Page 1

Hraun - tí marit -

Gefið út af Hraun Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík Tbl. 01 – 27. maí 2013


Hraun verslun Hraun verslun var stofnuð 13. maí 2013 af fjórum ungum stúlkum sem eiga það allar sameiginlegt að vera með brennandi áhuga á tísku og hönnun auk þess að stofna fyrirtæki og sjá um rekstur þess. Stúlkurnar fjórar heita Hrafnhildur, Ragnhildur, Salvör og Tanja og gengu allar í sama grunnskóla, Lágafellsskóla.

Hraun er þeirra fyrsta verslun og hefur strax notið mikilla vinsælda. Mikið úrval af fallegum vörum er í búðinni sem er staðsett á Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík. Vörurnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Mikið af fallegum munum sem henta öllum heimilum, vandaður fatnaður, glæsilegir skartgripir og aðrir fylgihlutir eru dæmi um vörur sem eru til sölu í versluninni.


Staðsetning verslunarinnar Hraun er staðsett á Skólavörðustígnum sem við köllum heimili okkar. Við tökum glöð á móti gestum og gangandi alla daga frá 10-17 á horni Óðinsgötu og Skólavörðustígsins. Við erum hluti af samfélagi þessarar beinu, breiðu og fögru götu sem endar í mikilfenglegu kennileiti, Hallgrímskirkju. Við eigum fullt af frábærum nágrönnum og vert er að taka fram að kaffihúsið Mokka og sívinsæla Núðluskálin er aðeins í örfárra mínútna göngufæri frá versluninni okkar.


-Saga tískunnarKlæðnaður á Íslandi í gegnum tíðina Tíska er orðin mikilvæg staðreynd í menningarlífi okkar í dag og er algerlega sambærileg við list eða leikhús. Íslendingar hafa ætíð verið háðir siglingum og erlendri verslun. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun fylgdust þeir mun betur með erlendum tískustraumum en oft hefur verið haldið fram. Íslendingar framleiddu lengst af nánast allan sinn fatnað og þróuðu sérhæfðar framleiðsluaðferðir sem miðuðust við sérkenni hráefnisins. Talsvert var þó flutt inn af klæði, jafnvel á tímum einokunarverslunarinnar, en innflutningur á tilbúnum fatnaði hófst ekki að ráði fyrr en vörur iðnbyltingarinnar tóku að flytjast til landsins um og eftir 1860. Í gegnum tíðina hefur klæðnaður verið notaður til að viðhalda og jafnvel endurskapa ójöfnuð milla kynslóða. Klæðnaðurinn gefur vissum þjóðfélagshópum ákveðið yfirbragð og hefur tilhneigingu til að gera stéttamun sjáanlegan. Enginn klæðnaður hefur varðveist frá upphafi Íslandsbyggðar en allt bendir til þess að hann hafi verið mjög áþekkur þeim sem tíðkaðist á hinu norræna svæði. Á fyrstu öldum mannlífsins á Íslandi gengu konur og karlar í kyrtlum og skór voru ýmist úr nautsúð, sauðskinni eða vaðmáli. Um miðja 12. öld urðu miklar breytingar á klæðnaði um alla Evrópu. Aðskornar flíkur og támjóir skór komu frá evrópskri borgartísku og sóttu Íslendingar hana þaðan. Á síðari helmingi 15. aldar báru íslenskar fyrirkonur sem fóru utan tískuna heim en þá var hvítt lín merki um auð og völd auk þess að verja hárið gegn reyk og óhreinindum. Hins vegar gengu bændur og almúgi í einföldum, dökkum, heimaunnum vaðmálsfötum og þannig hélst klæðnaður þeirra fram til loka 19. aldar. Embættismenn skáru sig úr og héldu sig eins og starfsbræður þeirra erlendis. Erlend lituð klæði, flauel og lín voru alla tíð eftirsótt vara. Um miðja 19. öld jókst verulega innflutningur á verksmiðjuframleiddu klæði. Á sama tíma dróst prjónaskapur saman og vefnaður á heimilum lagðist smátt og smátt af. Ljósmyndir frá þessum tíma sýna að ákveðinn hópur fólks fylgdist vel með erlendum straumum og fékk snið og efni helst frá Edinborg og Kaupmannahöfn. Flestar konur höfðu þó ekki efni á að kaupa kjólefni og allan þennan dýra undirfatnað sem fylgdi tískunni.


