Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 47. tbl. 19. árg. 13. desember 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Stálust til byggða S.l. föstudag var jólatréð frá Drammen tendrað í Hólmgarði í blíðskaparveðri. Víkingasveit Tónlistarskóla Stykkishólms lék jólalög og svo birtust jólasveinar öllum að óvörum enda áttu þeir ekki að vera komnir til byggða á þessum tíma. Líklega hafa nokkrir súperhressir ekki getað beðið lengur en þeir voru svo hressir að þeir fóru með allann skarann í heilsubótaræfingar áður en þeir dönsuðu í kringum tréð og gáfu krökkunum mandarínur. Að loknum dansi í kringum jólatréð buðu kvenfélagskonur upp á kakó og smákökur í Freyjulundi. am

11 dagar til jóla

Föndrað og föndrað og föndrað... Yngri bekkir grunnskólans föndruðu af miklum móð s.l. mánudagskvöld og mátti vart á milli sjá hver einbeitti sér meir, barn eða foreldri! Fjölbreytt föndur var á boðstólum og jólatónlist, drykkir og smákökur í hverri stofu. Jólaundirbúningurinn er farinn að setja svip sinn á skólann og skólahaldið og samkvæmt venju útbúa nemendur sér póstkassa fyrir jólakveðjur og í 6. bekk héngu þeir upp á vegg eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vignir Steinn Pálsson á heiðurinn af þessum sem er sérlega líflegur. am

Stykkishólms-Pósturinn jól og áramót Síðasta blað ársins kemur út 20. desember Skilafrestur efnis og auglýsinga mánudaginn 17.desember kl. 12 Að venju er boðið upp á jóla- og nýárskveðjur.


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Kæri Hólmari Nú þegar 2012 er langt liðið og aðventan skartar sínu fegursta er gaman að taka til umfjöllunar nokkur málefni sem hafa verið á borði okkar bæjarstjórnarfólks að undanförnu er varða bæjarlífið á einhvern máta. Ekki er síður gleðilegt að mjög margt er að ganga vel hjá okkur hér í Hólminum þó að sjálfsögðu sé alltaf eitthvað sem ekki fer eins og við helst vildum eða gengur ekki eins hratt og óskandi væri. Á föstudaginn var gaf Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra út reglugerð sem eykur kvóta til síldveiða í reknet á Breiðafirði um 300 tonn. Við upphaf fiskveiðiárs hafði verið gert ráð fyrir að veiða 500 tonn. Kvótinn var svo aukinn um 100 tonn og á föstudaginn um 300 tonn til viðbótar. Samtals verða því veidd 900 tonn af síld á þessu fiskveiðiári í reknet á Breiðafirði. Veiðar og vinnsla síldar hafa verið góð vítamínsprauta í atvinnulífið okkar og mun vonandi aukast enn meir á næstu árum en á síðasta ári var úthlutað 350 tonnum af síld til þessara veiða og var það í fyrsta sinn sem aðrir en kvótahafar fengu heimild til að veiða síld í firðinum. Á næsta ári er áætlað að 150 mkr verði varið til þess mikilvæga verkefnis að viðhalda öflugri öldrunar- og heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi, með breytingum á húsnæði HVE við Austurgötu 7. Hluti fjármagnsins hefur verið tryggður á fjárlögum en Stykkishólmsbær mun verja tæpum 14 mkr. til verksins. Í upphafi næsta árs verður sótt um styrk í Framkvæmdasjóð aldraða, þar sem stór hluti framkvæmdarinnar heyrir undir sjóðinn. Þetta stóra og mikilvæga verkefni hefur verið unnið í góðri samvinnu milli velferðarráðuneytisins, HVE og Stykkishólmsbæjar. Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, hefur stutt verkefnið af ráðum og dáð og formaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason sömuleiðis. Ég vil þakka öllum,sem fram til þessa hafa veitt verkefninu brautargengi, fyrir þeirra framlag. Athygli hefur vakið að fasteignamarkaður hefur verið mjög líflegur hér í Hólminum og bjartsýni ríkir. Í Plássinu er mikið um að vera. Nýtt fyrirtæki verður starfrækt í Sjávarborginni og hyggjast nýjir eigendur sækja fram í ferðaþjónustu. Sú starfsemi sem var í Sjávarborginni seldist einnig og hafa nýjir eigendur opnað verslun í gamla Apótekinu. Nýir eigendur Egilshúss geta heldur

