Page 1

Tölvudeildin þín

FRÉTTABRÉF Tölublað #01 | 2014

NÝJAR ÁHERSLUR - BÆTT ÞJÓNUSTA Stöðug þróun

Í kjölfar stefnumótunar Þekkingar, sem staðið hefur yfir sl. mánuði, voru teknar ákvarðanir um breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Þær tóku formlega gildi mánaðamótin janúar/febrúar og verða að fullu innleiddar á næstu vikum. Markmið breytinganna er að tryggja áfram þann örugga vöxt sem félagið hefur notið síðustu ár og gera því kleift að mæta betur síauknum kröfum viðskiptavina og vaxandi samkeppni. Þekking fagnar 15 ára afmæli á árinu og hefur þjónusta félagsins verið í stöðugri þróun frá stofnun og félagið vaxið mikið síðustu ár. Fyrir öflugt þjónustufyrirtæki á síbreytilegum markaði upplýsingatækni er nauðsynlegt að endurskipuleggja þjónustuog vöruframboð reglulega til að viðhalda forskoti. Stærsta breytingin nú felst í því að stofnað er nýtt svið, lausnasvið, sem sameinar þjónustu sem áður var rekin undir sérlausna- og ráðgjafasviði og að hluta til rekstrarsviði. Undir nýtilkomið lausnasvið heyra öll verkefni tengd uppsetningum, þróun og ráðgjöf í tengslum við þau fjölmörgu kerfi sem Þekking þjónustar.

Markviss þjónusta

Eins og áður hefur komið fram þá fer Þekking í þessar breytingar með það að sjónarmiði auka þjónustu við viðskiptavini sína. Með þeim er leitast við að gera verkefni fyrirtækisins skilvirkari og línur milli mismunandi verkefnahópa skýrari. Segja má að hér sé verið að setja fram nýtt verklag sem tryggja muni enn betur það góða þjónustuferli sem viðskiptavinir þekkja. Styrkari stoðum er þannig rennt undir núverandi starfsemi Þekkingar, aukin áhersla lögð á þjónustuþætti og búið í haginn fyrir nýja.

Aukin áhersla á öryggismál

Oddur Hafsteinsson er öryggisstjóri Þekkingar og ber ábyrgð á innri öryggismálum félagsins. Þekking er með ISO 27001 vottun og hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á öryggi og faglega þjónustu. Í kjölfar breytinganna verður vægi öryggisráðgjafar aukið umtalsvert en öryggisstjóri mun leiða þá þjónustu

sem félagið veitir viðskiptavinum sínum í tengslum við öryggi upplýsingakerfa. Ásamt öryggisstjóra munu aðrar deildir heyra beint undir framkvæmdastjóra, en það eru annars vegar sölu- og markaðsmál, sem Sigurður Sæberg Þorsteinsson veitir forstöðu, og hins vegar fjármál, sem Bjarni Áskelsson stýrir.

Þjónustu Þekkingar verður skipt í tvö kjarnasvið:

REKSTUR

LAUSNIR

Þjónusta og dagleg verkefni fyrir viðskiptavini falla undir Rekstur. Innan þessa sviðs skiptast verkefni milli þjónustuvers, vettvangsþjónustu og kerfisreksturs.

Ráðgjöf, uppfærsla og uppsetning nýrra kerfa verður í höndum lausnasviðs. Lausnasviði verður skipt á milli kerfisþróunar og lausnaþróunar. Innan sviðsins verður enn fremur starfandi tæknistjóri félagsins sem leiðir þróun og vöxt nýrra lausna.

Ásmundur Agnarsson er forstöðumaður Reksturs

Rúnar Júlíusson er forstöðumaður Lausna.


