Page 1

12 tbl. 2010

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

10 tbl. 2010

ALLT SNÝST UM KÆRLEIKA Gefðu það besta til þess að öðlast það besta

GEGNUM MYRKUR TIL LJÓSSINS Breytingar sem fyrstu jólin ollu

JÓLAFIÐRILDIÐ

Undravert tákn Guðs


12 tbl. 2010

Á P ER S Ó N U LE G U N Ó T U N U M Jól eru mismunandi fólki mismunandi hlutur. Sumum finnst þau vera tími gleðistunda með fjölskyldu og vinum, tími til þess að elska og vera elskuð/aður; sumum finnst þau vera einmanalegasti tími ársins. Sumir orna sér við hlýju og öryggi arineldsins og heimilisins; öðrum finnst þau hörð áminning um allt það sem þeir hafa ekki og munu kannski aldrei öðlast. Sumir líta á þau gróðatækifæri ársins; aðrir sem óumflýjanlegt fjárhagslegt stórslys – holu óhóflegra kaupa sem tekur mánuði að komast upp úr. Sumum finnast jólin tími djúpra hugleiðinga; öðrum þau vera tími veisluhalda og algleymis. Sumir líta á jólin sem tækifæri til þess að berast á með gjöfum til ástvina og taka á móti á sama hátt; öðrum eru þau tækifæri til að gefa af sér til þurfandi einstaklinga og vænta einskis á móti. Sumum eru jólin falleg ljós og litríkar skreytingar – skammvinnur árlegur flótti í heim þar sem allt er glaðlegt og bjart; öðrum eru þau von vegna fyrirheitisins um að allt ranglæti hverfi og það muni sannarlega vera „friður á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á.“ Sumum eru jólin kátur, gamall maður í rauðum fötum með sítt hvítt skegg sem segir „hó, hó, hó!“ og uppfyllir óskir barna; öðrum eru jólin lítill drengur í jötu sem mun uppfylla ósk Guðs. Okkur í Tengslum eru jólin tækifæri til þess að halda upp á fæðingu Jesú með milljónum manna um allan heim og tækifæri til að eiga hlut í kærleika Hans með þeim. Við vonum að þessi útgáfa af Tengslum muni stuðla að því að þessi jól verði þau gleðilegustu og merkingarfyllstu sem þú hefur átt. Megi Guð blessa þig og gera þig að blessun fyrir aðra um þessi jól og á komandi ári. Keith Phillips For Tengsl

1. Lúkas 2:14 2

Enskur ritstjóri Íslenskur ritstjóri Umbrot og útlit Framleiðsla Íslensk Framleiðsla www.arorautgafan.com info@arorautgafan.com

Keith Phillips Guðbjörg Sigurðardóttir Yoko Matsuoka Jessie Richards Andrew Fortune Öll réttindi áskilin. © 2010 Áróraútgáfan


HJARTANS JÓL Sá sem hefur ekki jólin í hjartanu mun ekki finna þau undir tré. —Roy L. Smith

Mundu þennan desember mánuð að kærleikurinn vegur meira en gull! —Josephine Dodge Daskam Bacon

Jól eru ekki stefnumót. Þau eru hugarástand. —Mary Ellen Chase

Gleðin við að lýsa upp líf annarra, bera byrðar hvers annars, gera þunga annarra bærilegan og ryðja úr vegi tómum hjörtum og tómum lífum með gjöfum, eru töfrar jólanna. —W. C. Jones

Jólin eru sá árstími þegar þú kveikir eld gestrisninnar í forstofunni, hinn milda eld mannkærleikans í hjartanu. —Washington Irving Blessaður er sá árstími sem fæst við að flækja allan heiminn í samsæri kærleikans! —Hamilton Wright Mabie Kærleikurinn er það sem dvelur í herberginu á jólunum ef þú hættir að taka upp gjafir og hlustar. —Eignað sjö ára barni, Bobby Christmas is forever, not for just one day, for loving, sharing, giving, are not to put away like bells and lights and tinsel, in some box upon a shelf. The good you do for others is good you do yourself. —Norman Wesley Brooks, „Let Every Day Be Christmas“

Jólin eiga sér stað í hjartanu. Þau opna hjartað fyrir öðrum, gefa af tíma okkar og kröftum til annarra, fyrirgefa þegar það er nauðsynlegt og taka öðrum eins og þeir eru inn í hjarta okkar. Jólin snúast um það að gera fyrir aðra eins og Jesús gerði fyrir okkur, einnig að láta anda Guðs ríkja í hjarta okkar og gefa kærleika Hans yfirburðastöðu í tengslum okkar við aðra. —Robert Rider Jólin fjalla ekki svo mikið um að opna gjafir heldur hjartað. —Janice Maeditere

Opnið gjafirnar sem, þið fáið um jólin, en verið þakklát fyrir þær allt árið. —Lorinda Ruth Lowen Boðskapur jólanna er sá að hinn sýnilegi heimur tengist hinum ósýnilega, andlega heimi. —Author unknown Jörðin er gömul vegna byrði umönnunarinnar, en um jólin er hún ung. —Phillips Brooks Let Christmas not become a thing Merely of merchant’s trafficking, Of tinsel, bell and holly wreath And surface pleasure, but beneath The childish glamour, let us find Nourishment for soul and mind. Let us follow kinder ways Through our teeming human maze, And help the age of peace to come From a Dreamer’s martyrdom. —Madeline Morse

