Page 1

Almanakshappdrætti Þroskahjálpar 2013

Guðrún Bergsdóttir

Happdrættisalmanak  Verðmæti vinninga: 4,4 milljónir króna (sjá nánar á öftustu síðu).  Upplýsingar um vinninga í síma 588 9390 eða á www.throskahjalp.is. 

Nr. 000000

Verð: 2000 kr. Upplag: 13.000 Vinninga skal vitja innan árs.


Lýsing er aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Myndirnar í almanakinu í ár eru allar eftir listakonur með þroskahömlun, þær Erlu Björk Sigmundsdóttur, Guðrúnu Bergsdóttur og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur. Meðal vinninga í happdrætti almanaksins í ár eru verk eftir listakonurnar. Umfjöllun um listakonurnar er að finna á öftustu síðu almanaksins.

Landssamtökin Þroskahjálp þakka listakonunum velvild þeirra til samtakanna. Hægt er að kaupa grafíkmyndir úr eldri almanökum á skrifstofu samtakanna.

Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð haustið 1976

í því skyni að sameina foreldra- og styrktarfélög svo og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk með það að markmiði að tryggja því fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Árið 1994 gekk Átak, félag fólks með þroskahömlun í samtökin. Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar eru nú 22 og starfa um land allt, félagar þeirra eru nú á sjötta þúsund talsins. Landssamtökin Þroskahjálp starfrækja skrifstofu í Reykjavík. Á vegum samtakanna er starfræktur húsbyggingasjóður, hlutverk hans er að kaupa eða byggja húsnæði, sem hentar fötluðu fólki.

• Gistiheimilið Melgerði 7, Kópavogi

Þroskahjálp hefur allt frá stofnun samtakanna rekið Gistiheimili að Melgerði 7 í Kópavogi. Þar geta fötluð börn af landsbyggðinni dvalið með foreldrum sínum án endurgjalds, þegar barnið þarf að vera í höfuðborginni, t.d. vegna heimsóknar á Greiningarstöð, þjálfunar, læknisheimsókna eða annarrar meðferðar.

• Tímaritið Þroskahjálp

Landssamtökin Þroskahjálp gefa út Tímaritið Þroskahjálp. Tímaritið fjallar um málefni fatlaðra, kynnir nýjungar, er vettvangur umræðna og flytur fréttir af starfi samtakanna og aðildarfélaga þeirra. Í tímaritinu birtist útdráttur úr efni blaðsins á auðlesnu máli.

• Stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar

Starf Landssamtakanna Þroskahjálpar er mannréttindabarátta. Stefnuskrá samtakanna byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað. Stefnuskrá samtakanna tekur mið af mannréttindum sem þorri íslensku þjóðarinnar nýtur nú þegar. Mannréttindi taka til allra manna. Stefnuskrána má finna í heild sinni á vefsíðu samtakanna www.throskahjalp.is

• Fjáröflun

Landssamtökin Þroskahjálp eru sjálfstæð félagasamtök og afla sjálf fjár til starfsemi sinnar. Það er einkum gert með þessu almanakshappdrætti, félagsgjöldum og söfnun styrktaraðila. Enda þótt málefni fatlaðra mæti stöðugt vaxandi skilningi er þörfin fyrir samtök á borð við Þroskahjálp engu

að síður brýn. Stöðugt þarf að vinna að bættri þjónustu, nýjum og fullkomnari úrræðum og tryggja að lögum sé framfylgt. Ástæða er til bjartsýni um áframhaldandi þróun í rétta átt ef allir, bæði almenningur og stjórnvöld, leggjast á eitt um að veita málinu lið.

Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar Ás styrktarfélag Átak félag fólks með þroskahömlun Félag áhugafólks um Downs-heilkenni Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum Foreldra- og styrktarfélag Klettaskóla Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra Foreldra- og styrktarfélag Greiningarstöðvar Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis Foreldra- og vinafélag Sólheima í Grímsnesi Foreldrasamtök fatlaðra Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Umsjónarfélag einhverfra Vinafélag Skálatúns Vinir Skaftholts Þroskahjálp á Austurlandi Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Þroskahjálp á Suðurlandi Þroskahjálp á Suðurnesjum Þroskahjálp á Vesturlandi Þroskahjálp í Vestmannaeyjum Þroskaþjálfafélag Íslands Skrifstofa samtakanna er að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Sími 588 9390. Fax 588 9272. Tölvupóstfang asta@throskahjalp.is Almanakshappdrætti Þroskahjálpar Umsjón útgáfu: Ásta Friðjónsdóttir Prentvinnsla og bókband: Prentsmiðjan Oddi ehf.

