Page 1

opnir dagar 2018

s k รณ l a b l a รฐ


ritstjórn Ólöf María Arnarsdóttir

2

Arndís Ósk Sunna Dögg Nanna Guðný Magnúsdóttir Guðmundsdóttir Karlsdóttir

Stefanía Björg Olsen


í blaðinu... 4 stjörnuspá 7 mannréttindi 8 frumkvöðlafræði 12 viðtal við Ingileif 13 spurt og svarað 14 Ronja Ræningjadóttir 18 viðtal við Siggu Þó 19 skólatips 20 árshátíð 2018 22 slúður 22 vissiru að? 23 opnir dagar

Kæru nemendur, Hérna munuð þið sjá afurð okkar sem við höfum verið að vinna að í opnu dögunum. Við reyndum að hafa það eins fjölbreytt og skemmtilegt og við gátum og vonum svo sannarlega að þið njótið blaðsins!

ORÐ FRÁ RITSTJÓRN

3


stjörnuspáin Vatnsberi Þú sem vatnsberi ert lágvaxinn og skapstór, þú lætur ekkert stoppa þig þótt að þú sért smár. Þín helsta fyrirmynd er amma þín því þið eruð svipað há og náið þið vel saman. Skemmtilegur er ekki rétta orðið til þess að lýsa þér því öllum finnst þú bara vera fyndinn. Á næstu dögum munt þú stækka um nokkra sentimetra og finna þér maka í kjölfarið af því.

Uppáhaldsmatur Sushi Frægir fiskar Rihanna og Baltasar Kormákur Lífsmottó Ný flík á dag kemur skapinu í lag

4

Lífsmottó Margur er knár þótt hann sé smár

Þú lifir svo sannarlega í núinu því þú lætur engar tískubylgjur fram hjá þér fara. Fatastíllinn þinn er upp á 10 eins og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendi. Samfélagið er það sem þér finnst skemmtilegast og gerir þú allt til þess að taka sem mestan þátt í því. Næstu dagar munu vera áhugaverðir hjá þér því útsölurnar eru að fara byrja og þú munt missa þig og enda í skuld. PASSA ÞÚ ÞIG!

Þú ert yfirþyrmandi og vilt svo sannarlega að allir taki eftir þér, þér leiðist nú ekki að vera í stórum vinahóp og heyrist alltaf hæst í þér. Þrátt fyrir að þú ert svona mikið fyrir athygli þá klæðist þú einungis svörtum fötum og poppar það alltaf upp með litríkum skóm. Þú ferð í þínum fínustu skóm sem eru þér allt, í sund og þeim verður stolið. Sorry.

Lífsmottó Ekki vera risaeðla, farðu í fjallgöngu

Frægir vatnsberar Ellen Degeneres og Katrín Jakobsdóttir

Fiskar

Hrútur

Uppáhaldsmatur Vegan-hamborgarinn á Hafnarbúðinni Fræg naut Channing Tatum og Pétur Jóhann Sigfússon

Uppáhaldsmatur Pítsan hennar ömmu

Uppáhaldsmatur Fjögurra hæða samloka með peanutbutter&jelly Frægir hrútar Emma Watson og Salka Sól Lífsmottó Hláturinn lengir lífið

Naut Náttúran er þinn besti vinur og ferð þú alltaf í langa fjallgöngu á afmælisdaginn þinn. Þú lifir fyrir það að ferðast og besti ferðafélaginn er hundurinn þinn sem þú tekur með HVERT SEM ÞÚ FERÐ. Það eina sem að þú ert ósáttur með í lífinu er að vera naut því þú ert vegan. Þú kynnist þínum draumamaka og er sá hinn sami eigandi af sláturhúsi, hugsaðu þig vel um áður en þú lætur tilfinningarnar fara á flug.


Tvíburar Fullkomnunarárátta er svo sannarlega rétta orðið til þess að lýsa þér, og það mætti segja að þú myndir lifa fyrir þetta orð. Það þarf allt að vera tipptopp hjá þér í öllu sem þú gerir allt frá því hvernig þú lagar hárið þitt í það hvernig þú slærð grasið hjá þér á sumrin. Á næstunni munu birtast þér miklar fréttir og lítil mannvera í kjölfar þess, þetta mun svo sannarlega ekki passa í stundaskrána þína.

