Page 3

Skuldir Hafnarfjarðar aukast Undanfarin ár hafa ytri aðstæður verið hag­ felldar og rekstur bæjarins farið ­batn­andi. Nú bendir hins vegar margt til þess að mögulega sjái fyrir endann á þeirri upp­ sveiflu sem við höfum verið í síðastliðin ár. Það er miður að Hafnarfjarðarkaupstaður undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokks hafi ekki nýtt hagsveiflu síðustu ára til meiri upp­ byggingar en raun ber vitni.

Þrekvirki í endurreisn á árunum eftir hrun Á árunum eftir hrun vann þáverandi meiri­ hluti Samfylkingar og síðar í samstarfi við Vinstri græna mikið þrekvirki í að endurreisa rekstur bæjarins. Í ársreikningum kemur skýrt fram að stóri viðsnúningurinn varð á árunum 2011-2013. Við meirihlutaskiptin 2014 og hagræðingaraðgerðir nýs meiri­hluta undir forystu Sjálfstæðisflokksins dalaði rekst­urinn hins vegar og var ákveðnu lág­ marki náð árið 2015 þegar veltufé frá r­ ekstri var á svipuðum stað og fyrstu árin eftir hrun. Með aukinni hagsæld hefur rekstur sveitar­ félagsins hins vegar farið batnandi frá árinu

2016, hér í Hafnarfirði líkt og annars staðar á landinu.

Skuldir að aukast Margt bendir þó til að uppsveiflan hafi nú náð hámarki. Það þarf því að halda vel utan um fjárhaginn. Það er áhyggjuefni hversu miklar fjárfestingar núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hefur ráðist í, ekki síst í verkefnum sem ekki teljast lögbundin. Ársreikningur fyrir árið 2018 sýnir að skuldir eru að aukast. Meginástæða þess að rekstrarniðurstaðan er góð er sú að skatttekjur hafa aukist m.a. vegna meiri útsvarstekna og hærri fram­ laga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hlutfall skulda hækkar hins vegar á milli ára vegna aukinnar lántöku. Þannig hækka heildar­ skuldir og skuldbindingar um 4,8 milljarða og veltufé frá rekstri minnkar á milli ára.

Lóðasala dræm og lítil uppbygging Gert hafði verið ráð fyrir að tekjur af lóðasölu yrðu töluverðar en ekki hefur gengið nógu

vel að koma uppbyggingu af stað í Skarðs­ hlíð, m.a. vegna erfiðra skipulagsskil­mála. Önnur hverfi eru enn á teikniborðinu. Hafn­ ar­fjörður situr því enn eftir hvað varðar íbúðauppbyggingu þrátt fyrir að heilt hverfi hafi verið tilbúið til úthlutunar í um áratug. Þá hefur lítið sést til áætlaðra þéttingar­ verkefna sem sum hver hafa tafist vegna kæruferla. Fyrir réttu ári sýndu talningar frá Sam­ tökum Iðnaðarins að Hafnarfjörður væri eftir­bátur margra nágranna­sveitar­­félag­­anna þegar kemur að íbúðauppbyggingu og ­nýj­ar töl­ur sýna að staðan hefur síst batnað. Í nýútkominni skýrslu kemur fram að 150 íbúðir hafi verið í byggingu í bæjarfélaginu í mars í fyrra en nú séu þær einungis 104 og að verulega hafi dregið úr vexti í Hafnarfirði frá árinu 2016, öfugt við önnur sveitarfélög.

Forgangsröðun og lögbundin verkefni sveitarfélaga Í því efnahagsástandi sem ríkt hefur síðustu misseri höfum við gagnrýnt forgangsröðun verkefna og teljum góðærið ekki hafa v ­ erið

nýtt nægilega vel til uppbyggingar. Sú for­ gangs­röðun sem birtist í fjárhags­áætlun ársins 2019 sýnir hugmyndafræðilegan mun á stefnu núverandi meirihluta og okkar jafn­ aðar­fólks. Sá munur birtist m.a. í skatta­ lækkunum sem koma þeim best sem hæstar tekjurnar hafa, á meðan við hefðum viljað sjá meiru varið í innviðaupp­byggingu og eflingu á grunnþjónustunni. Því má ekki gleyma að sveitarfélagið hefur ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna og mikil­ vægt er að þeim skyldum sé sinnt áður en farið er í fjárfrekar framkvæmdir á öðrum vettvangi. Á baráttudegi verkafólks er ágætt að minna á skyldur sveitarfélagsins gagnvart íbúum, ekki síst þeim sem þurfa aðstoðar við. Við viljum samfélag sem tryggir íbúun­ um velferð og leggur áherslu á jafnan rétt allra til mannsæmandi lífs. Ég sendi bæjarbúum góðar kveðjur í til­ efni af baráttudegi verkafólks. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylk­ingarinnar í Hafnarfirði 3

Profile for Ulfar Danielsson

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Profile for ulfardan
Advertisement