Page 1

5 tbl. 2010

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

AUKA FJÁRSTYRKURINN Mikil vandamál, meiri hjálp

Hafðu það gott fyrir minni peninga Hvernig fer maður að því að bjarga sér þegar efnahagslífið er í lægð?

Hver verðskuldar kærleika?

Svarið við þeirri spurningu gæti breytt lífi þínu


BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

5. tbl. 2010

Á P ER S Ó N U LE G U N Ó T U N U M Lífið er fullt af vandamálum – sjúkdómum, slysum, fjárhagsvanda, fjölskylduvanda, ástvinamissi og er upptalningin óendanleg. Við spyrjum: Hafa ekki átt sér stað er mistök? Ef Guð er sannarlega kærleikur eins og Biblían greinir frá í fyrra bréfi Jóhannesar 4:8 og ef Honum er sannarlega annt um okkur eins og faðir eins og Biblían greinir svo oft frá, hvers vegna eru þá öll þessi vandamál til staðar? Það fyrsta, sem við þurfum að gera okkur ljóst, er að Guð veldur ekki þessum vandamálum – þau stafa af slæmum ákvörðunum fólks – ákvörðunum annarra eða okkar sjálfra. Guð veldur ekki vandamálum, hann leyfir þeim að henda og af ástæðum sem eru næstum jafn fjölbreytilegar og vandamálin sjálf. Stundum notar Hann þau til þess að minna okkur á hversu lítils við erum megnug, svo að við snúum okkur til Hans til þess að fá hjálp. Stundum lætur Hann vandamálin gerast til þess að Hann geti sýnt okkur hversu mikið Hann elskar okkur, með því að greiða úr þeim. Stundum lætur Hann þau gerast til þess að láta reyna á þolinmæði okkar eða jákvæðni andspænis mótlæti. Stundum gerast þau til þess að við höldum áfram að vera auðmjúk. Stundum verða þau til þess að gera okkur vitrari. Stundum henda þau svo að við verðum þakklát fyrir aðrar blessanir og öll þau vandamál sem við eigum ekki við að etja. Stundum henda þau til þess við verðum nánari öðrum sem eiga í sams konar vanda. Það eru alls konar ástæður fyrir vandamálum en hver sem ástæðan er vill Guð alltaf snúa málunum þannig að þau verði að lokum til góðs. „Samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.“1 Hversu fljótt og til fullnustu Guði tekst að koma til leiðar góðum markmiðum sínum fer að sjálfsögðu eftir því hversu samvinnuþýð við erum. Þetta eintak af vefritinu Tengsl gerir ljóst hvernig við getum sveigt andlegum auði okkar yfir til Guðs og unnið með Honum þannig að Hann geti veitt okkur það besta sem Hann á til, jafnvel þegar útlitið er dökkt. Guðbjörg Sigurðardóttir Fyrir Tengsl

Ensk ritstjóri Íslensk ritstjóri

Umbrot og útlit Framleiðsla Íslensk Framleiðsla www.arorautgafan.com

© 2010 Áróraútgáfan

1. Rómverja 8:28 2

Keith Phillips Guðbjörg Sigurðardóttir Yoko Matsuoka Jessie Richards Andrew Fortune info@arorautgafan.com Öll réttindi áskilin.


HLAUPTU

SKEIÐIÐ Eftir Abi F. May

Tvær klukkustundir, fimm mínútur og tíu sekúndur: Þetta var tíminn sem það tók Samúel Wanjiru frá Kenýa að sigra í hinu 42 km og 195 m langa Lúndunarmaraþoni í apríl 2009. Þrettán dagar: Þetta var sá tími sem það tók Phil Packer majór, breskan hermann sem lamaðist fyrir neðan mitti eftir meiðsl á mænu, að fara sömu vegalengd en hann var síðastur af 36.000 keppendum. Þetta afrek í úthaldi aflaði meira en 600.000 punda sem runnu tilgóðgerðasamtaka. Wanjiru var getið í fyrirsögnum blaða fyrir hraða. Packer fékk líka umsagnir en ekki fyrir hraða heldur fyrir hugrekki og einbeitni. Þúsund manns söfnuðust saman til þess að taka á móti honum við marklínuna en hann hafði boðið hinu ólíklega birginn með því að skrá sig í hlaupið, hvað þá með því

að ljúka keppni. Í kjölfar meiðsla ári áður var honum sagt að hann myndi ekki getað gengið á ný. Reyndar var hann búinn að læra að ganga með því að nota hækjur aðeins mánuði fyrir maraþonið. Þótt báðir mennirnir nytu virðingar fyrir afrek sín var eitthvað sérstakt við sigurgleði Packers. Hann var aldrei einsamall á meðan hann gekk tvær mílur á dag á 6 klukkustundum, þar sem hann varð úrvinda og kenndi mikið til. Velunnarar – bæði vinir og ókunnugir – voru samferða honum á skeiðinu. Þeir gengu við hlið hans og hvöttu hann frá ráshliði til marklínu. Meðal skilaboða, sem bárust af Netinu, voru hamingjuóskir frá Karli Bretaprins. Lífsgangan er ekki alltaf auðveld og stundum stöndum við frammi fyrir hindrunum sem virðast óyfirstíganlegar. En við

göngum ekki ein. Við eigum líka velunnara - fjölskyldu okkar og vini sem hvetja okkur á leiðinni. Við höfum líka prins sem styður okkur – ekki af þessum heimi – heldur Jesú, prins friðarins, sem lofar að hjálpa okkur að rísa upp yfir kringumstæðurnar, að halda velli þrátt fyrir mótlæti og sigrast á öllum erfiðleikum. „Þér nægir náð mín,“ segir hann, „því að styrkur minn fullkomnast í veikleika þínum.“1 „Þreytum þolgóðir það skeið, sem við eigum framundan, og beinum sjónum okkar að Jesú, höfundi og fullkomnara trúarinnar.“2 Abi F. May er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og skrifar í Tengsl. 1 1. 2 Korintubréf 12:9 2. Hebreabréf 12:1–2 3. Matteus 28:20; Hebreabréf 13:5