Uppáhaldsmatur Flatkökur með hangikjöti Frægir krabbar Kevin Hart og Auðunn Blöndal Lífsmottó Þú hefur einungis einn líkama, farðu vel með hann ;)

Uppáhaldsmatur Rétt eldaður humar Frægir tvíburar Donald Trump og Heimir Hallgrímsson Lífsmottó Þú verður að sleppa lífinu sem þú hefur planað og samþykkja það sem bíður eftir þér

Krabbi Hreyfing, hreyfing, hreyfing, þetta mun vera þín forgangsröðun í lífinu og gerir þú bókstaflega ekkert ef það inniheldur ekki næga hreyfingu. Þú ert búinn að setja þér markmið fyrir framtíðina og inniheldur það nákvæma hreyfingu á hverjum einasta degi næstu árin. Skipulagið mun ruglast mikið hjá þér því þú munt meiðast alvarlega á næstunni. En engar áhyggjur þú verður fljótur að ná þér eftir þetta :))

Ljón Sumarfrí, páskafrí, jólafrí allt sem að endar á frí er í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú notar þann tíma til þess að ferðast utanlands, en í öðrum tíma ertu að vinna í þremur mismunandi vinnum til þess að eiga nægan pening. Þitt langtímamarkmið er að heimsækja meira en helminginn af öllum löndum í heiminum, gaman verður að sjá þessi markmið verða að veruleika og vertu duglegur að blogga.

Uppáhaldsmatur Ávaxtaskál Fræg ljón Barack Obama og Birgitta Haukdal Lífsmottó Vera slaggur, að njódda og liffa

Meyja Uppáhaldsmatur Domino‘s pizza Frægar meyjur Beyoncé og Annie Mist Lífsmottó Ekkert stress og verum hress

Þú lifir mjög mikið í núinu og ert ekki að stressa þig yfir óþarfa hugsunum um framtíðina eða eitthvað sem gæti gerst á eftir. Allar ákvarðanir sem þú tekur eru gerðar á síðustu stundu og fer það verulega í taugarnar á þínum maka. Gott ráð til þín er að taka þig á í letinni og byrja að hugsa meira um framtíðina því það getur allt gerst, gott og vont.

5


Vog Þú gerir allt til þess að heilla heiminn, samfélagsmiðlarnir eru þínir bestu vinir og eiginlega þeir einu. Þú ert ekki mjög góður í mannlegum samskiptum en á veraldarvefnum ertu svo sannarlega á heimaslóðum. Þú brýtur öll met um like-fjölda á myndum og allir dá þig og dýrka. Vandi mun koma upp á næstunni og væri þá gott að passa sig á veraldarvefnum, ekki er allt sem sýnist og stundum

Uppáhaldsmatur Þorramatur Frægir sporðdrekar Leonardo DiCaprio og Magnús Scheving Lífsmottó Dýr eru lífið

6

Lífsmottó Dæmdu bókina út frá kápunni

Það sem einkennir þig frá öðru fólki er að þú elskar dýr, þú myndir gera allt fyrir dýrin þín og átt þú alveg dágóðan slatta af þeim. Þinn helstu draumur er að eiga risastórt landsvæði á afskekktum stað fyrir þig og dýrin þín. Þitt eina vandamál er að þú getur einfaldlega ekki sagt nei, og litla krúttlega íbúðin þín er gjörsamlega orðin stútfull af dýrum. Það er best að hafa varan á og sniðugt að skoða stærra heimili fyrir þig og fylgifiskana þína.

Það eina sem að þér finnst skipta máli er velgengni og að allt fari sem best. Þegar allt gengur upp ert þú svo sannarlega glaður og það gefur frá sér til fólksins í kringum þig. Lífshamingja er þitt uppáhaldsorð og lifir þú eftir því. Stundum koma samt slakir dagar en það kemur dagur eftir þann dag. Haltu áfram á þínu striki og vonaðu það besta.