20. öldin var tími þjóðernisbaráttu og endurnýjunar þjóðlegra tákna í klæðnaði. Peysufötin höfðu öðlast táknmerkingu þjóðbúnings og voru bæði notuð sem spari- og hversdagsföt. Enn þann dag í dag hafa Íslendingar þörf fyrir að sýna menningarlega sérstöðu sína og gera það til dæmis með því að nota þjóðlegan spariklæðnað á hátíðarstundum. Nú á dögum er fatnaður Íslendinga bæði innfluttur og framleiddur í verksmiðjum hérlendis samkvæmt alþjóðlegri tísku.


Oddný Sunna Davíðsdóttir er 23 ára stúlka úr Mosfellsbæ, búsett í Kaupmannahöfn og hefur gífurlegan áhuga á tísku. Við ræddum við Oddnýju, sem meðal annars minnir á að fólk eigi ekki að vera hrætt við að gera mistök, þau móta mann að þeirri manneskju sem maður er í dag. Auk þess að vera í margmiðlunarhönnun Abercrombie&Fitch

og er

starfa hún

í

hlutastarfi

hárfyrirsæta

hjá

hjá dönsku

hárgreiðslustofunni Mughsot. Hver er þinn stíll? Núna er ég mikið að nota gráa, dökkgræna, vínrauða og kremaða liti í bland við leður, ég elska leður! Ég myndi segja að minn stíll sé rokkaður, götustíll með smá elegans. Hvar verslar þú fötin þín? Cheap Monday, Monki, Norr, Samsø Samsø, loppemarkaðir og Object fatamerkið sem fæst í Vero Moda á Strikinu. Hvert var þitt versta tískuslys? Bolir með palíettum og blúndum neðst og efst. Þetta var 2004-2006, ég setti alltaf belti undir brjóstin! Stelpur, please aldrei leika þetta eftir. Úfff.. ég fæ hroll við að hugsa um þetta tímabil! Ertu með húðflúr? Já ég fékk mér tattoo eftir að ég flutti út, er með svona 10 cm breitt íslenska galdrarún (signapost) á bakinu, húðflúrið er leiðarvísir sem víkingarnir settu á skipin sín til að hjálpa þeim að finna leiðina heim.


Hvað ertu með í töskunni? Seðlaveski, skissubók, penna, síma, lykla og alltaf vettlinga og húfu!

3 heitustu staðirnir í Köben? Sticks&Sushi algjört must að prófa, held það séu að minnsta kosti 8 staðir í Köben og ef þú hefur efni á aðeins dýrara myndi ég mæla með UMAMI á Store Kongensgade sjúklega gott, ferð út brosandi hringinn, sérstaklega ef einhver

annar

borgar

fyrir

þig!

Og

Torvhallerne - mæli með að kíkja þar inn á góðum sunnudegi! Ef þú skreppur í helgarferð til Köben myndi ég mæla með aok.dk þar getur þú séð nákvæmlega hvað er í gangi þá helgi, fundið upplýsingar um staðsetningu, verð osfr


Flauel hælaskór Litir: svartur og vínrauður Verð: 14.990

Úrvalið okkar Casio úr Litir: gulur, blár, grænn, rauður, fjórlublár Verð: 16.990

Fallegt armband Litir: mintu blátt, grænt, bleikt Verð: 4.990

Iphone 4/4s hulsutr Verð: 2.990


„Fashion is not something that exists in dresses only Fashion is in the sky, in the street, fashion has to do with ideas, the way we live, what is happening. “ -Coco Chanel

Ray-Ban sólgleraugu Verð: 22.990

Ljósmynd af NYC: Verð: 8.990 Falleg fataslá: Verð: 10.990 Svartur stóll: 7.990

Vönduð hvít kápa Verð : 24.990


Blátt úr 6.900 kr.-

Glært blómaúr 6.900 kr.

