Page 1

Uppskriftir

Samantekt Svanhvít Jónasdóttir og Stefán Ó. Guðmundsson

Desember 2004


Efnisyfirlit: 1.

TERTUR ..........................................................................................................................................4 1.1 1.2 1.3 1.4 1.5 1.6 1.7 1.8 1.9 1.10 1.11 1.12

2.

UPPÁHALDSTERTA..........................................................................................................................4 PÁSKATERTA ..................................................................................................................................4 UPPÁHALDSTERTAN HANS HALLDÓRS............................................................................................4 SÚKKULAÐITERTA ..........................................................................................................................5 BRÚN SVAMPTERTA........................................................................................................................5 APPELSÍNUKAKA. ...........................................................................................................................5 SALTHNETUTERTA ..........................................................................................................................6 KÓKOSTERTA. ................................................................................................................................6 GÓÐRA VINA TERTA. ......................................................................................................................7 MARENGSTERTAN HENNAR SVÖNU ................................................................................................7 ROMMKÚLUTERTA .........................................................................................................................7 VEISLUKAKA ..................................................................................................................................8

ÝMSAR KÖKUR ............................................................................................................................9 2.1 2.2 2.3 2.4 2.5 2.6 2.7 2.8 2.9 2.10 2.11 2.12 2.13 2.14

3.

HJÓNABANDSSÆLA.........................................................................................................................9 HÁTÍÐARKAKA ...............................................................................................................................9 ÁVAXTAKAKA ................................................................................................................................9 ENSK ÁVAXTAKAKA. ....................................................................................................................10 SANDKAKA...................................................................................................................................10 SANDKAKA SPES ...........................................................................................................................10 MARMARAKAKA. .........................................................................................................................10 MASSARÍNA..................................................................................................................................11 DRAUMTERTA ..............................................................................................................................11 HVÍT LAGKAKA. ...........................................................................................................................11 EPLAKAKA. ..................................................................................................................................12 AMERÍSKT EPLAPÆ .......................................................................................................................12 GÓMSÆT ANANASKAKA ...............................................................................................................12 MOKKABITAR...............................................................................................................................13

SMÁKÖKUR.................................................................................................................................14 3.1 3.2 3.3 3.4 3.5 3.6 3.7 3.8 3.9 3.10 3.11 3.12 3.13 3.14 3.15 3.16

4.

GYÐINGAKÖKUR ..........................................................................................................................14 SÖRUR ..........................................................................................................................................14 STJÖRNUKÖKUR. ..........................................................................................................................15 PIPARKÖKUR ................................................................................................................................15 PIPARKÖKUR FLJÓTLEGAR............................................................................................................15 KURLTOPPAR................................................................................................................................16 SÚKKULAÐIKÖKUR.......................................................................................................................16 SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR.........................................................................................................16 HVELLIR .......................................................................................................................................16 KÓKOSHRINGIR ............................................................................................................................17 VANILLUHRINGIR .........................................................................................................................17 VANILLUHRINGIR FYRIR SYKURSJÚKA..........................................................................................17 MÖMMUKÖKUR. ...........................................................................................................................17 FRANSKAR SÚKKULAÐIKÖKUR. ....................................................................................................18 HAFRAKEX. ..................................................................................................................................18 RICE KRISPIES ..............................................................................................................................19

PÖNNUKÖKUR OG LUMMUR.................................................................................................19 4.1 4.2 4.3

5.

PÖNNUKÖKUR ..............................................................................................................................19 LUMMUR. .....................................................................................................................................19 VÖFLUR........................................................................................................................................19 BRAUÐ OG GERBAKSTUR.......................................................................................................20

5.1

KRYDDBRAUÐ. .............................................................................................................................20

2


5.2 5.3 5.4 5.5 6.

SNITTUBRAUÐ ..............................................................................................................................20 MORGUNVERÐARBRAUÐ ..............................................................................................................20 FYLLT HORN .................................................................................................................................20 AMERÍSKAR BRAUÐBOLLUR .........................................................................................................21 KJÖTRÉTTIR...............................................................................................................................21

6.1 6.2 6.3 7.

HAMBORGARASTEIKUR. ...............................................................................................................21 KJÚKLINGA PAELLA .....................................................................................................................22 GRILLAÐUR KJÚKLINGUR ............................................................................................................22 FISKIRÉTTIR...............................................................................................................................22

7.1 8.

ÝSA MEÐ SUÐRÆNUM ÁVÖXTUM OG KARRÍI .................................................................................22 ÝMISLEGT ANNAÐ ....................................................................................................................23

8.1 9.

ORLY DEIG. ..................................................................................................................................23 FORRÉTTIR OG EFTIRRÉTTIR AF ÝMSUM GERÐUM....................................................23

9.1 9.2 9.3 9.4 9.5 9.6 9.7 9.8 9.9 9.10 10.

BRAUÐRÉTTUR .............................................................................................................................23 HEIT ÁVAXTAKAKA ......................................................................................................................24 SÍTRÓNURJÓMARÖND ( F. 10-12 ).................................................................................................24 EPLAKAKA ...................................................................................................................................24 RÍS A’LA MAND ............................................................................................................................24 RÍS A’LA MAND ............................................................................................................................25 TIRAMISU .....................................................................................................................................25 RÆKJURÉTTUR .............................................................................................................................25 RÆKJURÉTTUR .............................................................................................................................26 RÆKJUFORRÉTTUR FYRIR 4..........................................................................................................26 ÍS EFTIRRÉTTIR ....................................................................................................................26

10.1 TOBBLERONE ÍS. ...........................................................................................................................26 10.2 TOBBLERONE HÁTÍÐARÍS. ............................................................................................................26 10.3 ROMMKÚLUÍS MEÐ FERSKU ÁVAXTASALATI .................................................................................27 11.

SULTUR OG HLAUP ..............................................................................................................27

11.1 RIFSBERJAHLAUP..........................................................................................................................27 11.2 ÁVAXTASAFT ...............................................................................................................................27 12.

ÍDÝFUR.....................................................................................................................................28

12.1 PAPRIKUOSTAÍDÝFA .....................................................................................................................28 13.

MÁL OG VOG..........................................................................................................................29

3


1. Tertur 1.1 Uppáhaldsterta. 1 ½ ½ 2 2 ½

bolli bolli bolli msk. stk. tsk.

Ljós púðursykur Saxaðar möndlur Saxaðar döðlur ( fullar ) Hveiti Egg Lyftiduft

Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt, síðan er öllum hinum efnunum blandað út í síðast stífþeyttum eggjahvítunum. Bakist við góðan hita ( 200° ) í ca. 20 mín. í einu formi. Bananar og rjómi sett ofan á. 1.2 Páskaterta 4 stk. Egg 1½ dl. Sykur 1 dl. Hveiti 1 dl. Kartöflumjöl 2 tsk. Lyftiduft Bragðefni ef vill: 1 tsk. Vanillusykur eða rifinn börkur af 1 sítrónu Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Þurrefnum síðan blandað vel saman við. Hellt í vel smurt form ( ca. 2 lítra ) ágætis tilbreyting að baka kökuna í aflöngu formi. Kakan er bökuð í 200° heitum ofni neðst í ofninum. Bökunartími er 30 - 35 mínútur. Þegar búið er að taka kökubotninn úr forminu er hann látinn kólna og síðan skorinn langsum í tvennt. Á milli botnanna má setja sitt lítið af hverju. Til dæmis eplamauk, fersk jarðaber, þeyttan rjóma og blanda saman við hann líkjör, sherríi eða niðursöxuðum ávöxtum (úr dós). Einnig er gott að setja "fromage" á milli botnanna. Sama hvað sett er á milli, þá verður terta ljúffengari ef það er gert daginn áður en á að gæða sér á góðmetinu. Þeyttur rjómi er settur yfir botnana og til skreytingar eru t.d. niðursoðnir ávextir, rifið suðusúkkulaði, hnetur eða möndlur. Þetta er aðeins uppástunga, möguleikarnir eru í höndum bakarans. 1.3 Uppáhaldstertan hans Halldórs 1 3 1 1 1 1

bolli stk. bolli bolli bolli tsk.

Sykur Egg Hveiti Saxaðar hnetur Brytjað súkkulaði Lyftiduft

Sykur og egg hrært mjög vel saman þar til deigið verður létt og ljóst. Hveiti, lyftidufti, súkkulaði og hnetum blandað saman í skál og sett varlega í deigið með sleif. Deigið er sett í tvö tertuform og bakað í 20-25 mínútur 175°. Þeyttur rjómi með súkkulaðispæni settur á milli botnanna og ofaná fer þeyttur rjómi.

