás 4 210 Garðabæ

marino@grandtravel.is 892 1559 grandtravel.is


Sterkur leiðtogi fyrir öflugt bæjarfélag Horfst Í augu við

garðabæ

í framsókn Ný byggð og samgöngur Hönnunarsamkeppni um nýja 3-4000 íbúa byggð í garðaholti byggð komi til móts við þarfir allra aldurshópa Ný hverfi kláruð og full frágengin gatnamót Vífilsstaða- og Hafnarfjarðarvegar komist á samgönguáætlun

Íþrótta- og tómstundamál Hvatapeningar hækkaðir í 35.000 gagngert viðhald og endurbætur á sundlauginni í Ásgarði afreksstyrkir til íþróttamála hækkaðir fjölnota íþróttahúsi verði fundinn farsæll staður gervigrasvöllur settur við breiðumýri

Bestu skólarnir Stöndum vörð um að skólarnir okkar séu áfram þeir bestu Húsakostur, aðkoma og skólalóðir verði yfirfarnar börnunum okkar líði vel og einelti þrífist ekki aukin tenging skóla og tómstunda

Einar Karl Birgisson 1.sæti


Ný heimasíða Stjörnunnar

Samfélagsdagur Stjörnunnar

Frá því í janúar hefur verið unnið ötullega að nýrri heimasíðu fyrir Stjörnuna. Öflugt félag þarf öfluga viðveru á veraldarvefnum og gengur smíði nýju síðunnar vel. Hún er væntanleg í loftið föstudaginn 30. maí. Á síðunni verður hægt að nálgast allar fréttir frá deildum félagsins, dagskrá leikja og móta, æfingatöflur og upplýsingar um deildirnar. Síðan verður klárlega fyrsta stopp íþróttaunnenda bæjarins á netrúntinum.

Samfélagsdagur Stjörnunnar var haldinn með pomp og prakt laugardaginn 24. maí s.l. Rúmlega 100 manns mættu og létu til sín taka á starfssvæði Stjörnunnar, unnu virkilega þarft verkefni og tóku til í kringum svæðið okkar. Í lokin fengu allir grillaðar pylsur, safa og súkkulaði auk þess sem mikið fjör var í hoppukastölum og boltaþrautum. Stjarnan vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og gera daginn skemmtilegan og vel heppnaðan.

Sumarnámskeið Stjörnunnar Skráning iðkenda á sumarnámskeið Stjörnunnar hófst 16. maí. Fjöldi námskeiða er í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Námskeið eru í boði hjá flestum deildum en skráning er á vef Stjörnunnar – www. stjarnan.is Meðal þess sem er í boði er: • Íþróttaskóli Stjörnunnar • Knattspyrnuskólinn • Sumarnámskeið Körfuboltans • Fimleikaskóli • Sundnámskeið hjá Sunddeildinni • Blakskólinn

heimavörn securitas

miKLu meira en innBrOtavörn

Stjörnukaffi Stjarnan og Okkar Bakarí hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða upp á rjúkandi heitan kaffisopa og ljúffengt bakkelsi á fimmtudagsmorgnum í Stjörnuheimilinu fyrir alla sem vilja. Fyrsta Stjörnukaffið verður í byrjun júní og verður auglýst nánar síðar.

Innbrot

brUnI

vatnslekI

GaslekI

spennUvakt lyklaafhendInG


4200 ljós Verð frá 94.900 kr.

Ventura Lounge hægindastóll Verð frá 579.900 kr.

M-sófi Verð frá 229.900 kr.

Eclipse sófaborð Verð frá 29.900 kr.

Patchwork gólfmotta

Góð hönnun gerir heimilið betra

Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 85.900 kr.

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem

PIPAR \ TBWA

SÍA

stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr.

Lalinde sófaborð / Verð frá 44.900 kr.

TILBOÐ

Catifa 46 m/viðarfótum Tilboðsverð 44.900 kr.

HLÍÐASMÁRA 1

• 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Elephant ruggustóll / Verð frá 129.900,-kr.

Kastehelmi skál / Verð 3.790 kr.


