__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Bls. 8-9

Hafnar þér ekki sá fjörður

Bls. 6-7

Politicians should listen

Samfylkingin

Bærinn okkar

Bls. 2 Bls. 4-5

Var afgreidd sem fíkill Bls. 10

Fastari tök á húsnæðismálum Bls. 11

Kjósum nýja forystu fyrir Hafnarfjörð

Hvað er Borgarlína?


Sterk Samfylking forsenda breytinga Kæri kjósandi. Á laugardaginn gefst þér tækifæri til að hafa áhrif á það hverjir munu sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar næstu fjögur ár. Kosningarétturinn er dýrmætur og hann eigum við alltaf að nýta því með atkvæði getum við haft áhrif.

Af hverju Samfylkingin? Flokkar hafa ólíka sýn og ólíka nálgun. Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks og okkar megin hugsjón er að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Við viljum eitt samfélag fyrir alla, samfélag sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum. Þetta eru jafnframt meginástæðurnar fyrir því að ég er jafnaðar­mann­ eskja. Þar sem Samfylkingin byggir á grunngild­um um jafn­rétti og jöfn tækifæri leggjum við áherslu á almanna­hagsmuni en höfnum því að vinna fyrir sér­ hagsmuni. Við leggjum áherslu á fagleg, lýðræðisleg og opin vinnubrögð. Við viljum aukið samráð við íbúa og að þú, kæri kjósandi, getir haft áhrif á ákvarðana­ töku t.d. varðandi skipulagsmál og framkvæmdir.

Sterk Samfylking skiptir máli Skoðanakannanir sýna að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er fallinn. Þær sýna líka að Samfylkingin er eini raunverulegi valkosturinn við Sjálfstæðisflokkinn. Það er því afar mikilvægt að Samfylkingin

komi sterk út úr þessum kosningum. Það er forsenda breytinga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og forsenda þess að fólkið verði sett í forgang. Átök og vafasamir gjörningar eiga ekki að vera einkennisorð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar heldur miklu frekar gildi eins og heiðarleiki, ábyrgð og virðing. Kjörtímabilið sem nú er senn á enda undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur einkennst af persónulegum átökum, glundroða og ógagnsæjum vinnubrögðum. Samfylkingin býður kjósendum upp á annan og betri valkost. Við erum lýðræðisflokkur sem leggur áherslu á opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem byggja á því að þjóna almannahagsmunum.

Fólkið í forgang Í þessum kosningum höfum sett þrjá málaflokka sérstaklega á oddinn; húsnæðismál, leikskólamál og málefni eldri borgara. Við leggjum áherslu á að allir geti búið í öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Tryggja þarf nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði, einkum fyrir ungt fólk, aldraða og tekjulágar fjölskyldur. Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr hvað varðar uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því þarf að breyta. Brýnt er að blása til stórsóknar í leikskólamálum. Byggja þarf fleiri leikskóla, ungbarnadeildir og sér­ hæfða ungbarnaleikskóla samhliða því að bæta starfs­ aðstæður starfsfólks í leikskólum. Mikilvæg­asta verk­

efnið er að hefja strax byggingu leikskóla í Suðurbæ en við ætlum einnig að opna Kató aftur sem ungbarna­ leikskóla. Mikilvægt er að mæta ólíkum þörfum ört stækk­ andi hópi eldri borgara. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum samhliða því að stórefla heimaþjónustu og tryggja að það verði raunverulegur valkostur að fólk geti búið sem lengst heima. Við viljum samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu ásamt því að fjölga rýmum í dag­ þjónustu og úrræðum fyrir fólk með heilabilun. Samfylkingin leggur líka áherslu á að Hafnarfjörður sé bær fyrir alla. Við viljum sjá fjölskylduvænan bæ þar sem við drögum úr álögum á barnafjölskyldur og styðjum við aukna samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttri vinnuviku og styttri vinnudegi barna. Við viljum líka bæ sem hafnar hvers kyns ofbeldi, einelti og áreitni, bæ þar sem við virkjum alla til þátttöku og stuðlum að betri lýðheilsu. En það eru líka að minnsta kosti 10 aðrar ástæður til að kjósa Samfylkinguna. Kynntu þér nánar heildar­ stefn­una okkar á heimasíðunni xshafnarfjordur.is

Settu X við S Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið lögð nægjanleg áhersla á íbúana og þjónustu við þá. Við viljum setja fólkið aftur í forgang. Við viljum opna stjórnsýslu og lýðræðisleg vinnubrögð. Ef þú vilt það líka, þá setur þú X við S.

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43. 864 4974 | Ábyrgðarmaður: Jón Grétar Þórsson | Ritstjóri: Árni Rúnar Þorvaldsson | Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir Myndir: Gunnar Þór Sigurjónsson/Davíð Már Bjarnason | Auglýsingar: Eyrún Ósk Jónsdóttir/Vilborg Harðardóttir | Sími: 774 1341/ 846 0240 | Prentun Ísafold | Dreifing: Póstdreifing.


Why vote for Samfylkingin?

Party of family values

Be part of the change

Young people matter

On Saturday 26th of May, we go to the polls to elect parties that will lead our local councils, and this means everything that affects us directly. I am voting for Samfylkingin because I believe the party has the right policies that protect the future of our schools, local jobs, housing, and support for the elderly. Samfylkingin is a party of family values and a party that listens to immigrants and Icelanders. I am foreign born but I feel very much Icelandic. Let us vote for a party that will listen to you and a party that is interested in fighting for your interests. The town has welcomed a big number of immigrants, and these are people from different backgrounds, cultures and have various skills and qualifications which if tapped can be beneficial to the town in terms of job creation or the economic growth of the town. But what the town does not have, which I would like to see, is a place or a centre where people can meet occasionally and share, or introduce what they bring to the town. I would like to see a culture centre like this set up for the town’s people. This kind of a culture house would help with integration and help break the barriers that may exist between us, as well as help building trust and confidence in society.