4


1.4 Súkkulaðiterta 250 1 ½ 1 300 4 125 2½ 2

gr. tsk. tsk. tsk. gr. msk gr. dl. stk.

Hveiti Lyftiduft Natron Salt Sykur Kakó Smjörlíki Mjólk Egg

Blandið saman hveiti, lyftidufti, natróni, salti, sykri og kakói. Smjörlíkið mulið í og vætt með 2/3 af mjólkinni. Hrært í 2 mínútur. Eggjunum og því sem eftir er af mjólkinni bætt út í og hrært í 2 mínútur. Bakað í 2 tertubotnum ( ca. 24 cm ) í 30 - 40 mínútur við 175°C (350°F)

Krem. 150 200 2 2 1 3

gr. gr. msk tsk. stk. msk

Smjör Flórsykur Kakó Vanillasykur Egg Rjómi (má sleppa)

Hrærið saman mjúkt smjör, flórsykur, vanillasykur og kakó. Hrærið eggið og ( rjómann ) út í. Kremið er síðan sett á milli botnanna og yfir kökuna. Skreyting eftir eigin smekk eða t.d. súkkulaðiskraut, skrautsykur. 1.5 Brún svampterta. 150 125 1½ 1 155 3 3

gr. gr. tsk. msk gr. stk. msk. Hiti

Hveiti Smjörlíki Lyftiduft Kakó Sykur Egg Vatn ( heitt ) 250°

Hrærið smjörlíkið látið sykurinn í og þeytið þar til það er orðið hvítt. Bætið þá eggjunum saman við einu í einu. Látið þurrefnin saman við og þynnið með heita vatninu.

Mokkakrem. 2 1 1 100 ½

msk. tsk. msk. gr. dl.

Smjör Vanilla Kakó Púðursykur Sterkt kaffi

Hrærið púðursykur og smjör vel saman, bætið vanillu og kakói saman við. þeytið heita kaffið í. Best er að kremið sé ilvolgt þegar það er sett á kökuna. 1.6 Appelsínukaka. 200 gr. 200 gr. 3 stk.

Smjörlíki Sykur Egg 5


200 gr. Hveiti 1 tsk. Lyftiduft Flís af einni appelsínu Safi úr ½ appelsínu Bakað í 20 mínútur við 210° hita

Krem. 2 100 1 2 50

msk. gr. stk. msk. gr.

Smjör Flórsykur Eggjarauða Appelsínuflís Súkkulaði.

1.7 Salthnetuterta 3 2½ 2½ 20

stk. dl. dl. stk.

Eggjahvítur Sykur Salthnetur Ritskex

Eggjahvítur og sykur stífþeytt. Hökkuðum salthnetum og muldu ritskexi blandað varlega saman við. Sett í tvö lausbotna tertuform, best er að hafa hveitistráðan smjörpappír undir. Bakað við 150°C í 40 mínútur.

Krem. 50 30 2 50

gr. gr. stk. gr.

Smjör Flórsykur Eggjarauður Brætt suðusúkkulaði

Smjör, flórsykur og eggjarauður hrært vel saman. Bráðið suðusúkkulaðið sett út í. Kakan er lögð saman með þeyttum rjóma á milli, kremið sett ofan á og skreytt með salthnetum. Rjóma sprautað utan með ef vill. 1.8 Kókosterta. 4 stk. 200 gr. 200 gr.

Eggjahvítur Sykur Kókosmjöl

4 60 50 100

Eggjarauður Flórsykur Smjörlíki Suðusúkkulaði

Krem. stk. gr. gr. gr.

Eggjahvíturnar og sykurinn þeytt saman, mjög vel. Kókosmjölið hrært saman við. Sett í eitt vel smurt lausbotna form og bakað í 45 mínútur við 150°C. Eggjarauðurnar og flórsykurinn í kremið er þeytt saman, mjög vel. Smjörlíkið og suðusúkkulaðið brætt og hrært út í. Kremið látið volgt ofan á botninn í forminu. SKREYTING: 1 peli þeyttur rjómi, frystur ( eða ís sem skorinn er niður í bita og settur ofan á ). Ef rjómi er hafður er hann þeyttur og settur í samskonar form, síðan frystur og settur ofan á kökuna, rétt áður en hún er borin fram. 6


1.9 Góðra vina terta. 4 1 1 1 ½ ½ ½ ½

stk. bolli bolli tsk. bolli bolli bolli bolli

Egg Hveiti Sykur Lyftiduft Möndlur saxaðar Döðlur smásaxaðar Gráfíkjur smásaxaðar Súkkulaði

Þeytið egg og sykur í ljósa létta froðu. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og blandið því gætilega út í eggjahræruna með sleikju. Blandið síðast út í möndlum, súkkulaði, döðlum og gráfíkjum. Setjið deigið í tvö smurð tertumót og bakið við 200°C í ca 20-25 mín. Leggið botnana saman með þeyttum rjóma og jarðaberjum. Skreytið með rjóma jarðaberjum og fl. 1.10 Marengstertan hennar Svönu 4 2 1 2

stk. dl. dl. bollar

Eggjahvítur Sykur Púðursykur Rice Crispies

Eggjahvíturnar og 1 dl. sykur stífþeytt saman, síðan er afganginum af sykrinum blandað saman við og loks Rice Crispies. Bakað við 100 - 125°C í ca 50-60 mín. ¼ l. rjómi settur á milli.

Karamellubráð. 2 120 2 30 1

dl. gr. msk. gr. tsk.

Rjómi Sykur Síróp Smjör Vanilludropar

Rjómi, sykur og síróp sett í lítinn pott og soðið við hægan hita í 30-50 mín. eða þar til þetta er orðið þykkt, þá er smjörinu ásamt vanilludropunum hrært í. Bráðin er síðan kæld vel og síðan helt yfir kökuna. 1.11 Rommkúluterta Það sem þarf í tertuna og rommkúlukremið er: 2 marengsbotnar, 1 box rommkúlur 350 gr. 1 banani 500 gr. Rjómi, 100 gr. rjómasúkkulaði og 2 eggjarauður. 3 200 2 1

stk. gr. bollar tsk.

Eggjahvítur Sykur Rice Crispies Lyftiduft

Rommkúlukrem. 100 22 100 2

gr. stk. gr. stk.

Rjómi Rommkúlur Rjómasúkkulaði Eggjarauður

Marengsbotnar: Þeytið eggjahvíturnar fyrst. Bætið sykri síðan út í og stífþeytið. Myljið Rice Crispies og blandið því og lyftiduftinu varlega saman við. Skiptið þessu síðan í tvo hluta á plötur með 7


smjörpappír. Gerið tvo 24 cm. hringi en smyrjið ekki alveg út í hringina vegna þess að marengsinn lekur örlítið út við baksturinn. Bakið botnana við 150°C í ca 60 mín. Rommkúlukrem: Hitið rjómann, bræðið rommkúlurnar og myljið í heitum rjómanum. Bætið rjómasúkkulaðinu því næst út í og bræðið. Bætið eggjarauðunum saman við þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Hrærið vel saman og hellið í kalda skál. Þeytið kremið síðan í tvær til þrjár mínútur. Við þeytinguna kólnar kremið og þykknar. best er að gera kremið ekki fyrr en kakan er sett saman. Samsetningin: Setjið annan marengsbotninn á bakka. Skerið 8-10 rommkúlur varlega í sundur og látið rommvökvann leka á botninn. Fínsaxið þær síðan og stráið yfir botninn. Skerið einn banana í sneiðar og raðið ofan á. Dreifið hluta af kreminu yfir. Þeytið afganginn af rjómanum ( 400 gr. ) og bætið í hann örlitlu af vanilludropum og flórsykri. Smyrjið rjómanum þannig að hann standi örlítið út fyrir botnana, sérstaklega ef ætlunin er að skreyta með súkkulaðiskrauti. Setjið seinni botninn ofan á og svo afganginn af kreminu þar yfir. Fallegast er að setja kremið ekki yfir allan botninn en það er að sjálfsögðu smekksatriði. Best er síðan að frysta tertuna og taka hana síðan fram 1-2 klst. áður en á að borða hana, þá er hún köld og fersk. Skreyting: Það er mjög fljótlegt að gera rommkúlutertuna og alveg hægt að hafa hana á borðinu eins og hún kemur fyrir og bera hana fram með ferskum ávöxtum og rommkúlum en ef vel á að vanda til er að sjálfsögðu hægt að skreyta hana fallega. Auðvelt er að gera súkkulaðiskraut til að skreyta hana með og hægt er að gera hana veglega þannig. Einnig er hægt að skreyta hana með ýmsum ávöxtum og að sjálfsögðu rommkúlum og svo er bara að láta ýmyndunaraflið ráða. Í súkkulaðiskrautið er gott að nota Odense overtræk sem fæst í stórmörkuðum.

