Page 1

Sveinn Þorri Davíðsson CV, eða eitthvað svoleiðis:

Halló, ég heiti Sveinn Þorri. Ég var fæddur um miðjan níunda áratuginn á Akureyri og bjó þar í 20 ár, að elda ofaní fólk sem kom á Bautann — eða þangað til ég flutti til náms við LHÍ í Reykjavík. Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA próf í grafískri hönnun vorið 2008. Mér finnst gaman að elda mat; teikna letur; horfa á heimildarmyndir um dýr, geiminn og stríð; spila tölvuleiki; föndra og búa til reglur. Mér líkar ekki vondur matur; peningavesen; fólk með vesen; að fara að sofa, og vakna; léleg leturnotkun og skildur.


Grindavík Hvað:

Letur

Kúnni:

Skólaverkefni

Hvenær:

Haust 2007

Lýsing:

Grindavík er tildurleturfjölskylda sem hefur alla stafi jafn breyða og kemur í 5 þyktum. Letrið er hannað í 4x6 grindakerfi með aðeins láréttum, lóðréttum, og skáhallandi línum. Það eru 2 útgáfur af 14 stöfum sem hægt er að nota ef skrifað er með lágstöfum. Letrið er unnið út frá letrinu Gridnik, eftir Wim Crouwel, sem var upprunalega hannað fyrir ritvélar á sjöunda áratuginum. Planið er að klára skáhallandi útgáfur af öllum þykktum, gera fleiri aukatákn, fleiri aðþjóðlega stafi og margt fleira.

AÁBCDÐEÉFGHI ÍJKLMNOÓPQRS TUÚVWXYÝZÞÆÖ 1234567890!? .,:;-–—+=#*/ \%@()[]<>„“& adðefkmopsvw þæ Grindavík Anorexic 26 pt


AÁBCDÐEÉFGHI ÍJKLMNOÓPQRS TUÚVWXYÝZÞÆÖ 1234567890!? .,:;-–—+=#*/ \%@()[]<>„“& adðefkmopsvw þæ Grindavík Althetic 26 pt


Skinfaxi Hvað:

Bók

Kúnni:

Framtíðin, Menntaskólinn í Reykjavík

Hvenær:

Vor 2007

Lýsing:

Skólablað Framtíðarinnar, eitt af skólafélögunum í Menntaskólanum í Reykjavík. Prentað í duotone, PMS Process Black og PMS 873. Ljósmyndun, stílisering, hönnun og umbrot unnin í samvinnu við Jónas Valtýsson og Sigurð Oddson.


Times New Rope Hvað:

Letur

Kúnni:

Persónulegt verkefni

Hvenær:

Vetur 2008

Lýsing:

Times New Rope er tildur letur, teiknað eftir Times Bold með köðlum, hugmyndin kom eftir að ég teiknaði plakat fyrir opnunarpartý í Forynju verslun. Ætlunin er að gera fleiri tildur letur teiknuð eftir Times. Inniheldur alla stafi og tákn. Getur einungis verið notað í 72 pt eða stærra.


Aryan Thugs Hvað:

Letur

Kúnni:

Persónulegt verkefni

Hvenær:

Sumar 2007

Lýsing:

Tildurletur unnið í samvinnu við Sigurð Oddsson. Hugmyndin var að gera mjög dymanic letur með mikið af aukastöfum og táknum til að læra að setja upp OpenType letur í fontlab. Við byrjuðum að teikna nokkra stafi sem við fundum á bol heima hjá Sigga. Letrið er enþá í vinnslu. Letrið var notað í stafaletur Naked Ape og Forynju.


Kanata Hvað:

Póstkort

Kúnni:

Skólaverkefni

Hvenær:

Vetur 2006

Lýsing:

Sería af sex póstkortum fyrir lítið teimi í LHÍ sem kallar sig Kanata. Ef skoðað er vel sést að það stendur mis augljóslega KA NA TA í hægra horninu á þeim öllum.


