Page 6

Meirihlutinn sofið á verðinum í húsnæðismálum Í framsæknu sveitarfélagi skiptir máli að staðið sé myndalega að uppbyggingu á nýju íbúðarhúsnæði. Þar gegna bæjaryfir­ völd lykilhlutverki með framboði lóða og þjónustu við fólkið. Svo virðist sem það hafi gleymst í Hafnarfirði og meirihlutinn sofið á verðinum. Hvergi er byggt minna á höfuð­ borgarsvæðinu en í Hafnarfirði. Tölurnar tala sínu máli um það. Aðeins 104 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði og langminnst á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma eru yfir 500 íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ, einnig í Garðabæ og Kópavogi. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði, einkum hjá eldra fólki sem vill minnka við sig, og hjá ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­ kvæmt þessum tölum er ljóst að fólkið leit­ ar frekar í önnur sveitarfélög eftir hentugu íbúðarhúsnæði. Í þessu ástandi er einnig erfitt að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk sem er í brýnni þörf og býr jafnvel enn í heimahúsum þrátt fyrir að vera komið á fertugsaldur eins og dæmi eru um.

Hæg uppbygging og framþróun Uppbyggingin í Skarðshlíðarhverfinu er hæg­ari en gert var ráð fyrir, þó að þar hafi verið tilbúnar lóðir frá árinu 2008 og sama má segja um þéttingu byggðar. Einnig hef­ ur biðin eftir flutningi háspennulínanna um Hamranes tekið allt of langan tíma, en þar er byggingarland sem búið er að sam­ þykkja aðalskipulag fyrir. Hér ber núverandi meirihluti stóra ábyrgð, setið aðgerðalítill á hliðarlínunni og haldið að allt gerist af sjálfu sér. Nú þarf að vakna og blása til sóknar, og stórefla framboð á lóðum til uppbyggingar. Samhliða auknu framboði á hagkvæmu íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning, þarf einnig að huga að upp­

bygginu innviða og þjónustu. Mikil þörf er á að halda áfram að fjölga hjúkrunarrým­ um, út­rýma biðlistum og byggja einnig upp þjónustu í nýjum hverfum bæjarins. Því mið­ur hafa Hafnfirðingar í bráðri þörf eftir hjúkrunarrýmum þurft að flytja búferlum út á land til að fá nauðsynlega hjúkrunar­ þjónustu og vera fjarri maka og ástvinum. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt áherslu á að í aðalskipulagi fyrir Hamranesið verði frátekin lóð fyrir hjúkrunarheimili og einnig að mikilvæg nærþjónusta eins og heilsu­ gæsla verði í boði í þessu stóra hverfi sem vonandi mun byggjast þar upp.

Samráð við íbúa mikilvægt Skipulag, umhverfi og ásýnd bæjarins skipt­ ir okkur máli, enda er bærinn í hrauninu þekktur fyrir einstæða fegurð, þar sem nýi og gamli tíminn mætast, höfnin, byggðin og atvinnulífið. Það er mikilvægt að v ­ ernda þá einstæðu bæjarmynd í náinni sam­vinnu við bæjarbúa og láta ekki glepjast af skamm­ tímahagsmunum og fjárgróða. Það var miður að núverandi meirihluti skyldi fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar­ innar og hafði þar með að engu gott samstarf við íbúana og aðra hagsmunaðila, sem sátt og samstaða ríkti um. Nú er verið að vinna að endurskoðun á deiluskipulagi miðbæjarins, Flensborgar­ hafnar og áformum um þéttingu byggðar í Hafnarfirði. Samfylkingin í Hafnarfirði legg­ur áherslu á náið samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila um uppbyggingu og skipulag bæjarins. Stefán Már Gunnlaugsson fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði

Íbúðabyggingar – Hafnarfjörður rekur lestina Falleinkunn Sjálfstæðisflokksins Í skýrslu Samtaka Iðnaðarins í síðasta mánuði kemur fram að Hafnarfjörður rekur lestina þegar kemur að íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Flestir bjuggust við að ástandið hefði eitthvað skánað frá síðustu talningu en það er öðru nær því staðan hef­ur ekkert gert nema að versnað í Hafnarfirði. Í mars fyrir ári síðan voru 150 íbúðir í byggingu og 122 í sept­ember sl. en nú eru einungis 104 íbúðir í bygg­ingu í Hafnarfirði. Undir forystu Sjálfstæðis­manna hefur Hafnarfjörður dregist enn frekar aftur úr nágranna­sveit­ar­félögunum þegar kemur að framboði á íbúð­um fyrir fólk á erfiðum húsnæðismarkaði. Þessi vand­ræðagangur Sjálfstæðisflokksins veldur því að ungt fólk á erfitt með finna sína fyrstu íbúð, hrekst í nágrannasveitarfélögin og eldra fólk sem vill minnka við sig á erfitt með að finna húsnæði við hæfi í bæn­um. Í húsnæðismálum fá Sjálfstæðisflokkurinn og fylgifiskar hans í bæjarstjórn falleinkunn. Fjöldi íbúða í byggingu eftir sveitarfélögum

Heimild: Samtök Iðnaðarins

6

Heimild: Samtök Iðnaðarins

Profile for Ulfar Danielsson

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Profile for ulfardan
Advertisement