Fréttabréf #01 | 2014

„HÝSUM ALLT HJÁ ÞEKKINGU” Húsasmiðjan, eitt af stærstu fyrirtækjum landsins, hefur um árabil nýtt þjónustu Þekkingar og úthýst öllum tölvukerfum sínum til þeirra. Fyrirkomulagið hefur reynst vel og hefur ýmsa kosti kosti umfram það að hafa tölvudeild innanhúss að sögn stjórnenda. Rætt er við Andra Thorstensen, deildarstjóra upplýsingatækni og Árna Stefánsson, forstjóra um samstarfið við Þekkingu. „Í raun gegnir Þekking að miklu leyti hlutverki tölvudeildar Húsasmiðjunnar,“ segir Andri Thorstensen, deildarstjóri upplýsingatækni Húsasmiðjunnar. „Þeir hýsa tölvukerfin okkar og þjónustuverið hjá þeim sinnir notendaþjónustu, s.s. þegar vandamál koma upp hjá notendum eða skipta þarf út búnaði. Þeir veita okkur einnig margþætta ráðgjöf varðandi öryggis- og leyfismál, kaup á búnaði og um aðra tölvutengda þjónustu.“ Þeir segja fyrirkomulagið hafa reynst mjög vel og þó það sé skiljanlegt að sumir vilji síður úthýsa tölvudeildinni í heild þá sé annað borðleggjandi. „Það er t.d. erfitt að réttlæta það að vera með eigin vélarsal fyrir miðlægan búnað, enda mikill kostnaður sem fylgir því,“ segir Árni. „Með þessu móti fáum við einnig aðgang að mun víðtækari sérfræðiþekkingu en ef við værum með starfsmann í innanhúss kerfisrekstri.“ Andri tekur undir þetta og bætir við að fæst fyrirtæki þurfi mann í fullt starf til að sinna þessum málaflokki sem þýddi að viðkomandi þyrfti einnig að sinna almennri tækniþjónustu fyrir notendur og gæti þar af leiðandi ekki sérhæft sig eins mikið.

2

Andri bætir við að sá aðgangur sem þeir hafi að sérfræðingum Þekkingar geri það að verkumað þeir séu ekki eins háðir einstaka starfsmönnum. „Hjá Þekkingu leysir einn annan af ef farið er í frí, veikindi koma upp eða ef fólk hættir.“

Mikilvægt að nýta reynslu annarra

Annan stóran kost sem þeir nefna við samstarfið er ráðgjöf óháðra aðila sem reka og þekkja kerfi annarra viðskiptavina. Þekking hafi reynslu af mörgum mismunandi uppsetningum, t.a.m. hvað varðar vélbúnað, ýmsan hugbúnað og netmál. „Það er óþarfi að allir finni upp hjólið og alltaf gott að nýta reynslu annarra,“ segir Andri. Þeir leggja þó áherslu á að fyrirtæki verði í þessu eins og öðru að gæta þess að

verða ekki of háð einum þjónustuaðila og tryggja að einhver þekking haldist innanhúss. Almennir starfsmenn geti t.d. þurft aðstoð sem fellur ekki beint undir starfssvið tæknifólksins, s.s. að ná gögnum út úr kerfum eða einfaldlega almenna tölvuaðstoð. „En kostirnir eru fleiri en gallarnir,“ segir Árni. „Með þessu móti höfum við mun betri yfirsýn yfir kostnað og við náðum að hagræða töluvert með þessu móti. Mánaðarlegur kostnaður er nokkuð jafn og við fáum sundurliðun á kostnaði og tíma við hvert verk. Verkbeiðnakerfið tryggir einnig að hægt sé að fylgjast með því að verkefni séu kláruð vel og á réttum tíma.“

Samtvinnun verslunar og veflausna

Þegar þeir eru spurðir út það hvernig þeir telji að UT-umhverfið muni breytast og Þekking


Tölvudeildin þín

þróast á næstu misserum eru þeir sammála um að verslunarfyrirtæki mun líklega nýta sér vefinn í enn frekar mæli til að bæta þjónustu við viðskiptavini, og þá ekki síst með samtvinnun hefðbundinna verslana við vef- og mobilelausnir. „Mér finnst einnig líklegt að töluverðar breytingar verði á því hvernig við hugsum um tölvumál innan fyrirtækja,“ segir Andri. „Í stað þess að reka tölvudeildir sem sjá um allt sem viðkemur tölvumálum verður þekkingin dreifðari um fyrirtækið, það þarf að vera fólk á verslanasviði sem kann að nýta upplýsingatækni til að bæta þjónustu og auka sölu í verslunum, starfsfólk í birgðastjórnun og vöruhúsum verður sífellt meiri sérfræðingar í notkun á upplýsingatækni á sínu sviði, t.d. hvernig hægt sé að nota hana til að bæta ferla og þannig mætti lengi telja.“ Að lokum segist Árni telja líklegt að samhliða þessu muni úthýsing á tölvukerfunum sjálfum aukast. „Þessi starfsemi fellur utan kjarnastarfsemi flestra fyrirtækja og því skynsamlegt að úthýsa starfinu til sérhæfðra aðila.