betur verið stolt af húsinu og ekki síður þeirri starfssemi sem þar er rekin af miklum metnaði. Það er greinilegt að húsið hefði ekki getað ratað í betri hendur. Á vormánuðum hóf Ocean Safari starfsemi sína með því að bjóða upp á spennandi siglingar um Breiðafjörð auk þess sem eigendur fyrirtækisins festu kaup á Sjávarpakkhúsinu og hafa rekið veitingasölu þar. Einnig eru þreifingar í gangi varðandi byggingu við Frúarstíginn við hliðina á Clausenshúsi. Vonandi verður af þeirri framkvæmd. Á aðventunni er tilvalið að labba um Plássið, kíkja í Norskahúsið og njóta veitinga á þeim fyrirmyndar veitingastöðum sem prýða Plássið. Liðin okkar í körfunni eru í fremstu röð hvorutveggja karla og kvennaliðið og verður svo vonandi áfram á nýju ári. Einum stórum íþróttaviðburðurði er þó ólokið en það hið árvissa Íslandsmót í Pítró sem haldið verður á Skildi föstudaginn 28. des. (aðeins að misnota aðstöðuna) Það er gleðilegt að á næstu vikum munum við Hólmarar fá nýja slökkvibílinn okkar sem keyptur var í Hollandi. Eigum við ekki að segja að bíllinn sé jólagjöf frá okkur öllum til okkar allra. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Einari Þór Strand fyrir hans framgöngu í málinu en hann á lang mestan heiðurinn af þessum góðu kaupum. Engin hætta er á að í óefni stefni þó við tökum óheyrilega á matföngum um hátíðirnar því tvær glæsikonur hafa planlagt heilsuviku í janúar en þá getum við kippt öllu í réttan gír á ný eftir hinn yndislega ólifnað hátíðanna. Höldum áfram að vera jákvæð, bjartsýn og góð hvort við annað. Gleðileg jól Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar

Af vettvangi bæjarráðs Bæjarráð fundaði í síðustu viku og í fundargerð frá fundinum má sjá að ýmis málefni hafa verið rædd. Það vekur athygli að bæjarráðið hefur samþykkt breytingu í tengslum við áramótabrennu. Bæjarfélagið, ef afgreiðslan verður samþykkt í bæjarstjórn í dag, mun ekki standa fyrir áramótabrennu eins og venjan hefur verið heldur verður Þrettándabrenna sem nú ber upp á sunnudegi. Að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra er fyrirhugað að gera meira úr Þrettándabrennu og að fjölsóttari fjölskylduviðburði með því t.d. að tímasetja brennuna fyrr að deginum en hefbundinn brennutíma gamlársdags segir til um. Til stendur að leita til áhugasamra einstaklinga og félaga um að taka höndum saman um að gera viðeigandi dagskrá í tengslum við þrettándann. Brennan verður á malarbílastæðinu við tjaldsvæðið, hinu megin við holtið og býður upp á skjól og e.t.v. ágætis stemningu. Fjárhagsáætlun bæjarins var rædd í bæjarráði fyrir 2013 og svo 3ja ára áætlunin fyrir 2014-2016. Umræðum um áætlanirnar var vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn sem fundar í dag. En að sögn Gyðu voru gerðar varfærnar tekjuáætlanir fyrir 2012 sem síðan voru endurskoðaðar í ágúst á þessu ári og þá hækkaðar. Líklegt þykir að skuldaviðmiðum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga verði náð 2013 og jafnvel 2012. Viðmiðin miðast við að sveitarfélag www.stykkisholmsposturinn.is

skuldi ekki meira en 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga kveða á um að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins þurfi að vera í jafnvægi næstliðin 3 ár. Í bæjarráði var einnig fjallað um drög að samþykktum um nýrækt og frístundabúskap í Stykkishólmi. En skipulagsog byggingarnefnd, umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd munu taka drögin til umfjöllunar. Málaflokkur þessi hefur verið lengi í umræðu innan sveitarfélagsins og verður vonandi fundin viðunandi niðurstaða sem fyrst. Lagður var fram samningur um Náttúrustofu Vesturlands sem bæjarstjórn gerði athugasemdir við s.l. haust vegna hækkunar á framlagi sveitarfélagsins. Samningurinn mun taka gildi frá 1. janúar 2013. am 2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkish贸lms-P贸sturinn, 47. tbl. 19. 谩rgangur 13. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Heilsuvika dagana 14. -20. janúar 2013

