Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 39. tbl. 19. árg. 18. október 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Fulltrúafundur Þroskahjálpar í Stykkishólmi

Virk Norðurljós

Vel heppnaður fulltrúafundur var haldinn hér nýliðna helgi á vegum Landssamtakana Þroskahjálpar. Á laugardeginum var málþing undir yfirskriftinni „Fjölskyldan – þjónusta og hlutverk“. Á málþinginu voru flutt erindi sem með einum eða öðrum hætti snertu hlutverk fjölskyldna fatlaðra barna. Það var samdóma álit gesta að málþingið hefði verið afar fjölbreytt og fróðlegt. Að málþingi loknu hófst síðan hinn eiginlegi fulltrúfundur kjörinna fulltrúa. Á þeim fundi var farið yfir starf samtakanna og fjárhag auk þess sem ályktir voru samþykktar. Meðal þeirra ályktana sem samþykktar voru: Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar skorar á sveitarfélög landsins að hefja nú þegar markvissa uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Fundurinn hvetur sveitarfélögin til að tileinka sér það vinnulag sem innleitt er í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum og í nýsamþykktum lögum um réttindagæslu. Greinargerð: Ljóst er að í mörgum sveitarfélögum landsins er löng bið eftir heildstæðri heimilisþjónustu við fatlað fólk, sérstaklega fyrir fatlað fólk sem þarfnast mikillar þjónustu. Slík staða felur í sér skert lífsgæði, óvissu og erfiðleika fyrir umrædda einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Brýnt er að nú þegar vinni sveitarfélög landsins raunhæfar áætlanir sem hafa að markmiði að koma þessari þjónustu í jafnvægi. Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum felur í sér mikilvæga leiðsögn um vinnulag og innihald þjónustu sem brýnt er að þjónustuveitendur tileinki sér. Þá er mikilvægt að þjónustuveitendur starfi í anda nýrra laga um réttindagæslu sem fela m.a. í sér leiðir til að draga úr beitingu nauðungar og þvingunar í starfi með fötluðu fólki. Félagsþjónusta við fatlað fólk - Heils lífs þjónusta Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar áréttar að þjónusta við margt fatlað fólk er heils lífs þjónusta. Þjónustan þarf að vera einstaklingsbundin og samræmd og taka mið af aðstæðum einstaklingsins sjálfs á hverjum tíma. Brýnt er að sveitarfélög landsins geri markvissar áætlanir um uppbyggingu þjónustunnar í samvinnu við notendur. Auka þarf skilvirkni í vinnulagi og færa ákvarðanatöku um nauðsynleg þjónustuúrræði nær notandanum. Samtökin árétta mikilvægi samskipunar í samfélaginu og að sveitarfélög landsins tileinki sér hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar fagnar nýrri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem inniheldur að mati samtakanna fjölda mikilvægra verkefna sem eru til þess fallin að bæta stöðu og lífsgæði fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin skora á Alþingi að tryggja nægilegt fjármagn til að stuðla að framkvæmd þeirra tillagna sem samþykktar hafa verið. Ályktanir fundarins má sjá á vefsíðu samtakanna www. throskahjalp.is

Síðustu daga hefur verið líflegt á himninum því Norðurljósin hafa dansað um allt himinhvolfið sem aldrei fyrr. Meðfylgjandi mynd er tekin á Vatnaleiðinni s.l. sunnudagskvöld. Norðurljósaspá er gerð hjá Veðurstofu Íslands og má nálgast hana hér: http://www.vedur.is/vedur/spar/nordurljos/