The main reason why I am voting for Samfylking, is because of their emphasis on our children‘s education and the opportunity to by heard. At Samfylking’s list for the elections there are a few teachers. I am hoping that their knowledge and experiences in the field will help them fight for changes in preschools that are first and foremost those that are in the best interest of the child. Not just changes that are in the best interest of the politicians and that have the best financial outcome. Hafnarfjordur is fast becoming a culturally and socially diverse town. Samfylking is the first group that I am aware of that is trying to reach out to residents who do not speak Icelandic. They have information available in English and Polish. They have also held meetings in English and Polish for the foreign residents to explain what is being done in the town, listen to their needs and exchange ideas. We live in the same town and can make a difference by voicing our opinions. We can sit back or complain in small groups or we can use these meetings as a platform to be heard. No matter what language you speak or where you come from, you have something to offer. Make a difference and be part of the change.

I am voting for Samfylkingin because they care about the young people and the older people in Hafnarfjörður. They want to offer good service to people with young kids and affordable housing for those families.

Paul Ramses

Michelle Sonia, preschool teacher

Mladen Tepavcevic, swimming coach for Sundfélag Hafnarfjarðar

Can I vote? If one of the following applies to you, you can vote in the coming municipal elections on the 26th of May 2018: • Nordic nationals 18 and older have the right to vote after three consecutive years of legal residence. For the elections on May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th, 2015. • All other foreign nationals 18 and older have the right to vote after five consecutive years of legal residence. For the elections of May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th 2013.

Building Hafnarfjörður together Samfylkingin is what most of us know as Social Democrats. Immigrant issues are really what the core of Social Democracy is all about: equal opportunities for each and every one in our society. At Samfylkingin, we believe in social fairness: providing quality education not just for the rich, making sure housing is affordable for all, improving public transport, ensuring there is the same pay for the same job regardless of gender and nationality, and most importantly, building Hafnarfjörður together. This is your home, too!

3.


Sögðu mér bara að hún væri fíkill Vilborg Harðardóttir, nemi í viðskiptafræði, er aðeins 21 árs gömul og skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þurft að takast á við mikla erfiðleika sem hafa mótað samfélagslega sýn hennar. Móðurmissir, reynsla af heilbrigðiskerfinu og barátta við að byggja sig upp í kjölfar áfalla urðu til þess að hún gekk til liðs við Unga jafnaðarmenn og hellti sér út í það verkefni að breyta samfélaginu og láta rödd sína heyrast.

4


Þegar við ræddum við Vilborgu var hún að koma heim af crossfit æfingu og við spurðum hana út í þetta áhugamál sitt. „Ég er nú bara búin að æfa crossfit í fimm mánuði. Mér finnst þetta mjög gaman en ég er enginn crossfit-gúrú. Ég er bara að gera þetta fyrir mig. Þegar ég kláraði MR þá leið mér bara ekki nógu vel. Ég ákvað að fara að hreyfa mig aftur og það gerði kraftaverk, ekki bara fyrir líkamann heldur fyrir andlegu heilsuna líka. Hafnarfjörður er heilsueflandi bæjarfélag og ég vil sjá að næstu skref verði að styðja betur við heilsueflingu ungs fólks, gera hana ódýrari og aðgengilegri og bjóða upp á áhugaverða og fjölbreytta valkosti þegar kemur að hreyfingu fyrir ungt fólk. Ég var að æfa handbolta hjá FH í alveg 8 ár sem krakki en hætti svo þegar ég varð unglingur. Þetta er víst gríðarlega algengt hjá unglingsstúlkum og ég vil láta skoða að fara af stað með aðgerðaráætlun um hvernig er hægt að koma í veg fyrir brott­ fall unglingsstúlkna úr íþróttum. Hvernig getum við komið betur til móts við það sem þær þurfa á þessum viðkvæmu árum. Því við vitum að kvíði og þunglyndi eru að hrjá margt ungt fólk í dag. Annað sem tengist þessu, sem við hjá Ungum jafnaðarmönn­ um höfum verið að berjast fyrir, er ókeypis sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk. Ungt fólk er að glíma við alls konar hluti og snemmtæk íhlutun á þessu sviði breytir ekki bara lífum fólks heldur er hún gríðarlegur sparnaður fyrir framtíðina, til langs tíma litið.“

Samfélag sem ber virðingu fyrir fólki Vilborg þurfti sjálf, mjög ung, að glíma við aðstæður sem enginn ætti að þurfa að lenda í á lífsleiðinni. „Þegar ég er 16 ára tók ég eftir miklum breytingum á mömmu. Hún var með ­mikla verki, ólík sjálfri sér og fór að drekka mikið. Við fórum margsinnis til læknis, inn á bráða­móttöku og mamma var alltaf bara send heim og okkur sagt að hún væri bara fíkill, alki og geðsjúk. Og við fengum enga hjálp, vorum ekki tekin alvarlega og engar almenn­i­legar rannsóknir gerðar. Einu sinni fórum við inn á spítala og þá var hún með 220 í púls og læknarnir sögðu mér bara að hún væri fíkill og eitthvað biluð í hausnum og ég fór bara að trúa þeim. Svo fór hún inn á Vog í meðferð þegar ég var 17 ára og þar fékk hún stórt flogakast. Þá fyrst var farið að rann­saka málið og þá kom í ljós að hún var með heilaæxli, sem var búið að vera lengi og var orðið mjög stórt. Við tók erfið árslöng barátta við krabbameinið og viku fyrir afmælið mitt, ári seinna, dó ­mamma. Þessi reynsla ­breytti alveg sýn ­minni á sam­félagið og hvaða breytinga er þörf. Það má segja að þarna hafi ég orðið jafn­að­ar­maður. Með því að hugsa um deyj­ andi mann­eskju sá ég bara hversu miklu þarf að breyta í samfélaginu okkar. Ég kynnt­ ist yndislegum hjúkrunarkonum sem hlúðu að okkur, en kerfið sjálft er meingallað. Það eiga allir að fá sömu heilbrigðisþjónustu, góða heilbrigðisþjónustu. Það á enginn að lenda í því að ekki sé tekið mark á þeim, og hann fái ekki lífsnauðsynlegar rannsóknir og sé bara afskrifaður. Og það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af peningum og kostn­aði þegar hann er svo í miðri erfiðri krabba­ meinsmeðferð. Við getum gert betur! Ég vil samfélag sem ber virðingu fyrir og hlúir að fólki.“ Vilborg segir að það hafi verið í kjölfarið á andláti móður sinnar sem hún fékk áhuga á stjórnmálum. „Þarna fór ég að velta fyrir mér hvað þarf að breyta miklu í samfélaginu. Á þessum tíma lögðu Óskar Steinn og Eva Lín, kjörnir fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og meðlimir í Ungum jafnaðarmönnum fram tillögu í bæjarstjórn um að setja hinseginfræðslu inn í alla skóla, og þetta var mikið í umræðunni. Ég var rosalega ánægð með að þetta skyldi fara í gegn, því mér hafði sjálfri fundist þegar ég var í grunnskóla, að það hefði verið allt of grunn og lítil fræðsla um þetta mikilvæga málefni sem hvílir á ungu fólki. En það sem meira var, að ég sá þarna hvað er auðvelt að koma á breytingum. Þetta varð hvatning fyrir mig og ég ákvað að ég ­vildi líka láta rödd mína heyrast. Ég fór að taka þátt í starfi Ungra jafnaðarmanna og lenti einhvern veginn beint inni á lands­ þingi þar sem ég sagði sögu mína mjög opin­ skátt og fann hvað það hjálpaði mér að vekja ­athygli á þessu brotna kerfi.“