Blakkonur

Vikuna 14. - 20. Janúar næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Stykkishólmi. Þetta er í fyrsta skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin. Markmiðið með vikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið  frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Markmiðið er að heilsu-og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til allra frá litlum krílum og upp í eldriborgara.   Verkefnið er samstarfsverkefni ýmissa fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og Stykkishólmsbæjar. Fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa þegar hafið undirbúning til að taka virkan þátt í þessu verkefni með því að bjóða bæjarbúum upp á heilsutengda þjónustu þessa vikuna. Þeir sem ekki eru komnir í samband við skipuleggjendur en langar að taka þátt með einhverjum hætti er bent á að hafa samband við undirritaðar. Ætlunin er að útbúa viðburðadagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða  í gangi í heilsu- og forvarnarvikunni. Þeir sem vilja koma þjónustu sinni á framfæri á það dagatal þurfa að senda allar upplýsingar fyrir hádegi þriðjudaginn 18. desember. Ýmsar leiðir verða nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. Verðlaun í boði! Við höfum hafið nafnasamkeppni á vikuna auk þess sem góð slagorð koma til greina. Sá sem stingur upp á því nafni sem verðu fyrir valinu fær verðlaun. Vinsamlega sendið uppástungur á heilsa@stykkisholmur.is Áhugasamir vinsamlega hafi samband við: Steinunni í síma 841-2000 eða steinunn@live.com Aþenu Eydísi í síma 696-3283 athenaeydis@gmail.com  

Gleðikonurnar í blakdeildinni héldu á dögunum árlegt happdrætti sitt til að fjármagna veturinn. Salan gekk svona ljómandi vel enda erfitt að segja nei við sölukonur í þessum gæðaflokki. Miðarnir seldust upp tveimur dögum fyrir útdrátt og var ljóst að gríðarleg spenna var í bænum fyrir þessum drætti. Ekki var það þó svo gott að allir sem keyptu miða fengu vinning en 62 aðilar voru samt svo heppnir í ár. Við þökkum að sjálfsögðu þeim sem gáfu okkur vinninga og þeim sem keyptu miða kærlega fyrir. Þar sem þetta gekk svona ljómandi vel hjá okkur og við erum í soddan svakalegu jólastuði ákváðum við að deila gleðinni og gefa kr. 40.000,- til góðgerðarmála og treysta Kvenfélaginu fyrir því að koma þessum peningum á góða staði í Stykkishólmi nú fyrir jólin. Annars er það helst að frétta úr blakinu að liðið stendur í öðru sæti fjórðu deildar á Íslandsmeistaramótinu og verður næsta mót haldið í Stykkishólmi í febrúar. Þá munu um 150 blakkonur (nú brosir Vignir Sveins) mæta í bæinn og vonandi skilja eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu langar okkur að vinna þessa deild og komast upp í þá þriðju og kemur það í ljós í mars hvort það gangi upp hjá okkur. En mótið er spilað á þremur „törneringum“ yfir veturinn. Það væri því geggjað ef Vignir gæti platað eina góða til að verða eftir í febrúar!! Takk fyrir okkur í ár! Jólakveðjur, Stjórnin

Karfan Snæfellsliðin hafa haldið sínu striki í deildinni í undanförnum leikjum þó sigurinn hafi staðið tæpt hjá stelpunum gegn Njarðvík í síðasta leik. Deildarkeppnin hefur verið jöfn það sem af er móts hjá báðum liðum og hún á bara eftir að jafnast enn meir seinni hluta mótsins. Kvennalið Snæfells lék sinn síðasta leik fyrir jólafrí í gærkvöldi þegar liðið mætti KR hér heima en sem fyrr þá var sá leikur eftir að þetta er skrifað á þriðjudegi, þannig að úrslit lágu ekki fyrir. Leikurinn var hinsvegar mikilvægur fyrir bæði lið því barist var um annað sætið í deildinni og vonandi hefur Snæfell geirneglt það með sigri í á KR í gær. Strákarnir eiga hinsvegar eftir tvo hörkuleiki áður en þeir fá jólafríið og það eru ekki síður mikilvægir leikir, báðir á sinn hátt úrslitaleikir á þessum tímapunkti. Það vill svo skemmtilega til að mótherji Snæfells í þessum tveimur leikjum er sá sami þ.e. Þór Þorlákshöfn og báðir leikirnir eru hér heima. Fyrri leikurinn er í kvöld kl.19:15, það er leikur þar sem barist verður um toppsætið í deildinni en liðin deila toppsætinu með Grindavík fyrir þessa lokaumferð fyrir jól. Sigurvegarinn í kvöld verður því í efsta sæti deildarinnar þegar farið verður í jólafrí þó hugsanlega deili hann því sæti með Grindavík vinni þeir Fjölni í kvöld. Seinni leikurinn er n.k.sunnudagskvöld í bikarkeppninni og það er ekkert annað en sigur sem dugar þar ætli menn sér áfram í næstu umferð Þórsararnir eru með mjög öflugt lið og ætli Snæfellspiltar sér sigur í þessum tveimur leikjum þá þurfa þeir að taka frumkvæðið strax og láta Þórsara um eltingaleikinn. Það er mikilvægt að leikstjórnandinn hverju sinni hjá Snæfelli sé ekki í sífelldum vinahótum við boltann og klappandi honum út um allan völl. Hann þarf að halda uppi góðu flæði í sókninni, þar sem boltinn fer hratt á milli manna, þá koma fríu skotin og þau skila sér langflest rétta leið í körfuna hér á heimavellinum. Þórsarar geta verið firna sterkir varnarlega og nái þeir upp sinnu sterku vörn og að brjóta upp sóknarleik Snæfells, þá geta þeir orðið illviðráðanlegir. Til þessa hefur Snæfell ekki tapað fyrir Þór hér heima þannig að Þórsarar vita að þeir þurfa að koma með eitthvað extra ef þeir ætla að ná sigri og Snæfellspiltar þurfa að vera tilbúnir að mæta því. Svo er hér með skorað á Snæfell að hífa upp vítanýtinguna, hún á að vera við 80% þegar svo mikið er srb keyrt á sterkasta hópnum. Koma svo!

