Page 1

SÉRRIT - 36. tbl. 18. árg. 20. október 2011 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Tveir frábærir sigrar á heimavelli Bæði meistaraflokkslið Snæfells hafa farið vel af stað í deildarkeppninni og unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Stelpurnar hafa sýnt mikla seiglu og karakter í sínum leikjum, unnið tvö sterk lið fyrst Val 70-79 á útivelli og svo Hauka 7369 hér heima á þriðjudagskvöld. Í báðum leikjunum hafa Snæfellsstelpurnar haldið haus þrátt fyrir pressu á lokamínútunum og klárað leikina á seiglunni. Það er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að liðið hefur verið án sterkra leikmanna sökum meiðsla í báðum leikjunum . Strákarnir sýndu einnig seiglu í fyrsta leiknum gegn Haukum sem þeir sigruðu á lokamínútunum 89-93 þar sem heldur vantaði uppá liðsheildina. Allt annað var hinsvegar uppá teningnum hér á heimavellinum s.l. mánudagskvöld þegar Snæfell mætti Íslandsmeisturum KR. Snæfell hóf þann leik af krafti, öflugum varnarleik Skondið atvik átti sér stað í leik og keyrði í gegnum fyrri Snæfells og KR þegar Nonni Mæju hálfleikinn á háu tempói spilaði af sér skósólann! sem KR náði engan veginn að fylgja. Tuttugu stig skildu liðin í hálfleik og má segja að leikurinn hafi verið búinn þá því KR voru aldrei líklegir til að brúa það bil þrátt fyrir að Snæfellsliðið hafi aðeins misst niður varnarleikinn í seinni hálfleiknum. Öruggur og síst of stór sigur 116-100 varð því staðr srb eynd.

Stofnað verði listvinafélag Stykkishólmskirkju Kór Stykkishólmskirkju hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og var stjórn endurkjörin en hana skipa Unnur María Rafnsdóttir formaður, Sigurborg Leifsdóttir gjaldkeri, Anna Melsteð ritari og Páll Margeir Sveinsson meðstjórnandi. Á aðalfundinum voru lagðar fram tillögur og sem allar voru samþykktar. Samþykkt var að kórinn gæfi í orgelsjóð nú 120.000 en að viðbættu þeim fjármunum sem kórinn hefur lagt til söfnunarinnar síðastliðin ár. Einnig var samþykkt að undirbúa stofnun Listvinafélags Stykkishólmskirkju í samráði við sóknarnefnd, sóknarprest og sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju en verkefni félagsins verði m.a. þau að taka yfir umsjón með sumartónleikum og annarri liststarfsemi í kirkjunni. Stefnt verði að því að stofndagur félagsins verði á vígsludegi orgelsins í janúar. am

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

KK heimsótti Stykkishólm

Kristján Kristjánsson KK lék á alls oddi s.l. laugardagskvöld þegar hann hélt tónleika í Vatnasafninu. Flutti ný og gömul lög og sagði sögur af sjálfum sér og spjallaði við gesti á léttum nótum. am

Stórtóneikar fyrir orgesjóð Næstkomandi föstudag, 21. október kl. 20:00 verða haldnir stórtónleikar í Stykkishólmskirkju til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Hólmarar hafa nú í nokkur ár staðið í söfnun fyrir nýju orgeli sem hæfir nýju kirkjunni og nú er komið að lokasprettinum, þar sem nýja orgelið er einmitt nú í vikunni að leggja af stað heim frá Þýskalandi. Á tónleikunum kemur glöggt í ljós hve tónlistarlífið í Stykkishólmi er fjölbreytt og öflugt. Fram koma einsöngvarar og hljóðfæraleikarar í ýmsum hlutverkumt, tveir kórar, a.m.k. tvær hljómsveitir og lúðraflokkur. Flestir kennarar tónlistarskólans koma fram í ýmsum hlutverkum sem og margir núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. Blásarasveit úr tónlistarskólanum leikur á lúðra. Kór Stykkishólmskirkju, kletturinn í kirkjustarfinu, syngur létt lög. Hinir lífsglöðu karlar í Karlakórnum Kára syngja. Hólmfríður Friðjónsdóttir syngur ásamt dóttur sinni hinni bráðefnilegu Lilju Margréti og með Gunnari Þorgeirssyni óbóleikara. “Afmælisbandið” sem stofnað var þegar byggingameistari kirkjunnar Bjarni Lárentsínusson varð 80 ára flytur nokkur lög frá gullaldarárum BL ásamt stórsöngvurunum Þórhildi Pálsdóttur og Lárusi Á. Hannessyni. Síðast en ekki síst skal nefna STÓRSVEIT sem er skipuð tónlistarfólki á öllum aldri með Jósep Blöndal í fararbroddi ásamt söngvaranum Elvari Þór Steinarssyni sem flytur nokkur lög Fats Domions. Af þessari upptalningu má sjá að gleðin mun ráða ríkjum á föstudagskvöldið í kirkjunni og ekkert kynslóðabil. Enginn má missa af þessari tónlistarveislu og vissara að koma tímanlega til að fólk nái nú örugglega sæti. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en að sjálfsögðu verður tekið á móti frjálsum framlögum. Undirbúningsnefnd


