Page 1

7

Sjö ástæður til að koma í Viðskiptasmiðjuna: Taktu frumkvæðið og gríptu tækifærið Þróaðu viðskiptahugmyndina og fyrirtækið

Skapaðu vöxt, árangur og framtíðarsýn Fjármagnaðu fyrirtækið Fáðu ráðgjöf sem leiðir til árangurs Vertu með í öflugu tengslaneti Byggðu upp þekkingu og færni í rekstri

Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins Ofanleiti 2 · 103 Reykjavík · Sími: 490-1000 www.klak.is · klak@klak.is

Hraðbraut nýrra tækifæra


Ný fyrirtæki komast inn í tengslanet við aðra frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem vinna saman og hjálpa hvert öðru. Einnig tengjast fyrirtækin helstu sérfræð­ingum á sviði stefnumótunar og reksturs fyrirtækja, hvort sem er í atvinnulífinu eða háskólum. Síðast en ekki síst tengjast frumkvöðlar fjár­festum, bæði viðskipta­englum og stjórnendum og starfsmönnum fjárfestingar­sjóða.

Umsagnir nemenda:

Ávinningur:

Tengslanet:

„Þegar ég sá hvað Viðskiptasmiðja Klaks býður uppá var ég strax mjög áhuga­samur um að kynna mér þetta nánar. Námið er ótrúlega hnitmiðað og ­skapandi og snýst allt um mína viðskipta­ hugmynd og fyrirtæki. Umgjörðin er líka frábær með ­framúrskarandi kennurum og ­nemendum. Það sem stendur eftir er dýpri ­þekking, öflugra tengslanet ásamt skýrari f­ramtíðarsýn. Takk fyrir mig!“ Þrándur Arnþórsson, stofnandi ­4x4OffRoads.com


Fjöldi ráðgjafa koma að Viðskipta­smiðjunni. Þetta eru ráðgjafar úr atvinnu­lífinu og háskólum sem hafa mikla þekkingu á ­rekstri nýrra fyrirtækja og vaxtarfyrir­ tækja. Ráðgjafateymi sérhæfð í fjármálum, markaðsmálum og viðskiptaþróun aðstoða jafnframt fyrirtækin á tíma­bilinu.

Umsagnir nemenda:

Ávinningur:

Ráðgjöf:

„Viðskiptasmiðjan var vendipunktur hjá mér við stofnun ReMake þar sem ég lærði hvernig ég gat breytt minni tæknihugmynd í viðskiptahugmynd, líka hvernig ég gat svo stækkað viðskiptahugmyndina í alþjóðlega viðskiptahugmynd. Hárbeittir kúrsar og ráðgjafar Viðskiptasmiðjunnar kenndu mér að móta viðskiptaáætlun á því tækifæri sem ég sá með mínum hugmyndum, sem gerði mér kleift að skilja hvernig teymi ég þarf með mér og hvernig ég nálgast fjárfesta.“ Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake Electric


Á þriðja tug námskeiða eru í boði í Viðskipta­smiðjunni á hverju ári. Námskeiðin eru byggð á Klak-módelinu og snúast um að byggja upp trúverðugt teymi sem b ­ yggir á sköpunar-, greiningar- og samskipta­ hæfi, verðmætri viðskiptahugmynd þar sem ­framboðið tekur mið af aðstæðum og markaði og fyrirtæki sem er verkvangur þar sem auðlindir, skipulag og stefna vinna ­saman.

Umsagnir nemenda:

Ávinningur:

Námskeið:

„Viðskiptasmiðjan gaf mér stuðning, ­virðingu, öryggi, tæki og tól til þess að rjúka af stað og láta draum minn verða að veruleika.” Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, framkvæmdafélag listamanna ehf.


Á mánaðarfresti er einskonar stöðutaka þar sem frumkvöðlar kynna fyrir panel verkefni sem endur­spegla framvindu fyrirtækisins. Í panel eru sérfræðingar frá Viðskiptasmiðjunni og fjár­festar. Þessi stöðuverkefni geta farið eftir eðli fyrirtækja og stöðu í vaxtarferlinu. Í megindráttum eru v­ örð­urnar fjórar í þróunarferlinu: H ­ ugmyndasköpun, verktækni­sköpun, raunsköpun og markaðssköpun.