Lífsmottó Trölli að eilífu

Frægar vogir Ragga Gísla og Zac Efron

Sporðdreki

Bogamaður

Uppáhaldsmatur Stór og mikill hamborgari með slatta af frönskum Frægar steingeitur Stephen Hawking og Dorrit Moussaieff

Uppáhaldsmatur Mexíkóskur

Uppáhaldsmatur Steiktur fiskur með kartöflum og kokteil Frægir bogamenn Jay-Z og Sigga Dögg Lífsmottó Elskaðu lífið

Steingeit Í kringum afmælið þitt ertu kannski ekki alveg að skemmta þér sem mest, jólin eru svo sannarlega ekki þinn uppáhalds árstími. Það er alltaf svo kalt og mikill snjór. Sólin er meira fyrir þig og gleður hún þig svo mikið að þú kýst að fara til útlanda í kringum hátíðirnar. Mikill metnaður er þó til staðar hjá þér og fer allt vel sem þú tekur þér fyrir hendur, haltu þessu striki áfram og þú munt svo sannarlega ná miklum árangri í lífinu.


MANNRÉTTINDI Nemendur FAS hafa oft á tíðum kosið að kalla sig FASista. Ég vil meina að slíkir fasistar hljóti að vera þeir sálarhreinustu og mannréttindasinnuðustu í veröldinni. Ef svo vill til að þið lesendur góðir séuð FASistar (og hafið ekki búið undir steini síðastliðna mánuði) ætla ég að gefa mér að þið hafið heyrt til mannréttindasamtakanna Amnesty International getið. Þið minnist þá ef til vill bréfamaraþonsins sem er haldið árlega fyrir jól. Í þetta sinn náði framhaldsskólinn okkar að safna langflestum undirskriftum miðað við höfðatölu í sögu Amnesty. Ágætir þessir FASistar, ekki satt?   Um þessar mundir vinnum við að undirskriftasöfnun vegna 16 ára palestínskrar stúlku, Ahed Tamimi. Ekki hrista hausinn - ungmenni á Hornafirði geta víst barist fyrir réttindum palestínskrar unglingsstúlku – og í raun er það ekkert svo erfitt. Hvað voruð þið að gera þegar þið voruð 16 ára? Var verið að hernema heimili ykkar? Höfðuð þið kjark til þess að slá að ísraelskum hermanni sama dag og frændi ykkar var skotinn í höfuðið af hernum? Voruð þið sett í fangelsisvist og svelt? Flutt á milli fangelsa um miðjar nætur í þeim eina tilgangi að pynta ykkur og þreyta? Ég þori að fullyrða að ykkar raunveruleiki kemst ekkert nærri hennar. Ekki misskilja, mín daglegu vandamál snerust líka um að nenna ekki að stinga símanum mínum í hleðslu eða vera orðin leið á fataskápnum mínum.

Arndís skrifar Við þurfum ekki að deyja úr sæmdarleysi yfir því að tilheyra forréttindahópi, svo lengi sem við erum meðvituð um það og tilbúin til þess að grípa til aðgerða. Stór orð, en ef þú sérð ekki sóma þinn í að leggja mannréttindum lið á einhvernhátt máttu vissulega dvelja úti í dimmu horni og skammast þín. Dagleg vandamál okkar eru kannski lítil í samanburði við annarra, en nákvæmlega það gerir okkur skyldug og ábyrg sem hluta af mannkyninu. Forréttindi, eru ekki af hinu illa, það er blindni á forréttindi sem er meinhættuleg. Ég hvet ykkur til þess að taka upp pennann fyrir Ahed ef þið eruð ekki búin að því nú þegar. Það getur enginn gert allt, en allir geta gert eitthvað. Ég vona fyrir ykkar hönd að þið kunnið að skrifa nafnið ykkar, það er ágæt byrjun, og getur verið hluti af öflugri heild sem bjargar lífi annarra. 7


FRUMKVÖÐLAFRÆÐI Í FAS Frumkvöðull er í stuttu máli sá sem kemur auga á nýja möguleika í atvinnu og hrindir þeim í framkvæmd. Til þess að vera frumkvöðull þarftu ekki endilega að vera uppfinningamaður, en hins vegar þarftu að vera brautryðjandi á einhvern hátt. Hvað er að gerast í frumkvöðlafræði? Í janúar í fyrra hófst vinna við

Nú, dagana 4. – 11. mars dveljum

ERASMUS+ verkefnið „Sharing

við nokkur í Lettlandi þar sem við

competencies in entrepreneurial

erum að binda enda á verkefnið

learning“ (ákjósanlegri stytting er

með því að selja vörur sem við

StoNe) í FAS. Hún byrjaði formlega

hönnuðum á markaðstorgi í Riga.