Andi jólanna seður (uppfyllir) mesta hungur mannkynsins. —Loring A. Schuler

3


Gegnum myrkur

Til ljóssins Eftir Joanna Hanssen

LJÓSIÐ JESÚS Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós. —Jesaja 9:2 Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér glitrandi röðull. —Jesaja 60:1,19 Í honum (Jesú) var líf og lífið var ljós mannanna.—Jóhannes 1:4 „Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.„—Jesús, Jóhannes 8:12

Það er aðfangadagskvöld. Fyrir mánuði síðan hvarf sólin niður fyrir sjóndeildarhringinn og sést ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Á þessum árstíma er Noregur samt ekki eins drungalegt land og maður gæti haldið. Náttúran er þakin snjó sem glitrar vegna tungslskinsins og skins stjarnanna og endurvarp sólarinnar dansar yfir næturhimininn. Litirnir geta gert mann agndofa. Það hefur verið ótrúlega fallegt og heiðskírt þetta árið og ég hef varið miklum tíma við stóra gluggann minn sem snýr að hafinu og eyjunum. Ég hef verið hugfangin af hinu sérstaka „bláa ljósi“ sem staldrar við um hádegi og ég hef verið hugfangin af hrífandi áhrifum gamalkunnra hluta sem sjást bókstaflega í öðru ljósi. Það eru aðeins fjórir dagar frá vetrarsólstöðum en breytingin hefur verið athyglisverð. Áður voru litirnir sterkir og stórbrotnir – dökkappelsínugulir og rauðir, djúpfjólubláir og dökkbláir. Núna eru þeir ljósir – bleikir, lofnarblómslitaðir og fölbláir. Það líður ekki á löngu þar til sólin gægist upp yfir sjóndeildarhringinn. Dimmasta stundin er rétt fyrir „dögun“ og við höfum beðið eftir birtunni í fleiri en einum skilningi. Eins og halli jarðarinnar um möndul sinn hefur falið sólina fyrir okkur um tíma, leiddi syndugt mannlegt eðli til þess að Guð huldi andlit sitt fyrir okkur. En þegar Jesús fæddist rann upp ný öld. Guð lét ljós kærleika síns og ljós sannleikans skína á heiminn og færði með því nýja von, nýtt líf og nýtt upphaf öllum þeim sem taka á móti Honum. Gleðileg jól! Gleðilegt nýtt upphaf! Joanna Hanssen er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Noregi. ■

1. Jesaja 59:2 4


Jesú færðar gjafir Eftir Lily Neve

Fyrir þrem árum fór ég að skrifa Jesú jólakort eða ég ætti frekar að segja afmæliskort. Ég fékk hugmyndina eftir að hafa lesið grein um að gefa Jesú gjafir, annað hvort beint eða óbeint. Gjafir voru til dæmis lof fyrir kærleika Hans og óbrigðula umsjá, gjöf trúarinnar og gjafir handa öðrum í formi góðvildar, fyrirgefningar, athygli og þjónustu við þá. Við gerð lista yfir gjafir var mér hugsað til þess hvað Jesús vildi helst fá frá mér. Hvað gæti ég gefið Honum í afmælisgjöf sem skipti Hann mestu máli? Þegar að því kom að senda jólakortin, tók ég upp pennann og skrifaði Jesú kort. Kæri Jesús, byrjaði ég. Til hamingju með afmælið!… Sumt af því sem ég lofaði Jesú nokkur síðustu jól, hafði ég lofað áður. Önnur loforð voru hlutir sem ég vildi halda áfram að gera á árinu sem fór í hönd eða um alla framtíð. Engin gjafanna kostaði peninga en flestar tóku tíma eða kostuðu litlar fórnir af minni hálfu. Allar gjafirnar, trúi ég, hafa áhrif til góðs um alla framtíð. Á síðasta ári skrifaði ég afmæliskortið til Jesú 12. desember. Áætlun mín var sú að gefa Jesú gjöf á hverjum degi fram að jólum. Ef þú skyldir vera forvitin/n um hvað á listanum stóð þessi jól, stóð meðal annars eftirfarandi:  TRÚ: Varpa áhyggjum og ótta yfir á Guð og treysta því að áform Hans um líf mitt muni leiða til góðs  KÆRLEIKUR: Að elska fólk sem að undanförnu hefur ekki virst elskuvert  FYRIRGEFNING: Fyrirgefa vissri persónu sem gerir sér ekki einu sinni ljóst að hún særði mig Við skulum muna að jólahjartað er gjöfult og  HVATNING: Laða fram það besta í öðru fólki og hrósa því fyrir þá opið og leitast við að sinna öðrum áður en eiginleika það sinnir sjálfu sér. Fæðing Jesúbarnsins er  STUÐNINGUR: Gera það sem í mínu valdi stendur til þess að merkasti viðburður allrar mannkynssögunnar hjálpa öðrum að nýta til fullnustu hæfileika sína því hún hefur merkt að inn í sjúkan heim hefur  BÆN: Biðja fyrir vinum og borist græðandi meðal kærleikans og hún hefur fjölskyldumeðlimum út allt komandi ár umbreytt öllum hætti hjartna í næstum því tvö Bæn mín er sú að þessar gjafir muni halda þúsund ár. Undir öllum fullu bögglunum er áfram að hafa jákvæð áhrif löngu eftir lok jóla. Lily Neve er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Suður-Asíu. ■