En hvert stefnir Vilborg í framtíðinni? ,,Ég stefni að því að klára námið mitt í við­ skipta­fræði við Háskóla Íslands. Og svo ­langar mig bara að finna leiðir til að láta rödd mína heyrast og ná mínum markmið­ um. Þetta hljómar eins og rosa klisja en mig langar bara að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Ég var líka ung þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað sjálfsmynd stelpna og kvenna er brengluð og þetta gerði mig að femín­ ista. Síðan hef ég verið að reyna að skora á ­sjálfa mig og vinna í að vera betri og sterkari manneskja. Crossfitið hefur hjálpað mér að bæta andlega líðan mína heilmikið svo ég ætla að halda áfram í því. Það hefur hjálpað mér við alls konar markmiðasetningu og hefur gefið mér ákveðinn drifkraft. Síðan er ég í hugleiðslu og hef verið að vinna í ­sjálfri mér. Og svo eru auðvitað kosning­ arnar framundan. Ég vil vekja athygli á ýms­ um málefnum ungs fólks.

Styðjum við öflugt æskulýðsstarf Vilborg bendir á að húsnæðismálin, geð­ heilbrigðismálin og æskulýðsstarf sé ofar­ lega í huga ungs fólks fyrir komandi kosn­ ingar. „Við verðum að tryggja húsnæði fyrir stúd­enta og ungt fólk á viðráðanlegu verði. Ég t.d sé ekki fram á að geta flutt að heiman í bráð. Ég vil auðvitað búa í Hafnarfirði þar

sem vinir mínir og ættingjar eru, en það er ekkert húsnæði í boði hér. Margt ungt fólk upplifir einmitt mikið von­leysi gangvart þessu og það ýtir jafnvel enn meira undir andlega vanlíðan ungs fólks sem er annað áhyggjuefni. Við verðum að styðja betur við ungt fólk sem er að glíma við erfið­leika, það á ekki að kosta handlegg og fótlegg. Þegar verið er að skera niður þá bitnar það oftast á æskulýðsstarfi, og þá sérstaklega sér­tæku æskulýðsstarfi. Þegar talað er um kostnað við æskulýðsstarf í excel skjal­ inu er aldrei sett inn hver sparnaðurinn af góðu, fjölbreyttu æskulýðsstarfi er til langs tíma. Það er aldrei reiknað með inn í mynd­ina allur sá kostnaður sem sparast hjá fjölskyldu­þjónustunni, Tryggingastofnun, heilbrigðiskerfinu, í atvinnuleysisbótum o.s.fv. þegar einstaklingur nær að blómstra og fóta sig fyrir sakir æskulýðsstarfsins. Það þarf að setja miklu meiri peninga og metnað í þennan málaflokk.“

Það er gríðarlega mikilvægt að rödd ungs fólks fái að heyrast í samfélaginu. Vilborg tekur undir það. „Ungt fólk veit best hvaða málefni ­brenna á ungu fólki. Þess vegna verðum við að láta í okkur heyra. Fólk sem er ekki í okkar stöðu á kannski erfitt með að tengja við þær aðstæður sem við erum í. Margir þeirra sem sitja í bæjarstjórn hafa aldrei þurft að ­standa frammi fyrir því að sjá ekki fram á geta flutt að heiman, sjá ekki fram á að fá laun ­eftir nám sem duga fyrir því að borga niður námslán og framfleyta sér. Það er líka margt sem er hægt að læra af okkur unga fólkinu. Við erum vel upplýst um alls konar málefni sem snúa að mannréttindum, fordómaleysi og breyttri heimsmynd.“ Kosningabaráttan leggst vel í Vilborgu og við óskum henni góðs gengis í öllu því sem hún mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

5.


Politicians should listen to all voters Dominika Kraล›ko, originally from Poland, has lived with her family in Hafnarfjรถrรฐur for 11 years with her husband and their two daughters. We asked Dominika about her life, the Polish society in Hafnarfjรถrรฐur and what issues are important for her in the coming elections.