á því að nokkrir nemendur fóru til Ítalíu, en þar næst aðrir til Grikklands. Tilgangurinn var í raun að hanna vöru með einu skilyrði: stofnendurnir þurftu að vera frá 8

mismunandi löndum.


vörur Ragnar Ágúst, meðstofnandi fyrirtækisins„WoodSpee“ „Varan hjá mér og Arndísi er í samstarfi við krakka frá Eistlandi og Lettlandi. Það er viðarhátalari hannaður fyrir síma. Hann er án alls rafmagns, fyrir þá sem vilja njóta einfaldleikans“

Svandís og Ástrós, meðstofnendur fyrirtækisins „Gricely“ „Við gerðum vöru í samstarfi við krakka í Grikklandi og á Ítalíu. Það er box sem er einfalt að setja saman, og það er líka einfalt að taka í sundur. Einnig er þetta fallegur skrautmunur“

Sóley Lóa, meðstofnandi fyrirtækisins „Swixeli“ „Þjónustan hjá mér og Bjarma er í samstarfi við krakka frá Eistlandi og Lettlandi. Það er vefsíða sem hjálpar ungu fólki að ferðast, vinna og lifa“

ítalía, janúar 2017 Þáttakendur Guðjón Vilberg, Svandís, Arndís og Sóley Lóa Hápunktar Pompeii, Amalfi ströndin og Hringleikahúsið í Róm Markmið Að mynda fyrirtæki með krökkum frá Eistlandi, Lettlandi, Ítalíu og Grikklandi

Reynslusaga

Við bjuggum uppi í litlu fjallaþorpi á miðri Ítalíu. Ég byrjaði dvölina á aðþrengdasta augnabliki lífs míns: að sitja með fimm ókunnugum krökkum í 3 sætum, á 170 km/h, ekki í bílbelti. Bílbelti eru nefnilega óþörf uppfinning í þeirra augum, og hraði ... er afstætt hugtak. Ískaldur raunveruleikinn var að vakna klukkan hálf sex alla morgna til að ná skólarútunni. Jafnvel þó að við færum svona snemma á fætur þýddi það ekki að við mættum snemma í skólann. Síður en svo. Fyrsta verkið eftir að við vorum stigin út úr skólabílnum var að fara á barinn ... og fá okkur einn kolsvartan espresso (áminning: klukkan var 7:30). Skólinn var eins og að stíga aftur í tímann. Ég leitaði lengi að eina ofninum í byggingunni sem ég fann að lokum og klessti mér upp við. Nei, skólinn var varla upphitaður og klósettin gerðu kröfu til þess að þú bakkaðir inn á þau. Annað var tekið á miklu hærra stigi. Hádegisverðurinn í skólanum var t.d. þriggja rétta á hverjum degi og þjónaður til borðs. Við fórum í partý á óupphituðum (kemur á óvart?), yfirgefnum bar þar sem DJ – inn spilaði bara geisladiska. Virkilega – allt var framandi, en það gerir dvölina bara ferskari í minni. 9


Grikkland, apríl 2017 Þáttakendur Ragnar Ágúst, Ástrós Aníta, Hafsteinn Elvar og Bjarmi Þeyr Hápunktar Akrópólís og Meteora Markmið Að hanna og framleiða vöruna

„Allt var mjög trúarlegt. Í hvert sinn sem við fórum í skólann voru krakkarnir látnir mynda raðir, stelpu – og strákaröð. Svo var einhver einn tekinn á hverjum degi og hann var látinn fara með bænir sem við þurftum að hlusta á. Við borðuðum hádegismatinn okkar í safnaðarheimili. Þar var prestur með okkur á hverjum degi. Fjórða hvert hús er líka kirkja og krakkarnir voru alltaf að signa sig þegar við keyrðum fram hjá þeim. Þetta var svolítið öðruvísi“ - Ástrós Aníta

