Snæfell 2013

Page 26

Lið Austra ásamt þjálfaranum Jóhanni Valgeiri Davíðssyni fagnar sigri í stigakeppni Eskjumótsins í sundi á Sumarhátíð.

Sundráð

Austri stríðir Neista í stigakeppnunum Eftir áralanga yfirburði Neista í sundi á Austurlandi sóttu Eskfirðingar í sig veðrið og sigruðu í tveimur stigakeppnum af þremur. Frábær þátttaka hefur verið í sundstarfi innan UÍA á árinu. Íþróttir snúast ekki eingöngu um að ná árangri og vinna, heldur hefur félagslegi þátturinn mikil áhrif. Þetta upplifa foreldrar sterkt þegar þeir fylgjast með börnum sínum í íþróttum. Hópíþróttir virðast hafa félagslega yfirburði fram y fir einstaklingsíþróttirnar og hópþrýstingurinn hefur mikil áhrif, einkum þegar kemur að árekstrum milli íþróttagreina. Maður veltir því oft fyrir sér hvort breyta þurfi skipulagi einstaklingsgreinanna til að styrkja félagslega þáttinn. Í sundinu getur verið erfitt að eiga skemmtilegar samræður við félagana um leið og þarf að huga að því að halda sér á floti og anda ekki að sér vatni. Einnig er það svo að aðalæfingatíminn er á veturna og þá er best að vera á hreyfingu og hafa sem mest af líkamanum ofan í vatninu í útilauginni. Það er reyndar svo að þegar tekst að mynda góða umgjörð utan um einhverja ákveðna grein flykkjast krakkarnir í hana. Svo virðist sem þetta hafi tekist hjá Eskfirðingum því þar blómstrar sundstarfið og þeir sækja nú hart að Neista sem borið hefur höfuð og herðar yfir önnur lið á Austurlandi síðustu árin. Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í sjósundi á suðvesturhorninu og greinilegt að þar er eitthvað á ferð sem fólk sækir í. Hér er einnig farið að stunda svokölluð víðavangssund, og má þar nefna Urriða-

26 Snæfell

vatnssund og hluta af þríþrautarkeppninni Öxi þar sem synt er í Berufirði. Einnig er hópur á Seyðisfirði sem stundar sjósund. Fyrsta mót ársins á vegum sundráðs var meistaramótið sem haldið var á vordögum í Neskaupstað. Um 50 keppendur voru þar mættir til leiks. Austri vann stigabikarinn að þessu sinni og heimamenn í Þrótti voru í öðru sæti. Fyrir mótið hélt Brian Marshall, fyrrverandi landsliðsþjálfari, endurmenntunarnámskeið fyrir þjálfara sem var ágætlega sótt og mikil ánægja með. Brian fylgdist með fyrsta hluta mótsins og var þjálfurum og mótshöldurum innan handar, sem var bæði fræðandi og skemmtilegt. Sundmót Sumarhátíðar er síðasta mót fyrir sumarfrí og lokahnykkurinn á sundstarfinu hér á Austurlandi, en sundárið er frá september fram í júlí. Rúmlega 100 keppendur mættu til leiks og stóð mótið frá föstudegi til laugardags. Þar kom Austri með öflugan hóp til leiks og náði stigabikarnum af Neista sem hafði unnið hann undangengin fjögur ár. Fjöldi þátttakenda og samkeppni á milli félaga er vonandi merki um að sundið sé á uppleið hjá okkur hérna austan jökla. Misjafnt er hvenær deildirnar fara af stað með æfingar eftir sumarfrí. Í haust var til dæmis horfið frá því að halda haustmót, annað árið í röð. Vonum við sundfólk að tíðin verði okkur góð og við getum jafnvel skellt á móti í góðri suðvestanblíðu eftir áramótin. Í lok nóvember fór fram Bikarmótið á Djúpavogi, en þar er alltaf skemmtileg stemming sem snýst um liðsheildina.

Aðeins er keppt um stigabikar milli liða og engin einstaklingsverðlaun veitt, en yngstu keppendurnir fá þó þátttökuverðlaun. Á Djúpavogi er eina innilaugin sem keppt er í á mótum UÍA, enda gott að vera inni þegar þessi árstími er kominn. Að þessu sinni mættu um 100 keppendur til leiks sem er afar ánægjulegt. Neisti vann stigabikarinn eins og undanfarin ár. Í vor fóru þrír úr úrvalshópi UÍA til keppni á aldursmeistaramóti Íslands. Á því móti er keppt í aldursflokkum frá 12 til 15 ára. Óskar Hjartarson, sem hefur haft veg og vanda af afrekshópnum, fylgdi krökkunum á mótið. Keppendum gekk ágætlega og vonandi náum við að fjölga iðkendum og efla þátttöku okkar í mótum á landsvísu. Einnig fóru þrír keppendur á vormót Ármanns og gekk þeim vel. Bæði Neisti og Austri hafa haldið boðsmót á vormisseri síðustu ár og hefur það verið góð viðbót við sundstarfið. Fyrir hönd sundráðs vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að sundstarfinu hér á Austurlandi síðasta árið. Einnig vil ég þakka fráfarandi formanni sundráðs, Gunnari Jónssyni á Eskifirði, fyrir ötult starf síðustu ár en hann hefur stýrt sundstarfinu með dyggri hendi. Það er ekki hægt að kveðja án þess að hvetja alla Austfirðinga til að drífa sig í sund, hvort heldur er í sjó eða laug, því þetta er ein besta heilsurækt sem hægt er að stunda. f.h. sundráðs Ágúst Þór Margeirsson, formaður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.