Page 1

Guðmundur Steingrímsson • s 4

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir • s 6

BACK TO SCHOOL tíska • s. 8

Kvikmyndaskóli Íslands • s 12

No. 2/2011

Mamma þín er Auddi! Hittumst Guðmundur Steingrímsson

Heldur með Arsenal

4

6

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir

Strákar & Stelpur

Back to school Tíska

Dr. Love

Pétur Jóhann Sigfússon er fæddur árið 1972 og því óðfluga að nálgast fimmtugsaldurinn. Þessi litli sæti maður hefur orðið frægari með hverju árinu sem líður frá því hann hóf störf í sjónvarpi. Í dag er hann frægur leikari og skemmtikraftur. Það er því óhætt að segja að Pétur sé að upplifa íslenska drauminn. Skólalíf hitti Pétur á ónefndu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og spjallaði við hann um lífið og tilveruna. Klukkan er átta að morgni, en eins og allir vita vaknar Pétur Jóhann Sigfússon eldsnemma á hverjum degi til þess að baka brauð fyrir konuna sína og taka til morgunmat fyrir börnin sín. Það var því vel vaknaður og hress maður sem birtist annars vel úldnum og ósofnum blaðamanni Skólalífs á þessum fína haustmorgni.

Aðspurður um hvað hann sé að gera þessa dagana, svarar Pétur því til að hann sé að ljúka við gerð nýrrar sjónvarpsþáttaraðar, Heimsendi, sem verður sýnd á Stöð 2 í október. Þættirnir gerast á afskekktri geðdeild úti á landi. Þar skapast umsátursástand um verslunarmannahelgina 1992. Pétur leikur Lúðvík sem er iðjuþjálfi og einstaklega glaðlyndur og jákvæður maður. Þetta eru því dramatískir þættir með spennuþrungnu ívafi, að sögn Péturs Jóhanns. Þegar Pétur er spurður að því hvort hann sé á réttum stað í lífinu akkúrat núna er svarið stutt og hnitmiðað, Ójá! Pétur var að eignast sitt þriðja barn og er því að vonum ofboðslega ánægður með lífið. En er Pétur Jóhann

7

hamingjusamur og hvað er hamingja fyrir honum? “Já, ég er mjög svo hamingjusamur. Hamingja fyrir mér er að kunna að njóta lífsins. Ef maður kann að njóta lífsins, fá allt út úr því sem maður getur, þá er maður hamingjusamur.” Á síðustu árum hefur Pétur komið fram og sýnt virkilega magnaða leikhæfileika í hlutverki sínu sem Ólafur Ragnar Hannesson. Blaðamanni fannst fróðlegt að vita hvort leiklistin sé Pétri meðfædd eða hvort hann hafi þurft að hafa mikið fyrir túlkun sinni á Ólafi Ragnari? “Leiklist hefur heillað mig frá því að ég var ungur drengur. Ég horfði mikið á bíómyndir og geri enn og skoða bara hvernig menn gera þetta þar. En svo er líklega eitthvað af þessu meðfætt. Að leika Ólaf Ragnar lá frekar vel við mér, þar sem það er svo mikið af mér í honum“, segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þegar Pétur er spurður að því hvort hann stefni að einhverju sérstöku í lífinu almennt, er svarið “Ég stefni að því að taka mótorhjólapróf”. Blaðamaður faðmar Pétur þá að sér og biður hann að fara varlega í umferðinni. Áhugamál Péturs eru Laxveiði og Golf, það þykir honum gaman. Til þess að slaka á eftir erfiðan vinnudag, þvær Pétur bílinn sinn eða fer í göngutúr. Svo er lestur góðra bóka og sjónvarpsgláp alltaf góð leið til afslöppunar líka.

8

9

Blaðamaður spyr: “Þegar þú horfir á sjálfan þig í speglinum á morgnana, hvað sérðu þá? “Pétur Jóhann svarar: “Kyntröll.” “Ef þú værir að leika í Hollívúdd kvikmynd á móti Jacki Chan, hvað myndirðu gera?” Pétur Jóhann var ekki lengi að svara því: “Ég myndi kaupa mér nýja skó.” Uppáhaldskvikmyndir Péturs eru Godfather myndirnar og Plains Trains & Automobiles, þær getur hann horft á aftur og aftur og aftur og aftur. Tal okkar snýst að pólitík. “Hvar stendur Pétur Jóhann Sigfússon í pólitík?” Pétur svarar: “Ég stend hvergi [...]

Scene.is

15

s. 2

Vilt þú vinna Sony Playstation 3 320GB leikjatölvu að verðmæti kr.64.990.- ? Það eina sem þú þarft að gera er að kíkja á Facebook síðu Skólalífs og setja inn fyndna mynd af þér. Sá sem fær flest LIKE á sína mynd - vinnur tölvuna!


2

Mamma þín er Auddi! s. 1

[...]í pólitík og ef ég gæti einhverju breytt í landsmálunum þá myndi ég láta malbika Esjuna fyrir hjólabrettafólk. Það vantar góða aðstöðu fyrir hjólabrettafólk.” Blaðamaður ákveður því næst að taka Pétur Jóhann í smá þriðju gráðu yfirheyrslu og hér er afraksturinn:

Blaðamaður: “Hvað finnst þér um gamalt fólk, verandi svona gamall sjálfur?” Pétur Jóhann: “Gamalt fólk er yndislegt.” Blaðamaður: “Er það ekki rétt að karlmenn séu mikið gáfaðri en konur og ættu konur þá ekki að skilja það og virða?” Pétur Jóhann: “Gáfur eru ofmetnar. Konur eru mikið skynsamari en karlar.” Blaðamaður: “Hver ræður á þínu heimili?” Pétur Jóhann: “Ég, að sjálfsögðu!” Blaðamaður: “Þværð þú þvott, þrífur og eldar?” Pétur Jóhann: “Að sjálfsögðu geri ég það.” Blaðamaður: “Ert þú hræddur við konur?” Pétur Jóhann: “Ég hræðist ekkert!” Blaðamaður: “Eru Sveppi, Auddi, Simmi og Jói kúgaðir af sínum eiginkonum eins og þú? Pétur Jóhann: “Mamma þín er Auddi!” Blaðamaður: “Áttu systkini?” Pétur Jóhann: “Ég á fimm systkini á aldrinum 30-49 ára.” Blaðamaður: “Hvað er vinátta?” Pétur Jóhann: “Vinátta er verðmæt.” Blaðamaður: “Ertu leiðinlegur?” Pétur Jóhann: “Það er allur gangur á því.” Blaðamaður: “Hvenær áttu afmæli?” Pétur Jóhann: “Í apríl.” Blaðamaður: “Hjúskaparstaða þín?” Pétur Jóhann: “Ég er í sambúð með yndislegri konu.” Blaðamaður: “Í hvaða framhaldsskóla varstu?” Pétur Jóhann: “Ég var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.” Blaðamaður: “Hvernig týpa varstu?” Pétur Jóhann: “Týpa 20000002222878768” Blaðamaður: “Varstu góður nemandi?” Pétur Jóhann: “Ég var afbragðsnemandi.” Blaðamaður: “Hvert er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér?” Pétur Jóhann: “Það mun hafa verið að taka til í bílskúrnum, það var óhemju skemmtilegt verkefni sem ég seint gleymi.” Blaðamaður: “Hvert er leyndarmálið á bak við velgengni þína?” Pétur Jóhann: “Það er algjört leyndarmál!” Blaðamaður: “Hver er besti íslenski leikarinn að þínu mati?” Pétur Jóhann: “Við erum allir góðir!” Blaðamaður: “Ef þú hefðir ekki orðið leikari, hvað hefðirðu þá orðið?” Pétur Jóhann: “Ég hefði mjög líklega orðið úrsmiður.” Blaðamaður: “Ég held að enginn hafi séð þig í slæmu skapi, hvernig ferðu að því að vera alltaf svona hress?” Pétur Jóhann: “Þetta er allt í kaffinu.”