Virðingarfyllst, Steina og Aþena

Vilborg Davíðsdóttir les upp í Amtsbókasafninu Í dag kl. 17:00 mun Vilborg Davíðsdóttir koma í heimsókn í bókasafnið og lesa upp úr bók sinni Vígroði og segja okkur frá tilurð hennar. Vígroði er framhald af bókinni Auður sem kom út fyrir tveimur árum og við fengum að heyra um þá. Þessar bækur eru mjög vinsælar og hafa hlotið lofsamlega dóma í ýmsum fjölmiðlum. Þær eru vandlega unnar og vel skrifaðar. Það er vel þess virði að koma í bókasafnið og hlusta á fróðlegan fyrirlestur og upplestur úr bókinni. (Fréttatilkynning)

Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar eiginkonu minnar og móður okkar,

Esterar Guðjónsdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Franciskusspítala fyrir kærleiksríka ummönnun. Benedikt Frímannsson, Rebekka, Rakel, Kristín og Líney, og aðrir aðstandendur www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Narfeyrarstofa Laugardagskvöld

Jóla -Tapas og lifandi tónlist.

Sunnudagur Hádegisbröns milli 12 -14 Frá kl.18 - 20 Take-away hamborgaratilboð www.narfeyrarstofa.is

Ingó veðurguð Laugardagskvöldið kl. 23-02 á Fimm fiskum Tilboð á barnum til miðnættis.

Jólahlaðborð

Glermóttaka innanbæjar Nú er búið að setja upp móttöku fyrir gler í tunnuskýlinu bak við íþróttahús. Tunnurnar eru merktar GLERÍLÁT og þar geta bæjarbúar losað sig við glerumbúðir án skilagjalds, í stað þess að henda þeim í almennt sorp. Áfram verður tekið á móti gleri í Snoppu eins og verið hefur.

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi á Hótel Stykkishólmi.

Í tunnurnar á eingöngu að setja glerílát en ef lok eru á úr áli eiga lokin að fara í grænu tunnuna með öðru áli.

Þökkum frábærar viðtökur!

Minnum einnig á að jólapappírinn má fara í grænu tunnuna en flokkaður sérstaklega.