sláandi jólahjarta. —George Matthew Adams (1878–1962) 5


Áttu kærleika aflögu? Eftir Evelyn Sichrovsky

Á síðustu jólum bauð læknir „fjölskyldu“ minni að koma fram fyrir u.þ.b. 12 aldraða sjúklinga. Í ljós kom að aðeins 5 voru nógu hressir til þess að mæta. Þetta var minnsti hópur áhorfenda sem við höfðum nokkurn tímann komið fram fyrir en fallegu brosin á þessum hrukkóttu andlitum gerðu það fyrirhafnarinnar virði. Á eftir heimsóttum við nokkra aldraða í viðbót á heimilum þeirra. Kona ein með göngugrind heilsaði okkur fyrir utan húsið sitt og leiddi okkur inn í dimmuna þar sem ég sat hjá henni á rúmstokknum og við sungum jólalög saman á mállýsku staðarins. Þegar við fórum veifaði hún okkur í litla glugganum sínum og brosti svo að ég táraðist. Þegar við ókum heim hugsaði ég um hana og hitt fólkið, einsamalt, fátækt, veikt ástarþurfi – og vandamál mín virtust lítilfjörleg. Aftur eru komin jól og ég er minnt á að milljónum líður eins og þessari konu. Áttu kærleika aflögu handa einhverjum í nálægð við þig? Evelyn Sichrovsky er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taiwan. ■ 6

Mynd af kærleikanum Endursamið úr verki Virginiu Brandt Berg

Aftur nálgast jólin. Jólaskreytingarnar hafa verið hengdar upp á götunum og settar í verslanir. Jólalög fylla loftið og búðargluggar eru fullir af jólavörum og jólagjafahugmyndum. Þegar ég stóð fyrir framan einn búðargluggann og horfði á sveit fjörugra álfa dansa og leika á litla tinlúðra velti ég fyrir mér hvað slíkir hefðu að gera með jólin, fæðingardag Jesú, sonar Guðs. Hvers vegna hafði verslunin valið álfa fremur en jólabarnið með Maríu mey? Síðan fékk ég hugmynd: Margt fólk sér fyrir sér jólasveininn og álfa því það er erfitt að trúa jólasögunni. Hvers vegna valdi Guð að opinbera sig sem maður? Það virðist óskynsamlegt og órökrænt en einmitt það gerði Guð. Þegar Guð vildi láta í ljós kærleika sinn til okkar, sendi Hann okkur lítið barn sem þegar það varð að manni kenndi okkur um vegi Guðs og leiddi okkur aftur til Hans. Það er djúpur og dásamlegur sannleikur – og því getum við fagnað. Virginia Brandt Berg (1886–1968), var móðir stofnanda Alþjóðlegu fjölskyldunnar, David Brandt Berg.


HIN ENDANLEGA

JÓLAGJÖF Endursamið úr verkum David Brandt Berg

Biblían segir okkur: „Guð er andi“ 1 og „Guð er kærleikur.“ 2 Hann er hinn mikli andi kærleikans sem skapaði þig og mig, þennan fallega heim og alheiminn. Til þess að sýna okkur kærleika sinn og hjálpa okkur að skilja Hann, sendi Hann okkur son sinn Jesú Krist. Þótt Honum væri fyrirhugað að verða konungur konunganna fæddist Jesús ekki í höll. Í stað þess fæddist Hann á óhreinu gólfi fjárhúss og var lagður til svefns í jötu.3 Hinir ríku og voldugu um Hans daga tóku ekki opinberlega á móti Honum. Þess í stað vitjuðu Hans fáeinir fátækir hirðingjar en hópur engla hafði 1. Jóhannes 4:24 2. 1 Jóhannesarbréf 4:8 3. Lúkas 2:7 4. Lúkas 2:8–14

sagt þeim frá fæðingunni. „Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á.“4 Þegar Jesús hóf lífsstarf sitt um þrítugt, prédikaði Hann ekki aðeins boðskap sinn, heldur lifði hann og Hann prédikaði meðal lýðsins og varð einn þeirra. Hann sinnti andlegum þörfum þeirra en varði líka miklum tíma í að annast líkamlegar þarfir þeirra, lækna þá þegar þeir voru veikir og fæða þá þegar þeir voru svangir. Hann elskaði þá án þess að gera upp á milli þeirra, jafnvel að því marki að orðspor Hans yrði fyrir hnekki.5 Hann var vinur drykkjumanna, vændiskvenna og syndara, utangarðsmanna og kúgaðra og sannaði að kærleikur Guðs og fyrirgefning nær til allra. Hann sagði að frelsun væri svo einföld. Allt sem til þyrfti væri trú eins og hjá litlu barni.6 Réttu líferni væri hægt að lýsa með aðeins tveim setningum: Elskaðu Guð og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig.7 Með Jesú gaf Guð öllum heiminum hlutdeild í kærleika sínum. Hann elskar líka hvert okkar eitt og sér. Guð elskar þig svo mikið að Hann gaf það sem Honum var kærast, eingetinn son sinn, svo að þú gætir haft eilíft líf.8