Svart Hreindýraúr 6.900 kr.-

Glært úr með svörtumynstri 6.900 kr.

Svart Kanínuúr 6.900 kr.-

Glært marglitað þríhyrningsúr 6.900 kr.


Svört leður taska – 6.700 kr.-

Hvít og svört leðurtaska 12.490 kr.-

Acid washed bakpoki-11.490.-

Múmín veski-2.800 kr.-

Tribal bakpoki 12.490 kr.-


Tekk inn á heimilið

Notalegur stóll inn í stofuna Verð: 26.990

Falleg bókarhilla úr gömlu viðarefni Verð: 10.990

Fallegt að er að blanda saman viðarefni við önnur nýtískuleg efni eins og gler og plast

Nett bókarhilla úr nýju viðarefni Verð: 7.990


Falleg viðarbókarhilla Verð : 47.900

Mjúkur ullarstóll sem passar inn í hvert herbergi Verð : 19.900

Flottur myndarammi þar sem þú getur safnað saman minningum Stærð: 90x200 cm Verð: 15.000

Fínar undirskálar sem hægt er að nota undir hluti eða matvæli á borðstofuborðið Verð: 3.999 kr stk.


Flottur hægindarstóll Verð: 995.000 kr.-

Fallegur ruggustóll Verð: 85.000 kr.85.000 Einstakur stóll fyrir heimilið Verð: 420.000 kr.-

Góður stóll fyrir stofuna Verð: 55.000 kr.-

Hvítur eldhússtóll Verð: 75.0000 kr.-


Sófapúði með arnarmunstri Verð: 5.990

Flott veggklukka sem skreytir hverja stofu Verð: 10 .900

Rúmgóð skál sem hægt er að nota undir salat eða skraut Verð: 6.990

Fallegur borðstóll sem hægt er að hafa í eldhúsinu sem og út á palli Litur: Grænn, svartur, rauður Verð: 24.990

Falleg veggklukka sem myndar mannsaugað Verð: 10.990

Sófapúði með hreindýramunstri Verð: 5.990

Flott borðskál undir brauð eða skraut Verð:9.990


Götutíska

Svartur hírabolur. Verð: 2.990 Sólgleraugu. Verð: 5.990

Gallabuxur. Verð: 10.990 Hvítt veski. Verð: 7.990

Gallajakki

Leður bakpoki.

Verð: 9.900

Verð: 12.990

Nike Strigaskór: 21.990

Sólgleraugu

Munstruð skyrta

Verð: 5.990

Verð: 7.990


.

Gallastuttbuxur Verð: 8.990

Munstraður bakpoki Verð: 7.990

Svartur hattur Verð: 3.990

Brúnir rússkinns skór Verð: 24.990


„Þú þarft ekki að vera strákur eða í jakkafötum til þess að hafa áhrif.” Elínrós Líndal

