Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 15. tbl. 20. árg. 24. apríl 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Gleðilegt sumar!

Feneyjatvíæringurinn í Skipavík

Feneyjartvíæringurinn er ein af stærstu listsýningum heims og er haldin annaðhvert ár í Feneyjum. Það má segja að Feneyjartvíæringurinn skiptist í tvær sýningar, annarsvegar sýningar þátttökulandanna hvert í sínum skála og hinsvegar aðalsýningin sem sýningarstjóri tvíæringsins velur þátttakendur inn í. Íslenskir listamenn hafa undanfarin ár tekið þátt í sýningum sem settar hafa verið upp í Íslandsskálanum og hefur Ísland átt fulltrúa þar frá árinu 1968. Myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands í íslenska skálanum í ár. Hún er hinsvegar ekki eini íslenski listamaðurinn sem sýnir verk sín á Feneyjartvíæringnum í ár því Ragnari Kjartanssyni hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í aðalsýningunni ásamt um 150 listamönnum hvaðanæfa að úr heiminum. Ragnar er ekki ókunnur á tvíæringnum því hann sýndi í íslenska skálanum fyrir fjórum árum. Í ár má hinsvegar segja að hann sé kominn á stóra sviðið. Ragnar hefur undanfarið verið hér í Stykkishólmi að vinna að sínu verki fyrir Feneyjatvíæringinn 2013 sem opnar formlega í júníbyrjun. Verk hans nefnist SS Hangover og er forláta bátur sem sigla mun um sýningarsvæðið í sumar. Ragnar fann bát með súðbyrðingslagi í Reykjavík hjá Jóni Ragnari Daðasyni skipasmið, sem smíðaður var 1934 og flutti hingað vestur. Þar kemur Skipavík inn í myndina því báturinn var í bágbornu ástandi og listasmiðirnir Magnús Jónsson og Ásgeir Árnason gerðu bátinn upp, á loftinu þar sem víkingaskútan Valtýr var smíðuð. Síðastliðinn sunnudag var báturinn sjósettur og honum gefið sviðsnafnið SS Hangover við hátíðlega athöfn. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, unnusta Ragnars og dóttir Sigurjóns í Skipavík, gaf bátnum nafn. Nafn bátsins vísar í kvikmyndina Remember last night frá árinu 1935 sem fjallar um morð sem á sér stað í drykkjupartýi hjá vinahópi nokkrum, en daginn eftir man enginn hvað gerðist. Ragnar hefur mikið unnið með tónlist í verkum sínum og í þessu verkefni fékk hann Kjartan Sveinsson úr Sigurrós til að semja fyrir sig tónverk fyrir 6 blásara sem gerir það að fljótandi hljóðskúlptúr.

Tónverkið tekur 6 mínútur í flutningi og er endurtekið líkt og siglingaleið bátsins. Báturinn verður á siglingu á meðan á tvíæringnum stendur, nokkrar klukkustundir á dag, fram á haust og munu þarlendir tónlistarmenn flytja tónlistina. Alltaf munu sex blásarar vera um borð í bátnum og leika verkið. Á milli áfangastaða er skipt út 1-2 spilurum, en hver og einn heldur áfram að leika sinn þátt í tónverkinu, þar sem hann er staddur. Báturinn siglir á milli kvía í sögufrægri skipasmíðastöð Feneyinga, Arsenale, þar sem aðalsýningarsvæði Feneyjartvíæringsins er og munu gestir nánast ganga í gegnum verkið, að sögn Ingibjargar Sigurjónsdóttur sem hefur aðstoðað Ragnar við undirbúninginn. S.l. sunnudag var verkið frumflutt, báturinn sjósettur og blásarar úr Lúðrasveit æskunnar stigu um borð til að frumflytja tónlistina í Skipavíkurhöfn í rjómablíðu. Báturinn fór að fljóta og ómuðu tónar blásarasextettsins á haffletinum á milli Landeyjar og Skipavíkur dágóða stund. Segl var reist og báturinn sem fengið hafði rafmagnsmótor leið um sundið við lúðrahljóma. Ragnar og Kjartan voru ánægðir með hvernig til tókst og að lokinni siglingu var báturinn tekinn upp aftur en héðan fer hann til Hollands með skipi og svo landleiðina niður til Feneyja. Tón- og myndband má sjá á www.stykkisholmsposturinn.is am/srb

Grænn apríl stendur nú yfir og er við það tækifæri minnt á umhverfisvitund í víðu samhengi. Með átakinu er stefnt að því að vekja landsmenn til vitundar um það það þurfi að gæta að náttúrunni og umhverfinu og að hvetja aðila sem selja þekkingu, vöru eða þjónustu sem er annað hvort umhverfisvottuð, af Fair Trade uppruna eða telst umhverfisvæn á einn eða annan máta, til að kynna sig og starf sitt sérstaklega í apríl. Einnig á átakið að


