Page 1

Tímaritið

ÞROSKAHJÁLP 1. tbl. 2011

www.throskahjalp.is


Hverju breytir samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks? Hvaða breytinga má vænta af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi? FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur ráðgerir að standa að röð umræðufunda um þessar breytingar á mismunandi málasviðum. Fundir þessir verða haldnir að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, á þriðjudögum. Þeir hefjast kl. 16.30 og taka u.þ.b. klukkutíma. Ráðgert er að halda þrjá fundi nú í vor og taka síðan upp þráðinn í haust og fjalla um fleiri málasvið.

Fyrsti fundurinn var þriðjudaginn 3. maí. Efni þess fundar var: Hverju breytir samningur Sameinuðu þjóðanna varðandi heilbrigðismál? Gerður Aagot Árnadóttir heilsugæslulæknir og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar leiddi umræðuna og Geir Gunnlaugsson landlæknir brást við umfjöllun hennar. Almennar umræður og fyrirspurnir.

Þriðjudaginn 10. maí er yfirskriftin: Hverju breytir samningur Sameinuðu þjóðanna varðandi íslenska löggjöf? Helgi Hjörvar alþingismaður og formaður nefndar um fullgildingu samningsins mun þá leiða umræðuna og Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga mun bregðast við umfjöllun hans. Almennar umræður og fyrirspurnir

Þriðjudaginn 17. maí er umfjöllunarefnið: Hverju breytir samningur Sameinuðu þjóðanna varðandi atvinnumál? Magnús Norðdal lögfræðingur hjá A.S.Í. mun hefja þá umræðu og fá viðbrögð við sínu innleggi frá Kristjáni Valdimarssyni forstöðumanni Örva og formanni Hlutverks, samtaka um vinnu- og verkþjálfun. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur er samstarfsverkefni Áss styrktarfélags, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar landsamband og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

T

1

Ú L

S H 1 S F N

R R H H K L S

Á

S U P P

F


Tímarit um málefni fatlaðs fólks 1. tbl. árg. 2011 Útgefandi Landssamtökin Þroskahjálp Skrifstofa Háaleitisbraut 13 108 Reykjavík Sími: 588 9390 Fax: 588 9272 Netfang: asta@throskahjalp.is Ritstjóri: Sigurður Sigurðsson Ritnefnd: Eiríkur Þorláksson, Helga Gísladóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Katrín Friðriksdóttir Lilja Guðmundsdóttir og Sighvatur Blöndahl Ábyrgðarmaður: Friðrik Sigurðsson Styrktarlínur: Markaðsmenn Umbrot: Sigurður Sigurðsson Prentun: Guðjón Ó - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Vinnustofan Ás

Leiðari blaðsins Gerður Aagot Árnadóttir........................4 Vilji til að hlusta á notendur Björk Vilhelmsdóttir............6 Rósin Lára Björnsdóttir ....................................................9 Staða sérkennslunnar í Reykjavík Hrund Logadóttir.....10 Söngsveit Langjökuls Fjölmennt á Selfossi...................14 Fréttir frá skrifstofunni...................................................17 Sköpunarkraftur List án landamæra...............................18 Snigill númer 181 Af vinnumarkaði................................21 Sérfræðingarnir Frumkvöðlar........................................22 Hlustið á okkur Ráðstefna um skóla án aðgreiningar......24 Í læri hjá Somu Ásta Birna Ólafsdóttir..........................26 Nýr formaður Ás styrktarfélag.......................................29 Ferðin til Bristol Lækjarás í mótun...............................30 Sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks.......33 Atvinnumál Ína Valsdóttir..............................................34 Sjónvarpsþættir í mótun Fjölmennt..............................36 Félagsþjónustur á Íslandi .............................................38 Upplýsingar um skrifstofu samtakanna .........................41 Aðildarfélög samtakanna og formenn .........................42

Forsíðumynd: Forsíðumyndin er tekin þegar Gísli Björnsson þiggur viðurkenningarskjal úr hendi forseta Íslands fyrir að hafa lokið námskeiði um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Þetta tákn þýðir auðskilinn texti Lýsing er aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar


Samskipan – skiptir hún máli ? Við upplifum nú þær breytingar að félagsþjónusta við fatlað fólk á Íslandi er núna öll veitt af sveitarfélögum landsins. Allir einstaklingar njóta félagsþjónustu frá sama aðila óháð eðli þjónustuþarfar og er það grundvallarbreyting frá því sem áður var. hvaða verðmæti við leggjum til grundvallar.

Samskipan fatlaðs fólks og ófatlaðs felur í sér jöfn tækifæri á öllum sviðum mannlífsins óháð aðstæðum fólks. Hún felur í sér viðurkenningu á mikilvægi ólíkra einstaklinga og virðingu fyrir margbreytileikanum. Samskipan kallar á að við sköpum aðstæður sem henta ólíkum einstaklingum og að við sjáum verðmætin Gerður Aagot Árnadóttir í því að við séum ekki öll eins, virðingin fyrir styrkleikum Lagabreytingarnar sem tóku gildi og veikleikum ólíkra aðila gerir um síðustu áramót eru afrakstur okkur að betra samfélagi þar langrar baráttu fyrir jafnri stöðu sem virðing og mannfrelsi eru fatlaðs fólks og ófatlaðs og mikilvægur þáttur í að mynda hér lykilatriði. Hér eru allir þættir lífsins undir. samfélag þar sem fjölbreytileiki mannflórunnar er virtur og talinn mikilvægur. Að baki liggja þau grundvallarmannréttindi að búa við jafnrétti, samskipan og fulla samfélagsþátttöku til jafns við annað fólk og bann við mismunun. Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum á lofti þessum grundvallarhugmyndum þegar þjónusta við fatlað fólk þróast hjá sveitarfélögum landsins og í samfélaginu öllu. Það kallar eftir hugsun um það hvers konar samfélag við viljum byggja og

4

Samskipan í skólamálum hefur að leiðarljósi að undirbúa nemendur undir líf í lýðræðissamfélagi þar sem margbreytileiki nemendahópsins er virtur og mikilvægur. Nemendur alast upp í samneyti við ólíka jafnaldra sína og læra að bera virðingu fyrir einstaklingum eins og þeir eru. Þeir vaxa og þroskast í umhverfi sem

felur í sér umburðarlyndi og aðra samfélagssýn en þar sem sérgreining nemenda er mikil. Sá félagsauður sem verður til við slíkar aðstæður er ómetanlegur hverjum einstaklingi og hverju samfélagi. Nokkur umræða hefur verið um tilveru sérskólans í íslensku samfélagi. Undanfarin ár hefur þróunin verið sú að fötluð börn stunda í vaxandi mæli skólagöngu sína í almennum grunnskóla sem á að vera fær um að mæta öllum börnum óháð þörfum þeirra. Sú þróun hefur leitt til bættrar kennslu allra nemenda í skólum landsins sem horfa nú fremur til þarfa ólíkra nemenda en skilgreindra sérþarfa. Kennsluaðferðir hafa þróast og orðið fjölbreyttari og viðhorf skólasamfélagsins til fatlaðra barna eru mun jákvæðari með aukinni reynslu og þekkingu á styrkleikum þeirra. Það er þó ekki svo að alls staðar gangi allt vel og ekki líður öllum börnum vel í skólanum, óháð því hvort þau eru fötluð eða ekki. Það er mikilvægt að við lítum til reynslu þeirra sem ná árangri í kennslu ólíkra nemenda í almennum grunnskólum, lærum af þeim og höldum áfram að þróa skólastarf til betri vegar fyrir öll börn fremur en að við fjölgum og styrkjum sérúrræði fyrir mismundandi hópa. Þannig náum við þeim markmiðum best sem samskipan í skólamálum leggur til grundvallar.


Gerður Aagot Árnadóttir:

Þegar litið er til atvinnuþátttöku er samskipan ekki síður mikilvæg. Það er brýnt að við sem samfélag aukum möguleika fatlaðs fólks til atvinnutækifæra á almennum vinnumarkaði þannig að vinnumarkaðurinn sé opinn einstaklingum með mismikla vinnugetu og framlegð.

annað fólk í sömu hverfum og aðrir og njóti þjónustu á sama stað og aðrir íbúar. Mikil áhersla hefur á undanförnum árum verið á mikilvægi þess að leggja af s.k. herbergjasambýli en bjóða fötluðu fólki þess í stað eigið heimili í eigin íbúð þar sem fólk ræður sér sjálft og eigin lífi á sama hátt og aðrir. Þannig stuðlum við að jafnræði íbúa og jafnri stöðu. Stofnanabúseta er ennþá við lýði á Íslandi með því ósjálfstæði og þeim annmörkum sem slíku búsetuformi fylgir. Brýnt er að sem fyrst verði farið í að leggja af slík búsetuform, stór sem smá, og skapa íbúum þeirra eðlilegar aðstæður.

tækifæri til samfélagsþátttöku á sambærilegan hátt og aðrir íbúar landsins. Fatlað fólk hefur miklu að miðla til þess samfélags sem það býr í og brýnt að við sköpum þær forsendur sem nauðsynlegar eru til að allir geti orðið virkir þegnar.

og lista- og menningarlífi hluti af lífsgæðum flestra. Þeir fletir mannlífsins einkennast einna mest af ólíkum straumum og stefnum og fjölbreytileika. Þar á fatlað fólk ekki síst sinn sess og mikilvægt að við ýtum undir og eflum þátttöku fatlaðs fólks á þessum sviðum mannlífsins. Listahátíðin „List án landamæra“ hefur sýnt og sannað gildi samskipunar í menningar- og listalífi þjóðarinnar og er okkur öllum gott fordæmi.

Virðing fyrir ólíkum einstaklingum er grundvallaratriði og að leitað verði leiða til að tryggja mannréttindi og jafnan rétt.

Að vera þátttakandi í atvinnulífi er hverjum einstaklingi mikilvægt. Að fá að takast á við verkefni og skila af sér dagsverki er liður í því að styrkja sjálfsmynd einstaklingins og gefur honum tilfinningu fyrir eigin getu og ábyrgð. Þá er virk þátttaka í félagsstarfi Stuðningur á vinnumarkaði við einstaklinga með skerta vinnugetu er samfélagslega hagkvæmur en kallar á markviss vinnubrögð, samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stofnana og jákvæð viðhorf okkar allra til vinnugetu ólíkra einstaklinga. Við þær aðstæður er fjölbreytileikinn ekki síður mikilvægur og auðgar okkur sem samfélag. Þegar við lítum til annarra þátta lífsins er samskipan ekki síður mikilvæg. Það er liður í því að stuðla að jafnri stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu að fatlað fólk búi við sambærilegar aðstæður og

Þjónusta í samræmi við þarfir er nauðsynleg til að fatlað fólk geti á jafnréttisgrunni notið lífsins, nýtt hæfileika sína og

Nú þegar sveitarfélög landsins hafa tekið yfir sértæka félagsþjónustu við fatlað fólk er brýnt að þau leggi til grundvallar þá hugmyndafræði samskipunar fatlaðs fólks og ófatlaðs í samfélaginu sem markað hefur sýn og stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks undanfarin ár og sem lög um málefni fatlaðs fólks byggja á.

Leitað verði leiða til að finna þjónustustofnunum stað í samræmi við eðli þeirra og stuðlað að sem mestu sjálfstæði fólks og lífsgæðum á öllum sviðum mannlífsins. Þannig náum við sameiginlega því markmiði að samfélag okkar verði fyrir okkur öll þar sem fjölbreytileiki mannflórunnar er verðmætur

Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar

5


Vilji til að hlusta á notendur Það er búið að vera líf og fjör á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar frá áramótum. Við kvörtum þó ekki því verkefnin sem við er að eiga eru bæði krefjandi og skemmtileg en það er einmitt þannig sem maður vill helst hafa það. Þegar félagsleg þjónusta við fatlað fólk færðist yfir til sveitarfélaganna 1. janúar síðastliðinn færðist þjónusta við rúmlega 1000 Reykvíkinga yfir til borgarinnar, 40 starfseiningar og um 550 starfsmenn. Á undanförnum mánuðum hefur Reykjavíkurborg unnið mikið verkefni hvað varðar skipulag og fyrirkomulag þjónustunnar innan borgarkerfisins. Formlegri yfirfærslu og verkefnum henni tengdum fer senn að ljúka og þegar tími praktískra úrlausna er liðinn hefst tími samþættingar og uppbyggingar þjónustu við fatlað fólk í átt til þeirrar framtíðarsýnar sem Reykjavíkurborg hefur sett sér.

Rödd notenda skiptir mestu

Grundvöllur þess að vel takist til og að þjónustan verði í samræmi við þarfir og væntingar þeirra sem hennar njóta, er að allir hagsmunaaðilar taki höndum saman og tali saman um þróun þjónustunnar. Reykjavíkurborg vill hlusta á sjónarmið fatlaðs fólks. Strax á undirbúningstímanum var lögð áherslu á að hafa samráð við hagsmunasamtök og notendur þjónustunnar. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa átt virka áheyrnarfulltrúa í stýrihópi Reykjavíkurborgar sem hefur yfirumsjón með yfirfærslunni hjá borginni en

6

þar hafa praktísku málin verið rædd, fjármálin og ýmislegt er varðar samskipti við ríkið og samningagerð. Starfshópur um notendasamráð var að störfum frá ágúst til desember og lagði fram tillögur að því hvernig vinnu með notendum verði framvegis háttað. Næstu skref í því eru að þjónustumiðstöðvar vinni áfram með þær tillögur. Ráðinn var sérstakur starfsmaður, tengiliður notenda, sem er sjálfur notandi. Hlutverk hans er að heimsækja heimili fatlaðs fólks og ræða við notendur um yfirfærsluna og tryggja þannig að rödd þeirra heyrist svo hægt sé að taka mið af þeirra sýn á þessum breytingartímum. Tengiliður Björk Vilhelmsdóttir, formaður notenda kemur ábendingum Velferðarráðs Reykjavíkur um það sem betur má fara til verkefnisstjóra sem síðan að hagsmunasamtök tryggi ekki tryggir að þær nái til þeirra sem nægilega rödd notenda, þar sem bera ábyrgð á þeirri framkvæmd þau skipi í starfshópa fólk sem sem ábendingin snýr að. Allir ekki er sjálft notendur, heldur notendur þjónustunnar, starfsfólk aðstandendur og/eða starfsmenn og aðstandendur geta einnig hagsmunasamtaka. Vert er að komið með ábendingar og spurst huga að þessari gagnrýni á sama fyrir á sérstakri upplýsingagátt tíma og við gerum okkur ljóst að www.reykjavik.is/fatladir . einn notandi getur ekki tjáð sig Framundan er að setja á laggirnar fyrir hönd annarra notenda og því samráðshópa með notendum eru hagsmunasamtökin sem náð þar sem unnið verður með hafa saman röddum margra svo hugmyndafræði þjónustunnar mikilvæg. og tryggt verður að rödd notenda heyrist. Hefur það verið gagnrýnt af sumum notendum


Fréttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar:

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar

Fyrr á árinu samþykkti borgarstjórn framtíðarsýn í þjónustu við fatlaða þar sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innhaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Með þessari framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er verið að stíga stórt skref í mannréttindum þeirra sem búa við fötlun. Fólk er ekki flokkað í fatlaða og ófatlaða íbúa sem er bent á sitthvorn staðinn þegar þeir þurfa á persónulegri aðstoð að halda. Í Reykjavík leita allir til þjónustumiðstöðvar í sínu hverfi og við fækkum sérstofnunum sem sinna einungis fötluðu fólki. Áfram þarf að tryggja að fólk fái þjónustu við hæfi og í samræmi við vilja og þarfir. Með einum ábyrgðaraðila ættu kröfur fatlaðra að heyrast betur þar sem ekki verður hægt að beita hinni þekktu aðferð að varpa

málum einstaklinga á milli kerfa. Reykjavíkurborg ber nú ábyrgðina og borgaryfirvöld vilja standa undir henni. Framtíðarsýnin er sett fram í fimm meginpunktum: •

Margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt er af ábyrgð, virðingu og fagmennsku.

Aðgengi að þjónustu verði tryggt í nærumhverfi borgarbúa. Jafnræði í þjónustu verði tryggt. Víðtækt samráð verði haft við notendur, hagsmunasamtök, starfsfólk og háskólasamfélagið um þróun þjónustunnar.