Myndirðu vilja vita með óyggjandi hætti að Jesús Kristur sé raunverulega sonur Guðs og leið til hjálpræðis? Þú getur það. Allt og sumt sem þú þarft að gera er að biðja Hann um að koma inn í hjarta þitt. Þú getur gert það á þessari stundu með því að biðja þessa bæn:

5. Fillippíbréfið 2:7 6. Matteus 18:3 7. Matteus 22:37–39 8. Jóhannes 3:16

Jesús, þakka þér fyrir að koma inn í minn heim, svo að ég geti upplifað kærleika og fyrirgefningu Föðurins. Ég opna hjarta mitt og býð þér inn. Amen. 7


Jólafiðrildið Eftir Lynn Matsumoto

„Við skulum halda jólaveislu á aðfangadagskvöld,“ lagði Yoko Takahashi til við eiginmann sinn morgun einn í desember. Kroichi svaraði ekki. Hann sagði aðeins að hann kæmi seint heim og fór í vinnuna. Mest var að gera í fyrirtækinu hans í desember og það átti ekki síst við þetta árið þegar efnahagslífið var seint í vöfum. Hann velti fyrir sér hvort honum myndi vera sagt upp einhvern daginn eins og svo mörgum öðrum. Fyrir aðeins tveimur dögum var hann viðstaddur kveðjuveislu fyrir einn af starfsbræðrum sínum. Verslunargöturnar í Tókýó voru fallega skreyttar með björtum ljósum og skínandi jólatrjám en farþegarnir sem þyrptust inn í morgunlestina voru þreytulegir þótt dagurinn væri rétt að byrja. Koichi gat ekki hrist af sér kvíðvænlegu hugsanirnar. Hvað kæmi fyrir ef mér yrði sagt upp? Við gætum ekki borgað af húsnæðisláninu. Börnin okkar eru enn mjög ung… Þegar hann kom á skrifstofuna 8

kveikti hann á tölvunni og steypti sér niður í tölvupóstinn og var fljótt niðursokkinn í vinnuna. Um þrjú leytið það síðdegi hringdi síminn. Það var lögreglan. „Hr. Tagahashi? Konan þín lenti í árekstri. Það er verið að fara með hana á næsta sjúkrahús. Mér þykir þetta leitt.“ Koichi stökk upp úr stólnum. „Ég trúi þessu ekki. Þetta hlýtur að vera misskilningur!“ hrópaði hann. Hann endurtók þetta með sjálfum sér á leiðinni til sjúkrahússins. Hún var við hestaheilsu og ekkert amaði að henni í morgun! Á sjúkrahúsinu kom hann að Yoko vafðri inn í sárabindi og tengdri við tæki. Honum var sagt að trukkur hefði ekið á bíl hennar þegar hann fór yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hún var í dái og handleggsbrotin. „Við ætlum að gera allt sem við getum fyrir konuna þína. En við vitum ekki hvort hún hafi þetta af. Jafnvel þótt hún komist aftur til meðvitundar, mun hún hljóta alvarlegar eftirverkanir,“ sagði læknir við Koichi. Eftir að hafa horft lengi á konu sína gekk Koichi hægt af sjúkrahúsinu. Án þess að hann gerði sér það ljóst talaði hann

upphátt við hana. „Ekki yfirgefa okkur! Börnin þarfnast þín! Þegar þú nærð þér skulum við gera allt sem okkur langaði til að gera saman!“ Fólk, sem varð á vegi hans, horfði á hann og velti fyrir sér hvað gengi á. Honum var sama. Þá mundi hann eftir því að Yoko hafði nýlega farið að lesa Biblíuna. Hann hafði rétt gluggað í hana í nokkur skipti og varð að viðurkenna að í henni voru góðir hlutir en honum fannst samt að trú væri fyrir þá sem hefðu lítið að gera eða væru veiklundaðir. Fremur en að tileinka sér trúarbrögð í miklum mæli ætti fólk að leggja harðar að sér við vinnu og leggja meira af mörkum til fyrirtækisins eða þjóðfélagsins. En hann gat ekki hætt að hugsa um Guð. Skyldi Guð vera til? Skyldi Hann svara bæn minni? Það væri vitlaust að biðja ef Hann væri ekki til. Hann gat samt ekki bægt hvötina til þess að biðja Yoko myndi vilja að ég bæði. Loks bað Koichi einlæglega frá hjartanu: „Kæri Guð, ef þú ert til, þyrmdu þá lífi Yoko.“ Einmitt þá flögraði fiðrildi fyrir framan Koichi. Á ljómandi, purpuralitum vængjum þess voru hvít og ljósblá munstur.