Þekking

VIÐBURÐIR

Mikilvægur þáttur í starfi okkar er að miðla þekkingu. Við leggjum okkur því fram um að veita upplýsingar um allar þær vörur og þjónustu sem við bjóðum. Á næstu mánuðum munum við standa að eftirfarandi kynningum en nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðunni okkar, thekking.is

Microsoft Þekking fyrir þig

Kynningar á Microsoft lausnum · Office365 · SharePoint · System Center · Exchange · Lync

Veeam - afritun sýndarvéla Öryggismál í upplýsingatækni Fotoware

3


Fréttabréf #01 | 2014

ÁHUGAVERÐAR NÝJUNGAR RYÐJA SÉR TIL RÚMS Árleg ráðstefna Samtaka verslunarinnar í Bandaríkjunum (National Retail Federation) var haldin í New York í janúar. Á ráðstefnuna mættu um 30.000 manns og var hún sú fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Sæberg og Þorvaldur Finnbogason sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Þekkingar og kynntu sér helstu strauma og stefnur í verslunargeiranum. Þekking hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á þjónustu við verslanir og þjónustufyrirtæki og haslað sér völl á þeim markaði. Hefur félagið því lagt ríka áherslu á að fylgjast vel með þróun verslunar og þeim nýjungum sem fyrirtæki geta tileinkað sér til að bæta þjónustu sína við viðskiptavini. Þekking er hlutlaus aðili í þeim skilningi að félagið rekur ekki eigin lausnir, en hefur þess í stað átt gott samstarf við fjölmörg fyrirtæki sem þróa og selja lausnir til innlendra aðila. Gestir ráðstefnunnar sóttu fjölda áhugaverðra fyrirlestra, auk þess sem gríðarlega stór kynning var á helstu tækninýjungum í heimi verslunarreksturs í sölum ráðstefnusvæðisins. Ásamt því að sækja ráðstefnuna heimsóttu starfsmenn Þekkingar verslanir

4

á svæðinu og fengu kynningu á rekstri þeirra og uppbyggingu þjónustu við viðskiptavini.

Snjalltæki og samfélagsmiðlar Aukin áhersla á hvers kyns notkun snjalltækja, tenging vefsvæða og verslunarrýma og tenging verslunar við samfélagsmiðla, voru helstu áhersluþættir þeirra sem héldu fyrirlestra og voru með kynningar. Áhugavert var að sjá hversu langt mörg fyrirtæki vestan hafs eru komin í því að nýta upplýsingatæknina innan hefðbundinna verslunarrýma. Ráðgjafar Þekkingar eru til taks fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og geta veitt aðstoð við val á lausnum fyrir alla, frá smæstu aðilum til stærstu verslanakeðja landsins. Hægt er að senda póst á netfangið sala@thekking.is og óska eftir ráðgjöf í tengslum við rekstur og uppbyggingu verslana- og þjónustukerfa. Þekking


Tölvudeildin þín

ER ÞITT FYRIRTÆKI SNJALLT? Öllum er ljóst að snjalltækjaeign hefur aukist hratt síðastliðin ár. Vart fyrirfinnst í dag það heimili sem ekki telur að minnsta kosti eitt slíkt tæki, hvort sem um ræðir símtæki eða spjaldtölvur. Snjalltækjabyltingin hefur að sjálfsögðu teygt anga sína inn í fyrirtæki og stofnanir landsins og er þar jöfnum höndum um að ræða notkun á tækjum í eigu fyrirtækis eða eigin tæki starfsmanna. Sérfræðingar Þekkingar hafa tekið að sér fjölmörg verkefni í tengslum við snjalltæki. Unnið hefur verið með stofnunum, fyrirtækjum og sveitarfélögum að því að skoða heppilegustu lausnir fyrir notkun slíkra tækja og Þekking veitt ráðgjöf við val á hug- og vélbúnaði. Ákvörðun um innleiðingu snjalltækja kann að hljóma einföld, en án góðrar þarfagreiningar kann innleiðingin að skapa fleiri vandamál en lausnir.