• • •

Borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig aðstoðinni við þá er háttað. Unnið verði að þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Þróun þjónustunnar

Síðustu mánuðir hafa farið í praktísku hlutina. Af nógu hefur verið að taka svo sem að tryggja að starfsfólk haldi launum sínum og réttindum, að íbúar greiði áfram leigu, að bókhaldskerfi borgarinnar nái utan um rekstur allra starfsstaða, að færa gögn yfir í tölvukerfi Reykjavíkurborgar og tryggja aðgangsstýringu að persónulegum upplýsingum notenda og þróa tölvukerfið þannig að við getum tekið á móti umsóknum og afgreitt þær. Síðast en ekki síst að tryggja greiðslur til stuðningsfjölskyldna sem sinna fötluðum börnum og þeim sem veita fötluðu fólki þjónustu en markmið borgarinnar var að notendur þjónustunnar yrðu sem minnst varir við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til borgar.

14 7


frh.: Vilji til að hlusta á notendur: Framundan er skemmtilegur tími þróunarvinnu og samþættingar. Við erum ansi mörg sem höfum verið óþreyjufull og viljað sjá byltingu - en hún verður víst ekki einn, tveir og þrír. Á þessu ári þurfum við að reka kerfið á sama fjármagni og SSR gerði á síðastliðnu ári. Enn sjáum við ekki hvar við getum forgangsraðað og hagrætt til að setja aukið fjármagn í nýja þjónustu.

til þess að breyta og eða selja eitthvað af því húsnæði sem boðið hefur verið upp á.

Í samræmi við breytinguna á lögum um málefni fatlaðs fólks sem gerð var í lok síðastliðins árs verður nú sett lítilsháttar fjármagn til þess að þróa notendastýrða persónulega aðstoð. Nefnd sem á að stýra þessari þróun á landsvísu hefur ekki hafið störf. Velferðarráð samþykkti nýverið að fela Félagsbústöðum að fara yfir allt húsnæði sem fatlaðir búa í og var í eigu ríkisins. Þegar þeirri úttekt lýkur þarf að skoða hvaða valkostir eru í boði og hvort ástæða sé

Fyrir hönd borgarstjórnar vil ég nota tækifærið og þakka Þroskahjálp fyrir allt þeirra framlag til þess að gera borgina okkar að borg allra borgarbúa. Þroskahjálp hefur alla tíð barist fyrir því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, að fatlaðir taki fullan þátt í samfélaginu. Nú erum við komin á þann stað að við endurskipuleggjum opinbera þjónustu í samvinnu við notendur, þannig að allir borgarbúar sem á þurfa að halda leita á sama stað

Já, framundan er að þróa þjónustuna í samræmi við þarfir, vilja og það fjármagn sem við höfum. Þá skiptir mestu máli að þeir sem að málinu koma tali saman og skiptist á skoðunum og hugmyndum. Það samtal verður eflaust frjótt og skemmtilegt.

eftir stuðningi við sitt daglega líf. Síðan er það verkefnið að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur og veita þjónustu í samræmi við vilja og þarfir. Á síðastliðnu ári hefur Þroskahjálp hjálpað Reykjavíkurborg við yfirfærslu verkefnanna og við vonumst til áframhaldandi samstarfs á komandi mánuðum og árum. Svona á þetta að vera.

1. janúar færðist þjónusta við rúmlega 1000 Reykvíkinga frá ríki til borgar. 40 starfseiningar og um 550 starfsmenn.

Í þjónustu við fatlaða er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks leiðarljós Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg vill hlusta á sjónarmið fatlaðs fólks. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa átt fulltrúa í stýrihópi Reykjavíkurborgar.

Í honum felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum og jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Reykjavíkurborg ber nú ábyrgðina og borgaryfirvöld vilja standa undir henni.

Ráðinn var sérstakur starfsmaður, tengiliður notenda, sem er sjálfur notandi. Hlutverk hans er að heimsækja heimili fatlaðs fólks og ræða við það um yfirfærsluna. Þannig er tryggt að hægt sé að taka mið af sýn þeirra á þessum breytingartímum.

8

Nú erum við komin á þann stað að við endurskipuleggjum opinbera þjónustu í samvinnu við notendur. Allir borgarbúar sem á þurfa að halda leita á sama stað eftir stuðningi við sitt daglega líf.


„Rósin“:

Lára Björnsdóttir Lára Björnsdóttir er handhafi Rósarinnar árið 2011. Rósin er viðurkenning sem veitt er í minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings og formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, en hún var til margra ára einn ötulasti talsmaður fatlaðs fólks á Íslandi. Að verðlaununum standa fjölskylda Ástu B. Þorsteinsdóttur og Landssamtökin Þroskahjálp og sitja fulltrúar frá hvorum aðila í valnefnd. Verðlaunin eru verðlaunagripurinn „Rósin“ sem Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður hefur hannað. Í niðurstöðum valnefndar kemur m.a. eftirfarandi fram: Lára lauk prófi í félagsráðgjöf í Kaupmannahöfn árið 1968 og mastersgráðu í félagsráðgjöf í Englandi árið 1986. Starfsferill hennar spannar rúm fjörutíu ár og er mjög fjölbreyttur. Lára hefur m.a. starfað á Barna- og unglingageðdeild, Kópavogshæli og Ás styrktarfélagi. Auk þess var hún framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og félagsmálastjóri Reykjavíkur í tólf ár. Frá því árið 2007 hefur hún verið við stjórnunarstörf í félags- og tryggingamálaráðuneyti, sem nú heitir velferðarráðuneyti. Þar hefur hún m.a. lagt sitt af mörkum til undirbúnings á flutningi félagsþjónustu við fatlaða til sveitarfélaga auk þess sem henni var

Lára Björnsdóttir falin formennska Velferðarvaktarinnar. Lára var framkvæmdastjóri Þroskahjálpar um fjögurra ára skeið í formannstíð Ástu heitinnar og var Lára sæmd gullmerki samtakanna 1995. Þegar rýnt er í starfsferil hennar verður fljótt ljóst að áhugi hennar á velferð fatlaðs fólks ásamt virðingu fyrir einstaklingnum og ákvörðunarrétti hans hefur fylgt henni alla tíð. Samvinna við foreldra hefur verið Láru hugleikin og hún var m.a. stofnfélagi og í stjórn Umsjónarfélags einhverfra. Eldmóður hennar var snemma ljós og einlægur vilji til að láta gott af sér leiða. Lára Björnsdóttir er því verðugur handhafi Rósarinnar í minningu annars eldhuga með fjölþættan feril, Ástu B. Þorsteinsdóttur.

Lára minnist góðrar vinkonu og samstarfsmanns; Ástu B. Þorsteindóttur

9


Staða sérkennslunnar í Reykjavík Sameining sérskólanna, Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla, hugmyndir um sparnað og aðhald í skólakerfinu og umræðan um skóla án aðgreiningar hafa verið áberandi í grunnskólaumræðunni undanfarið. Hér verður reynt að leita svara við spurningum um þessi mál, þá sérstaklega sérskólamálin. Undirritaður tók Hrund Logadóttur tali en hún er verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu Menntasviðs Reykjavíkurborgar: „Ef við tölum fyrst um sérskólana þá hefur umræðan um sameiningu þeirra verið lengi í deiglunni. Hún á sér sögu frá því áður en skólarnir færðust frá ríki til sveitarfélaga árið 1997. Árið 1999 var skipaður starfshópur til þess að skoða annars vegar hvort æskilegt væri að reka áfram tvo sérskóla og hins vegar hvernig nemendahópurinn væri samsettur og hvernig hann hefði þróast. Gerð var stór könnun á sérkennslu og sérúrræðum í borginni. Könnunin var gerð á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar sem Anna Kristín Sigurðardóttir var í forsvari fyrir. Niðurstöður könnunarinnar voru nýttar við mótun sérkennslustefnu borgarinnar árið 2002. Þar kemur fram að skólarnir skuli sameinaðir og að sameinaður skóli eigi að þjóna fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Þarna er strax búið að leggja línurnar fyrir sameinaða sérskólann og hvaða nemendum hann eigi að þjóna. Á sínum tíma fór fram mikil umræða um þessi mál, fólk skiptist á skoðunum og sitt sýndist hverjum. Ekki varð úr að skrefið yrði stigið til fulls. Það var síðan árið 2007 að ónefndur aðili hét því að veita talsverðu fjármagni í byggingu

10

nýs sérskóla. Upp frá því voru skipaðir þrír hópar til að skoða málaflokkinn í heild. Einn hópurinn átti að skila skýrslu um sérskólann, annar um sérdeildir og sá þriðji um sérkennslu innan almenna skólans. Þarna ríkti mikil bjartsýni um nýjan framsýnan sérskóla ásamt fjórum nýjum sérdeildum víðsvegar um borgina. Í hruninu hurfu þessi fyrirheit um fjármagn eins og dögg fyrir sólu en þróunin hélt samt sem áður áfram. Sífelld fækkun nemenda í Safamýrarskóla kallaði á breytingar enda ekki lengur starfsgrundvöllur í óbreyttri mynd með svo fáa nemendur. Að óbreyttu leit út fyrir að aðeins sex nemendur yrðu í skólanum haustið 2011. Skipuð var nefnd til að vinna að sameiningu skólanna sem fyrst. Niðurstöður þeirrar nefndar voru að nýr sérskóli skyldi stofnaður á grunni hinna tveggja gömlu skóla.

Hrund Logadóttir

verið að ný og breytt inntökuviðmið í Öskjuhlíðarskóla hafi tekið gildi árið 2008. Í raun var grunnur þessara viðmiða settur fram árið 2002 í sérkennslustefnu Fræðsluráðs þar sem sagt var að skólinn skyldi vera fyrir fjölfatlaða og mikið þroskahamlaða nemendur. Hins vegar vantaði skýrari starfsreglur fyrir inntökuteymi skólanna. Árið 2008 voru settar fram skýrar reglur fyrir inntökuteymið. Þetta hefur fólk talað um sem hinar nýju inntökureglur. Einnig hefur komið Nýi skólinn yrði staðsettur upp umræða um að verið sé að í húsnæði Öskjuhlíðarskóla vísa nemendum frá skólanum og myndi hefja starfsemi í stórum stíl og stórlega vanti haustið 2011. Sett yrði auka úrræði fyrir nemendur með væga fjármagn til nauðsynlegra breytinga á húsnæðinu þannig þroskahömlun. Í þessu sambandi hefur verið tekin upp umræða sem að það gæti tekið við öllum nemendum, hver sem fötlunin átti sér stað á áttunda áratugnum um ákveðin greindarstig sem viðmið væri. inn í sérskóla. Slík viðmið voru inni í gömlum reglugerðum á þeim tíma Önnur umræða hefur átt sér en voru aflögð endanlega árið 1990. stað varðandi inntökuviðmið í sérskólann. Staðhæft hefur


ttir

ð

.

Fréttir frá Menntasviði Reykjavíkurborgar:

Nú er búið að taka umræðuna enn lengra og heyrst hafa raddir sem vilja að börn með væga þroskahömlun og börn á svokölluðu tornæmisstigi eigi að hafa kost á að sækja sérskóla. Svo virðist sem þróunin sé í hugum sumra að fara lengra í áttina að aðgreiningu en tíðkast hefur hér í langan tíma. Starfsreglurnar sem inntökuteyminu voru settar árið 2008 eru afleiðing af þróuninni en ekki stýrandi fyrir hana. Samkvæmt mínum athugunum hefur einungis um tíu umsóknum um skólavist í sérskóla verið hafnað á síðustu fimm árum. Þar af hefur um helmingur þeirra síðar fengið jákvæða afgreiðslu á grunni nýrra gagna. Umsókn getur verið hafnað af ýmsum ástæðum, t.a.m. að ekki sé um fötlunargreiningu að

ræða eða jafnvel að nemandinn sé þegar í fullnægjandi sérúrræði. Núverandi inntökureglur kveða á um að skólinn sé fyrir nemendur í 1. til 10. bekk, með miðlungs, alvarlega og djúpa þroskahömlun og fyrir nemendur með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Inntökuteyminu ber í umfjöllun sinni að taka mið af fleiri þáttum en greiningum á fötlun barnanna. Því ber að taka mið af lögum og reglugerðum varðandi grunnskóla, óskum foreldra og þeirra röksemdum, möguleikum skólans til að veita nemandanum námstilboð við hans hæfi námsog félagslega og að sýnt hafi verið fram á að ekki sé mögulegt að búa barninu gott námsumhverfi í heimaskóla þess. Þessi atriði þurfa öll að koma inn í myndina áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þetta

Í þessari grein er fjallað um sameiningu sérskólanna, Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Einnig um skóla án aðgreiningar. Hér verður reynt að leita svara við spurningum um þessi mál, þá sérstaklega sérskólamálin.

11

Umræðan um sameiningu sérskólanna hefur verið lengi í deiglunni. Alveg síðan skólarnir færðust frá ríki til sveitarfélaga árið 1997. Inntökureglur segja að skólinn sé fyrir nemendur í 1. til 10. bekk með miðlungs, alvarlega og djúpa þroskahömlun og fyrir nemendur með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir.

er ekki einfalt ferli og það er ekki nóg að líta bara á greindartölu og byggja ákvörðun um staðsetningu nemanda eingöngu eftir henni. Í umræðunni undanfarið hefur mér fundist oft harkalega vegið að almenna grunnskólanum og því starfi sem þar er unnið.

Nú eru um 100 nemendur í almennum skólum í Reykjavík sem hafa greiningu um væga þroskahömlun og margir með mismiklar hliðarraskanir. Einnig eru milli 20 og 30 nemendur með alvarlegri þroskahamlanir og þar fyrir utan fjölmargir nemendur með aðrar fatlanir svo sem einhverfu á mismunandi stigum.

Rannsóknir sýna að kennurum finnst nemendur með þroskahömlun ekki sá hópur sem erfiðast sé að kenna. Sérskólinn er einn af grunnskólunum okkar. Hann er hluti af skólasamfélaginu. Hann þarf að vinna samkvæmt skólanámskrá, miðla sérþekkingu sinni til annarra skóla og sækja sér þekkingu til almenna skólans. Í Reykjavík hefur aldrei komið fram tillaga um að loka sérskólum. Verkefni nýs skólastjóra verður að leiða inn hugmyndir í nýjan skóla þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt samfélag.

1411


Foreldrar hafa ekki val um hvort þeir senda börn sín í skóla þar sem skólaskylda er lögbundin og almennt kjósa foreldrar að hafa börn sín í þeim skóla sem næstur er heimili þeirra. Reglulega eru gerðar viðhorfakannanir á Menntasviði þar sem foreldrar grunnskólabarna eru spurðir um afstöðu sína til skólans. Þetta eru almennar kannanir og hafa foreldrar nemenda með fötlun ekki verið sérstaklega teknir fyrir. Varðandi afstöðu kennara þá sýna rannsóknir að þeir telja að nemendur með þroskahömlun séu ekki sá hópur sem erfiðast er að mæta í kennslunni. Þeir nemendur sem kennarar telja sig síst ná að þjónusta eru börn með hegðunarvanda og börn með íslensku sem annað mál. Varðandi rannsóknir á skólagöngu nemenda með þroskahömlun bendi ég sérstaklega á bókina Tálmar og tækifæri , en í henni er gerð grein fyrir mjög stórri rannsókn á námi og skólagöngu nemenda með þroskahömlun.

Sérskólinn er þannig ekki eyland heldur í gagnvirku samstarfi við aðra skóla í virku og frjóu skólasamfélagi. Skólarnir eru stofnanir samfélagsins og engar stofnanir samfélagsins eru eða eiga að vera hafnar yfir skoðun og gagnrýni. Hvorki almennir skólar né sérskólar. Allir skólar þurfa að vera í lifandi þróun, koma þarf í veg fyrir stöðnun af ýmsum toga og að þeir einangrist frá hinu almenna skólakerfi.

Áherslur í nýjum sérskóla eiga sérstaklega að taka mið af þessu og er eitt spennandi verkefni hans í þessa veru að stofna til og stýra svonefndum þátttökubekkjum sem staðsettir verða við almenna grunnskóla.

Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál ef barni líður illa í skóla og því miður er það þannig að það eru til börn sem upplifa vanlíðan og kvíða. Hvort þau börn séu með þroskahömlun umfram aðrar raskanir þori ég ekki að fullyrða. Þetta gæti vissulega verið rannsóknarefni. Ég vil leggja áherslu á að sérskólinn er einn af grunnskólunum okkar. Hann er hluti af skólasamfélaginu og mikilvægt er að hann sé virkur og gildandi í því samfélagi. Hann þarf að vinna samkvæmt metnaðarfullri skólanámskrá, miðla sérþekkingu sinni til annarra skóla og sækja sér þekkingu til almenna skólans.