Fágun, virðing og ábyrgð eru einkunnarorð ELLU – sem er framleiðslufyrirtæki sem vinnur eftir hugmyndafræði ,,Slow Fashion” sem merkir að huga að sínu nánasta umhverfi með virðingu í huga. Fyrirtækið var búið til af Elínrós Líndal, kölluð Ella, sem er menntuð í sálarfræði og fjölmiðlafræðum ásamt því að vera með MBA stjórnunargráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði tískunnar, en hefur einnig starfað sem ritstjóri og blaðamaður. Fyrir aðeins fimm árum síðan starfaði Ella sem blaðamaður og fékk ekki starfið sem hún vildi í tískubransanum – enginn vildi ráða hana inn í tískufyrirtækið sitt. Það leiddi til þess að hún bjó til sitt eigið fyrirtæki ásamt vinkonum sínum sem byrjaði í bílskúrnum. Þær vinkonur sögðu hátt og snjallt: ,,Breytum heiminum, gerum þetta bara saman og mössum þetta.”. Í dag er Elínrós Young Global Leader of World Forum, hún hefur unnið Stjórnendaverðlun Stjórnvísi. Ella byrjaði að hafa áhuga á tískubransanum vegna þess að hún hafði reynslu þaðan og henni fannst tískubransinn ekki vera fallegur, henni fannst vöntun á fyrirtæki með gæði. Ella segir okkur að það sé rosalega mikilvægt að við áttum okkur á því að við getum gert hvað sem við viljum. Hún mælir með því að segja upphátt við sjálfar okkur hvað við viljum gera. ,,Það heyrist það sem við segjum inni í skúr. Vandið það sem þið segið hvor við aðra, vandið það sem þið segið og biðjið um – því þið gætuð fengið það að lokum,” segir Ella og brosir. Þegar Ella lýsir sér sjálfri segir hún að hennar hæfileiki liggur í því að velja gott fólk. Ella er listrænn stjórnandi fyrirtækisins. Listrænn stjórnandi býr til hugmyndir þegar honum finnst vanta eitthvað og á að sjá til þess að gera línur sem vekja áhuga hjá markhópnum. Ella vinnur mjög náið með yfirhönnuði, sem hannar línuna hennar. Hún þróar einnig ilmvötn og er mikið í hugmyndavinnu. Yfirhönnuður Yfirhönnuður ELLU heitir Katrín María Káradóttir, kölluð Kata. Hún starfar einnig sem fjallaleiðsögumaður og hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar og starfar m.a. að hluta einnig sem aðjúnkt við Listaháskóla Íslands. Hún lærði fatahönnun í Parísarborg og útskrifaðist með sveinspróf í kjólasaumi. Eftir námið starfaði Kata hjá tískuhúsum á borð við John Galliano og Christian Dior. Kata er uppáhalds hönnuður Ellu. ”Hún er æði. Hún er með svo stórt hjarta og svo mikill töffari. Kata gengur alltaf um í buxum og gönguskóm. Kata er algjör töffari sem hannar oft eftir stíl sem er