1.12 Veislukaka 4 120 80 50 1

stk. gr. gr. gr. tsk.

Egg Sykur Hveiti Kartöflumjöl Lyftiduft

1 4 250 2

dl. dl. gr. msk.

Jarðaberjasulta ( góð ) Rjómi Marsipan Flórsykur

Fylling:

Egg og sykur þeytt í þykka eggjafroðu. Þurrefnunum sigtað varlega saman við. Sett í vel smurt raspi strá form. Bakað við 175°C í ca. 30 mín. neðarlega í ofninum. Rjóminn þeyttur, bragðbættur með jarðarberjasultu og sykri eftir smekk. Kökunni skipt í 2-3 botna þegar hún er orðin köld. Gott er að dreypa ávaxtasafa á botnana áður en þeir eru smurðir með rjómakreminu. Marsipanið flatt út með flórsykri á milli plastfolío eða bökunarpappírs. Lagt yfir kökuna, þrýst vel að hliðunum. Smá marsipan litað og búnar til rósir og blöð í skraut Marsipanrósir: Fallegt skraut á Veislutertuna. 8


Marsipanið litað með ávaxtalit, rósirnar ljósrauðar og blöðin græn. Búið til litlar kúlur, þær flattar þunnt út og rúllað saman sem blöðum hvert utan um annað, þar til myndast rós.

2. Ýmsar kökur 2.1 Hjónabandssæla. 190 190 160 150 1 1

gr. gr. gr. gr. tsk. stk.

Hveiti Haframjöl Sykur Smjörlíki ( linað ) Natron Egg

Allt hnoðað saman. Deiginu síðan þrýst út í form þ.e.a.s. meginhluta þess, rabarbarasulta sett yfir og afganginum deigsins mulin yfir. Bakað við 190°C í ca. 20 mínútur. 2.2 Hátíðarkaka 250 250 5 250 1 1 100 125 50 50 100

gr. gr. stk. gr. tsk. dl. gr. gr. gr. gr. gr.

smjörlíki sykur Egg Hveiti Lyftiduft Koníak Kúrenur Rúsínur Rauð kirsuber Græn kirsuber Muldar hnetur

Smjörlíki og sykur hrært vel saman. Eggin hrærð í eitt og eitt í senn. Hveiti og lyftidufti blandað saman við ásamt rúsínum, kúrenum, kirsuberjum, hnetukjörnum og koníaki. Deigið sett í 2 löng kökuform. Sett í kaldan ofninn og bakað í 1 klst. við 175° C ( 350° F ) 2.3 Ávaxtakaka 285 gr. Smjörlíki 300 gr. Púðursykur 420 gr. Hveiti 1 tsk. Natron 1 tsk. Kanill 6 stk. Egg 125 gr. Saxaðar möndlur 100 gr. Smátt brytjað súkkulaði 800 gr. Þurrkaðir ávextir svo sem: Döðlur, rúsínur, kúrenur, apríkósur, perur og kirsuber. 1 dl. Romm eða koníak Smjörlíki og púðursykur hrært vel. Eggin sett út í eitt og eitt í einu. Hveiti, natron og kanill þar næst og ávextirnir, möndlurnar og súkkulaðið síðast, varlega. Ef kakan er bökuð í tveimur stórum aflöngum formum er hún bökuð við 125°C í klst. Í blástursofni. Ef kakan er hins vegar bökuð í litlum álformum þarf fjögur slík og þá er nóg að baka hana í 40-45 mínútur. Romminu eða koníakinu er hellt yfir kökuna í álforminu og gott er að endurtaka það eftir nokkurn tíma. 9


Best er að baka þessa köku löngu fyrir jól. Hún geymist "endalaust" vel innpökkuð á köldum stað, að sögn þeirra sem hafa bakað hana er hún mjög ljúffeng. 2.4 Ensk ávaxtakaka. 125 100 2 350 2½ ¼ ¼ 100 50 50 1-2 1½

gr. gr. stk. gr. tsk. tsk. tsk. gr. gr. gr. stk. dl.

Smjör eða smjörlíki ( lint ) Dökkur púðursykur Lítil egg Hveiti ( 6 dl. ) Lyftiduft Kardimommur Salt Döðlur Rúsínur Sukkat Appelsínur þ.e.a.s. rifinn börkur af þeim Rjómi eða mjólk

Hrærið lint smjörlíkið í sundur, setjið púðursykurinn út í og hrærið vel. Setjið annað eggið í glas og sláið það í sundur með gaffli. Setjið hálft eggið í einu út í hræruna og hrærið vel á eftir. Farið eins með hitt eggið. Skerið í smáa bita döðlur, rúsínur og sukkat. Blandið saman ca. 2 dl. af hveiti, kryddi, ávöxtum og rifnum appelsínuberki. Setjið það út í deigið og hrærið. Sigtið saman afganginn af hveitinu og lyftidufti. Blandið því með sleikju saman við deigið til skiptis á við mjólkina. Setjið deigið í vel smurt form og bakið í ca. 1-1½ tíma við 175°C. Þessi uppskrift passar í tvö lítil form.

2.5 Sandkaka. 125 125 125 40 ½ 2

gr. gr. gr. gr. tsk. stk.

Smjörlíki Sykur Kartöflumjöl Hveiti Lyftiduft Egg

Hrærið smjörlíki og sykur vel saman. Bætið eggjunum í, síðan er þurrefnunum blandað saman við. Með því að tvöfalda uppskriftina fást þrjár kökur. Bakist við 175°C í ca. 50-60 mínútur. 2.6 Sandkaka spes 200 200 4 100 45 1 2

gr. gr. stk. gr. gr. tsk. msk.

Smjör Sykur Egg Hveiti Kartöflumjöl Lyftiduft Koníak

Smjör og sykur hrært létt og ljóst, eggin sett í eitt í einu. Hveiti lyftiduft og kartöflumjöl sigtað og sett út í. Sett í vel smurt form. Bakist við 180°C í 50 mín. neðst í ofni. 2.7 Marmarakaka. 250 gr. 250 gr.

Smjörlíki Sykur 10


5 stk. 250 gr. 2 msk.

Egg Hveiti Kakó Örlítið af möndludropum

Hrærið smjörlíki og sykur vel saman. Bætið eggjunum í einu og einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið hveitinu saman við deigið og skiptið því í þrjá hluta. Blandið kakóinu og möndludropunum saman við einn þeirra. Setjið deigið í lögum í jólakökuform, fyrst hvítt, þá brúnt og að síðustu hvítt. Takið oddmjóan hníf og dragið varlega bókstafinn S eftir mótinu endilöngu, þannig myndast marmaramunstrið. Bakað við 170°C í 1 klst. eða þar til prjónn kemur þurr upp úr kökunni. Marmaraköku má frysta. 2.8 Massarína 165 50 80 2 165 ½ ½

gr. gr. gr. stk. gr. dl. tsk.

Sykur Ökonomi Marsi Smjörlíki Egg Hveiti Mjólk Möndludropar

Vinnið saman sykur og marsa og setjið smjörið svo saman við. Hrærið í öðrum gír þar til allir kekkir eru horfnir og sykurinn kominn vel saman við smjörið. Bætið eggjunum við, einu í einu, og skafið vel niður á milli. Setjið því næst mjólk, dropa og blandið hveitinu saman við, vinnið vel saman þar til deigið er slétt og fínt. Bakið við 180°C í ca. 37-40 mínútur í 24cm formi. Hjúpið með súkkulaði eða glassúr. 2.9 Draumterta 3 1 1½ 50 2 2

stk. stk. dl. gr. msk. tsk.

Egg Eggjahvíta Sykur Kartöflumjöl Kakó Lyftiduft

Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Öllum þurrefnunum blandað saman og látið varlega saman við. Hellt í vel smurt smjörpappírsmót. Bakið við 250 - 275°C.

Krem 100 125 2 2

gr. gr. stk. tsk.

Smjör Flórsykur Eggjarauður Vanillasykur

2.10 Hvít lagkaka. 500 1½ 250 250 2

gr. tsk. gr. gr. stk.

