SVANHILDUR HARALDSDÓTTIR - PORTFOLIO 2015-2018

Page 1

Svanhildur Halla Haraldsdรณttir Portfolio 2018

svanhildurhalla.com


Í Reykjavík er gata við götuna er hús í húsinu er gangur við ganginn er herbergi í herberginu er rúm á rúminu er sæng undir sænginni er stelpa stelpan sneri við sænginni sængin sneri við rúminu rúmið sneri við herberginu herbergið sneri við ganginum gangurinn sneri við húsinu húsið sneri við götunni og gatan sneri við ReykjavíkHvísla 2018 Þátttökuverk/Innsetning á Kjarvalsstöðum Hljóðleiðsögn, memory foam svampur, polyether svampur, visco gel memory foam, lútur, birki, vatn, shea smjör, kókosolía, ilmkjarnaoíur (lofnarblóm, jasmína, sandelviður, piparmynta)


Verkið samanstóð af þremur hlutum; sápu, bekk og hljóðleiðsögn. Inni á salernum hafði sápum safnsins verið skipt út fyrir aðrar og athygli beint að náinni snertingu við efnið. Hægt var að fá sér sæti inni í sýningarrými þar sem svampur bekksins lagðist þétt að líkamanum og geymdi form hans um stund. Hljóðleiðsögnina var hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins. Frásögnin leiddi hlustandann um rými þar sem mörk milli skáldskapar og staðreynda máðust út. Skynjun kallar fram minningar sem koma úr öllum áttum, viðkvæmar og tvinnast saman. Fyrri upplifanir hafa áhrif á hegðun okkar inni í rýminu. Umhverfið er mikill áhrifavaldur en jafnframt höfum við einnig áhrif á rýmið, þannig hnoðumst við saman.Leiðsögn 2018 Innsetning á Árbæjarsafni QR kóðar með hljóðverkum, pappír og bómullarþræðir


Íslensk-ensk

stafrænn adjective digital;

Orðasambönd: á stafrænan hátt: digitally; á stafrænu formi: digitized; setja á stafrænt form: digitalise; 1. (of signals or data) expressed as series of digits 0 and 1, typically represented by values of a physical quantity such as voltage or magnetic polarization. 2. electronic technology that generates, stores and processes data. 3. of, relating to, or being data in the form of especially binary digits. digital image; digital readout; especially: of, relating to, or employing communication signals. a digital brodcast;

Íslensk-ensk

vefur

noun 1. kóngulóarvefur web; 2. blekkingavefur o.þ.h web; 3. vefnaður loom; 4. internet, vefurinn í heild web: 5. internet, vefsvæði website; site Orðasambönd: ræktaður vefur: tissue culture; að vefa weave; interweave; thread 1. interlacing long theads passing in one direction with others at a right angle to them. 2. make a complex story or pattern from a number of interconnected elements. “he weaves colorful, cineatic plots”


Stafrænn-vefur 2017 Stafrænn myndvefnaður Handlituð ull ofin í stafrænum vefstól Mótíf vefnaðarins er ljósmynd af þráðunum sem byggja hann


Þræðir 2017 Innsetning í Huldulandi Hljóðverk, skjávarpi, hægt á 8mm filmu af réttum, pokar með óþveginni ull


Minnið er í hlutverki hinnar duttlungafullu saumakonu. Minnið beinir nálinni inn og út, upp og niður, út og suður. Við vitum ekki hvað kemur næst eða hvað fylgir í kjölfarið. Þannig að hversdagslegustu athafnir í heiminum geta hreyft við óteljandi furðulegum sundurleitum brotum, björtum og myrkum, látið þau hanga og sveiflast, taka dýfur og svífa. - Virginia Woolf, Orlando


Upptaka af fjölskyldumeðlimum syngja og lesa um söfnun fræja, plöntun og umhirðu trjáa.


Skógarmál 2016 Hljóðinnsetning í Elliðaárdal Hljóðverk, strigapokar, þræðir


Flutningur Standa upp Taka til Ganga frá Hreinsa út Henda Þurrka Sópa Skúra Skera Líma Hylja Pakka Rýma Lyfta Bera Brjóta Brenna Rífa Tæta Skilja Loka Læsa Fara.


Fjórtán 2017 Innsetning á Garðatorgi Hljóðverk sem leiðir hlustandann, bómullarklæði og silki litað með blágresi


Flóra Íslands - Uppskera liti(strit) 2016 Hluti af innsetningu á Álftanesi Fundinn viður við ströndina og jurtalituð rúmföt


Blár er uppáhalds liturinn. Litur er ekki náttúrulegur heldur félagslegur og menningarafurð. Blár er uppáhalds liturinn. Í Íslendingasögunum báru hetjur blá klæði, málarar halda uppá bláan og skáld yrkja um hið bláa blóm. Blár er uppáhalds liturinn. Þekkingin um hvernig á að ná bláum lit frá íslenskri flóru er gleymd. Blár er upp á halds liturinn. Að halda uppá og viðhalda. Að geyma og erfa. Að vera í minningu fortíðar og líta til bláma framtíðar eða týnast þar á milli, hverfa út í bláinn.


Hafið bláa hafið 2016 Innsetning við strandlengju Garðabæjar Þræðir, járnstangir, rusl fundið við ströndinaUppgjör við óskýrar minningar og tilfinningaleg tengsl við föt með því að rífa og tæta í sundur þrjá kjóla sem tengjast viðburðum fortíðar og spinna þá í þræði.


Ferming - Busaball - Árshátíð 2016 Innsetning Kjólar rifnir niður og spunnir í þræðiNORDEN 2015 Innsetning Tvö úrelt dönsk kort af Norðurlöndunum ofin saman, bómullarþráður


Listahรกskรณli ร slands 2018