ALDREI EIN/N Þú munt aldrei ganga ein/n ef þú hefur Jesú í hjarta þínu og hefur höndina í lófa Hans. Þú munt alltaf hafa félagsskap og ástríki. Það er sama hvar þú ert, þú ert í hendi Hans og Hann annast þig. Jesús er eina eignin sem þú þarft aldrei að losa þig við, munt aldrei skilja eftir, eða missa. Þú getur gefið af Honum eins mikið og þig lystir en þú hefur Hann samt ætíð. Hann er ávallt nálægur. 3 —David Brandt Berg 3


Aukalegi fjárstyrkurinn Eftir Virginia Brandt Berg

Hefurðu nokkurn tímann verið að heiman og án peninga? Ég upplifði það þegar ég fór að heiman til þess að sækja háskóla og ég varð svo áhyggjufull að ég gat ekki sofið.

Okkar himneski Faðir er ætíð til staðar, aðeins ein bæn flytur Hann nær okkur, Hann bíður eftir því að fyrirgefa og veita okkur meiri styrk.

4

Skyndilega datt mér í hug að skrifa föður mínum. Ég hefði átt að sýna meiri ráðdeild en ég vissi að hann myndi skilja þetta. Hvílíkur léttir þegar ég tók þá ákvörðun! Faðir minn hafði oft áður hjálpað mér og ég vissi að hann myndi hjálpa mér aftur. Ég var sallaróleg þann tíma sem það tók bréfið að ná heim og svarið að berast. (Athugasemd útgefanda: Þetta átti sér stað hundrað árum fyrir daga tölvupóstsins og jafnvel fyrir daga símasambandsins.) Ég hefði átt að biðja um meiri fjárstyrk en ég vissi að hann var væntanlegur. Og hann kom. Við höfum öll upplifað daga þegar skyndilegir erfiðleikar hvolfdust yfir okkur og við misstum mátt. Við horfðum í kringum okkur en engin undankomuleið fannst. Síðan snerum við okkur að Guði og báðum Hann um auka styrk. Kannski veist þú hvernig það er að fá hjálp frá Guði frá degi til dags og þú reiðir þig á þessa hjálp og ert þakklát/ur fyrir hana. En þegar Guð segir við okkur: „Ákalla mig á degi neyðar og ég mun frelsa þig,“1 þá er Hann að tala um hluti handan þessara orða. Hann á við aukahjálp við óvenjulegar kringumstæður – aukakraft þegar við eru sérstaklega veikburða, aukalegan efnislegan forða þegar við höfum aukaþarfir, aukanáð þegar við erum undir aukaálagi, aukavisku þegar við þörfnumst hennar og aukakærleika þegar aðrir þurfa að finna kærleika


Guðs gegnum okkur. Við leitum til himnesks Föður okkar og Hann gefur okkur þann aukalega styrk sem við þörfnumst þá stundina til þess að sigrast á þessu sérstaka vandamáli. Ég hef heyrt fólk segja: „Guð hefur sagt að Hann sé með okkur á erfiðum stundum en hann hefur ekki lofað okkur að forða okkur frá erfiðleikunum.“ Þetta fólk þarf að lesa þetta vers af meiri kostgæfni. Verið getur að Hann leysi fólk ekki eins fljótt og það vildi eða á þann hátt sem það væntir en Hann heitir lausn: „Ákalla mig á degi neyðar og ég mun frelsa þig.“ Hann lofar okkur hvoru tveggja. Vissulega var Guð með Daníel í ljónagryfjunni og hann frelsaði hann líka þaðan.2 Við vitum að Hann var með Sadrak, Mesak og Abed-Negó í eldsofninum, því Nebúkadnesar konungur sagði að hann hefði komið auga á fjórar mannverur í logunum – „og fjórða mannveran líktist Guðs syni“3 og Guð frelsaði þá líka út úr eldinum. Þegar við eigum í erfiðleikum sem Guð leysir okkur ekki úr strax er það vanalega vegna þess að við erum ekki tilbúin til að fá lausn, við þurfum að gera eitthvað áður eða við þurfum að læra lexíu. Þegar við erum búin að finna, gera eða læra það, frelsar hann okkur. Ég hef lifað tíma þegar ég var svo miður mín vegna mistaka að ég gat ekki ákallað Guð þá stundina. En þegar ég beindi augum frá

eigin göllum og veikleikum og að fyrirheitum Guðs frelsaði hann mig; aukalegi styrkurinn kom til mín um leið og ég bað um hann. Fjölmörg ráð eru á sveimi um það hvernig eigi að sigrast á erfiðleikum. „Taktu létt á erfiðleikunum.“ „Haltu bara áfram að brosa“. „Leitaðu að einhverju fallegu á hverjum degi.“ „Gerðu eitthvað gott fyrir náungann.“ Ég trúi virkilega á það að gera eitthvað jákvætt og gera góða hluti fyrir aðra. Það mun dreifa huganum og þú hættir að hugsa um vandamálin en slíkt mun ekki endilega leysa mann úr miklum vanda. Einu sinni, áður en ég öðlaðist persónulegt samband við Jesú, var ég hjálparvana sjúklingur. Kunningi minn, sem hafði jafnvel minni trú en ég, var sífellt að segja við mig: „Vertu þrautseig, vertu þrautseig.“ En vandinn var sá að ég hafði ekkert til þess að halda mér í! Guði sé lof að vegna trúarinnar höfum við ekki einvörðungu eitthvað til að halda okkur í, við höfum einhvern til að halda okkur í! „Guð er hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“4 Dag einn stöðvaðist bíllinn minn á fáförnum vegi. Ég var ein og örvilnuð þegar ég mundi eftir því að fyrrum vinkona mín bjó í nágrenninu. Ég segi „fyrrum“ því þótt ég hugsaði oft til þessarar konu hafði liðið þónokkur tími án þess að ég hringdi í hana eða heimsótti hana. Ég vissi að hún