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Svar við bréfi Erlu Í síðasta tölublaði Stykkishólmspóstsins ritar Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstóri í Stykkishólmi, mér opið bréf með spurningum, sem mér er ljúft og skylt að svara að því leiti sem þær snúa að mér og mínu ráðuneyti. Einkanlega tel ég það mikilvægt þar sem í greinininni gætir nokkurs misskilnings um megininntak greinar minnar í Stykkishólmspóstinum 11.04. s.l. Mikilvægast sýnist mér að leiðrétta þá sérkennilegu ályktun Erlu að ummæli um snautlegan húsakost Dvalarheimilis aldraða hafi með einhverjum hætti verið gagnrýni á þá góðu þjónustu sem þar hefur verið veitt af starfsfólki um árabil. Ég raunar átta mig ekki á því hvernig unnt er að hrasa að slíkri ályktun, enda vita íbúar og starfsmenn Dvalarheimilisins sjálfsagt öðrum fremur að þeir veggir sem ramma inn starfsemi stofnunarinnar hafa ekki forspárgildi um gæði hennar. Fjarri lagi. Rétt er að leiðrétta strax að ekki er rétt að framkvæmdin sé ekki á fjárlögum ársins 2013. Hið rétta er að verkið er á fjárlögum ársins 2013 undir stofnkostnaðarlið Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (08-700). Auk þess gerir velferðarráðuneytið ráð fyrir framlögum af eigin fjárlagaliðum til verksins ár. Velferðarráðuneytið hefur í samræmi við vinnulag gert tillögu um framlag næsta árs (2014), alls 354 mkr., eins og ég rakti í áðurnefndri grein minni. Ráðuneytið mun svo gera tillögur að framlagi á ári hverju eftir því sem verkinu vindur fram í samræmi við áætlanir, enda samþykkir alþingi einungis fjárlög til eins árs í senn, eins og kunnugt er.

Stykkishólmsbæjar til útboðs. Stefnt er að því að hraða þessari framkvæmt eftir því sem kostur er.“ Byggingaryfirvöld í Stykkishólmi hafa nú samþykkt framkvæmdina og heimild fjármálaráðuneytisins (Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og fjármálaráðherra) til fullnaðarhönnunar á grundvelli framlagðrar áætlunar um framkvæmdina í heild liggur sömuleiðis fyrir. Þegar fullnaðarhönnun er lokið mun liggja fyrir nákvæm kostnaðaráætlun, en drög að henni hafa þegar verið kynnt aðilum máls sem og áætlun um kostnaðarskiptingu. Ljúka verður fullnaðarhönnun til að unnt sé að ganga frá samningum um kostnaðarskiptingu og öðrum samningum milli ríkissjóðs og sveitarfélags. Þá er rétt að árétta að Framkvæmdasjóður aldraðra samþykkir ekki framlög til verkefna heldur gerir tillögu um þau til velferðarráðherra en umsóknaraðilinn, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, heyrir undir ráðuneyti hans. Gert er ráð fyrir að að FA standi straum af 40% kostnaðar við hjúkrunarheimilið skv. venju og verður sótt um það framlag skv. áætlun um fjármögnun verkefnisins og samþykktri áætlun. Gert er ráð fyrir hefðbundnu hlutfalli framlags sveitarfélagsins til hjúkrunarheimilisins, 15%, en 45% koma úr ríkissjóði sem og allur annar framkvæmdakostnaður við sjálft sjúkrahúsið. Undirbúningur þessa verkefnis hefur nú staðið um nokkra hríð en hefur miðað mjög vel miðað við önnur sambærileg verkefni. Það þakka ég góðu samstarfi stjórnenda og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, bæjarstjórn Stykkishólms og velferðarráðuneytisins. Allar framkvæmdir sem hið opinbera ræðst í eru háðar árlegu samþykki alþingis fyrir þeim fjármunum sem ætlaðir eru til verksins. Því hefur sá þverpólitíski stuðningur sem verið hefur við verkefnið og birtist m.a. í einróma afgreiðslu fjárlaganefndar alþingis á málinu verið því ómetanlegur. Allir, sama hvar í pólitísku þrasi þeir standa, sem láta sér annt um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi og aðbúnað eldri borgara þurfa að tryggja áframhaldandi samstöðu um framgang verkefnisins.

Erla beinir nokkrum spurningum til mín en þar sem þær virðast einnig byggjast á misskilningi um feril mála hjá hinu opinbera tel ég rétt að rifja upp efni viljayfirlýsingar sem undirrituð var í Stykkishólmi í júlí síðastliðnum og unnið er eftir með þetta mikilvægaverkefni, en þar segir m.a. „Þegar aðalteikningar liggja fyrir verður leitað samþykkis byggingaryfirvalda í Stykkishólmi á framkvæmdinni og heimildar fjármálaráðuneytis – Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir – til fullnaðarhönnunar og vinnslu útboðsgagna. Þegar þau gögn liggja fyrir verður leitað heimildar fjármálaráðuneytis og

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars Guðbjartur Hannesson

Starf vikunnar

Framkvæmdir við sjúkrahúsið

Pósthúsið: Ragnheiður Valdimarsdóttir Hvernig er að vera starfsmaður á pósthúsinu ? Mjög skemmtinlegt og fjölbreytt Hvað ertu búin að vinna hér lengi ? Ég er búin að vinna hér í 4 ár Hvað gerir þú í vinnuni ? Ég sé um allan almennan rekstur, starfsmannamál, uppgjör fyrir Snæfellsnes, bankaafstemmningar fyrir Snæfellsnes, Borgarnes og Búðardal, rekstur verslunar, pöntun á rekstarvörur fyrir Snæfellsnes og tímaskráningu. Er gaman í vinnuni? Mjög gaman í vinnuni. Skemmtilegast að vinna með ólíku fólki á ólíkum deildum og sinna viðskiftavinum.

Ég vil í upphafi lýsa yfir ánægju minni með hvernig undirbúningur þessa stóra verkefnis hefur gengið. Ljóst var að ferðin yrði á fótinn í þeim blankheitum sem ríkissjóður hefur staðið frammi fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008. Unnið er að fullnaðarhönnun framkvæmdarinnar. Að henni lokinni er hægt að ganga frá samningum varðandi verkið. Kostnaðarskipting er stöðluð í verkefnum af þessu tagi. Einnig mun koma í ljós á næstu misserum hvernig þeim áætlunum reiðir fram að sveitarfélögin taki við rekstri öldrunarþjónustunnar að öllu leyti. Þegar flutningi er lokið er ljóst að við verðum með mun sterkari einingu bæði faglega og rekstrarlega. Mest um vert er að aðstaða gamla fólksins okkar verður ásættanleg og í raun má segja að starfsfólk Dvalarheimilisins hafi unnið frábæra vinnu við erfiðar aðstæður í áraraðir. Margir möguleikar eru í stöðunni hvað varðar nýtingu húsnæðis Dvalarheimilisins og verður það allt skoðað vel. Ég vil í lokin þakka öllum þeim sem af jákvæðni og bjartsýni hafa komið að verkefninu og stuðlað að því að það er komið á þann stað sem raun ber vitni.