Síðasta jólahlaðborðið verður laugardaginn 15. desember n.k. Bókanir í síma

Bæjarstjóri

www.stykkisholmsposturinn.is

Verð kr. 6900 pr. mann Tilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

430-2100

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Hólmari vikunnar

Fróðleikshorn

Hólmari vikunnar: Málfríður Gylfadóttir Blöndal Hvað vinnuru við? Ég er verslunarstjóri í Skipavíkurversluninni. Hvernig gengur með hana? Það gengur bara ágætlega. Við erum að prófa ýmsar nýjungar í búðinni. Eins og til dæmis að vera með gæðamatvöru í gourmethorninu okkar, það er skemmtileg nýbreytni sem hefur verið vel tekið. Svo höfum við verið að prófa ýmislegt fleira núna fyrir jólin. Við erum nýkomin með fallegar ullarvörur frá Varma sem er íslensk framleiðsla að öllu leyti og lofar mjög góðu. Einkum ullarteppin sem eru falleg og góð gjafavara. Svo höfum við verið að breikka vöruúrvalið í búsáhöldum og gjafavörunni, því hefur verið vel tekið. Nýlega fengum við afar falleg glös og bolla frá hinu þekkta vörumerki Ritzenhoff, það hressir upp á búðina og erum við með því komin með meira gjafaúrval handa herrum ekki síður en dömum. Hvaða vörur selur þú? Það er nú allt milli himins og jarðar. Þessi verslun hefur um langt skeið þjónað bæjarbúum með breiðu vöruúrvali. Það má segja að við leitumst við að vera með það sem Hólmarar vilja og þurfa til daglegs brúks. En verslunin er byggingarverslun í grunninn og við erum með mikið af skrúfum, nöglum, rafvörum, perum og þessháttar og svo breiða línu af verkfærum og ýmsu sem til þarf til að smíða og lagfæra húsin í bænum. Aðeins af vinnufatnaði, öryggisbúnaði, vinnuskófatnaði og stígvélum. Hreinlætisvörur, þvegla, skrúbba, tröppur, stiga og ýmislegt fyrir bíleigendur eins og tjörueyðir, rúðuúða og sköfur. Sleða og þotur, reiðhjól og hjólavörur ýmis konar, útilegufatnað og margt í þeirri deildinni eins og sjónauka, höfuðljós, vasaljós, hálkugorma, göngustafi, áttavita, vasahnífa, og fleira til útilegunnar. Við erum með mjög mikið úrval í búsáhöldum, má segja allt í eldhúsið, bökunarvörur, potta og pönnur, svuntur og pottaleppa, kjötmæla og hitamæla. Svo erum við náttúrulega með blómabúðina, sem bættist við fyrir um tveimur árum. Já, þetta er sko margt af mörgu og aðkomufólk sem kemur í búðina verður alveg hissa hvað vöruútvalið er mikið! Fólki finnst líka mjög gaman að koma og skoða í svona búð þar sem mikið er til í sömu versluninni, nýtt og gamalt dót innan um. Hvað ertu kölluð? Ég er yfirleitt kölluð Fríða í fjölskyldu- og vinahópnum. Hefuru rekið búð áður? Já, fyrir langa löngu í Ólafsvík. Fata- og gjafavöruverslun við aðalgötuna, Ólafsbraut. Það var mjög gaman. Skemmtilegast fannst mér að gera fallegar gluggaútstillingar og þá sérstaklega um jólin. Hvenær fluttir þú hingað í Hólminn? Það eru tvö ár núna um áramótin, skemmtilegur og viðburðaríkur tími :) Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Fríið! Og friður og ró. En ég verð í fríi í tvo daga núna, verslunarfólk á ekki mikið jólafrí. Svo finnst mér líka yndislegt að fara til kirkju á jólunum og góða göngutúra, helst í fallegu veðri og snjó. Ertu með einhverja jólahefð? Já, nokkrar. Finnst gott að fá skötu á Þorláksmessu. Geri alltaf heimatilbúinn ís og nóg af honum! Heitt súkkulaði, smákökur og osta á jóladagsmorgun (helst kökur frá mömmu). Bókalestur fram á nótt, kryddsíld í rólegheitum á gamlársdag, með síld og brauð og eitthvað góðmeti (ómissandi). Geri yfirleitt enska jólaköku (búin að gera hana núna!)

• • • • • • •

?

8.bekkur GSS

Ertu komin í jólastuð? Spurning vikunnar er „Ertu komin í jólastuð?“ Nafn: Hermann Örn Sigurðsson Aldur: 14 ára Starf: Nemandi í Grunnskólanum Svar: Nei! Nafn: Sif Agnarsdóttir Aldur: 28 ára Starf: starfsmaður í íþróttahúsinu Svar: Já ég er komin mjög mikið jólastuð. Nafn: Hrafnhildur Magnúsdóttir Aldur: 12 ára Starf: Nemandi í Grunnskólanum Svar: Jájá og byrjuð að baka. Nafn: Jóhann Ingi Hinriksson Aldur: 46 ára Starf: Starfsmaður hjá Ölgerðinni Vífilfell Svar: Já sérðu það ekki ;) Nafn: Alexander Myrkvi Arnarsson Aldur: 9 ára Starf: Nemandi í Grunnskólanum Svar: Já

8.bekkur GSS

Slökkvibifreiðar Í síðasta blaði var greint frá kaupum bæjarins á slökkvibifreið frá Hollandi. Eitthvað þótti texti greinarinnar ruglingslegur og því talið rétt að árétta eftirfarandi: Ekki er verið að kaupa bíl í stað þess gamla sem var seldur, enda hafði hann ekki verið í notkun í um og yfir 20 ár að sögn kunnugra. Eldri bíll af gerðinni Bedford árg. 1963 verður seldur en sá sem eftir verður er Benz árgerð 1984. Við bætist svo nýji bíllinn sem einnig er Benz en árgerð 1997. am

Smáauglýsingar Fjögurra manna fjölskylda er að leita að íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 775-8125 eða í tölvupósti: saulius@simnet.is eða tigriss413@gmail.is Smaáuglýsingar eru ókeypis fyrir einstaklinga sem ekki eru að auglýsa í atvinnuskyni!