Þótt Koichi hefði oft farið á fiðrildaveiðar og veitt skordýr sem barn, hafði hann aldrei séð jafn fallegt fiðrildi – og það í desember! Honum fannst að þetta fiðrildi hefði verið sent til hans sem tákn. Í huga hans voru þetta greinileg skilaboð: “Þú hefur verið bænheyrður! Konan þín mun læknast! Honum til undrunar fann Koichi hlýju og frið umlykja hjarta sitt. Fimm dögum síðar þegar Koichi kom inn á sjúkradeildina eins og hann gerði daglega, kom læknir til hans. „Konan þín er komin til meðvitundar. Þetta er óútskýranlegt! Við fundum enga heilaskemmd.“ Koichi flýtti sér inn á stofu

Yoko. Yoko brosti og heilsaði honum með veikri röddu. Hann sagði henni að reyna ekki að tala en hún gat ekki orða bundist: „Ég var stödd á fallegu blómaengi og yndislegt fiðrildi flögraði í kringum mig. Ég var svo hamingjusöm. Síðan var Jesús þar. Hann sagði mér að það væri ekki kominn tími fyrir mig að deyja – að ég þyrfti að fara til baka og annast fjölskyldu mina.“ Yoko útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum dögum fyrir jól. Á aðfangadagskvöld flýtti Koichi sér heim úr vinnuunni með gjafir handa fjölskyldunni. Yoko var enn með handlegginn í fatla og var með börnunum í dagstofunni.

„Við skulum syngja saman ‚Heims um ból‘. Jólin eru dagur Jesú. Eingetinn sonur Guðs fæddist þá.“ Síðan tók Koichi eftir nýju skrauti nálægt toppi jólatrésins. Það var mjög líkt fiðrildinu sem hann hafði séð fyrir utan sjúkrahúsið. Hvers vegna er það hér? Fiðrildi tengjast ekki jólum – eða hvað? En hann velti því ekki lengi fyrir sér, umvafinn hamingju og þakklæti fyrir bata konu sinnar en það var kraftaverk. Já, Guð er til. Guð sem hefur svo stórt, hlýtt hjarta, svaraði bæn minni. Lynn Matsumoto er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Japan. ■ 9


HIN „Bíddu!“ kallaði stúlka fyrir aftan mig. Þetta var kaldur og votviðrasamur vetrarmorgunn á Taiwan. Þegar ég sneri mér við hljóp smávaxin stúlka, u.þ.b. á mínum aldri, til mín og sagði: „Ég hélt að allir útlendingar færu til heimalandsins um jólin. Þér mun ekki finnast þau góð hér.“ „Ég veit það,“ svaraði ég, „en ég er sjálfboðaliði hér. Ég hef ekki efni á að fara heim til mín þessi jól. Ég á þó vini hér, þannig að um mig mun ekki væsa. Ég hef líka Jesú sem er hjá mér hvar sem ég er.“ „Ég hef heyrt um Jesú þinn,“ sagði stúlkan. „Ég er búddisti og það eru einnig allir aðrir í fjölskyldunni. Ég hitti einu sinni trúboða sem reyndi að snúa mér til þinnar trúar en það virðist of flókið. Ég bar fram of margar spurningar sem hann gat ekki svarað.“ Þinn Jesús! Þín trú! Mér mætti sífellt þessi hindrun. Viðkvæðið var alltaf „þín trú“ og „mín trú.“ Ekki aðeins það, heldur virtist þetta fólk, sem mér hafði lærst að þykja vænt um, hafa unun af því að finna leiðir til þess að skora á mig. Málið var ekki að það vildi ekki hlusta á það sem ég hafði að segja – fólkið hlustaði þolinmótt og af virðingu – en ég þurfti að finna lykilinn, einhverja leið til þess að sýna því að það væri ekki flókið að finna Jesú. Skyndilega var ég altekin sömu löngun og ég er oft haldin þegar ég stend frammi fyrir nýrri manneskju – lönguninni til þess að sýna henni að Jesús er ekki bara trúarbrögð, heldur að Hann væri raunverulegur og að Hann elskaði hana. Síðan rann lausnin upp fyrir mér. Jól! Það er málið. Segðu henni söguna um jólin! Ég bauð henni upp á kaffibolla og við fórum á lítið kaffihús. Þar 10

sagði ég henni söguna um Jesú og hvernig Hann kom til jarðarinnar til þess að sýna með fordæmi sínu hvernig við ættum að elska hvert annað. Ég skýrði líka hvernig dauði Hans á krossinum gerði það mögulegt fyrir okkur að öðlast eilíft líf. Við hljótum að hafa talað saman í einn eða tvo klukkutíma. Hún spurði spurninga og ég reyndi að svara og notaði dæmi úr Biblíunni og lífinu. Hún hlustaði en virtist samt efins. Það var ljóst að þetta náði ekki til hennar. Það varð seint að degi og við þurftum báðar að komast heim. Þegar við gengum að járnbrautarstöðinni, hélt hún áfram að spyrja. Hún leitaði sannleikans í einlægni og var opin fyrir að heyra um Jesú. Hvernig gat ég gert Hann raunverulegan fyrir henni? Það fór að rigna og hún


