Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 38. tbl. 19. árg. 11. október 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Mikið um að vera í Stykkishólmi liðna helgi

Virkjun við Svelgsá

Æfingabúðir voru um helgina í herbúðum Kórs Stykkishólmskirkju með Hreiðari Inga Þorsteinssyni, í tónó hjá Lúðrasveitinni, fyrirlestur í Eldfjallasafni með Ragnari Axelssyni, Snæfellsstelpur tóku á móti Fjölnisstúlkum, þjóðdansahópur úr Borgarnesi heimsótti dvalarheimilið, eldri borgarar á Snæfellsnesi fögnuðu á Nesballi á hótelinu, auk þess sem líffæri úr lambi voru rannsökuð í grunnskólanum á föstudag og svo mætti áfram telja eins og meðfylgjandi myndir bera með sér!

Fyrir mánuði síðan var niðurstaða Skipulagsstofnunar birt um fyrirhugaða virkjun í Svelgsá í Helgafellssveit. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að allt að 800 kW virkjun í Svelgsá í Helgafellssveit sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun vekur athygli á að framkvæmdirnar eru háðar byggingarleyfi Helgafellssveitar skv. 9. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010, framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leyfi Orkustofnunar skv. raforkulögum nr. 65/2003. Áður en byggingarleyfi er veitt þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins. Þar sem aðalskipulag Helgafellssveitar er í vinnslu þarf að gæta að því að samræmi sé milli þess og breyttrar tilhögunar virkjunar Svelgsár. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 8. október 2012.“ Niðurstaðan í heild sinni má sjá hér: http://skipulagvefur.eplica.is/media/ attachments/Umhverfismat/907/201206043.pdf Fyrir nokkrum árum var sótt um nokkuð minni virkjun á þessu svæði og voru lagðar fram kærur en niðurstaðan sú að sú virkjun þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Kærufrestur vegna þeirrar virkjunar sem er til umsagnar nú og félagið Svelgur ehf með lögheimili að Hrísum í Helgafellssveit hyggst reisa rann út s.l. mánudag og eru heimildir Stykkishólms-Póstsins á þann veg að kærur muni verða lagðar fram. Í einum kafla niðustöðunnar er fjallað um vatnsból Stykkishólms. „Skipulagsstofnun telur ekki líklegt að framkvæmdirnar muni hafa neikvæð áhrif á vatnsból Stykkishólms þar sem vatnsbólin eru í Svelgsárhrauni nokkuð frá fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Engu að síður bendir Skipulagsstofnun á að brýnt sé að skilyrðum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði fylgt líkt og framkvæmdaraðili hefur lýst vilja til. Skipulagsstofnun ítrekar ábendingar úr fyrri ákvörðun um að Helgafellssveit geri tillögur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að sínum og bindi framkvæmdaleyfið fyrrgreindum skilyrðum“ am

Lífærin úr lambinu í grunnskólanum skoðuð Martin og lúðrasveitin á opinni æfingu Kórinn gerir æfingar undir stjórn Láru og Hreiðars Kátta á hjalla á Dvaló að þjóðlegum sið!