7.bekkur GSS

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00 Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Kæru bæjarbúar, ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms.

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

• Stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt • Sérstaka veiðigjaldið verði afnumið. • Auðlindagjöld verði hófleg og taki mið af rekstri fyrirtækjanna. • Gjaldið renni til byggðanna, rannsókna, nýsköpunar og í ríkissjóð. Setjum x við B á kjördag www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Viðburðarrík helgi í Stykkishólmi að baki

Karlakórarnir á æfingu

Um nýliðna helgi var margt um manninn í Stykkishólmi enda viðburðir af ýmsu tagi í gangi víða um bæinn. Fyrst skal nefna Árnmessu sem fram fór í grunnskólanum og gerð er grein fyrir aftar í blaðinu. Hingað fjölmenntu karlakórinn Fóstbræður og héldu vel heppnaða tónleika með mjög fjölbreyttri efnisskrá. Kórinn taldi um 60 vörpulega menn og fylltu þeir svo sannarlega alla króka og kima í Stykkishólmskirkju með söng sínum. Karlakórinn Kári var gestur á tónleikunum og tóku þeir nokkur lög ásamt stjórnanda sínum Hólmfríði Friðjónsdóttur og svo sungu kórarnir saman í lokin. Síðasti tónn hafði vart verið sleginn þegar kirkjan fylltist af gítaræskunni og voru þar á ferð um 30 krakkar héðan, úr Reykjavík og Reykjanesi sem höfðu leikið á gítara sína í gítarbúðum um helgina. Þau buðu til tónleika kl. 18 og var þar ekki síður fjölbreytt efnisskrá á ferðinni. Laugardagurinn hafði einnig verið auglýstur til hreinsunarátaks og voru þónokkrir sem týndu í einn eða fleiri svartan ruslapoka og notuðu jafnvel sunnudaginn líka. Einn bæjarbúi kom að máli við undirritaða og var ekki hrifinn af öllum þeim hundaskít í þar til gerðum pokum við gangstéttarkantinn á Skúlagötu sam var þar út um allt og viðkomandi tíndi í poka! Fjöldi gesta kom á opnun í Leir 7 á Aðalgötunni og skoðaði leirmuni Sigríðar Erlu og textíl eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Sæþór

Ruslið tínt í svartan ruslapoka

Opnun í Leir 7 / Ljósmynd Þórunn Sigþórsdóttir

Þorbergsson reiddi fram ferskt hráefni úr Breiðafirði sem féll vel í kramið hjá gestunum. Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness hélt hér aðalfund og mætti sjálfur Eyþór Ingi á svæðið og skemmti matargestum á laugardagskvöldið á Narfeyrarstofu. am

Síldardauðinn Fundur var haldinn í Grundarfirði í síðustu viku þar sem rætt var um orsakir, stöðuna og framtíðina út frá síldardauðanum í Kolgrafafirði. Talið er að yfir 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði í tveimur viðburðum, um miðjan desember og 1. febrúar og hefur verið unnið að hreinsun á grút og síld frá því í febrúar. Hreinsun er að mestu lokið í firðinum og var það mál manna á fundinum að hreinsunin hafi borið verulegan árangur. Fundurinn var vel sóttur og svöruðu framsögumenn fyrirspurnum fundargesta og tóku þátt í umræðum. Lagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra áherslu á að komið verði á tengslaneti starfsmanna ráðuneytisins og helstu stofnana ríkisins sem koma að verkinu, auk heimamanna í því skyni að fara yfir alla helstu þætti málsins, s.s. rannsóknir, vöktun, hreinsun, viðbrögð fyrir næsta vetur og önnur mál. Sagði hún mikilvægt að læra af þessum nær fordæmislausa viðburði og bregðast við eftir því sem það væri hægt. Framsögumenn á fundinum komu frá Hafró, Umhverfisstofnun, Náttúrustofunni, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vegagerðinni og heimamönnum á Eiði. am www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

verður haldinn föstudaginn 10. maí kl. 17.00 í húsi félagsins að Borgarbraut 2, Grundarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Veitingar verða á fundinum.

