Voruthroun

Page 74

Þriðji hluti

Framkvæmd einstakra þrepa

Aðferðir við hugmyndaleit Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að örva hugsun og ná fram nýjum lausnum. Til að eðlileg framvinda eigi sér stað við öflun hugmynda þarf fyrirtækið að móta sér stefnu um það á hvern hátt á að vinna að nýjum hugmyndum og hvernig á að meðhöndla þær og meta. Mikilvægt er að fyrirtækið skapi umhverfi fyrir skapandi hugsun og ýti á starfsmennina að vinna starf sitt þannig að fram komi nýjar hugmyndir og lausnir sem séu markvissari en þær eldri. Þegar tveir þriðju hlutar af veltu fyrirtækja eru sprottnir af nýjum vörum sem þróaðar hafa verið innan síðustu tveggja ára þá er nokkuð ljóst að uppspretta hugmynda má ekki vera tilviljunarkennd, né má meðhöndlun þeirra vera ómarkviss. Markviss leit að hugmynd getur falist í því að fara á fagsýningar, lesa fagtímarit, skoða birtingu einkaleyfa, halda spáfund eða rýnihópafund39 með fulltrúum einstaka markaða, hlusta á rödd viðskiptavina og birgja bæði á formlegan hátt, eins og með reglubundum fundum, og á óformlegan hátt, með því að eiga óformleg samskipti við viðkomandi. Í viðauka eru taldar upp aðferðir sem geta hjálpað til við að koma fram með lausnir eða nýjar vöruhugmyndir og nokkur heilræði í því sambandi. Síun hugmynda og skilgreining þeirra Til að geta lagt mat á hugmynd eða tækifæri þarf að skilgreina hugmyndina á skiljanlegan og einfaldan hátt. Hugmyndirnar eru síaðar, fyrst með tilliti til stefnu fyrirtækisins og tæknilegra og markaðslegra þátta. Þær hugmyndir sem eftir eru þarf að skilgreina betur og forgangsraða þeim með tilliti til þeirra viðmiða sem ákveðin hafa verið. Á þessu stigi er markmið hugmyndanna sett fram ásamt stuttri lýsingu á vöruhugtaki fyrir þær. Forgangsröðunina má framkvæmda þannig að hver hugmynd fái einkunn frá 1 til 10 gagnvart tilteknum matsatriðum, eins og markaði, arðsemi, framleiðslu, tengslum við stefnu o.fl. Þessi matsatriði hafa ákveðið vægi frá frá 0 til 100%. 39. Rýnihópar: Aðferð og stýrt ferli til að afla þekkingar á skoðunum og viðhorfi þátttakenda um tiltekin atriði, meðal annars við vöruþróun. Hóparnir samanstanda af 8 til 12 þátttakendum sem vinna saman í 1 til 2 klst., oft í sérhönnuðu umhverfi.

75


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.