Page 1

4 tbl. 2011

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

ENGLAR

12 hlutir sem þú ættir að vita

FARA RAUNVÍSINDI OG TRÚ SAMAN?

Nóbelsverðlaunahafar láta í sér heyra

KRAFTAVERK

Aðeins tveggja hluta er þörf


4 tbl. 2011

Á P ER S Ó N U LE G U N Ó T U N U M Sumt ólíklegt fólk hefur athyglisvert innsæi. Ég hef sérstaklega í huga rómverskan herforingja sem bað Jesú um að lækna þjón sinn. „Ég er ekki verður þess að þú gangir undir þak mitt,“ sagði hundraðshöfðinginn við Jesú, „mæl þú aðeins eitt orð og mun sveinninn heill verða. Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn: 'Far þú' og hann fer og við annan 'Kom þú' og hann kemur og við þjón minn 'Gjör þetta' og hann gjörir það.“ – Og hundraðshöfðinginn fékk það sem hann bað um: þjónn hans læknaðist undir eins, án þess að Jesús þyrfti að fara og sinna því persónulega.1 Jesús varð forviða á trúarstyrk hundraðshöfðingjans og ég er forviða á skilningi hans. Hann gerði sér ljósan hlut sem fáir gera sér ljóst: Guð útdeilir til annarra. Hundraðshöfðinginn fékk skipun frá öðrum hærra settum. Jesús fékk fyrirmæli frá sínum himneska föður. Hundraðshöfðinginn hafði menn lægra setta til þess að framkvæma skipanir sínar; Jesús hafði (og hefur enn) aðra á hinu andlega sviði til að framkvæma skipanir sínar. Ef Guð er óendanlega vitur, margreyndur og voldugastur allra, hvers vegna framkvæmir Hann ekki allt sjálfur? Væri það ekki skjótara og einfaldara og gæfi betri árangur? Ef til vill en það færi gegn eðli Guðs og fyrirætlan Hans. Guð er hvorki einfari né einvaldur. Hann gerði sköpun sína fjölbreytta og víxlverandi, sumt efnislegt og sumt andlegt. Hann kom líka á fót lögum um eðlisfræði og kom á fót náttúrulögmálum til þess að stýra efnislega sviðinu og fékk öðrum völd og gerði valdaþrep á hinu andlega sviði. Síðan setti Hann okkur í miðið. Enskur ritstjóri Raunvísindin hafa leitt í ljós mörg leyndarmál efnisheimsins Íslenskur ritstjóri en fyrirkomulag hlutanna í andlega heiminum er enn mjög leyndardómsfullt. Guð hefur þó veitt okkur vísbendingar í Biblíunni Umbrot og útlit og það er hrífandi að rannsaka þær. Framleiðsla Keith Phillips Fyrir Tengsl 1. Sjá Matteus 8:5–13 2

Íslensk Framleiðsla www.arorautgafan.com info@arorautgafan.com

Keith Phillips Guðbjörg Sigurðardóttir Yoko Matsuoka Jessie Richards Andrew Fortune Öll réttindi áskilin. © 2011 Áróraútgáfan


EITTHVAÐ ÚR

ENGU

Eftir Curtis Peter Van Gorder

Þegar við heimsóttum pabba á 85 ára afmælinu hans, horfðum við á nokkrar gamlar fjölskyldukvikmyndir. Það var skemmtilegt að sjá bróður minn eins árs gamlan, skríðandi um leikandi sér að hvolpum og étandi úr matarskál hundsins. Að hugsa sér að þetta sæta, litla barn myndi vaxa úr grasi og verða virtur háskólaprófessor og fyrirlestrahaldari sem færi um allan heim! Það leiddi huga minn að því hvernig Guð býr til sérstaka einstaklinga úr venjulegu fólki. Við komum í heiminn nakin og hjálparvana og Guð umbreytir okkur í þá einstæðu einstaklinga sem við erum gegnum reynslu okkar og val. Sagt hefur verið að Guð hafi ánægju af að búa til eitthvað úr engu og ég trúi því. Reyndar trúi ég að Hann hafði búið til allt úr engu. Efasemdarmenn spyrja: Hvernig er hægt að búa til alheiminn 1. James Perloff, Tornado in a Junkyard (Arlington, Mass: Refuge Books, 1999), 29. 2. Paul Davies, The Edge of Infinity (New York: Simon and Schuster, 1981), 161.

úr engu? Raunvísindalög segja að ekkert sé hægt að búa til eða eyðileggja úr engu – aðeins er hægt að koma hlutunum fyrir á annan hátt. Þú verður að hafa eitthvað fyrst. Ef til vill má finna skýrasta og afdráttarlausasta svarið við þeirri röksemdarfærslu í bókinni Tornado in a Junkyard eftir James Perloff.1 Sú kenning um uppruna alheimsins sem nýtur mests stuðnings segir að á einum tímapunkti var allur massi og kraftur samanþjappaður í örlitlu „alheimseggi“. Síðan sprakk eggið og myndaði alheiminn í Mikla hvelli… En Mikli hvellurinn sjálfur brýtur í bága við náttúrulögmálið. Lögmál í eðlisfræði heldur því fram að efni og orku er hvorki hægt að skapa né eyða. Þetta er fyrsta lögmál varmaaflfræði, lögmálið um varðveislu kraftsins. Eins og hinn þekkti eðlisfræðingur Paul Davies ritaði í bók sinni The Edge of Infinity „stendur Mikli hvellur fyrir skyndilegri