„ FJÖLBREYTT ATVINNULÍF; FISKUR, FERÐAMENN OG ROKK

– ÞESS VEGNA KÝS ÉG VG“

GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON

HAFNARSTJÓRI ÍSAFJARÐARBÆJAR OG STJÓRNARFORMAÐUR ROKKHÁTÍÐARINNAR ALDREI FÓR ÉG SUÐUR

FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið Undirritaður kýs að svara opnu bréfi Erlu Friðriksdóttur til velferðarráðherra og forseta bæjarstjórnar Stykkishólms. Tek það þó skýrt fram að það er ekki í þeirra umboði, heldur svara ég sem bæjarfulltrúi sem mikinn áhuga hef á að styrkja þá starfsemi sem um ræðir. Öll bæjarstjórnin var sammála um að fara í þá vegferð að kanna mögulega sameiningu á starfsemi Dvalarheimilis Stykkishólms við starfsemi HVE við St. Fransickussjúkrahúsið í Stykkishólmi. Svör mín við spurningum Erlu sýna hversu illa hefur verið haldið á þessum málum af hálfu Stykkishólmsbæjar. 1. Liggur fyrir staðfesting fjármálaráðherra vegna þessara framkvæmda sem eiga að kosta 1.1milljarð króna? Staðfesting fjármálaráðherra liggur ekki fyrir þann 20.apríl 2013, a.m.k. hefur það ekki verið upplýst ef svo er. 2. Liggur fyrir skipting kostnaðar við framkvæmdir og rekstur milli bæjarins og ríkisins? Áætlun sem gerð er af ARKÍS arkitektum í febrúar 2013 gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið verði 1.114þúsund, en við 5% verðbólgu verði kostnaður 1.205þúsund. Hlutur ríkisins m.v. 5% verðbólgu er 761milljón, Stykkishólmsbæjar 232milljónir og Framkvæmdasjóðs aldraðra 193milljónir. Framkvæmdatími er áætlaður 4 ár, þ.e. 2013 – 2016. Hlutur Stykkishólms yrði 22milljónir árið 2014, 120milljónir árið 2015 og 90milljónir árið 2016. Áætlunin hefur ekki verið lögð fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn til afgreiðslu. 3. Hefur verið gerður samningur milli fjármálaráðherra og velferðarráherra annars vegar og bæjaryfirvalda hinsvegar? Samkomulag var gert milli velferðarráðuneytis, HVE og Stykkishólmsbæjar um að skoða hagkvæmni sameiningar en enginn samningur hefur verið gerður um framvindu né framkvæmdir. 4. Hefur Alþingi samþykkt fjárveitingu til þessa stóra verkefnis eins og lög gera ráð fyrir áður en framkvæmdir geta hafist (ekki er að finna fjárveitingu í fjárlögum ársins 2013)? Alþingi hefur ekki samþykkt fjárveitingu til þessa verkefnis. 5. Hefur stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra samþykkt framlag til þessa verkefnis? Ekki svo vitað sé. Bæjarfulltrúar hafa a.m.k. ekki verið upplýstir um að sótt hafi verið um í sjóðinn eða samþykkt liggi fyrir. 6. Er gert ráð fyrir framlögum úr sveitasjóði og ef svo er liggur fyrir skrifleg yfirlýsing sveitarfélagsins? Á fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar er gert ráð fyrir 13,5milljónum á árinu 2013. Aðrar áætlanir hafa ekki verið gerðar að hálfu bæjarins né slíkt staðfest skriflega. 7. Hvert verður hlutverk „snautlegs“ húsnæðis Dvalarheimilisins og hvernig verður staðið undir fjárskuldbindingum þess eftir flutning hjúkrunar- og dvalarrýma? Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta. Ljóst er að erfitt verður að standa undir ríflega 60milljóna króna skuldbindingum sem hvíla á Dvalarheimilinu þegar engar tekjur verða á móti þeim. 8. Hvernig verður þjónustan við íbúa í íbúðunum við Dvalarheimilið tryggð þegar hjúkrunar og dvalarrými hafa verið flutt á sjúkrahúsið? Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta. 9. Hvar er gert ráð fyrir félagsstarfi fyrir íbúa hjúkrunar- og dvalarrýma og aðra íbúa sveitarfélagsins eftir flutninginn? Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta. Við ofangreint má bæta að samkvæmt tillögu D-lista var skipuð www.stykkisholmsposturinn.is

nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í byrjun árs 2012 til að fara með mál sveitarfélagsins varðandi ofangreind atriði. Nefndin var kölluð saman stuttu eftir að hún var skipuð en hefur ekki fundað síðan þrátt fyrir ítrekaðar kröfur bæjarfulltrúa D-lista þar um. Fagna ber þeim áhuga og vilja sem velferðaráðuneytið hefur sýnt varðandi uppbyggingu á St. Fransickussjúkrahúsinu í Stykkishólmi og því treyst að ráðuneytið fari að lögum varðandi framkvæmd verksins, en jafnframt verður að harma hversu slælega Stykkishólmsbær hefur staðið að undirbúningi sín megin varðandi mögulega færslu dvalar- og hjúkrunarrýma yfir til HVE. Svör við ofangreindum spurningum sem snúa beint að Stykkishólmsbæ sýna það. Sem bæjarfulltrúi tel ég það skyldu mína að tryggja að mögulegur flutningur skili ávinningi til styrktar starfsemi St. Fransickussjúkrahússins, þ.m.t. Háls- og Bakdeildar, Dvalarheimilis Stykkishólms, starfsmanna stofnananna og þeirra sem njóta þjónustunnar ásamt Stykkishólmsbæ og íbúa. Eins og haldið hefur verið á málum til þessa er hætta á að ávinningur falli ekki öllum í skaut. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki sýnt vilja í verki til að bæjarstjórn vinni sem ein heild að þessu brýna samfélagsverkefni, en eftir því hafa bæjarfulltrúar D-lista kallað ásamt kröfu um að Stykkishólmsbær skoði alla þætti málsins og geri áætlanir um úrlausn þeirra. Gretar D. Pálsson bæjarfulltrúi

Orlofsnefnd Snæfellskra húsmæðra 20. apríl sl. rann út frestur að skila inn umsóknum í fyrirhugaða ferð í maí n.k. sem auglýst var í staðarblöðunum. Því miður var þátttaka ekki næg svo ákveðið hefur verið að fresta ferð til haustsins. Það er nokkuð algengur misskilningur að rétt til að nýta sér svona orlof hafi eingöngu félagsbundnar kvenfélagskonur en skrifað stendur „Rétt til að sækja um húsmæðraorlof hefur sérhver kona sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf.“ Til greina hefur komið að fella þessi lög úr gildi, enda aðrar forsendur nú en þegar lögin voru sett. Þetta eru þó enn gildandi lög og ber sveitarfélögum að greiða í þetta 95,50 per/íbúa. Það er annað hvert ár sem þetta orlof er tekið, og nú er það Stykkishólmsbær, Helgafellsveit, Eyja-og Miklaholtshreppur og Grundarfjarðarbær, og svo hinsvegar eftir tvö ár er það Snæfellsbær og nágrenni. Við tökum því þráðinn upp í haust, njótum samvista hver við aðra, skiptumst á góðum hugmyndir sem efla okkur sem nágranna og hlúum að samvinnu og vináttu okkar á milli. Orlofsnefndin