Rafskinna.com Hvað:

Heimasíða

Kúnni:

Rafskinna

Hvenær:

Haust 2007

Lýsing:

Hönnun og kóðun á heimasíðu fyrir sjónritið Rafskinna. Nýjir litir á síðuna verða valdir fyrir hvert tölublað.


Reykjavík Design District Hvað:

Merki / ímynd

Kúnni:

Reykjavík Design District

Hvenær:

Sumar 2007

Lýsing:

Logo, teikningar og kort fyrir Reykjavík Design District, A3 kort, bortið saman í A6.

FYm_^Uj]_ 8Yg][b 8]ghf]Wh

30

Teikningar gerðar í samvinnu við Sigurð Oddsson.

%$%

Tillaga 1

Tillaga 2


Ultima Thule Hvað:

Letur

Kúnni:

Persónulegt verkefni

Hvenær:

Sumar 2007

Lýsing:

Tildurletur unnið í samvinnu við Sigga Eggertsson. Teiknuðum allt letrið eftir nokkrum mjög furðulegum stöfum sem við fundum á gamalli bókakápu frá Austurríki. Við reyndum að halda sérkennunum í öllum stöfunum sem gátum notað — t.d. er ‚H‘ ótrúlega langt, þannig að á móti er ‚M‘ mjög þjappað — ‚S‘ er eins og það sé að detta fram fyrir sig, og miðjustrikið í ‚E‘ er eins og það sé að leka niður.


THE QUICK BROWN FOX JUMPS OVER A LAZY DOG 0123456789 Ultima Thule 130 pt


Forynja Hvað:

Teikning / plakat

Kúnni:

Forynja ehf.

Hvenær:

Sumar 2007

Lýsing:

Á meðan ég var að vinna fyrir Forynju í sumar að hanna prent og mynstur fyrir föt teiknaði ég þetta plakat fyrir opnunina á búðinni og gluggamerkingarnar, sem ég silkiþrykkti á glerið.


Ryksug Hvað:

Letur

Kúnni:

Skólaverkefni

Hvenær:

Vetur 2006

Lýsing:

Þetta er eitt af of mörgum allnighter verkefnum sem ég hef gert í LHÍ. Hver stafur er handteiknaður eftir gamalli ryksugu sem ég fann í kjallaranum í skólanum.


Geimsteinar Hvað:

Teikningar / plakat

Kúnni:

Útskriftarnemar LHÍ 2008

Hvenær:

Sumar 2007

Lýsing:

Teikningar sem voru notaðar á plaköt, auglýsingar, stuttermaboli o.fl. fyrir fjáröflun útskriftaferðar útskriftanema LHÍ til Istanbúl árið 2007.


Boris Black Hvað:

Letur

Kúnni:

Skólaverkefni

Hvenær:

Haust 2006

Lýsing:

Boris Black er letur teiknað út frá formum úr höndum og andliti Boris Jeltsins. Briefið var að teikna letur eftir fyrir fram ákveðnu gömlu íslensku orði. Ég fékk orðið „kölskulegur“.


Iceland Airwaves Hvað:

Myndskreyting

Kúnni:

Mr. Destiny / Naked Ape

Hvenær:

Haust 2007

Lýsing:

Þegar ég vann fyrir Naked Ape í sumar var mér, og Sigurði Oddsyni, skipað því verkefni að hanna ný prent á stuttermaboli fyrir Iceland Airwaves 2007 tónlistarhátíðina. Ég hætti að vinna fyrir þau um haustið og heyri ekkert meir frá þeim. Prentin voru greinilega svo frábær að það næsta sem ég veit er að þau hanga upp um alla veggi í miðbænum og eru komin framaná Airwaves bæklinginn sem er í vasanum hjá öllum sem fara á hátíðina. Fleiri prent voru gerð í sama stíl af öðrum. Mér var neytað um kredit fyrir þessa vinnu og fékk ekki einusinni armband á hátíðina að launum.


Portfolio  

asdf asdf asdf asdf asdf asdf asdf asdf