6


Dominika has a BA in English Philology and a teacher certification for both elementary school and college. She works at Bjarkalundur kindergarten which is located at Vellirnir in Hafnarfjörður were the family lives. Her daughters attend Hraunvallaskóli elementary school. But, when did she decide to move to Hafnarfjörður? “I am born and raised in Poland. When I was about to finish my university degree I decided to take a year off and come to Iceland to spend some time with my fiancé Wojciech who was working here. A year later, I went back to Poland and finished my university with a BA in English Philology. After that, Wojciech and I got married and then we officially decided to move to Iceland. When I got pregnant, we started looking for a flat to buy. We found a great apartment at Vellirnir, and so that is how we settled in Hafnarfjörður. Now we have lived in Hafnarfjörður for 11 years, we have two wonderful daughters, 10-year-old Luiza Dominika and 8-year-old Sonia Laura. I work as a department head at Bjarkalundur kindergarten with a wonderful team of co-workers.” Dominika really enjoys her life in Hafnar­ fjörður, although there is one thing she misses from Poland. “The trees. There are not so many trees in Iceland compared to Poland. As a child, I spent a lot of time with my grandparents. They had a house with a big garden full of cherry and apple trees and other plants. The house is located in Hajnówka right next to Bialowieza National Park and all my childhood memories relate to my grandfather who was retired then and could spend a lot of time with me. I remember, for example, going to the woods with him to pick mushrooms, blueberries or flowers. My grandfather really went out of his way to make me happy and one of the funniest moments, my family often mentions when we meet, was when I went to the market with him to buy something. There I saw these beautiful little geese, which I loved from the very first moment. Without thinking it over my grandfather just bought them for me. So there we were, coming home with a flock of birds, just because I wanted them. But yes sometimes I miss my beautiful trees and of course my family.” Dominika feels that the people of Hafnarfjörður welcomed her and her family and she does not recall any opposition when it came to adjusting to life in Hafnarfjörður. “I could speak English fluently so wherever I went I could easily communicate. Icelanders are very good at languages so I felt at home straight away. Of course, there are some differences. For example, how slowly everything takes in Iceland when it comes to dealing with official bodies and institutions. You apply for something, and then your application/photo or something else gets lost, or somebody forgets to let you know that you need some other papers as well. At first this came as a shock to me, but most of the time it turned out fine in the end.”

Dominika and her husband Wojciech and their two daughters Luiza Dominika and Sonia Laura

Ljósmynd: Infantia Ljósmyndir

Dominika and her two daughters Luiza Dominika and Sonia Laura

Ljósmynd: Infantia Ljósmyndir

What does Dominika think are the biggest merits of the town of Hafnarfjörður? “I like that it is still developing, but at the same time it is still small and cosy. There is something about the mystery of what it will look like in a year or five. It is at a good distance from the centre of Reykjavik, not too close and it is still quiet here. It is also nice that more and more fantastic places are opening up where you can go out with your family and have some meal or coffee. Dominika speaks highly of her town and the people of Hafnarfjörður. But does the Polish community in Hafnarfjörður meet or have any organized activity together? “Yes we meet sometimes. We organize gatherings all across the capital region. We invite Polish musicians or comedians to come and entertain us, and a lot of people show up. There are also meetings for Polish parents at the Library of Hafnarfjörður. Four times a year we host an International Restaurant Day and cook delicious Polish meals and cakes, which are for sale for a reasonable price. But if you want to taste something you have to be there at the time they open, otherwise everything will be eaten up in no time.” Is there anything Dominika thinks the people of Hafnarfjörður can learn from the Polish community?

“I often hear people comment that the Polish are very hardworking. We are very connected to our jobs and when we get one we try to do our best in order not to lose it. We do not feel the need to change it just for the sake of changing it. I also think we are very family orientated. Also, you might learn to cook dumplings, it would be great to go to the restaurant here and get some strawberry dumplings for example,” Dominika adds and laughs. “There are also a lot of things Polish people could learn from the Icelandic. Sometimes we tend to exaggerate. In Iceland, a runny nose does not mean that the child is sick, not like in Poland. Or if the doctor says that the child has a viral infection the parents here do not demand antibiotics. In general, I feel that the attitude toward patients is much better here in Iceland than in Poland, and Polish nurses and doctors should come here and learn how to treat patients. Many insti-

tutions here are very kind to customers and you never feel like a stranger. For example, I have flown with many airline companies in Europe, and the flight attendants on Icelandic planes are by far the nicest. They make you feel welcome and treat your children with kindness and give you a genuine and an honest smile.” The question every society must ask is what it could do to better meet the needs of its people. We asked Dominika what she feels Hafnarfjörður could do to accommodate better the needs of immigrants in Hafnarfjörður. “We really need to take care of the children. We need to make sure they receive proper education in their mother tongue, because according to research that is the foundation for them to be able to learn Icelandic properly. And we need to give them the support they need to learn Icelandic as well. If we do not help them learn Icelandic so they can take equal part in society,

they will not have the same opportunities as other children. It is also important for the town to translate booklets on various issues related to the society so that immigrants can better participate in the democratic society. Most important, is however to meet with the people and find out what they need. This is what Samfylkingin did and I think it is great. They had a meeting especially for Polish people two times last week and two weeks ago, and then they had another meeting for all international voters. The politicians came and wanted to hear what our point of view was and what we wanted to change. This is something I had not heard about before. I think this is a good step towards an equal society. I hope that this is just the beginning. If we, the Polish, see that someone cares we will surely open up and speak freely about our concerns and bring some ideas to the table.” 7.


Mamma hefur alltaf rétt fyrir sér Árni Rúnar Þorvaldsson grunnskólakennari hefur bæði setið í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar og í sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hann þekkir því vel til sveitarstjórnarmála . Árni Rúnar er engu að síður Hafnfirðingur í húð og hár, gekk í Lækjarskóla og útskrifaðist svo úr Flensborg. Nú er hann kominn í framboð fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði og skipar 5. sætið á lista flokksins til bæjarstjórnarkosninga 26. maí næst komandi.