am

Sjávarborg seld Það er komið vel á nítjánda ár síðan við Eyþór keyptum Sjávarborg og hófum rekstur verslunarinnar Sjávarborgar. Nú er komið að kaflaskilum því að ég hef nú selt fasteignina Hafnargötu 4 og verður gengið frá þeim kaupum á næstu dögum. Okkur leið ákaflega vel í húsinu og ekki síður á þessum lifandi stað sem hafnarbakkinn er. Ég var hins vegar fljótlega viss um að ég gæti ekki rekið þetta hús eða verslunina ein. Því er þessi staða nú komin upp. Því miður er það svo að aðeins er seld fasteignin, verslunin verður ekki rekin í húsinu áfram. En þær fyrirætlanir sem rekstraraðilar hússins hafa um starfsemina eru þess eðlis að ég tek það vera samfélaginu hér afar mikils virði.Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem mestan vaxtarbrodd hefur og Stykkishólmur og Snæfellsnes hafa svo óendalega mikið fram að færa. En á því sviði mun fyrirhugað að starfsemin verði í húsinu. En allt mun það koma í ljós, og annarra að greina frá því. En nú stend ég með eitt stykki búð í höndunum og eins og sést í auglýsingu hér í blaðinu er hún til sölu, annað hvort í heild eða hlutar hennar. Langar mig að vita hvort einhver hefur áhuga á að reka áfram hér í bænum álíka verslun og njóta þeirra góðvildar sem Verslunin Sjávarborg hefur komið sér upp. Finnst það erfið tilhugsun að ekki verði hægt að kaupa hér bækur, garn og ýmislegt annað sem við höfum verið að selja. Við höfum einnig verið með ýmsa þjónustu sem vonandi semst um að verði veitt áfram hér í bæ. Ég auglýsi einnig eftir húsnæði, annars vegar íbúðarhúsnæði til leigu og ekki síður geymsluhúsnæði. . Fannst ég verða að setja hér nokkrar línur til skýringar á þeirri auglýsingu sem birtist hér í blaðinu. Mig langar svo að þakka kærlega fyrir öll þessi ár, alla vinsemd og tryggð okkur sýnda og ekki síst þann mikla stuðning sem ég hef fundið þennan síðasta erfiða tíma. Dagbjört Höskuldsdóttir.


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18. október 2012

Myndlistarsýningar á Norðurljósahátíðinni

Fjölbreytt flóra tónlistar á Norðurljósum Norðurljósahátíð í Stykkishólmi fer nú í hönd í annað sinn, en síðast var hún haldin í nóvember 2010. Þá var tekin upp sú skemmtilega nýung að heiðra valinkunna Hólmara fyrir störf sín að menningar- og félagsmálum í Stykkishólmi á opnunartónleikum hátíðarinnar. Opnunartónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 18. október kl. 21 undir yfirskriftinni „Gamlar stjörnur og nýjar“ Fram koma Víkingasveit Tónlistarskóla Stykkishólms undir stjórn Martins Markvoll og trommusveit Tónlistarskólans undir stjórn Hafþórs Guðmundssonar auk þess stígur á stokk hljómsveit skipuð þeim Jósep Blöndal, Leifi Harðarsyni, Ásbergi Ragnarssyni og Hafþóri Þorgrímssyni og leikur undir hjá breiðu úrvali söngvara þar sem aldursbilið er tæp 60 ár! En meðal þeirra sem taka lagið eru Birna Péturs, feðginin Eyþór Lár og Eydís Bergmann, Heddý, feðginin Lalli Hannesar og Hrefna Rós, Klara Sól og Hólmfríður. Auk þess munu Lásló Petö, Kristrós Erla og Halldóra Kristín spila. Leiklistarval Grunnskóla Stykkishólms tekur einnig þátt í tónleikunum. Fyrr um daginn, er opin æfing hjá Lúðrasveit Stykkishólms í húsnæði Tónlistarskólans. Daginn eftir á föstudeginum verður opið hús í Tónlistarskólanum, þar sem nemendur sýna brot af því starfi sem fram fer á haustönninni í ár. Í gömlu kirkjunni flytur Heimir Jóhannsson frumsamda texta nokkrum sinnum um helgina. Einnig er boðið upp á unglingaball í sal Tónlistarskólans á föstudagskvöldinu þar sem Sound Illusion stendur fyrir stuðinu.

