__MAIN_TEXT__

Page 1

Bls. 3

Skuldir aukast

Bls. 4

Þörf á aðgerðum í umhverfismálum

Bls. 4

Minni álögur á barnafjölskyldur

Samfylkingin

Bærinn okkar

Bls. 5

Fréttir af félagsstarfinu

Bls. 6

Fáar íbúðir í byggingu í Hafnarfirði

Bls. 7

Fjölskylduráð og biðlistarnir

Samfylkingin í Hafnarfirði óskar launafólki til hamingju með 1. maí.


Blaðið bauð stærsta verkalýðsfélaginu í bænum að birta stuttan pistil í tilefni dagsins.

Þér er boðið á samstöðutónleika Til hamingju með daginn góðir lesendur. Því er stundum haldið fram að það sé ekki lengur þörf fyrir baráttu verkalýðs­hreyfingar­ innar. Ekkert er fjær lagi. Næstum því á hverjum einasta degi koma mál til kasta starfs­fólks Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna þess að verið er að brjóta á rétti félaga okkar eða greiða þeim minna en vera ber. Stundum er þetta vegna athugunarleysis og er leiðrétt með einu símtali eða tölvupósti, en því miður er það ekki alltaf svo gott. Það kemur alltof oft fyrir að beita þarf fullum þunga til þess að koma hlutunum í rétt horf. Í því sambandi nægir að benda á öll dæmin um meðferð sumra atvinnurekenda á félögum okkar af erlendum uppruna. En starf verkalýðshreyfingarinnar snýst ekki einungis um að vera til staðar þegar eitthvað bjátar á. Fjölmörg þeirra réttinda sem vinnandi fólki þykja sjálfsögð í dag þurfti mikla bar­áttu og oft fórnir til að fá samþykkt. Það á við um samningsrétt, uppsagnarfrest, fæðingar­ orlof, vinnuvernd, orlofsrétt, lífeyrissjóði, almannatryggingar og ­margt fleira. Jafnrétti kynjanna hefur jafnan verið meðal mikilvægustu baráttumála verkalýðshreyfingar­ innar, svo og húsnæðismál og stytting vinnuvikunnar. Á síðustu árum hefur lenging fæðingarorlofs og fæðingarorlof karla verið meðal mikilvægustu viðfangsefna, sem og sjúkrasjóðir, fræðslusjóðir að ógleymdri starfsendurhæfingunni Virk. Ég fullyrði að ekkert af þessu hefði gengið eftir með þeim hætti sem raunin varð, nema með baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Ekkert af þessu verður samt í tómarúmi, ekkert gerist af sjálfu sér. Til þess að hægt sé að vinna sigra í málum eins og þeim sem hér hafa verið talin upp, þarf sterka verkalýðshreyfingu. Hún verður ekki sterk nema með virkri þátttöku og stuðningi félagsmanna. Þótt það gildi alltaf, þá hefur það sérstaka merkingu 1. maí. Í mínum huga er 1. maí einn mikilvægasti dagur ársins, einn mikilvægasti dagurinn í sögu samtímans hvorki meira né minna. Þetta er dagurinn þar sem við minnumst þess sem hefur áunnist og þéttum raðirnar fyrir átök framtíðarinnar. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Jöfnum kjörin! Undanfarin ár hefur verið óheillaþróun í átt til aukins ójöfnuðar í samfélaginu. Auðurinn sem hefur orðið til með vinnu launafólks hefur í auknum mæli safnast á færri hendur. Þessu þarf að snúa við, enda hefur verið sýnt fram á að þar sem jöfnuður er mestur, þar eru mestar framfarir og velsæld. Til að minna á daginn og gleðjast yfir því sem hefur áunnist, bjóða verkalýðsfélögin í bænum, Hlíf og STH til samstöðutónleika í Bæjarbíói 1. maí, þar sem fram koma Mugison, JóiP og Króli og GDRN. Öllum er boðið. Ég hvet þig til að mæta. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar

Myndir úr starfinu

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43. 864 4974 | Ábyrgðarmaður: Jón Grétar Þórsson | Ritstjóri: Árni Rúnar Þorvaldsson | Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir Myndir: Gunnar Þór Sigurjónsson/Davíð Már Bjarnason | Forsíðumynd: Benedikt Jónsson | Sími: 774 1341/ 846 0240 | Prentun Ísafold | Dreifing: Póstdreifing.