útvíkkun og það er ógilding eðlisfræðilögmálsins, þar sem eitthvað varð til úr engu. Hann er sannkallað kraftaverk.“2 Ef maður tekur til greina að þetta sé atburður handan náttúrulögmálsins – „sannkallað kraftaverk“ eins og Davies segir – þá er það órökrétt að gera ekki ráð fyrir öðrum atburðum af svipuðum toga eins og sköpun heimsins fyrir tilverknað Guðs. Ef fyrir hendi var „alheims egg,“ hver kom því þá fyrir? Alheims hænuungi? Vísindamenn hafa alltaf verið sammála um að orsök liggi að baki hverri afleiðingu. Hvernig gat þá stórfelldasta afleiðing allra afleiðinga – sjálfur alheimurinn – átt sér stað án orsakar? Ég trúi að sú afleiðing hafi verið skipun Guðs. Guð talaði og–BÚMM– alheimurinn var skapaður. Curtis Peter van Gorder er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi. ■

3


FARA raunvísindi OG TRÚ SAMAN? —Nobelverðlaunahafar láta í sér heyra

„Í nútíma raunvísindum er það sífellt ljósara að alheimurinn er sérstaklega fínstilltur til að gera líf mannsins mögulegt. Við erum á einhvern gjörhyglislegan hátt hluti af tilgangi (Guðs). Starf okkar er að finna þennan tilgang eins og okkur er unnt, elska hvert annað og hjálpa Honum að fullkomna þetta verk sitt.“—Richard Smalley (1943–2005), hlaut nóbelsverðlaun 1996 í efnafræði fyrir uppgötvun holra mólekúla, þriðja grunnforms köfnunarefnis. Smalley er talinn faðir nanótækni. „Ef ég hefði ekki aðrar upplýsingar en fyrstu kafla 1.

Mósebókar, nokkra af Sálmunum og aðra kafla Ritningarinnar, hefði ég komist að ámóta niðurstöðu um uppruna alheimsins og vísindalegar staðreyndir gefa til kynna“—Arno Penzias (f. 1933), hlaut nóbelsverðlaunin 1978 í eðlisfræði fyrir uppgötvun á alheims bakgrunns geislun – mynstur sem eðlisfræðingar hafa túlkað á þá lund að alheimurinn sé skapaður úr engu. „Við vinnum bara með tækjunum sem Guð gaf okkur. Það er engin ástæða til þess að raunvísindi og trúarbrögð fari í gagnstæðar áttir. Hvortteggja hefur sama uppruna, eina uppruna sannleikans

- Skaparann.“—Joseph Murray (f. 1919), hlaut nóbelsverðlaun 1990 í læknisfræði og lífeðlisfræði fyrir brautryðjandastarf í transplantologíu. „Uppgötvun í raunvísindum er líka uppgötvun í trúfræði. Það er enginn árekstur milli raunvísinda og trúarbragða. Þekking okkar á Guði stækkar með hverri uppgötvun sem við gerum um heiminn.“ —Joseph H. Taylor (f. 1941), hlaut nóbelsverðlaun 1993 í eðlisfræði fyrir uppgötvun á fyrstu tvenndar tifstjörnunni. „Þegar maður stendur frammi fyrir undrum lífsins og alheimsins, verður maður að

spyrja hvers vegna einu mögulegu svörin eru trúarleg… ég finn þörf fyrir Guð í alheiminum og í mínu eigin líf.“—Arthur L. Schawlow (1921–1999); deildi með öðrum nóbelsverðlaunum 1981 í eðlisfræði fyrir þróun leiser litrófsfræði. „Svo margir samstarfsmanna minna eru kristnir að ég get ekki gengið gegnum samfélagssal kirkjunnar án þess að hnjóta um tylft eðilsfræðinga“— William D. Phillips (f. 1948), hlaut nóbelsverðlaunin 1997 í eðlisfræði fyrir að nota leisergeisla til að mynda hitastig sem er gráðubroti yfir al lægsta hitastig. ■

„Ég rek aðeins línur sem flæða frá Guði.“—Albert Einstein (1879–1955), fékk nóbelsverðlaunin 1921 í eðlisfræði fyrir verk sín í fræðilegri eðlisfræði, einkum lögin um áhrif ljósrofunar. 4