8.bekkur GSS

www.stykkisholmsposturinn.is

Flóðhestar eru ósyndir. Forfeður mörgæsa gátu flogið. Gæsir voru fyrstu húsdýrin. Í flestar ístegundir er notaður þari. Jólagjafir eiga uppruna sinn hjá Rómverjum. Í Egyptalandi hið forna voru skattar greiddir með hunangi. Það eru jafnmiklar líkur á að vinna í lottó og að vera sleginn í hausinn af eldingu.

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Jólatré Fyrir jólin 2012 seljum við nær eingöngu furur beint úr skóginum. Erum í Langási í Sauraskógi helgina 17. - 18. desember frá kl. 11 til 16 báða dagana. Verð trjánna er 5000 kr. Verð miðast við að fólk komi í skóginn felli tréð og komi því sjálft til byggða. Vinsamlegast mætið með sög ef þið hafið tök á því. Velkomið er að hafa samband við undirritaðan í síma 7772341 Trausti Tryggvason

POP-UP MARKAÐUR Næstkomandi laugardag kl. 13-16 verður  • „góður og gildur“ • „ljúfur og lekker“ • „dýr og ódýr“

• „skrýtinn og skemmtilegur“ • „listrænn og lystugur“

POP-UP markaður í Leir 7 á Aðalgötu 20 Verið velkomin á Gleðilegri aðventu

Verslaðu hárvörur frá Milk shake, Noinhibition eða Kevin Murphy fyrir að lágmarki 6500 kr. og fáðu glæsilegt krullujárn í kaupbæti!!! (ath. Gildir meðan birgðir endast)

Opið alla daga fram að jólum frá kl. 14 - 17

www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Smástundarsafnið sækir Stykkishólm heim! Í kvöld opnar Smástundarsafnið í Norska Húsinu og býður Hólmurum og nærsveitamönnum að koma með þann hlut sem kemur þeim í hátíðarskap eða er ómissandi í jólahaldinu. Með þessum hætti vilja þær Edda Björnsdóttir, Karina Hanney Marrero og Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir kynda undir hátíðarskapið og um leið gefa bæjarbúum færi á að deila reynslusögum, hefðum og öðrum athöfnum sem tengjast jólahátíðinni. Það verður spennandi að sjá hvað komið verður með og hvort sameinast verður yfir einhverjum hefðum eða gripum. En það kemur í ljós í kvöld á milli klukkan 20 og 22 í Norska húsinu. En hvað er Smástundarsafn? Edda: „Smástundarsafn er í raun íslenskt heiti yfir pop-up safn. Það er safn sem skýtur upp kollinum með stuttum fyrirvara og býður fólki að koma með hluti sem tengjast þema þess hverju sinni. Núna er þemað „Hvað kemur þér í jólaskap?“ Við viljum því bjóða fólki á öllum aldri að koma til okkar með hlut og segja frá honum. Í raun er þetta mjög afslappað allt saman og skemmtilegt. En um það snýst Smástundarsafnið – að búa til stað þar sem fólk kemur saman og spjallar, skiptist á sögum og skemmtir sér. Það er nefninlega svo forvitnilegt og gaman að hlusta á hvernig aðrir halda jól heima hjá sér, maður getur jafnvel fengið nýjar hugmyndir, eða gefið hollráð um piparkökubaksturinn eða bara hvað sem er. Við vonumst til þess að sem flestir láti sjá sig og að það skapist notaleg stemmning, enda er alltaf kátt á hjalla þar sem Hólmarar koma saman.“ Hvernig virkar þetta? Edda: „Við biðjum fólk um að koma með þann hlut sem því finnst vera ómissandi við jólaundirbúninginn eða hátíðina sjálfa. Þetta getur verið allt frá smákökuuppskrift, myndaalbúmi, tónlist, skrauti, kanilstauk eða hvað sem er. Það má náttúrulega þannig séð koma með borðstofuborðið og sparistellið eins og það leggur sig en við mælum ekki með því!” segir Edda og hlær. „Það eru oft smáatriðin sem skipta mestu máli. Við viljum að fólk líti í hjarta sér af einlægni og rifji upp hvað það er sem er ómissandi í jólahaldinu. Það er nefnilega ekki alltaf dýrasta og fínasta dótið sem er okkur kærast. Minningarnar og sögurnar sem vakna er það sem gefur hlutunum persónulegt gildi og við viljum fá að sjá og heyra þær sögur í Norska Húsinu. Við verðum með blöð og penna svo að fók geti skrifað niður sögu hlutarins, yljað sér á drykk og nartað í kexkökur sem verða á boðstólnum. Við tökum líka ljósmyndir af því sem komið er með. Þessar upplýsingar, ljósmyndirnar og textinn, verða síðan gerðar aðgengilegar öllum inná heimasíðunni okkar smastundarsafnid.wordpress.com. Að