Stykkishólmsvöllur Borgunarbikar karla Meistaraflokkur

Laugardaginn 4. maí kl. 16.00 Snæfell/Geislinn - Ármann         Fjölmennum á völlinn kæru Hólmarar og styðjum okkar menn til sigurs. 6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Sumardagurinn fyrsti

Opið frá kl. 12

Heimalagaður ís að hætti Chef Gunna á kynningartilboði. Spennandi matseðill fimtudags-, föstudags- og laugardagskvöld Fordrykkur: Smakk-appetizer: Forréttur: Milliréttur: Aðalréttur: Eftirréttur:

Sumarfordrykkurinn Mangotango Reyktur skarfur með bláberja compot Grillaður skötuselur og hvítvínssoðinn grænn aspas Sorbet að hætti hússins Rauðvínsmarineruð nautalund & brasseruð nautakinn með sætkartöflumousse og glasseruðum rauðrófum Kaffi og handgert konfekt frá Hafliða Ragnars

Sérstakt sumartilboð 7.900.Borðapantanir nauðsynlegar í síma 438-1119 og á narf@narf.is www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

Sjávarréttasúpa og stemning Í hádeginu föstudaginn 26. apríl n.k. verður opinn fundur með Sigurði Ágústssyni frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna í Lionshúsinu Stykkishólmi Boðið verður upp á Bláskeljasúpu og rjómalagaða sveppasúpu. Hvetjum ykkur til að mæta og ræða málin yfir léttum málsverði! Sjálfstæðisfélagið Skjöldur og Félag ungra sjálfstæðismanna í Stykkishólmi www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Í tilefni kynningarfundar velferðarráðherra, miðvikudaginn 24.apríl 2013 Merkum áfanga er nú náð í alllöngu ferli, þar sem fjallað var um framtíð starfsemi St.Franciskusspítala. Sagan hefst eiginlega í kjölfar svokallaðrar sameiningar heilbrigðisstofnana á Vesturlandi, en fljótlega varð starfsfólki SFS ljóst, að stjórn hinnar sameinuðu stofnunar vildi veg spítalans sem minnstan og stytztan. Þetta staðfestist svo á fundi stjórnar hinnar sameinuðu stofnunar með starfsfólki SFS þ.4. nóvember 2010, en þar gaf lækningaforstjóri hennar út þá tilskipan, að sem minnst skyldi lagt inn af sjúkratilfellum - einkum bráðatilfellum - á SFS, en öllu slíku skyldi beint á sjúkrahúsið á Akranesi. Þetta þrátt fyrir að fyrir svokallaða sameiningu hefðu 216 bráðatilfelli verið vistuð á spítalanum á einu ári. Samhliða þessari tilskipan var lögð af vaktþjónusta rannsóknarstofu, og tveimur sjúkraliðum, sem annazt höfðu röntgenmyndatöku, var sagt upp þeim hluta starfs síns og bráðaþjónusta á þeim vettvangi þar með aflögð. Starfsfólki stofnunarinnar var ljóst, að með þessu yrði legudeildin á 2.hæð órekstrarhæf og þar með í raun spítalaþjónustan öll, þ.m.t. Háls- og bakdeild, en sú deild þjónar öllu landinu og hefur gert um árabil. Myndi þetta væntanlega þýða, að öll starfsemi stofnunarinnar yrði lögð af nema heilsugæzlan. Var því sent mótmælabréf til stjórnar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, undirritað af öllu fagfólki SFS og heilsugæzlustöðvar, en einnig fylgdu með tölvupóstar frá læknum í Grundarfirði, Ólafsvík og Búðardal, þar sem lýst var yfir stuðningi við tillögur fagfólks SFS um áframhaldandi bráðaþjónustu. Til að gera langa sögu stutta, enduðu deilur þessar með því að velferðarráðuneyti átti frumkvæði að stofnun samstarfshóps um málið og áttu sæti í honum af hálfu ráðunneytisins Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Jón Baldursson, yfirlæknir ráðuneytisins og fyrrum yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri og Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri, af hálfu stjórnar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri, og Lárus Hannesson, forseti bæjarstjórnar, af hálfu Stykkishólms og Ann Linda Denner, sjúkraþjálfari ásamt undirrituðum af hálfu SFS . Ljóst var í upphafi, að afstaða ráðuneytisins til starfsemi Háls- og bakdeildar var mjög jákvæð, og því snerust störf hópsins langmest um aðra starfsemi í húsinu. Má lesa niðurstöður hópsins þar að lútandi í skjali á heimasíðu ráðuneytisins (sjá Endurskoðun starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Júní 2011). Eru íbúar Stykkishólms og Snæfellsness alls hvattir til að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Segja má að vatnaskil hafi orðið í vinnu samstarfshópsins, þegar bæjarstjórn Stykkishólms lagði til að öll starfsemi dvalarheimilis bæjarins,bæði hjúkrunar- og dvalarrými, yrði flutt á SFS. Með því yrði til heppileg rekstrareining, þ.e.hjúkrunarrými, sjúkrarými/ bráðarými, rými Háls- og bakdeildar og dvalarrými, alls nærfellt 40 rými. Niðurstöður samstarfshópsins liggja til grundvallar þeirri hönnun, sem ráðuneytið er að kynna þessa dagana. Hér hefur ferlinu verið lýst í hnotskurn, og ég vil þakka samstarfsfólki mínu í hópnum fyrir samvinnuna, en hópurinn