8


Árni Rúnar fluttist til Hornafjarðar um síð­ ustu aldamót en hvað varð til þess að hann flutti á Suðausturlandið? „Þetta æxlaðist þannig að þegar ég var í Flensborg þá bauðst mér að fara austur til þess að vinna og leika mér í fótbolta með Sindramönnum yfir sumarið. ­Pabbi minn, Þorvaldur Jón Viktorsson, býr á Hornafirði og ég ákvað að slá til. Ég skemmti mér vel fyrir austan og úr varð að ég ákvað að endur­taka leikinn næstu sumur á eftir líka. ­Mamma mín, Guðný Árnadóttir frönsku­ kennari í Flensborg, hafði alltaf áhyggj­ ur af því að ég myndi kynnast stelpu frá Horna­firði og ílengjast þar. Að sjálfsögðu hafði mamma rétt fyrir sér, eins og alltaf, því ég kynntist konunni minni, Ragnhildi Einars­dóttur, eitt sumarið fyrir austan þegar við unnum saman á Hótel Höfn. Og það fór ­þannig að við fluttum til Hornafjarðar haustið 1999 til þess að fara að kenna þar bæði. Þar bjuggum við svo næstu rúmlega 12 árin. Við eigum þrjú börn; Guðnýju, sem er fædd árið 2000, Einar Karl sem er fædd­ ur 2001 og svo hana Sólborgu sem fæddist árið 2012. Öll börnin fæddust því meðan við bjuggum á Hornafirði.“

Árni Rúnar fylgist áhyggjufullur með stelpunum í meistaraflokki kvenna í Kaplakrika.

Jafnaðarmann í ráðhúsið Árni heldur áfram að segja okkur frá tíma sínum fyrir austan. En þar störfuðu þau hjónin lengst af við kennslu á hinum ýmsu skólastigum, ásamt því að koma að ­mörgu öðru í samfélaginu. „Við vorum bæði nokk­uð virk í félagsmálum fyrir aust­ an, ég hjá knattspyrnudeild Sindra og ­Ragnhildur var m.a. formaður USÚ þegar fyrsta Unglinga­landsmótið var haldið á Höfn árið 2007 og mikil uppbygging átti sér stað á íþróttamann­virkjum, sú mesta í mjög langan tíma. Árið 2006 var hins ­vegar teningunum kastað hvað varðar mig og pólitíkina. Þegar mér bauðst að leiða ­lista Samfylkingarinnar á Hornafirði ákvað ég að slá til. Það kom auðvitað aldrei neitt ann­að til greina en Samfylkingin því mér er jafnaðarmennskan í blóð borin eftir gott uppeldi úr Hafnarfirðinum. Það er staðföst trú mín að jöfnuður sé forsenda góðs og réttláts samfélags. Skemmst er frá því að segja að við unnum góðan sigur í kosning­ unum, undir kjörorðinu ,,jafnaðarmann í ráðhúsið“, og fengum tvo bæjarfulltrúa kjörna. Að loknum kosningum mynd­uðum við meirihluta með Framsóknarflokkn­um og samstarfið milli flokkanna var mjög gott á kjörtímabilinu. Ég sat í bæjarstjórn Horna­fjarðar allt til ársins 2013 eða í sjö ár. Það var mikil og góð reynsla að sitja í bæjarstjórn Hornafjarðar og ég öðlaðist góða þekkingu á sveitarstjórnarmálum á þessum tíma og á mjög góðar minningar frá árunum sem ég bjó á Hornafirði. Það er mjög gott samfélag og ég á marga góða vini þar í dag auk þess sem tengdaforeldrar mínir búa þar og ég held að það sé ekki í kortunum að það breytist alveg á næstunni,“ segir Árni og hlær í ljósi þess að hann var gjarnan kallaður tengda­sonur Hornafjarðar þar sem fjölskyld­ur eiginkonunnar eru bæði fjölmennar og afskaplega heimakærar.

Flutningar í Mýrdalinn Vorið 2013 urðu hins vegar breytingar hjá fjölskyldunni þegar Ragnhildur var ráðin skólastjóri Víkurskóla í Mýrdalshreppi. Árin urðu hins vegar ekki nema tvö í Vík­ inni. ­Vegna fjölskylduaðstæðna flutti fjöl­ skyldan til Hafnarfjarðar vorið 2015. „Það voru töluverð viðbrigði að flytja frá Höfn í Vík í Mýrdal. Ragnhildur tók við krefj­ andi starfi í skólanum og ég fékk vinnu hjá Fræðsluneti Suðurlands sem var á þeim tíma að opna starfsstöð í Vík. Vorið 2014 var leitað til mín um að leiða nýjan lista í sveitarstjórnarkosn­ingunum. Ég lét tilleiðast og við buðum fram flottan og skemmtilegan lista. Það er kosningabarátta sem ég gleymi aldrei. Það voru einungis tveir listar í framboði og barist fram á síðustu mínútu um hverja einustu sál í dalnum. Á endanum fór það þannig að B-listinn hélt völdum, unnu kosningarnar með einhverjum 20 atkvæða mun ef ég man rétt. Spennandi var það og skemmtilegt – þótt við hefðum tapað að lokum og ég á afskaplegar góðar minningar úr Mýrdalnum og minnist tímans með hlýju þótt hart hafi verið tekist á í pólitíkinni.“

Frá heimsborginni í Mýrdalinn Árni Rúnar er ánægður með dvöl sína út á landi – eins og það er gjarnan kallað þeg­

ar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Já, það hafa allir gott af því að prófa mis­ munandi hluti. Þegar ég var yngri flutti ég í tvö ár til London með mömmu minni þegar hún var þar að læra söng. Landslagið þar er talsvert ólíkt landslaginu í Vík og á Höfn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það má því með sanni segja að ég hafi fengið smjörþefinn af því að búa í mjög fámennu samfélagi og svo í samfélagi sem er algjörlega á hinum endanum. Hvoru tveggja mjög skemmtilegt og ég reynslunni ríkari.“