DRUNI N Eftir Sonia Purkiss

hrópaði upp yfir sig: „Ó nei!“ „Hvað er að,“ spurði ég. „Ég gleymdi regnhlífinni minni í versluninni sem ég var í áður en ég hitti þig. Hvað á ég að gera? Ég átti hana ekki einu sinni. Ég fékk hana að láni.“ Án umhugsunar sagði ég við hana: „Hérna, taktu mina. Ég er með aðra heima.“ Hún varð undrandi á svipinn en þakkaði mér fyrir og tók regnhlífina. Við héldum áfram að tala saman heim að járnbrautarstöðinni, þar sem ég færði henni smárit sem sagði frá ást Jesú á henni. „Íhugaðu samtal okkar,“ sagði ég við hana, „og ef þú ákveður að þú viljir taka á móti Jesú inn í líf þitt, þarftu aðeins að biðja stuttu bænina aftan á ritinu.“ „Við töluðum mikið saman í dag,“ sagði hún, „þakka þér fyrir

að hlusta á mig og svara spurningum mínum af þolinmæði. Þakka þér fyrir að segja mér söguna um jólin og Jesú. Mér þótti leitt að sóa tíma þínum því þú hafðir samt ekki talið mér hughvarf…“Kemur ekki á óvart!, hugsaði ég, því að ég fann hvernig henni var innanbrjósts. Ég gat ekki ímyndað mér hvað það var sem ég gerði. Við höfðum aðeins setið og spjallað og síðan talað og talað enn meira. „Hvað var það?“ spurði ég. „Þú gafst mér regnhlífina þína. Án þess að hika, án umhugsunar, þú gafst mér hana bara, bláókunnri manneskju þar til fyrir stuttu síðan. Ef gjöfin sem þú segir að Jesús vilji gefa mér er enn öflugri en það sem ég fann þegar þú gafst mér regnhlífina þína, þá vil ég afdráttarlaust biðja þessa bæn.“ Lestin mín kom og ég fékk tár í augun þegar við föðmuðumst. Hún virtist hamingjusöm og ég var í skýjunum. Þegar ég sat í lestinni á leið heim gerði ég mér ljóst að hindruninni, sem ég hafði svo oft velt fyrir mér, hefði verið eytt fyrir tvö þúsund árum þegar Jesús kom til jarðarinnar. Hann talaði ekki aðeins um kærleikann. Hann sýndi hann; Hann var kærleikurinn. Það er svo einfalt, hugsaði ég. Ég gaf henni regnhlíf og þessi einfalda athöfn kom henni í skilning um þá staðreynd að kærleikur Jesú er gjöf. „Drottinn,“ bað ég hljóðlega, „hjálpaðu mér að fylgja þér þétt eftir, þannig að gjörðir mínar séu háværari en orðin um þessi jól og ávallt.“ Sonia Purkiss er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og einn af höfundum Tengsla.. ■ 11


Það snýst allt um k Er það ekki undarlegt hvernig kærleikurinn týnist í umrótinu við að komast þangað sem þú vilt? Það er auðvelt að vera svo upptekin/n af að gera hlut að maður gleymir að gefa kærleika. Það er auðvelt að missa einbeitingu eða skírleika þegar hlutirnir eru séðir frá þessari hlið. Við höfum öll gert það óvart á einhverjum tímapunkti. Við vitum að það er rétt umgangast aðra af kærleika,1 og við reynum vanalega að gera það en þegar afgerandi andartök koma, þegar kemur að þörf sem heimtar mikinn kæleika, þá hættir okkur til að ýta honum út úr myndinni. Einhvern veginn gleymum við mikilvægi vinarþels, að vera ástúðleg/ur eða kurteis eða hafa tíma fyrir aðra. Stundum gleymum við að öll afrek okkar eru einskis virði ef við höfum ekki kærleika.2 En staðreyndin er sú að ekki er hægt að mæla allt strax og koma auga á sýnilegan árangur. Stundum tekur tíma að hrinda bestu og endingarbestu hlutunum af stað og það tekur tíma að koma auga á gildi þeirra. Þannig er farið með kærleikann. Ef ákvarðanir eru ekki teknar með kærleika í huga, eru það ekki réttu ákvarðanirnar. Að verja tíma í kærleika er fjárfesting. Þú græðir ekki samdægurs en þegar þú færð kærleikann til baka, hefur hann margfaldast í verði og veitir blessun. Ég las einu sinni tilvitnun sem var á þessa leið: „Það er sama hvernig verkefnalisti dagsins lítur út. Þú skalt alltaf ímynda þér að tvö mikilvægustu atriðin tilheyri Guði að elska Hann fyrst og fremst og aðra á sama hátt.3 Að ljúka fyrsta verkefni þínu á listanum 12

án þess að uppfylla fyrstu tvö ofangreind atriði þýðir að þú hefur aðeins framkvæmt þriðja besta val.     Ef við leggjum okkur fram um að elska Guð og aðra, mun það sjást á samskiptum okkar við aðra. Auðvitað erum við mannleg og gerum mistök, við eigum góða daga og slæma daga og Guð skilur það en ef við viljum breyta heiminum til hins betra, verðum við að sýna kærleikann í verki. „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“4      Hvernig getum við auðsýnt kærleika? Einn fegursti eiginleiki kærleikans er að hann lagar sig eftir þörfinni. Það er engin algild regla, þannig að það er partur af kærleikanum að finna út hver þörfin er og hvernig megi mæta henni. Hér koma nokkrar hugmyndir sem geta komið þér af stað: w Reyndu að sjá aðra í ljósi kærleikans; finndu góða eiginleika þeirra og hvettu þá. w Byggðu aðra upp, hrósaðu fyrir vel unnin verk. Öllum þykir gott að vera hrósað. w Þegar einhver gerir eitthvað sem þér fellur ekki og þú ferð að gagnrýna hann í huganum, settu þig þá í spor hans. Hvað hefur fengið hann til að haga sér svona? Hvernig myndirðu vilja að hann brygðist við ef þú værir í hans sporum og hann í þínum? w Tengstu fólki. Hlutur, sem er jafn einfaldur og að því er virðist lítill eins og bros eða vingjarnleg athugasemd, getur valdið viðsnúningi á deginum hjá ókunnugum manni eða konu og e.t.v. verið upphafið að langri og merkilegri vináttu. w Gerðu hluti „til viðbótar“ sem létta byrði annarra og láttu með því í ljós skilning og umhyggju.