Frá smástundarsafninu á háskólatorginu s.l. sumar.

viðburði loknum tekur fólk svo hlutina með sér heim aftur og getur því haldið áfram að njóta þeirra í sínu samhengi. Leitist þið eftir því að ákveðnir aldurshópar taki þátt? Edda: „Nei einmitt ekki. Við viljum bara fá alla þá sem vilja koma og hafa skemmtilega sögu að segja. Það sem er eitt af því frábæra við starfsemi Smástundarsafnsins er að þar eru allir jafnir. Allir hafa sína sögu að segja ef falast er eftir því. Börn sjá jólin kannski öðrum augum en fullorðnir og ef að þau eru ekki farin að skrifa að þá geta þau teiknað mynd af sögunni að baki hlutnum eða fengið aðstoð frá mömmu eða pabba. Eins má skrifa á þeirri tungu sem manni er tömust ef að móðurmálið er annað en íslenska. Sjón er sögu ríkari og því hvetjum við alla sem hafa áhuga á að líta við. Við verðum sjálfar í hátíðarskapi og verðum með heitt á könnunni og bjóðum uppá eitthvað gott með því.” Þess má geta að í kvöld verður hinn sívinsæli markaður í Norska húsinu þar sem boðið er upp á forvitnilegar og ætar vörur! Hver veit nema einnig verði hægt að heyra jólalögin sungin af markaðsfólki! Allir hjartanlega velkomnir. am

Norðurálsmót í Borgarnesi

Jólastund í Amtsbókasafninu Laugardaginn 15.desember kl.13:00 Jólastund í Amtsbókasafninu þar sem við ætlum að hlusta á sögu, syngja og dansa

Um síðustu helgi ver haldið árvisst Norðurálsmót í körfubolta í Borgarnesi. Krakkar víða að upp að 11. ára aldri tóku þátt og að þessu sinni fóru fimm lið frá Snæfelli og spiluðu alla leiki á einum degi. Hvert lið lék 4 leiki og var stelpu og strákaliðum teflt saman í leiki í eldri flokkunum. Í mótum sem þessum ræður leikgleðin ríkjum og allir fá verðlaun eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

í kringum jólatré. Amtsbókasafnið Stykkishólmsbær

am/Mynd: Róbert Stefánsson www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk. Reglusemi ogfyrir góðri Við erum með lausnir þig!umgengni heitið. Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík? Upplýsingar í síma Ertu að breyta garðinum? Þarftu að láta hífa eitthvað? Vantar þig grunn undir nýja húsið? Þarf að saga malbik, steypu eða stein? Þarftu að losna við klöpp af lóðinni? Vantar þig túnþökur?

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá 430 2100 Nesfrakt Héðinsgötu 1-3. Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00 Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00 Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481 Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Hátíðartónleikar í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 18:00

Fylgist með á Facebook!

Fram koma nemendur úr öllum deildum skólans, einleikur, einsöngur, samspil, hljómsveitir.

Jóla- og nýárskveðjur

Sérstakur gestasöngvari er sigurvegarinn í Söngvaseið 2012. Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Tónlistarskóli Stykkishólms óskar nemendum, samstarfsfólki, bæjarbúum og öllum velunnurum gleðilegrar hátíðar. BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur

Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: bbogsynir@internet.is

Nuddstofan Lindin

a með biluðu augu m n Am

Gjafabréf frá Lindinni er góð gjöf Ágústína 6991436

Lára 8666417

Krakkar – foreldrar! Munið kirkjuskólann kl. 11.00

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199 Netfang: pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Marta Dröfn Björnsdóttir áritar í Bónus föstudaginn 14. desember milli kl. 4-6. Marta Þórðardóttir verður einnig á staðnum! Bjóðumupp á heitt kakó og piparkökur :) 15% af söluandvirði rennur til Blindrafélagsins

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00 Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

www.saeferdir.is

Vegna jólaáætlunar, hafið samband við Sæferðir. Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför. www.stykkisholmsposturinn.is

9

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Jólin eru komin í Skipavík

Gefðu góða gjöf - Gefðu gjöf úr Skipavík

Skipavík verslun Aðalgata 25, Stykkishólmi s. 430 1415 Opið alla laugardaga í desember!