myndi fúslega hjálpa mér en ég gat ekki hert upp hugann til að ganga að húsi hennar og biðja um hjálp vegna þess að ég hafði vanrækt hana í svo langan tíma. Ég sat í bílnum og reyndi að hleypa í mig kjarki en það tókst ekki. Þannig getur farið þegar við höfum ekki Guð í hugsunum okkar og gjörðum dag frá degi og þegar við látum undir höfuð leggjast að biðja um ráð Hans og hjálp í litlum málum eða þakka Honum fyrir góðvilja Hans eða við höfum ekki gefið okkur tíma til að öðlast innblástur og lærdóm við lestur Orðsins. Ef við höfum vanrækt Hann er frekar erfitt að ákalla Hann þegar erfiðleikar steðja að. Það er erfitt og auðmýkjandi en miklu betra en að halda áfram að berjast. Himneskur Faðir okkar er alltaf til staðar, aðeins ein bæn flytur Hann nær okkur, Hann bíður eftir því að fyrirgefa og veita okkur meiri styrk. Virginia Brandt Berg (1886–1968) var móðir David Brandt Berg, stofnanda Alþjóðlegu fjölskyldunnar, og var hún víðkunnur prédikari og forstöðumaður. Í fimmtán ár var hún stjórnandi útvarpsþáttarins M editation M oments . Þessi grein er endurrit af einum þátta hennar.1 1. Sálmarnir 50:15 3. Daníel 3:24–25 2. Daníel 6:16–23

5

4. Sálmarnir 46:1


eftir áfall Eftir Nyx Martinez Þetta hafði verið góður dagur. Þegar ég gekk til skrifstofu minnar, hugsaði ég sem svo að heimurinn væri dásamlegur staður. Tölvan mín beið eftir mér. Lyklaborðið virtist albúið að láta snerta sig. Um leið og kviknaði á skjánum vissi ég að eitthvað mikið var að. Harði diskurinn hafði eyðilagst. Það tók hægfara heilann dágóða stund að taka inn umfang stórslyssins en síðan helltist það yfir mig með fullum þunga. Nei, það skelltist á mig með krafti jarðýtu sem var að jafna eitthvað við jörðu. Maginn kúventist, sjónin varð óskýr, hugurinn varð þokukenndur. Herbergið hringsnerist. Elja síðustu missera-greinar, teikningar, allt dýrmæta hugaraflið, sem hafði verið geymt á harða diskinum til varðveislu, var farið. Að eilífu. Versti grunur minn, eins og loftsteinn sem fellur af himni, skall á mér. Ergelsi, ruglingur, sorg og missir umluktu mig. Æ, hvers vegna hafði ég ekki vistað efnið yfir á disk? Nú voru hin og þessi skapandi skrif týnd, fljótandi einhvers staðar í sýndarveruleikanum langt, langt í burtu og ég gat ekki endurheimt þau. En þá mundi ég söguna af því þegar Thomas Edison stóð frammi fyrir viðlíka harmleik. Það kviknaði

eldur í vinnustofu hans og mánuðir, ár og áratugir erfiðisvinnu við margar uppgötvanir urðu eldi að bráð. „Þarna fóru öll mín mistök!“ sagði hann með ótrúlegri glaðværð. Síðan sneri hann sér aftur að vinnunni. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði næga orku til þess að byrja aftur af sama hugrekki og Edison hafði. Með því að velta hlutunum svona fyrir mér minnkaði sársaukinn einhvern veginn og bræddi burt hina ruglingslegu tilfinningu um ósigur. Ég barðist við að standa upp frá gólfinu sem ég hafði kropið á í ergelsi og neyddi sjálfa mig til þess að brosa. Sumt í lífinu virðist mjög óréttlátt! En ég neitaði að láta ósigur ná yfirhöndinni á þeirri stundu eða hafa áhrif á störf mín í framtíðinni. Ég ákvað að líta ekki á þennan atburð sem harmrænan enda á öllum týndu verkefnunum heldur líta á ástandið sem nýtt upphaf þeirra í ókominni framtíð. Þetta eru mín fyrstu skrif síðan á „Eyðileggingardaginn“. „Þarna fóru öll mín mistök,“ segi ég og ég ætla ekki að gefast upp. Ég er stödd á tímabili eftir áfall, komin aftur að tölvunni og tilbúin að byrja upp á nýtt. Nyx Martinez er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Þýskalandi.1

Þegar lífið er ómögulegt, taktu þá í hönd Guðs og taktu eitt skref í einu. —Ariana Keating 6


Þegar vandamálin eru viðvarandi Eftir Shannon Shayler Sum vandamál eru skammvinn, t.d. flensa eða tímabundin misklíð milli þín og einhvers í vinnunni. Önnur vandamál geta varað miklu lengur; langvinnur sjúkdómur, fötlun eða fíkn, ástvinamissir eða sífelld barátta við veikleika, t.d. reiði eða þunglyndi. Verið getur að þú berjist við slík vandamál vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman. Stundum halda vandamálin áfram jafnvel þótt þér finnist þú hafa gert allt sem í þínu valdi stendur; þú hefur beðið, lesið og fylgt Orði Guðs, heimtað fyrirheit Hans og reynt að treysta Honum. Samt sérðu engin svör en það getur verið svekkjandi. Í þannig tilvikum getur Guð verið að prófa þig til þess að sjá hvort þú haldir áfram að treysta Honum, trúa á Hann og þakka Honum fyrir alla hina hlutina sem Hann sendir þér, jafnvel þótt Hann virðist ekki bænheyra þig varðandi ákveðinn hlut. „Því að við lifum í trú, en sjáum ekki. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð en trúa þó.“1 Guði þykir vænt um að sjá trú barna sinna í verki og hann lofar að endurgjalda á stórkostlegan hátt þeim sem hugrakkir standast próf trúar sinnar. Ef þú hefur Guð í lífi þínu til þess að kalla fram vissan eiginleika, getur slíkt ferli tekið tíma. Kolamolar breytast ekki í demanta á skömmum tíma, þannig er það líka í lífinu. Þegar þér finnst þú ekki geta haldið út lengur, bíddu þá aðeins lengur. Þolinmæðin er oft lykillinn að dyrunum að blessun Guðs og stundum verðum við að sætta okkur við að bíða eftir svari. Þótt við væntum þess að Guð bindi enda á vandamál okkar núna, getur verið að