skilaði niðurstöðum á mettíma, þótt framhaldsferlið yrði nokkuð langdregið, og e.t.v. hefur bæjarbúum þótt heldur lítið um upplýsingagjöf, en meginástæðan var sú, að farið var með vinnu samstarfshópsins sem trúnaðarmál allt þar til niðurstöðurnar voru kynntar. Þá hefur hönnunarvinnan verið býsna flókin, en gera á miklar breytingar á húsnæði SFS. Ástæða er til að þakka bæjarstjórn Stykkishólms sérstaklega fyrir þann áhuga, velvild og metnað, sem starfsemi SFS hefur verið sýnd af hennar hálfu. Þá er einnig vert að þakka þeim Önnu Sigrúnu og Jóni þeirra framlag, en þekking þeirra á starfsemi og rekstri stofnana sem okkar var hópnum ómetanleg. Að endingu vil ég bera fram þá frómu ósk, að framhaldið verði sem farsælast og öllum til góðs; einkum þætti mér vænt um sem óflokksbundnum sakleysingja á hinu pólitíska sviði, að menn og konur láti ógert að gera þær framkvæmdir, sem framundan eru að pólitíku bitbeini. Slík sveitamennska í litlu byggðalagi, þar sem mikið er í húfi fyrir alla, er engum til góðs og engum til framdráttar. Gleðilegt sumar! Jósep Ó.Blöndal, sjúkrahúslæknir

Spurning vikunnar: Hvað ætlarðu að gera í sumar?

?

Nafn: Amanda Bríet Bergþórsdóttir, 6 ára Leikskólinn í Stykkishólmi. Fara í sund, sumarbústað hjá Gullfoss og Geysi. Og hitta hestana. Nafn: Íris Anna Sigfúsdóttir, 4 ára að verða 5 Leikskólinn í Stykkishólmi Fara í sund, og hitta ömmu og afa, skoða dýrin, og hjóla með pabba. Nafn: Steinunn Helgadóttir, 41 árs Pósthúsið í Stykkishólmi. Fara á hestbak og í útilegu og tónleika með Beyonce. Nafn: Sigurþór Hjörleifsson, 69 ára Dekk og smur Vinna á dekkjaverksmiðjunni og fara í golf. Nafn: Gyða Steinsdóttir, 42 ára. Ráðhúsið (bæjarstjóri) Vinna, fara í Flatey, ferðalag innanlands og svo fótboltamót Nafn: Páll Grétarsson , 20 ára. Hótel Egilsen Fara til Noregs, læra norsku þar

Kristín, Emilía og Aníta

Vorvaka Emblu Árleg vorvaka Emblu fer fram á Uppstigningardag fimmtudaginn 9. maí n.k. Vakan verður haldin á Hótel Stykkishólmi og hefst kl. 14 Áhugaverðir fyrirlesarar um nýtingu villtra jurta, illgresis og ræktaðra jurta til matargerðar verða fluttir og tónlist í bland. Dagskráin verður auglýst nánar í næstu blöðum. Undirbúningsnefndin

Mundu að kjósa Samfylkinguna 27. apríl www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Snyrtistofan verður lokuð frá og með 3. maí til 13. maí n.k.

Vöktun húsa Við viljum minna þá húseigendur í Stykkishólmi sem hafa áhuga á að láta vakta hús sitt, að kíkja við á Neskinn 7 með samninginn. Tilboðið kr. 6000 út árið 2013 gildir til 1.maí. Vöktun allt árið 12.000. Er ekki tilvalið að gera þennan samning um leið og farið er að kjósa? Stöndum saman, vöktum allan bæinn. Samingseyðublað má finna á www.helluskeifur.is

Vaktþjónustan Vökustaur 893-7050

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013. Kosið verður til alþingis laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörstaður er í Setrinu, við gamla barnaskólann, Skólastíg 11. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00. Kjörstjórn Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmsposturinn.is

9

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Áfram Snæfell

STYRKIR TIL MARKAÐSSETNINGAR OG NÝSKÖPUNAR Í FERÐAÞJÓNUSTU Á VESTURLANDI Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem bæta markaðssetningu og auka nýsköpun í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 5 mkr. og er fyrirhugað að veita 23 mkr. styrki til fyrirtækja eða einstaklinga með áhugaverð verkefni á þessu sviði.