mjög ólíkur hennar eigin. En hún gerir það með stóra hjartanu sínu. Hún elskar konur mjög mikið,” segir Ella og brosir sem greinilega þykir mjög vænt um Kötu. Aðspurð um hönnunarstarfið segir Ella að þetta sé eitt erfiðasta starf í heimi. ,,Þú ert alltaf að búa til eitthvað nýtt, eitthvað sem hefur aldrei sést áður. Það er erfitt að vera uppfinningamaður á sex mánaða fresti. Til þess að geta verið hönnuður þarftu að gera eitthvað sem gefur þér mikla orku, líkt og Kata gerir.” Klæðskeri Klæðskeri sér um að framkvæma hugmyndir yfirhönnuðar. Lilja Björg er klæðskeri ELLU. Hún er ótrúlega dugleg og er alltaf í vinnnni. Lilja segist ekki ætla að eignast börn, því þau eru fyrir henni. Í staðinn ætlar hún að breyta heiminum með Ellu og verða besti klæðskeri í heiminum eða á Íslandi – allavega í Evrópu. Lilju langar að kunna allt í sínu fagi, vera sérfræðingur i klæðskurði. ,,Maður þarf að byrja eitthversstaðar” Lovísa Tómasdóttir er ung stúlka sem vinnur í versluninni, t.d. við afgreiðslustörf. Hún ætlar að læra klæðskurð og svo verða hönnuður – en hún vinnur nú í búðinni til þess að fá reynsluna og sjá hvernig allt virkar. Ella hefur mikla trú á henni og segir okkur að muna nafn hennar, því það verði stórt í framtíðinni. ”Maður þarf að byrja eitthversstaðar,” segir hún og lítur á Lovísu með bros á vör. ,,Aldrei vera að vinna sem hönnuður ef þú ert ekki hönnuður – þá færð þú aldrei virðingu frá fagfélaginu. Ég tel það best að byrja á klæðskurði, læra fatahönnun og svo starfa sem fatahönnuður – vanalega hjá öðrum fyrst og svo sjálf. Ef þig dreymir um að ná árangri í hönnun tel ég bestu leiðina vera að mennta sig í góðum skóla og fá svo starf erlendis hjá stóru og flottu fyrirtæki, þó að starfið feli aðeins í sér að vera hægri hönd yfirhönnuðarins eða að sækja kaffi fyrir hann þá lærir maður svo mikið út frá því að fylgjast með störfunum fyrst, áður en þú sækir um sjálf.,,Mundu samt að enginn mun minnast þín fyrir mistök þín, það er í lagi að gera mistök. Þín verður minnst fyrir það góða sem þú gerðir og það sem þú reyndir að gera vel. Þess vegna á maður ekki að taka hlutunum of hátíðlega.” Átök milli deilda Ella og Lilja hafa báðar verið að starfa sem framleiðslustjórar. Ella segir að framleiðslustjóri þurfi að vera hreinn og beinn, ósveigjanlegur, skipulagður, með mikinn aga og ákveðinn. Það eru mjög ólíkar deildir innan ELLU og mikil átök milli deilda. Ella notar dæmið um átökin milli fjármálastjóra og hönnuðarins. Hönnuðurinn vill fá að nota allt efni sem hann vill til þess að skapa flíkur – án þess að þurfa hugsa um peninga en fjármálastjórinn á að hugsa um peningana. Hversdagsstörf Á venjulegum vinnudegi mætir Ella klukkan 9 að morgni til og er farin rúmlega 18. Fram að hádegi eru hún að vinna skrifstofuvnnu og þarf þá m.a að borga reikninga, setja markmið og fara yfir rekstur fyrirtækisins. Eftir hádegi er Ella mikið í búðinni. Hún fer á marga fundi þar sem hún talar


um fyrirtækið ELLU og einnig er hún með fyrirlestra í háskólum á landinu og í útlöndum. Einnig sér hún um að kynna ELLU í gegnum internetið. ,,Ólíklegustu hlutir skipta máli í mínum bransa – sama hvað þið farið að gera í framtíðinni, látið aldrei neinn segja ykkur að hlutirnir séu bara svona.” Ella telur það skemmtilegasta við hönnunarferlið vera bæði upphafið, þar sem þær velja hvað þær eigi gera og ákveða hönnunina, og endirinn, þar sem þær velja úr öllu þessu fallega og ákveða hvað þær vilja selja. ELLA í framtíðinni Við spurðum Ellu hvort hún haf hugsað sér að opna nýja verslun eða hvernig hún sjái framtíð ELLU fyrir sér. Þá segir hún að ELLA muni verða eitt af sterku merkjunum – ekki af því að þær selji svo margar flíkur heldur af því að gildin þeirra eru svo góð. ,,Í dag önnum um svona 20% eftirspurn og munum bara taka ákvörðun í framtíðinni um hvernig við ætlum að stækka. Það er mjög mikilvægt að sigra heimamarkað fyrst áður en maður fer eitthvert út – sérstaklega til að æfa sig, gera mistök og læra af þeim. Í velgengni lærir maður ekki neitt, maður þarf að gera mistök til að ná árangri. Þetta er erfitt en þetta á ekki að vera auðvelt. Allt sem er skemmtilegt í lífinu er erfitt – ef hlutirnir eru auðveldir þá vitum við að við erum ekki að leggja okkur nóg fram og þá mun það bíta okkur í rassinn seinna.” Kveneðlið í Ellu Aðspurð um sinn stíl seg Ella það vera erfitt að lýsa sjálfri sér – en hún hefur heyrt um sjálfa sig að hún sé kvenleg. Ella elskar kvenlíkamann, er stolt af honum og vill þar af leiðandi vera í kjólum sem sýna mjaðmirnar vel.”Ég fæ alltaf tár í augun þegar ég hugsa til þess að við fæðum börn. Það er ótrúlega erfitt og merkilegt. Mér finnst við svo frábærar.” Hún elskar að hitta ungar stelpur og sýna þeim að það er hægt að vera powerful kona – í kjól. ,,Þú þarft ekki að vera strákur eða í jakkafötum til þess að hafa áhrif. Maður þarf bara að finna út hlutina sjálfur með ego í töskunni og óhræddur við að gera mistök.” Hún er ekki mikið fyrir liti og mjög klassísk. Ella segist elska góð efni. ”Ég er algjör sökkar í efni. Ég hleyp á eftir fólki bara til þess að finna efnin þeirra. Ég er svona efnaperri” segir hún og hlær. Ella talar um að margir menn í tískubransanum tali við konur á ósanngjarnan hátt – segi þeim t.d. að verða mjóar og þá eigi þær bara að gera eitthvað í því að grenna sig. Hún segist ekki vilja láta tala svona við sig. Þær vildu því búa til jákvætt afl í tískubransanum. ”Tískan er svo powerful. Ef þú mætir í góðu efni í veislu þá sérðu það sjálf,” segir Ella. ,,Bara ef þú ert í góðu efni þá gefur það þér power. Þá hugsa allir ”Vá, þessi stelpa er eitthvað, hún er að fara að gera eitthvað.”” Ella segist sækja innblástur úr hagfræði, úr umhverfinu og frá yfirhönnuðinum. Hún ásamt hönnuðum velur sér alltaf tískugyðju, fyrir hvert tímabil. Gyðjurnar eru mjög oft konur sem eru giftar eldri mönnum eða ekki giftar, þær eru mjög sterkar og eiga oft ekki feður. Sem dæmi nefnir Ella Soffiu Lauren, Catherina Deneuve og Lauren Hutton. Þegar við spurjum Ellu út í uppáhalds hönnuði nefnir hún, auk Kötu, hina frönsku Soniu Rykiel og að sjálfsögðu Coco Chanel. ,,Coco breytti heiminum, hún klæddi konur í buxur,” segir Ella.