Kraftaverk Eftir Virginia Brandt Berg

Til þess að kraftaverk geti átt sér stað þarf aðeins tvo þætti: Kraft Guðs og trú okkar. Hvenær sem trú auðmjúks trúmanns mætir krafti Guðs getur kraftaverk átt sér stað. Ekta trú leiðir til ekta kraftaverks. Trúin á að kraftaverk geti hent þig, hefst með trú á Biblíuna. Biblían er yfirskitvitleg bók. Hún hefur umbreytandi kraft. Lestu, rannsakaðu og drekktu hana í þig og trú þín mun vaxa. Hvers vegna virðist undarlegt að vænta þess að Guð geri kraftaverk nú á dögum sem svar við bænum? Hann getur ekki aðeins gert kraftaverk, en kraftaverk eru nauðsynleg til að ná þeim árangri sem Hann hefur lofað og til að ná öllu því sem Hann hefur áætlað fyrir okkur. Jesús sagði: „Sá sem trúir á mig mun einnig gjöra þau verk sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins“1 Hann sagði einnig að allt er mögulegt ef við höfum trú.2 Nú á dögum eru kristnir menn gæslumenn sama guðdómlega kraftsins sem fyrstu fylgjendur Jesú nýttu til að koma „allri heimsbyggðinni í uppnám.“3 Þessir auðmjúku menn og konur sem enginn hafði heyrt getið um, voru svo fullir trausti til þess að yfirnáttúrulegur kraftur Guðs væri á þeirra valdi að þau þorðu jafnvel að bjóða Rómarríkinu byrginn – og þau skóku það á undirstöðum þess. Ef kraftaverk eru fágætari nú á dögum er það ekki vegna þess að kraftur Guðs eða fyrirheiti hafi breyst, heldur vegna þess að færra fólk trúir á þessi fyrirheit. Ef þú vilt taka á móti orði Guðs, treysta því að Hann standi við þau fyrirheiti sem eru þar og gefa Honum tækifæri til að starfa, muntu sjá hluti gerast sem eru handan hins skilvitlega; þú munt sjá Guð vinna á hinu yfirskilvitlega sviði; þú munt sjá kraftaverk. Í Biblíunni stendur: „Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina til þess að Hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar sem eru heilshugar við Hann.“4 Þetta er jafn satt í dag og það var þegar það var ritað. Settu traust þitt á Hann. Heimtaðu fyrirheiti Hans með fullri tiltrú 1. Jóhannes 14:12

3. Postulasagan 17:6

2. Markús 9:23

4. 2 Krónikubók 16:9

– loforð eins og þetta: „Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni heldur framseldi Hann fyrir oss alla, hví skyldi Hann ekki líka gefa oss allt með Honum?“5 Kærleikur Guðs, kraftur og fyrirheit hafa ekki breyst. Guð er enn í hásæti Sínu og bænir breyta hlutum. Virginia Brandt Berg (1886–1968) trúboði og rithöfundur var móðir David Brandt Berg (1919–1994),

Ef kraftaverk eru fágætari nú á dögum er það ekki vegna þess að kraftur Guðs eða fyrirheit hafi breyst, heldur vegna þess að færra fólk trúir á þessi fyrirheit.

5. Rómverjabréf 8:32 5


KALL AST Á TREK KSPJ GEGNUM ÖLDI N

Efti

6

r Joy ce Su ttin

Sveitaheimili ömmu minnar og afa var prýtt gegnheilum eikargólfum og tréverki og það voru trekkspjöld í gólfunum sem hægt var að stilla svo að heita loftið barst eftir stokkum frá ofni í kjallara í hvert herbergjanna á 2. hæð. Okkur frænku minni þótti skemmtilegt að tala saman gegnum trekkspjöldin. „Ertu þarna,“ spurði önnur okkar í herbergi niðri. „Já, ég er hérna,“ svaraði hin á 2. hæð. „Hvernig líður þér þarna niðri?“ „Vel. Nú skulum við skipta um stað.“ Við bröltumst til þess að hafa staða skipti með gát til þess að forðast ömmu okkar sem minnti okkur á að hlaupa ekki í tröppunum og hætta að „flissa“ sem amma kallaði hlátur okkar. Þegar ég var að alast upp, sótti fjölskylda mín litla, óháða kirkju sem bannaði hluti

eins og að spila spil þar sem voru jókerar og ásar, dans og að konur klæddust buxum í kirkju, svo ekki sé minnst á að því er virtist endalausan lista af alvarlegri frávikum sem margar kirkjur aðhylltust og voru meira eða minna samkvæmt Ritningunum. En þegar ég komst í kynni við Alþjóðlegu fjölskylduna árið 1969, vissi ég að ég væri komin „heim.“ Loksins hafði ég fundið trúarbrögð sem skiptu mig máli og voru í samræmi við það sem ég trúði á djúpt í hjarta mínu, þótt þau væru ólík því sem ég hafði alist upp við. Það var ekki auðvelt að venjast halelúja- hrópum og tilbeiðslu með gítartónlist. Dag einn var mér mjög umhugað um að vita hvort það væri rétt af mér að taka trú

Fjölskyldunnar og lífsstíl og ég baðst fyrir í einlægni. Allt í einu var eins og ég væri komin á sveitaheimili ömmu minnar og afa. Í þetta skipti var það afi minn sem var látinn fyrir löngu, sem var uppi og talaði við mig gegnum trekkspjöldin. Um það bil svona var samtal okkar: „Sæl elskan, er allt í lagi með þig?“ „Já, afi, ert þetta raunverulega þú? Mér líður vel en það er eitt sem ég þarf að fá að vita. Er rétt hjá mér að þjóna Guði á þennan hátt? Á ég að vera að gera þetta?“ „Ja, hvað finnst þér?“ „Ég tel það vera rétt en ég ólst upp við það að syngja sálma í kirkju en ekki syngja söngva um Jesú fyrir ókunnuga í almenningsgörðum. Þetta er allt svo ólíkt því!“