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 18. árgangur 20. október 2011

Við Breiðdalsvík og Breiðafjörð

Kannast einhver við þennan höfund?

Það var sagt að þeir sem ferðast hefðu um heiminn vítt og breitt væru sigldir jafnvel heimsborgarar og af þeim væri mark af takandi á stundum. Nú hefur undirritaður siglt frá Breiðafirði til Breiðdalsvíkur og hlýtur því að vera sigldur, ég veit ekki með heimsborgari, kannski ísborgari eða sjóborg(ari). Sumir spekingar hafa skírteini uppá það að vera spekingar aðrir hafa það ekki en eru samt spekingar og heimsborgarar, jafnvel gáfnaljós. Flestir þessara spekinga hafa skoðanir á málum og láta þær í ljós í þeirri trú að ef að eftir þeim væri farið mundi allt vera betra. Nú má ekki kasta rýrð á þá sem láta sig málin varða hvort sem þeir hafa skírteini eða ekki, alls ekki, því eitt er að vera áhorfandi og annað að vera þátttakandi í lífinu, ég þekki hvorutveggja. En svo ég komi mér að því sem er að brjótast um á milli eyrna minna þá er það sú spurning hvernig líður okkur sem þjóð nú þremur árum eftir meint efnahagshrun? Til þess að vita það þarf maður ekki að spekingur eða heimsborgari, það er nóg að hlusta á öldur ljósvakans þar sem vonbrigði, reiði og vantrú eru á annari hverri báru. Ekki veit ég hvort gagn væri í því að rassskella meinta útrásavíkinga eða stjórnmálamenn á almannafæri, mundi það svala reiðinni? Einn stjórnmálamaður var dæmdur af Alþingi til að svara til saka fyrir að vera forsetisráðherra þegar Ísland hrundi samt bað hann Guð að blessa Ísland skömmu áður, ekki vil ég rassskella hann fyrir það eða hvað? Það er kannski málið okkur vantar trú til að rísa út öskustónni og biðja guð að hjálpa okkur, ungur heyrði ég sagt guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, en af því kirkjan á í kröggum verða menn og konur vantrúuð. Kirkjan er bara fólk eins og ég og þú reyndar ríkisstyrkt eins og margt annað en ætti ekki að trufla okkur að trúa. Þar eru svo sannarlega gerð mistök oft í krafti einhvers sem erfitt er að útskýra, prestar og biskupar eru bara menn, breiskir eins og ég og þú af holdi og blóði en lokast stundum líkt og Tobías í sínum turnum, þó alls ekki allir, stundum er ég þakklátur að vaða slor og salt, reyndar oftast og þegar blessuð bréfin brunnu fyrir þremur árum varð mér á orði, jæja kannski fá þessar slorugu hendur einhvern virðisauka þrátt fyrir heimskuna hjá þeim sem rís á milli herðana og lærði rafvirkjun til að fara á sjó. Ég trúi því að einn góðan veðurdag, það má þess vegna rigna eða snjóa þann dag, getum við litið um öxl og sagt þetta voru erfiðir tímar, en af þeim lærði ég að meta lífið og tilveruna á nýjan hátt sem ég hefði ekki getað ef blessuð kreppan hefði ekki steytt á okkar skeri. Þessi var djúpur! 120 faðmar minnst. Jæja góðir Íslendingar, ég þarf að drífa mig austur á Breiðdalsvík því þar bíður Kári eftir eiganda sínum. Þangað til næst njótið augnabliksins.