Ísland, september 2017 Markmið Að vinna í markaðssetningu vörunnar

Munið þið vikuna þar sem rigndi og rigndi og rigndi – og svo kom flóð? Það var nákvæmlega vikan sem Ítalirnir, Grikkirnir, Eistarnir og Lettarnir komu í heimsókn til okkar í FAS. Þetta varð til þess að krakkarnir urðu að fara norður hringinn til þess að ná fluginu sínu, og tvær ítalskar stelpur fengu farangurinn sinn með þyrlu landhelgisgæslunnar. Krakkarnir skemmtu sér þó blessunarlega vel, og litu á þetta sem eitt stórt 10


„I really loved the opportunity to celebrate my birthday in Iceland. Food was amazing, it was a nice surprise because my family and friends scared me about Iceland‘s national cuisine. I had so much fun and I was sad and happy at the same time when we had to leave. I was sad that we had to leave but happy that there was a chance we would stay because of the weather.“ - Eriks Strautnieks, Lettlandi

„I had the best experience in Iceland. Everything felt new and undiscovered. My first time seeing the ocean and witnessing the Northern lights was in this extraordinary place. I had a chance to meet proud and witty Icelanders with whom I share a friendship now. And also the food is absolutely great there. Some of my favourites include Skyr and the lobster soup! Overall it was just amazing and one of the best weeks of my life“ - Kristine Krastina, Lettlandi

11


Viðtal við Ingileif Ingileif flutti til Hafnar í Hornafirði fyrir rúmu einu og hálfu ári og hóf þá kennslu við FAS. Arndís settist niður með Ingileif og átti gott spjall með henni inni á skrifstofu, þar semhún fékk að skyggnast inn í líf hennar. Hvernig nemandi varstu í framhaldsskóla? Ég hef nú alltaf haft gaman af því að vita hluti. Af fjölskyldunni minni var ég sú fyrsta sem tók stúdentspróf. Ég þurfti að fara á Laugarvatn til þess og vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í. Ég varð svolítið að læra að fatta hvað þetta gekk út á, maður þurfti að læra hlutina upp á nýtt. Þetta var svolítið stökk, en samt gaman. Hvað dró þig til Hafnar? Ég er náttúrulega alin upp á Eskifirði. Í gamla daga var ég nú búin að fá mér vinnu hérna. Svo á síðustu árum var ég orðin ógurlega þreytt á því að vera í leiðsögn, vegirnir voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég vildi ekki vera nálægt því að lenda í árekstri og hafa kannski sjötíu manns í bílnum á meðan. Nú, svo sá ég starfið auglýst og hoppaði bara á það! Hvar og hve lengi varstu í leiðsögn? Í fjögur ár – 2012 til 2016. Ég vann mjög víða, mikið hjá Sterna, líka hjá Guðmundi Tyrfingssyni, og Kynnisferðum. Svo var ég í skipaleiðsögn á sumrin. Hver var ímynd þín af FAS áður en þú byrjaðir að kenna við skólann? Pabbi minn var fræðslustjóri. Ég heyrði hann oft tala um Höfn, að bærinn yrði að fá framhaldsskóla fyrir framtíðina. Það var kannski þess vegna fannst mér skólinn forvitnilegur þegar hann var kominn. Ég vissi að hann var lítill og það væri mikið að gerast hérna. Ég þekkti FSU og einhverja af þessum stærri skólum, en langaði að sjá hvort að þessi væri eitthvað öðruvísi. Pabbi hafði borið þennan skóla dálítið fyrir brjóstinu og það kveikti áhuga hjá mér. Hver finnst þér besti eiginleiki FAS vera? Það er auðvitað þessi einstaklingsþjónusta sem hann býður upp á. Fyrir suma getur hún verið of mikil, en hún er dýrmæt. Það er fylgst með hverjum og einum og reynt að draga sem mest fram í honum. Þetta er þjónusta sem maður fær ekki í öðrum skólum – það get ég alveg sagt ykkur.

12


Spurt og svarað Nýjasta slúðrið tengt Freyju Sól? Það hefur sést til hennar á rúntinum á hverju einasta kvöldi, alltaf með mismunandi gæja í farþegasætinu. Konan stoppar ekki.

Er Nanna opin fyrir því að deita? Já svei mér þá, mjög opin fyrir því. Endilega hafið samband við hana í síma 325-7978 því at the moment er hún á mjög miklum veiðum.

Hvernig er lífið hjá Guðrúnu Ásu? Vonandi bara mjög gott, endilega hafðu bara samband við hana.