Áfram Snæfell, Áfram Snæfell, Áfram Snæfell og svo bara allt búið! Já svona renna þessi tímabil í körfuboltanum áfram og alltaf er þetta jafn gaman og einmitt þess vegna líður tíminn svona hratt! Ég vil í upphafi þakka öllum stuðnings- og styrktaraðilum fyrir gott samstarf og vona að það verði allir með okkur áfram. Þessa dagana erum við að ganga frá keppnistímabilinu hjá báðum liðum. Þá erum við einnig að kveðja leikmenn sem hafa ákveðið að snúa sér að öðrum spennandi verkefnum. Í framhaldi af þeirri vinnu munum við kortleggja komandi tímabil og um leið og þau mál skýrast sendum við frá okkur fréttir. Við erum mjög stolt af frammistöðu okkar liða. Að komast í undanúrslit með bæði liðin var góður árangur sem eftir var tekið. Auðvitað ætluðum við okkur lengra og vorum sannarlega með góð lið til þess. Því miður urðum við fyrir óhöppum sem stundum fylgja þátttöku í íþróttum og það hafði einhver áhrif á liðin í undanúrslitakeppninni ásamt eðlilegri óheppni. Engu að síður getum við verið stolt af okkar starfi bæði innan og utan vallar. Eins og komið hefur fram þá hefur stjórn gengið frá samningi við Inga Þór þjálfara til ársins 2016 og fögnum við því mjög. Að hafa Inga Þór og hans öfluga teymi eru ótrúleg forréttindi og vil ég með bréfkorni þessu þakka þeim fyrir metnaðarfullt starf og við hlökkum til að vinna með þeim áfram. Ágæta stuðningsfólk, bestu þakkir fyrir skemmtilegt tímabil. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ykkur. Ef þú hefur áhuga á að starfa í skemmtilegu og um leið gefandi sjálfboðaliðastarfi þá er örugglega pláss fyrir þig. Margt spennandi er framundan hjá okkur í kkd Snæfells. Hafðu samband.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi á móti jafn háa fjárhæð til verkefnisins og sá styrkur sem veittur verður. Skila þarf inn umsókn með lýsingu á verkefninu, grófri áætlun um hversu mörg störf það getur skapað ásamt tímasetningu um framvindu. Umsókn skal skila á rafrænu formi til Atvinnuráðgjafar Vesturlands á netfangið ssv@ssv.is eigi síðar en föstudaginn 10. maí n.k., en nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinsson í síma: 892-3208. Til vara 433-2312

STYRKIR TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI Í MATVÆLAIÐNAÐI Á VESTURLANDI Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka framleiðni í matvælaiðnaði á Vesturlandi. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 5 mkr. og er fyrirhugað að veita 2- 3 mkr. styrki til fyrirtækja eða einstaklinga með áhugaverð verkefni á þessu sviði.

Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd Snæfells

Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi á móti jafn háa fjárhæð til verkefnisins og sá styrkur sem veittur verður. Skila þarf inn umsókn með lýsingu á verkefninu, grófri áætlun um hversu mörg störf það getur skapað ásamt tímasetningu um framvindu. Umsókn skal skila á rafrænu formi til Atvinnuráðgjafar Vesturlands ssv@ssv.is, eigi síðar en föstudaginn 10. maí n.k., en nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinsson í síma: 892-3208. Til vara: 433-2312

www.stykkisholmsposturinn.is

10

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Kosningasúpa

á laugardaginn 27.apríl X-Egilsen sjávarréttasúpa Frá klukkan 11:30-14:00 á kjördag verður okkar margrómaða sjávarréttasúpa á boðstólnum. Verð er 1800 krónur. Vinsamlegast pantið borð í síma 5547700. Hlökkum til að sjá ykkur!

Vantar þig vinnu á skemmtilegum vinnustað? Óskum eftir hressum, duglegum og kraftmiklum starfsmanni á þjónustustöð okkar í Stykkishólmi Í boði er bæði fullt starf og hluta starf Starfið felur meðal annars í sér allt er viðkemur þjónustu við viðskiptavin, móttöku á vörum, þrif og fl. Óskum einnig eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum Birta Antonsdóttir sími: 840 – 1788 Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is

www.stykkisholmsposturinn.is

11

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Að venju standa Verkalýðsfélag Snæfellinga og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu - S.D.S fyrir hátíðardagskrá þann 1. maí.

Helga Hafsteinsdóttir formaður S.D.S flytur ávarp. Þórey Ólafsdóttir með myndlistasýningu í anddyri Klifs. Pétur Ö. Guðmundsson (Pétur jesú) og Matti Matt. úr Pöpunum Fjórar ungar stúlkur úr Tónlistarskóla Snæefellsbæjar Trommusveit Stykkishólms Boðið verður í Bíó í Klifi kl. 16.30 Fyrir alla á Snæfellsnesi

Áslaug Karen Jóhannsdóttir flytur ávarp. Pétur Ö. Guðmundsson (Pétur jesú) og Matti Matt. úr Pöpunum Fjórar ungar stúlkur úr Tónlistarskóla Snæefellsbæjar Trommusveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Kristín Á Guðmundsdóttir flytur ávarp. Pétur Ö. Guðmundsson (Pétur jesú) og Matti Matt. úr Pöpunum Lárus Hannesson Trommusveit Stykkishólms

Á öllum stöðum bjóða S.D.S. og Verkalýðsfélag Snæfellinga gestum upp á kaffiveitingar. Félagsmenn og aðrir íbúar eru hvattir til að mæta og eiga saman góðan dag. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. www.stykkisholmsposturinn.is