Hvað er ósigur? Ekkert nema menntun, ekkert nema fyrsta skrefið í átt að einhverju betra. —Wendell Phillips hann viti að það sé betra að gera þetta seinna.Tímaskyn Guðs er óaðfinnanlegt. „Allt gjörir hann vel.“2 Treystu honum! Trú er að trúa. Trú er að treysta. Trú hættir ekki. Trúin neitar að nokkuð sé ómögulegt. Trúin neitar að láta kringumstæður eða baráttu ræna gleðinni og friðnum frá trúnni. Ef við neitum að sætta okkur við ósigur, heldur höldum okkur við Guð hvað sem á dynur, ef við ákveðum að trúa á fyrirheit Guðs, jafnvel þótt við sjáum ekki strax uppfyllingu þeirra, þá höfum við að lokum sigrað. Slíka trú er ekki hægt að leggja að velli. Guð mun alltaf birtast okkur í henni. Shannon Shayler er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og einn af greinahöfundum Tengsla. 1

1. 2 Korintubréf 5:7; Jóhannes 20:29 2. Markús 7:37 7

7


Hver verðskuldar kærleika?

Fólk þarf ekki að vera fullkomið til þess að verðskulda ást okkar. Það þarf ekki að vera gallalaust, viðkunnanlegt eða gott í umgengni. Það er gott, því ekkert okkar er allt þetta þrennt öllum stundum; ekkert okkar er fullkomið. Guð væntir þess ekki að við séum fullkomin en Hann væntir þess að við auðsýnum hvert öðru kærleika og skilning. „Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: ´Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.´“1 Þegar fólk býr eða vinnur náið saman er auðvelt að verða neikvæð/ur eða sýna hvert öðru dómhörku og slíkt bætir vitaskuld ekki ástandið. Það verður vítahringur dómhörku, gagnrýni og metings sem grefur undan vináttu og tengslum á vinnustað. En við þurfum ekki að falla í þá gryfju. Það er til önnur leið valdeflingar og styrks þar sem við elskum hvert annað á slæmum 8

dögum, fyrirgefum hvert öðru mistök, bætum upp veikleika hvers annars og leiðum fram styrkleika. Elska laðar fram elsku. Hún hvetur aðra til þess að gera sitt besta og hún ávinnur okkur blessun Guðs og það gerir okkur hamingjusöm. Í stað þess að meta hversu mikið aðrir gefa okkur eða hversu verðugir þeir eru ástar okkar og hjálpar, ættum við að biðja Guð um meiri kærleik. Kærleikur Guðs er skilyrðislaus og nógu sterkur og hreinn til þess að standast mannlegan breyskleika okkar og klúður sem eru fjölmörg. Við ættum að biðja Hann um kærleika sem fer ekki eftir því hvort okkur lyndi við hinn aðilann eða ekki, heldur kærleika sem elskar fólk eins og það er, kærleika sem elskar þótt fólkið komi of seint eða er dónalegt eða ógreitt, er ruglað eða hefur einfaldlega rangt fyrir sér. Auðvitað eru margar ástæður fyrir kærleiksleysi. Að vera dómhörð/harður er ein ástæðan, að

Eftir Maria Fontaine

vera sjálfhverf/ur er önnur; þegar við erum upptekin af okkar eigin þörfum og því sem okkur langar í og sjáum ekki þarfir annarra. Eigingirni er þriðja ástæðan; við teljum það kosta of mikið af tíma okkar og athygli, þ.e. ef við gefum fólki af tíma okkar og athygli fáum við ekki nóg í staðinn. Að vera upptekin/n er fjórða ástæðan; við verðum svo upptekin af því að ná markmiðum okkar að við gerum okkur ekki ljóst hvaða áhrif það hefur á aðra. Streita kemur líka í veg fyrir kærleika því þá stundina virðist ekkert mikilvægt nema það sem veldur streitunni. Stolt er enn ein ástæða, því það krefst auðmýktar að sýna kærleika í gjörðum eða orðum, stolt segir okkur að bíða eftir því að hinn aðilinn taki fyrsta skrefið. Gremja vegna fyrri sárinda, sem við höfum ekki fyrirgefið og sleppt tökum á, getur komið í veg fyrir elsku í langan tíma. Það er líka mögulegt að þeir sem okkur finnst