14 12

Í umræðu undanfarinna mánaða hafa komið fram áhyggjur af því að markvisst sé verið að leggja niður sérskólann og rætt hefur verið um að skólastefnan um skóla án aðgreiningar sé sett til höfuðs sérskólanum. Í Reykjavík hefur aldrei komið fram tillaga þess efnis að loka sérskólum og hefur stefna borgarinnar aldrei

legið í þá átt. Stefna borgarinnar er vissulega sú að skólarnir skulu vera án aðgreiningar, sem er í samræmi við alþjóðlega samninga um réttindi barna og fatlaðra (og nú frá 2008 í samræmi við Lög um grunnskóla), en jafnframt að í borginni séu ákveðnir sérskólar og sérúrræði innan grunnskólanna. Ég myndi vilja sjá umræðuna þróast áfram út frá áherslunni á virka og gildandi stöðu sérskólans í skólasamfélagi borgarinnar og ræða þannig jafnvel um skólakerfi án aðgreiningar. Ég get einnig séð fyrir mér umræðuna um inntökuviðmið þróast í víðari og framsýnni umræðu sem nær til fjölbreyttari þátta sem gætu leitt til framsækinnar skólaþróunar. Þá má jafnvel hugsa sér hugmyndir um nýjar leiðir í samstarfi almennra skóla og sérskóla. Þannig mætti skoða mismunandi útfærslur

Öskjuhlíðarskóli skólavistar í sérskóla sem getur verið tímabundin eða skipt milli sérskóla og almenns skóla o.s.frv. Á heimasíðu menntasviðs Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast skýrslu starfshópsins sem fjallaði um tilhögun náms og kennslu nemenda með

þ b á s t o s s

S þ s S v f h f S í m B s í h þ e u s M n o m m k f o v b s o t


Frh: Staða sérkennslunnar í Reykjavík þroskahömlun og skilað var í byrjun árs 2011. Þar kemur fram ákveðin framtíðarsýn varðandi sérskólann, hvernig hann getur tengst betur inn í skólasamfélagið og er hugmyndin að hann verði staðsettur við hlið annars skóla, sem tvíburaskóli. Sérdeildarhugmyndin var einnig þróuð áfram og þá í formi svokallaðra þátttökubekkja. Slíku fyrirkomulagi kynntumst við í námsferð til Boston sem farin var árið 2008. Brúarskóli hefur verið að þróa slíkt úrræði fyrir nemendur á miðstigi. Skólinn sjálfur er staðsettur í Vesturhlíð en nemendur á miðstigi sem eiga heimaskóla í Breiðholti eru í þátttökubekk sem staðsettur er við almennan skóla í hverfinu. Hugmyndin er sú að í hverjum borgarhluta verði einn þátttökubekkur sem staðsettur er við almennan skóla en er undir stjórn sérskólans og eru starfsmenn ráðnir við sérskólann. Með þessu vonum við að til verði nokkurs konar brú milli sérskólans og almennra skóla, sem stuðlar m.a. að virku flæði þekkingar milli skólanna. Þarna væri einnig kominn viðbótarvalkostur fyrir foreldra um millistig milli sérskóla og almenns skóla. Auk þess teljum við mikinn gagnkvæman ávinning bæði nemenda, foreldra og starfsfólks í gagnkvæmu samstarfi og samneyti milli skólanna. Þetta tel ég vera gagnkvæman ávinning

beggja skólagerða og góða leið til að rífa niður þá múra sem nú eru á milli þessara skólaúrræða. Það þarf að leyfa sér að hugsa hluti upp á nýtt, hugsa aðeins út fyrir kassann.

á yngsta-, mið- og unglingastigi sem kallar á sveigjanleika á nemendasvæðunum, teymisvinnu starfsfólks og einstaklingsmiðað nám og námsleiðir. Áhersla

Staðan í dag er sú að nýr sérskóli mun taka til starfa í gamla húsnæði Öskjuhlíðarskóla frá og með næsta skólaári. Þetta húsnæði er barn síns tíma, auk þess sem það hefur aldrei verið klárað að byggja skólann. Verið er að taka ákvarðanir um hvernig best sé að vinna úr hlutunum á mannsæmandi hátt í því húsnæði sem nú er fyrir hendi. Setja þarf upp betri salernisaðstöðu, brautir í loft og lyftu á milli hæða til að byggingin geti þjónað öllum þeim sem sækja skólann. Það er hins vegar ljóst að aðrir skólar í borginni hafa almennt aðstöðu eins og íþróttahús eða aðgang að því í næsta nágrenni. Þessa aðstöðu vantar í nýja skólann, auk þess sem helst þyrfti að vera sundlaug við skólann. Síðasti starfshópur setti fram hugmyndir um faglegt starf sem byggðar voru á þeim áherslum sem stóri starfshópurinn setti fram fyrir nýjan sérskóla árið 2008. Þar er gert ráð fyrir að í skólanum verði aldursskipt námshópakerfi

yrði lögð á list- og verkgreinar og styrkingu sjálfsmyndar, félags- og samskiptafærni svo nokkuð sé nefnt. Það eru margar hugmyndir í deiglunni og ekki fyrirséð hvernig formið verður nákvæmlega næsta haust. Það verður í höndum nýs skólastjóra að leiða þær hugmyndir inn í nýjan skóla þar sem áhersla verður á margbreytilegt samfélag sem þarf að fá að blómstra.“ S.S.

13


Söngsveit Langjökuls Söngsveit Langjökuls sem er kór Fjölmenntar á Selfossi, lagði af stað í ævintýralega söngferð til Englands í rigningarsudda eldsnemma að morgni laugardagsins 17. maí í fyrra. Hugmyndin að ferðinni kviknaði fyrir u.þ.b. 2 árum þegar nokkrir kórfélagar lögðu það til við kórstjórann, Gylfa Kristinsson, að kórinn færi í kórferð eins og svo algengt er með kóra. Gylfa fannst hugmyndin allrar athygli verð og á haustmánuðum í fyrra var farið af stað með átak til þess að safna fé til fararinnar. Upp úr áramótum var allt klappað og klárt, búið að safna dágóðum sjóði og mynda sambönd í Englandi við fólk sem hafði áhuga á að taka á móti kórnum. Þetta átti ekki bara að vera söngferð heldur líka skemmtiferð og jafnvel smá verslunarferð (sem er reyndar í hugum margra það sama og skemmtiferð). Dagur 1, laugardagurinn 17.maí.

Í nágrenni við Smáralindina beið okkar góður félagi, Valgeir Guðjónsson, sem ætlaði að slást í förina og verða tónlistar- og söngstjóri í henni. Það urðu fagnaðarfundir því Valgeir hefur komið nokkrum sinnum fram með kórnum og kórfélagar eru farnir að þekkja hann vel. Allt gekk vel í Keflavík og fyrr en varði var hópurinn kominn upp í loftin blá á leið til lands engla. Það var lent á Stansted flugvelli um hádegi og þar beið hópsins maður frá Lodge rútubílakompaníinu sem brunaði með þau um hálftíma ferð suður á bóginn, gegnum engi og gula akra til bæjar sem heitir Epping. Epping sendur í hjarta Epping skógar sem er elsti skógur á Bretlandseyjum, að stofni til frá lokum síðustu ísaldar. Bílstjórinn sagði okkur líka að skógurinn geymdi helstu veiðilendur kóngafólksins breska, allt frá dögum Elísabetar fyrstu. Í útjaðri Epping fundum við hótelið okkar; Quality Hotel, sem útleggst Gæða Hótel á íslensku. Það var búið að vara okkur við því að í flestum tilfellum væru slík nöfn hin mestu öfugmæli þannig að við vorum nokkuð kvíðin að hótelið myndi ekki standa undir þeim kröfum sem

14

söngsveitin óhjákvæmilega gerir til dvalarstaða sinna. Sem betur fór þá reyndust þær áhyggjur óþarfar því hótelið var mjög þægilegt og snyrtilegt og starfsfólkið vingjarnlegt. Eftir að við höfðum skráð okkur inn og farið með farangur á herbergin þá fengum við far inn í bæinn og fengum okkur að borða og gengum svo um. Stelpurnar fóru að kíkja í búðir en strákarnir að leita að pöbb þar sem verið væri að sýna úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þar sem Hermann okkar Hreiðarsson var að keppa. Lítið pláss var á kránum og því enduðu strákarnir heima á hóteli þar sem

þeir horfðu á leikinn í góðu yfirlæti. Um kvöldið borðaði svo hópurinn saman á hótelinu og tók því svo rólega um kvöldið enda margir hálf-slæptir eftir langan dag.

Dagur 2, sunnudagurinn 18.maí.

Við vöknuðum snemma og fengum okkur morgunverð á hótelinu. Þar var boðið upp á staðgóðan ef ekki bragðgóðan enskan morgunverð með eggjum, beikoni, pylsum og bökuðum baunum. Sem betur fór var líka hægt að fá ávexti, jógúrt, ristað brauð og kaffi. Margir spreyttu sig á þeim enska.


Fjölmennt á Selfossi:

Síðan var hoppað upp í rútu og brunað í gegnum búsældarlegar enskar sveitir til Colchester þar sem til stóð að skoða einn besta dýragarð Breta. Tíminn var notaður á leiðinni til þess að taka létta söngæfingu því stóri dagurinn með tvennum tónleikum nálgaðist óðum. Dýragarðurinn reyndist mjög flottur og dýrin höfðu flest rúmgóð og falleg svæði til að hreyfa sig á. Þarna voru ótal apar, hýenur, villihundar, úlfar, ljón og tígrisdýr. Þarna var líka hvítt tígrisdýr sem var óhemju tignarlegt þar sem það lá fram á lappirnar á háum palli í frumskógargarði sínum. Þarna voru auðvitað gíraffar og nashyrningar, lamadýr með skögultennur og fílar sem kórfélagar fengu að gefa brauðbita. Þetta var nokkuð mikið labb og sumir voru orðnir lúnir í fótunum þegar við snerum loks heim á leið. Þegar heim var komið hvíldi hópurinn sig smástund en síðan var haldið af stað í bæinn til þess að fara á indverskan veitingastað. Það var upplifun fyrir marga sem höfðu ekki áður fengið jafn kröftugan mat. Dagný sýndi sérstaka hetjulund þegar hún hámaði í sig ídýfu sem var svo sterk að logarnir stóðu út um eyrun á henni. Síðan var rölt heim á hótel meðfram löngum eiturgrænum vegg.

Dagur 3, mánudagurinn 19.maí.

Dagurinn var tekinn eldsnemma og kl. 8.15 sótti okkur rúta frá hr. Lodge og keyrði hópinn áleiðis til Chelmsford sem er 30.000 manna bær, um 30 km í austur frá Epping. Þar stóð til að heimsækja tvo

skóla og syngja fyrir nemendur og starfsfólk. Á leiðinni var tekin létt æfing aðallega vegna þess að Gylfa reyndist svo erfitt að læra gripin utanað. Fyrst var komið að Hayward skólanum. Þar tók á móti okkur glaðbeittur maður, Tom að nafni, sem var alveg yfir sig bit á því hvað við værum dugleg að drífa okkur svona til útlanda í tónleikaferð. Einnig vakti það mikla aðdáun hans hve margir kórfélagar bjuggu sjálfir úti í bæ og stunduðu almenna vinnu. Hann átti varla orð yfir að Reynir væri póstur sem hjólaði um með póstinn allan veturinn á nagladekkjum! Hann sagði okkur að til stæði að byggja nýtt húsnæði fyrir skólann en núverandi húnæði minnir mest á vinnubúðir við Sigöldu. Þarna var samkoma á sal þar sem nemendur og skólastjóri sungu og dönsuðu af miklum móð. Síðan vorum við kynnt til sögunnar og skólastjóri sýndi nemendum á Google-Earth hvar Ísland væri. Við sungum síðan nokkur lög við fádæma undirtektir og tóku nemendur Haywardskólans vel undir með klappi og söng þar sem við átti. Við kvöddum síðan með virktum og héldum til Chelmsford College, sem er almennur menntaskóli með starfsbraut svipað og í FSU. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum og miklu hlaðborði sem nemendur höfðu sjálfir útbúið. Þar var síðan spjallað góða stund við kennara og nemendur og var mikið gaman að heyra um viðhorf þeirra og lífsýn. Kórinn tók síðan nokkur lög og síðan var kvatt með virktum. Þá var komið að því sem fyrir sumum var hápunktur ferðarinnar; verslunarleiðangur. Bílstjórinn keyrði okkur niður í miðbæ

Chelmsford og sýndi okkur helstu verslunargötuna, tvær verslunarmiðstöðvar og auðvitað H&M. Við skiptum svo liði og ég veit ekki fyrir víst hvað gerðist hjá hinum hópunum annað en það að flestir komu klyfjaðir til baka. Við strákarnir röltum líka í nokkrar búðir og Birgir keypti sér flotta græna skyrtu. Við settumst líka inn á Starbucks og fengum okkur hressingu. Svavar Jón bað mig að halda á klinkinu fyrir sig því hann gat varla orðið gengið uppréttur af þyngslunum. Það var talið og reyndust 24 pund af klinki í vasanum. Því var skipt snarlega í miklu léttari seðla. Síðan var dólað heim á leið og ágætis kvöldverður snæddur á hótelinu. Það var til þess tekið af fararstjórum hve kórfélagar höfðu verið duglegir að bjarga sér á ensku í búðunum og eins hvað allir væru kurteisir og segðu “please” og “thank you” á réttum stöðum. Það var líka greinilegt að þetta vakti athygli þeirra ensku.

Dagur 4, þriðjudagurinn 20. maí.

Við snæddum morgunmat um 8.30 og síðan átti rútan að sækja okkur kl 10. 30 en það dróst aðeins og konan hjá Lodge sagði það vegna umferðarteppu víða á vegum. Bíllinn kom þó þó að lokum en bílstjórinn sem var eldri maður, hélt að hann væri að fara með okkur í útsýnisferð um London og var búinn að útbúa langa ræðu. Hann varð alveg miður sín þegar við sögðum honum að hann ætti bara að skutla okkur í London Eye og sækja okkur svo um kvöldið.

15


frh.: Fjölmennt á Selfossi: Hann fyrirgefur hr. Lodge sennilega seint að hafa platað sig svona. Við héldum svo af stað í áttina að miðborg Lundúna og bílstjórinn hafði eitthvað að segja um nánast öll hús sem við sáum á leiðinni, þannig að hann var greinilega vel undirbúinn. Eitthvað voru þó

bremsurnar í blessaðri gömlu rútunni ekki vel stilltar, því ef við hefðum ekki verið í beltum, hefði hópurinn sennilega skutlast í heild sinni út um framrúðuna nokkrum sinnum þegar gamli maðurinn bremsaði á gulum ljósum. Þegar við nálguðumst miðborgina var greinilegt að eitthvað óhapp hafði orðið því umferðin mjakaðist áfram og þyrlur sveimuðu yfir. Við komumst þó að lokum að Auganu, sem er risastórt útsýnishjól á bakka

16

Thamesárinnar. Þar stigum við um borð í bát sem sigldi um og einhver grínisti sagði okkur allt af létta um helstu byggingar og brýr. Þegar í land var komið þá var komið að því að fara upp í augað og voru einhverjir nokkuð kvíðnir enda fara litlu glerhylkin sem hanga í hjólinu, upp í 130 metra hæð. Þetta var mikil upplifun og útsýnið ótrúlegt yfir London. Allir komust niður aftur og það verður að segjast að þeir sem voru smeykastir stóðu sig allir eins og hetjur. Við fengum okkur síðan smá hressingu og svo var þrammað af stað upp á Trafalgar-torg og þaðan í áttina að Covent Garden þar sem við áttum pantað langborð á Pasta Brown veitingastaðnum. Við skiptum liði og við strákarnir fórum á pöbb sem hét Broddgölturinn og fengum okkur svaladrykk og kynntum okkur sögu broddgaltarins. Hann hafði staðið þarna í sama húsi frá árinu 1729. Það er löngu fyrir móðuharðindin! Síðan hittust allir á Pasta Brown og fengum við þar frábæran ítalskan kvöldverð. Þá var komið að hátindi dagsins. Það var að fara að sjá Mömmu

Miu söngleikinn í Prince of Wales leikhúsinu sem er þarna rétt hjá. Við áttum sæti fremst á svölum og þurftum að klöngrast upp marga stiga, alla leið upp í rjáfur og svo niður snarbrött þrep niður í sætin okkar. Aðstæður voru þannig að við hefðum helst þurft að binda okkur saman með reipi og vera með ísaxir til þess að komast þetta klakklaust. Allt gekk þó vel að lokum og ég held að að sé ekki ofsagt að allir hafi skemmt sér konunglega. Dagur 5, miðvikudagurinn 21.maí. Þá var heimferðardagurinn runninn upp, bjartur og fagur. Veðrið var búið að vera gott alla dagana en frekar svalt. Nú var greinilega að hlýna til muna. Rútan kom snemma og við dóluðum út á flugvöll. Þar gekk vel að komast í gegn og margir notuðu tækifærið til þess að gera síðustu innkaupin í Englandi í flughöfninni. Flugið var tíðindalaust og við lentum í Keflavík á áætluðum tíma. Frábærri ævintýraferð var lokið.

