Starfsáætlun 2016 2017

Page 7

Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Dagur 3 frá 8.00-15.00 (miðast við dvalartíma barnsins) Foreldrar eru inni á deild með börnum sínum allan tímann (nema þegar þau sofa). Foreldrar sinna börnum sínum, skipta á þeim, gefa þeim að borða, leika með þeim og eru til staðar. Kennararnir eru virkir þátttakendur í aðlöguninni, þeir skipuleggja daginn og útdeila verkefnum. Á fjórða degi koma börnin á sínum tíma um morguninn og kveðja foreldrana fljótlega. Einstaka börn þurfa að hafa foreldra sína með sér á fjórða degi en reynslan sýnir að þau eru fá. Foreldrar barna á yngstu deild voru boðaðir á fund þann 5. ágúst 2015 kl.17:30, þar sem leikskólinn og þátttökuaðlögunin voru kynnt. Í október 2015 verður send könnun til foreldra nýrra barna sem tóku þátt í þátttökuaðlögun og leitað eftir skoðunum þeirra á þessu nýja fyrirkomulagi.

Starfsmenn Gert er ráð fyrir því að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla séu stöðugildi leikskólakennara. Þessu til viðbótar koma störf leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, störf vegna sérkennslu, afleysinga, ræstinga og störf í eldhúsi, samkvæmt mati rekstraraðila miðað við stærð leikskóla. Við leikskóla Akraneskaupstaðar er miðað við að 75% starfsfólks leikskólans hafi fagmenntun sem nýtist í starfi og að lágmarki skipi leikskólakennarar 2/3 umræddra starfa. Skólaárið 2016-2017 starfa 21 starfsmenn, þar af 7 leikskólakennarar, 1 tómstunda- og frístundafræðingur, 1 þroskaþjálfi, 1 leikskólaleiðbeinandi A, 6 leiðbeinendur og 2 starfsmenn í eldhúsi. Stöðuheimildir samkvæmt rekstrarlíkani eru 17,8225. Einn leikskólakennarar hefur verið í langtímaveikindum og er starfmaður að leysa hann af. Ekki er vitað hvenær starfsmaður er væntanlega í vinnu aftur. Þessa vegna eru 22 starfsmenn í töflunni hér að neðan. En ef allt er eins og það á að vera þá erum við 20 starfsmenn. Tveir leikskólakennari eru í launalausuleyfi fram á næsta sumar 2017.

6


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.