Ég sendi hér skemmtilega vísu, sem skýrir sig alveg sjálf. Ég fann hana í gömlum pappírum frá Ingibjörgu ömmu minni sem bjó á Helgafelli. Ég veit ekki hver þessi höfundur er en kannski veit það einhver í Hólminum. Gæti mjög vel verið einhver af Helgafellsættinni. Kveðja, Guðrún Erna Magnúsdóttir

Óskastund á Helgafelli Sú trú með þjóð og tíma rótfest er, sem tökum föstum grípur hug og minni að óskir þrjár sér eigi maður hver, þá upp á fellið kemur fyrsta sinni. Og lögmál þess, er upp á fjallið fer, skal fest í hug, ef ósk á hjarta liggur. Hann horfi fram, uns upp á brún þess ber, að baki sínu ei að nokkru hyggur. Og alger þögn á óskastundu sé, svo áhrínsmátt þess vantrú hvergi rýri, með þögn um ósk hans virði fellsins vé, þá veitt er hún, er leyft hann frá því skýri.

Hannes Hannesson

Alþjóðlegi beinverndardagurinn n.k. laugardag Hinn alþjóðlegi beinvendardagur er fimmtudaginn 20. október n.k. Beinvernd ásamt 200 beinverndarfélögum í 94 löndum taka höndum saman til að upplýsa almenning um sjúkdóminn beinþynningu og forvarnir gegn henni. Í tilefni dagsins kemur út nýr fræðslubæklingur og á laugardaginn 22. október kl. 2:06 e.h. verður efnt til útvistar og göngu í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin í landinu. Tímasetningin á göngunni vísar til þess að í fullorðnum mannslíkama eru 206 bein. Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á beinþynningu sem alvarlegu heilsufarsvandamáli og sýna þeim sem eru með beinþynningu samstöðu með því að taka þátt (fréttatilkynning)

Kveðja. Sigurður Páll (Breiðfjörð)

Auglýst eftir forstöðumanni byggðasafnsins

Ferjan Baldur Áætlun byrjar frá og með 4. október 2011

Frést hefur af því að nú þegar sé búið að auglýsa í einhverjum miðlum eftir forstöðumanni byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla sem hefur starfsstöð í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sömu fregnir herma að um 80 100% starf verði að ræða. Eftir því sem næst verður komist mun Sigurlína Sigbjörnsdóttir sem gegnt hefur starfi forstöðumanns síðustu misseri starfa út þetta ár við safnið. Það er Héraðsnefnd Snæfellinga sem ræður í starfið. Héraðsnefndin er mikið huldubatterí sveitarfélaganna á Snæfellsnesi því hvergi er hægt að nálgast fundargerðir eða upplýsingar um hana á vef sveitarfélaganna og því ekki vitað hvort fregnir þessar eru réttar. am

www.saeferdir.is

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00 Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Haustfagnaður eldri borgara sem vera átti fimmtudaginn 20.október er aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 18. árgangur 20. október 2011