,,Ef þú ert í góðu efni þá gefur það þér power.“


Hvaðan koma efnin? Leðrið

Leður getur verið frá allskonar dýrum t.d nautgripum, svínum og fiskum. Leðrið er unnið úr annað hvort villtum eða tömdum dýrum. Skinnið (leðrið) á viltum dýrum er oft með rispum, örum eða jafnvel brennimerkjum sem nást ekki alltaf af þegar leðrið er unnið. Skinn af tömdum dýrum er þó ekki með eins mörgum sýnilegum rispum eða örum. Leðrið sem oft er notað í töskur kemur úr sauð-, kálfa- og geitaskinni en auk þeirra er skinnið af svínum og fiskum oft notað í fatnað, s.s belti o.fl. Leður er efni búið til með því að súta húðir af dýrunum, sútunin umbreytir skinni í sterkt, varanlegt og fjölhæft efni sem er notað til að búa til ýmsa hluta svo sem töskur, skó og fatnað. Sé leðrið soðið er talað um soðleður. Eftir því sem samfélagið þróaðist varð soðleðrið meira notað í brynjur og til að styrkja hús. Nú til dags hefur komið til þess að menn borða leður þegar við blasir að þeir svelti annars, til að mynda biskup einn, sem var að svelta í hel og sauð leðurskó sína og komst þannig lífs af með því að borðaði þá. Einnig er gervileður oft notað í t.d fatnð, húsgögn skó og töskur. Gervileður er mun ódýrara en alvöru leður. Leður verður oftast fallegra með árunum sem líða og þarf að nota réttu hlutina til viðhalds. Best er að bera sérstaka olíu eða fitu á leðrið.