erfitt að lynda við falli fáum í geð. Kannski hegða þeir sér ekki rétt. Kannski eru þeir gallagripir. Við getum alltaf komið með ástæðu fyrir því að elska ekki og sérhver ástæða virðist réttmæt ef við viljum aðeins elska þegar það er auðvelt. En þegar við setjum okkur í spor annarra gerum við okkur ljóst hversu miklu máli það skiptir að auðsýna svolítinn kærleika. Þá kemur fánýti þessara afsakana í ljós. Páll postuli ritaði að án kærleika væri líf okkar harla lítils virði. Hann sagði að „hefði ég ekki kærleika væri ég ekki neitt“2 jafnvel þótt við hefðum hæfileika, ynnum afrek eða fórnuðum okkur fyrir aðra. Óhlutdrægur og skilyrðislaus kærleikur er manninum ekki eðlislægur. Hann er yfirnáttúrulegur. Hann er guðdómlegur. En hann er innan seilingar okkar. Hann er Guðs gjöf og það er okkar að biðja um hann. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa kemur að ofan og niður frá föður ljósanna.“3 „Biðjið (Guð) og yður mun gefast.“4 Kærleikurinn er gjöf og okkur fer ekki ósjálfrátt fram í honum. Dýrmæta hluti er ekki auðvelt að höndla eins og að útrýma gömlum vana með nýjum vana en það að læra að elska eins og Guð er tímafrekt og kostar umhugsun, bænir og fyrirhöfn. Ef við viljum vaxa í kærleika verðum við að

verja tíma til þess. Ef þessi skýring fær staðist skaltu staldra við og endurmeta hlutina. Líttu á líf þitt og markmið og skjóttu inn meiri tíma til þess að elska. Skjóttu inn meiri tíma fyrir ástvini þína. Skjóttu inn meiri tíma fyrir vináttu og ekki bara fyrir fólk sem þú ert þegar nákunnugur eða lyndir við. Skjóttu inn tíma til þess að elska þá sem þú þarft að leita að. Og skjóttu örugglega inn tíma fyrir hjartanleg samskipti við Jesú sem Biblían kallar „ljóma dýrðar (Guðs) og ímynd veru Hans“5 og við skulum fyllast af og umbreytast af elsku Hans og vera fyllt þakklæti til Hans. Guði langar til að veita þér þann kærleika sem þú þarfnast til þess að vera fullnægð/ur og hamingjusöm/samur og Hann vill elska aðra gegnum þig. Hann vill þenja þig og gera þig færa/n um að elska miklu meira en þér finnst þú vera fær um. Kærleikur er kraftaverk. Biddu Guð um það kraftaverk. Biddu um meira af eðli Hans og gakktu síðan fram og láttu eins og þú hafir allan þann kærleik sem þú þarfnast til þess að velja rétt og velja af ósérplægni, ást og auðmýkt og taka erfiða ákvörðun um að elska. Og Guð bregst ekki. Hann yfirfyllir hjarta þitt. Maria Fontaine og eiginmaður hennar, Peter Amsterdam, eru stjórnendur Alþjóðlegu fjölskyldunnar. 1

Lífið er barátta. Barnið verður að yfirgefa þægindi og öryggi legsins og verður að fara erfiða og hættulega leið gegnum hinn þrönga fæðingarveg til þess að komast í heiminn. Áður en örninn getur flogið hátt upp til himins verður hann að gogga í eggið og smokra sér úr því. Áður en fiðrildið getur glatt okkur með litadýrð sinni og þokka verður það að komast úr púpunni. 1. Galatabréfið 5:14 2. 1 Kórintubréf 13:1–3 3. Jakobsbréf 1:17 4. Matteus 7:7 5. Hebreabréf 1:3; Kólossubréf 1:15

9


HAFÐU ÞAÐ GOTT FYRIR MINNI PENINGA E ftir S wati S anklecha Það hefur marga kosti í för með sér að lifa eftir “minna er meira” kenningunni. Nútíma lífsstíll og nútíma venjur gera okkur blind fyrir þessum kostum, að hluta til með því að gera okkur það upptekin að við nemum sjaldan staðar og hugleiðum hvað við séum að gera. Við fylgjum tískunni en sú tíska getur verið að ræna frá okkur dýrmætum sjóðum, heilsunni og hamingjunni. Nokkrar aðferðir til að stíga af tískuvagninum eru þessar:

Hreyfing fyrir eigin afli. Margt fólk er svo vant því að setjast fyrir aftan stýrið til þess að fara eitthvað að það gerir sér ekki ljóst hversu skemmtilegt, umhverfisvænt og heilsusamlegt það er að ganga nokkra vegalengd yfir í heilsuræktina (það getur verið upphitun og þess vegna tímasparnaður) eða ganga eitthvað annað sem er í mátulegri göngufjarlægð. Eða útrétta á reiðhjóli. Auk þess að fá hreyfingu og feskt loft með því móti, geturðu minnkað koldíoxíðmengun, „upplifað lífið“ meðfram veginum og sparað peninga. Líkamshreyfing gerir mann líka hástemmdan á náttúrulegan, heilbrigðan hátt og eykur orku. Almennar samgöngur og samnýting á bílum eru líka tiltölulega hagkvæmur og umhverfisingvænn kostur. Vertu náttúrulegur. Að drekka mikið af vatni og borða

mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti, þ.á m. nærandi, árstíðarbundið, ódýrt grænmeti eykur mótstöðuaflið og minnkar lækniskostnað. Staðbundnir ávextir og grænmeti eru oft hollari en dýrir, framandi ávextir eins og spírulina.og ber frá Tíbet. Bestu og ódýrustu snyrtivörurnar og heilsuvörurnar gæti mögulega verið að finna í eldhúsinu þínu, allt eftir því hvert framboðið er á þínu svæði og hvað er fáanlegt. Heimatilbúið skrúbbkrem getur farið jafn vel með líkamann og skilað honum jafn mjúkum og dýrt skrúbbkrem úr dýrindis efnum. Maukað papaja getur virkað gott hreinsikrem í staðinn fyrir líkamsskrúbb. (Þú matt samt ekki láta það virka lengur en 10 mínútur.) Ólífuolía er gott varagloss og óskaðleg þótt henni sé kyngt eða einhver kyssir hana af vörum þér. Kannaðu kosti og galla heimatilbúinna heilsu- og snyrtivara áður en þú ferð að