Það verður mikil menningarveisla í Hólminum um helgina og myndlistarsýningar víðsvegar um bæinn. Í Ráðhúsinu opnar Steinþór Sigurðsson sýningu sem hann nefnir „Hólmurinn um miðja síðustu öld“. Myndirnar málaði Steinþór á árunum kringum 1950, ýmislegt það í bænum sem nú er ýmist horfið eða hefur á sér aðra mynd. Sjøfn Har sýnir á Hótel Stykkishólmi „ Landið í lit“ myndirnar eru innblástur af ferðum Sjafnar um Ísland. Lára Gunnarsdóttir verður með sýningu á Hótel Egilsen „Úr útsæ rísa ...“ myndverk af eyjum og fjöllum við Breyðafjörð. Í Sjávarpakkhúsinu sýnir Sverrir Kristjánsson myndir frá sjónum „Bátar “ unnar með blandaðri tækni. Birgir Sigurðsson verður með sýningu í bílskúrnum í Sjávarborg (gengið inn frá höfninni) „Grænt ljós“. Sýningin er innsetning þar sem unnið er útfrá grænu ljósi. Í Amtsbókasafninu sýna heimamennirnir, Jón Svanur Pétursson, Gunnar Gunnarsson, Atli Már Ingvarsson og Ægir Jóhannsson „Sitt af hvoru tagi“, nýjar og eldri myndir m.a. unnar í olíu, vatnsliti og þrívídd. Norska húsið verður með þrjár sýningar, Hænur, kýr og leikir barna. „Hænur“ er sýning Eduardo Pérez Baca. Fiskar og hænur hafa fangað athygli hans með áherslu á liti, áferð og form. „Kýr“ er sýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur, hún nýtir íslenska búningahefð, liti, munstur og útskurð sem farveg fyrir þrívíða frásögn af Búkollu og fleiri ævintýrum. Upplestur verður kl. 14:00 á laugardaginn 20.okt. í tengslum við verk Ingibjargar. Leikir barna sem er farandsýningin „Ekki snerta jörðina“ er fengin að láni hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarmaður, hannaði þá sýningu. Það er því af nógu að taka og eru bæjarbúar og gestir hvattir til að mæta á þessa menningarviðburði. Nánari upplýsingar um opnanir og opnunartíma má finna á: http:// www.stykkisholmur.is/

Hádegistónleikar Kórs Stykkishólmskirkju „Stjörnur og tungl“ verða í Stykkishólmskirkju á laugardeginum kl. 12 og er rauði þráðurinn í efnisskránni tónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem kemur hingað og stjórnar verkum sínum á tónleikunum. Fram koma einsöngvarar og barnakór með kórnum. Í biblíusúpu kirkjukórsins eftir tónleika stefna þeir Lásló Petö orgainisti og Símon Karl Sigurðarson klarínettunemandi við tónlistarskóla FÍH á að leika sónötur fyrir orgel og klarinett á meðan gestir gæða sér á súpunni. Kl. 14 verður þjóðlagið tekið upp í kirkjunni undir stjórn Halldórs Gunnars Fjallabróður og kl 16 tekur karlakórinn Kári lagið með góðum gestum. Hera Björk kemur fram á Hótel Egilsen kl. 17.30 og sönglagakeppnin Söngvaseiður fer fram á Hótel Stykkishólmi á laugardagskvöldið. Á Narfeyrarstofu verður harmonikkuleikur yfir daginn en um kvöldið verður djössuð stemning með hljómsveitinni Fönksveinum frá Seltjarnarnesi en þar eru á ferð ungir tónlistarmenn sem, þrátt fyrir ungan aldur, hafa bæði komið fram á Airwaves og Djasshátíð Reykjavíkur. Á sunnudeginum tekur Hera Björk lagið í gömlu kirkjunni kl. 15 og söngmessa verður í Stykkishólmskirkju kl. 17. am

Fréttatilkynning

Innlegar þakkir fyrir hlýhug og samúðarkveðjur við andlát okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa

Kristins Finnssonar Múrarameistari

Laufásvegi 7, Stykkishólmi Sigurður Kristinsson, Sesselja G. Sveinsdóttir, Magdalena Kristinsdóttir, Ingi Björn Albertsson, Inga Jóhanna Kristinsdóttir, Sveinn Þór Elinbergsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18.október 2012

Narfeyrarstofa

STJÖRNUR & TUNGL

Hlý og rómantísk - Fagleg og freistandi Tónlistafólk kemur í heimsókn og leikur fyrir matargesti. Ýmis tilboð verða í mat og drykk, fylgist með á Facebook.