Hvað eru margir strákar skráðir í þessum skóla? Allt frá 1 – 200.

Er verra að vera hóra eða fuckboy? Það fer bara allt eftir því hvernig þú skilgreinir orðið..

Hvenær kemur sumar? Þegar lokamatsviðtölin eru búin þá kemur sumar og allir fara að vinna, rosa gaman. Hvað eru margar stelpur skráðar í FAS? Svona um það bil á milli 1 – 200. Hvaða stelpur eru á lausu? Það eru sko bara margar stelpur, nánast allar stelpurnar í skólanum en samt eru nokkrar teknar.

Góðar pick-up línur til að heilla stelpur? Hér koma alveg þræl góðar sem virka ALLTAF.! 1. Ert þú elspýtustokkur? Því þú kvreikir nefnilega í mér. 2. Ef þú værir kartafla þá væriu sæt-kartafla. 3. Ef þú værir súpa værir þú heit súpa. Hver er rómantískasti staðurinn til að kyssa stelpu í fyrsta skipti? Klárlega á balli í FAS.

13


Ronja Ræn

Í ár er Leikfélag FAS og Leikfélag Hornafjarðar að sýna hinu klassísku s þau unnu handritið sjálf upp úr bókinni, hönnuðu leikmyndina sjálf og un enda er þetta sýning sem eng

Matthías Leikinn af Helga Sæmundarson

Skalla-Pétur Leikinn af Ísari Svan Gautason

Við spurðum nokkra leikara út í reynsluna 14


ningjadóttir

sögu um Ronju Ræningjadóttur. Leikritið að algjörlega þeirra þar sem að nnu með leikstjóranum að leikritinu sjálfu. Það skilar sér svo sannarlega, ginn má láta framhjá sér fara.

Ronja Ræningjadóttir Leikin af Ragnheiði Ingu Björnsdóttur

Rassálfur Leikin af Ástrósu Anítu Óskarsdótttur

15


Lýstu ferlinu í þremur orðum. Helgi: Ísar vælir mikið. Ísar: Læra vinna gera. Ragnheiður: Gaman, krefjandi og tímafrekt. Hver er þinn uppáhaldskarakter í leikritinu? Helgi: Rassálfarnir. Ísar: Það eru margir frábærir karakterar í þessu leikriti og allir á sinn eigin hátt. Mér finnst Matthías alltaf skemmtilegur og góður karakter. Ragnheiður: Skalla-Pétur klárlega! Ef þú fengir að ráða, hvaða leikrit myndi þig langa að sýna? Helgi: Ávaxtakarfan. Ísar: Queen söngleik Ragnheiður: Ég held að Fríða og dýrið yrði skemmtilegt. Hvað hefur þér fundist skemmtilegast við allt þetta ferli? Helgi: Sýningarnar. Ísar: Allt saman, þetta er mikil vinna og ekki alltaf auðvelt en ef maður hefur mikinn áhuga og vilja þá er þetta hreinlega frábært. Ragnheiður: Mér finnst mjög gaman að sýna leikritið. Hvað finnst þér vera mest krefjandi við að leika hlutverkið þitt? Helgi: Að syngja og að hugsa eins og karakterinn. Ísar: Líkamsbyggðin, röddin, hugarfarið og margt fleira. Ragnheiður: Ronja er rosalega orkumikil og hamingjusöm manneskja, það var frekar erfitt að finna það og beita því að henni

16


Hvað er að þínu mati svona það sem skiptir mestu máli þegar kemur að því að leika fyrir framan fólk? Helgi: Einbeiting og einbeiting. Ísar: Að vera búinn að fara inn í karakterinn og ekki detta úr honum. Ragnheiður: Stressið er mjög mikilvægur partur af ferlinu afþví að sýningin verður einhvernveginn miklu betri. Virðing fyrir hinum leikurunum og þeirra karakter og einbeitingin er mjög mikilvæg. Heldur þú að þessi undurbúningur og vinna sem þú hefur lagt í þetta leikrit muni hjálpa þér eitthvað í framtíðinni? Helgi: Já ég held að það muni hjálpa mér að skrifa og svo að vinna úr þeim handritum. Ísar: Algjörlega, þar sem að ég sé mig vinna við svona allskonar í framtíðinni. Ragnheiður: Já algjörlega! Hver eru þín framtíðarplön? Þá í sambandi við námið. Helgi: Ekki hugmynd? Ísar: Klára stúdentinn og svo eru nokkrir skólar í bænum sem maður stefnir á eins og t.d. Kvikmyndaskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Ragnheiður: Veistu ég hef bara ekki hugmynd. Ef þú værir dýr hvaða dýr myndir þú vilja vera? Helgi: Dúmbó kolkrabbi. Ísar: Köttur og gera ekkert. Ragnheiður: Letidýr.