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11. október 2012

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Karfan

Nýliðna helgi ritaði Gunnlaugur Árnason grein í Morgunblaðið, þar sem hann gagnrýnir nýtilkomnar breytingar á almenningssamgöngum á Vesturlandi eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi tók við skipulagi og umsjón þeirra og samdi við Strætó bs. um verkefnið. Gera má ráð fyrir að frétt sem birtist á mbl.is s.l. mánudag þar sem haft er eftir Ólafi Sveinssyni hjá SSV að verið sé að vinna að úrbótum á leiðakerfinu, séu viðbrögð við skrifum Gunnlaugs. Þar segir Ólafur „Heimamenn fengu tækifæri til þess að segja álit sitt á þeim tillögum sem voru lagðar fram á undirbúningsstigi. Það komu engar athugasemdir við þær fyrr en byrjað var að keyra eftir áætluninni. Ef þessar athugasemdir hefðu komið fram á vinnslustigi hefði verið brugðist við því strax.“ Það er erfitt að sjá að þessi fullyrðing Ólafs fái staðist því hvað varðar íbúa á Snæfellsnesi þá komu þessar breytingar mjög flatt upp á marga notendur þjónustunnar, eins og margir þeirra röktu í greinum í Stykkishólms-Póstinum. Þannig að ekki hefur þetta verið kynnt almenningi. Í fundargerðum Stykkishólmsbæjar og stjórn SSV á þessu ári kemur hvergi fram að heimamönnum hefðu verið kynntar tillögur að nýju leiðakerfi almenningssamgangna eða að umsagnarferli væri í gangi. Hvar var þetta þá kynnt á undirbúningsstigi? Stykkishólms-Pósturinn reyndi ítrekað að fá upplýsingar hjá SSV og Stykkishólmsbæ um breytingarnar á almenningssamgöngunum sem tóku gildi fyrir rúmum mánuði og gekk ekki. Þá má líka spyrja, hvað liggi til grundvallar breytingunum? Hvað leiddi til þessarar niðurstöðu? Einhver ritaði á Facebook fyrir 2 vikum síðan að verið væri að breyta kerfinu. Það fékkst staðfest hjá Stykkishólmsbæ að breytingar séu í undirbúningi þannig að upphaf ferðar verði frá Stykkishólmi snemma dags og til baka síðdegis úr Reykjavík, hvenær þær breytingar taka gildi er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. am

Keppni í úrvalsdeildum karla og kvenna eru nú hafin og bæði lið Snæfells héldu áfram sínu góða gengi og byrjuðu vel í sínum fyrstu leikjum. Snæfellspiltar léku sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni s.l. mánudag þegar þeir mættu ÍR hér heima. Fyrirfram var reiknað með jöfnum og spennandi leik enda ÍR-ingar búnir að styrkja sinn hóp. En eftir fremur ryðgaða byrjun hjá Snæfelli og fjölmarga tapaða bolta í fyrsta leikhluta þá fór gangverkið að tikka og Snæfell náði yfirhöndinni. Sigurinn var svo að segja tryggður í 3.leikhlutanum sem oftar en ekki er sterkur hjá Snæfelli á heimavellinum og þar fór munurinn í 29 stig og fór svo mest í 33 stig í loka leikhlutanum. ÍR náði aðeins að klóra í bakkann í lokin en niðurstaðan varð öruggur sigur Snæfells 96-77. Sé miðað við tölfræðina þá voru nýju erlendu leikmennirnir Jay Threatt og Asim McQueen að skila fínu framlagi í sínum fyrsta heimaleik fyrir Snæfell, voru stiga hæstir með 24 og 22 stig, Asim með 29 í framlag og Jay 27. Jón Ólafur stóð þeim ekki langt að baki var með 18 stig og 25 í framlag og sérlega góða skotnýtingu 90%, níu af tíu skotum rötuðu rétta leið. Fráköstin sýna yfirleitt vel hvoru megin viljinn er til sigurs og í þessum leik var enginn vafi á því, Snæfell með algjöra yfirburði tók 49 fráköst en ÍR aðeins 26. Snæfell leikur annan leik sinn í í deildinni í kvöld og á þar erfiðan leik fyrir höndum í Grindavík gegn sjálfum Íslandsmeisturunum. Stelpurnar fóru einnig vel af stað, léku tvo leiki í síðustu viku og unnu þá báða örugglega. Fyrst Val 48-64 mjög sannfærandi og þýðingarmikill sigur á útivelli gegn sterku liði þar sem reyndar Hólmarinn Unnur Lára Ásgeirsdóttir var Snæfellingum erfiðust í liði Vals. Þar sýndi Snæfellsliðið á köflum gríðargóða vörn þar sem Valskonur voru neyddar í óvönduð skot sem flest fór forgörðum. Á laugardaginn var svo komið að fyrsta heimaleiknum í deildinni þar sem Snæfell mætti Fjölni og sigraði sannfærandi 79-59. Eins og reiknað var með þá hefur byrjunarlið Snæfells verið firnasterkt og þar hefur Kieraah Marlow farið fremst en hún var fjarri góðu gamni í gærkvöldi þegar Snæfell mætti Haukum á útivelli. Sá leikur hafði enn ekki farið fram þegar þetta var skrifað en þó hópurinn sé fámennur þá eru reyndar og sterkar stelpur á bekknum og vonandi ná þær að fylla skarð Kieraah Marlow þar til hún mætir til leiks á ný. Drengjaflokkur Snæfells lék einnig s.l. helgi og var enginn eftirbátur meistaraflokkanna því liðið sigraði Fjölni 55-50 og er þar með kominn með einn sigur í tveimur leikjum.