Umsagnir nemenda:

Ávinningur:

Áfangavörður:

Viðskiptasmiðjan hefur hjálpað mér að stíga út úr þægindarammanum, horfast í augu við og takast á við þau krefjandi verkefni sem fylgja stofnun á eigin fyrirtæki. Viðskiptasmiðjan hefur gefið mér nauð­ synlega þekkingu og færni til að breyta hugmynd í fyrirtæki á réttum forsendum og á mun styttri tíma. Þetta er þekking og færni sem felur í sér að vita hvað þarf að vera til staðar til að fyrirtækið gangi upp, þjálfun í hvað á að segja og hvenær, uppbygging fjárfestakynningar, gerð viðskiptaáætlunar, lykilatriði um markaðsmál, fjármál, stjórnun, stefnumótun og teymisvinna svo dæmi séu nefnd. Með faglegum stuðningi og hagnýtri kennslu og ráðgjöf hefur Viðskiptasmiðja Klaksins hjálpað mér að komast af stað með draumaverkefnið. Ég get því hiklaust mælt með Viðskiptasmiðjunni fyrir fólk sem er alvara um að fara af stað með hugmynd. Anna Lára Steingrímsdóttir stofnandi ArcticCare.


Á hvorri önn er boðið upp á níu n ­ ámskeið en jafnframt eru málstofur og vinnustofur. Hvert námskeið er 3 einingar. Lokaverkefni á hvorri önn er 6 einingar. Kennsla fer fram mánudaga til ­fimmtudaga kl. 17:00-20:00 Tengslanet: Klakabar, Seed Forum ­Iceland, ­Nýsköpunarhádegi og aðrir t­ engslanetsviðburðir.

Umsagnir nemenda:

Skipulag náms

Viðskiptasmiðjan er tvær námsannir.

„Ég á erfitt með að lýsa því með orðum hvað Viðskiptasmiðja Klaksins hefur gert mikið fyrir mig og mitt fyrirtæki. Ef þú ert með viðskiptahugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd en átt erfitt með að stíga fyrsta skrefið, þá er Viðskipta­ smiðjan besta fjárfestingin fyrir þig. Ég hef fengið ómetanlega leiðsögn og innblástur frá fagaðilum innan Klaksins og kynnst fullt af hæfileikaríkum frumkvöðlum sem hafa ekki sparað að veita hjálp og leiðsögn. Klakið  er framtíð frumkvöðlanna.“ Ragnheiður Friðriksdóttir, stofnandi Reykjavík Concierge

Vísindaferðir: Stefnt er að því að fara í h ­ eimsóknir til erlendra frumkvöðla á hverju misseri.

Hraðbraut nýrra tækifæra


kvöðla og stjórnendur fyrirtækja til að móta verðmæta viðskiptahugmynd, skapa trú­verðugt teymi og framtíðarsýn fyrirtækis sem miðar að vexti og árangri. ­Viðskiptasmiðjan er hönnuð fyrir fyrirtæki sem eru í rekstri en vilja efla eða umbreyta rekstrinum og frumkvöðla sem eru að móta viðskiptahugmynd sína eða þróa fyrirtækið. Ráðgjöf og tengslanet – Fjöldi sérfræðinga í uppbyggingu fyrirtækja og nýsköpun hjálpa frumkvöðlum og stjórnendum að móta verðmæta viðskiptahugmynd, skipuleggja rekstur og móta framtíðarsýn.

Umsagnir nemenda:

Skipulag náms

Viðskiptasmiðjan er farvegur fyrir frum-

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig í nám hjá Viðskiptasmiðju Klaksins í byrjun árs 2011. Í Klakinu er byggt á nýjustu þekkingu og mikilli reynslu á hvernig gera á hugmynd að veruleika. Hluti námsins byggist á teymisvinnu þar sem nemendur fá umræðu frá öðrum nem­ endum um sína eigin viðskiptahugmynd og taka þátt í þróun annarra hugmynda sem er mjög gefandi og lærdómsríkt. Þá eru áfanga­skýrslur nemandans metnar af fagaðilum skólans og ­greindar sem er mikils virði fyrir framþróun hugmyndarinnar. Ég er þakklát fyrir Klakið, tel það vera mjög mikilvægan vettvang fyrir ­nýsköpun nýrra sem og starfandi fyrirtækja í samfélagi okkar í dag. Ég hvet alla sem eiga sér draum en hafa ekki náð að sjá hann verða að veruleika að verða hluti af Klakteyminu og láta drauminn rætast.“ Katrín H. Árnadóttir, frumkvöðull


Skipulag náms

Þekking og færni – Stjórnendur fyrirtækja hafa aðgang að námskeiðum sem eru ­hönnuð með það í huga að byggja upp teymi fyrirtækja, þróa viðskiptamódel og efla stefnu­mótun fyrirtækis. Ferli til vaxtar og árangurs – Fyrirtæki fara í gegnum vaxtar­ferli Viðskiptasmiðjunnar á einu ári með það að leiðarljósi að búa til árangursríkt sprotafyrirtæki. Viðskiptasmiðjan – Hraðbraut nýrra fyrir­tækja var sett á laggirnar árið 2008 í ­samstarfi við Háskólann í Reykja­vík með það að leiðarljósi að efla ­nýsköpun og fjölga sprotafyrirtækjum á Íslandi. H ­ ugmyndafræðin ­byggist að ­miklu leyti á stefnumótunar-, nýsköpunar- og ­frumkvöðlafræðum. Markmiðið er að hjálpa frumkvöðlum að skapa og móta viðskiptahugmynd, að b ­ yggja upp trúverðugt teymi og að koma á fót og skipuleggja fyrirtæki. Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur þróað og p ­ rófað h ­ ugmyndafræði Viðskipta­smiðjunnar. Þessi hugmyndafræði hefur verið einfölduð í svokölluðu Klak-módeli.