SÍMHRINGINGIN Eftir Clara Dunnow

Laurita var aðeins búin að vera heima í nokkrar mínútur eftir að hafa heimsótt mig þegar hún gerði sér ljóst að hana skorti brauð fyrir kvöldmatinn. Hún greip

bíllyklana og lagði af stað til búðarinnar en þegar hún var í þann veginn að loka dyrunum að baki sér, heyrði hún símann hringja inni í húsinu og fór aftur inn til þess að svara. Á sama tíma hringdi minn heimilissími. Hann var í öðru herbergi svo hann hringdi nokkrum sinnum áður en

„Vera má að það sé ólíkt því sem þér var kennt en þú ert samt að tilbiðja sama Jesú. Þegar þú biður ertu að biðja til sama Jesú og þegar þú lofsyngur Honum, þótt þú sért að syngja rokklög, ertu að segja Honum að þú elskir Hann.“ Þetta var ekki draumur. Ég var glaðvakandi úti í garði um hábjartan dag. Ég gat ekki séð afa en rödd hans var jafn skýr og raunveruleg í huga mér og rödd frænku minnar, þegar við vorum börn að tala í gegnum trekkspjöldin. Þessi reynsla markaði tímamót og jók mér trú og fjörutíu árum síðar get

ég svaraði. Þegar ég sagði „halló“ sagði Laurita það sama. Það var löng þagnarstund á meðan við biðum báðar eftir að hin segði erindið. Ég hafði ekki hringt í hana, sagði ég og hún sagði að hún hefði heldur ekki hringt til mín. Ég spurði hana hvar hún væri og hún sagði mér að hún væri heima og að allt væri í lagi. Síðan lögðum við báðar á. Á því augnabliki heyrði Laurita læti utan af götu og fór út til að athuga hvað væri á seyði. Þegar hún kom að hliðinu sá hún að einhver hafði rekist í hlið bílsins sem hún hafði lagt fyrir framan húsið og nokkrir einstaklingar lágu slasaðir á götunni. Drukkinn ökumaður hafði rekist á bílinn hennar og slegist á nokkra vegfarendur. Það hafði allt gerst á fáum þeim fáu augnablikum sem

hún hafði verið að snúa við til þess að taka símann og tala við mig. Ég hafði ekki hringt til Lauritu og hún hafði ekki hringt í mig, þannig að hvernig gat síminn hringt hjá okkur báðum á sama tíma og tengt okkur? Hver sem það var sem hringdi hafði forðað henni frá hræðilegu slysi, því hún hefði verið að setjast inn í bílinn á þeirri stundu er drukkni ökumaðurinn ók á bílinn og fótgangendurna. Geturðu útskýrt það? Ég get það ekki en ég veit að kraftaverk verndaði hana. Hvaða röksemdarfærslu eða tæknilegu útskýringu sem einhver kann að reyna að koma með, þá er ég viss um að Guð notaði þessa símhringingu til þess að forða henni frá slysi. Ein manneskja sagði að þetta væri leyndardómsfullt, ég kalla það kraftaverk. Hvað segir þú að það sé? Clara Dunnow er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Argentína. ■

ég staðhæft án efa að afi hafðí rétt fyrir sér: Það sem skiptir máli er ekki hvernig við elskum Jesú, heldur að við elskum Jesú. Joyce Suttin er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum. ■ 7


SLÉTTUBÚAR Eftir David Brandt Berg

8

Spennið sætisbeltin! Við erum u.þ.b. að yfirgefa hið drungalega og hamlandi ríki sléttubúanna til þess að kafa inn í hið spennandi svið hins andlega heims! Komdu nú og stilltu inn á leyndardómsfulla vídd eilífs raunveruleika: skoðaðu lifandi heim eilífðarinnar fremur en deyjandi heim nútímans, ævarandi svið eilífðarinnar fremur en hið tímabundna rúm tímans, hina töfrandi vídd sem við fáum ekki séð í dauðlegum líkama okkar, heldur en jarðneskt plan sem er svo skammvinnt. Biblían segir okkur að leggja ást okkar á æðri hluti – himnaríki – ekki á jarðneska hluti, því það sem við sjáum varir aðeins stutt, en ósýnilegir hlutir eru eilífir. Frá upphafi alda hafa öll trúrækin guðs börn verið að leita að ósýnilegum heimi „borg sem hefur traustan grunn“ – eilífar undirstöður – „þeirrar sem Guð er smiður að og byggingarmeistari.“ Þau höfðu ekki hlotið allt sem Guð hafði heitið þeim en þau sáu þessi fyrirheit í hyllingum og þau héldu áfram að vera ókunnug og pílagrímar á jörðinni vegna þess að þau leituðu að betri himneskum lendum. Þess vegna fyrirverður Guð sig ekki fyrir að vera kallaður Guð þeirra og Hann hafði undirbúið einmitt slíkan stað fyrir þá, hina stórkostlegu himnesku borg, Nýju Jerúsalem, sem kemur niður frá himni til hvíldar á plánetunni Jörð. Þetta er von allra tíma: hinn eilífi heimur sem við munum dvelja með Guði í, heimur sem er ósýnilegur núna, hin himneska borg sem lýst er í síðustu tveimur köflum Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar köflum 21 og 22 og minnst er á hana nokkrum sinnum annars staðar í Ritningunum. Það er það sem við hlökkum öll til – ekki innantóm loforð, heldur bókstaflega himnaríki á jörðu. En ósýnilegt konungsríki Guðs er nú þegar starfandi og til staðar hér og nú! Það umlykur okkur ekki aðeins heldur er innra með okkur. Eins og Jesús sagði: „Guðs ríki er innra með yður.“ Ég held á undraverðu litlu korti, fallegri neðansjávarmynd af stórkostlegri og litríkri sköpun Guðs. Hið undarlega er að þegar ég lít á þetta