Skuldir Hafnarfjarðar aukast Undanfarin ár hafa ytri aðstæður verið hag­ felldar og rekstur bæjarins farið ­batn­andi. Nú bendir hins vegar margt til þess að mögulega sjái fyrir endann á þeirri upp­ sveiflu sem við höfum verið í síðastliðin ár. Það er miður að Hafnarfjarðarkaupstaður undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokks hafi ekki nýtt hagsveiflu síðustu ára til meiri upp­ byggingar en raun ber vitni.

Þrekvirki í endurreisn á árunum eftir hrun Á árunum eftir hrun vann þáverandi meiri­ hluti Samfylkingar og síðar í samstarfi við Vinstri græna mikið þrekvirki í að endurreisa rekstur bæjarins. Í ársreikningum kemur skýrt fram að stóri viðsnúningurinn varð á árunum 2011-2013. Við meirihlutaskiptin 2014 og hagræðingaraðgerðir nýs meiri­hluta undir forystu Sjálfstæðisflokksins dalaði rekst­urinn hins vegar og var ákveðnu lág­ marki náð árið 2015 þegar veltufé frá r­ ekstri var á svipuðum stað og fyrstu árin eftir hrun. Með aukinni hagsæld hefur rekstur sveitar­ félagsins hins vegar farið batnandi frá árinu

2016, hér í Hafnarfirði líkt og annars staðar á landinu.

Skuldir að aukast Margt bendir þó til að uppsveiflan hafi nú náð hámarki. Það þarf því að halda vel utan um fjárhaginn. Það er áhyggjuefni hversu miklar fjárfestingar núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hefur ráðist í, ekki síst í verkefnum sem ekki teljast lögbundin. Ársreikningur fyrir árið 2018 sýnir að skuldir eru að aukast. Meginástæða þess að rekstrarniðurstaðan er góð er sú að skatttekjur hafa aukist m.a. vegna meiri útsvarstekna og hærri fram­ laga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hlutfall skulda hækkar hins vegar á milli ára vegna aukinnar lántöku. Þannig hækka heildar­ skuldir og skuldbindingar um 4,8 milljarða og veltufé frá rekstri minnkar á milli ára.

Lóðasala dræm og lítil uppbygging Gert hafði verið ráð fyrir að tekjur af lóðasölu yrðu töluverðar en ekki hefur gengið nógu

vel að koma uppbyggingu af stað í Skarðs­ hlíð, m.a. vegna erfiðra skipulagsskil­mála. Önnur hverfi eru enn á teikniborðinu. Hafn­ ar­fjörður situr því enn eftir hvað varðar íbúðauppbyggingu þrátt fyrir að heilt hverfi hafi verið tilbúið til úthlutunar í um áratug. Þá hefur lítið sést til áætlaðra þéttingar­ verkefna sem sum hver hafa tafist vegna kæruferla. Fyrir réttu ári sýndu talningar frá Sam­ tökum Iðnaðarins að Hafnarfjörður væri eftir­bátur margra nágranna­sveitar­­félag­­anna þegar kemur að íbúðauppbyggingu og ­nýj­ar töl­ur sýna að staðan hefur síst batnað. Í nýútkominni skýrslu kemur fram að 150 íbúðir hafi verið í byggingu í bæjarfélaginu í mars í fyrra en nú séu þær einungis 104 og að verulega hafi dregið úr vexti í Hafnarfirði frá árinu 2016, öfugt við önnur sveitarfélög.

Forgangsröðun og lögbundin verkefni sveitarfélaga Í því efnahagsástandi sem ríkt hefur síðustu misseri höfum við gagnrýnt forgangsröðun verkefna og teljum góðærið ekki hafa v ­ erið

nýtt nægilega vel til uppbyggingar. Sú for­ gangs­röðun sem birtist í fjárhags­áætlun ársins 2019 sýnir hugmyndafræðilegan mun á stefnu núverandi meirihluta og okkar jafn­ aðar­fólks. Sá munur birtist m.a. í skatta­ lækkunum sem koma þeim best sem hæstar tekjurnar hafa, á meðan við hefðum viljað sjá meiru varið í innviðaupp­byggingu og eflingu á grunnþjónustunni. Því má ekki gleyma að sveitarfélagið hefur ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna og mikil­ vægt er að þeim skyldum sé sinnt áður en farið er í fjárfrekar framkvæmdir á öðrum vettvangi. Á baráttudegi verkafólks er ágætt að minna á skyldur sveitarfélagsins gagnvart íbúum, ekki síst þeim sem þurfa aðstoðar við. Við viljum samfélag sem tryggir íbúun­ um velferð og leggur áherslu á jafnan rétt allra til mannsæmandi lífs. Ég sendi bæjarbúum góðar kveðjur í til­ efni af baráttudegi verkafólks. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylk­ingarinnar í Hafnarfirði 3