Umsagnir kennara:

„Ég hlakka alltaf til að kenna í Viðskiptasmiðjunni því þar er bæði mjög skemmtilegt og skapandi fólk en hitt er ekki minna mál fyrir mig að um leið og ég skynja þann kraft og áhuga sem ­einkennir þetta f­rumkvöðlastarf þá finnst mér ég vera að gera e ­ itthvað gagn sem kennari, ég get hjálpað fyrirtækjum á fyrstu stigum við að styrkja sig og ­byggja upp fyrir framtíðina. Árangurinn sem ég sé þegar fyrirtækin og eigendur þeirra ná þeim á flug er betri umbun fyrir mig sem kennara en nokkuð a­ nnað, ég myndi næstum því gera þetta frítt, bara fyrir ánægjuna og til að mitt framlag sem kennara nýtist í samstarfi við þetta frábæra fólk til gagns fyrir þá sjálfa og þjóðarbúið.“ Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst

„Það að vera frumkvöðull getur verið snúið starf og krefjandi. Áskoranirnar eru margar, tækifærin endalaus og möguleikarnir alls staðar en það í sjálfu sér er ekki nóg.  Það er lítið mál að gera afdrifarík mistök og taka rangar ákvarðanir sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir.  Í Viðskiptasmiðjunni er stutt við bakið á frumkvöðlum með því að skapa vettvang þar sem hlutir eru ræddir, fræðin eru kynnt, aðrir frumkvöðlar deila reynslu sinni og sérfræðingar rýna í málin og maður sem þekkir mann sem kemur til skjalanna.  Þetta er hræripottur fræða, viðskipta, ­peninga, draumóra, frumkvöðla, vísinda, uppfinninga, s­ káldskapar, árangurs og hugmynda. Í smiðju viðskiptanna er járnið hamrað og brauðið bakað. Þar ilmar af nýbökuðu brauði.“  Eyþór Eðvarðsson, Þekkingarmiðlun Ingrid Kuhlman, Þekkingarmiðlun

„Það er alltaf gaman að kenna í Viðskipta­ smiðjunni. Þar kemur ­saman fólk úr ýmsum áttum með mjög fjölbreyttan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á því að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri. ­Krafturinn og námsviljinn er gríðarlega mikill og það er gaman að sjá frumkvöðlana og viðskiptahugmyndir ­þeirra þróast eftir því sem líður á námið.  Í Viðskipta­ smiðjunni verða hugmyndir að veruleika!“ Bjarki A. Brynjarsson, H.F. Securities


Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands

„Viðskiptasmiðjan er praktísk - og það er það sem maður þarf þegar maður er að byggja upp fyrirtæki. Allt sem er gert og allt sem er unnið með er n ­ ýtanlegt beint inn í uppbygginguna á fyrirtækinu, sem verður lífvænlegra fyrir vikið. Svo er svo frábært að vera með hóp sem hefur metnað og ástríðu fyrir því sem það er að gera og þyrstir í allt sem þau geta náð í til að efla sig og fyrirtækið sitt. Rúsínan í ­pylsuendanum er óendanlega dýrmætt tengslanet sem, ef hlúð að, getur skipt sköpum í viðskiptalífnu.“ Þóranna K. Jónsdóttir, Markaðsmál á mannamáli

Hafðu samband

Umsagnir kennara:

„Það er bæði áskorun og gefandi að vinna með frumkvöðlum í Viðskipta­smiðjunni. Áskorun í k­ ennslunni vegna þess að nemendur eru með allan hugann við það sem gagnast og skilar þeim áfram í þróun ­viðskipta­hugmyndarinnar og gefandi vegna þess að h ­ ópurinn er fjölbreyttur og áhugaverður að vinna með.“

Upplýsingar í tölvupósti:

klak@klak.is Upplýsingar í síma:

490 1000 Verkefnastjóri:

María Þorgeirsdóttir

Sjö ástæður til að koma í Viðskiptasmiðjuna  

Sjö ástæður til að koma í Viðskiptasmiðju Klaksins til að efla fyrirtækið þitt!