kærleika w Leggðu þig fram um að skilja betur vini og samstarfsfólk. Hvað knýr þau áfram? Hvað skiptir þau mestu máli? Hver skiptir þau mestu máli? Hvaða framtíðardraum hefur þetta fólk? Hver er stærsta stund þess? Kannski hefurðu nú þegar reynt að vera elskandi en þér finnst þú ekki hafa meiri kærleika að gefa. Kannski finnst þér þú sjálf/ur ekki fá nægan kærleika, þannig að þess vegna hefurðu ekki mikið að gefa. Þessar tilfinningar eru eðlilegar. Það er satt – kærleiki okkar dugar ekki. Ef mannkærleikur dygði, myndum við ekki þarfnast Jesú í svo miklum mæli og heldur ekki heimurinn. En þegar við erum uppiskroppa með kærleika, hefur Jesús alltaf meira. Kærleikur Hans er dásamlega nægur, skilyrðislaus, ótakmarkaður og óendanlegur. Leyndarmálið við að hafa meiri kærleika til þess að gefa öðrum, er að komast í samband við kærleika Jesú. Segðu við Hann: „Jesús, ég þarf að fá meira af þér inn í líf mitt. Ég þarfnast meira af kærleika þínum.“ Svo skaltu virkja allan þann kærleika sem þú hefur og Hann mun gefa þér meiri kærleik. Því meira sem þú gefur þeim mun meira mun Jesús gefa þér á móti. Haltu áfram að gera þetta og þú munt komast að því að þú hefur nægan kærleika til þess að styðja ekki aðeins þig heldur líka aðra. Eins og sagan í Biblíunni um ekkjuna og soninn greinir frá. Hún gat haldið sér ásamt syninum og spámanninum Elía á lífi í þriggja ára hungursneyð með svolitlu af olíu og handarfylli af hveiti, blandað trú.5 Eins og í þessari sögu muntu sjá kærleika þinn margfaldast.

Eftir Maria Fontaine

„Það er sama hvernig verkefnalisti dagsins lítur út. Þú skalt alltaf ímynda þér að tvö mikilvægustu atriðin tilheyri Guði að elska Hann fyrst og fremst og aðra á sama hátt. Að ljúka fyrsta verkefni þínu á listanum án þess að uppfylla fyrstu tvö ofangreind atriði þýðir að þú hefur aðeins framkvæmt þriðja besta val.“

Maria Fontaine og eiginmaður hennar, Peter Amsterdam, fara fyrir Alþjóðlegu fjölskyldunni. ■ 1. 1 Jóhannesarbréf 4:7–8 2. 1 Korintubréf 13:3 3. Markús 12:30–31 4. Jóhannes 13:35 5. 1 Konungabók 17:1–16

13


BÆN MÍN ÞÉR TIL HANDA Á JÓLUM Eftir Caryn Phillips

Kæri/a, Engin gjöf gæti fyllt hjarta þitt af öllum þeim sérstöku hlutum sem þú átt skilið, þannig að þessi jól færi ég þér bæn þar sem ég bið þann sem þekkir allar þarfir þínar að gefa þér það besta sem Hann á. Fyrst bið ég fyrir hamingju þinni. Ekki hinni skammvinnu sem hlýst af viðburðum eða keyptum hlutum, heldur djúpri varanlegri hamingju sem mun vera til staðar þótt ekkert sérstakt sé að gerast. Þessu næst bið ég fyrir friði í hjarta. Ég á ekki við skot af spenningi, tómleikatilfinningu eða tímann að lokinni virkni eða áskorunum, heldur ljúfri þekkingu á því að Guð er við stjórnvölinn og að Hann muni ekki leyfa að neitt komi fyrir þig sem þú og Hann getið ekki ráðið fram úr – hljóðri fullvissu sem veitir þér innri frið, jafnvel þegar þú ert að leggja hart að þér við vinnu eða ert undir álagi. Bæn mín væri ekki fullnuð án þess að biðja fyrir að þú hafir trú. Sumt fólk heldur að trú merki að sjá ekki raunveruleikann – heldur of mikla bjartsýni sem afneitar staðreyndum. En raunveruleg trú, sú sem ég óska þér, byggist á dásamlegasta veruleika allra veruleika – tilvist Guðs og kærleika Hans og fyrirheit 14

Hans til þín. Slík trú veit að Guð vill þér allt það besta og stuðlar að því að það verði að veruleika. Slík trú er fengin með því að lesa Orð Hans. Slík trú flytur fjöll. Ég bið fyrir því að þú hafir visku og skilning svo að þú getir litið á lífið í kringum þig og síðan til himins og fundið þau svör, skýringar og leiðsögn sem þú þarfnast – guðdómlega visku sem færir þér þolinmæði og trú gagnvart öðru fólki og vísar þér veginn á erfiðum stundum. Síðan en ekki síst bið ég þess að þú upplifir kærleika