Tónleikar 20.október kl.12 í Stykkishólmskirkju

Laugardagur kl. 14 - 17: Hinn hæfileikaríki heimamaður Kalli með nikkuna sína. Kaffið okkar góða og nýbakað bakkelsi á hlaðborði.

Á efnisskránni verður íslensk tónlist. Rauði þráðurinn í efnisskránni eru verk

Verð aðeins kr. 900 Tilboð fyrir eldri borgara aðeins kr. 600,- og frítt fyrir börn yngri en12 ára.

eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem hann stjórnar sjálfur af þessu tilefni.

Laugardagur kl. 20:

Meðal annars verður flutt verkið Jómfrú Marie Dans sem flutt var við vígslu Klais orgelsins í janúar s.l.

FÖNKSVEINAR jazza undir hristum og hrærðum kokteilum Ívars Sindra og léttum réttum úr smiðju Garðars Arons súpernema frá Vox restaurant.

Fram koma: Kór Stykkishólmskirkju, Lázló Petö Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Lárus Á. Hannesson, Unnur Sigmarsdóttir, barnakór.

Húsbandið klárar kvöldið með stæl. Frítt inn.

Að loknum tónleikunum býður Kór Stykkishólmskirkju upp á hina rómuðu biblíusúpu í safnaðarheimilinu með klarinettu-og orgeltónum. Aðgangseyrir kr. 1500 súpa innifalin! Aðgangseyrir rennur í ferðasjóð kórsins.

Bein útsending frá stórleikjum helgarinnar með tilheyrandi tilboðum á Fimm fiskum, fylgist með á Facebook. Hlökkum til að sjá ykkur.