„ ... Hafnar þér ekki sá fjörður ... “ Vorið 2015 haga örlögin því svo þannig að fjölskyldan ákveður að flytja til Hafnar­ fjarðar. En hvað varð til þess og hvernig leist Árna þá á að flytja aftur heim í fjörðinn? „Staðan var einfaldlega þannig að börnin mín tvö eldri höfðu mikinn áhuga á fótbolta og í hvert skipti sem við komum í bæinn þá fóru þau á æfingar hjá FH og fengu að spila með liðinu í sínum aldursflokki. Það reyndist erfitt að samræma það að búa í Vík og þennan mikla fótboltaáhuga þar sem lítið var um fótboltaæfingar þar. Við tókum því þá ákvörðun að við þyrftum að flytja í bæinn til þess að svala þessum áhuga barn­ anna. Og þá kom auðvitað ekkert annað til greina en að flytja í Hafnarfjörðinn. Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur heim. Mér finnst reyndar eins og ég hafi aldrei alveg yfirgefið bæinn því Hafnarfjörður á alltaf hlut í manni og þó ég hafi búið lengi í burtu þá þekkti ég ennþá nokkuð vel til og hef alltaf ræktað tengslin við minn gamla bæ. Hér á ég bæði góða vini og kunningja úr skóla og íþróttunum. Mér fannst ég ennþá velkominn heim í fjörðinn og varð hugsað til orðanna í lagi Megasar og Senuþjóf­anna um að hann hafnar þér ekki sá fjörður, hann­ aður af guði allsherjar en af sjálfum Bo full­ gjörður,“ segir Árni Rúnar, ánægður með að vera kominn aftur heim í Hafnarfjörðinn.

Frá því Árni Rúnar flutti aftur í Hafnar­ fjörðinn hefur hann látið til sín taka á ýms­ um sviðum. Hann hefur verið full­trúi Sam­ fylkingarinnar í Fjölskylduráði sl. tvö ár. „Já, ég gerðist eiginlega strax virkur þátt­takandi í starfi Samfylkingarinnar þegar ég flutti í bæinn. Mætti á fundi og fylgdist með starf­ inu. Þegar ég var beðinn um að taka sæti í Fjöl­skylduráði þá sló ég strax til ­vegna þess að þetta er málaflokkur sem ég hef mikinn ­á­huga á og öll velferðarmál eru mér hugleikin. Þau snúast í grunninn um að búa til samfélag þar sem allir eiga möguleika á því að verða virkir þátttakendur í samfélaginu og að tryggja öllum jöfn tækifæri í lífinu. Þetta er því sannarlega málaflokkur sem er öllum jafnaðarmönnum kær,“ segir Árni Rúnar um þennan málaflokk sem hann brennur svo sannarlega fyrir.

Óþolandi mismunun í knattspyrnuheiminum En Árni hefur látið til sín taka á fleiri sviðum. „Já, eiginlega frá því ég flutti aftur í Hafnar­ fjörð hef ég starfað fyrir kvennafótbolt­ann hjá FH og verið formaður Kvennaráðs knatt­spyrnudeildar FH í rúm tvö ár. ­Dóttir mín, Guðný Árnadóttir, er á fullu með meist­araflokki kvenna hjá FH og það fór einhvern veginn þannig að við Ragnhildur vorum komin á bólakaf í þetta starf fyrsta árið sem stelpan spilaði með meisaraflokk­ num. En við höfum mjög gaman af þessu þó ­þetta sé mikil vinna því við erum að starfa með skemmtilegu fólki; þjálfurum, leik­ mönnum, öðru stjórnarfólki og fjöldanum öllum af FH-ingum. Ég átti líka frumkvæði að því að stofna hagsmunasamtök félaga í ­efstu deild ­kvenna. Mér blöskraði nefni­ lega sú mismunun sem mér fannst vera til staðar í umfjöllun um kvenna- og karlafótboltann. Mismunun er reyndar kerfislæg í fótbolta­heiminum og því þarf að breyta en mér fannst rétt að byrja á því að berjast

fyrir aukinni umfjöllun hjá þeim sem eru með sýningarréttinn á báðum deildum. Okkur tókst að fá KSÍ í lið með okkur og niðurstaðan varð sú að sumarið 2016 var kvennaboltinn í fyrsta sinn með sinn eigin markaþátt á Stöð 2 Sport – og hann lifir góðu lífi enn í dag. Ég er virkilega stoltur af þessu verki okkar félaganna í efstu deild kvenna. En þegar kemur að mismunun kynjanna í fótboltaheiminum þá er mikið verk óunnið og það er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á að beita mér áfram fyrir,“ segir Árni Rúnar af miklum eldmóði þegar hann ræðir um knattspyrnuheiminn.

Jafnaðarstefnan aftur til öndvegis í Hafnarfirði Árni Rúnar er spenntur fyrir kosningunum framundan. Það er vor í lofti og hann vonast eftir góðri og sterkri útkomu hjá Samfylking­ unni. „Já, það er ekki laust við að maður finni smá spennu í loftinu. Þetta eru mikilvægar kosningar. Við sjáum að núverandi meirihluti undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur horfið af þeirri braut sem mörkuð var af jafnaðarmönnum á undanförnum árum og áratugum þar sem velferðar- og fjölskyldu­ mál voru sett í öndvegi og ávallt reynt að stilla álögum á barnafjölskyldur í hóf. Við sjáum núna að það er eiginlega hvergi dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa en í Hafnar­ firði. Við í Samfylkingunni viljum snúa þess­ ari þróun við og gera Hafnarfjörð aftur að framúrskarandi stað fyrir fjölskyldur til að setjast að og byggja upp sitt líf. En það gerist ekki nema Samfylkingin fái góða útkomu úr kosningunum næsta laugardag. Við erum alla vega full tilhlökkunar og trúum á góða niðurstöðu á laugardaginn Hafnfirðingum til heilla.“ Að þessu sögðu er Árni Rúnar aftur rokinn út í kosningabaráttuna.

9.