3SNÆ gerir það gott í Barcelona Yngsta deildin innan Umf. Snæfells, 3SNÆ, lagði land undir fót fyrir skömmu til þátttöku þríþrautakeppninni Garmin Barcelona Triathlon. Keppnin í ár var haldin í fjórða sinn en fjöldi keppenda hefur vaxið ár frá ári. Í ár voru 6000 keppendur sem er aukning um ca. 1500 frá fyrra ári. Á vegum 3SNÆ voru 8 keppendur, þar af voru 5 að taka þátt í sinni fyrstu keppni. Í þessari keppni er hægt að velja um þrjár vegalengdir; Ólympíska þríþraut sem er 1500metra sjósund, 40km hjól og 10km hlaup – hálfa ólympíska ( 750m sund, 20km hjól og 5km hlaup) og sprettþraut sem er 400m sund, 10km hjól og 2,5 km hlaup – keppnin hentar því vel breiðum hóp þar sem það eru kannski ekki allir tilbúnir í sömu vegalengd. Stykkishólms-Pósturinn leitaði upplýsinga hjá Íris Huld Sigurbjörnsdóttur um ferðina. „Það voru fimm keppendur frá okkur sem tóku þátt í Ólympískri vegalengd; Erla Björg Guðrúnardóttir, Hrannar Pétursson, Högni Friðrik Högnason, Sigurður Ágústsson og ég. Magnús Ingi Bæringsson tók þátt í hálfri ólympískri og Áslaug Ingibjörg Kristjánsdóttir og Sigríður Elísabet Elisdóttir tóku þátt í sprettþrautinni. Allir félagar 3SNÆ luku keppni með sóma og vel það og allir náðu árangri umfram væntingar. Flestir höfðu það sem aðalmarkmið að ná að ljúka keppninni og allt umfram það yrði bónus en ég held að flestir hafi komið sjálfum sér á óvart þegar lokatímar lágu fyrir enda var mikil gleði í hópnum þegar allir voru komnir í mark og fólk gerði sér almennilega grein fyrir því hverju það hafði áorkað.

sér grein fyrir því fyrirfram hvað sundið yrði erfitt og ólíkt því að synda í laug og skildist manni að svona sjólag hafi ekki sést þarna í fleiri ár, enda var sundleiðinni breytt vegna aðstæðnanna sem voru á sunnudagsmorgninum þegar keppnin hófst.

Í sundleggnum!

Við erum þegar farin að huga að næstu keppni og hefur Köln verið nefnd í því sambandi því þar er hægt að velja um margar vegalengdir og það er því keppni sem hentar vel breiðum hóp. Keppnin í Köln fer fram um mánaðarmótin ágúst/september 2012 og spurning hvort að fleiri Hólmarar séu spenntir fyrir þríþraut og því að ganga í þríþrautardeildina með okkur og taka þátt í am einhverjum keppnum á næsta ári? sagði Íris að lokum.

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Opið:

Í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 - 14 Fimmtud.: 18-21:30 Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21 Eldhúsið opið á kvöldin fimmtud. - sunnud. 18 - 21

Hópurinn að lokinni keppni

Ákvörðun um þátttöku í þessari keppni var tekin um síðustu áramót og var fólk mest að æfa á eigin vegum framan af, fyrir utan sundæfingar sem við tókum saman undir leiðsögn Róberts Jr í Átaki. Formlegar æfingar skv. æfingaáætlun hófust svo í fyrstu viku í júní þegar 20 vikna æfingaáætlun hófst og fylgdum við henni að mestu. Okkur fannst í raun núna á sunnudaginn að keppnin sjálf væri lokapunktur á ótrúlega skemmtilegu æfingatímabili en það að æfa saman að svona sameiginlegu markmiði sem samhentur hópur hefur gefið okkur öllum ótrúlega mikið og er búið að vera rosalega krefjandi en skemmtilegt. Varðandi það hvort fólki hafi þótt þetta erfitt eða létt þá var sundleggurinn erfiður fyrir alla þar sem öldugangur var mikill og straumar sterkir og horfðum við upp á nokkra aðila hætta keppni. Hitinn var yfir 20 stig, sól og smá blástur en því erum við nú vön héðan :) Ég held að við höfum öll haft rosalega gaman af hjólaleggnum, þar sem fólk var að njóta þess að hjóla við góðar aðstæður í stað þess að brölta á þjóðveginum hér heima þar sem er tekist á við umferð, sviptivinda og misjafnar aðstæður. Hlaupið gekk síðan vel líka en ég held að maður hafi ekki almennilega gert www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 18. árgangur 20. október 2011

Áttu þér draum um að spila í lúðrasveit?