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18. október 2012

Hörkuleikur í kvöld og annað íþróttatengt! Það er hörkuleikur hér heima í kvöld þegar Snæfell fær topplið Stjörnunnar í heimsókn í úrvaldsdeild karla. Stjarnan er spáð góðu gengi, jafnvel titlinum og hefur farið vel af stað í deildinni og er þar taplaust. Það er því kominn tími á að stoppa þá og Snæfell sýndi það í síðasta leik, gegn KR í bikarnum á mánudaginn að Snæfell er sem fyrr illviðráðanlegt á heimavellinum. Útlitið var reyndar ekkert alltof gott hjá Snæfelli gegn KR lengi fram eftir leik, KR sterkara liðið og þó Snæfell væri aldrei langt undan þá var viljinn og ákveðnin meiri hjá KR lengst af leiknum. Snæfellsliðið var svolítið eins og gömul díselvél sem þurfti langan tíma til að hitna en að sama skapi var togið og seiglan mikil þegar hún var komin af stað og þá varð hún ekki stöðvuð. Það þurfti reyndar framlengingu til en í henni var bara eitt lið á vellinum og Snæfell vann á endanum 95-88. Það var reyndar klaufaskapur hjá Snæfelli að hleypa leiknum í framlengingu, þeir voru með leikinn í hendi sér í lokin og héldu margir að Sveinn Arnar hefði tryggt sigurinn þegar hann kom Snæfelli í níu stiga forustu 80-71 með nettri troðslu og rétt tæp mínúta eftir. Og enn batnaði útlitið þegar Snæfell náði varnarfrákasti í næstu sókn KR og lagði af stað í sókn en þá plataði Brynjar Þór sem var einn besti maður KR í leiknum, okkar góða dreng Ólaf Torfason til að fremja ódrengilega villu. KR fékk því tvö víti og boltann á eftir og gjörnýttu það tækifæri, settu bæði vítin niður og svo þrist í kjölfarið. Skoruðu fimm stig, munurinn kominn niður í fjögur stig 80-76 og enn 40 sek. eftir. Þetta hleypti miklu lífi í KR og Snæfellsvélin sem hafði verið á góðum snúningi hikstaði að sama skapi, Snæfellspiltar náðu ekki að gíra niður. Það var því ekki beint óvænt þegar Brynjar jafnaði leikinn fyrir KR 83-83, með þristi skömmu fyrir leikslok og framlengingin var staðreynd. En í pásunni fram að framlengingu náði Snæfell að stilla ganginn á ný og hreinlega mallaði yfir KR í framlengingunni. KR átti þar aldrei möguleika og Snæfell vann öruggan sjö stiga sigur 95-88. Snæfellsstelpurnar hafa leikið tvo leiki frá útkomu síðasta blaðs en þegar þetta er skrifað er bara annar þeirra búinn þ.e. leikurinn gegn Haukum. Báða þessa leiki lék Snæfell án Kieraah Marlow og er þar svo sannarlega skarð fyrir skildi enda hún verið besti leikmaður liðsins í upphafi tímabilsins og því stór og mikilvægur hlekkur í sterku liði Snæfells. Snæfellsstelpurnar sýndu þó í leiknum gegn Haukum að maður kemur í manns stað og það var ekki að sjá á þeim í þeim leik að þær létu fjarveru Kieraah slá sig út af laginu. Liðið mætti fullt sjálfstrausts og sýndi það í leiknum gegn Haukum að sigurganga liðsins það sem af er þessu tímabili er ekki tilviljun eða byggð á einum einstökum leikmanni heldur góðri liðsheild. Snæfellsliðið náði strax yfirhöndinni gegn Haukunum, léku af áræðni í sókninni og sóttu grimmt í sóknarfráköstin sem þær tóku grimmt. Vörnin var sem fyrr mjög góð og Haukastelpurnar, þrátt fyrir að hafa átt góða byrjun í seinni hálfleik, áttu í raun aldrei möguleika. Upphaf síðari hálfleiks var reyndar svolítið sérstakur frá Snæfells hendi og sjaldan sem lið gengur frá leik með örugga sigur eftir að hafa ekki skorað í heilar sjö mínútur, sérstaklega þegar það gerist í seinni hálfleik. En það sýnir styrk Snæfells að þrátt fyrir þessa eyðimerkurgöngu í þriðja leikhlutanum þar sem ekkert gekk og Haukar skoruðu níu stig og náðu forustu í leiknum 46-41, þá brotnaði Snæfellsliðið ekki við það. Sem áhorfandi þá hafði maður það líka á tilfinningunni að það væri bara tímaspursmál hvenær þær hrykkju í gang aftur og það gerðu þær, smelltu niður tíu stigum í lok þriðja leikhlutans og www.stykkisholmsposturinn.is

náðu forustunni á ný og létu hana ekki af hendi eftir það og unnu öruggan og sanngjarnan „hjemmelavet“ sigur á erfiðum útvelli 6859. Í gær léku svo Snæfellsstelpurnar gegn Grindavík hér heima og vonandi hafa þær haldið áfram á sinni sigurbraut en Grindavíkurliðið hefur eflst mikið frá síðasta ári. En sá leikur var leikinn áður en þetta var skrifað svo úrslitin láu ekki fyrir en hvernig sem fór þá mæta stelpurnar án efa af fullu sjálfstrausti í næsta leik og þá væntanlega með fullt lið. Í þeim leik sem er í næstu viku 24.sept., mæta þær liði Keflavíkur sem er eins og Snæfell, taplaust í deildinni, þegar þetta er skrifað eftir þrjár umerfðir. Það verður því hörku leikur tveggja sterkra liða, leikurinn fer fram í Reykjanesbæ sem hefur reynst gjöfull fyrir Snæfell þetta tímabilið, unnið þar tvo titla það sem af er tímabilinu og það ætti ekki að draga úr sjálfstraustinu. Að lokum er vert að geta þess körfuknattleikslið golfklúbsins Mostra hefur hafið leik í 2.deild karla. Unnu næsta öruggan heimasigur á firnasterku liði ÍG 76-53, þar sem fór saman, léttleikandi körfuknattleikur og fallegir búningar, kryddað með meistaralegri dómgæslu. Þannig að áhugafólk um körfubolta, fatahönnun og löggæslu, ættu ekki að láta heimaleiki Mostra framhjá sér fara. srb