Leiðari

SKOLALIF.is No. 2/2011 Leiðari Skólalíf 2.tbl. Fimmtudaginn 25.ágúst s.l. kom út fyrsta tölublað glæsilegs fréttablaðs fyrir ungt fólk. Blaðið hlaut nafnið Skólalíf. Skólalíf er mjög lýsandi heiti á slíku blaði og tilgangur þess skýr. Viðtökurnar við blaðinu voru framar öllum vonum. Lesendur blaðsins voru einstaklega ánægðir með að fá svo veglegt blað til lesturs, frítt. Skólalíf er nefnilega mjög veglegt blað, stútfullt af skemmtilegu efni. Við förum ótroðnar slóðir í efnisvali og ekkert er okkur óviðkomandi. Nú er loksins kominn vettvangur fyrir ungt fólk sem vill láta ljós sitt skína. Skólalíf tekur við efni frá öllum framhaldsskólanemum og ekkert er okkur óviðkomandi sem snertir ungt fólk. Það er von okkar að þetta 2.tbl Skólalífs komi jafnvel eða betur út en fyrsta blaðið okkar. Við erum rétt að byrja og stefnum ótrauð á vikulega nú eða mánaðarlega útgáfu í allan vetur eins og hægt verður. Markmiðin eru háleit en ef þú setur ekki markið hátt, þá áttu á hættu að standa í stað. Skólalíf er komið til að vera, til að vera sameiginlegur vettvangur framhaldsskólanemenda á Íslandi, bæði til þess að tjá sig og fá upplýsingar frá öðrum. Njótið.

Í skólann Stórsnjallir skólafélagar á frábæru verði í verslunum Vodafone Komdu við í verslunum Vodafone og græjaðu þig fyrir skólaárið. Við bjóðum frábæra síma sem þú getur stútfyllt af skemmtilegum og gagnlegum forritum. Þeir nýtast þannig bæði sem fyrirtaks skólafélagar og traustir námsráðgjafar.

vodafone.is

Að lokum er Pétur spurður að því hvar hann sjái sjálfan sig eftir 20 ár og hvert sé hans drauma hlutverk. Hann er ekki í vandræðum með að svara því frekar en öðru og segir að eftir 20 ár verði hann 59 ára gamall og að draumahlutverkið hans sé og verði alltaf pabbahlutverkið. Eftir mjög áhugavert spjall kveðjum við þennan frábæra einstakling, Pétur Jóhann Sigfússon, sem þýtur út um hurðina á hraðleið heim til þess að hugsa um konuna sína og nýfædda strákinn þeirra.

Kaupauki

Kaupauki

200MB gagnamagn eða Risafrelsi

200MB gagnamagn eða Risafrelsi

Útgáfufélag: 1949 ehf Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðjón B. Gunnarsson, fbg@skolalif.is Ritstjóri: Alexsandra Sif Jónsdóttir, alexsandra@skolalif.is Ritstjórn: Friðjón B. Gunnarsson Alexsandra Sif Jónsdóttir Ívar Guðmundsson Pétur Elvar Sigurðsson Kristján Már Sigurbjörnsson Chanel Björk Umbrot og hönnun: Tomasz Urban www.skolalif.is : Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðjón B. Gunnarsson Ritstjóri: Ívar Guðmundsson, ivarg@skolalif.is Vefstjóri: Páll Ágúst Ragnarsson, pall@skolalif.is Skólalíf er nýr og ferskur fjölmiðill fyrir ungt fólk. Blaðið kemur út vikulega, alltaf á fimmtudögum. Því er dreift til allra framhaldsskóla á landinu, þar sem nemendafélögin taka við því og sjá um dreifingu innan síns skóla. Blaðið er einnig hægt að fá sent heim á kostnað viðtakanda.

Guðmundur Steingrímsson

Vodafone 858

LG Optimus One

22.990 kr.

35.990 kr.

Android 2,2 stýrikerfi 2MP myndavél /3G og WiFi /GPS

Android 2,2 stýrikerfi 3,15MP myndavél /3G og WiFi /GPS


4

SKOLALIF.is No. 2/2011

Guðmundur Steingrímsson Guðmundur Steingrímsson, þingmaður, er áhugaverður náungi. Við ákváðum að taka hann tali og skjóta á hann nokkrum skemmtilegum spurningum. Hvað villtu verða þegar þú ert orðinn stór? Eldri maður sem situr brosmildur með sunnudagssteikina við endann á borðstofuborðinu og hlustar á uppkomin börn sín, maka þeirra og börn þeirra tala hvert í kapp við annað um lífið og tilveruna. Hver er uppáhalds liturinn þinn? Fjólublár. Það er líklega vegna þess að ég vakna mikið þessa dagana við Purple Rain í símavekjaraklukkunni. Pepsi eða Coke? Pepsi Max. Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn? Ég geng varla í öðrum buxum en buxunum frá Farmers market þessa dagana. Þannig að ætli sá hönnuður sé þá ekki uppháhaldshönnuðurinn minn. Hvað er inni í Alþingi? Mér sýnist málþóf vera málið. Ég sjálfur tek ekki þátt í því og er því á skjön, væntanlega. Hver er sætasta stelpan/strákurinn í vinnunni? Ég reyni að horfa ekki á kollega mína með þeim gleraugum. Hver er vinsælastur? Miðað við hversu margir vilja alltaf hafa Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í þingsal og verða reiðir ef hún er ekki í þingsal, að þá hlýtur hún að vera vinsælust. Lýstu rómantískri stund. Uppi í bústað að vetrarlagi. Stjörnubjartur himinn. Ég og Alexía. Göngutúr í úlpum. Arineldur. Rauðvín. Skilgreindu kynþroska. Þegar maður tekur upp á því að lita á sér hárið til þess að ganga í augun á stelpum. Það mistókst btw. Átti að verða ljóst en varð grænt.

Vandræðalegasta mómentið þitt. Þegar ég, sex ára, hrópaði “sparkaðu í punginn á henni” þegar einhver slagur á skólalóðinni milli stelpu og stráks var í gangi. Ömurlega illkvittið hróp hjá mér, auðvitað, sem er vandræðalegt eitt og sér, en háðuleg augnatillit samnemenda sem fylgdi í kjölfarið var verra. Ég áttaði mig á því að ég greinilega vissi ekki sumt um líffræði. Besti frasi? Ég er upptekinn af einföldum sannindum þessa dagana, eins og t.d.: Maður veit ekki allt í einu. Komdu með pikk-up línu? Hittumst. Hvernig virkaði hún? Vel. Hvernig ætlar þú (þinn flokkur) að leysa skuldir heimilanna? Það mál verður ekki leyst með einni töfralausn. Til þess að skuldir heimilanna verði eðlilegar og fólki þolanlegar þarf grundvöllur efnahagslífsins að breytast. Hann þarf að verða stöðugri svo að vextirnir fari niður. Þegar grundvöllurinn er óstöðugur, og krónan sveiflast upp og niður, verða lánin dýr og áhættusöm. Að koma skikki á efnahagslífið, þannig að það verði stöðugra, er stærsta hagsmunamál ungs fólks á Íslandi sem stendur frammi fyrir því einhvern daginn að kaupa sér bíl og íbúð. Ég held að við eigum að leita í gjaldmiðlasamstarf við önnur ríki Evrópu til þess að koma á þessu stöðuga umhverfi. Þá lækka vextir og skuldir verða bærilegri. Með eða á móti skattahækkunum? Við því er ekkert eitt svar. Almenna svarið er svona: Við þurfum að skilgreina betur hvað við viljum að ríkið geri. Svo þurfum við að afla þeirra tekna, með sköttum, sem þarf til þess að ríkið geti boðið upp á þá þjónustu. Svo þarf að passa að ríkið þenjist ekki út. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Grameðla. Af hverju? Vegna þess að ég kann að herma eftir henni. Ef þú fengir að eiga nótt á móteli með frægri manneskju að eigin vali, hvaða manneskja væri það? Helena fagra. Hvaða líkamshluti er fallegastur? Augun.