kort frá hlið sé ég aðeins tvær víddir, lengd og breidd. Ég er í landi sléttubúans sem getur aðeins skilið lítinn tveggja vídda heim sinn, þar sem engin dýpt fyrirfinnst. Hann getur ekki séð neitt annað. Ef ég væri sléttubúi myndi ég halda því fram að það væri enginn annar heimur um fram þessar tvær víddir mínar, bara vegna þess að ég gæti ekki séð hann. En þegar ég hreyfi mig í átt sem sléttubúinn veit ekki um, horfi niður á kortið ofan frá, er ég í stórkostlegum heimi því þetta er póstkort í þrívídd. Skyndilega virðist það hafa algerlega nýja vídd, dýpt. Ég virðist geta séð inn í myndina og séð nokkra hluti fyrir framan aðra. Reyr vex fyrir fram yndislegan rauðan kóral, fiskar synda þar á milli, smásteinóttur botninn hverfur í fjarska, jafnvel handan hinnar nýju þrívíddar sýnar minnar. Nú erum við komin í nýjan heim, handan sviðs aumingja sléttubúans sem getur bara séð tvær áttir ef hann gæti yfirhöfuð verið til og við erum að horfa í nýja átt sem opnar fyrir okkur heilan nýjan, fallegan heim sem við getum rannsakað. Fyrir sléttubúanum erum við eins og Guð, vera sem hann hefur engan skilning á. 1. Kólossubréf 3:2;

Við erum nú fyrir ofan lágt plan hans sem fólst í aðeins tveimur víddum og vegna þess að hann getur hvorki horft upp né niður erum við algerlega úr sjónmáli hans. Nema að við lútum niður að hans lága plani, getur hann alls ekki séð okkur og enn síður skilið nýja vídd okkar. Svo að hann geti séð okkur þurfum við að fara á sama plan og hann; þegar við förum minnstu ögn út fyrir plan hans, verðum við sannarlega „ósýnileg.“ Þriggja vídda heimur okkar hefur nánast ótakmarkað umfang, svo miklu stærri og meiri en hans heimur, svo hann getur ekki byrjað að skilja hann eða okkur. Okkar heimur er heill nýr heimur, stórkostlegur og mikilfenglegur en sléttubúar vita ekki einu sinni af tilvist hans, einfaldlega vegna þess að hann getur ekki séð hann. Jafnvel þótt hægt væri að sýna honum heiminn væri hann svo handan hins tvívíða skilnings hans að hann myndi líklega vera eins og gamli bóndinn sem sagði í fyrsta skipti sem hann sá gíraffa: „Svona hlutur er ekki til!“ Staðreynd málsins er sú að hinum kæra litla sléttubúa er illa við að viðurkenna í stolti sínu að nokkuð sé til handan hans sviðs. Auminginn! Hversu

takmörkuð er sýn hans, hversu þröngur vettvangur hans, hversu takmarkað er umfang starfrækslu hans! Fyrst hann kemst ekki neitt annað, er honum illa við að viðurkenna að það sé til nokkuð annað. Honum er einkum uppsigað við hvern þann sem heldur fram að hafa verið lyft inn í þennan annan heim og fengið að sjá í andrá það sem er handan hins litla yfirráðasvæðis hans. En það að hann trúir ekki á ríki sem hann getur ekki séð, gerir ekki það að verkum að það er ekki til!

2

Korintubréf 4:18 2. Hebreabréf 11:10 3. Hebreabréf 11:13–16; Opinberun Jóhannesar 21:2–3 4. Lúkas 17:21 9


Þannig er um þann mann sem Biblían kallar „manninn án anda“ sem neitar að trúa að hlutur eins og fimmta víddin, andaheimur, gæti mögulega verið til, einfaldlega vegna þess að hann getur ekki séð hann eða hefur ekki komið þangað. „Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því sem Guðs anda er, því honum er það heimska.“ Og síðan segir hann „svona hlutur er ekki til,“ einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki séð hann. Að láta sem allur hinn andlegi heimur sé ekki til er jafn fáránlegt og að segja: „Ég trúi ekki að New York eða London séu til vegna þess að ég hef ekki séð þær.“ Biblían er full af sönnum frásögnum og jákvæðum yfirlýsingum um tilvist þessarar fimmtu víddar, andaheiminn. Nokkrar ódauðlegar persónur Biblíunnar sem komu í andaheiminn við andlát sitt, komu jafnvel tilbaka til að greina okkur frá honum. Öðrum var lyft upp í ríki andans til þess að sjá það sem snöggvast eða sem sýn og margir fengu skilaboð frá því. Og sum okkar hafa jafnvel komið þangað! Ég hef það svo ég veit að það er til. Þú getur líka vitað það. Ef þú vilt sannarlega vita sannleikann, skaltu játa af auðmýkt takmörk þín og biðja Guð um að hjálpa þér að finna allan þennan nýja heim ef Hann kýs svo. Hvers vegna ekki að reyna? Hvað missirðu við það? ■