Eru norðurljós á Grænlandi? N.k. laugardag verður fjallað um jarðfræðileg tengsl milli Grænlands og Íslands í fyrirlestraröð Eldfjallasafnsins kl.14 á laugardaginn. Heiti reiturinn sem nú er undir Íslandi var fyrrum undir vestur Grænlandi fyrir meira en 50 milljónum ára og svo síðar undir austur Grænlandi áður en hann kom fram í Norður Atlantshafi og myndaði Ísland. Haraldur Sigurðsson segir frá þessum tengslum. Að loknu erindinu verða sýndar videomyndir af norðurljósunum, teknum úr geimfari NASA. am

Breytt starf tómstundafulltrúa hjá Stykkishólmsbæ Á fundi bæjarráðs 10. október s.l. voru lögð fram tillaga um starf tómstunda- og markaðsfulltrúa. Davíð Sveinsson og Egill Egilsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Við undirritaðir leggjum til að auglýst verði í tímabundna stöðu Tómstunda- og markaðsfulltrúa. Starfshlutfall verði 80% og vinnutími sveigjanlegur. Starfið feli í sér umsjón og viðveru í félagsmiðstöðinni og skipulag og framkvæmd tómstundastarfs barna- og unglinga. Starfsmaðurinn sjái um skipulag tómstundastarfs eldri borgara og að hluta framkvæmd þess. Til dæmis sjái um göngu- og leshóp, auk annarra tilfallandi verkefna í samvinnu við félag eldri borgara Aftanskin og aðra þá er koma að tómstundastarfi eldri borgara. Gerir tillögur og samræmir það sem í boði er. Viðkomandi verði tengiliður við þá er að markaðsstarfi koma í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra verði falið að útbúa starfslýsingu fyrir starfið. Greinagerð: Stykkishólmsbær hefur haft starfsmann til þess að sinna skipulagningu tómstundastarfs barna, unglinga og eldri borgara í 50% starfshlutfalli. Einnig hefur Stykkishólmsbær haft starfsmann félagsmiðstöðvar í 50% starfshlutfalli yfir vetrarmánuðina. Með þessari tilfærslu og breyttum áherslum teljum við meiri skilvirkni náist.“ Tillagan var samþykkt. Einnig lögðu þeir Davíð og Egill fram tillögu sem fjallaði um aðgang ungmenna að æfingahúsnæði fyrir tónlistariðkun í tónlistarskólanum. Tónlistarskólinn verði umsjónaraðili og starfshlutfallið verði að hámarki 20% innan. Þessi tillaga var einnig samþykkt. am 4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18.október 2012

Stykkishólmskirkja Kirkjuganga

Church of Stykkishólmur

Jón Axel Björnsson opnar sýningu á

ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNIN

Sumartónleikar

vatnslitamyndum

Concert

Af hverju eru 16.ágúst svona margar 2012 Kl. 20:30 kirkjur í Stykkishólmi?

fimmtudaginn 18. október

Leitað verður svara við þessari spurningu í SVIÐSLISTAVERÐLAUNIN gönguferð á milliÍSLENSKU kirknanna í ársins bænum laugardagin Söngvari 20. október. Gönguferðin hefst kl. 11 við elstu kirkjuna í Stykkishólmi við Aðalgötu 5. Göngunni lýkur við Stykkishólmskirkju kl. 12 eða svo, þegar hádegistónleikar Kórs Stykkishólmskirkju hefjast. Gangan hentar öllum aldurshópum og er létt á fótinn.

kl. 18 Allir velkomnir

Þór Breiðfjörð & Valgerður Leiðsögumenn:Guðnadóttir Róbert W. Jörgensen, Álfgeir Marinósson, Gunnar Eiríkur Hauksson og Anna Melsteð. Ekkert þátttökugjaldfyrir og allir velkomnir. Söngleikjadagskrá unga sem aldna! Famous Musical pieces for all ages! Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

VETUR Í VÆNDUM Nú er vetur í vændum og er þá ekki kominn tími til að athuga dekkjamálin? Erum komnir með vetrardekkin í hús nagladekk, harðskeljadekk, heilsársdekk. Sama verðið og í Reykjavík. Yfirförum bílinn fyrir veturinn Kveðja, Alli og Atli Dekk og Smur ehf Nesvegur 5 340 Stykkishólmur S: 438-1385 Gsm: 895-2324 www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18. október 2012