Stundum flott stundum bara eitthvað rugl...... Taktu myndavélina alltaf með þér hvert sem þú ferð, framhaldsskólaárin eru mikilvægasti tími lífs þíns, njóttu þeirra í botn með Lomo þér við hlið sem besta skólafélganns. Lomo er eins og mamma þín þú getur aldrei vitað hvernig hún bregst við. Lomo er eins og innri rödd þín sem framkallar minningar sem þú munt aldrei gleyma. Lomo bíður bara handan hornsins og segir,... hæ þú sæta/sæti.. bíddu geymum þessa stund, festum hana á filmu. Vissir þú að bestu myndirnar koma á þessum óundirbúnu augnablikum þegar engin á von á að það sé verið að taka mynd, þess vegna er svo mikilvægt að vera með Lomo með sér á nóttu sem degi.

Við erum með 10 Lomo reglur sem þú skalt mun en þær eru: 1. 2. 3. 4. 5.

Taktu myndavélin alltaf með þér hvert sem þú ferð. Notaðu hana alltaf á nótt sem degi. Lomo truflar ekki líf þitt, Lomo er hluti af lífinu. Prufaðu að taka mynd frá mjöðminni Reyndu að nálgast viðfangsefnið eins nálægt og þú mögulega getur. 6. Ekki hugsa rassgat um af hverju þú ert að taka mynd. 7. Vertu snöggur/snögg 8. Þú þarft ekki að vita fyrirfram hvað kemur fram á filmunni. 9. ... né heldur eftrá. 10. Ekki hafa áhyggjur af einhverjum reglum

Veldu þér Lomo vél sem hentar þínum Karakter og mættu með eitthvað nýtt og öðruvísi... veldu þér svo réttu filmuna sem gefur þér réttan tón fyrir daginn eða kvöldið. . vertu Lomographer okkur vantar fleiri félaga í okkar samfélag.

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir

Hans Petersen - Ármúli 38 - 105 Reykajvík - Sími: 412 1800 - hanspetersen@hanspetersen.is


6

SKOLALIF.is No. 2/2011

7

SKOLALIF.is No. 2/2011

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir

Strákar & Stelpur Nafn: Guðrún Arnalds Aldur: 18 ára Skóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Braut: Óskilgreindri braut Ertu á lausu: Nei

Nafn: Auður Björg Baldursdóttir Aldur: 17 ára Skóli: Menntaskólinn við Sund Braut: Félagsfræðibraut Ertu á lausu: Nei

Nafn: Sigrún Erla Karlsdóttir Aldur: 23 ára Skóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Braut: Listabraut Ertu á lausu: Nei Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir er 17 ára gömul stelpa úr Grindavík sem hefur verið að gera það mjög gott í fótbolta með Grindavík. Hún byrjaði að æfa fótbolta með Grindavík fyrir 11 árum síðan, þá aðeins 6 ára gömul. Ingibjörg var fyrst valin í u17 landsliðið nú í sumar þegar þær fóru til Sviss að keppa í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins. Ingibjörg spilaði í stöðu vinstri bakvarðar þegar hún byrjaði að æfa og keppa með meistaraflokki. Hún fór svo að spila meira á miðjunni eftir því sem leið á sumarið og var einstöku sinnum sett í miðvörðinn en það var þó mjög sjaldan segir hún. „Það eru yfirleitt fótboltaæfingar 5 sinnum í viku og svo leikur. Við fáum oftast einn frídag í viku en þá fer maður út að skokka eða í sund eða eitthvað svoleiðis í staðinn.“ segir Ingibjörg. Ef hún þyrfti að velja annað lið á Íslandi til að spila fyrir myndi hún velja ÍBV. “Ég spilaði fyrir Jón Óla, þjálfara ÍBV þegar ég var yngri og hann náði mjög vel til mín, ég vona að ég fái að spila fyrir hann einhvern tímann aftur.” Ingibjörg æfir einnig körfubolta með Grindavík og stendur sig vel og greinilegt er að hér er hæfileikarík stelpa á ferð. Hún hefur einnig æft körfubolta síðan hún var 6 ára gömul og hefur ekki viljað gera upp á milli ennþá. Eftir að hún byrjaði að æfa með meistaraflokki í fótbolta þá hefur hún verið að leggja meiri áherslu á hann og klárar fótboltasumarið áður en hún byrjar í körfunni á veturna. “Það er frekar erfitt að koma inn í mitt tímabil í körfunni en þetta gleymist svo sem ekki.“ segir Ingibjörg Yrsa. Ingibjörg er á náttúrufræðibraut í Verzlunarskóla Íslands. “Þetta er mjög skemmtilegur skóli, frábært og vel skipulagt félagslíf og mjög gott nám sem undirbýr mann vel fyrir háskóla.“ Ingibjörg ætlar að klára menntaskólann hér heima en langar eftir það að reyna að fá skólastyrk vegna fótboltans og fara í háskóla í Bandaríkjunum. Hún segist vera mjög óákveðin með það í hverju hún ætlar að mennta sig og ætlar bara að leyfa því að ráðast. Í framhaldi af háskólanáminu segist hún klárlega stefna á atvinnumennskuna. “Stefna ekki allir á að vinna við það sem þeim finnst skemmtilegast? Það væri allaveganna draumur fyrir mig að fá borgað fyrir að spila fótbolta allan daginn.“ segir Ingibjörg. Aðspurð um enska boltann segist hún reyna að fylgjast með honum þegar hún hefur tíma en annars les hún bara um leikina á fótbolti.net. Hún heldur með Arsenal en er ekki mikið að auglýsa það þessa daganna eftir 2-8 tapið á móti Manchester United. Hún er viss um að titillinn fari til Manchester borgar, bara spurningin hvort það verði Manchester United eða Manchester City. Uppáhaldsíþróttamaðurinn hennar er Micheal Jordan, ástæðuna segir hún vera að hann sé frábær íþróttamaður í alla staði. Það er svo margt sem hann hefur sagt og gert sem getur hjálpað manni að verða betri íþróttamaður fari maður eftir því. Lykillinn að velgengninni er að sjálfsögðu fólginn í mörgum hlutum. Hollt mataræði, góður svefn og heilbrigður lífstíll eru grundvöllur þess að ná árangri. En það sem hún telur skipta langmestu máli er andlega hliðin. “Það að hafa trú á sjálfum sér er lykillinn að því að ná framförum og verða betri leikmaður. Að tala við sjálfan sig og ýmsar aðrar leiðir eru mikilvægar til þess að styrkja sjálfstraustið. Það sem virkar best fyrir mig er svo líka að sjá ákveðin leikatriði fyrir mér í huganum áður en ég fer út á völlinn, ég sé fyrir mér atvik sem munu koma fyrir í leiknum og leysi þau í huganum. Þá er ég betur tilbúin að takast á við þau þegar þau gerast svo í raunveruleikanum.”

Strákar & Stelpur

Nafn: Auður Elísabet Baldursdóttir Aldur: 18 ára Skóli: Menntaskólinn við Sund Braut: Eðlisfræði Ertu á lausu: Já

Nafn: Davíð Steinn Sigurðarson Aldur: 18 ára Skóli: Menntaskólinn við Sund Braut: Hagfræðibraut Ertu á lausu:

Nafn: Arnór Hafsteinsson Aldur: 17 ára Skóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Braut: Íþróttafræði Ertu á lausu: Nei

Nafn: Daryl Þór Juarez Aldur: 17 ára Skóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Braut: Almennri braut Ertu á lausu: Já

Nafn: Bárður Gísli Guðjónsson Aldur: 18 ára Skóli: Menntaskólinn við Sund Braut: Félagsfræðibraut Ertu á lausu: Já

BACK TO SCHOOL tíska


8

SKOLALIF.is No. 2/2011

9

SKOLALIF.is No. 2/2011

BACK TO SCHOOL tíska Vaknar þú oft á morgnanna og átt í vandræðum með að velja í hverju þú átt að fara í skólann? Áhyggjurnar þínar stoppa hér. Við þekkjum það öll að vilja líta vel út þegar haustönninn byrjar og skólabjöllurnar hringja. Nýnemar vilja gera gott „first impression“ og eldri nemendur vilja að sjálfsögðu þeim busunum „who is the boss“. Einhvern veginn er fataval alltaf mjög mikilvægur þáttur til að ná þessum markmiðum fram. En hér eru nokkur ráð svo þú lendir ekki í stress kasti á hverju morgni:

1. Veldu föt kvöldið áður Það borgar sig alltaf að vera skipulagður. Kíktu aðeins í fataskápinn áður en þú ferð að sofa og hugsaðu þér aðeins um hvernig þú vilt klæða þig fyrir næsta skóladag. Það getur verið að þú komist ekki að nákvæmri niðurstöðu, en þú munt allavegna hafa nokkrar hugmyndir.. sem mun hjálpa mjög mikið daginn eftir.