Kynntu þér nánar starf og stefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar á www.throskahjalp.is


Guðrún Bergsdóttir

Janúar 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1

2 3 4 5

Nýársdagur

6 7 8 9 10 11 12 Þrettándinn

13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Bóndadagur


Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Febrúar 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Bolludagur

Sprengidagur

Öskudagur

17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 Konudagur


Erla Björk Sigmundsdóttir

Mars 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Vorjafndægur

24/31 25 26 27 28 Pálmasunnudagur/ Páskadagur

Skírdagur

29 30 Föstudagurinn langi


Guðrún Bergsdóttir

Apríl 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 Annar í páskum

7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 Fæðingardagur Halldórs Laxness

28 29 30

Sumardagurinn fyrsti


Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Maí 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 Verkalýðsdagurinn

5 6 7 8 9 10 11 Uppstigningardagur

12 13 14 15 16 17 18 Mæðradagurinn

19 Hvítasunna

20 21 22 23 24 25 Annar í hvítasunnu

26 27 28 29 30 31


Erla Björk Sigmundsdóttir

Júní 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 Sjómannadagurinn

9 10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 Þjóðhátíðardagurinn

Sumarsólstöður

23/30 24 25 26 27 28 29 Jónsmessunótt

Jónsmessa


Guðrún Bergsdóttir

Júlí 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Hundadagar byrja

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31


Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Ágúst 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4

5 6 7 8 9 10

Frídagur verslunarmanna

11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Hundadagar enda

25 26 27 28 29 30 31 Höfuðdagur


Erla Björk Sigmundsdóttir

September 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7

8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 Haustjafndægur

29 30


Guðrún Bergsdóttir

Október 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Fyrsti vetrardagur


Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Nóvember 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16

Dagur íslenskrar tungu

17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30


Erla Björk Sigmundsdóttir

Desember 2013

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

1 2 3 4 5 6 7

Fullveldisdagurinn Jólafasta (Aðventa)

Alþjóðadagur fatlaðra

8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 Þorláksmessa

Aðfangadagur jóla

29 30 31 Gamlársdagur

Jóladagur

Vetrarsólstöður

26 27 28 Annar í jólum


Almanak Þroskahjálpar 2013 - Stutt hugleiðing -

Almanak er hversdagslegur hlutur sem þjónar ákveðnum tilgangi; það hangir á vegg í eldhúsum, kaffistofum og skrifstofum, og við lítum á það öðru hverju til að átta okkur á samhengi tímans – hvenær þarf að sinna vissum erindum, hvenær lýkur vinnuvikunni, hvað er langt fram að næsta frídegi. En almanak Þroskahjálpar gefur flestum örlítið meira: Augnablik ber mynd mánaðarins fyrir sjónir, listaverk eftir sérstaklega valið listafólk, ímyndir sem flytja hugann örskotsstund burt frá hversdagsleikanum – hvort sem er á vit margslunginnar náttúrunnar, ímyndaðra frásagna myndefnisins eða glaðlegs umhverfis lita og forma, sem leika um flötinn fyrir augum okkar. Við snúum ögn glaðari til annarra verka – og sinnum þeim örugglega betur en áður fyrir vikið. Því er oft haldið fram að þeir sem búi við þroskahamlanir líti umhverfi sitt öðrum augum en almennt gerist. Listakonurnar Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðrún Bergsdóttir og Sigrún Huld Hrafnsdóttir takast í verkum sínum á við viðfangsefnin með þeim hætti að við stöldrum sjálfkrafa við myndirnar, hvort sem um er að ræða litríkt línuspil Erlu Bjarkar, flókin og margþætt mynstur Guðrúnar eða glaðlegt dýraríki Sigrúnar Huldar. Allar birta myndir þeirra okkur einstaka sýn á umhverfið, liti þess og formspil, sýn sem vekur okkur gleði og ánægju í önnum dagsins. Hinn frægi listamaður Pablo Picasso sagði eitt sinn, að til væru tvenns konar listamenn: þeir sem breyttu sólinni í gulan blett, og þeir sem með listgáfu sinni breyttu gulum bletti í sólina sjálfa. Í mínum huga fylla þær Erla Björk, Guðrún og Sigrún Huld svo sannarlega síðari flokkinn. Eiríkur Þorláksson, listfræðingur. Erla Björk Sigmundsdóttir er fædd 9. febrúar 1973. Erla Björk býr á Sólheimum í Grímsnesi og vinnur þar ýmis störf ásamt því að stunda listsköpun. Hún hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, á Selfossi. Erla Björk kom fram á opnunarhátíð Listahátíðarinnar Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2011 og lék þar frumsamið efni á bongó­ trommur. Auk þess sem hún hefur tekið þátt í leiklistarverkefnum. Erla Björk hefur unnið markvisst með útsaum frá haustinu 2010. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og eru verk hennar ýmist tvívíð eða þrívíð. Erla á einstaklega auðvelt með að tjá sig í hinum ólíkustu listformum og hefur sterkan persónulegan stíl sem einkennist af miklum krafti. Í útsaumnum hleður hún upp garninu svo að verkin verða jafnvel hnausþykk beggja vegna strigans. Erla Björk sýndi yfir tuttugu útsaumsverk á samsýningunni „Fólk í mynd“ í Norræna húsinu sem var á vegum Listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2012.