Stykkishólmur útnefndur gæðaáfangastaður Evrópu Þegar ég heyrði að Stykkishólmur hefði hlotið útnefningu sem gæðaáfangastaður var mér hugsað til máltækisins „Lengi býr að fyrstu gerð“. Það er ekkert eitt sem skapar slíkt umhverfi í bæjarfélagi. Þar spila saman einstakar náttúrulegar aðstæður og farsælar ákvarðanir einstaklinga og þeirra sem stýrt hafa þessu fámenna snotra samfélagi í gegnum tíðina. Stykkishólmsbúar geta verið stoltir af bænum sínum sem hefur hlotið útnefningu sem gæðaáfangastaður Evrópu. Slík verðlaun verða ekki til á einni nóttu. Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa í áratugi haft þá skýru stefnu að leggja áherslu á ferðaþjónustu, umhverfisvernd og húsafriðun. Allt skipulag og mannvirkjagerð á vegum bæjarins hefur markast af þeirri stefnu. Það má segja að mikilvægustu áfangar á þessari leið séu þeir sem ég nefni hér, en staðurinn, náttúra hans og saga eru auðvitað grundvöllurinn fyrir þessari velgengni. Ég vil hér nefna nokkur mannanna verk sem e.t.v. hafa skipt sköpum. Árið 1974 tók hreppsnefnd Stykkishólmshrepps ákvörðun um að taka yfir hótelfélagið Þór hf. og ljúka við byggingu Hótels Stykkishólms ásamt sambyggðri ráðstefnuaðstöðu í félagsheimili. Rekstur hótelsins hófst árið 1977 og má segja að þá hafi teningnum verið kastað hvað varðar það að ferðaþjónusta yrði ein megin stoð atvinnulífsins í Stykkishólmi. Áður hafði ferðaþjónustan verið að þróast, m.a. með sumargistiheimili í heimavist skólans. Þetta sama ár sem hótelið hóf rekstur var sett af stað húsakönnun í tengslum við endurskoðun aðal og deiliskipulags í bænum. Á sama tíma lauk miklu átaki í umhverfismálum þegar lokið var við að endurbyggja nær allar götur bæjarins og leggja þær bundnu slitlagi með tilheyrandi frágangi gangbrauta og opinna svæða. Húsakönnun var gefin út árið 1978 í samstarfi bæjaryfirvalda, Húsafriðunarnefndar og Þjóðminjasafns Íslands . Með henni var lagður grunnur að endurgerð gömlu húsanna. Með tillögur um A og B friðun elstu húsanna í bænum og ákvörðun um hverfavernd og endurbyggingu var lagður grunnur að þeirri bæjarmynd sem gömlu endurbyggðu húsin skapa svo glæsilega. Með þessum húsafriðunaraðgerðum var sett mikil pressa á húseigendur sem fljótlega tóku við sér og hófu endurgerð fallegustu húsanna í bænum sem mörg höfðu verið látin drabbast niður og ekki nægur sómi sýndur þeim byggingararfi sem í þeim fólst. „Í dag villdu allir Lilju kveðið hafa“. Með fjölgun ferðamanna og í kjölfar bættrar aðstöðu í höfninni hófust siglingar Eyjaferða með ferðamenn. Ferjuhöfnin í Súgandisey markaði nýtt upphaf flutninga yfir fjörðinn með siglingum nýrrar Breiðafjarðarferju árið 1989. Með nýtingu jarðvarma til húsahitunar og til heilsubaðaðstöðu hins einstaka vatns hefur sundlaugin í Stykkishólmi orðið mikilvæg viðbót í þágu ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi ásamt með hinum einstöku söfnum, Byggðasafninu í Norskahúsinu, Eldfjallasafninu og Vatnasafninu. Allt fellur þetta vel að þróun umhverfismála á Snæfellsnesi sem hefur fengið fullnaðarvottun umhverfisvottunarsamtakanna Earthcheck, eitt svæða á Íslandi. Að lokum vil ég nefna að það setur mikinn svip á staðinn að landsins bestu arkitektar hafa mótað umhverfið og allar megin byggingar staðarins og einvala lið iðnaðarmanna í bænum hefur séð um mannvirkjagerðina sem bera hönnuðum og handverksmönnum gott vitni . Gott dæmi um vel heppnað mannvirki er ferjuhöfnin, en það var mikið vanda verk að tenga Súgandisey við land og byggja þar upp ferjuhöfnina án þess að raska um of umhverfinu. Það er ástæða til þess að hvetja bæjaryfirvöld, bæjarbúa alla og stjórnendur atvinnufyrirtækja í Stykkishólmi til þess að tryggja sem best að Stykkishólmur haldi sínum hlut sem eitt af fegurstu Sturla Böðvarsson bæjarfélögum landsins.