2. Þæginlegir skór

3. Litríkt!

Skór gera rosalega mikið fyrir heildar look-ið. En auðvitað viljum við ekki eyðileggja fæturnar okkar eftir langan skóladag í pinnahælum. Veldu þér þæginlega skó, en mikilvægt er að þeir líti vel út og eru ekki sóðalegir. Ef þú kýst að ganga í strigaskóm, mæli ég eindregið með Converses skór. Þeir eru klassískir og líta alltaf vel út við gallabuxur, stuttermaboli og jakka eða þess vegna gólfsíðan kjól og gallajakka.

Um leið og sólin byrjar að skína eiga íslendingar það til að klæða sig mun litríkara, í sumar sáust fólk á miðbæjargötunum í afar litríkum fötum og það sást hvergi svartar né gráar flíkur í fatabúðunum. En svo skellur vetrarmyrkrið á og fatavalið fer sömu leið. Ekki falla í þá gryfju að klæðast eins og þú sért á leið í jarðaför. Litríkir treflar eða sokkar gera mikið til að lífga upp á dressið. Ég mæli með Happy Socks sem eru seldir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, en meðal annars í Dr. Denim á laugarveginn. Þar geturðu fundið skemmtilega sokka með mynstri sem kemur rosalega vel út við cigarette gallabuxum og oxford skóm Dæmi:

Pinna hælar hafa verið að lauma sig aftur inn í spotlightið. En svo virðist vera að við búum í landi þar sem veðurfarið leyfir okkur ekki að ganga í svoleiðis skóm. Skór með platformi eða fylltum hæl er frábær kostur ef þér langar að vera aðeins fínni. En passaðu að velja góða skó, þar sem þú vilt ekki lenda í því að skemma nýju fína skóna þína í rigningunni meðan að þú ert að bíða eftir strætó.

Dr. Bréf til Dr. Love

Finndu þér skær rauðan, gulan, bláan eða bleikan trefil og notaðu það við svartan blazer, svartar gallabuxur og bol til fá þetta klassíska en trendy look. Ef þú þorir að vera aðeins djafari í vetur mæli ég með litríka felda eins og var sýnt á runway pöllunum hjá Gucci. Spakmannsspjarir eru að selja svipaðar flíkur en það er líka hægt að kaupa sér hvítan feld í t.d. Spútnik eða Rokk og Rósir og lita það með bleikum, fjólubláum eða bláum fatalit.

Kæri Dr. Love Ég verð stundum aumur í brjóstunum eins og það sé að streyma mjólk í brjóstin og svo finnst mér brjóstin á mér vera svo svakalega stór, svona miðað við að ég er 18 ára strákur í menntaskóla. Hvað heldurðu að sé að gerast hjá mér? Kveðja Jónas Kæri Jónas, Brjóst geta aldrei orðið of stór. Það er ekkert eins skemmtilegt og að troða fésinu á sér á milli tveggja stórra brjósta og gera svona brbrbrbrbrbrbrbrbr. Alveg hreint stórkostlegt. Ég man að einu sinni var ég í Tailandi og sá svona svakalega fallegan barm, man ekkert hvort það var kerling eða strákur – hugsanlega var það bæði… en allavega – ég sá þennan ofboðslega flotta barm og ég bara dýfði mér inn og gerði brbrbrbrbrbrbrbr og það var æðislegt – og alveg ókeypis. Sumar kerlingar vinna við það eitt að vera með stór brjóst. Stór brjóst eru æðisleg og dásamleg. Þú ert ferlega heppinn maður – skruggurnar fíla stráka með stór brjóst – þeim finnst æðislegt að láta slá sig með brjóstum og gera svona brbrbrbrbrbrbr líka. Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað kallinn. P.s. stop being a looser – be a WINNER. Lots of Love from Dr.Love Kæri Dr. Love Vinkona mömmu minnar er svolítið sérstök. Það er frekar langt síðan hún var síðast í sambandi og nú er hún farin að taka upp á því að strjúka mér öllum og nudda sér upp við mig þegar við hittumst í fjölskylduboðum. Mér finnst þetta bæði óþægilegt og pínulítið spennandi þar sem hún er jú hot kerling þrátt fyrir að vera orðin svona gömul. Hvað finnst þér að ég eigi að gera? Kveðja Starkaður Kæri Starkaður, Dr. Love elskar gamlar kerlingar. Þær eru æðislegar. Þeim finnst allt gott. Næst þegar þið eruð í fjölskylduboði, þá skaltu prufa að slá hana létt á bossann og sjá hvað gerist. Með svona gamla ósnertaílangantíma kerlingu, þá ætti hún að hníga niður og fá orga á staðnum. Þá veistu hvað þú þarft að gera, hittu kerlinguna í hljómskálagarðinum, farðu með hana inn í runna og raspaðu hana duglega. Þessar gömlu elska að gera það á almannafæri. Ef svo ólíklega vildi til að kerlingin myndi ekki fíla þetta, þá geturðu alltaf farið bara með hana úr úr runnanum og á gangstéttina og flengt hana þar. Lots of Love from Dr.Love

Kæri Dr. Love Ég er skotin í strák sem er með mér í bekk. Hann er ofboðslega svalur og flottur en ég er frekar ófríð og með lítil brjóst og freknur og spangir. Ég get ekki hætt að horfa á hann og læt mig dreyma um hann alla daga og allar nætur. Svo býr hann í húsinu við hliðina á mér og það gerir málið enn verra því ég sé hann alla daga. Ég held samt að ég eigi ekki séns í hann. Dettur þér eitthvað í hug sem gæti hjálpað mér? Kveðja Jórunn Kæra Jórunn, Það er sannarlega ekki auðvelt að ráðleggja þér með þetta. Það er engin manneskja fallegri en önnur manneskja. Við erum öll eins að innan – útlitið er bara það sem við sjáum og hrífumst að úr fjarlægð. Lítil brjóst eru sexy – öll brjóst eru falleg og spangir eru hrikalega flottur í oral. Freknurnar er víst lítið hægt að gera með – þú verður bara að þola þær. Næst þegar þú sérð gaurinn á gangi þá skaltu bara stökkva á hann með tungu,spöngum,freknum og brjóstum og sjá hvað gerist. Nú ef allt fer á versta veg og gaurinn er gay, þá bara er það þannig og þú snýrð þér bara að einhverju öðru. Lots of Love from Dr.Love Kæri Dr. Love Sko ég er í þvílíku uppnámi hérna sko ha. Pabbi bestu vinkonu minnar sko þvílíkt hot gæi sko hann sko er alveg þvílíkt að reyna við mig ha. Hann bara er að bjóða okkur í bíó með sér ha og á kaffihús ha og í bíltúr gefur manni ís og hreyting og alles. Geðveikt fínn náungi sko ha. Vinkona mín sér þetta sko alveg ha en það er eins og henni sé alveg sama sko og mamma hennar ha er alveg ýkt dauðyfli og karlin örugglega bara þunglyndur eða eitthvað ha. Hvað á að gera ha? Kveðja Sigga Kæra Sigga, Gaurinn er náttúrulega bara pervert af verstu gerð. Vita foreldrar þínir af þessu? Geðveikt gamall gaur að reyna við dóttur þeirra. Ég myndi segja nei, næst þegar hann vill gera eitthvað með þér og vinkonu þinni. Þetta getur verið stórhættulegt, gaurinn getur fengið hjartaáfall á hverri stundu – hvað er hann gamall? Giska á að hann sé c.a. 40 ára samkvæmt lýsingunni frá þér. Gaurar sem eru komnir á þann aldur fá hjartaflökt bara við það að sjá brjóstaskoru. Passaðu þig á þessu og gakktu í rúllukragapeysu og helst kjól af ömmu þinni þegar hann sér þig næst. Lots of Love from Dr.Love

Dr. Dr. Love er óháður ráðgjafi, sem starfar ekki hjá Skólalífi. Bréf til hans eru birt án ábyrgðar og svör hans líka. Ekki ber að taka ráðleggingum Dr.Love of alvarlega né heldur fara eftir þeim.