Illska Í byrjun október kom út skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl. Af því tilefni verður blásið til fagnaðar í Vatnasafninu á Stykkishólmi þann 20. október. Hugmyndin er að bjóða vinum, kunningjum og „velunnurum“ að koma í safnið, skemmta sér og öðrum, spjalla saman og þiggja dálitlar veitingar á safninu. Fögnuðurinn hefst klukkan 16.00 og stendur með þankastrikum, dóli og hangsi fram til 19.00. Eftir að hófinu lýkur má svo halda út í lífið, en þessa sömu helgi stendur yfir Norðurljósahátíð á Stykkishólmi. Skriðþungi mannkynssögunnar: Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi. Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.

Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór. Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur. Blogg Eiríks er hér: http://norddahl.org/blogg/

Kosningar Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verður haldin laugardaginn 20. október n.k. Kjörstaður í Stykkishólmi er „SETRIГ við Tónlistarskóla Stykkishólms, Skólastíg 11. Kjörstaður verður opinn frá kl. 09:00-22:00 Kjörstjórn Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18.október 2012

Verslunin Sjávarborg -tekur þátt í Norðurljósunum. Opið föstudagskvöldið kl 20 – 22 – endilega kíkja á hafnarbakkann, margt að gerast þar. Á laugardag kl. 14 – 16 kemur kemur Ásdís Birgisdóttir og kynnir fyrir okkur blaðið „Lopi og band“ og verður með sýnishorn af prjónaflíkum og gefur góð ráð. Það verður dúndur útsala á allri gjafavöru, 50% afsláttur - og ein bók með reynslu á móti hverri keyptri bók fimmtudag til laugardags.

Söngmessa verður í Stykkishólmskirkju kl. 17.00 Samsöngur, einsöngur Krakkar – foreldrar! Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Við komum til þín!

Ert þú að hugsa um að breyta og bæta á heimilinu, skrifstofunni, gistirýminu, eða öðrum stöðum? Sölumaður verður á ferðinni á Snæfellsnesi og nágrenni vikuna 22. - 26. október viljir þú fá ráðgjöf varðandi efnisval endilega pantaðu tíma hjá Alexander í síma: 660-8643 eða sendið tölvupóst á: alli@korkur.is Veggja og loftaklæðningar Baðherbergisklæðningar Utanhússklæðningar Útihurðir & gluggar Þakklæðningar Korkgólfefni WC skilrúm ..og eira...

www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18. október 2012

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

Við erum með lausnir fyrir þig! Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík? Ertu að breyta garðinum? Þarftu að láta hífa eitthvað? Vantar þig grunn undir nýja húsið? Þarf að saga malbik, steypu eða stein? Þarftu að losna við klöpp af lóðinni? Vantar þig túnþökur?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 12 ár! • Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk. • Við plöstum upp í stærð A3 • Bindum inn í gorma, harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir. • Ljósritun og Skönnun

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3. Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00 Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00 Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481 Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur

Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: bbogsynir@internet.is

Sjúkraliði og starfsmaður við aðhlynningu. Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir sjúkraliða og almennum starfsmanni til starfa á sjúkradeild St. Franciskusspítala frá 1.des 2012. Um er að ræða vaktavinnu sem felst í umönnun og almennum störfum á deildinni. Starfsmenn þurfa að geta tekið næturvaktir.

Smáauglýsingar Ég auglýsi eftir húsnæði til leigu. Annars vegar gott geymsluhúsnæði og hins vegar íbúð eða einbýlishús með eða án húsgagna. Góðri umgengi heitið. Upplýsingar gefur Dagbjört Höskuldsdóttirí síma 848 5315.

Hæfniskröfur Jákvæðni og góð samskiptahæfni Snyrtimennska og stundvísi Góð íslenskukunnátta

Leikfélagið mun verða með markaðsbása til leigu á Norðurljósunum laugardaginn 20. október kl. 14 – 17 í Hjómskálanum á Silfurgötunni. Hver bás/borð kostar 1500. Áhugasamir hafi samband við Hafrúnu í síma 8630078.