Tökum húsnæðismálin föstum tökum Sigurbjörg Anna Guðnadóttir er í áttunda sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hún er menntaður stærðfræðingur og starfar sem sérfræðingur í fasteignamati hjá Þjóðskrá Íslands. Sigurbjörg Anna er ötull talsmaður breyttra áherslna í húsnæðismálum og hefur vakið athygli fyrir greinar sem hún hefur skrifað í bæjarblöðin, meðal annars um þróun fasteignaskatta í Hafnarfirði og mikilvægi þess að bæjarfélagið taki höndum saman með félagasamtökum sem vilja byggja húsnæði án hagnaðarsjónarmiða. Hún gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir aðgerðarleysi og segir að það verði að taka þennan mikilvæga málaflokk miklu fastari tökum. „Árið 2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ganga til samstarfs við Bjarg íbúðafélag, sem rekið er af ASÍ og BSRB og án hagnaðarsjónarmiða, um uppbyggingu hagskvæms húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Félagið fékk úthlutað lóðum undir sex fjölbýlishús í Skarðshlíð og var ætlunin að hefja þar uppbyggingu um leið og hönnun yrði lokið. Í dag er staðan því miður sú að ekkert hefur gerst í þessu verkefni og uppbygging á vegum Bjargs nær allstaðar komin á fullt nema í Hafnarfirði. Í bænum okkar er bara allt stopp og óvíst hvað verður með þetta góða verkefni.“ En hver er ástæða þess að verkefninu miðar ekkert í Hafnarfirði?

Rósaganga Frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið duglegir að heimsækja bæjarbúa síðustu daga og kynna áherslur flokksins í komandi kosningum. Þessar myndir voru teknar á annan í hvítasunnu þegar frambjóðendur og stuðningsfólk voru þá á ferðinni í bænum.

10

„Í raun strandar bara á skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði. Félagið hefur fengið lóðirnar úthlutaðar og Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnframlög til verkefnisins en bæjaryfirvöld svara ekki óskum félagsins um breytingar á skipulagsskilmálum. Skipulag lóðanna gerir ráð fyrir 32-íbúða fjölbýlishúsum en félagið hefur óskað eftir því að fá að byggja minni íbúðir og fjölga íbúðunum. Það er óskiljanlegt hvers vegna bæjaryfirvöld hafa ekki komið til móts við þessar óskir, enda ætti þörfin fyrir smærri og hagskvæmari íbúðir öllum að vera ljós. Vegna þessarar tregðu í kerfinu hefur félagið einbeitt sér að uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum, m.a. í Reykjavík og þar er byrjað að úthluta íbúðum á vegum Bjargs.“ „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“, segir Sigurbjörg Anna. „Uppbygging húsnæðismarkaðar fyrir alla, óháð tekjum, er greinilega ekki í forgangi hjá fráfarandi meirihluta og það er áfellisdómur yfir honum. Húsnæðismálin eru hins vegar eitt af helstu áherslumálum hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði – þar verða þau tekin föstum tökum.“


Ætlum að láta Borgarlínu verða að veruleika Einar Pétur Heiðarsson verkefnastjóri skipar níunda sæti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hann er ötull talsmaður bættra almenningssamgangna og mikilvægi Borgarlínu. En hvað er Borgarlína og skiptir hún máli fyrir íbúa í Hafnarfirði? Einar segir Borgarlínu í raun vera betri strætó, kerfi sem aki í sérrými með örari ferðatíðni sem myndi gera almenningssamgöngur að hagkvæmari og raun­hæf­ ari kosti fyrir alla. „Þetta skiptir máli fyrir margar fjölskyldur hér í firðinum. Það er mun ódýrara að kaupa árskort í strætó en að reka heimilisbíl númer tvö eða þrjú. Ætli munurinn sé ekki einn á móti fimmtán (kr. 72.000.- fyrir árskort í strætó á móti kr. 1.100.000.- fyrir rekstur og afskriftir á ódýrum fólksbíl samkvæmt FÍB).“ „En Borgarlínan er annað og meira. Hún er grundvallarhugsun í skipulags­málum alls höfuðborgarsvæðisins. Borgar­línan er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja fjölmenn íbúða­hverfi án þess að bílastæði fylgi hverri ein­ustu íbúð eins og lagt er til í rammaskipulagi vestur hraunsins eða 5 mínútna hverf­isins eins og það hefur verið nefnt. Í því hverfi er gert ráð fyrir allt að 7.000 íbúum sem er um 10% af allri fjölgun íbúa höfuð­borgarsvæðisins fram til ársins 2040. Borgarlínan er ein forsenda þess að

hægt sé að byggja upp slíkt hverfi með hagkvæmum íbúðum sem þó eru tengdar kjarna atvinnusvæðisins með öflugum almenningssamgöngum. “Einar segir Borgarlínuverkefnið hluta af langtímahugsun í skipulagsmálum. „5 mínútna hverfið og Borgarlínan eru hvort um sig dæmi um langtímahugsun og samvinnu í skipulagsmálum sem þarf að ná þvert á flokka og yfir mörg kjörtímabil. Nú er það formlega orðið ljóst að sjálfstæðismenn í Reykjavík eru á móti þessu stóra og metnaðarfulla verkefni og félagar þeirra í Hafnarfirði treysta sér ekki til að lýsa yfir fullum stuðningi við það heldur. Með því eru þeir í raun að ganga gegn margra ára vinnu allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þeir standast ekki þá freistni að snúa stóru hagsmunamáli fjöldans upp í stökkpall fyrir sérhagsmuni frambjóðenda sinna. Þannig pólitík vinn­ ur gegn öllu sem heitir langtímahugsun í skipulagsmálum og það er vont fyrir allt samfélagið. Við verðum að reyna að halda stjórnmálunum á ögn yfirvegaðri og betri stað. Við í Samfylkingunni ætlum að halda ótrauð áfram í þessu samstarfi við hin sveitarfélögin og byggja áfram á þeirri vönduðu og góðu vinnu sem hefur verið unnin á þessu sviði. “

Hvað er Borgarlína? � Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuð­borgarsvæðisins til ársins 2040. � Borgarlína mun gera sveitarfélögunum kleift að mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. � Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þannig að ferðatími verði

Hvers vegna Borgarlína? samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. � Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með far­miða­ sjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. � Vagnarnir munu stöðva þétt við brautarpalla sem verða í sömu hæð og gólf vagnanna sem auðveldar aðgengi fyrir alla.