Lúðrasveit Stykkishólms óskar eftir hljóðfæraleikurum á klarinett, saxofón, horn, barítónhorn og túbu. Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16:44 - 18:44. Hafið samband við Martin í 863 2019 eða á markvoll@mac.com Lúðrasveitirnar eru nú komnar á fulla ferð. Stóra sveitin var með æfingabúðir um helgina og Litla Lúðró verður með æfingabúðir á laugardaginn kemur, en á æfingabúðunum eru æfð þau tónverk sem verða flutt á hausttónleikunum sem verða fimmtudaginn 17. nóvember n.k. Í eldri sveitinni eru nú 23 hljóðfæraleikarar, en til að sveitin hljómi sem best vantar okkur mannskap í nokkur „hlutverk“ eins og fram kemur hér efst. Í vetur verður hefðbundið starf, jólaprógramm tekur við eftir hausttónleikana og eftir jól undirbúum við vortónleika, þjóðhátíð og önnur vorverkefni. Svo eigum við von á góðum gestum frá Noregi í júní þegar systir Martins, Anette, kemur í heimsókn með lúðrasveitina sína frá Alstahaug Skolemusikk, en við kynntumst þeim einmitt í Svíþjóðarferðinni í fyrra. (Fréttatilkynning)

Leynast söngstjörnur í þínum hóp eða fyrirtæki? Miðað við fengna reynslu er ástæða til að fólk geti farið að láta sig hlakka til og taka daginn frá. Opnað var fyrir skráningu mánudaginn 3. október og eru nokkrir komnir á blað en það er alls ekki fullt og viljum við kalla eftir þátttakendum sem eru að hugsa sig um. Við erum hér að láta vita af síðasta degi skráningar sem er sunnudagurinn 23. október. Þá þurfa lög og slíkt að fara að vera á hreinu til að hægt sé að fara að undirbúa æfingar og þessháttar. Öll fyrirtæki og hópar stórir og smáir eru velkomnir og finnið ykkur nú ykkar fulltrúa sem tengist ykkur á einhvern hátt en innan bæjarfélagssins í víðum skilningi. Endilega klárið skráningu sem fyrst og og munið að þetta á fyrst og fremst að vera gaman að skella sér á svið og taka lagið  Flest öll lög eru gjaldgeng og hægt er að ráðfæra sig við meðlimi Tónlistarfélagsins Meðlæti með lagaval og tónhæðir en hljómsveitin styður vel við bakið á hverjum og einum. Fyrirspurnir má senda á netfangið elin@stykk.is og skráningar sendast í sama netfang frá og með 3. október. Vert er að hafa í huga að hámarksfjöldi þátttakenda verður 12 svo betra er að skrá sig fyrr en síðar. Þátttökugjald hefur algjörlega verið fellt niður Nú er lag að koma út úr skápnum og leyfa söngstjörnunni að taka völdin. Við hlökkum til að eiga þetta kvöld með ykkur! Söngvaseiður verður svo 12. Nóvember nk. Tónlistarfélagið Meðlæti.

Smáauglýsingar Óskum eftir að leigja hús/íbúð sem fyrst í Stykkishólmi. Áhugasamir hafi samband: Marcin s. 8411-907 eða Agnieszka 8411-904 Er ekki einhver í Hólminum sem á gamlar ljósmyndir teknar af síldarsöltun á bryggjunni á árunum 1955-1958? Einnig myndir sem tngjast vinnu8 í frystihúsi S.Á. frá sama tíma. Ef svo er þætti mér vænt um að fá þær lánaðar til eftirtöku. Með Hólmarakveðju, Ólafur Steinþórsson s. 893-0878 og 437-1148 Tek að mér nemendur í aukatíma í íslensku, bæði á unglingastigi í grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Upplýsingar í síma: 438-1308 Mæja Tek að mér þrif á heimilum. Agnieszka s. 8411-904 Dekk til sölu stærð 31x10,50R15 áfelgum undan L200 verð 80.000 (4st)uppl. í síma 8937050 Frystikista til sölu! Gömul 210lítra frystikista til sölu. Fer á 25þús. Upplýsingar hjá Matta í s.8476763 :)

Höfundur var bæjarstjóri í Stykkishólmi frá árinu 1974 til 1991 www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 18. árgangur 20. október 2011

STÓRTÓNLEIKAR Í STYKKISHÓLMSKIRKJU Föstudaginn 21. október kl. 20:00

- FYRIR ORGELSJÓÐ-

Á tónleikunum verður flutt tónlist þar sem gleðin ríkir fyrst og fremst og ekkert kynslóðabil!