AUKIN ÁHERSLA Á MICROSOFT RÁÐGJÖF Sindri Skúlason hefur verið ráðinn vörustjóri Microsoft lausna hjá Þekkingu hf.

Sindri hefur undanfarin sex ár starfað sem sérfræðingur á sviði leyfisráðgjafar hjá Microsoft á Íslandi og verið samstarfsaðilum og viðskiptavinum innan handar varðandi hugbúnaðarráðgjöf. Sindri á að baki tæplega 20 ára starf í upplýsingatæknigeiranum og því góð viðbót við ráðgjafateymi Þekkingar.

Með réttu vali á lausnum og tækjum geta snjalltæki verið frábær vinnutæki sem gera starfsmönnum kleift að sinna starfi sínu hvar og hvenær sem er. Þekking hefur á að skipa færum ráðgjöfum sem hafa góða þekkingu á snjalltækjum, hvort sem um ræðir Windows, Android eða iOS stýrikerfin. Markmið Þekkingar er að tryggja fyrirtækjum hagræði af notkun snjalltækja ásamt því að draga ekki úr öryggi upplýsingakerfa. Ef fyrirtæki þitt er að velta fyrir sér notkun snjalltækja hvetjum við þig til að hafa samband við ráðgjafa Þekkingar og fá innsýn inn í þá fjölmörgu möguleika sem slík tæki bjóða auk aðstoðar við uppbyggingu öryggis upplýsingakerfa í kjölfar breytinga.

Meiri áhersla á Microsoft

Microsoft hugbúnaðarráðgjöf hefur verið vaxandi þáttur í þjónustu Þekkingar og erum við nú meðal stærstu aðila á þeim markaði hérlendis. Við höfum unnið með ýmsum fyrirtækjum og stofnunum síðustu ár og mætti þar m.a. nefna Akureyrarbæ, Garðabæ, Jarðboranir og Húsasmiðjuna. Starfsmenn Þekkingar hafa einnig sótt sér prófgráður á sviði Microsoft ráðgjafar og eru í dag þrír vottaðir Microsoft ráðgjafar starfandi hjá fyrirtækinu. Við hjá Þekkingu bjóðum öfluga rekstrarráðgjöf fyrir hvers konar rekstareiningar, sem felst m.a. í því að ráðgjafar okkar heimsækja viðskiptavini og fara yfir málin á stuttum greiningarfundi. Þar er farið yfir upplýsingakerfi fyrirtækisins, auk hugbúnaðar- og vélbúnaðareign. Þarfagreining er unnin og ráðleggingar varðandi möguleika í leyfsimálum veittar. Sé þess óskað er gert tilboð í endurnýjun og/eða leyfiskaup. Söluráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar í síma 460-3100 eða með tölvupósti á sala@thekking.is

Þekking

5


Fréttabréf #01 | 2014

„ÁHERSLA Á UPPLÝSINGAÖRYGGI STÝRÐI VALINU” Netorka er þjónustufyrirtæki sem tekur við öllum raforkusölumælingum á Íslandi frá dreifiveitum sem sjá um dreifingu rafmagns og miðlar milli orkufyrirtækja. Fyrirtækið sér einnig um ýmsar spár og útreikninga sem hjálpa raforkusölum að meta raforkuþörf viðskiptavina sinna. Netorka rekur líka miðlægt skeytakerfi sem heldur utan um samskipti þegar aðili flytur sig milli raforkusala. Þar sem þetta eru viðkvæmar upplýsingar var innleiddur staðall, ISO 27001, til þess að tryggja áreiðanlegt og skilgreint verklag. Fyrsta úttekt kerfisins var árið 2010 og hefur fyrirtækið verið endurvottað þrisvar sinnum eftir það. Torfi H. Leifsson, framkvæmdastjóri Netorku Þekking sér um hýsingu á tölvukerfum Netorku og tæknilegan rekstur, ásamt fjarskiptakerfi sem tengir miðlægt þeirra kerfi við orkufyrirtækin. Þekking varð ekki síst fyrir valinu vegna áherslu þeirra á ISO 27001 staðalinn um stjórnkerfi upplýsingaöryggis.

