Tannlæknablaðið2009

Page 15

Klínískt tilfelli 2 Höfundar: Rögnvaldur Björnsson og Bjarni E. Pjetursson

Inngangur Sjúklingurinn var 60 ára gamall karlmaður. Hann bjó í Kanada í 27 ár en flutti aftur heim til Íslands árið 2002. Hann var hress og skemmtilegur einstaklingur og mjög áhugasamur um meðferð. Fyrsta heimsókn hans á Tannlæknadeild Háskóla Íslands var í október 2006.

Sjúkrasaga Sjúklingurinn kom á Tannlæknadeildina vegna bólgu í tannholdi og vegna gamalla, illa passandi stálgrindaparta í efri og neðri góm. Hann vantaði alla jaxla í neðri góm og framtennur í efri góm. Þegar sjúklingurinn var liðlega tvítugur lenti hann í því að fá tjakk í andlitið með þeim afleiðingum að efri góms framtennur töpuðust. Í kjölfarið fékk hann stálgrindarpart í efri góm og síðar meir einnig stálgrindarpart i neðri góm. Ástæða taps annara tanna mátti rekja til tannskemmda og tannholdssjúkdóma. Í almennri sjúkrasögu kom í ljós að sjúklingurinn var með liðagigt, háþrýsting og sykursýki týpu II. Háþrýstingnum var haldið niðri með lyfjum og sykursýkin var mjög væg

Mynd 1. – Okklusalmynd af neðri góm við byrjun meðferðar. Sjúklingurinn hafði áhuga á að fá föst tanngervi í stað tapaðra jaxla. Stórir torusar eru til staðar vinstra og hægra megin.

18

og ekki var talin þörf á neinni meðferð. Einnig var saga um bakflæði. Sjúklingur hefur aldrei reykt. Hann fór síðast í eftirlit og hreinsun hjá tannlækni árið 2003.

Skoðun Ekkert óeðlilegt fannst við extra-oral skoðun. Við intraoral skoðun kom í ljós festutap í öllum fjórðungum og mikil tannholdsbólga (Gingivitis index 100%). Allt að 9mm pokar mældust á jaxlasvæði hægra megin í efri góm (Mynd1) en í öðrum fjórðungum voru fjölmargir 4-5mm pokar. Áberandi amalgam tatto var í buccal slímhúð efri góms og stórir mandibular torusar til staðar, sérstaklega í 4. fjórðungi (Mynd2). Þar sem hátt í 40 ár voru síðan sjúklingurinn tapaði efri góms framtönnum, hafði orðið talsverð rýrnun á rimanum búkkalt (Mynd1). Við tann- og röntgenskoðun komu í ljós gamlar og lekar fyllingar í öllum tönnum efri góms og sekúnder karíes var víða sýnilegur (Mynd1). Neðri góms framtennurnar voru minna viðgerðar. Á orthopaninu (Mynd4) mátti einnig sjá að

Mynd 2. – Okklusalmynd af efri góm við byrjun meðferðar. Efri góms tennur eru mikið viðgerðar og slitnar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.