Janúar 2014

S M Þ M F F L

Guðrún Bergsdóttir er fædd 27. júlí 1970. Guðrún býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið hjá Fjölmennt, símenntunarog þekkingarmiðstöð, m.a. í textílsaumi og vélsaumi. Um síðustu aldamót hóf Guðrún að skapa sjálf sínar eigin myndir í stað þess að fylgja mynstrum en áður hafði hún unnið slíkar myndir með túss. Guðrún skissar ekki heldur skapar myndverk sín jafnóðum á útsaumsfletinum, stærð strigans ákvarðar ytri mörk þeirra. Á myndfletinum eru það síðan þráður og nál sem feta sig áfram uns myndin er fullkomnuð. Óvenjulegt er að sjá útsaumsverk sem eru jafn lifandi og verk Guðrúnar. Myndir hennar einkennast af sterkri hrynjandi lita og forma, myndbygging er iðulega opin þannig að hver myndheimur virðist hluti af stærri heild. Útsaumur Guðrúnar tengist málverki sterkum böndum, svo lífræn eru formin, lifandi línan og litrófið blæbrigðaríkt. Guðrún hefur haldið einkasýningar, m.a. í Gerðubergi og á Mokka, og tekið þátt í fjölda samsýninga, nú síðast í Þjóðminjasafninu. (ásamt Gauta Ásgeirssyni útskurðarlistamanni.) Sýningin bar heitið „Nál og hnífur“ og var á dagskrá listahátíðarinnar Listar án landamæra.

Febrúar 2014

Árið 2014

S M Þ M F F L

Sigrún Huld Hrafnsdóttir er fædd í 12. janúar 1970. Sigrún Huld býr og starfar í Reykjavík. Hún var ein fremsta sundkona úr röðum fólks með þroskahömlun og var m.a. útnefnd besti íþróttamaður þroskaheftra í heiminum af Alþjóðasamtökum þroskaheftra, INAS, og íþróttamaður Reykjavíkur árið 1992. Þegar sundtímabilinu lauk þá sneri Sigrún sér að myndlist og málar með akríl, vatnslitum og pastel. Hún naut tilsagnar Lóu Guðjónsdóttur myndlistakonu í frjálsri málun frá 1997 til 2009 og hefur lengi vel verið virk í listsköpun. Sigrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga m.a á Mokka, Sólon Íslandus og í Listasal Mosfellsbæjar, þar sem hún vann verk í samvinnu við listamanninn Davíð Örn Halldórsson. Sigrún Huld hefur afgerandi og persónulegan stíl. Hún sýndi nú síðast verk sín á sýningunni „Fólk í mynd“ í Norræna húsinu, þar sem fatlaðir og ófatlaðir listamenn sýndu saman undir merkjum Listahátíðarinnar Listar án landamæra. 

Mars 2014

S M Þ M F F L

Apríl 2014

S M Þ M F F L

1 2 3 4 1 1 1 2 3 4 5 5 6 7 8 9 10 11 2 3 4 5 6 7 8 2 3 4 5 6 7 8 6 7 8 9 10 11 12 12 13 14 15 16 17 18 9 10 11 12 13 14 15 9 10 11 12 13 14 15 13 14 15 16 17 18 19 19 20 21 22 23 24 25 1 6 17 18 19 20 21 22 1 6 17 18 19 20 21 22 20 21 22 23 24 25 26 26 27 28 29 30 31 23 24 25 26 27 28 23 24 25 26 27 28 29 27 28 29 30 30 31

Maí 2014

S M Þ M F F L

Júní 2014

S M Þ M F F L

Júlí 2014

S M Þ M F F L

Ágúst 2014

S M Þ M F F L

1 2 3 1 2 3 4 5 6 7 1 2 3 4 5 1 2 4 5 6 7 8 9 10 8 9 10 11 12 13 14 6 7 8 9 10 11 12 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 14 15 16 17 15 16 17 18 19 20 21 13 14 15 16 17 18 19 10 11 12 13 14 15 16 18 19 20 21 22 23 24 2 2 23 24 25 26 27 28 20 21 22 23 24 25 26 17 18 19 20 21 22 23 25 26 27 28 29 30 31 29 30 27 28 29 30 31 24 25 26 27 28 29 30 31

September 2014

S M Þ M F F L

Október 2014

S M Þ M F F L

Nóvember 2014

S M Þ M F F L

Desember 2014

S M Þ M F F L

1 2 3 4 1 1 2 3 4 5 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 5 6 7 8 9 10 11 2 3 4 5 6 7 8 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 12 13 14 15 16 17 18 9 10 11 12 13 14 15 14 15 16 17 18 19 20 9 20 21 22 23 24 25 1 6 17 18 19 20 21 22 21 22 23 24 25 26 27 21 22 23 24 25 26 27 1 26 27 28 29 30 31 23 24 25 26 27 28 29 28 29 30 31 28 29 30 30

Happdrætti

Dregið er úr happdrættinu 1. apríl 2013 og eru vinningar m.a. verk eftir listakonur almanaksins og listamennina: Marilyn Herdísi Melk, Iréne Jensen, Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur, Tryggva Ólafsson, Bilson, Sigrúnu Eldjárn, Margréti Magdalenu Kjartansdóttur, Karólínu Lárusdóttur og Erró.


Almanak Þroskahjálpar  

Almanakið fyrir árið 2012

Advertisement