M E I S TA R I E N D U R U P P G Ö T V U N A R I N N A R „Nauðsyn er móðir uppgötvunarinnar“1, ritaði Plató. Aðrir hafa bætt við að nauðsyn sé líka móðir enduruppgötvunarinnar, þ.e.a.s. að nýjar áskoranir leiða til framfara í nýjar áttir. Það hefur vissulega reynst eiga við þegar litið er til efnahagsáfalla síðustu tveggja ára. Margt fólk hefur hugsað fyrirtæki sín upp á nýtt eða fundið annað gott starf á brautum sem því hefði ekki dottið í hug að fara út á þegar því var ýtt úr þægilegri stöðu sinni sem það hafði fyrir áfallið. Annað fólk hefur endurmetið forgangsröðunina og er nú að beina athyglinni að hlutum sem það mátti ekki vera að að sinna áður, t.d. fjölskyldunni, samfélagsþjónustu, sjálfboðavinnu fyrir góðgerðarfélög, framhaldsmenntun eða lestur andlegra bóka. Ef þú ert að leita að leiðum til að endurupphugsa sjálfa/n þig í efnahagslegri niðursveiflu – eða hvenær sem er ef því er að skipta – þá er Jesús meistari slíkrar enduruppgötvunar. „Ef einhver er í Kristi er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til.“2 10


nota þær. Hóf er venjulega best. Sjálfsagt hefurðu lítinn tíma til þess að búa til eigin mixtúru og húðmjólk. En hægt er að borða heilsusamlega og vel þótt lítið sé til þess kostað og hægt er að hafa matinn einfaldan. Mótaðu góðar venjur og þú getur af og til gert þér dagamun, t.d. með fótsnyrtingu eða fínum málsverði. Þú skalt endurvinna. Farðu „í búð“ og finndu „ný“ föt í þínum eigin fataskáp með því að finna hluti sem þú hefur ekki klæðst um tíma og gerðu þau „ný“ með breytingum eða með því að hafa þau með nýrri fötum. Eða haltu veislu með vinum þar sem þið komið með lítið notuð föt og aðra hluti sem þið bjóðið hvert öðru áður en þið farið með afgangsföt til Rauða krossins. Gerið við fremur en að henda gömlum en 1. Lýðveldið, ca.380 f.Kr. 2. 2 Kórintubréf 5:17 3. Lúkas 12:15 4. Matteus 6:33 11

nýtanlegum hlutum eða gefið þá einhverjum sem endurnýtir þá. Takmarkaðu pappírsdót og því um líkt með því að nota tölvuna mikið og geyma í henni efni og sendu tölvupósta. Sjálfshjálp. Lærðu að gera það sem þú hefur hingað til látið aðra gera fyrir borgun. Þú munt spara peninga og læra nýja hluti og kannski ertu búin/n að finna þér nýtt tómstundagaman. Vertu sparsöm/samur. Það er dýrt á meiri en einn hátt að halda í við nágrannana. Jesús kenndi: „Enginn þiggur líf af eignum sínum þótt auðugur sé.“3 Jesús benti líka á leiðina að blessun Guðs, að hamingjunni og að lífsfyllingu þegar hann sagði: „En leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, þá mun allt þetta – allt sem þú

sannarlega þarfnast – veitast yður að auki.“4 Samvinna. Að búa saman eða gera hluti saman með stórfjölskyldunni eða vinum með svipað viðhorf fremur en að búa í sérbýli sparar kostnað og vinnu og fólki finnst það vera í samfélagi. Það er líka skref í átt að lærdómnum „Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig“ sem er annar lykill að blessun Guðs og sannri hamingju. Guð er stórkostlegur þjálfari í lífinu. Þegar við fylgjum Honum og andlegum lögmálum Hans komumst við að því að það getur verið auðveldara og skemmtilegra að hafa það gott fyrir minni peninga. E ftir S wati S anklecha sem er félagi í A lþjóðlegu fjölskyldunni á I ndlandi . 1


nýtt upphaf

Mér hefur verið svo þungt fyrir hjartanu að jafnvel óstöðvandi flóð tára minna getur ekki skolað burt eftirsjánni og örvilnaninni. Hvernig gat allt farið svona illa? Þar til fyrir þremur árum undi ég nokkuð glaður við mitt sem fiskimaður, samt var ég ekki fullkomlega ánægður. Mér gramdist að greiða skattheimtumanninum skatt. Ég var gramur út í rabbíana fyrir að gagnrýna drykkju mína og óheflað mál mitt. En mest af öllu gramdist mér, þótt ég fengi nægju mína flesta daga, að mér vegnaði ekkert betur eftir því sem tíminn leið. Næsta dag þurfti ég að fara aftur til fiskjar til þess að fá að borða. Snerist allt líf mitt um eina körfu af fiski? Ég hafði ekki valið meistarann – hann fann mig. Hann virtist vera kennari sem talaði bæði blíðlega og með festu. Ég hafði áður heyrt hann tala og gert mér ljóst að þar færi ekki venjulegur maður en það var samfundur okkar við Galíleuvatnið sem breytti lífi mínu. Ég hafði verið að fiska alla nóttina með bróður mínum, Andrési, og veiðifélögum okkar, Jakobi og Jóhannesi. Tveir bátar, heil nótt að veiðum og enginn fiskur! Ég vildi bara ljúka við að þvo netin, fara heim að borða og fara að sofa. Hópur af fólki hafði safnast saman til þess að hlusta á kenningar Jesú og Hann vildi fá bátinn minn lánaðan. Bátsakkerið lá svolítinn spöl frá landi, allir myndu geta séð