– mikinn kærleika, stórkostlegan kærleika, þolinmóðan kærleika, vitran kærleika, ljúfan kærleika, skemmtilegan kærleika, spennandi kærleika, stefnufastan kærleika, umberandi kærleika, sterkan kærleika, örvandi kærleika, kærleika Guðs í öllu Hans stórkostlega formi. Guð kom til jarðar á jólum sem lítið barn til þess að færa okkur alla þessa hluti – hamingju, frið, trú, visku og mest af öllu kærleika. Þannig að bæn mín á þessum jólum er að þú takir Krist inn í hjarta þitt, trúir á fyrirheit Hans og upplifir allt það undur sem Hann býr þér. Ég bið þessa fyrir þig vegna þess að ég veit að Jesús vill færa þér alla þessa hluti, vegna þess að Hann elskar þig. Það geri ég líka. Caryn Phillips er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum. ■


Gjöfin að gefa „Hvað get ég fært þér, meistari?“ E ftir D avid B randt B erg

Þegar jólin nálgast fer ég að hugleiða síðastliðið ár, það sem ég gerði eða láðist að gera, það sem ég ætlaði að gera eða hefði átt að gera og ég er þegar farinn að hugsa um markmiðin á næsta ári, hvernig ég gæti stefnt hærra eða bætt mig. Það er þá sem boðskapur gamals lags rifjast upp: Hvað get ég fært þér, meistari? Þér sem dóst fyrir mig! Hvernig get ég í það minnsta veitt þér af mínu besta? Þar sem þú hefur veitt mér allt!1 Jesús er meistarinn og jólin eru afmælisdagur Hans. Setji maður sönginn í það samhengi og íhugi næsta ár, verður spurningin: Hvaða markmið næsta árs getum við gefið Jesú á afmælisdegi Hans? Hann kenndi okkur að það sem við gerum til þess að hjálpa fólki í neyð erum við í reynd að gera Honum.2 Að gefa fátækum er að gefa Jesú. Að hugga fólk þegar það er örvilnað er að gefa Jesú. Að veita fólki kærleika, skilning og fyrirgefningu er að gefa Jesú. Að gefa fólki lausnir í vanda þess og svör við spurningum þess um lífið er að gefa Jesú. Að færa fólki góðu fréttirnar um hjálpræðið í Jesú er að gefa Jesú. Það er á svo margan hátt sem við getum gefið Honum. Við skulum gefa Honum okkar besta. Við skulum elska aðra fyrir Hann. David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar. ■

Andleg æfing Jólasaga, samin af Charles Dickens og útgefin í fyrsta sinn árið 1843, hefur verið endursögð í mörgum afbrigðum og myndum. Þar sem hún er sígild saga er hún miklu meira en bara frásögn um nískan, vansælan öldung – Scrooge – sem breytir háttum sínum eftir að þrír andar vitja hans á aðfangadag. Hún minnir á að það er aðeins þegar við gefum öðrum að við lofsyngjum anda jólanna. Gjöf getur verið efnisleg eins og fallegur innpakkaður pakki eða peningagjöf handa þurfandi einstaklingi en sönn gjöf er meira en það; hún felst í því að deila með öðrum. Hvers vegna ekki að fagna jólunum sérstaklega þetta árið með því að senda jólakort, fara í heimsókn eða senda jólagjöf til fólks sem þú þekkir og er sérstaklega einmana? Ef til vill mun einhver í starfsfélagi þinn verja jólunum einn. Eða kannski áttu nágranna sem myndi kunna að meta góðvild umfram það venjulega. Er þetta ekki einmitt inntak jólanna?

1. Homer W. Grimes 2. Matteus 25:40 15


Kærleiksboðskapur Jesú

Leyfðu kærleika mínum að verma þig um jólin Það er sama hversu hnugginn þú ert – sértu án atvinnu og með tómt peningaveski eða bankainnistæðu, ef þú ert einmana eða veik/ur eða hefur orðið fyrir missi eða sé þér er kalt um hjartaræturnar vegna stríðs, haturs eða óréttlætis – þá getur kærleikur Minn breytt því. Mundu fæðingu Mína og allt sem hún boðaði. Láttu kærleika Minn fylla þig og gefa þér tilgang. Böl þjakaði einnig jarðarbúa þegar Ég fæddist og meðan Ég lifði en fram úr slíku myrkri kom bjartasta ljós sem heimurinn hefur nokkurn tímann kynnst; í hinni miklu þjáningu var stórkostlegasta gjöfin gefin. Faðir minn sendi Mig sem hjálparvana, veikburða ungabarn svo að Ég yxi úr grasi og lifði meðal ykkar og reyndi sama sársauka og þið og Faðirinn sendi Mig til þess að þjást af völdum ranglátra manna. Ég var einn af ykkur til þess að frelsa ykkur. Láttu sannleikann og kærleikann sem Ég færði fyrsta jóladaginn skína í hjarta þínu. Lof Mér að strjúka burt ótta þinn og tár. Leyfðu kærleika Mínum að verma þig um jólin.

Tengsl 12 tbl 2010  

Tengsl tímarit - jól 2010