Umsóknarfrestur er til 29. október 2012. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu HVE og senda þarf umsóknir á netfangið hrafnhildur.jonsdottir@ hve. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 432 1220 frá kl. 14-16.

Bækur til sölu svo sem Hornstrendingabók og Sléttuhreppur Aðalvíkursveit, Ljóð Vilhjálms frá Skáholti og fleiri ljóðabækur. Íslenskt mannlíf, saga landpóstanna og ýmsar mannraunasöngur, æfisögur og fleiri bækur. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Valdimarsson, Skólastíg 14a, sími 438-1427

HVE er reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar um Heilbrigðisstofnun Vesturlands má finna á www.hve.is

www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18.október 2012

Innheimta / Viðskiptaver Stykkishólmi RARIK ohf. leitar að starfsmanni í fullt starf í innheimtu og viðskiptaver fyrirtækisins með aðsetur í Stykkishólmi. Starfssvið Starfið fellst í upplýsingagjöf til viðskiptavina vegna orkukaupa þeirra, auk þess að sinna almennum innheimtustörfum. Starfsmenn í viðskiptaveri og innheimtu RARIK hafa aðsetur víðs vegar á starfsstöðvum fyrirtækisins. Stefna RARIK er að veita viðskiptavinum fyrirtækisins eins góða þjónustu og kostur er, jafnt á sviði viðskipta sem framkvæmda. Hæfniskröfur • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Þjónustulund og samskiptahæfni • Gott vald á íslensku Nánari upplýsingar veita Ingunn Alda Gissurardóttir innheimtustjóri og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til starfsmannaþjónustu fyrirtækisins fyrir 29. október n.k. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að flytja og dreifa raforku, afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breytt um landið.

RARIK • Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is

Ferjan Baldur

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00 Frá Brjánslæk sun-fös kl. 18:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Vaktavinna í íþróttamiðstöð

Til sölu

Konu vantar til starfa í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu. Umsóknir skulu berast á netfang vignirs@simnet.is

www.stykkisholmsposturinn.is

Verslunin Sjávarborg er til sölu, lager og innréttingar. Upplýsingar gefur Dagbjört Höskuldsdóttir í síma 848 5315.

9

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 39. tbl. 19. árgangur 18. október 2012

NORÐURLJÓSIN 2012 18. – 21. október í Stykkishólmi

Njótum helgarinnar saman og skemmtun hvert öðru. Farðu á röltið með fjölskylduna og sjáðu hvað Hólmurinn hefur upp á að bjóða. Tónlistarskólinn, Úr útsæ rísa ... , Norska húsið, Landið í lit, gamla kirkjan, Hænur, Vatnasafnið, kirkjuganga, Kór Stykkishólmskirkju: Stjörnur og tungl, Hólmurinn um miðja síðustu öld, Þjóðlagið, Ljósaljós, Við dauðans dyr, Lionskonur, Sound illusion, Ekki snerta jörðina, Gamlar stjörnur og nýjar, markaður, Kýr, Lionsmenn, Grænt ljós, Léttur Laugardagur Karlakórinn Kári og gestir, listsmiðja, Narfeyrarstofa, Sitt af hvoru tagi, Eldfjallasafnið, Meðlæti, Lúðrasveit, Emblur, Leikskólinn, biblíusúpa, Hótel Stykkishólmur, upplestur, ljúfir tónar Heru, unglingaball, Húsbandið, Sjávarpakkhúsið, Vélsleðasafnið, unglingaball, Amtsbókasafnið, Í rökkurró, Söngvaseiður, Fönksveinar, þrautabraut, Kvenfélagskonur, Hótel Egilsen, söngmessa og allt hitt !!

Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið mun bæjarstjórn Stykkishólms heiðra valinkunna Hólmara fyrir störf að menningar- og félagsmálum. Láttu Norðurljósin lýsa upp skammdegið. Sjá dagskrá á www.stykkisholmur.is Facebook: Norðurljósin www.stykkisholmsposturinn.is

10

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 18. október 2012  
Stykkishólms-Pósturinn 18. október 2012  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Advertisement