Tannlæknablaðið2008

Page 68

Tannlæknablaðið 1. tbl. 26. árg. 2008

endajöxlum frátöldum voru allir fulltenntir við síðari skoðun, einnig þeir sem höfðu farið í tannréttingu. Niðurstöður. Hjá þeim sem fóru í tannréttingu varð marktæk minnkun á tíðni yfirbits (úr 20,6% í 2,6%) og gleiðstöðu í efri gómi (úr 17,9% í 5,1%), en marktæk aukning á þrengslum í framtannasvæði neðri góms (úr 2,6% í 28,2%). Hjá þeim sem fóru ekki í tannréttingu urðu breytingar í sömu átt, þ.e. minnkun á tíðni yfirbits (úr 9,8% í 4,9%) og gleiðstöðu (úr 11,4% í 2,9%) og aukning á tíðni þrengsla í neðri gómi (úr 9,0% í 16,7%). Tíðni distalbits minnkaði marktækt hjá þeim sem fóru í tannréttingu. Tíðni mesíalbits og krossbits á jöxlum hafði tilhneigingu til að aukast í báðum hópum. Samanburður á hópunum leiddi í ljós að hjá þeim sem fóru í tannréttingarmeðferð var þróunin marktækt hagstæðari varðandi yfirbit, gleiðstöðu í efri gómi og distalbit, en óhagstæðari varðandi þrengsli í neðri gómi og krossbit á jöxlum. Ályktun. Tannréttingar virðast hafa varanleg jákvæð áhrif á yfirbit, gleiðstöðu í efri gómi og distalbit á jöxlum.

E 3 Er fjórði hver miðaldra Íslendingur með óleyst endajaxlavandamál? Teitur Jónsson1, Martha Hermannsdóttir1, Gísli Einar Árnason1, Þórður Eydal Magnússon2 1Tannlæknadeild

HÍ, 2prófessor emeritus, tj@hi.is

Inngangur: Beinluktir endajaxlar og uppkomnir endajaxlar með veruleg frávik í stöðu koma ekki að gagni og geta við vissar aðstæður skapað vanda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hjá hópi miðaldra einstaklinga fjölda og stöðu beinluktra endajaxla og fjölda og stöðu uppkominna endajaxla. Efniviður: Um var að ræða framhaldsrannsókn á hópi 1631 grunnskólabarns sem var valinn með slembiúrtaki og skoðaður m.t.t. tannstöðu, bits og rýmis í tannbogum. Í rannsókn okkar voru skoðaðar 820 kjálkasneiðmyndir (breiðmyndir, OPG) teknar 25 árum síðar af 50,2% hópsins, 477 konum og 343 körlum á aldrinum 31-44 ára. Til samræmingar var einnig stuðst við klínísku bitskoðunina sem var endurtekin með stöðluðum hætti samtímis röntgenmyndatökunni. Niðurstöður: Alls voru 159, eða 19,4% hópsins, með alla sína endajaxla, 10,7% vantaði einn, 19,1% vantaði tvo, 15,2% vantaði þrjá og 35,5% vantaði alla fjóra. Meðfædd vöntun á endajöxlum er algeng, en ekki greinanleg frá öðrum orsökum í rannsókn sem þessari. Beinluktir endajaxlar í hægri og vinstri hlið efri góms voru alls 102 af 1640 mögulegum eða 6,2%. Beinluktir endajaxlar í neðri gómi voru á sama hátt 135 eða 8,5%. Í efri gómnum lá u.þ.b einn af hverjum þremur beinluktum endajöxlum að öllu leyti undir beini, en tveir af hverjum þremur í neðri gómi. Fjöldi einstaklinga með einn beinluktan endajaxl var 88 (10,7%) og með tvo til fjóra beinlukta endajaxla 64 (7,8%). Frávik í stöðu uppkominna endajaxla (oftast supraposition, en einnig mesíal halli og infraposition) voru skráð varðandi 93 (5,7%) endajaxla í efri gómi og 56 (3,4%) í neðri gómi. Þegar

Vetrarfundur

fjöldi einstaklinga með beinlukta endajaxla eða frávik í stöðu er tekinn saman kemur í ljós að 568 (69,3%) eru lausir við þessa þætti, 18,0% hafa vandamál varðandi einn endajaxl, 9,8% varðandi tvo og 3,0% varðandi þrjá eða alla fjóra. Ályktun: Miðað við forsendur rannsóknarinnar eru beinluktir endajaxlar eða frávik í stöðu þeirra vandamál hjá u.þ.b 30% Íslendinga á miðjum aldri.

E 4 Áhrif úrdráttar jaxla og framjaxla á komu og endingu endajaxla Teitur Jónsson1, Eva Guðrún Sveinsdóttir1, Þórður Eydal Magnússon2 1Tannlæknadeild

HÍ, 2prófessor emeritus, tj@hi.is

Inngangur. Talið hefur verið að úrdráttur 12 ára jaxla eða 6 ára jaxla geti minnkað hættu á því að endajaxlar lokist af í beini eða tapist vegna þrengsla. Þar með aukist líkur á því að þeir komi upp og nýtist til frambúðar í tannbogunum, sérstaklega ef tennurnar eru dregnar í tengslum við tannréttingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna út frá þessu sjónarhorni áhrif jaxla- og framjaxlataps á komu og endingu endajaxla í báðum gómum. Efniviður og aðferðir. Framhaldsrannsókn var gerð á stórum hópi einstaklinga í Reykjavík sem upphaflega var valinn 1972 með slembiúrtaki úr hópi grunnskólabarna og skoðaður þá m.t.t. tannstöðu, bits og rýmis í tannbogum. Í þessum áfanga rann­s óknar okkar voru skoðaðar 820 kjálkasneiðmyndir (breiðmyndir, OPG) teknar 25 árum síðar af 50,2% hópsins, 477 konum og 343 körlum á aldrinum 31-44 ára. Til samræmingar var einnig stuðst við klínísku bitskoðunina sem var endurtekin með stöðluðum hætti samtímis röntgenmyndatökunni. Fylgni milli tapaðra tanna og varðveislu endajaxla var reiknuð í SPSS 15,0 með kí-kvaðrat prófum. Niðurstöður. Úrdráttur fremri framjaxla efri góms í tengslum við tannréttingar hafði jákvæða fylgni við varðveislu endajaxla í efri gómi, þar sem hlutfall tapaðra endajaxla í efri gómi lækkaði marktækt úr 60,8% í 45,7%. Hjá þeim sem höfðu tapað sömu framjöxlum vegna tannskemmda eða annarra orsaka hækkaði hlutfallið hins vegar úr 59,4% í 77,1%. Í neðri gómi hafði tap á 6 ára jöxlum marktækt jákvæða fylgni við varðveislu endajaxla, þar sem hlutfall tapaðra endajaxla minnkaði úr 60,2% í 46,6%. Engin marktæk fylgni fannst hins vegar milli varðveislu endajaxla og taps á 12 ára jöxlum í báðum gómum eða taps á 6 ára jöxlum í efri gómi. Umræða og ályktun. Þrátt fyrir aukið rými sem fæst með úrdrætti jaxla virðist slík aðgerð ekki hafa sterka fylgni við varðveislu endajaxla. Skýringin kann að vera há skemmdatíðni og tap á jöxlum og endajöxlum hjá þessum hluta hópsins.

81


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.