Icelandair Group Icelandair Group á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Árið 1973 var samþykkt að sameina Flugfélag Íslands og Loftleiðir undir nýju nafni, Flugleiðir. Árið 2003 samanstóð Flugleiðasamstæðan af 11 dótturfélögum í flug- og ferðaþjónustu. Árið 2005 var nafni félagsins breytt í FL Group. Stefnu félagsins var einnig breytt og félagið skilgreint sem fjárfestingafélag. Árið 2006 seldi FL Group Icelandair Group út úr samstæðunni og var félagið um leið skráð í íslensku kauphöllina. Í ársbyrjun 2011 lauk fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group og nýir fjárfestar komu að félaginu. Eftir endurskipulagninguna er félagið fjárhagslega sterkt, með traustan efnahag og góða lausafjárstöðu og vel í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem framundan eru. Stefna félagsins hefur verið endurmetin og byggir reksturinn á fjölbreyttri flug- og ferðaþjónustu á ný.
14
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
ÍSLAND HORNSTEINN LEIÐAKERFIS Icelandair Group einbeitir sér að flug- og ferðaþjónustu með Ísland sem hornstein alþjóðlegs leiðakerfis. Dótturfélög samstæðunnar eru alls átta. Icelandair er þeirra stærst með um 60% af heildartekjum. Leiðakerfi Icelandair er grunnurinn að allri starfsemi Icelandair Group. Icelandair notar landfræðilega legu Íslands til að tengja saman fjölmarga áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum skiptistöðina á Keflavíkurflugvelli. Leiðakerfið er í stöðugri þróun og er góð stýring þess og sveigjanleiki helsta ástæða fyrir velgengni félagsins. Flugfélag Íslands er öflugt og sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi. Árið 2010 lagði Flugfélagið aukna áherslu á Grænland og flýgur nú til fimm áfangastaða þar, þar af tvo allt árið. Þannig geta Grænlendingar fengið tengiflug fyrir ferðir með Icelandair til Ameríku eða Evrópu. Jafnframt skapar þetta aukin tækifæri fyrir Flugleiðahótel samhliða fjölgun grænlenskra ferðamanna á Íslandi. Flugleiðahótel reka bæði alþjóðlegt hótel (Hilton Reykjavik Nordica) og íslensk hótel (Icelandair Hotels og Edduhótelin). Flugleiðahótelin