Aðalfundur Stjörnunnar Aðalfundur Stjörnunnar fór fram 6. maí s.l. Án þess óeigingjarna starfs sem fjöldi sjálboðaliða inna af hendi fyrir félagið sitt væri Stjarnan ekki það íþróttafélag sem hún er í dag. Á aðalfundinum voru fjölmargir einstaklingar heiðraðir fyrir stuðning sinn og hjálpsemi í gegnum tíðina með því að vera sæmdir kopar- og silfurstjörnu Stjörnunnar. Páll Grétarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hlaut Gullstjörnuna fyrir frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið í fjölda ára. Stjarnan vill þakka honum kærlega fyrir öll þau verk sem hann hefur unnið fyrir félagið. Þeir Benedikt Sveinsson og Erling Ásgeirsson voru gerðir að heiðursfélögum Stjörnunnar en það er sjaldgæfur heiður sem einungis fimm aðilar hafa hlotið áður. Báðir hafa unnið gríðarlegt starf fyrir knattspyrnudeild Stjörnunnar í gegnum tíðina og stutt félagið dyggilega. Harpa Þorsteinsdóttir var valinn íþróttamaður Stjörnunnar 2013. Hún var lykilleikmaður í sigursælu knattspyrnuliði félagsins á síðasta ári. Þjálfari ársins var útnefndur Þorlákur Már Árnason og er hann fyrstur til að hljóta þessa nafnbót í þriðja sinn. Þá fékk knattspyrnudeild Stjörnunnar nafnbótina deild ársins 2013, enda náðu flokkar deildarinnar góðum árangri á árinu. Félagsmálaskjöld Stjörnunnar 2013 hlaut Sigrún Dan Róbertsdóttir sem um árabil hefur verið í forystu fimleikadeildar Stjörnunnar á miklum uppgangs- og álagstímum. Þá fengu Elín Birna Guðmundsdóttir og Ólafur Ágúst Gíslason sérstaka viðurkenningu fyrir áratuga forystu og uppbyggingu almenningsíþrótta hjá Stjörnunni. Starf sem byggt verður á um ókomna tíð. Á fundinum var aðalstjórn félagsins kjörin. Formaður er Jóhann Steinar Ingimundarsson. Stjórnarmenn eru Sigurður Bjarnason, Þorsteinn Þorbergsson, Viðar Erlingsson og Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir. Varastjórn skipa Victor Ingi Olsen og Ragnheiður Traustadóttir.


Pappír er ekki bara pappír KATRIN pappírinn færð þú í Besta, Grensásvegi • Katrin Plus – hágæða pappír fyrir heimili og sumarbústaði • Vistvænn fyrir rotþrær EasyFlush® frá KATRIN tryggir gæðin

BESTA – HREYFILSHÚSINU Grensásvegi 18 I 108 Reykjavík Sími: 510 0000 I www.besta.is

Tveir einstakir staðir: -Víkingaþorpið -Hlið Álftanesi

Víkingastræti 1-3 220 Hafnarfjörður Tel.: +354 565-1213 booking@vikingvillage.is www.vikingvillage.is

Valhöll

Hótel Víking

Fjörukráin

Hlið

Víkingahandverk - Skemmtanir flest kvöld - Víkingahátíð og aðrar hátíðir


MIÐBÆ GARÐABÆJAR Á Garðatorgi er fjölbreytt verslun og þjónusta Næg bílastæði, þar af 135 ókeypis stæði í nýjum, björtum bílakjallara BÆJARSKRIFSTOFUR

Þjónustuver opið mánudaga til miðvikudaga kl. 8-16, fimmtudaga kl. 8-18 og föstudaga kl. 8-14 Heilsugæsla Garðabæjar Bókasafn Garðabæjar Matvöruverslun Kvenfataverslanir Snyrtistofa Hárgreiðslustofur Gleraugnaverslun

Blómabúð Apótek Bankar Efnalaug

Hönnunarsafn Íslands Heilbrigðiseftirlit Fasteignasölur Læknar Tannlæknar Sálfræðingar Sjúkranudd

Ásgarður  

Blað UMF Stjörnunnar

Advertisement