Dr. Love

Nærmynd af raðmorðingja • Charles Starkweather


10

SKOLALIF.is No. 2/2011

Nærmynd af raðmorðingja Charles Starkweather

Charles Raymond Starkweather fæddist í Lincoln, Nebraska þann 24.nóvember,árið 1938. Hann var þriðji í röð sjö systkina. Fjölskyldan var vel liðin og börnin hlýðin. Þrátt fyrir að vera í stétt verkafólks, skorti fjölskylduna aldrei neitt. Faðir hans, Guy Starkweather var ágætis náungi, smiður að mennt en var oft atvinnulaus vegna liðagigtar í höndum. Á meðan faðir hans var atvinnulaus, sá móðir þeirra fyrir fjölskyldunni með því að vinna sem þjónustustúlka. Starkweather stundaði nám við Saratoga Elementary School, Irving Middle School og Lincoln High School í Lincoln. Hann átti í erfiðleikum í skóla vegna mislangra fóta og málhelti sem olli því að hann varð fyrir stöðugu einhelti skólafélaga sinna. Honum gékk námið hægt og var sakaður um að leggja aldrei neitt á sig. Síðar kom það þó í ljós að hann sá frekar illa allt sitt líf. Það eina sem Starkweather gékk vel með í skóla var leikfimi. Hann varð fljótlega nokkuð vel þjálfaður

og notaði það til þess að leggja þá í einhelti sem höfðu áður gert það sama við hann. Sú reiði sem ólgaði innra með honum þróaðist svo brátt í það að hann kom illa fram við alla sem honum mislíkaði á einhvern hátt við. Honum var líst sem indælismanneskju sem gerði allt fyrir vini sína og lék á alls oddi, skemmtilegur og hress en ef hann sá einhvern úti á götu sem var stærri en hann, betur útlítandi eða betur klæddur, þá hóf hann alltaf slagsmál. Hann varð svo fljótt heillaður af James Dean og gerði allt til þess að líkjast honum sem mest. Hann þróaði með sér gríðarlega vanþóknun á sjálfum sér, að hann væri ófær um að gera nokkuð rétt og að hann væri dæmdur til þess að lifa í eymd. Árið 1956 kynntist Starkweather (18ára) Caril Ann Fugate (13ára). Hann hætti í Lincoln High og réð sig til vinnu í vöruhúsi. Hann réð sig til vinnu þar vegna þess að vöruhúsið var nálægt skólanum þar sem Caril var í námi. Hann gat því heimsótt hana á hverjum

degi. Starkweather var álitinn lélegur starfsmaður sem þurfti að segja hlutina tvisvar til þrisvar áður en hann gerði þá loksins. Hann var álitinn heimskur. Starkweather kenndi Caril að aka bifreið og einn daginn klessukeyrði hún Ford bifreiðina hans. Faðir hans greiddi fyrir viðgerðina og rak son sinn að heiman. Starkweather hæddi þá í vinnunni og réð sig sem ruslakall á lúsarlaunum. Hann eyddi dögunum í að skipuleggja bankarán og íhuga hversu illa honum gékk í lífinu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að dauðir væru allir í sömu stöðu. Árið 1957 framdi Starkweather sitt fyrsta morð. Hann skaut afgreiðslumann, á bensínstöð, sem honum mislíkaði við. Hann nefndi síðar að við þetta tilefni hefði hann komist á annað tilverustig, þar sem hann væri ofanvið og utanvið ramma laganna. Hann sagði Caril strax frá því sem hann hafði gert. Í janúar á árinu á eftir fór hann heim til Caril og skaut foreldra hennar til bana eftir rifrildi og kyrkti og stakk 2 ára dóttur

þeirra til bana. Caril kom síðar heim og hjálpaði Starkweather að fela líkin á bak við húsið. Þau eyddu síðan næstu sex dögum saman í húsinu og höfðu miða á hurðinni sem á stóð að allir væru með flensuna. Amma Caril varð áhyggjufull og hafði samband við Lögregluna en þegar hún kom á vettvang voru Starkweather og Caril flúin á brott. Þau óku svo um saman og drápu sjö manns áður en Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári þeirra. Starkweather var dæmdur til dauða og Caril fékk lífstíðar dóm. Charles Starkweather var líflátinn í rafmagnsstólnum í Nebraska State Penitentiary í Lincoln Nebraska þann 25. Júní 1959. Í heild drap Charles Starkweather 11 manns. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar og byggja á sögunni um Starkweather. Þar má helst nefna Natural Born Killers(1994) sem var leikstýrt af Oliver Stone og Frighteners(1996) sem var leikstýrt af Peter Jackson.

Kvikmyndaskóli Íslands


12

SKOLALIF.is No. 2/2011

Kvikmyndaskóli Íslands Í hnotskurn Kvikmyndanám er eitt dýrasta nám sem hægt er að fara í. Tækjaleiga og allt sem fylgir kvikmyndagerð er svakalega dýrt batterí, til dæmis kosta batterí í kvikmyndatökuvél á bilinu 50.000-500.000 ISK. Kvikmyndaskólinn hefur verið rekinn með halla í nokkur ár. Helsta ástæða fjárhagsörðugleika skólans er heimild sem ráðuneytið veitti fyrir stækkun árið 2007, ásamt vilyrði fyrir fjórfalt hærri fjárlögum. Árið eftir, 2008 nb, var bankahrun og ríkið hélt að sér höndum. Skólinn fékk ekki framlagið sem um var rætt. Aðstandendur ákváðu að harka samt sem áður og bíða eftir betri tíð. Samhliða því hefur uppbygging skólans verið stöðug og hann gengið æ lengra í að sanna sig sem menntastofnun. Nú í vor fékk skólinn samþykkt fyrir inngöngu í CILECT, virt alþjóðleg kvikmyndaskólasamtök, sem verður að teljast stórt skref. Nú í langan tíma hefur ráðuneytið haldið skólanum í einskonar gíslingu. Þar eru starfandi öfl sem vilja smala starfinu undir LHÍ. Rétt er að minna á að LHÍ er önnur einkarekin stofnun með beina hagsmuni af því að eyða samkeppni á borð við aðrar leiklistarbrautir á landinu. Tillögur frá ráðuneyti hljómuðu upp á það að samhliða því að setja kvikmyndanám undir hatt LHÍ skyldi einnig smækka starfið niður í 30 nemendur. Þeir sem hafa lágmarksvit á kvikmyndagerð munu geta séð að það er ansi hæpið að ætla sér að reka kvikmyndaskóla með 30 nemendum. Námið yrði einstaklega einhæft og sú uppbygging og þekking sem hefur átt sér stað síðustu ár væri glötuð. Ég minni aftur á að úti í samfélaginu eru aðilar sem hafa beinan hagnað af slíkum aðgerðum, og þá er ég ekki að tala um ríkið heldur einkaaðila.