ullin Ull eru hár sumra spendýra og myndar feld til að halda á þeim hita. Ull er einnig hugtak sem er haft um unna vöru en það er ull af sauðfé e auk einniggeitum, lamadýrum og angórukanínum. Ull er unnin þannig að kindur eru fyrst rúnar, og ullin síðan þvegin og þurrkuð. Því næst er hún kembd og spunnin. Gæði ullarinnar fer eftir lengd og fínleika þráðanna. Vegna sérstakrar hárgerðar íslensku ullarinnar er auðvelt að útbúa úr henni fjölbreyttan fatnað, allt frá undirfatnaði til þykkra hlífðarfata en hún er hlý og veitir skjól í alls kyns veðrum og gegndi margþættu hlutverki í búskap. Sem dæmi er mjög vinsælt að prjóna úr ullinni og nýta margir íslensku ullina af sauðfénu til að prjóna ýmsan fatnað úr.


Hrím hönnunarhús var stofnað á Akureyri árið 2010 en hætti þar fyrir um ári síðan og var opnað í Reykjavík í mars árið 2012. Tinna Brá stofnaði búðina ásamt vinkonu sinni og sagði hún okkur að þegar þær byrjuðu með verslunina lögðu þær báðar út 250.000 krónur og hafa aldrei skuldsett sig, hún segist ekki hafa fengið laun í hátt í átta mánuði en fyrstu launin fengu þær í desember eftir mikla og góða jólasölu. Við hittum Tinnu sem sagði okkur það helsta um rekstur fyrirtækisins og svaraði nokkrum spuringum.

Hvernig auglýsið þið verslunina Hrím? „Við notum mikið facebook og instagram og vísum þá alltaf í heimasíðuna okkar. Svo auglýsum við okkur stundum í Fréttatímanum og Hús og híbýli, en það er mjög dýrt en skilar sér mjög vel. Salan er mun betri alltaf í kjölfarið.“ Hvaðan koma vörurnar sem þið eruð að selja í versluninni? „Frá rosalega mörgum stöðum út í heimi og líka frá Íslandi.“ Hvað er gert ef vörurnar sem pantaðar eru seljast illa? „Ég passa mig alltaf að panta ekki mikið í einu erlendis frá og sjá fyrst hvernig gengur en það kemur alveg fyrir að ég panti mikið og varan selst illa en þá er það til í búðinni áfram en ég hef tvisvar verið með tilboðsdaga þar sem ég reyni að koma vörunum út. Ef að vörurnar eru íslenskar tek ég þær alltaf fyrst í umboðssölu og ef að það gengur ekki skila ég henni. Það er engin vara sem selst ekki, sumar seljast bara hægt.“ Hvernig vörur seljast best hjá ykkur? „Það er erfitt að segja. Það eru ákveðnir skartgripir og töskur sem við erum með og svo erum við með kertastjaka sem seljast mjög vel.


Er eitthvað ákveðið tímabil þar sem vörurnar seljast betur en annars? „Desember er rosalega góður, salan í þeim mánuði jafnast á við söluna sem er hálft árið. Júlí og ágúst eru líka mjög góðir, þá eru mikið af ferðamönnum og þá er rosalega góð sala.“ Tinna Brá segir söluna einnig fara mikið eftir veðri þar sem fólk fer frekar að labba Laugaveginn í góðu veðri. Hver er helsti markhópurinn? „Ég reyni að vera með eitthvað fyrir alla þannig að allir sem komi hérna inn hafi gaman af því að skoða. Ég myndi segja að markhópurinn væri frá 15-60 ára bæði fyrir karla og konur. Auk þess er ég líka með fullt af fallegum munum inn á heimilið.“


Verkefnavinnan gekk mjög vel en okkur hefði aldrei tekist þetta nema með hjálp frá ýmsum fyrirtækjum og fagmönnum. Við viljum þakka eftirfarandi aðilum fyrir alla þá hjálp sem þau hafa veitt okkur með verkefnið. Ella Geysir Hrím Blek Dótturfélagið Issuu.com Birting MAIA Minja Hjartagarðurinn Nonni í Dogma Kennarar Foreldrar Pixlar VIRKA

TAKK FYRIR OKKUR

Tilbuid  

tilsdjksæeihtsghskghskæghlskæehgi