5. 1 Korintubréf 2:14

10

FÆ ÐS LU LE S T U R Andans orð Biblían er full af leiftursýnum inn í heim andans. Hér koma nokkur: Hjálpandi englar Mósebók 19:1–28 Jakob glímir við engil Mósebók 32:24–30 Her himnanna 2 Kings 6:8–23 Stríðsvagnar úr eldi 2 Konungabók, 2. kafli Konungshásæti Guðs Esekíel 10. kafli Skilaboðin berast í gegn Daníel 10. kafli Fundur Jesú með æðstu mönnum Matteus 17:1-9 Ferð Jóhannesar til andaheimsins Opinberun Jóhannesar 1:10-18 Himneska borgin séð í sýn Opinberun Jóhannesar 21; 22:1-5


PUNKTAR TIL UMHUGSUNAR

Andlegur Kraftur

Kraftur Guðs gerir hluti mögulega sem eru utan getu manna. Þessi kraftur Guðs getur birst á margan hátt: lækning fyrir kraftaverk; minnkun streitu og tilfinningalegs þrýstings; breyting á aðstæðum sem mannfólkið hefði ekki getað komið í kring; innsæi sem er hafið yfir jarðneska visku, þekkingu og reynslu; geta til að elska af fórnfýsi og skilyrðislaust eins og Guð elskar okkur; allt frá einföldum lausnum til beinna kraftaverka, allt kemur þetta fyrir utanaðkomandi kraft. Það er kraftur Guðs. • Það er stórkostlegur kraftur í kærleika Guðs. Hann fyrirgefur synd, umbreytir hjörtum, endurnýjar anda, endurreisir heilsu, gefur örvæntingarfullum von og þreyttum styrk og færir sólskin þangað sem myrkur er fyrir. 1. Matteus 21:21 2. Matteus 10:8

• Guð er almáttugur og allt er mögulegt þeim sem tengja sig við kraft Hans gegnum trú og bænir. Sá sem hefur trú á við mustarðsfræ getur kastað fjalli á haf út, læknað sjúka, vakið dauða til lífsins og fært örvæntingarfullum og þurfandi nýtt líf.2 • Haldið þið að milljónir manna hefðu trúað á bænir gegnum aldirnar ef þær hefðu ekki áhrif? Uppgötvið sjálf mátt bænarinnar. Hann er ekkert leyndarmál. • Guð þekkir hjarta hvers manns og innstu þarfir, tilfinningar og ótta og það er ávallt Hans að gefa hverjum einstaklingi einmitt það sem hann eða hana skortir. • Leyndardómur við andlegan kraft, sigur og árangur og eld, líf og ljós - leyndardóm við allt gott – er að finna í Orði Guðs! • Guð hefur ótakmarkaðan kraft en til þess að tengjast þeim krafti þarftu

rás, línu. Trú er eins og rafmagnsstrengur sem ber kraft Guðs frá upptökum til heimilistækisins. • Við höfum öll séð teiknimyndabækur og kvikmyndir eins og Ofurmennið þar sem fólk hefur yfirskilvitlega krafta. Þótt það byggi í efnislegum heimi, hafði það krafta sem gerði því kleift að bjóða takmörkunum hans byrginn og gerði hluti sem ekki var á valdi venjulegs fólks að gera. Þannig eru hlutir í andanum. Andi Guðs í ykkur veitir krafta til þess að brjótast út úr vandamálum og örvilnan í lífinu með því að færa ykkur hamingju, von, hugrekki og nýjan styrk sem er ósefandi og óstöðvandi. • Að hafa Guð með í ráðum í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, bætir alveg nýrri vídd við lífið. Það er eins og að stíga inn í nýjan heim, þar sem hlutir sem voru venjulegir verða sérstakir. ■ 11


Englar Eftir Samuel Keating

Minnst er nokkuð hundruð sinnum á engla í Biblíunni, bæði Gamla testamenti og Nýja testamenti, við ýmsar aðstæður og í ýmsum hlutverkum. Hér koma svör úr Biblíunni við algengustu spurningum sem bornar eru fram um engla. Hvað gera englar? Englar eru verndarar og bjargvættir. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og leyndardóma, tignir og völd. Allt er skapað fyrir Hann og til Hans.—Kólossubréfið 1:16 Englar hafa verið á sveimi frá því fyrir sköpun heimsins. …svaraði Drottinn Job…„hvar varst þú þegar ég grundvallaði jörðina? Þá er morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir guðssynir fögnuðu?“ —Job 38:1–7 Hvernig eru englar? Englar eru vitrir. „Orðs míns herra konungsins skulu vera mér til fróunar því að minn herra konungurinn líkist í því engli Guðs, að hann hlýðir á gott og illt.“ —2 Samúelsbók 14:17 [Erkiengillinn] Gabriel … sagði: „Daníel, nú er ég útgenginn til þess að veita þér glöggan skilning.“ —Daníel 9:21–22 Englar eru óteljandi. ...þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. —Daníel 7:10 …þér eruð komnir til Síonsfjalls og borgar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla. —Hebreabréf 12:22 Þá sá ég og heyrði raust margra engla sem stóðu hringinn í kringum hásætið og verurnar og öldungana og tala þeirra var tíuþúsundir tíuþúsunda og þúsundir þúsunda.—Opinberun Jóhannesar 5:11