Hveiti Matarsódi Sykur Smjörlíki Egg

11


Sigtið hveiti og matarsóda saman á borð eða í hrærivélaskál. Myljið smjörlíkið saman við. Blandið sykrinum út í. Vætið í með eggjunum. Hnoðið deigið og skiptið því í fjóra hluta. Breiðið hvern hlut þunnt út á smurða hveiti stráða bökunarplötu og bakið við 200°C. Leggið kökuna saman með rabarbara eða ávaxtamauki. 2.11 Eplakaka. 150 150 2 125 1 1 ½ 3-4

gr. gr. stk. gr. tsk. tsk. tsk. stk.

Smjör Sykur Egg Hveiti Lyftiduft Kanill Engifer Epli Möndlur Perlusykur

Smjör og sykur hrært vel saman og eggin látin í eitt í einu. Síðan er þurrefnunum blandað saman við. Kakan er bökuð í vel smurðu hringformi eða eldföstu formi ( 4cm djúpu ). Fyrst er helmingurinn af deiginu settur í formið, ofan á það koma eplin, sem hafa verið skræld og skorin í bita, og síðan afgangurinn af deiginu. Ofan á þetta er stráð möndlum og perlusykri. Kakan er bökuð á rist neðst í ofninum við 200°C í 35-40 mín. 2.12 Amerískt eplapæ 2 1 2/3 6-7

bollar tsk. bolli msk.

hveiti Salt Smjör Kalt vatn

Uppskriftin er miðuð við amerísk bollamál og skeiðar. Hveiti, smjör og salti er hnoðað saman. Köldu vatni bætt við, fyrst 3 skeiðum og síðan afganginum. Deiginu er skipt í tvo hluta. Annar hlutinn flattur út svo að hann passi í pæform sem er um 25 cm í þvermál. hinn hlutinn er geymdur á meðan fyllingin er búin til.

Fylling 5 stk. Græn epli 1 bolli Sykur 3 msk. Hveiti ½-1 tsk. Kanill múskat á hnífsodd Eplin eru afhýdd og skorin í jafna bita. Sykri, hveiti, kanil og múskati blandað saman og blandan hrærð saman við eplabitana. Fyllingin sett í pæformið. Afgangurinn af deiginu er flattur út og settur yfir fyllinguna eins og lok. Gatað með gaffli og penslað með eggi. Bakað við 180º í um það bil 45 mínútur. borið fram volgt með ís eða þeyttum rjóma. Þennan rétt má útbúa fyrirfram, því frysta má eplapæið óbakað. 2.13 Gómsæt ananaskaka 2 2½ 1½ 3 2 3

stk. dl. dl. dl. tsk. dl.

Egg Sykur Kalt vatn Hveiti Lyftiduft Ananasmauk 12


Sykurbráð. 2 1 1 1½ 1

msk. dl. stk. dl. tsk.

Smjör Sykur Egg Kókosmjöl Vanilludropar

Stífþeytið egg og sykur. Sáldrið hveitið með lyftiduftinu út á og blandið því saman við ásamt vatninu. Bakist í ofn-skúffu við 200° í 20 mínútur. Látið aðeins renna af ananasnum og dreifið honum jafnt yfir kökuna. Blandið öllu saman sem á að fara í sykurbráðina saman í skaftpotti og hitið að suðu. Ath. á ekki að sjóða. Smyrjið sykurbráðina jafnt yfir ananasinn og bakið kökuna áfram í nokkrar mínútur eða þangað til baksturslitur er kominn á bráðina.

2.14 Mokkabitar. 2 3 1½ 4½ 3 150 1 1

stk. dl. dl. dl. tsk. gr. tsk. msk.

Egg Sykur Mjólk Hveiti Lyftiduft Smjörlíki Vanilludropar Kakó

Sykurbráð. 3½ 4 4 1 1

dl. Flórsykur msk. Brætt smjör msk. Sterkt kaffi msk. Kakó tsk. Vanilludropar Skraut = Kókosmjöl

Stífþeytið egg og sykur. Sáldrið hveitið með lyftiduftinu út á og blandið því í eggjahræruna ásamt mjólk og bræddu, kældu smjörlíkinu. Blandið síðast kakói og Vanilludropum í deigið og hellið í vel smurða og brauðmylsnu stráða ofnskúffu. Bakist við 225° í 15 mínútur. Hrærið allt sem fara á í súkkulaðibráðina saman í samfellda gljáandi bráð. Smyrjið síðan jafnt yfir kökuna meðan hún er hálf volg. Stráið kókosmjölinu yfir.

13


3. Smákökur 3.1 Gyðingakökur 500 250 250 1 2

gr. gr. gr. tsk. stk.

Hveiti Sykur Íslenskt smjör Hjartasalt Egg Vanilludropar

Skraut: Egg Grófsteyttur sykur ( Perlusykur ) Möndlur Sigtið saman hveiti, sykur og hjartasalt. Myljið smjör saman við. Vætið í með eggjum og vanilludropum og hnoðið deigið. Látið deigið bíða á köldum stað nokkrar stundir eða til næsta dags. Fletjið deigið út og mótið kringlóttar kökur. Berið ofan á þær egg sykur og saxaðar möndlur. Bakað við 200°C ljósbrúnar. 3.2 Sörur 200 gr. 180 gr. 3 stk.

Möndlur, hakkaðar fínt Flórsykur Eggjahvítur Salt á hnífsodd

Stífþeyta eggjahvíturnar þannig að þær hreyfist ekkert þegar skálinni er hvolft. Blandið saman flórsykrinum og möndlunum, blandið því svo saman við eggjahvíturnar, mjög varlega ca 2 matskeiðar í einu. Ef þetta er gert of hratt fer loftið úr eggjahvítunum, kökurnar fletjast ekki út og helmingi færri kökur fást úr uppskriftinni. Bakað í miðjum ofni við 180°C í ca. 12 mínútur.

Krem og hjúpur. 1 dl. 4 stk. 200 gr. 1-1½ msk. 200 gr.

Síróp Eggjarauður Smjör við stofuhita Kakó ( smakkað til ) Suðusúkkulaði

Þeytið eggjarauðurnar vel ( þar til þær eru þéttar í sér og ljósari á lit, tekur smá tíma ). Bætið svo sírópinu varlega útí ( á meðan hrært er á litlum hraða ). Bætið því næst smjörinu smátt og smátt saman við, hrærið á litlum hraða. Í lokin er svo kakóið sigtað útí og hrært saman við með sleif. Kælið kremið vel. Setjið kremið á kökurnar ( ekki of þunnt ) og setjið í frysti í 10 – 15 mínútur, því næst er suðusúkkulaðið brætt og kökunum annað hvort dýft ofaní eða suðusúkkulaðinu penslað á þær.

14


3.3 Stjörnukökur. 1 1½ 2 2¼ 1 1 1 2

bolli bolli stk. bolli tsk. bolli bolli tsk.

Smjör eða smjörlíki Púðursykur og eða sykur til helminga Egg Hveiti Natron Brytjað súkkulaði Saxaðar möndlur eða hnetur Vanilludropar

Smjörlíkið hrært með sykrinum, því næst er eggjunum hrært saman við. Hveitið er sáldrað og blandað saman við. Natronið er hrært út með 1 msk. af heitu vatni og blandað í deigið ásamt súkkulaði, möndlunum og vanilludropunum. Deigið er mótað tsk. og látið á vel smurða plötu með dálitlu millibili. Bakist við 200°C. 3.4 Piparkökur 650 500 200 1 1 2 2 2 2 ½ 1

gr. gr. gr. dl. dl. tsk. tsk. tsk. tsk. tsk. stk.

Hveiti Púðursykur Smjörlíki Síróp Mjólk Kanill Negull Engifer Matarsódi ( natron ) Pipar Egg

Blandið þurrefnum saman í skál og myljið smjörlíkið ofan í. Hitið mjólkina og sírópið saman í potti og kælið lítillega. Setjið eggið og mjólkurblönduna saman við þurrefnin og hnoðið. Kælið yfir nótt. Fletjið deigið út og mótið karla og kerlingar úr deiginu. Bakið við 180°C í 8 - 10 mín. Skreyting: 100 gr. Síríus suðusúkkulaði ( konsum ), brætt og 1 poki Nóa hlaup. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, smyrjið því á kökurnar og setjið svo hlaupdýrin á til skrauts. 3.5 Piparkökur fljótlegar. 250 1 1 1 2 ¼ 90 125 ½ ½

gr. tsk. tsk. tsk. tsk. tsk. gr. gr. dl. dl.

