Page 5

Af félagsstarfinu Starf félagsins hefur verið blómlegt í vetur. Bæjarmálaráð hefur fundað reglulega og haldnir hafa verið fjölmargir félagsfund­ ir og nokkrir fundir í samstarfi við önnur Sam­fylkingarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Leitast hefur verið við að fá góða gesti, jafnt innan flokks sem utan. Guðmundur Andri Thorsson, þingmað­ ur kjör­dæmisins, hefur verið tíður gestur á fund­um okkar og í upphafi árs var boðað til sérstaks spjallfundar með honum þar sem farið var yfir helstu mál af vettvangi Alþingis. Samfylkingarfélögin í Suðvesturkjördæmi buðu í vöfflukaffi og samtal um stjórnarskrá Íslands á Strandgötunni í október þar sem Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona og ­Þór­arinn Snorri Sigurgeirsson, ritari flokks­ ins, fóru yfir sögu stjórnarskrárinnar, stöð­ una í dag og framtíðarhorfur. Fræðsluerindin sem félagið hefur staðið fyrir hafa vakið athygli og verið fjölsótt. Árni Múli Jónasson, framkvæmdarstjóri Þroska­ hjálpar, reið á vaðið og hélt afar áhugavert erindi sl. haust um mannréttindi fatlaðs fólks og skyldur sveitarfélaga, og ljóst að mikið verk er óunnið í þeim málaflokki. Í nóvember var blásið til fundar um húsnæðismál þar sem Björn Traustason, framkvæmdarstjóri Bjargs, fór yfir starfsemi félagsins og gerði grein fyrir þeim verk­efn­ um sem félagið vinnur að. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar­innar, fór yfir helstu áskoranir og verkefni ríkis­ valdsins í húsnæðismálum og gerði grein fyrir áherslum þingflokks Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði frá helstu áhersl­ um borgarinnar í málaflokknum. Fjölsóttur fundur var haldinn í byrj­un febrúar þar sem boðið var til samtals um laxeldi í sjókvíum. Til að ræða ólík sjón­ar­ mið mættu þeir Sigurður Pétursson, fram­ kvæmdar­stjóri hjá Arctic Fish og Jón Kaldal frá Icelandic Wildlife Fund. Áhuga­verður fundur og ljóst að sitt sýndist hverjum.

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur, var einnig gestur okkar í febrúar. Hann kynnti skýrslu Eflingar-stéttarfélags um sanngjarna dreifingu skattbyrðar og fjallaði um hug­ myndir sínar og Stefáns Ólafssonar, pró­­ fessors í félagsfræðum við Háskóla Íslands um það hvernig leiðrétta megi stóru skatta­ tilfærsluna án þess að veikja velferðarkerfið. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttaraðarinnar „Hvað höfum við gert?“ var gestur fundar sem hald­ inn var sameiginlega af Samfylkingarfélög­ unum í Hafnarfirði og Kópavogi nú í vor um aðsteðjandi loftslagsvanda og ábyrgð nærsamfélagsins. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og það gerði erindi Sævars Helga einnig. Þá hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson, einnig boðið til samtals um bæjarmálin. Í desember var haldinn jólafundur þar sem boðið var upp á smákökur og rithöf­ undar lásu upp úr verkum sínum, þeirra á meðal mæðgurnar Eygló Jónsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir, fyrrum varabæjarfulltrúi. Þá hafa félagar í 60+ einnig haldið uppi öfl­ugu starfi. Þar er fundað vikulega á fimmtu­dagsmorgnum og hafa gestir verið fjöl­margir og ýmis mál reifuð yfir kaffibolla og bakkelsi. Að venju mun félagið standa fyrir vöfflu­ kaffi þann 1. maí í sal félagsins að Strand­ götu 43. Þangað bjóðum við alla velkomna til að fagna baráttudegi verkafólks. Jón Grétar Þórsson, formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Myndir úr starfinu

5

Profile for Ulfar Danielsson

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Profile for ulfardan
Advertisement