HEELEN Mýkjandi gelsokkar Verð: 4.490 kr.

Jólagjafir í Lyfju L’ORÉAL

Mýkjandi hælasokkar Verð: 2.590 kr.

Ylglófar Verð: 5.990 kr.

LADY GAGA

EGF

BOSS

Lady Gaga Fame gjafaaskja Edp 30ml, Shower Gel 200ml og Tattoo Verð: 7.349 kr.

EGF gjafataska Inniheldur EGF húðdropa™ 15 ml, ferðastærð af EGF dagkremi og húðnæringu 7 ml. Verð: 9.590 kr.

Hugo Just different gjafakassi Edt 100 ml, after shave balm 50 ml og sturtusápa 50 ml. Verð: 8.999 kr.

Maskaraaskja Verð: 3.490 kr.

Herrataska Verð: 5.790 kr.

Makeup askja Verð: 1.990 kr.

CHRISTINA AGUILERA

20%

TTUR

AFSLÁ

Herrasloppar Verð: 5.990 kr.

Inniskór Verð: 1.290 kr.

www.stykkisholmsposturinn.is

Red Sin gjafakassi Edp 15 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml. Verð: 3.799 kr.

AF ILMUM OG GJAFAKÖ SSU FIMMTUD M A 13. DESEM G BER OG FÖSTU DA 14. DESEM G BER Lifið heil um jólin!

10

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

Vígroði í Amtsbókasafninu Vilborg Davíðsdóttir mun lesa upp úr bók sinni Vígroða á Amtsbókasafninu á

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

fimmtudaginn

bæklinga, margmiðlunarefnis og

13. desember (í dag) kl. 17.

vörumerkja í 12 ár!

Vígroði er framhald af hinni

• Hjá okkur færðu prentað

vinsælu bók Auði sem Vilborg kom og sagði

ýmislegt á okkar prentvélar eða

okkur frá fyrir tveimur árum.

við leitum hagstæðustu tilboða í

,,Breið og mikil saga … mjög stórt sögusvið og stór saga.”

stærri verk.

Egill Helgason / Kiljan

• Við plöstum upp í stærð A3

„Bókin er afskaplega vel unnin og liggja augljóslega miklar rannsóknir og mikil vinna að baki. … Vandlega unnin og vel skrifuð saga um aðdraganda þess að Auður djúpúðga nam land á Íslandi.“

• Bindum inn í gorma, harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir.

Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

• Ljósritun & skönnun

„Sagan er vel uppbyggð, spennandi og fróðleg og heldur kirfilega í lesandann allt til enda.“ Þormóður Dagsson / Morgunblaðið

Stykkishólms-Pósturinn

KVÖLDOPNUN Í HEIMAHORNINU

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Við höfum aftur opið í kvöld fimmtudagskvöld frá kl 20:00- 22:00 Nú bjóðum við 15 % afslátt af barnafatnaði Kíktu til okkar í kvöld :) Heimahornið

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Kem reglulega í Stykkishólm og mun bjóða upp á meðhöndlun í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Hægt er að velja um meðhöndlun annaðhvort á bekk eða í vatni. Sjá nánar um meðferðirnar á www.cranio.is Hver tími er 40 mínútur. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 8970823 eða elizagudmundsdottir@gmail.com www.stykkisholmsposturinn.is

11

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 47. tbl. 19. árgangur 13. desember 2012

Komdu í Bókaverzlun Breiðafjarðar á föstudaginn

Ráðgjafadagur í Stykkishólmi

Hittu ráðgjafa Símans í Bókaverzlun Breiðafjarðar föstudaginn 14. desember milli kl. 12 og 18 og fáðu aðstoð við símaog netmálin þín.

Skannaðu kóðann og skoðaðu jólavef Símans á slóðinni jol.siminn.is

Bókaverzlun Breiðafjarðar er endursöluaðili Símans í Stykkishólmi.

www.stykkisholmsposturinn.is

12

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 13. desember 2012  

Bæjarblað allra Hólmara, nær og fjær, frá 1994.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you