Hveiti Sódaduft Negull Engifer Kanill Pipar Smjörlíki Sykur Síróp Mjólk eða vatn

Í hveitið er blandað sódadufti, kryddi og sykri. Smjörlíkið er mulið og vætt með sírópinu ásamt mjólkinni. Hnoðað í sívalar lengjur og skorið í litla bita sem er rúllað upp í flatar kúlur. Raðað á smurða plötu eða bökunarpappír og bakað við 225°C þar til kökurnar eru kaffibrúnar og sprungnar. 15


3.6 Kurltoppar 3 200 150 2

stk. gr. gr. stk.

Eggjahvítur Púðursykur Síríus rjómasúkkulaði litli poka Nóa lakkrískurl ( samtals 160 gr. )

1. Stífþeytið eggjahvíturnar með púðursykrinum. Saxið súkkulaðið smátt. 2. Blandið Súkkulaði og lakkrískurli varlega saman við eggjahvíturnar með gaffli. Látið með teskeið á smurða bökunarplötu og bakið í miðjum ofni við 150°C í 20 mín. 3.7 Súkkulaðikökur. 200 200 125 100 ¼ 5

gr. gr. gr. gr. tsk. tsk.

Hveiti Smjörlíki Sykur Kókosmjöl Hjartarsalt Kakó

Hnoðað og mótað í kúlur. Bakist við 200°C. 3.8 Súkkulaðibitasmákökur. 1 bolli+2 msk. ½ tsk. ½ tsk. ½ bolli 6 msk. 6 msk. ½ tsk. 1 stk. 1 bolli ½ bolli

Hveiti Sódi Salt Smjörlíki lint Sykur Púðursykur Vanilla Egg Súkkulaðibitar Saxaðar hnetur ( má sleppa )

Hrært deig, búið til á hefðbundinn hátt, þ.e. smjörlíkið hrært með sykrinum, eggið látið út í og loks hveitið, sódi og salt. Ef deigið er mjög þurrt má láta 2-3 msk. kalt vatn út í. Deigið er látið á bökunarpappír á plötu með teskeið. Gætið þess að setja aðeins lítið í hverja köku. Bakaðar í 8-10 mín. í ca. 180°C heitum ofni. 3.9 Hvellir 5 1 ¼ 1¼ 1¼ 200 2 1 3 150

dl. tsk. tsk. dl. dl. gr. tsk. stk. dl. gr

Hveiti Matarsódi Salt Púðursykur Sykur Mjúkt smjör Vanilludropar Stórt egg Rice Crispies Síríus rjómasúkkulaði með hrískúlum

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveitinu, saltinu og matarsódanum í skál. Setjið púðursykurinn og sykurinn í hrærivélarskál og blandið vel saman. Setjið smjörið út í og 16


hrærið þar til allt blandast vel. Bætið egginu út í ásamt vanilludropunum og hrærið vel. Hrærið Rice Crispies út í með sleif, saxið súkkulaðið og setjið það að lokum saman við. Setjið deigið með teskeið á ofnplötu sem klædd hefur verið með bökunarpappír og bakið í 18-20 mínútur. 3.10 Kókoshringir 250 250 250 250 1 1/2

gr. gr. gr. gr. stk. tsk.

Hveiti Kókosmjöl Smjörlíki Sykur Egg Ger

Hnoðið allt saman. Geymið deigið í kæli til næsta dags. Setjið deigið í hakkavél með stjörnuopi eða sprautið því úr sprautupoka í 10 cm lengjur. Mótið hringi úr lengjunum og raðið á plötu klædda bökunarpappír. Bakið við 200°C 3.11 Vanilluhringir 500 250 375 125 2 3

gr. gr. gr. gr stk. tsk.

Hveiti Sykur Smjör Saxaðar möndlur Lítil egg Vanillasykur

Myljið smjör og hveiti í skál. Hnoðið vanillusykri, sykri og möndlum saman við og að síðustu eggjunum. Geymið deigið í kæli til næsta dags. Setjið deigið í hakkavél með stjörnuopi eða sprautið því úr sprautupoka í 10 cm lengjur. Mótið hringi úr lengjunum og raðið á plötu klædda bökunarpappír. Bakið við 200°C í u.þ.b. 8 mín. 3.12 Vanilluhringir fyrir sykursjúka 125 43 100 35 1/2 1

gr. gr. gr. gr stk. tsk.

Hveiti Atwell sætuefni Smjör Saxaðar möndlur Egg Vanillasykur

Myljið smjör og hveiti í skál. Hnoðið vanillusykri, sætuefninu og möndlum saman við og að síðustu egginu. Geymið deigið í kæli til næsta dags. Setjið deigið í hakkavél með stjörnuopi eða sprautið því úr sprautupoka í 10 cm lengjur. Mótið hringi úr lengjunum og raðið á plötu klædda bökunarpappír. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín. 3.13 Mömmukökur. 125 250 125 1 500 2 1

gr. gr. gr. stk. gr. tsk. tsk.

Smjör Síróp Sykur Egg Hveiti Natron Engifer 17


Smjörkrem. 100 gr. Flórsykur 100 gr. smjör 1 stk. Eggjarauða Vanilla Hitið smjör, síróp og sykur saman í potti. Kælið. Hrærið eggi saman við. Sigtið hveiti með natroni og engifer og vætið í með sírópsblöndunni. Hnoðið. Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt. Fletjið deigið út og mótið úr því kringlóttar kökur. Bakið við 200°C þar til þær eru fallega brúnar. Leggið kökurnar saman tvær og tvær með smjörkremi. 3.14 Franskar súkkulaðikökur. 200 gr. 3¼ dl. 3 stk.

Möndlur Flórsykur Eggjahvítur ( 1½ dl. )

Smjörkrem. 3/4 3/4 3 150 1 75 1

dl. dl. stk. gr. msk. Skraut gr. msk.

Sykur Vatn Eggjarauður Smjör Kakó Suðusúkkulaði Matarolía.

Hellið heitu vatni á möndlurnar og afhíðið þær. Rífið þær fínt í möndlukvörn og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið hvíturnar og blandið möndlusykrinum saman við. Látið deigið í jafna toppa með tveimur teskeiðum á smurða plötu eða bökunarpappír, þrýstið aðeins á þær og bakið í miðjum ofni við 175-200° í 12 - 15 mín. Sjóðið sykur og vatn saman í seigan lög sem myndar þræði ef skeið er difið í hann, þeytið eggjarauðurnar og hellið sykurleginum saman við í mjórri bunu, þeytið stöðugt á meðan. Látið kólna og hrærið þá smjörinu smátt og smátt saman við þeytið vel og blandi kakóinu í að lokum. Smjörið verður að vera við stofuhita. Smyrjið kreminu neðan á kökurnar og látið þær bíða á köldum stað um stund. Bræðið súkkulaðið með olíunni yfir vatnspotti. Dýfið kremhliðinni á kökunum ofan í súkkulaðið, veltið kökunum til svo súkkulaðið jafnist og kælið þær síðan á bökunarpappír. 3.15 Hafrakex. 8 4 2 2 500 1½ 4 ½

bollar bollar bollar tsk. gr. bolli tsk. tsk.

Haframjöl Hveiti Sykur Hjartarsalt Smjörlíki Mjólk Lyftiduft Salt

Hnoðað saman og flatt út. Búnar til kökur ýmist hringlaga eða ferkantaðar. Bakist við 200°C.

18


3.16 Rice Krispies 150 4 75 150

gr. msk. gr. gr.

Síríus suðusúkkulaði ( konsum ) Síróp Smjörlíki Kellogg’s Rice Krispies

Setjið súkkulaðið, smjörlíkið og sírópið í pott og bræðið saman við vægan hita. Blandið Rice Krispies út í pottinn og þekið það vandlega með súkkulaðiblöndunni. Útbúið kökur, stafi afmælisbarnsins, afmælisdaginn eða það sem hugmyndaflugið blæs í brjóst.

4. Pönnukökur og lummur 4.1 Pönnukökur 3 1½ ½ 2-3 125

bollar msk. tsk. stk. gr

Hveiti Sykur Natron ( matarsódi ) Egg Smjörlíki Vanilludropar Mjólk

gr. gr. gr. stk. tsk. dl.