G.G.K.


:

Fréttir frá Þroskahjálp Sumarhús að Flúðum

Landssamtökin Þroskahjálp hafa nú tekið við rekstri frístundahúss af Sumarbústaðasjóði Kópavogshælis. Húsið er 132 m2 einbýlishús en það er við Akurgerði 10 á Flúðum og stendur inni í byggðakjarnanum. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með sex rúmum, eldhús, stór stofa/borðstofa, tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla. Stór verönd er við húsið með góðum skjólvegg og heitum potti. Allur búnaður fylgir húsinu, m.a. þvottavél og uppþvottavél. Húsið er sérstaklega aðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Alrýmið er mjög rúmt og öðru baðherberginu hefur verið breytt þannig að þar er nú fullkomið aðgengi. Mjög gott aðgengi er einnig að húsinu sjálfu og sólpallinum auk þess sem engir þröskuldar eru í húsinu.

Leiguverð á húsinu verður í samræmi við leiguverð á stéttarfélagsbústöðum af sambærilegum gæðum. Hægt er að sækja um helgarleigu til 1.maí en frá 6. maí til 16. september er ráðgert að um vikuleigur sé að ræða, með skiptidegi á föstudegi. Skrifstofa Þroskahjálpar sér um útleigu á húsinu og innan tíðar verður hægt að sækja um húsið á heimasíðu samtakanna. Tekið er á móti pöntunum í síma 588-9390 eða með tölvupósti asta@throskahjalp.is.

Höfðingleg minningagjöf

Samtökunum var nýlega færð höfðingleg gjöf í minningu Gunnars Más Hjálmtýssonar. Gunnar bjó við fötlun frá barnsaldri en var alla tíð virkur þátttakandi í samfélaginu.

Fréttir frá FFA

Samtökin færa fjölskyldu Gunnars bestu þakkir fyrir gjöfina.

Lýsing styrkir næstu 3 árin

Lýsing og Landssamtökin Þroskahjálp hafa endurnýjað styrktarsamning sinn. Lýsing hefur síðastliðin 6 ár verið með styrktarsamning við Þroskahjálp og nú nýlega var sá samningur framlengdur til næstu þriggja ára.

(Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur)

Farsímar – snjallsímar – iPad Kynning þessi var svo vel sótt að stuðningstæki í daglegu lífi. nokkrir þurftu því miður frá að FFA – í samvinnu við TMF Tölvumiðstöð stóð fyrir kynningu mánudaginn 28. mars. Sigrún Jóhannsdóttir og Hrönn Birgisdóttir frá TMF kynntu hvernig venjulegir farsímar, snjallsímar og iPad geta verið stuðningstæki í daglegu lífi. Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal. Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur, tjáskiptatöflur o.fl.

Fjölskylda Gunnars heimsótti samtökin á afmælisdegi hans og færði Gunnar Már samtökunum peningagjöf sem Hjálmtýrsson notuð verður til verkefna sem stuðla að jákvæðri ímynd fólks með þroskahömlun í samfélaginu.

hverfa vegna plássleysis. Fyrirhugað er að halda þessa kynningu á landsbyggðinni.

Þá bauð FFA til morgunverðarog spjallfundar laugardaginn 9. apríl undir yfirskriftinni:

„ ég þori get og vil“ .... Hvaða ímynd gefum við af sjálfum okkur og börnum okkar? Fjórar konur voru með innlegg á fundinum. Bryndís Snæbjörnsdóttir fjallaði um

„fjölskylduglansmyndina“, Ásta Friðjónsdóttir velti upp spurningunni hvort við setjum fötluðu börnin okkar í bómull. Þá ræddi Ása Björk Gísladóttir um hvort fatlað fólk hefði framtíðaráform, drauma og þrár og í lokin flutti Embla Ágústsdóttir erindi sem hún nefndi: „Be the change you want to see in the world“. – Hvað getum við gert? Í lokin voru góðar umræður. Fundurinn var mjög vel sóttur og ráðgert er, að halda fleiri slíka fundi á landsbyggðinni.

1717


Sköpunarkraftur Framundan er áttunda hátíð Listar án landamæra. Sköpunarkrafturinn kraumar hjá öllu því frábæra fólki sem gerir hátíðina að þeim stórviðburði sem hún er. Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Edda Björgvinsdóttir Þessi hátíð er margbreytileg, eins fyrir Bandalag og mannfólkið og allir sem vilja íslenskra listamanna, Jenný geta tekið þátt! Hvað er List án landamæra? Guðmundsdóttir frá Miðstöð Listahátíðin List án landamæra er kröftug hátíð sem brýtur niður símenntunar á Suðurnesjum múra. Á hátíðinni vinna ólíkir og Ásta Sóley aðilar saman að alls konar list Haraldsdóttir með frábærri útkomu. Hátíðin hefur leitt til auðugra samfélags og verkefnisstjóri hjá Hinu húsinu. Margrét M. Nordahl er aukins skilnings manna á milli. framkvæmdastýra hátíðarinnar. Samstarfsaðilar í stjórn Listar Hátíðin er haldin fyrir styrktarfé án landamæra eru: Fjölmennt miðstöð símenntunar, Átak - félag frá einka- og opinberum aðilum sem sótt er um á hverju ári. fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Nýr Af hverju? aðili að stjórninni er Bandalag Hæfileikafólk er á hverju strái en íslenskra listamanna. stundum skortir tækifæri fyrir það Stjórnina mynda: til að koma sér á framfæri. Fólk Helga Gísladóttir deildarstjóri hjá með fötlun eða þroskaskerðingu Fjölmennt, Aileen Svensdóttir fyrir er ekki nógu áberandi í „almennu“ Átak, Ása Hildur Guðjónsdóttir menningarumhverfi. List án fyrir Öryrkjabandalag Íslands, landamæra stuðlar að því að Risavaxin blómabreiða, 5 metra trjávörður, saumað abstrakt, táknmálssöngur og dægurlagaskúlptúrar.

breyta þessu og aukið samstarf og opnun á milli hópa og ólíkra einstaklinga leikur þar stórt hlutverk.

Markmið

Markmið hátíðarinnar er fjölbreytni. Það er allra hagur að sjá

18

tækifæri en ekki takmarkanir. Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli einstaklinga og hópa. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.


List án landamæra:

Sagan

Hátíðin List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003-2004. Í vor verður hátíðin haldin í áttunda sinn. Hátíðin hefur breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Síðustu árin hefur listafólk og hópar frá Norðurlöndunum óskað eftir samstarfi og komið til Íslands og sýnt verk sín á hátíðinni. Hátíðin hefur meðal annars fengið stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni og Norræna menningarsjóðnum. Fyrir utan beina listviðburði hefur List án landamæra líka stuðlað að umræðu, m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, um ímynd fatlaðra í listum og list fatlaðra. Hátíðin er haldin um allt land.

Listamaður hátíðarinnar

Listamaður hátíðarinnar er valinn á hverju ári og prýða verk þess listamanns þá allt kynningarefni hátíðarinnar. Þetta árið er listamaður hátíðarinnar Guðrún Bergsdóttir listakona. Verk Guðrúnar eru einstök

og mikill heiður að fá að nota þau til þess að kynna hátíðina. Guðrún sýnir verk sín á hátíðinni ásamt listamanninum Ransú í Hafnarborg í Hafnarfirði.

List án landamæra 2011

Það stefnir í skemmtilega og fjölbreytta hátíð í vor. Hátíðin verður sett föstudaginn 29. apríl klukkan 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar stíga á stokk hipp hopparar, óhefðbundnir kórar sem flytja lög sín bæði með söng og á táknmáli, bongótrommuleikari og margir fleiri. Fjöldinn allur af einstaklingum og hópum er nú að leggja lokahönd á sýningar, atriði og uppákomur á hátíðinni. Á dagskrá eru tónlistaratriði og tónleikar, myndlistasýningar, gjörningar, handverksmarkaðir, leiksýningar og uppákomur af ýmsum toga. Meðal viðburða eru sýningar og uppákomur úti og inni í Norræna húsinu í samstarfi við Vatnsmýrarhátíð, sýning og málþing í Þjóðminjasafninu og leiksýning og tónleikar í Iðnó. Þá tekur risastór trjávörður sér bólfestu í Kjarnaskógi, töfrum slungin dagskrá verður

á Egilsstöðum og lengi mætti telja upp spennandi og skemmtileg atriði um allt land. Þátttakendur í hátíðinni er fólk með skrýtin áhugamál, fólk með geðræna sjúkdóma, fólk frá Finnlandi, fólk með stóra fætur og litla fætur, kvenfélög, hæfingarstöðvar, fólk með mikla hreyfihömlun, listasöfn, dreifbýlingar og þéttbýlingar, sjálfstæðir leikhópar, fólk með þroskahömlun, leikarar, fólk sem er börn, fólk sem er fullorðið, listafólk af öllum toga og umfram allt hópur af frábæru skapandi fólki. Hátíðin er haldin á höfuðborgarsvæðinu,

Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og í Reykjanesbæ. Hátíðin gefur út veglegan dagskrárbækling sem hægt verður að nálgast á sýningarstöðum og hjá félögum sem standa að hátíðinni. Einnig eru allir viðburðir kynntir á vefsíðunni www. listanlandamaera.blog.is. Ég óska ykkur góðrar skemmtunar á List án landamæra 2011. Margrét M. Nordahl

19


Tímaritið Þroskahjálp þakkar eftirtöldum stuðning: 800 bar About Fish Ísland Aðalskoðun Aðalvík ehf AkA bílaleiga Akrahreppur Allrahanda ferðaleiðir Anný SH 071 AP Varahlutir Apótek Vesturlands ARGOS ehf Arkform Á Óskarsson Ágúst Guðröðarson Álfur sf útgerð Árbæjarapótek Árni Valdimarsson Árskóli Ás fasteignasala Ás styrktarfélag Ása Ólafsdóttir ÁTVR Bak-Höfn Baldur Jónsson ehf Baldvin Már Fredriksen Bananar ehf Barnatannlæknastofan Batteríið ehf Baugsbót ehf Bifreiðastilling Nicolai Bifreiðastöð Þórðar Bisk-Verk Bílasmiðurinn Bílaverkstæði Auðunns Bílaverkstæði Jóns Bílaverkstæði KS Bílaþvottastöðin Löður

20

Bjarni Geir Bjarnason Bjarni S Hákonarson Björn Harðarson Blaðamannafélag Íslands Blikkrás ehf Borgarbyggð Bortækni ehf Bókhalds og Tölvuþjónustan Bókhaldsstofa Geirs Bókhaldsstofan Bónus Brimborg ehf Brunavarnir Suðurnesja Brúarskóli Brynhildur KE 083 BSRB Búsetudeild Bygg- Gylfi og Gunnar Byggðasafnið Skógum Byr AK 120 Depla Didda KE 056 DK Hugbúnaður ehf DMM Lausnir ehf Dragi hf Dynjandi ehf Dýralæknaþjónustan E Ólafsson ehf Efla ehf Efling Stéttarfélag Efnalaugin Glæsir Efnamóttakan Einangrunarmiðstöðin Eiríkur og Einar Valur Eldhestar ehf Eldhús Sælkerans ehf Endurskoðun Vestfjarða

Engjaskóli Enskuhúsin gistiheimili Ernst og Young Eskja Eyrún ÞH 002 Fagafl ehf Fagsmíði ehf Fakta ehf Farsæll ehf útgerð Fatabúðin ehf Ferðaskrifstofan Vík Ferskar kjötvörur hf Félag iðn og tæknigreina Félag íslenskra hljómlistarmanna Félag málmiðnaðarmanna Félagsbúið Miðhrauni Félagsbústaðir Fisk Seafood Fiskbúðin Vík ehf Fiskmarkaður Íslands Fiskval Fjarðarkaup Fjarvirki Fjármálaeftirlitið Fjöruborðð Flakkarinn ehf Flúðir Stangaveiðifélag Foss Fossvélar hf Framtak Blossi Frár ehf Frúin í Hamborg Fröken Júlía ehf Fönix


Af vinnumarkaði:

Snigill númer 181 Stefán Konráðsson hefur unnið sem sendill hjá Nýju sendibílastöðinni í fjöldamörg ár. Hann hefur verið áberandi á strætum borgarinnar á „vespunni“ sinni að sendast með póst og pakka. Ég heimsótti Stefán og átti við hann stutt spjall um lífið og tilveruna: „Á yngri árum sótti ég þau. Ég er mjög ratvís nám í Höfðaskóla og og vanur umferðinni var einnig í talkennslu og fljótur að finna hjá kennara sem hét hvert ég á að fara. Thorlacius. Eftir það Svo er ég í Sniglunum, fór ég í Melaskóla að Snigill númer 181. læra lestur sem gekk ágætlega. Síðan fór Það var mjög sorglegt ég til hennar Ólafar í þegar konan mín dó einkakennslu í lestri. fyrir nokkrum árum. Eftir þetta fór ég að Við vorum saman í vinna, tók að mér rúm tuttugu ár. Ég ýmis sendilsstörf. Þá mun alltaf minnast var ég á reiðhjóli með hennar með söknuði. litla kerru í eftirdragi. Stefán með mynd af sér í fullum herklæðum, Ég þarf samt að líta En þegar ég fór að en þessi mynd prýðir einn mánuðinn í fram á veginn og ég finna fyrir eymslum dagatali Sniglanna hef nýlega kynnst í hnjánum keypti ég annarri konu, við erum fer ég í sendiferð með póstinn og mér fyrst rafmagnshjól og síðan bara vinir, búum ekkert saman síðan í bankann með reikninga. „vespu“. Það er alveg nóg að eða neitt þess háttar. En það er Eftir það skýst ég kannski til gera hjá mér yfir daginn. Ég byrja Danna tannsmiðs í sendiferð daginn hjá Ási styrktarfélagi. og ýmsar fleiri útréttingar. Ég er Þar byrja ég í eldhúsinu, vaska svona hálfan daginn að sendast. upp og set í uppþvottavélina. Þá Þrjá daga vikunnar vinn ég hjá Hagkaup í Skeifunni. Ég starfa einnig sem verktaki hjá Styrktarfélagi lamaðra og Stefán á gamla rafmagnshjólinu fatlaðra og hjá Landssamtökunum nauðsynlegt að geta átt góðan Þroskahjálp. Það vin. Mitt lífsmottó er að vera alltaf eru fleiri fyrirtæki jákvæður. Við eigum að reyna og einstaklingar að vera ánægð þótt við séum öll sem vilja nýta mína ólík. Ég er hamingjusamur í dag þjónustu. Þá er og reyni að líta á björtu hliðarnar bara hringt í mig og hvet aðra til að gera slíkt hið og ég skutlast fyrir sama.“

Stefán á vespunni

21


Sérfræðingarnir Ný starfsstöð undir formerkjum „Specialisterne“ opnaði á Íslandi þann 2. apríl síðastliðinn. Specialisterne er atvinnuúrræði fyrir einstaklinga á einhverfurófinu. Thorkill Sonne, hugmyndasmiður Specialisterne, var viðstaddur opnunina en hann hefur hlotið heiðursverðlaun danska Upplýsingatæknifélagsins fyrir störf sín í þágu einhverfra.