12


Sagan um Pétur postula, endursögð af Abi F. May Hann og heyrt. Það var í lagi. Þegar Hann hafði lokið prédikun sinni, lauk ég við að gera að netunum og var að leggja af stað heim þegar Hann sagði okkur að taka bátinn út á djúpið og kasta netum einu sinni enn – sömu netum og ég hafði notað síðustu kraftana í að hreinsa. Ég var þreyttur og hungraður en það var eitthvað við Jesú sem gerði það að verkum að það var erfitt að segja nei. Þegar við drógum inn netin voru þau svo full af fiski að netin gátu varla haldið þeim. Og þegar fiskurinn var kominn í bátana var hann svo þungur að þeir sukku næstum því. „Skiljið allt þetta eftir og fylgið mér,“ sagði Jesús við okkur þegar við komum í land. Við gerðum okkur fljótt ljóst að Hann átti ekki aðeins við að við ættum að yfirgefa fiskinn heldur líka bátana, netin, fjölskyldur og heimili, allt. Og við gerðum það. Við fórum allir fjórir á brott með Honum þann dag, aðeins með fötin sem við vorum í. Á næstu þremur árum sáum við undraverða hluti! Hann læknaði fjölmarga og gerði mörg önnur kraftaverk – eins og þegar við tólf, sem hann hafði valið sem lærisveina sína, vorum í báti, langt frá landi í stormviðri. Jesús hafði orðið eftir til þess að biðja en kom til okkar þegar stormurinn var hvað ákafastur, gangandi á vatninu. Þegar ég spurði hvort þetta væri virkilega Hann, sagði Hann mér að koma til sín á vatninu. Ég gekk líka nokkur skref 13

á vatninu, en síðan skelfdist ég og fór að sökkva. Ég hefði drukknað ef Jesús hefði ekki gripið mig. Hann var alltaf til staðar þegar við þörfnuðumst Hans, en hvar var ég þegar Hann þarfnaðist mín? Þess vegna er ég með verk í magagrófinni. Ég hafði í fjölmörg skipti gortað af því að ég myndi alltaf vera til staðar fyrir Hann, að ég myndi aldrei hopa til þess að bjarga eigin skinni en sjáið hvað gerðist! Fyrir tveimur kvöldum síðan gat ég ekki einu sinni haldið mér vakandi á meðan Hann var á bæn í Getsemane-garðinum áður en óvinir Hans komu að sækja Hann. Hvað gerði ég þá? Ég hljópst á brott og faldi mig, síðan fylgdist ég í öruggri fjarlægð með því hvert þeir tóku Hann og hvað þeir myndu gera við Hann. Ég beið í nálægum garði þegar trúarleg nefnd réttaði yfir Honum, þegar kona kom auga á mig og benti á að ég væri fylgismaður Jésú. Ég neitaði því. Ekki aðeins gagnvart henni, heldur í tvö önnur skipti. Ég hefði getað varið Hann. Hvers vegna gerði ég það ekki? Ég var svo mikill heigull! Ég hélt því fram að ég þekkti ekki Jesú – sama Jesú og hafði gert öll þessi kraftaverk, hafði auðsýnt svo mikinn kærleika og sem ég hafði viðurkennt að væri sonur Guðs. Ég er misheppnaður lærisveinn og vinur! Í gær hvöttu óvinir Jesú Rómverja til að taka Hann af lífi. Bara ef ég gæti fært klukkuna aftur. Ég myndi gera hvað sem er til þess að fá annað tækifæri. Þetta var saga Símonar Péturs

Ef þér finnst einhvern tímann eins og að prófanir, raunir og barátta sé meira en þú getur afborið, skaltu muna að Guð er stærri en þær. Varpaðu þeim yfir á Hann. —David Brandt Berg


fram að þessu sársaukafulla augnabliki, en saga hans var ekki jafn sorgleg og hann ímyndaði sér. Á þriðja degi, eftir að Jesús var líflátinn og greftraður birtist engill þremur konum sem komu að gröf hans í dagrenningu. „Verið óhræddar,“ sagði hann við þær. „Þið leitið að Jesú frá Nazaret sem var krossfestur. Hann er upprisinn! Hann er ekki hér. Sjáið staðinn þar sem þeir lögðu Hann. Farið og segið lærisveinunum - og Pétri – að Hann muni fara á undan ykkur til Galileu, þar munuð þið sjá Hann.“ Það gekk eftir eins og engillinn hafði sagt. Pétur sneri aftur til vina sinna við Galileuvatn þar sem sagan hófst, óöruggur með sjálfan sig og hvað tekið skyldi til bragðs. Þeir voru alla nóttina að veiðum og eins og áður veiddu þeir ekkert. Um morguninn sáu þeir mann á ströndinni. Hann kallaði til þeirra: „Kastið netunum aftur!“ Gat þetta verið … Jesús? Brátt fylltust netin af fiski. Þetta var Jesús! Hvatvíslega stökk Pétur frá borði og synti að ströndinni til þess að heilsa hinum upprisna Frelsara. Jesús og Pétur áttu samtal yfir morgunverði, sem samanstóð af brauði og fiski, og Jesús endaði samtalið á sömu orðum og höfðu breytt lífi Péturs fyrst þegar þau voru sögð—„Fylgið mér.“ Biblían og aðrar sögulegar skrár segja okkur að Pétur hafi náð sér eftir örvilnanina og hafist aftur handa. Hann hélt áfram og kenndi og prédikaði alla ævidaga sína og var lykilpersóna í Frumkirkjunni. Saga Péturs minnir okkur á að það skiptir ekki máli hvað hent hafi á lífsleiðinni, við getum öðlast styrk og nýtt upphaf, eins og hann. Við getum færst meira í fang því eins og Pétur ritaði síðar, trú og von tengjast Guði, ekki sjálfum okkur.1 Ef við höldum okkur nálægt Jesú mun það besta í lífinu vera ókomið. Þessi endursögn er byggð á Lúkasi 5:1-11, Matteus 14:22-23, Markús 14:66-72, 16:1-7, Matteus 27:1-2, Jóhannes 21 1

1. 1 Pétursbréf 1:21 2. Jesaja 40:31 14

HVAÐ UM ÞIG? Ef þú átt erfitt með að trúa að Guð geti hjálpað þér að yfirvinna gömul mistök og yfirstandandi erfiðleika getur það verið vegna þess að þú ert ekki búinn að taka á móti Jesú í hjarta þínu. Þú getur gert það núna með því að biðja eftirfarandi bæn: Kæri Jesús, þakka þér fyrir að deyja fyrir mig svo að ég mætti eiga eilíft líf. Vertu svo góður að fyrirgefa mér alla rangsleitni og ógeðfellda hegðun sem ég hef nokkurn tímann orðið sek/ur um. Komdu í hjarta mitt og gefðu mér gjöf eilífs lífs og hjálpa mér að þekkja kærleika þinn og frið. Ég þakka þér fyrir að heyra og svara þessari bæn og fyrir að vera ávallt við hlið mér uppfrá þessari stundu. Amen.