Of svöl fyrir skólann eða var það öfugt? En það var víst fyrir tveimur árum þegar ég kom heim frá gulnuðu landi, ferðaþreytt og fótafúin. Komin heim í grænt salatið, íslenska vorið. Sólin sló silfri á voga, ég sá jökulinn loga, Loga í beinni, Loga Geirs, Kastljósið og ég var komin heim. Skólinn í Barcelona hafði tekið mér opnum örmum fyrr um vorið, IED í markaðsfræði. Einhvernveginn var ég nógu biluð til að ætla í markaðsfræðina hálfu ári eftir hrun. Etv. var ég smituð af landlægri peningapraktík, komum að því seinna. Þegar ég sá mosann aftur, maður. Sköpunarþráin vaknaði og ég saknaði þess að klæða mig í roð-föt, hlusta á Björk Guðmunds og hanga uppi í Hallgrímsklukkuturni og hugsa um kvótakerfið. Ég ákvað að fylgja sannfæringunni sem etv. var rósalituð í einhverri marineraðri sumarrómantík en það breytti litlu og ég ákvað að vera áfram heima á meðan bréfið frá IED safnaði ryki einhversstaðar í skúffu. Ég er bæði ánægð og þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða við nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið, niðurskurður og vafasöm pólitík megna ekki að taka neitt frá mér vegna þess að KVÍ er ekki bara skóli heldur líka samfélag starfandi listamanna í hörðum bransa. Listamanna sem eru reknir áfram af ástríðu og sköpunargleði umfram gróðahagsmuni, og einhvernveginn teljast það fréttir í íslensku samfélagi. Ég fékk frábært tækifæri til að læra á miðilinn og með vilja, þreki og tárum get ég haldið áfram sjálfstætt, þó tæplega undir jafn hnitmiðaðri leiðsögn og áður. Ég sakna kennaranna minna og hugsa til þeirra með vinsemd og virðingu og ég treysti því að aðstandendur skólans hafi haft hagsmuni nemenda að leiðarljósi í gegnum þetta leiðinlega ferli sem hefur leitt okkur á þann stað sem við erum í dag. Sárast syrgi ég glötuð tækifæri komandi kynslóða til þess að tileinka sér þennan miðil, miðil sem sennilega hefur aldrei átt annað eins erindi. Áhugi á lestri hefur minnkað gríðarlega meðal yngri kynslóða íslendinga og aðrir miðlar; internet og sjónvarp hafa tekið við. Menningin breytist og mennirnir með þó svo að stjórnsýslan breytist hægar. Lifandi listalíf er lykilþáttur í þjóðarvitund, bæði inn á við og út á við. Við speglum okkur sjálf í listunum og notum miðlana jafnframt sem tjáningarform út á við. Björk er frægari en bankarnir og Eyjafjallajökull. Þetta er staðreynd sem allir verða að sætta sig við. Þrátt fyrir þetta virðist vera eilíf tregða hjá ráðamönnum þegar kemur að því að skilja mikilvægi þessara þátta. Vissulega þarf að skera niður og að sjálfsögðu þarf menntakerfið að fá á baukinn eins og aðrir geirar. En að ætla sér að gera pólitíska atlögu að, - eða blátt áfram leggja niður eina starfandi skólann sem kennir kvikmyndagerð á öllu landinu fer út fyrir það að vera ósanngjarnt. Það er eiginlega bara skrýtið. Kvikmyndinn er miðill sem brúar kynslóðabil, fræðir, sameinar marga miðla og fær fólk til að hlusta. "Hvenær verður hún sýnd?" spurði einn átján ára. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. "Ég, ég bara veit það ekki" svaraði ég. "- Hafið þið í alvöru áhuga?". Umræddur átjánæringur var framhaldsskólanemi sem ég var að ræða við í tengslum við heimildamynd sem ég var að vinna að í KVÍ á vorönn 2011. Hafði hann í alvöru áhuga á því að horfa á hálftíma langa heimildamynd um jafnréttisvitund íslenskra ungmenna með hliðsjón af efnahagsþrengingum síðustu ára? "Hvenær verður hún sýnd?" Við vorum sammála um að formið væri nógu áhugavert, við vorum ósammála um að femínistar væru hálfvitar. Snæfríður Íslandssól var farin eitthvert allt annað en í hennar stað var Bella Swan mætt á svæðið og þrumaði fullum hálsi yfir salinn að hún væri sko ekki þroskaheft. Hún bara misskildi sig. En við vissum þó allavega af því. Gildismat og viðhorf ungs fólks mótast af grafískum miðlum. Í stað þess að hatast við þá staðreynd skyldi fremur fagna henni, kynna sér og nýta miðilinn. Kvikmyndagerð er iðn, listform og síðast en ekki síst mikilvægur fótur undir stólnum sem heldur okkur inni á landakortinu.

Afmælisbörn mánaðarins • Allt, Ekkert og Bjór • Miðgata

ERT ÞÚ GÓÐUR PENNI? HEFURÐU ÓMÆLDAN ÁHUGA Á FJÖLMIÐLUN? Skólalíf leitar að fólki úr öllum framhaldsskólum landsins sem hefur áhuga á fjölmiðlun, til þess að taka þátt í að byggja upp ferskan og fræðandi miðil fyrir ungt fólk. Við tökum einnig á móti list, myndum, smásögum og stökum hugleiðingum eða greinum um allt og ekkert og birtum annaðhvort á vefnum okkar eða í blaðinu okkar. Ef þú hefur hugmynd, sendu okkur þá póst á netfangið alexsandra@skolalif.is


14

Afmælisbörn mánaðarins: 1 sept: Dr Phil - 51 ára 2. Sept: Keanu Reeves - 47 ára

3. Sept: Charlie Sheen - 46 ára

4. Sept: Beyoncé Knowles - 30 ára 5. Sept: Freddie Mercury – 65 ára 8. Sept: Pink - 32 ára 8. Sept: Halldór Ásgrímmsson – 64 ára 9. Sept: Hugh Grant – 50 ára 11.Sept: Moby – 46 ára 12. Sept: Jennifer Hudson – 29 ára 12. Sept: Barry White – 66 ára 13. Sept: Edda Björgvinsdóttir – 59 ára 14. Sept: Adam Lamberg – 26 ára 16. Sept: Ómar Ragnarsson – 71 ára 18. Sept: Einar Már Guðmundsson – 57 ára

19. Sept: Twiggy – 61 ára 21. Sept: Nicole Richie – 26 ára 21. Sept: Stephen King – 63 ára 22. Sept: Andrea Bocelli – 52 ára 23. Sept: Ray Charles – 80 ára 25. Sept: Will Smith – 42 ára 27. Sept: Avril Lavigne – 26 ára 27. Sept: Gwyneth Paltrow – 38 ára 27. Sept: Jón Steinar Gunnlaugsson – 64 ára 30. Sept: T-pain – 25 ára