12


Englar eru ódauðlegir. Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir. —Lúkas 20:36 Sumir englar hafa vængi. Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir.— Jesaja 6:2 Sumir englar birtast sem menn. Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.—Hebreabréf 13:2 1 Hvað gera englar? Englar eru verndarar og bjargvættir. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.— Sálmarnir 91:11 Guð minn sendi engil sinn og hann lokaði munni ljónanna, svo að þeir gjörðu mér ekkert mein.— Daníel 6:22 …svaf Pétur milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins. Allt í einu stóð engill Drottins hjá honum og ljós skein í klefanum. Laust hann á síðu Pétri, vakti hann og mælti: „Rís upp skjótt!“ Og fjötrarnir féllu af höndum hans. 1. Sjá einnig 1. Mósebók 18:1–2; 19:1–3; Daníel 10:18; Sakaría 2:1

Þá sagði engillinn við hann: „Gyrð þig og bind á þig skóna!“ Hann gjörði svo. Síðan sagði engillinn: „Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér!“ Hann gekk út og fylgdi honum… Þeir gengu nú fram hjá innri og ytri verðinum og komu að járnhliðinu sem farið er um til borgarinnar. Laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim. Þeir fóru út um það og gengu eitt stræti en þá hvarf engillinn allt í einu frá honum.—Postulasagan 12:6–10 Englar búa í haginn. Og sjá engillinn snart hann og mælti til hans: „Statt upp og et.“ Litaðist hann þá um og sá að eldbökuð kaka lá að höfði honum og vatnskrús.. —1 Konungabók 19:5–6 Englar eru sendiboðar Guðs. Engill Drottins birtist konunni og sagði við hana: „Sjá, þú ert óbyrja og hefir eigi barn alið en þú munt þunguð verða og son ala.“—Dómarabókin 13:3 En engillinn svaraði honum: „Ég er Gabriel sem stend frammi fyrir Guði, ég var sendur til að tala við þig og flytja þér þessa gleðifregn.“ —Lúkas 1:19 …en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir því sjá ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“— Lúkas 2:10–11

Englar berjast við djöfulinn og djöfla hans fyrir okkur. Því næst sagði (engillinn) við mig: „Óttast þú ekki, Daníel, því frá því að þú fyrst hneigðir hug þinn til að öðlast skilning og þú lítillættir þig fyrir Guði þínum, eru orð þín heyrð og ég er vegna orða þinna hingað kominn. En verndarengill Persaríkis stóð í móti mér tuttugu og einn dag en sjá, Míkael, einn af fremstu verndarenglunum, kom mér til hjálpar“—Daníel 10:12–13 Þá hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. Drekinn barðist og englar hans. —Opinberun Jóhannesar 12:7 Englar lofsyngja Guði og fagna verki Hans. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á!“—Lúkas 2:13–14 Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.—Hebreabréf 1:6 Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara sem gjörir iðrun.—Lúkas 15:10 Samuel Keatinger félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og er meðritstjóri að Tengslum. ■ 13


MJÓTT á MU NUM Eftir

Þegar við ókum í norður eftir mjóum mexíkóska þjóðveginum í átt að Monterray, slóst heitt loft gegnum opna gluggana. Þurr engi beggja vegna vegarins, mynduðu fallegar hrjóstrugar víðáttur, en þær voru aðeins rofnar af einstaka tré eða húsi. Steikjandi sumarhitinn og suðið í bílvélinni voru farin að hafa áhrif. Við sonur minn Shawn börðumst við að halda okkur vakandi. Fjórir félagar sem einnig voru sjálfboðaliðar í Alþjóðlegu fjölskyldunni sváfu nú þegar í aftursæti bifreiðarinnar. Fjarlægari hlutar þjóðvegarins í Mexíkó eru sérlega mjóir og þessi langi kafli hafði ekki lýsingu né vegrið sem gerði næturakstur enn hættulegri en við „eðlilegar aðstæður.“ Við kappkostuðum að ná til áfangastaðarins í björtu. Skyndilega þokaði hinn mikli hiti og raki fyrir áköfum þrumugný. Það kom fossandi úrhelli og lóðrétt rigningin lamdi framrúðuna og byrgði útsýnið. 14

M a rt

Á hræðilegu sekúndubroti rann bíllinn stjórnlaust til yfir á hinn vegarhelminginn. Shawn tók fast í stýrið (for dear life). Annað sekúndubrot leið og við vorum komin beint andspænis hraðskreiðum trukki.