VÆ N G I R Ú R LÓ Ð U M Það er sama hvaða hindrunum þú stendur frammi fyrir í lífinu, það er leíð til þess að hefja sig upp yfir þær. Guð gefur börnum sínum vængi þegar hlutirnir verða of strembnir. Vængir myndast úr lóðum. Það er einhvers konar djöfullegt þyngdarafl í þessum gamla heimi sem reynir daglega að draga okkur niður. En það er líka togun upp á við sem getur lyft okkur upp að sjálfu hjarta Guðs. „Þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir.“2 Þeir sem bíða í nærveru Drottins, í bænagjörð og Orði hans rísa upp til ríkis friðar og hvíldar. —Virginia Brandt Berg


Nýr morgunn, nýtt upphaf Andleg æfing

Á hverjum morgni gefst nýtt tækifæri til þess að gera hlutina öðruvísi en áður — einkum með því að taka frá tíma til að tengjast Guði og fá Hans sjónarhorn á þau svið sem við viljum bæta okkur á og biðja Hann um að breyta hugsunum okkar, viðhorfum og gjörðum. Reyndar vill Hann ekkert fremur en breyta okkur til hins betra. Á hverjum morgni birtist mér miskunn þín ný. Drottinn minn, mikil er trúfesti þín. —Thomas Chisholm Bæn þar sem þið þakkið Drottni fyrir ástríka umönnun Hans er dásamleg leið til þess að hefja daginn. Gerið þetta í bítið í fyrramálið og sjáið hversu miklu máli það skiptir okkur þegar líður á daginn. Þið getið notað eftirfarandi bæn eða bæn frá ykkur sjálfum. Eða byrjið á þessari bæn og sníðið hana að kringumstæðum ykkar með því að bæta við sérstökum atriðum: Ég þakka þér fyrir þennan nýja dag sem er ferskur og án klúðurs og mistaka gærdagsins. Á meðan ég svaf hreinsaðir þú mistökin burt og gerðir alla hluti nýja. Ég þakka þér fyrir glænýja náð, glænýjan kærleika, glænýja fyrirgefningu, glænýjan styrk og óbrigðult loforð þitt um hjálp. Þú ert svo dásamlegur við mig, svo þolinmóður gagnvart göllum mínum og veikleika. Þú lítur ekki á galla mína eða dæmir mig fyrir mistök mín, heldur gefur þú mér ávallt von. Ég segi skilið við öll mistök mín og bresti. Hjálpa mér að fara fram veginn með hönd mína í þinni.1

Drottinn, á morgnana heyrir þú rödd mína, á morgnana legg ég bæn mína fyrir þig og ég bíð þín. —Sálmarnir 5:3 15

FÆÐSLULESTUR Framför—eitt skref í einu Bið þú Guð að hjálpa þér að setja þér markmið og búa til bestu áætlunina til þess að ná þeim. Sálmarnir 37:23, Orðskviðirnir 16:9, Orðskviðirnir 19:21. Vertu vandvirk/ur, gerðu eins vel og þú getur. Orðskviðirnir 13:4, Orðskviðirnir 21:5a, Orðskviðirnir 28:20a, Efesusbréfið 5:15-16. Þakkaðu Guði fyrir hjálpina, jafnvel þó hún sé ekki strax augljós. Sálmarnir 100:4, 1 Korintubréfið 15:57, Filippíbréfið 4:6. Leggðu framtíðina í hendur Guðs. Sálmarnir 37:5, Orðskviðirnir 3:5-6, Matteus 6:31,34, Filippíbréfið 1:6. Hafðu þolinmæði gagnvart því að útkoman verði eins og þú óskar. Lúkas 21:19, Galatabréfið 6:9, Jakobsbréfið 1:4, 5:7b – 8a.


KÆRLEIKSBOÐSKAPUR JESÚ

Auðæfi Mín átt þú Leyndarmálið við að eignast bæði andleg og veraldleg gæði er reyndar mjög einfalt: Gerðu þér ljóst umfang þeirra auðæfa sem Ég hef umráð yfir. Orð Mitt inniheldur hundruð fyrirheita sem þú mátt heimta. Eftir því sem þú lest þau, drekkur þau í þig og heimtar þau muntu verða bænheyrð/ur sem mun gleðja sálu þína og auka trú þína. Og þegar þú heldur áfram að lesa þau, drekka þau í þig og heimta þau, mun Ég halda áfram að svara, veita innblástur og búa í haginn. Saman munum við skapa ósigrandi og skothelda hringrás sigurs. Það merkir ekki að trú þín muni aldrei minnka eða að þú munir aldrei aftur lenda í erfiðleikum. Á meðan þú dvelur í þessum heimi muntu upplifa góð tímabil og erfið tímabil. Vandamál eru nauðsynlegur hluti lífsins en samband þitt við Mig og trú þín á kærleika Minn og fyrirheit geta skipt sköpum í heiminum!

Tengsl 5 tbl 2010  
Tengsl 5 tbl 2010  

Tengsl - 5 tbl 2010

Advertisement