17


viðtal við Siggu Þó Sturluð staðreynd um sjálfa þig? Ég kann færeysku

alvarlega en skemmta sér samt greinilega vel.

Lýstu framhaldsskólaárunum þínum Stress, félagslíf og taumlaus gleði.

Hvert er þitt uppáhalds atriði í leiksýningunni? Ég er með smá “soft spot” fyrir atriðinu þegar besta vinkona mín syngur Úlfasönginn. Annars er ein sena þar sem Matthías og Ronja ræða saman en eru trufluð nokkrum sinnum af Skalla Pétri sem fær mig ALLTAF til að veltast um af hlátri.

Hver var uppáhalds áfanginn þinn? Kynjafræði hjá Hildi. Þar voru alltaf heitar umræður en ég mótaðist mikið sem manneskja í þeim áfanga. Á skalanum 1 - 10 í hversu mikilli tilvistarkreppu varstu þegar þú gekkst í FAS? 11 Lesstofan - með eða á móti? Ég notaði lesstofuna mikið áður en hún varð skylda. Mér fannst erfitt að nota hana eftir að hún varð skylda því þá var hún alltaf full af fólki sem þurfti að vera þar en var ekki að læra og truflaði hina. Mér fannst skyldan einnig mjög stressandi því ég var í mörgum áföngunum og átti erfitt með að troða lesstofunni inn í skipulagið mitt. Ég trúi hinsvegar að lesstofuskyldan hjálpi einhverjum nemendum þó hún hennti illa fyrir suma. Ég myndi vilja sjá hana sem val eða jafnvel möguleika á auka einingu ef maður nýtti hana samviskusamlega.

Hvað hefur þú unnið oft með leikhópi FAS? Hvaða sýningar voru það? Ég hef unnið með leikhópi FAS síðan ég byrjaði í framhaldsskóla árið 2011. Ég hef leikið í 6 FAS sýningum: Átta konur, Grease, Blúndur og Blasýra, Love me do, Perfect/Tjaldið, Piltur og stúlka og nú hef ég unnið sem aðstoðakona leikstjóra og peppari leikhópsins að Ronju.

Eitthvað sem þú vilt koma á áleiðis til lesenda, rétt í lokin? Nemendur FAS eru ótrúlega heppnir að hafa svona litskrúðuga og lifandi leiklistarmenningu. Ég hvet ykkur eindregið til þess að koma að leikhópnum í gegnum framhaldsskólagöngu og lofa að þar kynnisti frábæru fólki, eignist nýja vini og lærið margt sem mun fylgja ykkur alla Nú kemur þú að leiksýningunni skólagönguna og langt á eftir að henni hvernig myndir þú lýsa leikhópinum líkur. í ár? Þau eru fiðrildi. Það er lýsingarorð sem ég hef notað nokkru sinni um þau. Þau eru jákvæð, orkumikil, frjó og einstaklega einbeitt (oftast). Þau taka sýningunni 18


skólatips Markmið Markmið eru upphaf og endir alls sem við gerum. Mikilvægt er að þú vitir til hvers þú ert að gera það sem þú gerir og hvert þú stefnir. Settu þér markmið í upphafi annar og skoðaðu þau aftur í lok annar. Skrifaðu þau niður og hafðu þau skýr, tímasett og viðráðanleg. Hengdu þau upp á vegg eða inn í persónumöppu sem inniheldur persónuleg gögn um þig og viðkoma námi, störfum og reynslu. Þú byrjar á að gera langtímamarkmið og síðan skammtímamarkmið en þau leiða þig að langtímamarkmiðinu. Þú ræður hversu langt fram í tímann þessi markmið ná en passaðu að rifja markmiðin reglulega upp. Hvenær ársins skoðar þú þín markmið og hversu oft á ári? Yfirlit á náminu Sumum finnst gott að hafa yfirlit á einu blaði yfir allt nám í öllum áföngum. T.d. gott fyrir foreldra. Þar kemur fram hvaða ritgerðum, verkefnum, skyndiprófum eða öðru þarf að ljúka í hverjum áfanga. Mikilvægt er að þetta sé uppi á vegg því blöð vilja gleymast ofan í skúffum og töskum. Einnig er gott að skrifa þetta í dagbókina.