ha M oore

Sumarstormviðrið hætti jafn skyndilega og það hafði byrjað, það leið hjá og við keyrðum róleg eftir veginum eins Ég brást þannig við hinni og ekkert hefði í skorist. Þegar ég ógnvænlegu stöðu að allt fór gáði hvernig þeim í aftursætinu að gerast hægt og ég fann hafði vegnað, þá voru þeir enn fyrir undarlegri yfirþyrmandi sofandi. Guð hafði forðað þeim þörf fyrir að þakka Guði fyrir frá allri eldrauninni. kærleika Hans og gæsku. Einmitt Ég hef oft hugsað til atviksins þegar við vorum í þann veginn og velt fyrir mér hvernig væri að skella á trukknum, myndaði umhorfs ef við gætum séð bak munnur minn líklega stystu bæn við tjöldin inn í andaheiminn. sem ég hef beðið – „takk.“ Þegar Kraftaverk eins og það sem í stað var ég laus við allan ótta. við Shawn urðum vitni að á Í stað þess að rekast á trukkinn mexíkóska þjóðveginum er sveigði bíllinn okkar skyndilega ótvírætt en hversu mörg önnur út af veginum yfir á engi og síðan sofum við af okkur? aftur á veginn fyrir aftan trukkinn, en þá náði Shawn aftur stjórn á Martha Moore er félagi í bílnum. Við höfðum sloppið við Alþjóðlegu fjölskyldunni í dauðann á mjóstu munum. Rúmeníu Romania. ■


Hlustaðu

Andleg æfing

„Himnarnir segja frá Guðs dýrð“ ritaði sálmaskáldið, „og festingin kunngjörir verkin hans handa. Hver dagurinn kennir öðrum, hver nóttin kennir annarri speki“1 Skaparinn talar gegnum sköpun sína. Þú getur líka heyrt í Honum ef þú stöðvar athafnasemi þína og hlustar. Það er best að vera á rólegum stað úti í náttúrunni en ef það er ekki mögulegt, þá er sýn til trjáa, plantna eða hluta af himnum nægilegt. Slökktu á símanum. Gleymdu vinnunni. Gleymdu óreiðunni. Þurrkaðu allar óþarfa hugsanir úr huga þér og einbeittu þér að Guði. Ýttu öllu manngerðu úr sjónmáli og einbeittu þér að einhverju sem Guð skóp – blómi, tré, fugli, fiðrildi, ský, tjörn eða læk, golunni. Gerðu þér í hugarlund með hve miklum kærleika og natni Hann skóp hverja einstaka veru. Margfaldaðu síðan með öllum hinum verunum sem Hann hefur skapað í heiminum. Hvað segir það þér um kærleika Guðs og umhyggju fyrir þér? Veitir það þér ekki tilfinningu friðar og vellíðanar? Dragðu andann djúpt og lengi nokkrum sinnum. Slakaðu á, vertu umlukinn kærleika Guðs, horfðu á sköpun Hans og hlustaðu þegar Guð afhjúpar fleiri sannleikskorn fyrir þér. ■

Því að hið ósýnilega eðli Hans, bæði Hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum Hans. —Rómverjabréf 1:20 Verið kyrrir og viðurkennið að ég er Guð. —Sálmarnir 46:10

KÆRLEIKUR SEM ÞÚ GETUR SÉÐ Elskar Guð þig? Þú getur séð það og fundið á hinum fallega heimi sem hann hefur gefið þér til bústaðar. Líttu bara í kringum þig. Guð lætur ekki aðeins rigna yfir þá sem virðast verðskulda kærleika Hans og náð, heldur líka þá sem verðskulda hana ekki. (Matteus 5:45) Hann gefur sólskin og rigningu, tré, gras, himin, sólina, tunglið, stjörnurnar og allt hitt. Hann þurfti ekki að gera lífið svona dásamlegt eða heiminn svona fallegan, en Hann gerði það.—David Brandt Berg HEFÐU GÖNGUNA HÉR Ef þú hefur ekki persónulegt samband við Guð, geturðu hafið það núna með því að bjóða syni Hans, Jesú, inn í hjarta þitt. Biddu einfaldlega þessarar stuttu bænar: Jesús, ég trúi á þig og býð þér inn í líf mitt sem frelsara mínum og stöðugum förunaut. 1. Sálmarnir 19:1–2 2. Matteus 5:45 15


KÆRLEIKSKVEÐJA FRÁ JESÚ

Ávallt og að eilífu

Ég úthelli stöðugt kærleika mínum yfir þig, endalaust. Flæðið er alltaf ríkulegt, frjálst og yfirfljótanlegt en hversu mikið þú sérð og finnur kærleika minn fer eftir trú þinni – að hve miklu leyti þú leitar að honum og berð kennsl á hann á þeim ótal vegu sem kærleikur minn birtist á hverjum degi. Hvort sem þú sérð eða finnur og þekkir hann eða ekki, breytir það ekki þeirri staðreynd að kærleikur minn er stöðugur, yfirfljótandi og skilyrðislaus. Þú getur ekki verðskuldað hann eða

unnið til hans eða átt hann skilið fyrir eigin kraft því kærleikur minn er gjöf. Ég elska þig vegna þess að ég elska þig. Svo einfalt er það! Ég elska þig, ég mun aldrei hætta að elska þig og ég mun aldrei elska þig í minna mæli en ég geri nú. Ég mun ætíð elska þig með fullkomnum, óendanlegum og yfirfljótandi kærleika. Ég þrái að þú njótir þessarar elsku minnar í auðgi hennar og fegurð. Kærleikur minn til þín er eilífur kærleikur.

Tengsl 4 tbl 2011  
Tengsl 4 tbl 2011  

ENGLAR12 hlutir sem þú ættir að vitaFARA RAUNVÍSINDI OG TRÚ SAMAN?Nóbelsverðlaunahafar láta í sér heyraKRAFTAVERKAðeins tveggja hluta...

Advertisement