� Áætlað er að á næstu 25 árum fjölgi íbúum höfuðborgarsvæðisins um hátt í 40% eða um 70.000 manns.

� Ljóst er að umferðamál höfuðborgarkerfisins verði ekki leyst með annaðhvort öflugra gatnakerfi eða almenningssamgöngum.

� Haldist ferðavenjur óbreyttar mun þessi fjölgun valda erfiðleikum í samgöngum og auknum töfum í umferðinni.

� Því þarf samspil þessara tveggja lausna að koma til og þar munu afkastamiklar almenningssamgöngur gegna mikilvægu hlutverki fyrir íbúa svæðisins.

� Talið er að fram til 2040 muni ferðatími að óbreyttu lengjast um allt að 65%, vegalengdir aukast um 55% og umferðatafir um 80%.

11.


Kjörfundur í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22 Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli og Víðistaðaskóli Lækjarskóli Sólvangsvegi 4 1. kjördeild

2. kjördeild

3. kjördeild

Erlend búseta Óstaðsettir í hús Arnarhraun Austurgata Álfaberg Álfaskeið Álfholt Ásbúðartröð Berjahlíð Birkiberg Birkihlíð Birkihvammur

Bjarmahlíð Blikaás Brattakinn Brattholt Brekkuás Brekkugata Brekkuhlíð Brekkuhvammur Burknaberg Bæjarholt Bæjarhraun

5. kjördeild

6. kjördeild

Klettaberg Klettabyggð Klettahraun Klukkuberg Kríuás Krókahraun Kvistaberg Kvíholt Lindarberg Lindarhvammur Linnetsstígur Ljósaberg Ljósatröð Lóuás Lóuhraun Lyngbarð Lyngberg Lynghvammur Lækjarberg Lækjargata

Lækjarhvammur Lækjarkinn Mánastígur Mávahraun Melholt Miðholt Mjósund Mosabarð Móabarð Móberg Mýrargata Næfurholt Reyniberg Reynihvammur Selvogsgata Skálaberg Skipalón Skógarás

Dalsás Dalshraun Dofraberg Dvergholt Efstahlíð Einiberg Einihlíð Engjahlíð Erluás Erluhraun Eyrarholt

Fagraberg Fagrahlíð Fagrakinn Fagrihvammur Fálkahraun Fjarðargata Fjóluás Fjóluhlíð Fjóluhvammur Flatahraun Furuás Furuberg Furuhlíð

4. kjördeild Garðstígur Gauksás Glitberg Greniberg Grænakinn Gunnarssund Hamarsbraut Hamrabyggð Háabarð Háaberg Háakinn Háholt Háihvammur Hellubraut

7. kjördeild Skógarhlíð Skólabraut Sléttahraun Smárabarð Smárahvammur Smyrlahraun Sólberg Sóleyjarhlíð

Sólvangsvegur Spóaás Staðarberg Staðarhvammur Stapahraun Steinahlíð Stekkjarberg Stekkjarhvammur Stekkjarkinn Strandgata Stuðlaberg Suðurbraut Suðurgata

Hlíðarás Hlíðarbraut Hnotuberg Holtabyggð Holtsgata Hólabraut Hólsberg Hraunstígur Hringbraut Hvaleyrarbraut Hvammabraut Hvassaberg Hverfisgata

Hörgsholt Jófríðarstaðarvegur Kaldakinn Kelduhvammur Kjarrberg Kjóahraun Klapparholt Klausturhvammur Kléberg

8. kjördeild Suðurholt Suðurhvammur Sunnuvegur Svalbarð Svöluás Svöluhraun

Teigabyggð Tinnuberg Tjarnarbraut Traðarberg Trönuhraun Túnhvammur Urðarstígur Úthlíð Vallarbarð Vallarbraut Vallarbyggð Vesturholt Vitastígur

Víðiberg Víðihvammur Vörðuberg Þórsberg Þrastahraun Þrastarás Þúfubarð Öldugata Ölduslóð Öldutún Stök hús

Víðistaðaskóli Hrauntungu 7 9. kjördeild

10. kjördeild

11. kjördeild

12. kjördeild

13. kjördeild

Akurvellir Berjavellir Bjarkavellir Blómvangur Blómvellir Breiðvangur Brunnstígur Burknavellir

Daggarvellir Drangagata Drekavellir Einivellir Engjavellir Eskivellir Fífuvellir Fjóluvellir Fléttuvellir

Flókagata Furuvellir Garðavegur Glitvangur Glitvellir Hafravellir Heiðvangur Hellisgata Herjólfsgata Hjallabraut Hnoðravellir Hraunbrún Hraunhvammur

Hraunkambur Hrauntunga Hraunvangur Kirkjuvegur Kirkjuvellir Klettagata Klukkuvellir Krosseyrarvegur Kvistavellir Langeyrarvegur Laufvangur Merkurgata Miðvangur

Norðurbakki Norðurbraut Norðurvangur Nönnustígur Reykjavíkurvegur Skerseyrarvegur Skjólvangur Skúlaskeið Smiðjustígur Suðurvangur Sævangur Tunguvegur Unnarstígur

Vesturbraut Vesturgata Vesturvangur Víðivangur Vörðustígur Þrúðvangur

Kosningakaffi og akstur á kjörstað Allir velkomnir í kosningakaffið okkar á kjördag frá klukkan 10 til 18

Kosningavaka hefst klukkan 20:00 Samfylkingin býður kjósendum uppá akstur á kjörstað á kjördag. Strandgötu 43 - Sími: 766-9458

Profile for Ulfar Danielsson

Samfylkingin Bærinn okkar 3. tlb  

Fréttablað Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Samfylkingin Bærinn okkar 3. tlb  

Fréttablað Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Profile for ulfardan
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded