Page 1

Gítarhátíð á Akureyri Græna hattinum 12 – 13. maí 2011

Kazumi Watanabe, frægasti gítarleikari japana, og Björn Thoroddsen verða aðalgestir hátíðarinnar. Gítaristum sem eiga sterka tengingu við Akureyri verður gert hátt undir höfði og meðal þeirra sem koma fram má nefna Snorra Guðvarðarson, Kristján Edelstein, Matti Tapani Saarinen, Gunnar Ringsted, Andra Ívarsson, Mána Konráðsson, o.fl. Í rythmasveitinni spila tveir af aðal kennurum tónlistarskólans, þeir Halldór G. Hauksson og Stefán Ingólfsson, deildarstjóri.

Græni hatturinn verður heiti pottur gítarveislunnar. Hatturinn hefur haldið úti öflugu menningarlífi í bænum síðan almennir tónleikar hófust þar. Það eru fáir íslenskir tónlistarmenn úr rythmíska geiranum sem ekki hafa leikið þar. Allir íslenskir tónlistarmenn bera mikla virðingu fyrir Græna hattinum og er staðurinn orðin ákveðið kennileiti í rythmískri samtímatónlist.. Dagskrá gítarhátíðarinnar mun höfða til breiðs hóps, enda verður allt frá frá há-klassískum gítarleik yfir í „You Really Got Me“ með Kinks á boðstólum.

Fimmtudagur 12. maí kl. 21:00 - verð kr. 2.000

Kazumi, Björn, Snorri, Gúi, Matti, Andri, Máni, Krissi, Halli Gulli, Stebbi.

Föstudagur 13. maí kl. 21:00 - verð kr. 2.000

Kazumi Watanabe og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit og gestum.

Græni Hatturinn, Hafnarstræti 96, Akureyri sími: 461 4646

TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI

Masterclass  

Kazumi Watanabe og Björn Thorodssen

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you