Vikuáætlun Með henni geturðu skipulagt eina viku í einu. Til að byrja með er gagnlegt að skrá jafnóðum í eina viku í hvað tíminn fer. Þá skráirðu t.d. á kvöldin eða yfir daginn hvað þú ert að gera og eftir vikuna telurðu saman helstu flokkana (t.d. skóli, heimanám, æfingar, vinna, fjölskylda, hvíld, vinir, tómstundir ...). Þú metur síðan hvort þú ætlar að verja meiri eða minni tíma í hvern flokk. Þarna sérðu líka tímaþjófa. Hverjir eru þeir og hvað ætlarðu að gefa þeim mikinn/lítinn tíma?

Öpp sem hjálpa með lærdóminn BeFocused

Í þessu app-i getur maður stillt tíma þannig að maður lærir í ákveðinn tíma, til dæmis læra í 30 mín og svo pása í 5 mín. Þetta hjálpar mjög mikið og þá er maður ekki alltaf að kíkja í símann og getur frekar nýtt pásurnar í það.

Study Lock

Þetta app er mjög svipað og BeFocused en mér persónulega finnst það betra. Það eru hvetjandi skilaboð alltaf á símanum, tíminn hættir ef maður fer í símann og þá þarf maður að byrja upp á nýtt.

Quizlet

Þetta er glósuapp en ég hef oft gert glósur í þessu forriti í tölvunni og það er þægilegt að geta skoðað glósurnar líka í símanum

19


takið kvöldið frá

Árshátíð 2018 verður haldin hátíðlega þann

5. apríl

20


Playlisti

Party In The U.S.A. / Miley Cyrus Single Ladies (Put a Ring on It) / Beyoncé Beautiful Girls / Sean Kingston Intro/Promiscuous / Nelly Furtado, Timbaland Hips Don’t Lie / Shakira, Wyclef Jean Hey Ya! / OutKast Paper Planes / M.I.A. Irreplaceable / Beyoncé A Thousand Miles / Vanessa Carlot No One / Alicia Keys Ignition (Remix) / R. Kelly Relax, Take It Easy / MIKA Don’t Cha / The Pussycat Hey Baby (Drop IT To the Floor) / Pitbull Mine / Bazzi Latch / Disclosure, Sam Smith

21


slúðurdósin >> Heyrst hefur að Ísar Karl og Guðrún Ása séu að laumast út til þess að hittast.. >> Áfengi er það vinsælasta þessa dagana hjá busunum >> Heyrst hefur að Hafsteinn, Tómas, Dagur og Kári séu allir að tala við sömu stelpuna >> Heyrst hefur að kennaranir eru alltaf með kökuveislu á föstudögum eftir að skólin er búin, þið megið nú alveg bjóða okkur með! >> Krakkar eru víst ekki ánægðir með lesstofuna og vilja meiri hlutin fá Selmu okkur aftur til baka.

vissiru að.. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 22

...kolkrabbar hafa þrjú hjörtu. ...það er bannað að stunda mök með broddgöltum í Bandaríkjunum. ...augun í strútum er stærri en heilinn í þeim. ...rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir. ...kveikjari var fundinn upp á undan eldspýtum. ...rottur og hestar geta ekki ælt. ... á hverju ári kveikir fyrirtækið Louis Vuitton í öllum óseldu töskunum. ...40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn. ...meðal Íslendingur þénar jafn mikið á einu ári og meðal verkamaður í Gana myndi þéna á 88 árum. ...kindur hafa fjóra maga.


OPNIR DAGAR 2018 Útvarp FAS

FabLab

Skólablaðshópur

Stofa 205

Fyrir

Árshátíðarhópur

Eftir

23


Takk fyrir okkur

Skólablað FAS 2018  
Skólablað FAS 2018  

Opnir dagar í FAS 2018

Advertisement