Náttúrustofa á Vesturlandi Eins og fram kom í síðasta tölublaði StykkishólmsPóstsins þá eru væntanlegar breytingar á samningi við umhverfisráðuneytið um framlag til reksturs Náttúrstofu Vesturlands líkt og aðrar náttúrustofur um landið. Í samtali við Róbert Stefánsson forstöðumann NSV kom fram að mikill akkur væri í því fyrir náttúrstofurnar að framlag ríkisins væri í einu lagi, þar með sparaðist dýrmætur tími og eyddi óvissu um fjármagnsþáttinn frá ríkinu. Skv. fyrri samningi var framlag ríkis í tvennu lagi, annarsvegar fast á fjárlögum, hinsvegar þurfti að sækja sérstaklega á hverju ári til fjárlaganefndar verkefnisstyrki. Á meðfylgjandi skýringarmyndum sést vel þróunin. Af náttúrustofunum sjö standa langfæstir íbúar að baki rekstri Náttúrustofu Vesturlands.

srb

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Þjófnaður á Gámasvæði Í síðustu viku hvarf netaspil frá læsta gámasvæðinu við Snoppu. Ekki er vitað hvernig þjófurinn komst inn á svæðið en það þarf bifreið með krana til að lyfta spilinu sem er um 300 kg. Þetta er þriggja rótora netaspil með keflum og þekkist á því að rótorarnir eru málaðir rauðir. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um málið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Símon í síma 893-5056. Stykkishólms-Pósturinn leitað upplýsinga hjá Stykkishólmsbæ varðandi öryggismyndavélar sem rætt hefur verið um að fjárfesta í. Þær upplýsingar fengust að búið er að kaupa öryggismyndavélar fyrir Snoppu/Geymslusvæðið, Hafnarsvæðið en verið er að vinna að útfærslu og uppsetningu vélanna. Fyrri stuttu var endurnýjaður samningur við Vaktþjónustuna Vökustaur þar sem eftirlit með svæðinu við Snoppu og Hafnarsvæðið var bætt við samninginn.

am

am

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11.október 2012

ÁTAK - líkamsrækt - sími 438-1111 Ný námskeið að hefjast! Við verðum áfram með TABATA, Fit pilates og spinning, ætlum svo að bæta við karlapúli og hádegisþreki.

Mömmumatur í hádeginu alla virka daga Opið: Mánud-fimmtud 12-14 Föstud 12-14 & 18-03 Laugard 12-03 Sunnud 12-17

Fit Pilates kl. 06:00 - 07:00 mánud. og miðvikud. Tabata (1) kl. 17:30 - 18:30 mánud. og miðvikud. Tabata (2) kl. 06:00 - 07:00 þriðjud. og fimmtud.

Happy hour á bjór alla föstudaga frá 18-20 Vöfflugleði laugardag & sunnudag

Númerin í sviganum er bara til að aðgreina námskeiðin.