Betri yfirsýn yfir kostnað

„Með því að setja kerfin í hýsingu hjá Þekkingu losnuðum við undan því að kaupa dýran vélbúnað og byggja tölvurými með tilheyrandi kostnaði og þurftum ekki að ráða starfsmann sem sérhæfði sig í rekstri og uppsetningu vélbúnaðar og stýrikerfa,“ segir Torfi H. Leifsson, framkvæmdastjóri Netorku. „Við fáum líka mjög góða yfirsýn yfir kostnað við þennan hluta rekstrarins með föstum mánaðarlegum greiðslum.“ Önnur ástæða sem Torfi nefnir er regluleg uppfærsla vélbúnaðar. Hann segir að á þeim átta árum sem kerfin hafi verið í rekstri hafi öflugri og afkastameiri vélbúnaði verið bætt við nokkrum sinnum án mikils aukakostnaðar. „Með samstarfinu við Þekkingu höfum við ekki aðeins aðgang að sérfræðiþekkingu þeirra heldur sleppum við undan eignarhaldi á vélbúnaði sem gengur hratt úr sér.“

6

Þekking


Tölvudeildin þín

Aðgangur að fjölbreyttri tækniþekkingu

Þetta fyrirkomulag hefur reynst Netorku mjög vel. Netorkukerfið er samsett úr nokkrum kerfum sem hvert um sig keyrir ofan á Oracle gagnagrunni og tengist öllum orkufyrirtækjunum í gegnum lokað fjarskiptanet. „Við þurfum því á fjölbreyttri tækniþekkingu að halda til að reksturinn gangi snurðulaust fyrir sig. Þessari þekkingu er mjög erfitt og dýrt að viðhalda hjá litlu fyrirtæki eins og Netorku og því teljum við okkur hafa sparað umtalsverðar fjárhæðir með því að haga

uppsetningunni og rekstrinum á þennan hátt.“ Þá vill Torfi einnig nefna mikilvægan þátt sem snýr að hugbúnaðarbreytingum og kerfisuppfærslum. Þá er sérstakt prófunarumhverfi notað sem hýsir afrit kerfa og fjarskiptaeininga sem eru í rekstri hjá Þekkingu. Prófunarumhverfið er mjög auðvelt að setja upp og taka niður eftir þörfum og því þarf ekki að viðhalda dýrum vélbúnaði sem notaður er í prófanir. „Eini gallinn á samstarfinu sem hægt er að tala um er að tæknimennirnir eru ekki staðnum, en það hefur samt nánast engin áhrif haft á þá þjónustu sem við höfum þurft á að halda,“ segir Torfi. „Samskiptin hafa alltaf verið á léttum og þægilegum nótum og þjónustan góð.“ Þegar Torfi er spurður út í það hvernig hann telji að UT umhverfið muni þróast á næstu árum og hvaða áhrif það muni hafa á starfsemi Netorku svarar hann því til að tryggja þurfi að örum breytingum á vél- og hugbúnaði sé hægt að fylgja eftir á einfaldan og ódýran hátt. „Besta leiðin til þess er að láta aðila sem sérhæfa sig í rekstri tölvukerfa sjá um þann hluta rekstrarins. Með því er hægt að setja ný verkefni, sem krefjast viðbótar vélbúnar og uppsetningar í gang án mikillar fjárfestingar og þannig lágmarka kostnaðaráhættuna.“ Þekking