12

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013

Trú, von og pólitík

Velheppnað skákævintýri í Stykkishólmi

Þegar ég var um tvítugt skráði ég mig úr þjóðkirkjunni. Ekki af því ég hætti að trúa, heldur vegna þess að mér fannst við – heimsbyggðin – vera að nálgast viðfangsefnið á röngum forsendum. Hvað hafa mörg stríð verið háð í nafni friðar? Hvað hafa mörg ódæðisverk verið framin undir yfirskyni ákveðins trúarflokks? Ég tel mig engu að síður vera frekar trúaða, jafnvel mjög. Ég trúi á það góða, lífið og æðri máttarvald – sama hvaða nafni það nefnist. Trú er falleg í eðli sínu, en tilbúið kerfi í kringum hana bíður upp á misskilning, meting og erjur. Af því er ég ekki hrifin. Pólitík og samvinna Ég tel mig vera með pólitískt hjarta og sennilega erum við öll með það. Hvatinn er að móta samfélagið á þann hátt sem við teljum vænlegast út frá okkar gildum, reynslu og sýn sem síðan er ólík eftir einstaklingum eins og gefur að skilja. Ég get þess vegna ekki skilið hvernig við högum pólitískri umræðu og alveg sérstaklega í aðdraganda kosninga. Ég sem áhugamanneskja um stjórnmál hlýt að fagna öllum þeim sem áhuga hafa á þessum sama málaflokki – stjórnmálum. Pólitík er falleg í eðli sínu, en það sama á við hana og trúna. Menningin og hefðin í kringum hana bjóða upp á misskilning, meting og erjur. Við erum að nálgast stjórnmál á röngum forsendum. Of mikil mannauður fer í eitthvað sem ekki skilar samfélaginu neinu til baka. Ég hef ofurtrú á samvinnu og tel hana alltaf vænlegri til árangurs en samkeppni. Jöfn tækifæri Ég hef verið spurð að því hvers vegna bændaelskandi atvinnurekandi kjósi Samfylkinguna. Því er auðsvarað. Mín pólitísku gildi eru að ég kýs út frá því sem ég tel best fyrir almannahag. Mér finnast sérhagsmunir ekki eiga heima í pólitík af neinu tagi. Fallegasta pólitíska hugsun er í mínum huga „jöfn tækifæri“. Við komum inn í þetta líf á ólíkum forsendum þar sem lífsgæðum og möguleikum er misskipt. Ef allir fengju svo sannarlega jöfn tækifæri til að skapa sér lífsgæði þá hlýtur samfélagið að blómstra, í nútíð og framtíð. Því trúi ég í það minnsta. Berum virðingu fyrir hvert öðru og ólíkum gildum. Áfram allir þeir sem áhuga hafa á stjórnmálum.

Þátttakendur á Árnamessu komu frá Höfuðborgarsvæðinu og Snæfellsnesi. Skákmót Árnamessu sem haldið var í grunnskólanum í 4. sinn heppnaðist vel í alla staði. Skákmótið sem var fjölmennt að vanda hefur nú þegar öðlast sess sem einn áhugaverðasti skákviðburður ársins í hugum íslenskra skákkrakka. Rúmlega 40 börn og unglingar komu að sunnan með rútu og aldrei fyrr hafa jafnmargir Snæfellingar skráð sig til leiks. Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar var heiðursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn fyrir Heiðrúnu Önnu Hauksdóttur, efnilega skákkonu úr Rimaskóla. Lárus ávarpaði krakkana og bauð þau velkomin í Hólminn. Hann lýsti ánægju sinni með að fá svo glæsilegan viðburð inn í bæjarlífið, viðburð sem tekið væri eftir. Lárus minntist einnig Árna Helgasonar sem skákmótið væri kennt við. Árni hefði unnið merkilegt starf meðal barna og unglinga í Hólminum í áratugi. Það voru svo 60 krakkar sem tókust í hendur eftir setningu forseta bæjarstjórnar og hófu taflmennskuna af krafti. Þrettán krakkar úr Hólminum tóku þátt í mótinu og stóðu sig öll mjög vel. Þau voru öll að taka þátt í sínu fyrsta alvöruskákmóti í framhaldi af heimsókn Henrik Daníelsen stórmeistara í skólann, en þessi geðþekki íslensk-danski landsliðsskákmaður kenndi skák í Hólminum dagana fyrir mótið. Þeir Ellert Þór Hermundsson, Magnús Máni Egilsson og Arthur Áskelsson stóðu sig best Hólmara á mótinu. Þeir fengu allir þrjá vinninga en Ellert Þór reyndist efstur þeirra á stigum. Öruggur sigurvegari mótsins var Oliver Aron Jóhannesson, 15 ára gamall Rimaskólapiltur og þrefaldur Norðurlandameistari með skáksveit Rimaskóla. Hann hefur tekið þátt í öllum Árnamessumótunum fjórum. Þær Rimaskólastúlkur Ásdís Birna Þórarinsdóttir og Tinna Sif Aðalsteinsdóttir (sonardóttir Nínu og Valda) urðu hlutskarpastar stúlkna á mótinu með 4,5 vinninga og Kristinn Hrafnsson grunnskólanum Snæfellsbæ varði titil sinn sem Snæfellsnesmeistari á Skákmóti Árnamessu, hlaut fimm vinninga af sjö mögulegum. Alls voru veitt 36 áhugaverð verðlaun eða happdrættisvinningar. Snæfell sá um að grilla pylsur ofan í alla þátttakendur áður en mótið hófst og í skákhléi voru á boðstólum veitingar í boði Sæfells. Aðstaðan í grunnskólanum reyndist frábær enda Gunnar skólastjóri reiðubúinn að veita okkur alla hugsanlega aðstoð og fylgdist af áhuga með sínum krökkum. Mótstjóri var líkt og áður Helgi Árnason, Hólmari og formaður skákdeildar Fjölnis, en skákdeildin hefur haldið utan um framkvæmd mótsins í góðu samstarfi við Stykkishólmsbæ. Bærinn styrkir Skákmót Árnamessu ásamt Skáksambandi Íslands og Norvik.

Hlédís Sveinsdóttir Höfundur er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!

Allar eignir á www.faststykk.is www.stykkisholmsposturinn.is

13

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 20. árgangur 24. apríl 2013 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 3. sæti Einar Kristinn Guðfinnsson 1. sæti

Haraldur Benediktsson 2. sæti

Það er bara einn flokkur sem mun koma atvinnulífinu í gang Við viljum öflugt atvinnulíf, fleiri störf og traust heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að við leggjum öll áherslu á aukna verðmætasköpun. Tökum höndum saman og styrkjum stoðir samfélagsins.

› › › ›

Lægri skattar - hærri greidd laun Eflum atvinnulífið - fjölgum störfum Lækkum bensín- og vöruverð Styrkjum stoðir ferðaþjónustunnar

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi www.stykkisholmsposturinn.is

14

NÁNAR Á 2013.XD.IS stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 24.apríl 2013  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you