SKOLALIF.is No. 2/2011

Allt, Ekkert og Bjór Allt sem er, mun vera og hefur verið öskraði þegar tíminn dó. „Þetta byrjar vel, en lýsir ‚þegar‘ ekki tíma? Þegar tíminn dó, alltíeinu allsstaðar? Hvenær var það, þá, og hvernig getur það verið í fortíðinni?“ Allt sem er, mun vera og hefur verið öskraði í kór þegar tíminn skrapaði á sér hnéð. „Þetta meikar aðeins meiri sens, en tekst þó að meika ekki nokkurn minnsta fokkin sens. Hvernig skrapaði tíminn á sér hnéð og hverjum er ekki skítsama?“ Allt sem vill vera öskraði þegar tíminn tók ekki eftir því og fuðraði upp svo myndaðist ský úr engu og himinn, haf og Ástralía urðu til. „Hvernig veistu að Ástralía sé yfirhöfuð til í þessari lögmálalausu súpu sem þú heldur að smakkist vel?“ Allt sem er, mun vera, hefur verið, vill vera og hefur aldrei verið keypti sér byssu og myrti þig ef þú leyfir mér ekki að halda áfram. „Róa sig, róa sig.“ Allt sem er, mun vera og hefur verið var, er eða mun vera. Eða hvað? Hvað og hvernig er tíminn? Hvernig virkar hann? Gætirðu sprengt tímann og látið sem svo að hann hafi aldrei verið til? Myndi sprengdur tími hætta að líða en annars hafa liðið, einsog við búumst orðið við af dauða og fortíð? Hvað ef tíminn verður sprengdur í framtíðinni, og ekkert mun nokkurntímann hafa verið? Er það sem við skynjum hvern dag þá bara ímyndun tómsins? „Nei, þegiðu. Það er öllum sama og enginn mun vita þetta. Ef þú vilt endilega spyrja einhversstaðar, spurðu á Yahoo. Þú átt ekki betra skilið.“ Hver eru lögmál raunveruleikans, og hvað er yfirhöfuð raunveruleiki? Er raunveruleiki bara það sem við upplifum frá degi til dags, eða höldum við það bara því við sjáum ekki annað? Er raunveruleikinn ekki allt eins í hverri bíómynd, hverri skáldsögu, hverju leikriti? Eiga persónur verkanna ekki að vera lifandi, að upplifa raunveruleika í heimi sem ætti að hafa verið til í milljarða ára? Lifa þær aðeins í hugum okkar, eða höldum við það bara? „Hvað sem þú ert að reykja, hentu því í sjóinn og fáðu þér bjór. Með heppni hættirðu að geta hent orðum saman.“ Er hver ein og einasta áfengisögn í þessum bjór lífs eða liðin? Bæði, blanda, hvorugt, aldrei? Skilur hann mig? Halló, bjór. Haaaaaalló. „Ef ég væri af annarri kynslóð væri ég alveg sammála þér. Halló, halló, halló, gosh.“ Stöndauvm við samaineuð eða hbvað? „Jæja, er þetta ekki komið gott?“ Ogs svo a´i endanmn DÓ GAIORINN ´I GAÆSALÖPPJNUM! „Fokk.“

Miðgata Afhverju í andskotanum heitir ekki ein einasta gata í miðbænum Miðgata? Eða Sultumið. Allar þessar götur eru eins, og allar eru þær milli hverrar annarrar, en nei – þetta er Njálsgata. Sæll, Njáll. Gaman að sjá þig. Svo þú ert gata í dag. En gaman. Ég lít til vinstri og sé Týsgötu. Bara ef Týr gæti séð þessa götu, hugsa ég, og beygi til hægri inn Klapparstíg, honum myndi örugglega ekkert lítast á hana. Ég stöðva í skyndi. Hvað er ég að gera á Klapparstíg? Ég hata Klöpp. Hún stríddi mér. Ég beygi í flýti til hægri inn Grettisgötu, sest þar og næ andanum. Þarna munaði mjóu. Of mjóu. Ég get enn séð Klapparstíg, og langar næstum til að vara fólkið þar við Klöpp, en geri það ekki. Svo lengi sem Klöpp lætur mig í friði... Það er ekki fyrren fyrst núna að ég geri mér fulla grein fyrir því hvar ég er. Grettisgata. Gata sjálfs Grettis. Og sjá mig, að húkast hér af hræðslu við Klöpp, þegar mér meiri maður svaf úti, veiddi sér ljón til matar og kramdi björg! Minnir mig... Ég stend upp, enda meiri Grettir en mús. Um mig fer ólýsanlegur styrkur, einsog ég sé sjálfur Grettir, og ég veit fyrir víst að þessi gata ber krafta hans. Ég hleyp af stað, einsog köttur, en þó ekki einsog Grettir. Grettir er svo mikið meira en bara appelsínugul lasagnaóð fituhrúga... Frakkastígur nálgast, og ég bý mig undir átök. Þessir Frakkar hafa aldrei verið sanngjarnir. Um stund held ég að ég sé í Frakklandi, en ég er á Íslandi, afþví að Frakkland lítur ekki út einsog Ísland. Ég stend í fjalli og lít til vinstri yfir dal og til hægri sjóinn. Eitthvað knýr mig niður, og eftir svolitla stund stend ég og þarf að velja hvert ég held. Fer ég til hægri, í átt að saltþungum sænum, opið land hvert sem augað eygir eða held ég mig í skjóli fjalla og kletta með vinstrisinnaðri ákvörðun? Ég er Grettir, svo svarið er augljóst, og ég held til vinstri. Skógi þakið hraunlendi – eða hrauni þakið skóglendi? Hvoru sem ég er á, er ég á því, og ég bít í laufblað til fagnaðar, þartil ég man hversu illa það meltist, og spýti því á snigil. Ég kem að miklu klettabelti – held ég – og dæsi af vellíðan. Þráttfyrir að hafa aldrei áður séð klettabelti, hef ég

SKOLALIF.is No. 2/2011 saknað þeirra. Mikil ósköp hvað ég hef saknað þeirra. Ég geng inní völundarhús guðanna, þó hér séu engir guðir, né sé þetta mikið völundarhús. Eftir því sem ég beygi milli grátgrárra bjarganna, dettur mér í hug að reyna að kremja þau, og hleyp með exina á lofti að einu, hegg, og missi marks, enda ekki með exi. Ég stend örlítið gáttaður í smástund, svikinn yfir því að hinir miklu kraftar Grettis skuli hafa brugðist mér, en hristi svo hausinn og lít áfram. Þar sé ég að ég heiti ekki Palli, því þarna er stelpa, á aldur við mig, sem gengur hröðum skrefum og er fljótt horfin úr augsýn. Ég hugsa mig um í snatri. Ef stelpur er á aldur við mig, eru þær ekki konur? Ég hefði átt að hugsa það áðan. Engu að síður hef ég loksins séð aðra manneskju, því þó ég hafi ekki verið að leita, var ég að leita og vildi ekki vera einn í heiminum. Grettiskraftarnir brugðust mér ekki, þeir voru bara að hugsa um mun mikilvægari mál en auðkremjanlega steintitti. Ég stekk af stað, öruggur um að ná henni fljótlega, eða a.m.k. að geta kallað til hennar, því hver ætti að geta heyrt það annar? Það kemur því fílslega á óvart að rekast á mann þegar ég dríf mig fyrir hornið – og sjá að ég er á Laugavegi. Þú færð þetta borgað, Laugi... Konan er þá horfin. Það er mér morgunljóst, vegna þess að ég finn ekki lengur krafta Grettis streyma um æðarnar, blóðið er rautt einsog þitt, en ekki útfjólublátt einsog Grettis. Ef morguninn bara væri Grettir, og maður gæti notið hans hversdagslega. Ég geng því niður Laugaveginn, leiðari en í gær, og lít innum stöku glugga. Ég er að hugsa um að taka strætó til Keflavíkur, þegar ég sé henni skyndilega bregða fyrir, sötrandi te (eða kaffi, en ég veit samt að þetta er te) inná tehúsi (eða kaffihúsi, en ég veit samt að þetta er tehús). Ég dríf mig inn í snatri, en bjallan hringir inn dalinn, en ekki mig, og dyrnar eru horfnar. Eða hurðin? Bæði, allavega.

Ég kem fljótlega að læk og svala þorstanum. Hvað með það þó ég sé að innbyrða örverur? Eru þær ekki nógu góðar fyrir þig, lindaóða tærvatnsfrík? Þetta er vatn Grettis, og ég drekk það, því allt sem Grettir hefur snert, er gott. Eftir svolitla stund fer ég að skimast um eftir mat, því gangan hefur gert mig svangan. Einsog Manga? Jafnvel. En þráttfyrir að hafa dreypt á læknum og gengið frá bakkanum sæll hefur ævintýrið ekki enn endað vel, því ég sé ekki svo mikið sem fugl á sveimi, og skordýrin sem skutu upp kollinum einsog skordýr áðan skjóta núna upp kollinum einsog risaeðlur, kolllaus og hvergi. Ég óska þess heitt að skordýrin hafi ekki breyst í risaeðlur og bíði handan næstu hindrunar, en fljótloega er ég þó farinn að óska þess, ef aðeins til að fá tækifæri til að borða þau.