Hjörtur Grétarson stjórnarformaður Sérfræðinganna, Eva Hrönn Steinþórsdóttir formaður Umsjónarfélags einhverfra og Thorkill Sonne

Hann hefur með góðum árangri nýtt, þjálfað og skapað verðmæt störf í upplýsingatækni fyrir fólk með einhverfu. Áhuga Thorkils má rekja til ársins 1999 þegar hann eignaðist son sem greindur var með einhverfu. Þegar fram liðu stundir rann upp fyrir honum að það gæti orðið erfitt að finna vinnu við hæfi fyrir son sinn og að fólk á einhverfurófinu ætti oftar en ekki erfitt með að stunda vinnu á hefðbundnum vinnustöðum. Árið 2004 ákvað Thorkill að veðsetja húsið sitt og stofna fyrirtækið Specialisterne sem myndi ráða fólk eins og son hans, borga þeim vel og skila hagnaði. Metnaður hans var að nota einhverfurófið sem samkeppnisforskot. Hjá Specialisterne nýtist kunnátta fólks á einhverfurófinu í ýmis verkefni sem kalla á framúrskarandi minni og nákvæmni sem mörg fyrirtæki sem tengjast tækni og hugbúnaði

22

þurfa á að halda. Thorkill hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til að kynna verkefnið og stuðla að því að sem flestar starfstöðvar undir fyrirmyndinni verði opnaðar. Það hefur gengið vel og má til að mynda nefna að í Þýskalandi hefur símafyrirtækið Vodafone viljað opna starfstöð hjá sér sem mun væntanlega kallast „Specialisterne at Vodafone“ þar sem unnið verður undir hugmyndafræði Specialisterne. Thorkill stefnir á að þetta módel nái að skapa milljón störf fyrir fólk á einhverfurófinu um allan heim. Baráttan snýst um að kynna þau verðmæti sem fólk á einhverfurófinu býr yfir og að selja fyrirtækjum hugmyndina. Meðal helstu viðskiptavina nú eru fyrirtæki eins og CSC, Microsoft, Oracle og LEGO. Snemma á árinu 2010 opnuðu Specialisterne sitt annað útibú í Skotlandi og í ársbyrjun 2010 var einnig slíkt fyrirtæki formlega

Bjarni Torfi Álfþórssson, framkvæmdastjóri Sérfræðinganna

stofnað á Íslandi af Umsjónarfélagi einhverfra ásamt sjö einstaklingum. Markmiðið hér á landi er að meta og þjálfa 14 til 18 einstaklinga á einhverfurófinu á ári. Veita á um helmingi þeirra atvinnu við fjölbreytt störf eins og hugbúnaðarprófanir, skráningarstörf og önnur störf þar sem krafist er mikillar nákvæmni. Gera má ráð fyrir að á Íslandi sé á bilinu 2.000 - 3.000 einstaklingar á einhverfurófi en um 1.000 hafa fengið formlega greiningu. Nú hafa Specialisterne, eða Sérfræðingarnir eins og þeir kallast á íslensku, fengið 180 fm húsnæði að Suðurlandsbraut 24. Reitir hafa lánað húsnæðið til verkefnisins til tveggja ára. Verkefnið er háð hinum ýmsum styrkjum. Það hefur gengið ágætlega að afla þeirra og því var hægt að opna formlega 2. apríl, á alþjóðlegum degi einhverfu og mun starfsemin fara af stað fljótlega.

H fr þv að fr íh Ve vi og ti Sé an hi þe st

Ým og að bý ba no fy ga að m


i m.

Frumkvöðlar:

Hluti af þeirri þjálfun sem mun fara fram hjá Sérfræðingunum miðar að því að starfsmenn nái á endanum að fara út í fyrirtækin og starfa þar, frekar en að vinna verkefnin einungis í höfuðstöðvum Sérfræðinganna. Verkefnið er unnið í samvinnu við AMS og Vinnumálastofnun og munu þessar stofnanir koma til með að vera bakhjarlar þess. Sérfræðingarnir geta boðið upp á annars konar störf en tíðkast hefur hingað til fyrir fólk með fötlun og er þess vegna hrein viðbót í þá flóru starfa sem í boði eru. Ýmis atvinnuverkefni eru í pípunum og margir sem hafa sýnt áhuga á að nýta starfskraftinn sem þarna býðst. Til að mynda hefur Arion banki gefið vilyrði fyrir því að ráða nokkra starfsmenn í hlutastörf. Fleiri fyrirtæki hafa verið mjög jákvæð gagnvart verkefninu og sýnt vilja til að styrkja það á einhvern hátt. Þar má nefna Össur, Nýherja og CCP,

Þekkingu, Marel ofl. Þessi fyrirtæki hafa sýnt áhuga á þeirri nálgun sem Sérfræðingarnir hafa í sambandi við mannauðinn sem fyrirtækin búa að. Það á að nýta hæfileika hvers og eins og horfa í styrkleika einstaklingsins miklu fremur en veikleika hans. Í hugmyndafræði Sérfræðinganna er gert ráð fyrir því verkefnið komi til með að standa undir rekstri og jafnvel skila hagnaði. Sendir voru útreikningar til Velferðarráðuneytisins þar sem sett var upp svart á hvítu hvaða þjóðfélagslegi ávinningur hlytist af því að fara af stað með verkefni eins og Sérfræðingana. Velferðarráðuneytið fór yfir þessa útreikninga til að sannreyna þá og stóðust þeir þá skoðun. Í þessum reikningum kemur fram að ef einn einstaklingur á bótum færi úr 0 krónum upp í 150.000 - 200.000 kr. laun á mánuði hlyti að vera vert að stefna að þessu. Þetta eru miklir

peningar á ársgrundvelli og sú tala margfaldast þegar einstaklingarnir eru orðnir 10 til 15 talsins. Þetta sparar ríkinu mikla peninga auk þess sem að þessir einstaklingar eru farnir að skila tekjum til ríkisins í formi skatta og annarra opinberra launatengdra gjalda. Þó að Sérfræðingarnir þurfi vissulega styrki til að koma verkefninu af stað munu þessir peningar skila sér margfalt til baka þegar fram líða stundir. Verið er að leita að starfsmanni sem mun sjá um verkstjórn og einhverfuráðgjafa sem mun þjálfa starfsmenn til verkanna. Að fenginni reynslu frá starfsstöðinni í Skotlandi er ráðgert að ráða sex starfsmenn í vinnu til að byrja með og bæta svo við, frekar en að byrja með of marga. Landsamtökin Þroskahjálp óska Sérfræðingunum til hamingju með þennan merka áfanga. S.S.

ytt

t

a

m ð

un

Thorkill Sonne hefur skapað verðmæt störf fyrir fólk með einhverfu. Árið 2004 ákvað Thorkill að veðsetja húsið sitt og stofna fyrirtækið Specialisterne. Hjá Specialisterne nýtist kunnátta fólks á einhverfurófinu í ýmis verkefni. Thorkill hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til að kynna verkefnið. Thorkill stefnir á að skapa milljón störf fyrir fólk á einhverfurófinu um allan heim. Bryndís Guðmundsdóttir Í ársbyrjun 2010 var fyrirtæki eins og Specialisterne stofnað hér á landi

Hér heitir fyrirtækið Sérfræðingarnir. Fyrirtækið var opnað 2. apríl, á alþjóðlegum degi einhverfu og mun starfsemin fara af stað fljótlega. Sérfræðingarnir geta boðið upp á annars konar störf en tíðkast hefur hingað til fyrir fólk með fötlun. Ráðnir verða sex starfsmenn í vinnu til að byrja með. Markmiðið hér á landi er að þjálfa 14 til 18 einstaklinga á einhverfurófinu á ári til vinnu.

23


Ráðstefna í Skriðu:

Hlustið á okkur Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stóð fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna „Skóli án aðgreiningar“ fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn. Ráðstefnan var haldin í Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og bar heitið „Hlustið á okkur. Hvað eflir og hvað hindrar þátttöku allra barna og unglinga í lýðræðislegu námssamfélagi skólanna?“ . Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um reynslu nemenda af námi við skóla sem leitast við að fylgja skólastefnunni skóli án aðgreiningar. Ráðstefnustjórar voru Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Atli Lýðsson varaformaður Þroskahjálpar. Ráðstefnan var einkar vel sótt og þótti takast vel í alla staði. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á slóðinni http://vefir.hi.is/skolianadgreiningar. Þar er einnig hægt að hlusta á upptökur af fyrirlestrunum.

24


:

.

Tímaritið Þroskahjálp þakkar eftirtöldum stuðning: G.G. Steypu og Sprautun G.T. Verktakar Garðræktarfélagið Garðsapótek Gastel ehf Geir ehf útgerð GermanicherLloyds Gesthús Gjögur hf Glámakim Gluggar og Garðhús Goddi ehf Grafarás ehf Grandaskóli Grunnskóli Blönduós Grunnskóli Borgarness Grunnskóli Breiðadals Grunnskóli Snæfellsbæjar Grunnskólinn Ljósaborg Guðmundur Jónasson Guðnabakarí Gullberg Gullborg leikskóli Gullsmiðurinn í Mjódd H Jakobsen ehf Hafgæði sf Hagal ehf Hagkaup Halldór Jónsson Halldóra Hálfdánardóttir Halldóra Þorvarðardóttir Hamraskóli Hárgreiðslustofa Gunnhildar Háskólabíó Hegas ehf Heiðar W Jones Heiðarbær veitingahús Heilbrigðissráðuneytið Heildverslunin Gró ehf Heilsubót Heilsuefling Mosfellsbæjar Héðinn Schindler Hér og Nú ehf Héraðsdómur Norðurlands Héraðsdómur Suðurlands Héraðsdýralæknir HGK ehf

Hitaveita Egilsstaða og Fella Hjallasandur ehf Hjá Jóa Fel Hjálparstofnun kirkjunnar Hlaðbær Colas Hofsstaðaskóli Hópnes ehf Hótel Djúpavík Hótel Leifs Eiríkssonar Hótel Natur Hótel Norðurljós Hótel Reykjavík HP Lagnir Hrafnista Das Hreyfimyndasmiðjan Hreysti hf Hrunamannahreppur HSÁ teiknistofa Hurðir og Innréttingar Húsagerðin hf Húsanes ehf Höfðakaffi Ísafjarðarbær Ísfélag Vestmannaeyja Ísfugl ehf Íslandsspil Ísleifur Jónsson Íslensk Ameríska ehf Íslensk endurskoðun Íslenska Félagið Ísloft Blikk og Stálsmiðjan Íþróttamiðstöðin Glerártorgi Íþróttasamband Fatlaðra J.S. Gunnarsson Jakob Valgeir ehf Jarðvegur Járnsmiðja Óðins Jeppasmiðjan ehf Jóhanna Garðarsdóttir Jón Egilsson hdl K.Pétursson Kaffi Duus Kaplavæðing Karl Kristmannsson Kaupfélag Skagfirðinga Kaþólska kirkjan Kemis ehf

Kistufell ehf Kjarnafæði hf Kjósahreppur Klébergsskóli Kríunes ehf KSÍ Kvennfélagið Tilraun Lakkskemman Landsamtökin Hjartaheill Langamýrarskóli Langanes hf Laugardalslaug Laxnes ehf Litla Kaffistofan Litlaland ehf Ljósmyndastofa Þóris Loft og Raftækni ehf Loftorka Lyfjaver Lækjarskóli Löndun ehf Malarvinnslan ehf Malbikun KM ehf Malbikunarstöðin Höfða Marpóll ehf Málningarþjónustan Málningarþjónustan Meba Rhodium Menningarmiðstöðin Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn Laugum Miðstöð Miðstöð ehf Miðstöð Símenntunar Mirandas á Íslandi Mirco ryðfrí smíði Mjólkursmlag KS Myllubakkaskóli Myndform Möndull ehf Nesbrú ehf Nesey ehf Netbókhald.is Norpurpóll ehf Nýbarði Nýþrif

25


Í læri hjá Somu Ásta Birna Ólafsdóttir er þroskaþjálfi að mennt með dipl.ed í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu og starfar sem kennari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ. Sumarið 2009 fór hún ásamt eiginmanni og syni til Austin, Texas. Þar sótti hún námskeið í RPM (Rapid Prompting Method) kennsluaðferðinni. Sonur þeirra sótti einnig kennslustundir hjá Somu Mukhopadhyay og stóð sig með prýði. Ásta býr í Grindavík ásamt Erni manni sínum og þremur börnum, Arnóri Frey 11 ára, Anítu Ósk 6 ára og Júlíu Bjarklind sem fæddist í júlí 2010. Arnór Freyr er með dæmigerða einhverfu sem truflar hann við að tjá sig eftir hefðbundnum leiðum. Sumarið 2009 fór hún ásamt eiginmanni og syni til Austin, Texas. Þar sótti hún námskeið í RPM (Rapid Prompting Method) kennsluaðferðinni. Sonur þeirra sótti einnig kennslustundir hjá Somu Mukhopadhyay og stóð sig með prýði. Ásta kynnti sér aðstæður ytra og hitti m.a. aðra foreldra einhverfra barna. Í janúar 2010 var hún í læri hjá Somu í Halo Clinic í 6 mánuði með það að markmiði að íslenskir einstaklingar með einhverfu gætu skoðað RPM sem valkost í framtíðinni. Arnór Freyr fór einnig með í þá ferð og stóð sig með glæsibrag. Undirritaður sótti Ástu heim og spurði hana hvað réði því að hún ákvað að fara í víking og setjast á skólabekk í Austin, Texas: „Fyrst eftir að ég sá myndina um Sólskinsdrenginn langaði mig til að kanna þetta betur, það vöknuðu upp svo margar spurningar. Ég sankaði að mér efni um Somu og fór á fund hjá Einhverfufélaginu og þar hitti ég móður Kela, Margréti

26

Dagmar Ericsdóttur. Hún bauð mér að koma og taka þátt í að yfirfara umframefni frá gerð myndarinnar. Þar fékk ég miklu dýpri sýn í aðferðina og hvernig unnið var með hana. Undanfari ferðarinnar gerðist á fundi hjá Umsjónarfélagi einhverfra. Þar kom upp spurning um hverjir hefðu áhuga á að kynna sér þetta betur og ég bauð mig fram í það. Soma hefur ekki verið mikið fyrir að taka að sér nema, það er svo mikið að gera hjá henni. Soma hafði aðeins tekið við einum nema áður en ég fór, sem var hjá henni í 3 ár. Hún samþykkti að kenna mér í hálft ár og síðan hefur hún samþykkt að taka að sér nema yfir sumartímann og hefur kennt þeim í 2 mánuði. Hún hefur svo verið í sambandi við nemana sína með einskonar eftirfylgd. Fyrst stóð til að ég færi bara ein með dóttur minni, en Margrét taldi mig á að fara frekar með drenginn minn út sem er einhverfur og hafði aldrei áður ferðast til útlanda. Það kostaði góðan undirbúning, við fórum í það að reyna að kenna honum einhverja ensku og fórum yfir ferðaplanið. Þetta byrjaði semsagt þegar ég sá myndina í

Ásta Birna Ólafsdóttir janúar 2009, en í byrjun apríl sama ár var búið að ákveða að fara út. Í fyrstu ferðinni vorum við í mánuð og þá dvöldum við mikið hjá Somu. Ég sótti viku námskeið fyrir kennara. Fyrsta ferðin var eiginlega til að kanna aðstæður og síðan var ákveðið að fara aftur í janúar árið á eftir.

Ég vil að það komi fram að ég er ekki fyrsta foreldrið sem fer heimsálfa á milli til að finna einhver svör gagnvart einhverju varðandi barnið sitt og það eru til ótal aðferðir sem geta virkað vel. Það er engin aðferð svo góð að hún virki fyrir alla, að það sé til ein lausn sem dugar öllum. Maður þarf að skoða þær vel og taka upplýsta ákvörðun um hvað maður telji að henti best sínu barni. Það sem heillaði mig hvað mest varðandi Somu aðferðina umfram það sem ég hafði áður séð, var þessi virðing fyrir einstaklingnum, hvernig við aðlögum okkur að


a

a

á

Viðtal:

einstaklingnum og reynum að skilja þeirra skilning og upplifun í stað þess að reyna alltaf að breyta þeim. Ef maður les um einhverfu og það sem einverfir einstaklingar hafa sjálfir sagt, þá tala þeir allir um hversu ólík þeirra skynjun er okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að taka tillit til þess í kennslu. Það eru margir sem halda að RPM sé fyrst og fremst tjáskiptaaðferð, en ég vil nota tækifærið hér til að leiðrétta þann miskilning. RPM er fyrst og fremst kennsluaðferð, aldursmiðuð kennsluaðferð. Hins vegar getur kennsluaðferðin stundum leitt til þess að einstakliningar ná að nýta hana til tjáskipta. Margar kennsluaðferðir eru

byggðar upp á umbunarkerfi, þ.e.a.s. fyrst er eitthvað verkefni leyst og svo færðu umbun fyrir. Það getur verið í formi þess sem nemandinn hefur sérstakan áhuga á og finnst þess virði að leggja eitthvað á sig til að fá það. Í Somu aðferðinni á umbunin hinsvegar að felast í því að geta gert hluti og finna að fólk hafi trú á getu nemandans. Einhverfir eru eins misjafnir og þeir eru margir og það er engin ein aðferð sem virkar á alla. Við vitum ekki afhverju fólk er með einhverfu. Og á meðan við vitum það ekki getum við heldur ekki fundið upp eitthvað sem „læknar“ einhverfu. Markmiðið er hinsvegar að finna styrkleika hvers og eins og byggja ofan á hann. Það að hafa trú á einstaklingnum gefur honum aukið sjálfstraust og með auknu sjálstrausti gengur betur að kenna honum. Ég hef alltaf verið hlynnt því að þær kennsluaðferðir sem notaðar eru, séu byggðar

á einhverjum rannsóknum og að fólk leiti í þær aðferðir sem eru viðurkenndar. En af því að við erum svo ólíkir einstaklingar, þá hljótum við að þurfa ólíkar aðferðir. Við getum ekki gengið út frá því að aðeins ein eða tvær aðferðir séu þær einu sönnu. Þótt RPM sé notað, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nota aðrar aðferðir með. Ein aðferð útilokar ekki aðra. Ein gagnrýnin á RPM er hversu mikið er talað í kennslunni. Kennarinn talar hratt og mikið og notar nánast engar þagnir. Oft hefur verið haldið fram að fólk með einhverfu þurfi að fá ákveðinn tíma til að vinna úr skilaboðum og ef þú talar við einhvern með einhverfu þurfir þú að varast að tala of mikið í einu. Mín reynsla er hins vegar sú að þegar ég er að kenna,

ð

ð ð

i.

Sumarið 2009 fór Ásta ásamt eiginmanni og syni til Austin, Texas.

Í Somu aðferðinni er lögð áhersla á hvað nemandinn getur gert.

Þar sótti hún námskeið í RPM kennsluaðferðinni hjá Somu Mukhopadhyay. Soma er konan sem kenndi Kela í myndinni “Sólskinsdrengurinn”

Einhverfir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það er engin ein aðferð sem virkar á alla.

Sonur þeirra sótti einnig kennslustundir hjá Somu og stóð sig með prýði. Í janúar 2010 var hún í læri hjá Somu í Halo Clinic í 6 mánuði. Það gerði hún til að íslenskir einstaklingar með einhverfu gætu skoðað RPM sem valkost í framtíðinni.

Þótt RPM sé notað, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nota aðrar aðferðir með. Ein aðferð útilokar ekki aðra. RPM er fyrst og fremst þjálfun í einbeitingu og hlustun. Þú byggir upp smám saman og bætir ofan á kennsluefnið. Það geta allir lært, hver á sinn hátt.

27 23


Frh: Í læri hjá Somu missi ég athygli nemandans ef ég hef of miklar þagnir. Í kennslunni er ég að keppast við að halda athyglinni og ef ég er dugleg og lífleg og tala um námsefnið af áhuga næ ég að fanga hug nemandans. Kennsluefnið þarf líka að vera aldursmiðað og um eitthvað sem nemandinn jafnvel þekkir ekki. Þú lærir ekkert ef þú færð aldrei að kynnast neinu nýju. Við verðum að gera ráð fyrir því að fólk með einhverfu geti fengið leið á því að gera jafnvel alltaf sömu hlutina dag eftir dag, þó þau leiti oft í hluti sem þau þekkja vel þegar þau vilja hvíla sig. RPM er fyrst og fremst þjálfun í einbeitingu og hlustun. Þú byggir upp smám saman og bætir ofan á kennsluefnið. Það þarf líka að hafa það í huga að nemandinn er að kynnast kennaranum og þekkja röddina hans og gera sér grein fyrir hvers er ætlast til af honum í tímunum. Það er kannski ekki málið að nemandinn meðtaki hvert einasta orð í fyrstu, heldur að hann haldi athyglinni á því sem kennarinn hefur fram að færa og nái samhenginu í kennslunni. Það er í raun ótrúlegt hversu vel það hefur gengið í flestum tilfellum. Námsefnið þarf líka að vera þess eðlis að það sé aldursmiðað og að það sé áskorun fyrir nemandann. Það er ekki gott að fjalla alltaf um eitthvað sem þau þekkja vel og kunna. Þá eru þau ekki að læra neitt nýtt. Það þarf að gæta þess að námsefnið sé ferskt og áhugavert. Þótt nemandinn sé með einhverfu á hann skilið að fá nám við hæfi og að hann fái að njóta vafans ef einhver er. Við eigum að sýna nemendum okkar þá virðingu að reyna eftir öllum leiðum að bjóða honum nám, ekki bara að einblína á að honum eigi að líða vel yfir skóladaginn. Það geta allir lært, hver á sinn hátt. Það verður að

28

varast það að rýna of mikið í greiningarnar og leggja áherslu á skerðingu nemandans, við eigum að leggja áherslu á styrkleikana og byggja á þeim. Þetta eru engin geimvísindi. Ef maður ætlar að læra eitthvað þarf maður að fá kennslu.

Kennarinn þarf líka oft að hugsa hlutina upp á nýtt og spá í hvernig hann geti breytt sér til að mæta þörfum nemandans frekar en að nemandinn þurfi sífellt að aðlagast því sem kennarinn leggur af stað með. Nemendurnir eru ekki vandamál. Í myndinni um sólskinsdrenginn Kela er eins og hann hafi lært ensku á undraverðum stuttum tíma. Það var að sjálfsögðu ekki þannig. Keli hafði verið í enskukennslu í sínum skóla um nokkurt skeið auk þess sem aðstoðarkona á heimili hans var enskumælandi. Það kom hins vegar öllum á óvart hversu vel Keli skildi enskuna. Það sem RPM hefur kennt mér varðandi minn strák er að ég lít á hann miklu meira sem unglinginn frekar en barnið, við foreldrarnir erum farin að tala allt öðruvísi til hans og einnig að ætlast til annarra hluta af honum en áður. Nú getur hann til dæmis farið með pabba sínum á körfuboltaleiki sem okkur hefði aldrei dottið í hug að hann gæti gert fyrir nokkrum árum. Jarþrúður Þórhallsdóttir hefur nýlega lokið við masters-ritgerð sína í fötlunarfræðum sem fjallar um skynjunarþátt fólks með einhverfu og hversu stór þáttur skynjunin er í lífi fólks með einhverfu. Þessi þáttur hefur verið mikið rannsakaður og er í raun grunnurinn sem Soma byggir á, hún leggur mikla áherslu á þátt skynjunar í sinni kennslu. Það er

Ásta og Arnór Freyr í Halo

auðvelt að segja að RPM sé ekkert rannsakað og það er að einhverjum hluta alveg rétt. Aðferðin hennar Somu er ekkert hokus pokus. Soma er búin að viða að sér þekkingu í gegnum talmeinafræðinga, lækna, sálfræðinga og þroskaþjálfa og hefur nýtt sér það sem henni fannst virka í sinni kennslu. Í raun er hún búin að setja þessa þekkingu í einn pakka sem er sú aðferð sem hún notar, RPM. Það er kannski ekki hægt að segja að hún hafi fundið þessa aðferð upp að öðru leiti en því að hún er búin að þróa þessa aðferð uppúr mörgum öðrum. Nú er einnig rannsóknarvinna í gangi varðandi RPM í Cornel-háskóla í New York. Soma fer einu sinni í mánuði frá Austin til New York þar sem hún tekur þátt í verkefni sem snýr að því að útbúa námsúrræði fyrir fólk með einhverfu sem lokið hefur framhaldsskólanámi. Það er virkilega spennandi að fylgjast með því. Ég hlakka mikið til framtíðarinnar, ég held að það sé svo margt varðandi einhverfuna sem við vitum ekki í dag en skiljum kannski betur á morgun...“ Hafir þú áhuga á að kynna þér RPM kennslu nánar, má nálgast upplýsingar og bækur hjá Umsjónarfélagi einhverfra, www.einhverfa.is eða einhverf@vortex.is.

S.S.


m

Ás styrktarfélag:

Nýr formaður Ás styrktarfélag hélt aðalfund sinn á afmælisdegi félagsins þann 23. mars síðastliðinn. Fundurinn, sem haldinn var í safnaðarheimili Digraneskirkju, var bæði líflegur og skemmtilegur enda var mæting góð. Á árinu hafa 28 nýir félagsmenn gengið í félagið og enn fleiri bættust við á þessum fundi. Sitjandi formaður gaf ekki kost á sér áfram og hlaut Guðrún Þórðardóttir, sem tilnefnd var til nýs formanns, einróma kosningu. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var áhugaverð og skemmtileg kynning á starfinu í Lyngási og síðan var sest yfir góðar veitingar, kaffisopa og spjall.

t

.

Nýr formaður: Guðrún Þórðardóttir

Laufey Gissurardóttir, Þóra Þórarinsdóttir og Guðbjörg Haraldsdóttir með nýútkomna skýrslu: “Det gode samspil “

Birna Björnsdóttir kynnir starfsemi Lyngáss

Afmælissöngurinn sunginn til heiðurs fráfarandi formanni, Sigurði Þór Sigurðssyni

29


Ferðin til Bristol Lækjarás býður upp á dagþjónustu fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og er rekið af Ási styrktarfélagi. Lækjarás skiptist í fimm einingar þar sem hver eining hefur ákveðin markmið og áherslur í starfinu sem tengjast markmiðum Lækjaráss. Lækjarás er vinnustaður sem vill vera í sífelldri þróun og endurskoðun. Hluti af því ferli eru námsferðir starfsmanna. Þann 23. apríl 2008 lá leið 15 starfsmanna Lækjaráss til Bristol í Englandi. Ætlunin var að skoða hvað var að gerast þar í málefnum fatlaðs fólks, sérstaklega í dagþjónustu fyrir fullorðið fólk sem þarf mikla þjónustu. Undirbúningur fyrir ferðina tók nokkuð langan tíma. Skipuð var undirbúningsnefnd til að skipuleggja ferðina. Einnig voru stofnaðar ýmsar nefndir sem komu að undirbúningi og fjáröflun. Okkur fannst Bretland spennandi og kom Rannveig Traustadóttir okkur í kynni við Kelly Johnson sem er forstöðumaður á rannsóknarsetrinu Norah Fry Research Center í Bristol og Val Williams sem starfar þar við rannsóknir. Á setrinu fara fram rannsóknir á málefnum fatlaðs fólks og er mikil áhersla lögð á þátttöku fatlaðs fólks í þessum rannsóknum. Kelly og Val tóku að sér að skipuleggja komu okkar til Bristol. Þær voru búnar að skipuleggja tvo daga mjög vel og var okkur skipt í nokkra hópa sem skoðuðu ólíka staði í Bristol. Einn hópur skoðaði Turnberries sem er dagþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk. Notendur koma þangað hluta úr degi en sækja einnig vinnu út í bæ. Þar var mjög góð aðstaða, nokkur herbergi þar

30

sem mismunandi þjónusta fór fram. Þarna kviknuðu margar hugmyndir sem við vildum nýta okkur í Lækjarási. Annar hópur skoðaði Blachorse RAC sem er dagþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk, þar sem rúmlega 80 manns sækja þjónustu. Starfsemin fer fram í gömlu húsnæði sem er frekar afskekkt. Aðbúnaðurinn var frekar lélegur, þ.e.a.s hjálpartæki, tölvubúnaður og húsgögn. Þrátt fyrir þetta var þarna unnið gott starf og mikil virðing borin fyrir þjónustunotendum. Áhersla var mikil á hópastarf og námskeið og fengu allir viðurkenningaskjal fyrir þátttöku. Þjónustan byggði á því að fólk valdi sér ákveðin tilboð sem það sótti tímabundið og síðan völdu þau sér ný tilboð. Þarna kviknaði hugmyndin að flæði milli eininga í Lækjarási. Það sem okkur þótti mjög skemmtilegt var að þarna var fatlaður maður sem tók á móti okkur og sýndi okkur staðinn. Hluti af hópnum fékk tækifæri til að koma inn á heimili tveggja systkina. Konan er fötluð og nýtir sér notendastýrða þjónustu. Okkur fannst mjög merkilegt að koma inn á heimili þeirra og fá að fræðast

Hópu um hvernig þjónustan virkar. Hjá henni störfuðu sex starfsmenn þar sem hún þarf þjónustu allan sólarhringinn. Einnig hefur hún bíl til umráða. Bróðir hennar var mjög sáttur við þetta fyrirkomulag þar sem álagið á honum hafði verið mikið. Einn hópur fór að skoða Scotch Horn Centre Nailsea sem er nýlegt húsnæði, þangað kemur fólk með ólíkar þjónustuþarfir. Hluti af notendum fór út í samfélagið og tók að sér að versla fyrir aldrað fólk og ýmis önnur verkefni. Á Norah Fry Center hittum við fyrir mann með þroskahömlun sem ásamt aðstoðarmanni vinnur að blaði á auðlesnu máli.


Lækjarás í mótun:

Blaðið, Plain Facts, fjallar um rannsóknir sem gerðar eru á rannsóknarsetrinu Norah Fry. Blaðið gerir fötluðu fólki kleift að fylgjast með réttindum þeirra. Að lokum hlustuðum við á fyrirlestur hjá Kelly Johnson. Það var mjög fróðlegt að hlusta á Kelly. Hún talaði m.a um að fólk væri í samfélagsfangelsi, því það að fara út í samfélagið væri í raun ekki það sama og að taka þátt í því sem er að gerast í samfélaginu. Við yrðum alltaf að horfa út fyrir kassann. Allt Hópurinn í Bristol of algengt væri að fatlað fólk færi í tilgangslausar ferðir. Kelly sér hindranir í samfélaginu sem eitthvað sem þarf að láta reyna á og laga en ekki forðast. Þarna sköpuðust miklar og skemmtilegar umræður.

Undirbúningsvinnan

Haustið 2008 eftir ferðina til Bristol var ákveðið að nota starfsdaginn okkar í undirbúningsvinnu fyrir

breytingarnar. Starfsfólki var skipt upp í hópa, þar sem hver hópur átti að velta fyrir sér hvernig auka mætti flæði í Lækjarási og með því auka fjölbreytni í tilboðum til þjónustunotenda. Eftir þá vinnu var ákveðið að skipta staðnum upp þar sem boðið væri upp á mismunandi tilboð á ákveðnum stöðum í húsinu. Áður hafði hver og ein eining verið tiltölulega sjálfstæð, einstaklingarnir unnið verkefni og sinnt þjálfun inni á sínum stofum, sem hétu stofur 1,2,3, 4 og Húsið (staðsett í Blesugróf 31). Sérstakur rýnihópur var settur á laggirnar til að halda utan um breytingarnar og var hann að störfum jafnt og þétt á meðan breytingarnar áttu sér stað. Verkefni hópsins var m.a að skoða aðra dagþjónustustaði á höfuðborgarsvæðinu til að fá fleiri hugmyndir. Í janúar 2009 var ákveðið að hafa svokallaða „breytiviku“ þar sem vinnuverkefnið frá Sigurplasti var sameinað á einn stað innan Lækjaráss og boðið var upp á skapandi starf á öðrum stað. Það var ákveðið að taka þetta í rólegum þrepum frekar en að umbylta staðnum í einu vetfangi. Í kjölfarið voru kynntar tillögur frá rýnihóp í lok janúar 2009 varðandi skipulag og dagskrá fyrir hverja einingu og fyrir hvern og einn þjónustunotanda. Ákveðið var

að tímasetningar á tilboðunum yrðu kl. 10.00-11.30 og 13.3015.00 alla daga vikunnar nema föstudaga. Þetta var prufukeyrt og endurskoðað eftir 8 vikur. Þær breytingar áttu sér einnig stað haustið 2009 að þá flutti Húsið starfsemi sína í Lækjarás, í aðstöðuna þar sem sjúkraþjálfunin var áður (sjúkraþjálfun var lögð niður í Lækjarási í júní 2009). Þar með er elsti hópurinn kominn í Lækjarás og teljum við að þetta hafi aukið á fjölbreytnina fyrir þennan hóp og auðveldað aðgengi að tilboðum.

Niðurstöður og framkvæmd

Eftir að hafa gefið okkur góðan tíma til að undirbúa breytingarnar í Lækjarási fórum við formlega af stað haustið 2009. Þá fengu allar fimm stofurnar nýtt nafn, sem vísaði í það tilboð sem stofan býður upp á en einnig var útbúið myndrænt tákn fyrir hverja stofu. Í stuttu máli þá er hver stofa heimastofa ákveðinna þjónustunotenda, þar sem þeir byrja og enda daginn. Þess á milli sækja þeir hin ýmsu tilboð innan eða utan Lækjaráss. Hver og einn einstaklingur er með sína dagskrá sem er ákveðin að hausti og endurskoðuð í janúar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir stofunum og þeim tilboðum sem þær bjóða upp á.

31


frh.: Ferðin til Bristol: Stofa 1 varð að Dekrinu þar sem boðið er upp á dekur af ýmsu tagi, s.s. handa- og fótanudd, slökun í nuddstólum, förðun og handadekur. Dekrið er heimastofa fjögurra einstaklinga.

Stofa 2 kallast nú Vinnukot en þar fer fram pökkun á mjólkursýnisflöskum frá Sigurplasti. Verkefnið er margþætt og býður upp á að fólk með mismikla vinnugetu geti komið að því. Vinnukot er heimastofa fimm einstaklinga. Stofa 3 varð að Ræktinni og er heimastofa fimm einstaklinga. Í Ræktinni er boðið upp á líkamsþjálfun, s.s. standbekk, hjól og ýmsa þjálfun á bekk. Einnig er í boði að nota rofa til örvunar á sjón, heyrn og snertiskyni. Stofa 4 nefnist í dag Gallerí og fer þar fram skapandi starf þar sem lögð er áhersla á getu og áhugasvið hvers og eins. Boðið er upp á margs konar verkefni, s.s. mósaík, myndlist og sauma í saumavél með aðstoð rofa fyrir þá sem það vilja. Gallerí er heimastofa fjögurra einstaklinga. Fimmta stofan er Setrið sem áður var kallað Húsið. Setrið er heimastofa 18 einstaklinga eldri en 40 ára og er þar m.a. boðið upp á

32

minningavinnu, handavinnu, spil og morgunleikfimi. Í Lækjarási er öflugt klúbbastarf yfir veturinn, m.a. karlaklúbbur, spilaklúbbur, skvísuklúbbur og fjölmiðlaklúbbur. Einnig hefur Lækjarás verið í samstarfi við Lyngás, Bjarkarás og Skálatún þar sem fólk úr Lækjarási hefur nýtt sér tilboð sem þessir staðir bjóða upp á. Frá Skálatúni koma einstaklingar í tilboð sem Lækjarás býður upp á. Að auki er Lækjarás í góðu samstarfi við félagsmiðstöðina í Gerðubergi. Það er von okkar að slíkt samstarf verði aukið, þ.e. tekið upp við fleiri staði, í framtíðinni. Í haust var farið af stað með svokölluð þjónustusamtöl þar sem þjónustunotendum Lækjaráss er boðið að setjast niður með starfsmanni frá sinni stofu og forstöðumanni. Þar fær fólk tækifæri til að tjá líðan sína og velja sér tilboð. Þjónustusamtölin eru bæði fyrir haustönn og vorönn. Notast er við myndræn tákn og tákn með tali fyrir þá sem þurfa á að halda til að auka skilning og gefa einstaklingum færi á að tjá óskir sínar.

Sveigjanlegt starfsfólk er lykillinn af nýsköpun

Eftir þessar breytingar hefur Lækjarás sem vinnustaður meira „flæði“, þ.e. einstaklingar eru ekki bundnir eingöngu sínum heimastofum eins og áður var heldur fær fólk tækifæri

til annars konar upplifunar og kynnist betur innbyrðis. Sumir þurfa aðstoðarmenn með sér í tilboðin og klúbbastarfið en aðrir koma á eigin vegum. Ef starfsmaður greinir leiða eða áhugaleysi hjá þjónustunotanda í einhverju tilboði er reynt að hvíla viðkomandi í einhvern tíma á því og annað prófað í staðinn. Virkni og val er okkur hugleikið en einnig tökum við tillit til aldurs fólks og dagsforms. Á heildina litið teljum við að þessar breytingar hafi haft mjög jákvæð áhrif á starfsemina og almennt eru allir ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag. Hugmyndafræðin um sjálfseflingu fær betur að njóta sín í vinnunni núna og kallar á stöðugt endurmat og góða samvinnu allra

starfsmanna. Þessar breytingar hefðu aldrei átt sér stað nema með opnum huga starfsfólks og þjónustunotenda og vilja til að gera góðan stað betri. Sigrún Þorvarðardóttir þroskaþjálfi, Sigurbjörg Sverrisdóttir þroskaþjálfi og Kristín Ásgeirsdóttir þroskaþjálfi.


Sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks:

:

Sendiherrar Í janúar síðastliðnum hófst námskeið í Fjölmennt um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður fyrir Íslands hönd árið 2007 og er unnið að fullgildingu hans. Tildrög námskeiðsins eru þau að Landssamtökin Þroskahjálp fengu styrk frá Progress-áætlun Evrópusambandsins um aðgerðir gegn mismunun. Ákveðið var í framhaldinu að stofna til samstarfs við Fjölmennt símenntunarmiðstöð um fyrrgreint námskeiðshald og kynningar í framhaldi af því. Hópurinn í heimsókn á Bessastöðum. Á myndina vantar Þóreyju Rut Megintilgangur námskeiðsins er að fræða um innihald samningsins með það í huga að fólk með þroskahömlun geti sjálft orðið boðberar hans eða sendiherrar. Í framhaldi af námskeiðinu verður farið með kynningar á verndaða vinnustaði, í hæfingarstöðvar og á aðra staði þar sem fatlað fólk vinnur eða býr. Ráðgert er að heimsækja staði um allt land. Kynningarnar hefjast eftir að námskeiðinu lýkur og munu þær standa fram á sumar. Síðar stendur til að sendiherrarnir haldi áfram að vera boðberar samnings Sameinuðu þjóðanna. Þeir sjö einstaklingar sem tekið hafa þátt í námskeiðinu hafa öll mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra, meðal annars í gegnum Átak, félag fólks með þroskahömlun.

Þessir sjö einstaklingar og áhersluatriði þeirra eru: Gísli Björnsson leggur áherslu á að skoða ólík búsetuform og sjálfstætt líf. Ingibjörg Rakel Bragadóttir rýnir í búsetu, sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt.

Þórey Rut Jóhannesdóttir hefur lengi verið ötul baráttukona fyrir aðgengi fatlaðra og bættri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Hún á í fórum sínum ýmis áhugaverð dæmi um hindranir og lausnir á þeim málum.

Þorvarður Karl Þorvarðarson hefur lagt ríka áherslu á friðhelgi einkalífsins og skoðar búsetumál Ína Valsdóttir skoðar m.a. og ýmsar hindranir og lausnir atvinnumál fatlaðra í sögulegu ljósi, með tilliti til þess. Verkefnisstjóri sögu Átaks, viðhorf til fatlaðra fyrr er Ásdís Guðmundsdóttir, og nú og sjálfsákvörðunarrétt. kennari við Fjölmennt. María Hreiðarsdóttir leggur áherslu á fjölskyldumál, sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt. Skúli Steinar Pétursson hefur sérstakan áhuga á menntamálum og hefur lagt sig fram í baráttunni fyrir skóla án aðgreiningar.

Þann 28. apríl var sendiherrunum boðið á Bessastaði þar sem þeim var veitt viðurkenningarskal úr hendi forseta Íslands. Þetta var afar ánægjuleg og virðuleg athöfn og hún undirstrikaði mikilvægi þess starfs sem bíður hópsins við kynningu samningsins.

29 33


Ína Valsdóttir sendiherra:

Atvinnumál Fyrir ekki svo mörgum árum var lítill sem enginn stuðningur við fatlaða og þroskahamlaða á vinnumarkaðinum. Það voru helst verndaðir vinnustaðir og hæfingarstöðvar auk þess sem örfáir velmeinandi atvinnurekendur voru til í að ráða fólk með þroskahömlun í vinnu. Í dag er vinnumarkaðurinn mun opnari fyrir fötluðu fólki. Stofnun Átaks

Átak, félag fólks með þroskahömlun, var stofnað árið 1993 til þess að berjast fyrir hagsmunamálum fólks með þroskahömlun. Fyrsti fundurinn var um atvinnumál. Á þann fund kom fólk frá verkalýðsfélögum til að ræða um réttindi fólks sem starfaði á vernduðum vinnustöðum. Fjallað var um réttindi þeirra til inngöngu í stéttarfélög, veikindarétt, leigurétt á stéttarfélags-sumarhúsum og fleira. Í stefnuskrá Átaks stendur meðal annars: Átak vill að atvinna með stuðningi (AMS) verði efld, að allir sem vilji eiga að fá vinnu á almennum vinnumarkaði með eða án stuðnings og að allir hafi sama rétt í verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum. Síðan 1993 hafa margir verndaðir vinnustaðir gert samkomulag við stéttarfélög vegna starfsmanna sinna. Hlutverk Átaks er: • • • • • •

Að gæta að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Að tryggja réttindi fólks með þroskahömlun. Að tryggja lífsgæði fólks með þroskahömlun. Að minnka fordóma í garð fólks með þroskahömlun. Að stuðla að því fólk með þroskahömlun geti talað fyrir sig sjálft. Að stuðla að því fólk með þroskahömlun vinni meira að réttindamálum sínum sjálft.

34

Atvinna með stuðningi

Á árunum 1997-1998 var stofnaður áhugamannahópur um úrræði sem kallast Atvinna með stuðningi eða AMS. Atvinnuleitin samkvæmt AMS getur tekið töluverðan tíma, sérstaklega þar sem oftast er verið að leita að einhverju ákveðnu starfi fyrir ákveðinn einstakling. Eftir að starfið er fundið þarf síðan við að kynnast vinnustaðnum og skipuleggja starfið eftir getu einstaklingsins. Eitt af því mikilvægasta í AMS er eftirfylgnin, eftir að búið er að ráða í starfið. Eftirfylgnin er oft mikil í upphafi og minnkar síðan eftir því sem einstaklingurinn lærir starfið. Eftirfylgnin er stöðug og er aukin ef þörf krefur, til dæmis ef starfsmaður þarf að tileinka sér nýtt hlutverk á vinnustaðnum . Ég hef þurft að nota þessa þjónustu en hef einnig sótt um vinnu sjálf. Ég vann hjá Nóa Síríus í fjórtán ár og líkaði það frábærlega. Síðan fór ég að vinna hjá Póstinum. Ég vann einnig í Öskjuhlíðarskóla sem stuðningsfulltrúi í lengdri viðveru og var mjög ánægð. Því urðu það mikið vonbrigði þegar ÍTR tók yfir starfsemina og mér einni var sagt upp. Í hinum nýja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um atvinnumál í 27. greininni. Þar kemur fram að almennur vinnumarkaður skuli vera aðgengilegur fötluðu fólki. Til þess

að það geti orðið þarf viðeigandi hagræðingu eins og það er orðað. Meðal annars þarf að tryggja: • • • • • • • • •

Bann við mismunun vegna fötlunar. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu. Vernd gegn áreitni. Vernd stéttarfélaga. Starfshæfingu á vinnustöðum. Jöfn tækifæri til starfsframa. Vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Bann við að fatlað fólk þurfi að vinna störf sem þeim líkar ekki við. Stefnumótun og aðgerðir sem tryggja allt þetta.

Framtíðin

Ég er bjartsýn á framtíðina. Ég held að samningur Sameinuðu þjóðanna geti breytt miklu ef allir fara eftir honum og vona að allir fatlaðir og fólk með þroskahömlun geti fengið vinnu með eða án stuðnings. Þannig uppfyllir þessi hópur líka félagsþörf sína og einangrast ekki. Hópurinn þarf að hafa eitthvert val um hvar hann fær vinnu og meiri fjölbreytileika vantar í vinnutilboðin. Við verðum sjálf að standa vörð um réttindi okkar með hjálp góðs fagfólks sem við virðum mikils. Það hefur stutt við okkur í gegnum árin með elju og fórnfýsi. Kærar þakkir, Ína Valsdóttir. sendiherra


Tímaritið Þroskahjálp þakkar eftirtöldum stuðning: O Johannsso og Kaaber Oddi ehf Olíudreifing Orlofsbyggðin Illugastaðir Ólafur Helgason Óli Gunnarsson Ólöf Benediktsdóttir Ós hf útgerð Ósal ehf Ósmann ehf Parlogis Plastiðjan ehf Pottagaldrar Pósturinn PricewaterhouseCoopers Promens Dalvík Rafgeymslan Rafha ehf Rafholt ehf Raflampar Rafmagnsverkstæði Rafstilling Rafsvið sf Raftækniþjónustan Trausti Raförnin ehf Reiknistofa Fiskmarkaða Reykjavíkurhöfn Rúnar Gíslason Sameinaði lífeyrisjóðurinn Samhentir VGI Samstaða Stéttarfélag Samtök Sveitafélaga Sámur verksmiðja Seljalandskirkja Seyðisfjarðarkaupstaður Sigurbjörn ehf

Sigurjónsson og Thorarensen SÍBS Sjálfstæðisflokkurinn Sjómannafélag Ólafsfjarðar Sjúkraliðafélag Íslands Sjúkraþjálfarinn ehf Skinney Þinganes Skipaviðgerðir ehf Skógrækt ríkisins Skúlason og Jónsson Smárinn Söluturn Smurstöð Akraness Smurstöðin Snyrtistofa Grafarvogs Sólarfilma SSNV Stakkavík ehf Starfsgreinasamband Stálsmiðjan ehf Stífluþjónustan ehf Stoð hf Straumnes ehf Suzuki bílar Súluholt ehf Sveitafélagið Ölfus Svæðifélagið í Mjódd Særöst ehf T.S.A. ehf Tandur ehf Tannlæknastofa Einars Tannlæknastofa Friðgerðar Tannlæknastofa Helga Teinar SLF Thorship Toyota á Íslandi Tónastöðin ehf

Tréverk hf TV Verk ehf Tæknistál ehf Tæknivík ehf Tölvuþjónustan Securstore Umslag ehf Ungó Úfarastofa Hafnarfjarðar Útgerðarfélagið Frygg Útrás ehf Val ehf Varmamót ehf Veitingaskálinn Víðigerði Verkalýðsfélagið Hlíf Verkfræðistofa Austurlands Verkfræðistofa Suðurnesja Verkís Verkstjórafélag Austurlands Verslunin Vöruval Vestmannaeyjabær Vélaverkstæði Kristjáns Vélaverkstæðið Þór Vélvirki ehf Vélvík ehf Vignir G Jónsson ehf Víking Hús Vísir félag skipstjórnarmanna Vísir hf VR Þingeyjarsveit Þjóðleikhúsið Þorbjörn hf Þrastarhóll ehf Ögurvík

35


Sjónvarpsþættir í mótun

Í þáttunum, sem hafa vinnuheitið „Með okkar augum“ verða skoðuð málefni líðandi stundar. Þættirnir eiga að opna augu almennings fyrir margbreytileika samfélagsins og mikilvægi þess að raddir allra heyrist hér á landi. Þættirnir byggja á „TVGlad” hugmyndafræðinni frá Danmörku þar sem fólk með þroskahömlun hefur unnið að þáttagerð fyrir sjónvarp um nokkurn tíma. Sjónvarpsfólkið sem vinnur að gerð þáttanna á að baki 3 vikna námskeið í sjónvarpsþáttagerð þar sem áhersla var lögð á myndvinnslu, þáttagerð og fréttamennsku. Umsjón námskeiðsins var í höndum Kvikmyndaskóla Íslands, og Elínar Sveinsdóttur, dagskrárframleiðanda til margra ára, en hún leiddi faghluta verkefnisins.

Myndir: Ingi Ragnar Ingason

Haustið 2009 hrintu Landssamtökin Þroskahjálp af stað verkefni í samvinnu við Fjölmennt um gerð sjónvarpsþátta þar sem fólk með þroskahömlun framleiðir sjónvarpsefni með stuðningi fagaðila. Hugmyndin að baki verkefnisins var að útbúa stutta frétta- og dægurmálaþætti sem ráðgert er að sýna í Ríkissjónvarpinu.

felst í þátttöku fatlaðra á þessu sviði.

Með okkar augum er unninn eins og hver annar sjónvarpsþáttur með ritstjórn og tæknifólki. Eina breytingin frá hefðbundnum þáttum er að hér vinnur fólk með þroskahömlun báðum megin við myndavélina og fer algjörlega sínar eigin leiðir í vali á viðfangsefni, viðmælendum og spurningum. Áhorfendum verður gefin rík tilfinning fyrir vinnslu alls efnisins. Annað auga þáttanna verður á verklagi og vinnuaðferðum þáttagerðarfólksins, en með því móti á að sýna sérstöðu og stemningu þáttanna, sem

36


Fjölmennt:

Með okkar augum á að vera fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem þáttarstjórnendur stinga á hinu ýmsu málum samfélagsins. Þar skiptir ekki máli hvort það séu hápólitísk málefni sem snúa að réttindum fatlaðs fólks eða dægurmál eins og tíska eða matseld. Hver þáttur inniheldur stutt fréttainnslög, viðtöl í og utan myndvers svo og ýmis sértæk dægurmál eins og vortískuna.

Sótt var um styrk til til stjórnvalda við framleiðslu á 6 þáttum ásamt því að Landsamtökunum bárust aðrir styrkir til verkefnisins. Áætlað er að þættirnir verði sýndir á RÚV sem vikulegir þættir. Sjónvarpsfólkið í þáttunum eru þau: Andri Freyr Hilmarsson, Eiður Sigurðarson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Richard Örnuson, Skúli Steinar Pétursson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir.

37


Félagsþjónustur á Íslandi Reykjavík og nágrenni

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Borgartúin 12-14 105 Reykjavík Sími : 411 9000 Bréfasími: 411 9049 Forstöðumaður: Stella Kristín Víðisdóttir stella.kristin.vidisdottir@reykjavik.is www.reykjavik.is

Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík

Opnunartími þjónustumiðstöðvanna er 8:20-16:00 Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts er að Hraunbæ 115, sími 411-1200. Þjónustumiðstöð Breiðholts: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts er í Álfabakka 12, sími 411-1300. Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa í Grafarvogi og á Kjalarnesi (Miðgarður) er í Langarima 21, sími 411-1400 Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals- og Háaleitis er að Síðumúla 39, sími 411-1500. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða er að Skúlagötu 21, sími 411-1600. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarður: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar (Vesturgarður), er að Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700.

38

Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur Félagsþjónusta Kópavogs Fannborg 4 200 Kópavogur Sími: 470 1400 Bréfasími: 470 1401 Forstöðumaður: Aðalsteinn Sigfússon adalsteinn@kopavogur.is www.kopavogur.is

Félagsþjónusta Seltjarnarness Austurströnd 2 170 Seltjarnarnes Sími: 595 9100 Bréfasími: 595 9101 Forstöðumaður: Snorri Aðalsteinsson snorri@seltjarnarnes.is www.seltjarnarnes.is

Félagsþjónusta Garðabæjar Garðatorgi 7 210 Garðabæ Sími: 525 8500 Bréfasími: 565 2332 Forstöðumaður: Bergljót Sigurbjörnsdóttir bergljot@gardabaer.is www.gardabaer.is

Félagsþjónusta Hafnarfjarðar Strandgötu 33 220 Hafnarfirði Sími: 585 5700 Bréfasími: 585 5709 Forstöðumaður: Guðríður Guðmundsdóttir gurry@hafnarfjordur.is www.hafnarfjordur.is

Velferðar og skólasvið Álftaness Bjarnastöðum 225 Álftanesi Sími: 550 2300 Bréfasími: 550 2309

Forstöðumaður: Pálmi Másson palmi@alftanes.is www.alftanes.is

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar Þverholti 2 270 Mosfellsbæ Sími: 525 6700 Bréfasími: Forstöðumaður: Unnur V. Ingólfsdóttir uvi@mos.is www.mos.is Reykjanes

Félagsþjónusta Sangerðisbæjar, Garðs og Voga Varðan, Miðnestorgi 4 245 Sandgerði Sími: 420 7555 Bréfasími: Forstöðumaður: Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir www.sandgerdi.is

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar

Tjarnargötu 12 230 Reykjanesbæ Sími: 421 6700 Bréfasími: Forstöðumaður: Hjördís Árnadóttir hjordis.arnadottir@reykjanesbaer.is www.reykjanesbaer.is

Skóla- og félagsskrifstofa Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 240 Grindavík Sími: 420 1100 Bréfasími: 420 1111 Forstöðumaður: Nökkvi Már Jónsson nmj@grindavik.is www.grindavik.is

Heimild: Heimasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is


Vesturland

Félagsþjónusta Akraness Stillholti 16 300 Akranes Sími: 433 1000 Bréfasími: 433 1090 Forstöðumaður: Sveinborg Kristjánsdóttir sveinborg@akranes.is www.akranes.is

Félagsþjónusta Borgarbyggðar

(Borgarbyggð, Skorradalshreppur og Dalabyggð) Borgarbraut 14 310 Borgarnes Sími: 433 7100 Bréfasími: 433 7101 Forstöðumaður: Hjördís Hjartardóttir hjordis@borgarbyggd.is www.borgarbyggd.is

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar

Innrimel 3 301 Akranesi Sími: 433 8500 Bréfasími: Forstöðumaður: Karl Marinósson karl@hvalfjardarsveit.is www.hvalfjardarsveit.is

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

(Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur) Klettsbúð 4 360 Hellissandi Sími: 430 7800 Bréfasími: 430 7801 Forstöðumaður: Sveinn Þór Elínbergsson sveinn@fssf.is www.fssf.is

Vestfirðir

Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar

Félags- og skólaþjónusta A-Húnvetninga

Hafnarstræti 1 400 Ísafirði Sími: 450 8000 Bréfasími: 456 3508 Forstöðumaður: Margrét Geirsdóttir margret@isafjordur.is grunnskolafulltrui@isafjordur.is www.isafjordur.is

(Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagaströnd og Skagabyggð) Heilbrigðisstofnuninni, Fúðabakka 2 540 Blönduósi Sími: 455 4100 Bréfasími: 455 4117 Forstöðumaður: Auður H. Sigurðardóttir audurh@felahun.is www.felahun.is

Félagsþjónustan við Djúp

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga

(Bolungarvík og Súðavík) Aðalstræti 12 415 Bolungarvík Sími: 450 7000 Forstöðumaður: Guðný Hildur Magnúsdóttir gudnyhildur@bolungarvik.is www.bolungarvik.is

Félagsþjónusta Vesturbyggðar Aðalstræti 63 450 Patreksfirði Sími: 450 2300 Bréfasími: 456 1142 Forstöðumaður: Elsa Reimarsdóttir elsa@vesturbyggd.is www.vesturbyggd.is

Norðurland vestra

Félagsþjónusta Húnaþings vestra

(Húnaþing vestra, Bæjarhreppur og Strandabyggð) Hvammstangabraut 5 530 Hvammstangi Sími: 455 2400 Bréfasími: Forstöðumaður: Henrike Wapple felagsmalastjori@hunathing.is www.hunathing.is

(Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur) Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21 550 Sauðárkróki Sími: 455 6000 Bréfasími: 453 6001 Forstöðumaður: Gunnar Sandholt sandholt@skagafjordur.is www.skagafjordur.is

Norðurland eystra

Félagsþjónusta Fjallabyggðar Gránugötu 24 580 Siglufirði Sími: 464 9100 Bréfasími: 464 9101 Forstöðumaður: Hjörtur Hjartarson hh@fjallabyggd.is www.fjallabyggd.is

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar (Akureyri, Grýtubakkahreppur, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Langanesbyggð) Glerárgötu 26 600 Akureyri Sími: 460 1420 Bréfasími: Forstöðumaður: Guðrún Sigurðardóttir gudruns@akureyri.is www.akureyri.is

Heimild: Heimasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is

39


Félagsþjónustur á Íslandi Búsetudeild Akureyrarbæjar Glerárgötu 26 600 Akureyri Sími: 460 1410

Félagsþjónusta Norðurþings

(Norðurþing, Tjöruneshreppur, Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Skútustaðahreppur, Þingeyjasveit.) Ketilsbraut 7-9 640 Húsavík Sími: 464 6100 Bréfasími: 464 6131 Forstöðumaður: Freydís J. Freysteinsdóttir freydis@nordurthing.is www.nordurthing.is

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar Ráðhúsinu 620 Dalvík Sími: 460 4900 Bréfasími: 460 4901 Forstöðumaður: Eyrún Rafnsdóttir eyrun@dalvik.is www.dalvik.is

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar

Félagsþjónusta Fjarðabyggðar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

(Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur) Hafnargötu 2 730 Reyðarfirði Sími: 470 9000 Bréfasími: Forstöðumaður: Sigrún Þórarinsdóttir sigrun.thorarinsdottir@fjardabyggd.is www.fjardabyggd.is Suðurland

Fjölskyldumiðstöð Árborgar

Austurland

Fræðslu- og félagssvið Hornafjarðar Hafnarbraut 27 780 Höfn Sími: 470 8004 Bréfasími: 470 8001 Forstöðumaður: Jón Rögnvaldsson jonkr@hornafjordur.is www.hornafjordur.is

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs (Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur,

40

Vopnafjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður) Lyngási 12 700 Egilsstöðum Sími: 470 0700 Bréfasími: 470 0701 Forstöðumaður: Guðrún Frímannsdóttir gudrunf@egilsstadir.is www.egilsstadir.is

Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 800 Selfossi Sími: 480 1900 Bréfasími: 480 1921 Forstöðumaður: www.arborg.is

Félagsþjónusta uppsveita Árnessýslu og Flóa

(Hrunamannahreppur, Grímsnesog Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Flóahreppur) Heilsugæslunni Laugarási 801 Selfossi Sími: 480 5300 Bréfasími: 480 5301 Forstöðumaður: Nanna Mjöll Atladóttir nanna@laugaras.is

Ráðhúsinu 900 Vestmannaeyjum Sími: 488 2000 Bréfasími: 488 2001 Forstöðumaður: Jón Pétursson jonp@vestmannaeyjar.is www.vestmannaeyjar.is

(Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur og Ásahreppur) Dufþaksbraut 12 860 Hvolsvelli Sími: 893 4723 Bréfasími: 487 8125 Forstöðumaður: Ragnheiður Hergeirsdóttir rang.vest@simnet.is

Félagsþjónusta Ölfus Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn Sími: 480 3800 Bréfasími: 480 3801 Forstöðumaður: Kristinn G. Kristinsson kristinn@olfus.is www.olfus.is

Félagsþjónusta Hveragerðisbæjar Sunnumörk 2 810 Hveragerði Sími:

Heimild: Heimasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is


www.throskahjalp.is Landssamtökin Þroskahjálp eiga aðild að NSR - norrænum samtökum um málefni fólks með þroskahömlun, Inclusion Europe og Inclusion International evrópskum og alþjóðlegum samtökum um málefni fólks með þroskahömlun.

Skrifstofan:

Háaleitisbraut 11-13 108 Reykjavík Sími: 588-9390 Fax: 588-9272 Netföng: asta@throskahjalp.is fridrik@throskahjalp.is gerdur@throskahjalp.is sigrun@throskahjalp.is Starfsfólk á skrifstofu Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sigrún Hjörleifsdóttir Ásta Friðjónsdóttir Sæunn Jóhannesdóttir

Stjórn samtakanna:

Gerður A. Árnadóttir, formaður Atli Lýðsson, varaformaður Kolbrún Ingólfsdóttir Sigmundur Stefánsson Ólöf Bolladóttir Árdís G. Aðalsteinsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir Rúnar Arnarson Aileen Soffía Svensdóttir Sigurbára Rúnarsdóttir Hrönn Kristjánsdóttir Sigurður Þór Sigurðsson, Bryndís Guðmundsdóttir

Framkvæmdaráð samtakanna:

Gerður A. Árnadóttir formaður Atli Lýðsson, varaformaður Sigmundur Stefánsson Kolbrún Ingólfsdóttir Ólöf Bolladóttir

Formaður:

Gerður A. Árnadóttir Netfang: gerdur@throskahjalp.is Formaður hefur viðveru á skrifstofu samtakanna mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13:00 - 16:00 og fimmtudaga kl. 09:00 - 12:00

Framkvæmdastjóri:

Friðrik Sigurðsson Netfang: fridrik@throskahjalp.is

Tímaritið Þroskahjálp:

Ritstjóri: Sigurður Sigurðsson Sími: 691-1005 Netfang: ssigurdsson@gmail.com

Gistiheimilið Melgerði 7:

Kópavogi Sími: 554-5166 Helga Hjörleifsdóttir forstöðukona Sími: 868-7024 helga_h@visir.is

Háaleitisbraut 11- 13

36

41


Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar og formenn Ás styrktarfélag

Skipholti 50c, 105 Reykjavík Sími: 414-0500 Heimasíða: www.styrktarfelag.is/ Formaður: Guðrún Þórðardóttir

Átak, félag fólks með þroskahömlun Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík heimasíða: www.lesa.is Netfang: atak@throskahjalp.is Formaður: Aileen Soffía Svensdóttir Netfang: aileen@simnet.is

Félag áhugafólks um Downs-heilkenni Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Netfang: downs@downs.is Heimasíða: www.downs.is Formaður: Harpa Þórisdóttir Lindarflöt 3, 210 Garðabær sími 565-7463 netfang: harpatho@simnet.is

Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum Formaður: Sigríður Gunnarsdóttir Jöklatúni 1 550 Sauðárkróki sími 862-8293 Netfang: siggaogtoti@simnet.is

Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla Formaður: Ragnheiður Sigmarsdóttir Reykjabyggð 16 270 Mosfellsbær sími 899-9999 Heimasíða: http://oskjuhlidarskoli.ismennt.is/ foreldrafelag/ Netfang: ragga@saemundarskoli.is

42

Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra Formaður: Elín Rún Þorsteinsdóttir Blikahöfði 3 270 Mosfellsbæ Sími: 566-8666 og 899-1188 Netfang: erh@centrum.is

Foreldra og styrktarfélag Greiningarstöðvar Heimasíða: www.greining.is

Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis Foreldra- og vinafélag Sólheima í Grímsnesi Formaður: Ásta Jónsdóttir Vallarhúsum 2, 112 Reykjavík Sími: 557-9532

Foreldrasamtök fatlaðra

Formaður: Helga Hjörleifsdóttir Öldugranda 1, 107 Reykjavík Sími: 562-3815 og 855-4648 Netfang: karlotta@simnet.is / Helga_h@visir.is

Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum Formaður: Auður Finnbogadóttir Völusteinsstræti 2a 415 Bolungarvík Sími: 456-7434 og 848-6016 Netfang: rarnarson@hotmail.com


r

Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar og formenn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavik s. 535-0900 Netfang: slf@slf.is Heimasíða: www.slf.is Formaður: Bryndís Snæbjörnsdóttir Háaleitisbraut 128, 108 Reykjavík sími: 690-3249 netfang: brysnae@gmail.com

Þroskahjálp á Austurlandi

Formaður: Árdís G. Aðalsteinsdóttir Austurvegi 7, 730 Reyðarfirði Sími: 474-1249 Netfang: ardis1@simnet.is

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri Sími: 461-2279 Netfang: botn@islandia.is, kogk@est.is Formaður: Kolbrún Ingólfsdóttir Kolgerði 3, 600 Akureyri Sími: 462-2472 og 862-2472

Þroskahjálp á Siglufirði

Formaður: Sigrún Þ. Björnsdóttir Eyrargötu 20, 580 Siglufirði Sími: 467-2043

Þroskahjálp á Suðurlandi Formaður: Bjarni Harðarson Austurvegi 27, 800 Selfossii Sími: 482-3176, 897-3374 Netfang: bjarni@selfoss.is.

Þroskahjálp á Suðurnesjum

Suðurvöllum 9, 230 Keflavík Sími: 421-5331 Formaður: Sigurður Ingi Kristófersson Langholti 9, 230 Reykjanesbær netfang: siggi@vss.is

Þroskahjálp á Vesturlandi

Formaður: Valgerður Björnsdóttir Steinum II, 311 Borgarnesi Sími: 435-1343 netfang: valgerdurb@vesturland.is

Þroskahjálp í Vestmannaeyjnum Formaður: Benóný Gíslason, Höfðavegi 19, 900 Vestmannaeyjum Sími: 481-2602

Þroskaþjálfafélag Íslands

Borgartúni 6, 105 Reykjavík Sími: 564-0225 Talhólfsnúmer 881-8845 Heimasíða: www.throska.is Formaður: Laufey Gissurardóttir, Melabraut 30, 170 Seltjarnanesi 105 Reykjavík Sími: 564-0225 / 8940225

Umsjónarfélag einhverfra

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Sími: 562-1590 Heimasíða: www.einhverfa.is og www.asperger.is Formaður: Eva Hrönn Steindórsdóttir Víðimel 25, 107 Reykjavík Sími: 553-2121, 691-4433 netfang: evahronn@internet.is

Vinir Skaftholts

Formaður: Axel Árnason Eystra-Geldingarholti 801 Selfoss Sími: 486-6057

Vinafélag Skálatúns

Formaður: Ólafur Sæmundsson Móaflöt 51, 210 Garðabæ, Sími: 567-5596, 822-5353

43


þroskahjálp 1. tbl.2011mmm