Brýn úrlausnarefni í umhverfisog samgöngumálum Meðal þeirra mála sem eru hvað mikil­ væg­ust nú um stundir og eru á forr­æði um­hverfis- og framkvæmdarráðs eru mál tengd umhverfis- og samgöngumálum. Önn­ur mál hafa þó verið fyrirferðarmikil í ráðinu eins og bygging Skarðshlíðarskóla og hjúkrunarheimils við Sólvang. Einnig hafa mál tengd uppbyggingu íþróttamannvirkja tekið mikinn tíma og fé. En hér skal staldrað við fyrstnefndu málin. Því mjög brýnt er að forgangsraðað verði í þágu þeirra verkefna hér í bæjarfélaginu á næstu misserum.

Ábyrgð okkar og skylda að bregðast strax við í umhverfismálum Nýverið var umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar kynnt fyrir íbúum bæjarins. Stefnan er unnin af þverpólitísku teymi sem leitaði til fjölmargra fag- og fræði­manna við gerð hennar. Hluti af stefnunni er að­ gerðar­áætlun sem á að vera lifandi plagg sem verður endurskoðuð og uppfærð reglu­ lega. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og fram­ kvæmdarráði að umhverfismálin eru komin að einhverju marki til umræðu í ráðinu. Og ekki er vanþörf á þar sem verkefnin sem ­blasa við eru risavaxinn ekki síst þegar kem­ ur að loftslagsmálum. Þar er ábyrgð okkar mikil og við berum skyldu til að bregðast við með afgerandi hætti.

Forgangsröðun meirihluta bæjar­stjórnar ekki í þágu umhverfismála Til að ná markverðum árangri í nánustu framtíð verðum við að forgangsraða í út­ gjöldum bæjarins í þágu umhverfis­mála. Þess sjást þó ekki nægilega skýr merki í fjár­ hagsáætlun meirihlutans í ár. Það er vert að minna á að fjárhagsáætlun er stefnu­ áhersla meiri­hluta á hverjum tíma. Því mið­ ur er veru­leikinn sá að umhverfismál eru í reynd ekki í forgangi í bæjarfélaginu okkar af hálfu meirihluta bæjarstjórnar. Má í því sam­bandi nefna að ekkert fjármagn er sér­ staklega eyrna­merkt í fjárhagsáætlun í ár til að fylgja eftir umhverfis- og auðlinda­ stefnu bæjarins. Fulltrúar Samfylkingar í ráðinu munu beita sér fyrir því að efndir

fylgi orðum og forgangsraðað verði rækilega í þágu umhverfisins.

Aðgerðir í samgöngumálum í Hafnarfirði eru aðkallandi Aðgerðir í samgöngumálum í bænum sem eru aðkallandi tengjast allt í senn auknu öryggi vegfarenda, betra umferðarflæði og eru mikið umhverfismál. Nú er að hefjast tvöföldun á Reykjanesbraut frá Krýsuvíkur­ gatnamótunum að Kaldárselsvegi. Er þar um að ræða mikið öryggismál því þessi kafli er umferðarþyngsti 1+1 vegur á landinu og þar hafa orðið mörg alvarleg slys. Eins mun Ásvallabraut verða samgöngubót fyrir íbúa á Völlum, Skarðshlíð og í Hamranesi en fram­ kvæmdir munu hefjast þar á næsta ári. En óleystur er sá vandi sem glímt hefur verið við á Reykjanesbrautinni frá Hlíðar­ torgi að FH-torgi. Og engin augljós lausn er í sjónmáli eftir að Ofanbyggðarvegur var sleginn út af borðinu. Það er mikilvægt að við knýjum á um varanlega lausn í viðræð­ um okkar við ríkisvaldið því málið þolir litla bið. Efling almenningssamgangna er mikil­ vægt og brýnt verkefni sem einnig er mikið lýð­heilsu- og umhverfismál. Búið er að vinna breytingar á innbæjarakstri strætó. Með þeim breytingum verður kerfið gert not­enda­vænna en einnig er tíðnin aukin til muna. Eins er verið að vinna að mikilvæg­ um breytingum sem leiða til betri tenginga við austursvæði höfuðborgarinnar. Þessar breytingar taka vonandi gildi um næstu ára­mót. En einnig er brýnt að halda áfram uppbygginu göngu- og hjólastíga í bænum.