Hádegisþrek kl. 12:00 - 13:00 þriðjud. og fimmtud. Karlapúl kl. 20:00 - 21:00 á mánud. og miðvikud. Spinning kl. 18:00 - 19:00 á þriðjud. og fimmtud.

Ást & friður

Námskeiðin hefjast 15. og 16. október og standa yfir í 6 vikur. Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að líkamsræktinni. Námskeiðin kosta 14.900 krónur og 10.500 krónur fyrir árskortshafa. Skráning er í afgreiðslu Átaks s: 438-1111, hjá Gísla s: 861-8389 eða hjá Siggu s: 694-3914

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11. október 2012

(Æðisleg) ljóð í Vatnasafninu

Urðarmáni, minningar úr Breiðafirði

Þann 13. október ætla ljóðskáldin a rawlings og Eiríkur Örn Norðdahl að sameina (æðislega) krafta sína og flytja (æðisleg) ljóð í Vatnasafninu á Stykkishólmi. Viðburðurinn (æðislegi) hefst klukkan 19.15 og stendur ekki lengur en í tvær klukkustundir og ekki skemur en eina og hálfa. Skáldin munu skiptast á að lesa upp og gera svo eitthvað (æðislegt) saman undir lokin. Það er ókeypis inn. Viðburðurinn verður bólstraður með textum sem verða endurblandaðir á Twitter í beinni útsendingu á skjá af 25 skáldum í Ástralíu, Kanada, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Textagjörningurinn gengur undir nafninu #gibberese og var frumfluttur á Queensland Poetry Festival í Ástralíu nú í sumar.  a rawlings (einnig þekkt sem angela rawlings, a.rawlings, angel:a raw larynx) er ljóðskáld, listleiðbeinandi og þverfagleikandi sem hefur kynnt og/eða gefið út verk sín í Ástralíu, Belgíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Fyrsta bók hennar, Wide slumber for lepidopterists (Coach House Books, 2006) hlaut Alcuin hönnunarverðlaunin. rawlings hlaut Chalmers Arts Fellowship styrkinn 2009 og 2010, sem gaf henni kost á að kynna ný verk í Belgíu, Kanada og á Íslandi. Nú síðast var hún valin staðarskáld í Queensland og eyddi þá þremur mánuðum í Ástralíu, þar sem hún þróaði þverfaglegt verkefni sem sameinar ljóðlist, hljóðræna vistfræði og gagnkortagerð. Hún stundar nú mastersnám í umhverfissiðfræði og auðlindastjórnun við Háskóla Íslands.  Eiríkur Örn Norðdahl er rithöfundur, fæddur í Reykjavík árið 1978 en alin upp á Ísafirði. Í 21 ár bjó hann í sama húsinu en hefur síðan þá búið í Berlín, Þrándheimi, Færeyjum, Reykjavík og á ýmsum stöðum í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Hann hefur gefið út fjölda bóka hjá fjölda forlaga, sum hverra hann stofnaði sjálfur en öðrum fylgdi hann í gröfina. Ljóð hans hafa verið þýdd á annan tug tungumála. Hann býr hjá konu sinni og syni, sem búa hér og þar – þau hafa að mestu flutt frá Oulu í norður Finnlandi; komið eigum sínum fyrir í Rejmyre og Västerås í Svíþjóð; eru tímabundið búsett í Vatnasafninu á Stykkishólmi; og þeirra bíður íbúð á Ísafirði fram til áramóta hið minnsta og þá tekur eitthvað annað við. Stundum býr Eiríkur til teiknimyndaljóð sem vinna til verðlauna og stundum býr hann til hljóðaljóð sem sprengja hausa þegar hann flytur þau á ljóða- tónlistar- og listahátíðum víðs vegar um Evrópu. Einu sinni þýddi hann talsvert af prósa og ljóðum en einhvern tíma fyrir nokkrum árum í miðjum bandarískum sjoppureyfara brast í honum þýðandahjartað og hefur ekki náð sér enn. Eiríkur er staðarskáld í Vatnasafninu á Stykkishólmi í boði Stykkishólmsbæjar og listsjóðsins Artangel.