Hveiti Sykur Smjörlíki Egg Lyftiduft Mjólk

4.2 Lummur. 300 50 100 2 2 3-4

Smjör, sykur og egg er hrært saman þá hveitið m/ lyftiduftinu, þynnt út með mjólkinni. Bakað á pönnu. 4.3 Vöflur. 100 65 250 2 3 3 1

gr. gr. gr. stk. tsk. dl. tár

Smjörlíki Sykur Hveiti Egg Lyftiduft Mjólk Vanilludropar Salt

19


5. Brauð og Gerbakstur 5.1 Kryddbrauð. 3 3 3 3 2 2 2 2

dl. dl. dl. dl. msk. tsk. tsk. tsk.

Haframjöl Hveiti Sykur Mjólk Kakó Kanill Negull Sódaduft

Allt sett í skál, hrært með sleif. Sett í smurt jólakökuform og baka við 180°C í 40 mín. 5.2 Snittubrauð 2 20 1 300 1

dl. gr. tsk. gr. stk.

Vatn ylvolgt Ger Salt Hveiti Egg til penslunar

Hrærið gerið út í volgu vatninu. Blandið saman salti og hveiti og bætið gerblöndunni saman við. Hnoðið deigið vel og látið það lyfta sér á volgum stað í 30 mínútur. Hnoðið deigið aftur upp, skiptið því í tvennt og mótið löng brauð. Leggið þau á smurða plötu eða bökunarpappír og látið þau lyfta sér í 15 mínútur. Hitið bakarofninn í 225°C. Gerið skurð á ská í brauðin með rakvélablaði eða beittum hníf. Penslið þau með þeyttu egginu. Bakið þau síðan neðst í ofninum í 15-20 mínútur. Leyfið brauðunum aðeins að kólna áður en þið borðið þau. Brjótið þessi brauð, skerið þau ekki. Berið þau fram með öllum mat. 5.3 Morgunverðarbrauð 50 3 3 2½ 500

gr. dl. msk. tsk. gr.

Ger Volgt vatn ( ca. 3 dl. ) Olía Salt Hveiti

Gerið er hrært út í ylvolgu vatninu. Blandið saman við hveitið og saltið og að síðustu olíunni. Hnoðið vel þar til deigið er mjúkt og loðir ekki lengur við hendurnar. Mótið úr því pylsu sem skipt er niður í 12 jafnstóra hluta. Mótið úr hverjum sívalt brauð sem lagt er á smurða plötu eða bökunarpappír og látið brauðin lyfta sér á volgum stað í 30 mínútur undir rakri leirþurrku. Hitið bakarofninn í 235°C. Dreifið birkifræjum á brauðin, bleytið þau aðeins fyrst, og klippið tvö hök í hvert brauð með skærum. Bakið þau síðan neðst í ofninum í 12-15 mínútur. 5.4 Fyllt horn 250 75 1½ 1½ 35 1

gr. gr. tsk. dl. gr. stk.

Hveiti Smjör Salt Mjólk Ger Egg 20


Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Myljið smjörið saman við hveitið og saltið. Hnoðið og bætið ger/mjólkurblöndunni útí smátt og smátt ásamt hálfu egginu hrærðu saman, þar til deigið er orðið mjúkt og loðir ekki við fingurna lengur, afganginn af egginu notum við til að pensla hornin með. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvorn helming út í pönnuköku sem síðan er skipt í 8 þríhyrninga. Á hvern þríhyrning er sett smátt skorin skinka, svolítið sinnep og hökkuð steinselja. Rúllið hverjum þríhyrning upp frá breiðari endanum. Látið lyfta sér í ca. 20 mín. undir rakri leirþurrku. Penslið með egginu og dreifið kúmeni yfir. Bakað neðst í ofni við 225°C í 8-10 mín eða þar til hornin eru orðin fallega brún. berið fram volg, t.d. með súpu. 5.5 Amerískar brauðbollur 1 250 2 400 75 1 25

tsk. ml tsk gr. gr. tsk. gr.

Sykur Volgt vatn Þurrger Hveiti Smjör Salt Bráðið smjör

Leysið sykurinn upp í volgu vatninu og hellið yfir gerið. Hafið á hlýjum stað í um 10 mínútur eða þar til gerið fer að freyða. Sigtið saman hveiti og salt. Bætið gervökvanum og smjörinu út í hveitiblönduna og hnoðið þar til deigið er mjúkt. Bæta má örlitlu af volgu vatni í deigið ef þörf er á. Hnoðið deigið á hveitistráðum fleti í 10 mínútur eða þar til það er mjúkt og teygjanlegt. Leggið það síðan í skál og hyljið með rökum klút og látið standa þar til það hefur stækkað um helming. Því næst er deigið hnoðað létt og það flatt út þar til það er um 6mm þykkt. Að því loknu er deigið látið standa undir rökum klút í 5 mínútur. Þá eru skornar út hringlaga kökur sem eru um 8 cm í þvermál. Það sem eftir verður af deiginu er flatt á ný og skorið og ferlið þannig endurtekið þar til ekkert er eftir. Leggið bollurnar á hveitistráða bökunarplötu og stráið hveiti yfir þær. Leggið rakan klút yfir þær og látið standa þar til þær hafa stækkað um helming. Bakað í ofni við 230°C í 5 mínútur. Takið þær úr ofninum og snúið þeim á hvolf með hníf og bakið í aðrar 5 mínútur. Þegar bera á bollurnar fram eru þær skornar í sundur í miðju, ristaðar í brauðrist í augnablik, smurðar með smjöri, settar saman aftur og bornar fram heitar. Uppskriftin dugar í u.þ.b. 14 bollur

6. Kjötréttir 6.1 Hamborgarasteikur. Soðið í 35 - 40 mínútur ½ 1½ 1 2 1 1 ½

bolli bolli tsk. msk. msk. msk. bolli

Púðursykur Strásykur Smjör Tómatsósa Slotts sinnep Franskt sinnep Soð

Sykurinn er bræddur á pönnu og síðan er sinnepi, tómatsósu og soði bætt út í. Steikinni er síðan velt upp úr leginum á pönnunni, síðan er steikin sett í ofn og bökuð í ca. 15 - 20 mínútur við ca. 170° C 21


6.2 Kjúklinga Paella 3 stk. Kjúklingabringur (eða 1 kjúklingur) 4 dl. Hrísgrjón 1 stk. Paprikka ( fallegt að nota hluta úr mism. litum ) 2 stk. Hvítlauksrif 4 stk. Tómatar ½ stk. Agúrka Ferskir sveppir, gulrætur og spergilkál eftir smekk 10-15 saffran þræðir eða 1 tsk. af karrí. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk. Kjúklingurinn kryddaður og skorinn í bita. Steiktur í ofni eða á pönnu. Hrísgrjónin soðin. Grænmetið steikt í olíu á pönnu og látið krauma smá stund. Kryddað. Hrísgrjónunum blandað út í og sömuleiðis kjúklingnum. Hrært aðeins saman. Skreytt með tómötum og agúrkum. Borið fram heitt með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði.

6.3 Grillaður Kjúklingur . ½ ltr. Mjólk Látið laukinn krauma í smjörinu þar til hann er mjúkur. Blandið öllu saman við sem í sósuna á að fara og látið krauma við lágan hita í 5 mínútur. Þvoið og þerrið kjúklinginn, skerið hann í tvennt. Penslið kjúklinginn og leggið hann á grillbakka.

Setjið á grillið yfir meðalhita í 1 klst. og penslið öðru hverju. Berið það sem eftir er af sósunni fram með kjúklingnum. Afganginn af sósunni má frysta. Aðrar sósur Sterk sósa Sleppið tómatsósunni og paprikuduftinu. Notið 2 bolla af Chili sósu og 2 msk. chili pipar í staðinn.

Sinnepssósa Sleppið ediki eða sítrónusafa. Notið 6 msk. af sinnepi og ¼ tsk. Cayenne pipar í staðinn.

New Orleans sósa Sleppið vatni. Notið ½ bolla Soya sósu, 2 msk. Worchesterhire sósu og 2 tsk. Hot pepper sósu í staðinn.

7. Fiskiréttir 7.1 Ýsa með suðrænum ávöxtum og karríi Ný fersk og fín djúpsteikt ýsuflök Deig fyrir djúpsteikingu 22


250 gr. Hveiti 2 dl. Ólífuolía 1 dl. Vatn 2 stk Stífþeyttar eggjahvítur salt og pipar eftir smekk Karrísósa 50 gr Smjör 60 gr. Hveiti Karríduft eftir smekk Saxaður laukur og epli í bitum 1 ltr. Fiskikraftur Smjörið og karríið sett í pott og steikt við vægan hita. Hveitinu stráð yfir. Fiskikrafti, lauk og eplum bætt við og allt soðið saman í 10 mínútur. Sósan síuð og síðan soðin í 20 mínútur til viðbótar. Suðrænir ávextir og grænmeti: Mango í bitum og stjörnuávöxtur í skífum eru hitaðir lítillega í ofni og lagðir við hliðina á fiskinum. Sömuleiðis ananas steiktur í olíu, grillaðir sérrítómatar og ristaður skvass. Einnig er gott að hafa hrísgrjón með.

8. Ýmislegt annað 8.1 Orly deig. 1½ dl. 1 tsk. Hnífsodd. 1 stk. 2 msk.

Pilsner Hveiti Salt Pipar Egg Matarolía

Hveiti, salti og pipar blandað saman og þynnt út með pilsner ( ekki of þunnt ) egginu og olíunni síðan bætt út í.

9. Forréttir og eftirréttir af ýmsum gerðum 9.1 Brauðréttur Hálf dós grænn aspas vökvi af aspas eftir þörfum ¾ bolli majónes 5 stórar skinkusneiðar 1 dós sýrður rjómi 1 hvítt brauð en skorpan skorin af. Brauðið er rifið í litla bita, skinkan og aspasin skorin í bita og öllu hrært saman í hrærivél. Sett í form og kælt vel í ísskáp. Rétturinn er bestur sé hann gerður daginn áður en á að borða hann. Skreytið eftir smekk og berið fram með salati eða notið á borð með nokkrum réttum.

23


9.2 Heit ávaxtakaka 1 bolli Hveiti 1 bolli Sykur 1 stk. Egg 1 tsk. Lyftiduft ½ dós Niðursoðnir ávextir t.d. perur. Notið safann úr dósinni en þó ekki allan svo deigið verði ekki of þunnt. Allt sett saman í skál og hrært í. Sett í kringlótt form. Púðursykri og kókosmjöli stráð yfir. Bakað í miðjum ofni í 20-30 mínútur við 200°C, eða þangað til kakan er svolítið brún að ofan. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma eða ís.

9.3 Sítrónurjómarönd ( f. 10-12 ) ½ ltr. Rjómi 4 stk. Egg 1½ dl. Sykur 10 stk. Matarlímsblöð Safi úr 2 sítrónum og rifinn börkur af ½ sítrónu. Þeytið rjómann og setjið í skál á kaldan stað. Þeytið eggin með helmingnum af sykrinum. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Látið suðuna koma upp á sítrónusafanum, berkinum og afganginum af sykrinum. Kreistið vatnið úr matarlíminu og bræðið það í safanum. Kælið aðeins. Blandið síðan rjómanum varlega saman við eggin og þeytið matarlímið saman við með pískara. Setjið í form og kælið. Skreytið með þeyttum rjóma

9.4 Eplakaka 5 stk. 100 gr. 100 gr. 100 gr. 50-100gr. 2 tsk. 1 tsk.

Græn epli Hveiti Sykur Smjörlíki Sykur Kanill Kartöflumjöl

Eplin flysjuð, kjarninn fjarlægður og þau skorin í skífur og sett í frekar djúpt eldfast fat. Kanilsykrinum og kartöflumjölinu er blandað saman og því stráð yfir eplin. Hveitið, sykurinn og smjörlíkið mulið saman og stráð yfir eplin. Bakað í ofni við 180°C í ca. 30 mínútur. 9.5 Rís a’la mand 0,2 ltr Grautargrjón 1 ltr. Mjólk 60 gr. Sykur ½ ltr Þeyttur rjómi Vanillasykur, möndluflögur og vanilludropar Hrísgrjónin, mjólkin og sykurinn sett í skál með álpappír yfir og sett í ofn við 170C° í 1 klst. látið standa þar í ca 30 mín. vanilludropum bætt út í síðan er vanillasykri og möndlu flögum hrært saman við og að lokum þeytta rjómanum. Gott er að bera fram með þessu danska kirsuberjasósu ( fæst í Nóatúni ). 24


9.6 Rís a’la mand 60 gr ½ ltr. ½ stk. 1 msk 8-10 stk 3 dl

Grautargrjón Mjólk Vanillustöng Sykur Hakkaðar möndlur Þeyttur rjómi

Sjóðið mjólk og grjón með vanillustönginni þá er til grjónin eru orðin mjúk og hafa drukkið í sig mjólkina. Blandið þá möndlum og sykri saman við. Kælið, að lokum er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.

Karamellusósa 150 gr. 2½ dl. 1 dl

Sykur Vatn Létt þeyttur rjómi

Hitið sykurinn í potti þar til hann er orðinn ljósbrúnn, hellið sjóðandi vatni út í og hrærið í þar til sykur og vatn hafa samlagast vel. Kælið og bætið síðan þeytta rjómanum varlega saman við. Gott er að dreypa smá dökku rommi út í.

9.7 Tiramisu 3 stk Egg 50 gr. Sykur 200 gr. Rjómaostur 1 dl. Þeyttur rjómi 2 pk. Lady fingers kökur 2-3 bollar Sterkt eðalkaffi Súkkulaði Líkjör, ef vill ( Grand mariner eða Amaretto ) Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til það er orðið létt og ljóst. Hrærið rjómaostinum saman við og síðan þeytta rjómanum. Stífþeytið eggjahvítur og hrærið þeim loks varlega út í. Vætið Lady fingers í sterku kaffi ( og líkjör ) og leggið í fallega skál. Hellið rjómaostskreminu yfir og skreytið með rifnu súkkulaði. Það má einnig setja Lady fingers og krem til skiptis, líkt og gert er með lasagne, en það fer bara eftir smekk hvers og eins. 9.8 Rækjuréttur 1 pk. Savory hrísgrjón (u.þ.b. 125 gr.) 3 msk. Majónes 1 tsk. Karrí 1 dós Sveppir (lítil dós) 400 gr. Rækjur mjólk eða rjómi, ostur Hrísgrjónin soðin og kæld. Majónesið þynnt aðeins með mjólk eða rjóma. Karríið sett út í og hrært vel saman. Sveppum og rækjum bætt við og síðan hrísgrjónunum. Sett í eldfast mót. Osturinn sneiddur og settur ofan á. Bakað í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur.

25


9.9 Rækjuréttur 400 gr. Rækjur 1 dós Maískorn 100 gr. Ferskir sveppir ½ rauð Paprika ½ græn Paprika 1½ tsk. Karrí Smjörlíki til að steikja úr Látið rækjur og sveppi krauma smástund á pönnu. Bætið síðan öllu hinu út á og látið krauma þar til allt er orðið vel heitt. Borið fram með ristuðu brauði

9.10 Rækjuforréttur fyrir 4 225 gr. 2 msk. 6 msk. Sósa 100 gr. 1-1½ msk. 2 msk. 2 msk. Hvítur pipar

Rækjur Púrra örfínt sneidd Rauð paprika fínt söxuð Mayjones Þeyttur rjómi Tómatpúre Koníak eða Sherrý

Setjið rækjur, púrru og papriku í smáskálar. Blandið mayjonesi og þeytta rjómanum saman ásamt tómatkraftinum og víninu, pipar eftir smekk. Hellið þessu síðan yfir rækjurnar, einnig má bera þetta fram á salatblaði og verður það þá að útbúast rétt áður en það er framreitt. Berist fram með ristuðu brauði.

10. Ís eftirréttir 10.1 Tobblerone ís. 6 1 1 100 ½

stk. bolli tsk. gr. l.

Eggjarauður Ljós púðursykur Vanilludropar Tobblerone smátt brytjað Þeyttur rjómi

Eggjarauðurnar og púðursykurinn hrært vel saman, droparnir og tobblerone hrært með sleif saman og blandað við eggjarauðurnar, Þeytti rjóminn settur saman við og fryst í 6 klst. 10.2 Tobblerone Hátíðarís. 6 6 3 100 100

stk. msk. pelar gr. gr.

Egg Sykur Rjómi Brytjað Tobblerone Brætt Tobblerone

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Bræðið 100 gr. Tobblerone og blandið saman við eggin. Þeytið rjómann og setjið saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar og bætt 26


varlega út í eggja og rjómamassann. Brytjið 100 gr. Tobblerone smátt og setjið saman við. Gott er að bæta ca. 2-3 msk af Kahlúa líkjör ef vill. Sett í form og fryst. 10.3 Rommkúluís með fersku ávaxtasalati 2 2 125 ½ 200

stk. stk. gr. l. gr.

Eggjarauður Heil egg Sykur Rjómi Rommkúlur

Ávaxtasalatið: Melónur Jarðaber Bláber Appelsínur Mangó Líkjör Sykur, eggjarauður og heilu eggin þeytt saman þar til þau verða ljós og létt. Þá er stífþeyttum rjómanum bætt í og rommkúlum, sem hafa verið muldar í matarvinnsluvél. Þessu er öllu blandað vel saman, en varlega þó, sett í hringlaga form og komið í frysti. Þar látum við ísinn vera minnst 4 tíma, gjarnan lengur. Með rommkúluísnum berum við fram ferskt ávaxtasalat úr þeim ávöxtum sem við eigum til á hverjum tíma.

11. Sultur og hlaup 11.1 Rifsberjahlaup 1 kg. rifsber með stilkum 4-5 dl. vatn 800 gr. sykur Berin eru skoluð og hreinsuð og lögð með stilk í pott. Berin eru soðin í 10 - 15 mínútur og síðan sigtuð frá saftinni með fínu sigti eða bleiugasi. Gott er að láta saftina renna lengi úr berjunum, til dæmis yfir nótt. Sykurinn og saftin eru svo soðin saman í 20 - 30 mínútur eða þangað til lögurinn hleypur. hlaupið er svo sett í volgar, vel hreinsaðar krukkur og lokið skrúfað fast á. 11.2 Ávaxtasaft Hægt er að búa til saft úr velflestum berjum og ávöxtum, svo sem rifsberjum, bláberjum krækiberjum og eplum. Gott er að blanda saman tegundum og prófa sig áfram þar til rétta bragðið finnst. Saft er búin þannig til að ávöxturinn eða berin eru soðin með eins litlu vatni og mögulegt er. Síðan eru 2 -3 dl. af vatni bætt út í hvert kg. af berjum og látið sjóða í 10 - 15 mínútur. Saftin er svo sigtuð yfir nótt, til dæmis í gegnum bleiugas. Svo er 1 ltr. af saft blandað saman við 300 - 400 gr. af sykri og sykurinn látinn leysast rólega upp í saftinni. Suma saft, til dæmis eplasaft, er gott að hita upp og láta sykurinn blandast þannig saman við saftina þannig.

27


12. Ídýfur 12.1 Paprikuostaídýfa 1 stk.

Paprikuostur

½ tsk

Sykur

½-1

Dós sýrður rjómi

½-1 tsk

Púrrulaukssúpa ( Toro )

Rífið vel kældan ostinn og setjið púrrulauksduftið út í. Blandið öllu vel saman. Berið réttinn fram með saltkexi.

28


13. Mál og vog 1 teskeið

=

0,005 ltr.

1 oz

=

28 gr

1 matskeið

=

0,015 ltr

2 oz

=

57 gr

2 matskeiðar

=

0,03 ltr

3 oz

=

85 gr

4 oz

=

114 gr

¼ bolli

=

½ dl

5 oz

=

142 gr

½ bolli

=

1¼ dl

6 oz

=

170 gr

¾ bolli

=

1¾ dl

7 oz

=

199 gr

1 bolli

=

2½ dl

8 oz

=

226 gr

1¼ bolli

=

3 dl

9 oz

=

254 gr

10 oz

=

283 gr

1 US pint

=

0,45 ltr

11 oz

=

311 gr

1¼ US pint

=

0,60 ltr

12 oz

=

340 gr

1½ US pint

=

0,72 ltr

13 oz

=

368 gr

1¾ US pint

=

0,83 ltr

14 oz

=

396 gr

1 quart

=

0,94 ltr

15 oz

=

425 gr

1 lbs

=

453 gr

Ýmislegt

1¼ lbs

=

566 gr

Kakó 1 dl

=

45 gr

1½ lbs

=

679 gr

Möndlur 1 dl

=

50 gr

1¾ lbs

=

792 gr

Saxaðar möndlur 1 dl

=

45 gr

2 lbs

=

905 gr

Fínmalaðar möndlur 1 dl

=

35 gr

2¼ lbs

=

1015 gr

Rúsínur 1 dl

=

50 gr

Mjöl og grjón

Hitastillingar Celsíus/Farenh

140°-155°C

=

280°-310°F

Hveiti 1 dl

=

60 gr

155°-175°C

=

310°-350°F

Kartöflumjöl 1 dl

=

70 gr

175°-190°C

=

350°-380°F

Maisenamjöl 1 dl

=

50 gr

Kókosmjöl 1 dl

=

35 gr

Haframjöl 1 dl

=

80 gr

Sykur

Strás. 1 dl

=

85 gr

Hafragrjón 1 dl

=

30 gr

Strás. 1 msk

=

50 gr

Rasp 1 dl

=

40 gr

Flórs. 1 dl

=

50 gr

Flórs. 1 msk

=

8 gr

Egg 1 dl

=

2 stk

Eggjarauður 1 dl

=

5 stk

Eggjahvítur 1 dl

=

3 stk

Egg

29


Atriðaskrá: Aðrar sósur ......................................................22 Amerískar brauðbollur ....................................21 Amerískt eplapæ..............................................12 Appelsínukaka. ..................................................5 Ávaxtakaka........................................................9 Ávaxtasaft........................................................27 Brún svampterta. ...............................................5 Deig fyrir djúpsteikingu ..................................22 Draumterta.......................................................11 Ensk ávaxtakaka ..............................................10 Eplakaka í eftirrétt ...........................................24 Eplakaka. .........................................................12 Franskar súkkulaðikökur .................................18 Fylling fyrir eplapæ .........................................12 Góðra vina terta .................................................7 Gómsæt ananaskaka ........................................12 Grillaður kjúklingur.........................................22 Gyðingakökur..................................................14 Hafrakex ..........................................................18 Hamborgarasteikur ..........................................21 Heit ávaxtakaka ...............................................23 Hjónabandssæla.................................................9 Hvellir..............................................................16 Hvít lagkaka ....................................................11 Karamellubráð. ..................................................7 Karrísósa..........................................................23 Kjúklinga Paella ..............................................21 Kókoshringir....................................................17 Kókosterta .........................................................6 Koníakskaka ......................................................9 Krem..................................................................5 Kryddbrauð......................................................19 Kurltoppar .......................................................16 Lummur. ..........................................................19 Marengstertan hennar Svönu.............................7 Marmarakaka...................................................10 Marsipanrósir.....................................................8 Massarína.........................................................11 Mokkabitar. .....................................................13 Mokkakrem. ......................................................5 Mömmukökur..................................................17

Morgunverðarbrauð ........................................ 20 New Orleans sósa............................................ 22 Orly deig ......................................................... 23 Paprikuostaídýfa ............................................. 28 Páskaterta .......................................................... 4 Piparkökur....................................................... 15 Piparkökur fljótlegar ....................................... 15 Pönnukökur..................................................... 19 Rækjuforréttur fyrir 4..................................... 26 Rækjuréttur ..................................................... 25 Rice Krispies................................................... 18 Rifsberjahlaup ................................................. 27 Rís a’la mand .................................................. 24 Rommkúluís .................................................... 27 Rommkúluterta.................................................. 7 Salthnetuterta .................................................... 6 Sandkaka 1...................................................... 10 Sandkaka m/koníaki........................................ 10 Sinnepssósa ..................................................... 22 Sítrónurjómarönd ( f. 10-12 ).......................... 24 Skinku hornin.................................................. 20 Smjörkrem....................................................... 18 Snittubrauð...................................................... 20 Sörur................................................................ 14 Sterk sósa ........................................................ 22 Stjörnukökur. .................................................. 15 Súkkulaðibitasmákökur................................... 16 Súkkulaðikökur............................................... 16 Súkkulaðiterta ................................................... 5 Sykurbráð........................................................ 13 Tiramisu .......................................................... 25 Tobblerone Hátíðarís ...................................... 26 Tobblerone ís .................................................. 26 Uppáhaldsterta. ................................................. 4 Uppáhaldstertan hans Halldórs ......................... 4 Vanilluhringir.................................................. 17 Vanilluhringir fyrir sykursjúka ....................... 17 Veislukaka m. marsipan.................................... 8 Vöflur.............................................................. 19 Ýsa með suðrænum ávöxtum og karríi ........... 22

30

Kökur  

Nokkrar kökuuppskriftir

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you