Fram koma m.a.: Nemendur og kennarar úr tónlistarskólanum, Kór Stykkishólmskirkju, Karlakórinn Kári, Hólmfríður Friðjónsdóttir, Lilja Margrét Riedel, Gunnar Þorgeirsson, Afmælisband BL ásamt Þórhildi Páls og Lárusi Ástmari, Elvar Þór Steinarsson og hljómsveit undir forystu Jóseps Blöndal með lög Fats Domino’s - og margir fleiri.

Aðgangseyrir er kr. 1.500 og rennur óskiptur í orgelsjóð Einnig tekið við frjálsum framlögum í orgelsjóðinn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skúlagötu 6

Sviðamessa á vegum Lionsklúbbs Stykkishólms verður að Félagsheimilinu Skildi

Yfirlit yfir Nýja testamentið

Laugardaginn 29.október

Alls 10 kennslustundir

Heit og köld svið, sviðalappir, kviðsvið ásamt gulrófum og kartöflumog tilheyrandi.

Fimmtudagur 20. okt. kl. 20:30-22:30 Föstudagur 21. okt. kl. 17:00-19:00 boðið uppá mat í hléi haldið áfram kl. 20:00-22:00

Söngur, þjóðlegur fróðleikur, harmonikkuleikur og skemmtun.

Laugardagur 22. okt. kl. 10:00-12:00 súpa og brauð í hádeginu svo kennsla kl. 13:00-15:00

Miðapantanir hjá Dóa í síma 438-1283 og 845-7580 fyrir þriðjudagskvöld 25.október

Hver kennslustund er sjálfstæð svo að þeir sem ekki geta verið alla 3 dagana eru velkomnir í aðrar kennslustundir. Kennari Lilja Óskarsdóttir

Verð krónur 4000

Sunnudagur 23. okt. samkoma kl. 13 Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.

Takmarkaður sætafjöldi

www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 18. árgangur 20. október 2011

HÚS TIL SÖLU Austurgata 5

76,6 fm. timburhús sem skiptist í hæð og ris auk 32,3 fm. geymslukjallara sem ekki kemur fram í stærð hússins í fasteignamati. Hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, baðherbergi, eldhús og baðherbergi og í risi eru tvö herbergi. Eldhús og baðherbergi eru í viðbyggingu sem byggð var 2008. Ágætar nnréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi. Tveir sólpallar eru við húsið. Verð kr. 18.000.000,-. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www. fasteignsnae.is

Ágætu Vestlendingar Nú er tækifæri til þess að sækja um styrki Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2012 Upplýsingar og umsóknareyðublað hefur verið opnað á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is. Umsóknarfrestur rennur út laugardaginn 10. desember.n.k. Frestur til þess að skila lokaskýrslu vegna verkefna ársins 2011 rennur út 15. desember 2011. Eyðublað vegan Lokaskýrslu er á heimasíðu verkefnisins Hikið ekki við að leita upplýsinga hjá menningarfulltrúa Vesturlands í síma 4332313

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Vatnasafnið Sími 438 1587

Minnum á úrval af Puma fatnaði, Buxur, bolir, peysur, ný sending fyrir börn og fullorðna. Heimahornið.

Ten Blake Songs

(R.W.Williams og William Blake)

Gospel guðsþjónusta verður sunnudagskvöldið 23. október kl. 20.00. „Tónlistarfélagið Meðlæti“ spilar undir söng Kórs Stykkishólmskirkju ásamt organista.

Sunnudaginn 23.október kl. 16.00 Hólmfríður Friðjónsdóttir, sópran og Gunnar Þorgeirsson, óbó

Krakkar – foreldrar! Munið kirkjuskólann á sunnudaögum kl. 11.00.

Aðgangseyrir Kr. 1000 www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 36. tölublað  

Bæjarblað Hólmara frá 1994