Borgarlína komin í framkvæmdarferli Búið er að ákveða að setja umtals­verða fjár­muni til þess að hefjast handa við und­ir­bún­ing og framkvæmdir við Borgar­ línu. Mun það fé koma bæði frá ríkinu og sveitar­félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdir við fyrstu ása Borgarlínu muni hefjast á árabilinu 2020 – 2024 og við þann hluta sem mun liggja til Hafnarfjarðar á árunum 2024 – 2028. Um verður að ræða byltingu í samgöngumál­

um á höfuð­borgarsvæðinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að setja umtalsvert fé til stofnvegakerfis­ins m.a. til að auka þar öryggi að ógleymdu talsverðu fé til uppbygging­ ar hjóla- og göngu­stíga. Þetta mun auka möguleika fólks á að tileinka sér umhverfis­ vænan og öruggan ferðamáta.

Ég vil, ég get og ég skal því hik er sama og tap Unga fólkið okkar streymir út á stræti og torg með einfaldan boðskap. Það vill aðgerðir strax í loftslagsmálum, því það þolir enga bið. Það er á okkar ábyrgð sem erum kjörnir

fulltrúar og sitjum fyrir hönd bæjarbúa í nefndum og ráðum bæjarins að bregðast við og grípa til aðgerða sem raunverulega skipta máli. En við verðum að hafa ríkan vilja til þess. Ef hann er fyrir hendi þá getum við svo vel brugðist við og það ættum við að gera með afgerandi hætti ekki seinna en strax. Til þess höfum við í Samfylkingunni ríkan vilja og munum berjast fyrir því að marktækar aðgerðir hefjist nú þegar, því að hik er sama og tap! Friðþjófur Helgi Karlsson Bæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í Umhverfis- og framkvæmdaráði

Minni álögur á barnafjölskyldur Samfylkingin kom fram með tillögur við fjárhagsáætlanagerð sem sneru að því að minnka kostnað barnafjölskyldna. ­Tillögurnar sneru meðal annars að því að hækka frístundastyrk, að öll börn í Hafnar­ firði fengju frítt í sundlaugar bæjarins fram að 18 ára aldri og einnig tillögu þess efnis að börn og ungmenni í Hafnarfirði þurfi ekki að greiða fyrir afnot af Strætó. Þessar tillögur hafa verið teknar til um­ fjöll­unar í fræðsluráði og tillagan um að hækka frístundastyrk hlaut góðan hljóm­ grunn og var samþykkt. Henni var hins vegar snúið við á fundi bæjarstjórnar og send í vinnslu aftur á þeim forsendum að sá hluti frístundastyrks sem snýr að eldri borgurum þurfi frekari skoðunar við. Við í Samfylkingunni teljum og höfum unnið ötullega að því að Hafnarfjarðar­ bær sem hefur verið í fararbroddi varðandi ­þessa styrki í gegnum tíðina haldi því áfram og munum því að sjálfsögðu fylgja þessu mikilvæga máli eftir til þess að styðja við það að fleiri börn í Hafnarfirði hafi tök á því að stunda íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir.

Óljóst með afdrif tillagna Samfylkingarinnar Hvað hinar tillögurnar varðar þá var þeim vísað úr fræðsluráði til frekari útfærslu og 4

skoðunar og engin niðurstaða er í sjón­ máli að sinni. Á seinasta fundi fyrir páska samþykkti ráðið tillögu frá stýrihópi um heilsubæinn Hafnarfjörð að starfsmönnum bæjarins yrði boðið frítt í sund til heilsu­ eflingar. Tillaga Samfylkingarinnar um frítt í sund fyrir börn undir 18 ára aldri telst hins vegar þarfnast frekari skoðunar við.

Heilsu- og umhverfisvænir kostir fyrir unga fólkið okkar Mikilvægt er að við Samfylkingarfólk höld­ um áfram að vinna að því að tillögurnar fái framgang innan nefnda og ráða bæjarins. Það að bjóða ungmennum þessa kosti án gjaldtöku er eitthvað sem okkur finnst að heilsu­bærinn Hafnarfjörður ætti svo sannar­ lega að framkvæma sem allra fyrst. Þetta eru heilsu- og umhverfisvænir kostir fyrir unga fólkið okkar, og það yrði að sjálfsögðu til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga sem stunda vinnu utan bæjarmarka hvað umferðar­ þunga varðar ef fleiri myndu nýta sér þann kost að taka strætó í skóla og vinnu. Það er alveg ljóst að það að bjóða upp á ókeypis samgöngukost fyrir unga fólkið okkar væri skref í rétta átt í þeim efnum. Sigrún Sverrisdóttir Fulltrúi Samfylkingarinnar í Fræðsluráði


Af félagsstarfinu Starf félagsins hefur verið blómlegt í vetur. Bæjarmálaráð hefur fundað reglulega og haldnir hafa verið fjölmargir félagsfund­ ir og nokkrir fundir í samstarfi við önnur Sam­fylkingarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Leitast hefur verið við að fá góða gesti, jafnt innan flokks sem utan. Guðmundur Andri Thorsson, þingmað­ ur kjör­dæmisins, hefur verið tíður gestur á fund­um okkar og í upphafi árs var boðað til sérstaks spjallfundar með honum þar sem farið var yfir helstu mál af vettvangi Alþingis. Samfylkingarfélögin í Suðvesturkjördæmi buðu í vöfflukaffi og samtal um stjórnarskrá Íslands á Strandgötunni í október þar sem Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona og ­Þór­arinn Snorri Sigurgeirsson, ritari flokks­ ins, fóru yfir sögu stjórnarskrárinnar, stöð­ una í dag og framtíðarhorfur. Fræðsluerindin sem félagið hefur staðið fyrir hafa vakið athygli og verið fjölsótt. Árni Múli Jónasson, framkvæmdarstjóri Þroska­ hjálpar, reið á vaðið og hélt afar áhugavert erindi sl. haust um mannréttindi fatlaðs fólks og skyldur sveitarfélaga, og ljóst að mikið verk er óunnið í þeim málaflokki. Í nóvember var blásið til fundar um húsnæðismál þar sem Björn Traustason, framkvæmdarstjóri Bjargs, fór yfir starfsemi félagsins og gerði grein fyrir þeim verk­efn­ um sem félagið vinnur að. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar­innar, fór yfir helstu áskoranir og verkefni ríkis­ valdsins í húsnæðismálum og gerði grein fyrir áherslum þingflokks Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði frá helstu áhersl­ um borgarinnar í málaflokknum. Fjölsóttur fundur var haldinn í byrj­un febrúar þar sem boðið var til samtals um laxeldi í sjókvíum. Til að ræða ólík sjón­ar­ mið mættu þeir Sigurður Pétursson, fram­ kvæmdar­stjóri hjá Arctic Fish og Jón Kaldal frá Icelandic Wildlife Fund. Áhuga­verður fundur og ljóst að sitt sýndist hverjum.

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur, var einnig gestur okkar í febrúar. Hann kynnti skýrslu Eflingar-stéttarfélags um sanngjarna dreifingu skattbyrðar og fjallaði um hug­ myndir sínar og Stefáns Ólafssonar, pró­­ fessors í félagsfræðum við Háskóla Íslands um það hvernig leiðrétta megi stóru skatta­ tilfærsluna án þess að veikja velferðarkerfið. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttaraðarinnar „Hvað höfum við gert?“ var gestur fundar sem hald­ inn var sameiginlega af Samfylkingarfélög­ unum í Hafnarfirði og Kópavogi nú í vor um aðsteðjandi loftslagsvanda og ábyrgð nærsamfélagsins. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og það gerði erindi Sævars Helga einnig. Þá hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson, einnig boðið til samtals um bæjarmálin. Í desember var haldinn jólafundur þar sem boðið var upp á smákökur og rithöf­ undar lásu upp úr verkum sínum, þeirra á meðal mæðgurnar Eygló Jónsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir, fyrrum varabæjarfulltrúi. Þá hafa félagar í 60+ einnig haldið uppi öfl­ugu starfi. Þar er fundað vikulega á fimmtu­dagsmorgnum og hafa gestir verið fjöl­margir og ýmis mál reifuð yfir kaffibolla og bakkelsi. Að venju mun félagið standa fyrir vöfflu­ kaffi þann 1. maí í sal félagsins að Strand­ götu 43. Þangað bjóðum við alla velkomna til að fagna baráttudegi verkafólks. Jón Grétar Þórsson, formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Myndir úr starfinu

5


Meirihlutinn sofið á verðinum í húsnæðismálum Í framsæknu sveitarfélagi skiptir máli að staðið sé myndalega að uppbyggingu á nýju íbúðarhúsnæði. Þar gegna bæjaryfir­ völd lykilhlutverki með framboði lóða og þjónustu við fólkið. Svo virðist sem það hafi gleymst í Hafnarfirði og meirihlutinn sofið á verðinum. Hvergi er byggt minna á höfuð­ borgarsvæðinu en í Hafnarfirði. Tölurnar tala sínu máli um það. Aðeins 104 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði og langminnst á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma eru yfir 500 íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ, einnig í Garðabæ og Kópavogi. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði, einkum hjá eldra fólki sem vill minnka við sig, og hjá ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­ kvæmt þessum tölum er ljóst að fólkið leit­ ar frekar í önnur sveitarfélög eftir hentugu íbúðarhúsnæði. Í þessu ástandi er einnig erfitt að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk sem er í brýnni þörf og býr jafnvel enn í heimahúsum þrátt fyrir að vera komið á fertugsaldur eins og dæmi eru um.

Hæg uppbygging og framþróun Uppbyggingin í Skarðshlíðarhverfinu er hæg­ari en gert var ráð fyrir, þó að þar hafi verið tilbúnar lóðir frá árinu 2008 og sama má segja um þéttingu byggðar. Einnig hef­ ur biðin eftir flutningi háspennulínanna um Hamranes tekið allt of langan tíma, en þar er byggingarland sem búið er að sam­ þykkja aðalskipulag fyrir. Hér ber núverandi meirihluti stóra ábyrgð, setið aðgerðalítill á hliðarlínunni og haldið að allt gerist af sjálfu sér. Nú þarf að vakna og blása til sóknar, og stórefla framboð á lóðum til uppbyggingar. Samhliða auknu framboði á hagkvæmu íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning, þarf einnig að huga að upp­

bygginu innviða og þjónustu. Mikil þörf er á að halda áfram að fjölga hjúkrunarrým­ um, út­rýma biðlistum og byggja einnig upp þjónustu í nýjum hverfum bæjarins. Því mið­ur hafa Hafnfirðingar í bráðri þörf eftir hjúkrunarrýmum þurft að flytja búferlum út á land til að fá nauðsynlega hjúkrunar­ þjónustu og vera fjarri maka og ástvinum. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt áherslu á að í aðalskipulagi fyrir Hamranesið verði frátekin lóð fyrir hjúkrunarheimili og einnig að mikilvæg nærþjónusta eins og heilsu­ gæsla verði í boði í þessu stóra hverfi sem vonandi mun byggjast þar upp.

Samráð við íbúa mikilvægt Skipulag, umhverfi og ásýnd bæjarins skipt­ ir okkur máli, enda er bærinn í hrauninu þekktur fyrir einstæða fegurð, þar sem nýi og gamli tíminn mætast, höfnin, byggðin og atvinnulífið. Það er mikilvægt að v ­ ernda þá einstæðu bæjarmynd í náinni sam­vinnu við bæjarbúa og láta ekki glepjast af skamm­ tímahagsmunum og fjárgróða. Það var miður að núverandi meirihluti skyldi fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar­ innar og hafði þar með að engu gott samstarf við íbúana og aðra hagsmunaðila, sem sátt og samstaða ríkti um. Nú er verið að vinna að endurskoðun á deiluskipulagi miðbæjarins, Flensborgar­ hafnar og áformum um þéttingu byggðar í Hafnarfirði. Samfylkingin í Hafnarfirði legg­ur áherslu á náið samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila um uppbyggingu og skipulag bæjarins. Stefán Már Gunnlaugsson fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði

Íbúðabyggingar – Hafnarfjörður rekur lestina Falleinkunn Sjálfstæðisflokksins Í skýrslu Samtaka Iðnaðarins í síðasta mánuði kemur fram að Hafnarfjörður rekur lestina þegar kemur að íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Flestir bjuggust við að ástandið hefði eitthvað skánað frá síðustu talningu en það er öðru nær því staðan hef­ur ekkert gert nema að versnað í Hafnarfirði. Í mars fyrir ári síðan voru 150 íbúðir í byggingu og 122 í sept­ember sl. en nú eru einungis 104 íbúðir í bygg­ingu í Hafnarfirði. Undir forystu Sjálfstæðis­manna hefur Hafnarfjörður dregist enn frekar aftur úr nágranna­sveit­ar­félögunum þegar kemur að framboði á íbúð­um fyrir fólk á erfiðum húsnæðismarkaði. Þessi vand­ræðagangur Sjálfstæðisflokksins veldur því að ungt fólk á erfitt með finna sína fyrstu íbúð, hrekst í nágrannasveitarfélögin og eldra fólk sem vill minnka við sig á erfitt með að finna húsnæði við hæfi í bæn­um. Í húsnæðismálum fá Sjálfstæðisflokkurinn og fylgifiskar hans í bæjarstjórn falleinkunn. Fjöldi íbúða í byggingu eftir sveitarfélögum

Heimild: Samtök Iðnaðarins

6

Heimild: Samtök Iðnaðarins


Fjölskylduráð og biðlistarnir Mannréttindi fatlaðs fólks og skyldur sveitarfélaga Í störfum Fjölskylduráðs á þessu kjör­ tímabili hefur töluvert verið rætt um málefni fatlaðs fólks enda um að ræða mikilvægan málaflokk. Í byrjun ­vetrar lagði Samfylkingin fram fyrirspurn um stöðu húsnæðismála í bænum. H ­ luti fyrirspurnar­innar fjallaði um hús­næð­is­ mál fatlaðs fólks. Svörin leiddu í ljós graf­ alvarlega stöðu. Biðlistar voru langir og margt fatlað fólk búið að bíða lengi eftir húsnæði við hæfi. Hér er hreinlega verið að brjóta mannréttindi fatlaðs fólks því rétt­urinn til einkalífs og heimilis er dæmi um grundvallarréttindi allra. Fram kom að 58 einstaklingar voru á bið­lista eftir húsnæði og þar af voru 28 metn­ir í brýnni þörf. Einnig kom fram að flestir á biðlistanum höfðu sótt um hús­ næði fyrir 5 árum og að meðalbiðtíminn eftir hús­næði fyrir fatlað fólk er 6 ár. Þessi staða er auðvitað fullkomlega óásættan­ leg. Það var síðast árið 2013 sem bygging á sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk hófst í Hafn­arfirði, eða á 6 íbúðum á Klukku­ völlum. Frá því þessar upplýsingar vegna fyrir­spurnar Samfylkingarinnar komu í dags­ljósið hefur Hafnarfjarðarbær aðeins tekið við sér en nú er loksins búið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúða­ kjarna á Arnarhrauni og búið er að undir­ rita samkomulag við Vinabæ en það er félag rekið af foreldrum fatlaðra ein­stak­

linga sem ætlar að taka að sér byggingu íbúðakjarna í bænum. Þessum skrefum ber auðvitað að fagna en betur má ef duga skal.

Alltof hæg fjölgun félagslegra íbúða Almennt er íbúðauppbygging í Hafnar­ firði alltof hæg. Þetta sjáum við á tölum um upp­byggingu íbúða á höfuðborgar­ svæðinu frá Samtökum Iðnaðarins. Þar rekur Hafn­ar­fjörður lestina og skrapar botninn. Samfara þessari hægu uppbygg­ ingu hefur fjölgun félagslegra íbúða geng­ ið afar hægt. Í svörum við fyrirspurn Sam­ fylkingarinnar í byrjun vetrar um fjölda félagslegra íbúða í Hafnarfirði kom fram að frammistaða Hafn­ar­fjarðar á þeim vett­ vangi er langt frá því að vera ásættanleg. Fyrir utan sveitarfélög eins og Garðabæ og Seltjarnarnes þar sem Íhaldið telur enga þörf á því að bjóða upp á félags­ legar íbúðir þá rekur Hafnarfjörður lestina þegar kemur að fjölda félagslegra íbúða. Fram kom í svörunum að 257 íbúðir væru í félagslega kerfinu í Hafnarfirði eða sem nemur tæpum 8 íbúðum á hverja þús­ und íbúa. Til samanburðar má nefna að í Reykjavík eru 2050 félagslegar íbúðir eða það sem samsvarar 15,5 íbúðum á hverja þúsund íbúa borgarinnar. Meirihluta Sjálfstæðis – og Framsóknar­ flokks bauðst að hraða fjölgun félagslegra íbúða en hann kaus að fella tillögu Sam­ fylkingarinnar við gerð síðustu fjárhags­

áætl­unar um aukin framlög til kaupa á nýjum félagslegum íbúðum. Meirihlutinn virðist hafa meiri áhuga á frjálshyggju­ lausnum eins að halda útsvarinu lágu sem gagnast helst hinum tekjumeiri í sam­ félaginu en slíkar frjálshyggju­lausnir b ­ itna á þeim hópum sem reiða sig á öflugt velferðarkerfi.

Samfélag fyrir alla Verkefnalisti Fjölskylduráðs er langur og fjölbreyttur. Megin­ inntakið í stefnu jafnað­ar­manna er að öflugt velferðarkerfi er for­senda farsæls og mannúð­ legs sam­fél­ags. Af þeim sökum ­leggj­um við mikla áherslu á góða og vand­aða vinnu í Fjölskylduráði sem miðar að því að byggja upp vel­ferðarkerfi sem tryggir öll­um hóp­um í samfélaginu góða og örugga afkomu og að allir geti veri virkir þátttakendur í samfélaginu. Árni Rúnar Þorvaldsson Fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði

Héðan og þaðan úr bæjarmálunum Ferðaþjónusta fatlaðs fólks

Sálfræðiþjónusta í Ungmennahús

Fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskyldu­ráði gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans vegna ákvörðunar hans um að hætta samstarfi við önnur sveitar­félög á höf­ uð­borgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatl­aðs fólks. Undirbúningur ákvörðunarinnar var langt frá því að vera vandaður og hlaup­ið af stað án þess að nokkur gögn styddu við ákvörðun meirihlutans. Því er núna búið að setja þessa mikilvægu þjónustu í uppnám og ekki nokkur leið til þess að sjá hver útkoman verður. Það vakti líka athygli að allir flokkar í bæjarstjórn nema Samfylkingin gerðu sér dælt við Sjálfstæðisflokkinn og voru tilbúnir til þess að elta hann út í þessa óvissu.

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að auka sálfræðistuðning fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 18 ára í ungmennahúsi. Sú samþykkt byggir á tillögu Samfylkingarinnar um aukinn stuðning við ungt fólk í Hafnar­ firði sem lögð var fram á fyrsta fundi bæjar­ stjórnar eftir kosningar vorið 2018. Um til­ raunaverkefni til tveggja ára er að ræða og hefur verið samþykkt að ganga til samninga við KaraConnect um þjónustuna. Þetta er mikið fagnaðarefni og á án efa eftir að nýtast unga fólkinu okkar vel.

Ungmennahús Í febrúar var ungmennahús opnað á nýj­an leik í Hafnarfirði í g ­ ömlu skattstof­unni á Suðurgötu. Árið 2003 var ungmenna­hús opnað í ­gamla bókasafninu en síðar færð­­ist starfsemin upp í Setberg. Áramótin 20162017 var starfsemi ungmennahúss hætt með ákvörðun þáverandi meiri­ hluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar. Fulltrúar minnihluta­ flokka í bæjarstjórn á þeim tíma, Samfylking og Vinstri græn, mót­mæltu lokuninni harðlega og lögðu fram tillögu um opnun ungmennahúss í gömlu skatt­stof­unni að Suðurgötu 14. Þeirri tillögu var hafnað af þáverandi meirihluta í bæjarstjórn. Í upp­hafi árs 2018 ályktaði ung­ mennaráð Hafnar­fjarðar um mikilvægi ungmennahúss og nú rúmu ári síðar hefur það verið opnað á ný. Starfið fer vel af stað og var m.a. haldin vegleg opnunarhátíð í byrjun apríl þar sem ungmenna­húsið fékk nafnið „Hamar­inn“. Við óskum hafnfirskum ungmennum til ham­ingju með húsið.

Samningur við UNICEF um barnvænt samfélag Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. desember 2016 flutti Margrét Gauja Magnús­ dóttir, þáverandi bæjarfulltrúi, tillögu um að óska eftir samstarfi við UNICEF og Akureyrar­ bæ um að innleiða Barnasátt­mála Samein­ uðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur sveitarfélagsins með það að mark­ miði að öðlast viðurkenningu sem Barnvænt samfélag. Það er mikið fagnaðarefni að þess­ um áfanga hafi loks verið náð. Gert er ráð fyrir að innleiðingarferlið taki tvö ár og ef allt gengur að óskum fær Hafnarfjarðarbær viðurkenningu sem barnvænt samfélag haustið 2021.

Frístundastyrkir að frumkvæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Árið 2002 varð Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að koma á fót frístundastyrk fyrir börn og unglinga. Markmið frístundastyrkjanna er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu íþrótta – og tómstunda­ starfi óháð efnahag. Frá því Hafnarfjörður tók upp þetta fyrirkomulag hafa mörg sveitarfélög fylgt í kjölfarið. Það vakti því athygli á dögunum að þetta Hafnarfjarðarmódel væri nú komið í útrás út fyrir landssteinana þar sem ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi hefur það á stefnuskrá sinni að taka upp frístundastyrki að hafnfirskri fyrirmynd.

7.


Samfylkingin í Hafnarfirði óskar launafólki öllu til hamingju með 1. maí.

Profile for Ulfar Danielsson

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Samfylkingin í Hafnarfirði  

Bærinn okkar

Profile for ulfardan
Advertisement