Tó n l i s t • T ö l v u l e i k i r • K v i k m y n d i r The Change-Up – Gagnrýni Author: Nína Birna Þórsdóttir

Trommarar eru gáfnaljós Author: Ritstjórn

Trommarar hafa sjaldan verið taldir skarpasti hnífurinn í skúffunni og eru oft á tíðum skotspónn annara hljómsveitarmeðlima þegar kemur að gáfnafari. En nú kann að vera breyting á. Samkvæmt nýlegri rannsókn við Karolinska Institutet í Svíþjóð komst Frederic Ullen, prófessor, að því að það er samband á milli gáfna, taktfestu og hæfni við að leysa þrautir. Við rannsóknina voru 34 rétthentir menn á aldrinum 19 til 49 áru fengnir til þess að slá mismunandi takta. Síðan var þeim fengið í hendur próf með 60 spurningum og þrautum. Samkvæmt Prófessor Ullen, þá voru þeir sem náðu hárri einkunn á prófinu almennt einnig góðir í að halda takt.

Ég er við það að gefast upp og leggjast til hinstu hvílu í einum af ljótari dölum heimsins þegar ég heyri undurfagurt, sakleysislegt hljóð. Me. Meeeehehehe. Ég geng á hljóðið og sé fegurstu veru fegursta dals veraldar spóka sig við grasát. Ég hreyfi mig hljóðlaust, einsog Grettir, og bý mig undir að borða. Ég litast í skyndi um eftir beittum stein, og finn hjartað slá hraðar þegar augun líta einn, næstum hannaðan til dráps. Ég gríp hann og færi mig nær, ég er svo nálægt, og ég stekk, og lambið kemur engum vörnum við og er stungið úr tilvist sinni. Ég gríp fagnandi um ullfylltan líkama þess, þartil ég rekst í hálsinn og æpi, því hann er mannslegur viðkomu, og ég fell í gólfið haldandi um líflausa konuna. Ég heyri öskrin í kring, en þau skipta ekki máli, því ég er ekki Grettir, þó ég vildi það.

Og þar hafið þið það! Trommarar eru alls ekki eins heimskir og þeir líta út fyrir að vera.

Leifur Finnbogasson

Kvikmyndadagar í Kringlubío Author: Áslaug Sóllilja Gísladóttir

The Tree of Life Hér er á ferðinni gamal kunna konseptið þegar, í þetta skiptið, tveir vinir, Mitch og Dave kipta um líkama til að þroskast og læra að meta lífið betur. Mitch (Ryan Reynolds) er þessi sem fullorðnaðist aldrei, reykir gras, þykist vera leikari og hefur regluleg þriðjudags-ríðingakvöld. Dave (Jason Bateman) er 3 barna faðir, giftur gullfallegri konu, Jamie (Leslie Mann) og vinnur bakibrotnu á virtri lögmannastofu og er við það að fá að gerast meðeigandi. Þeir hittast eitt kvöldið til að hressa upp á vinskapinn, sem endar á því að þeir pissa í gosbrunn og daginn eftir vakna þeir, búnir að skipta um líkama. Að sjálfsögðu fríka þeir út. Karakter túlkunin hjá Reynolds og Bateman er ekki eins góð og hún gæti verið. Á tímum er maður ekki viss hvort þeir séu í raun búnir að skipta um líkama. Bateman skilar því þó betur en Reynolds. Það er líka erfitt að samsama sig karakterunum, þeir eru eiginlega of ýktir. The Change up lofar góðu, þarna eru höfundar Hangover og leikstjóri Wedding Crashers svo ég geng inn í bíósalinn vongóð um mynd sem gefur mér magakrampa. Hún er á sóðalegri nótum, byrjar næstum á poop to mouth actioni og það litar húmors planið út myndina. Og það virkar, hláturtaugarnar eru kítlaðar reglulega. Einnig er örlítið drama ofið inn í myndina þegar líður á og þar skilar Leslie sínu hlutverki vel. Kvenkarakterarnr eru líka ótrúlega heillandi, næstum of góðar til að vera raunverulegar. The Change up er mynd með sóðalegum bröndurum, of ýktum karakterum og grunnri persónusköpun en leyfir manni að hlægja næstum nóg til að vera sáttur. Skilur lítið eftir sig og er auðgleymanleg.

Ég bölva óheppninni, en geri mér þó grein fyrir að Grettir vildi að þetta gerðist, því annars væri ég ekki hérna. Ég öskra þó nafn konunnar til öryggis (STEEEEELPAAAAAAAA!) en hún svarar ekki. Ég geng því áfram og finn fljótt dalsfegurðina hellast yfir mig og nærri drekkja mér. Hér á ég heima, í Grettisdal á Grettislandi í Grettrópu á Grettisjörð. Hver þarf aðra, þegar maður hefur alltaf sig? Ég yrði fyrst áhyggjufullur ef mig vantaði.

Leikstjóri: David Dobkin Aðalleikarar: Jason Bateman, Ryan Reynolds og Olivia Wilde Lengd: 112 mín.

Sambíóin halda kvikmyndadaga í fyrsta skiptið í Kringlubíói frá 26. ágúst til 22. september. Átta myndir verða sýndar og eru þær jafn fjölbreyttar og þær eru góðar; allt frá bandaríska spennutryllinum Fair Game þar sem Naomi Watts og Sean Penn fara með aðalhlutverkin; til kínversku ævintýramyndarinnar Red Cliff, sem leikstýrð er af kínverska leikstjóranum John Woo sem leikstýrði meðal annars Face/Off og Mission: Impossible 2. Kvikmyndadagarnir voru formlega settir föstudaginn 26. ágúst síðastliðinn með frumsýningu á myndinni The Tree of Life. Allir sem vilja kynna sér betur dagskrá kvikmyndadaga Sambíónna geta farið inn á sambio.is. Hérna eru stiklur úr myndunum sem verða sýndar.

Kvikmyndadagar í Kringlubío Author: Ívar Baldvin

RUBBER Sterkur kandídat um skrýtnustu mynd ársins 2010 hlýtur að vera kvikmyndin Rubber. En myndin fjallar um Robert, sem er bíldekk sem vaknar til lífsins. Fljótlega áttar dekkið sig á því að það er með yfirnáttúrulega krafta sem gera því kleift að eyða öllu því sem því langar til. Dekkið byrjar smátt og fljótlega fer það að skilja eftir sig slóð eyðileggingar þar sem ekkert og enginn er óhultur. Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.

scene.is

15


Asus G73SW-A1

17.3 inch • Core i7-2630QM • 8GB • 1TB Blu-Ray Combo • USB3.0 • W7HP Mfr Part Number: G73SW-A1 Processor: Intel Quad-Core i7-2630QM Processor (2.0 GHz, 6MB Smart Cache) Chipset: Intel HM65 Express Chipset Memory: 8GB DDR3-1333 SODIMM Memory Display: 17.3” HD(1920 x 1080) Wide Screen Display, w/ LED Backlight Graphics Module: NVIDIA GeForce GTX 460M Graphics Controller, w/ 1.5GB DDR5 Video Memory Hard Drive: 1TB(2 x 500GB) 7200rpm SATA Hard Drive Optical Storage: Integrated Blu-Ray DVD Combo Drive Audio: Integrated Sound card; Built-in Speaker and Microphone Connectivity: Integrated Gigabit Ethernet; 802.11b/g/n Wireless LAN; Built-in Bluetooth V2.1+EDR Interface: 3x USB 2.0 Ports; 1x USB 3.0 Port; 1 x VGA Port; 1x HDMI Port; 1x RJ45 LAN Port; 1x Microphone-in; 1x Headphone-out Card Reader: 8-in-1 card reader, Supports MMC/ SD/ Mini-SD /xD/ Memory Stick/ MS Pro/ MS-Duo/ MS-Pro-Duo Camera: Built-in 2.0MP Web Camera Battery Pack: 8-Cell 5200mAh 74Whrs Lithium-ion Battery AC Adapter: Output - 19 V DC, 6.3 A, 150W; Input - 100~240V AC, 50/60 Hz universal Color: Black Dimensions (WxDxH): 41.5 x 32.0 x 1.89 cm Weight: 3.85 kg (w/ 8 cell battery) Operating System: Genuine Windows 7 Home Premium 64-bit

Skolalif 2  

Skolalif 2

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you