WINDOWS XP Á ENDA LÍFDAGA Eftir 12 ár er kveðjustundin runnin upp. Microsoft hættir formlega stuðningi við Windows XP stýrikerfið þann 8. apríl á þessu ári. Eftir þennan tíma verður engan tæknilegan stuðning að fá, engar sjálfvirkar uppfærslur, öryggisuppfærslur eða vírusvarnir sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi útstöðva. Það er því mikilvægt fyrir alla sem enn eru með Windows XP í umhverfi sínu að uppfæra í nýrri útgáfu sem fyrst til að fyrirbyggja vandamál í rekstri. Kveðjustundin verður ljúfsár hjá sumum, en það er þó huggun harmi gegn að oft getur vélbúnaður sem áður keyrði Windows XP öðlast nýtt líf með uppfærslu í nýjustu útgáfu Windows. Það hefur margt gerst á 12 árum og nýjasta stýrikerfið frá Microsoft, Windows 8.1, er nútímalegra, hraðvirkara

og mun öruggara en fyrri stýrikerfi. Það er því um að gera að taka skrefið yfir í nútíðina og njóta alls þess sem Windows 8.1 hefur upp á að bjóða. Hjá okkur starfar hópur hópur sérfræðinga sem getur aðstoðað þig við að taka út umhverfið og meta hvað þarf að gera til að uppfærslan úr Windows XP gangi hratt og vel fyrir sig. Meðal þess sem við skoðum er hvort uppfæra þurfi vélar eða skipta þeim út og hvaða hugbúnaðarleyfi þarf til. Hafðu samband við okkur ef þú þarft að uppfæra úr Windows XP.

7


Fréttabréf #01 | 2014

NÝTT STARFSFÓLK @thekking.is Hallur Gunnarsson

Ingi Davíð Ragnarsson

og hlökkum til farsæls samsarfs á

Hallur starfar á lausnasviði Þekkingar þar sem hann sinnir viðskiptaþróun og sérverkefnum. Hann er menntaður tölvunarfræðingur frá HA og starfaði á sölu og markaðssviði Þekkingar fram til ársins 2011. Hann hefur síðustu ár sinnt ýmsum verkefnum á sviði upplýsingatækni hjá CAFF á Akureyri.

Kristinn Geir Gunnarsson

Sindri Skúlason

Þorvaldur Finnbogason

Fyrirtæki er aðeins eins gott og fólkið sem hjá því starfar. Við bjóðum því

nýja starfsmenn, sem bætast í þann góða hóp sem fyrir er, velkomna komandi misserum.

Kristinn Geir, kallaður Geiri, er nýr starfsmaður á rekstrarsviði Þekkingar. Hann starfaði síðast sem kerfisstjóri hjá Marorku en hefur einnig sinnt því starfi hjá hjá Capacent og Sendiráði Bandaríkjanna. Geiri hefur lokið þó nokkrum Microsoft gráðum ásamt diplomanámi í forritun.

Ábyrgðarmaður: Sigurður Sæberg Þorsteinsson Ritstjóri: Íris Sigtryggsdóttir Texti: Bergþóra Guðjónsdóttir Hönnun: Vinnustofan Myndir: Anton Brink ofl.

8

Sindri hefur hafið störf á markaðsog sölussviði Þekkingar sem vörustjóri Microsoft lausna. Hann hefur undanfarin sjö ár starfað sem viðskiptastjóri hjá Microsoft á Íslandi og þar áður hjá Nýherja og EJS og því með langa og góða reynslu á þessu sviði.

Ingi Davíð hóf nýlega störf á rekstrarsviði Þekkingar og mun aðallega sinna rekstri verslunarkerfa. Ingi Davíð hefur frá árinu 2009 starfað sem sérfræðingur á afgreiðslukerfasviði DK hugbúnaðar.

Þorvaldur, eða Valdi eins og hann er yfirleitt kallaður, hóf nýverið störf hjá Þekkingu. Hann er titlaður viðskiptastjóri og sér um að sinna stærri viðskiptavinum okkar. Valdi hefur áður starfað hjá Opnum Kerfum, Teris og Nýherja og hefur því áratuga reynslu af viðskiptastjórnun, rekstrarlausnum og ráðgjöf.

URÐARHVARF 6, 203 KÓPAVOGUR HAFNARSTRÆTI 93-95, 600 AKUREYRI sími 460 3100 thekking.is

Þekking

Fréttabréf Þekkingar mars 2014  

Fréttir úr starfi og umhverfi Þekkingar.

Fréttabréf Þekkingar mars 2014  

Fréttir úr starfi og umhverfi Þekkingar.

Advertisement