Um mánaðamótin október-nóvember 2012 kemur út hjá Uppheimum bókin Urðarmáni eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson. Þar rifjar höfundur upp æsku sína og ungdómsár við Breiðafjörð um og uppúr miðri síðustu öld og skrifar m.a.: Það voru forréttindi að hafa hlotið og notið þess að alast upp í Breiðafjarðareyjum. Enginn sem það hefur reynt gleymir nokkru sinni fjörulyktinni, fuglakliðnum, kvöldkyrrðinni og hinni algjöru þögn þegar haf og himinn runnu saman í tímalausa sumarnótt. Í þessari bráðskemmtilegu endurminningabók bregður Ólafur Ásgeir Steinþórsson upp einstökum myndum af daglegu lífi og störfum fólks í Bjarneyjum á Breiðafirði síðustu árin sem eyjarnar voru í byggð. Frá Bjarneyjum er horfið vestur til Flateyjar og sagt frá töfraveröld æskunnar í leik og starfi. Að lokum er mannlífi og uppgangi í stórbænum Stykkishólmi lýst, þar sem fleiri lásu nótur en þeir voru sem kunnu faðirvorið og ungir menn sem áttu kærustur leiddu þær undir hendi um holóttar göturnar eins og þær væru úr postulíni frá Bing & Gröndal. Höfundur segir frá af leiftrandi sagnagáfu svo að lesandi skellir einatt upp úr. Jafnframt er hér endurvakin veröld sem var á eyjunum við Breiðafjörð, veröld sem mun mörgum ókunn. Urðarmáni er önnur bók Ólafs Ásgeirs, en árið 1995 kom út bók hans Ferð til fortíðar. Um höfundinn Ólafur Ásgeir fæddist í Stykkishólmi 1938. Þá voru foreldrar hans ábúendur í Bjarneyjum og ólst hann þar upp til sjö ára aldurs. Búskaparhættir þar eru honum í fersku minni. Frá Bjarneyjum flutti fjölskyldan til Flateyjar 1945 og árin þar voru eitt allsherjar ævintýri fyrir börn og unglinga. Árið 1953 var brugðið búi í Flatey og stefnan sett á Stykkishólm. Þar kynntist Ólafur Ásgeir miklu gæðafólki og því gróskumikla tónlistarlífi sem einkenndi þann bæ og gerir enn, enda varð tónlistin brátt sú aukabúgrein sem entist honum í hartnær 30 ár. Ólafur giftist Sigrúnu Símonardóttur árið 1960 og settust þau að í Borgarnesi. Þar bjuggu þau starfsævina á enda, eignuðust þrjá syni og eiga nú þrjú barnabörn. Bæði störfuðu þau lengi hjá sýslumannsembættinu í Borgarnesi, auk annarra starfa. Ólafur lék á dansleikjum um langa hríð. Þau hafa búið í Reykjavík síðan 2005.

Áfram um Grænland í Eldfjallasafni Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

Enn og aftur, verður fyrirlestur í Eldfjallasafni á laugardag 13. okt. kl. 14. Haraldur Sigurðsson flytur erindi um auðæfi Grænlands.

Kristinn Finnsson

am

Múrarameistari

Laufásvegi 7, Stykkishólmi

Lúðrasveitin í „möppumó“

lést á St. Franciskusspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 9. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. október kl. 13:00

Lúðrasveitina vantar nú nauðsynlega möppur og búninga sem eru líklega inni í skápum eða í skúffum heima hjá “gömlum” félögum. Við biðjum félaga sem hafa hætt að kíkja í hirslur og vita hvort þar leynist ekki eitthvað af lúðrasveitardóti. Vinsamlegast skilið því í tónlistarskólann sem fyrst. Tónlistarskólinn

Sigurður Kristinsson, Sesselja G. Sveinsdóttir, Magdalena Kristinsdóttir, Ingi Björn Albertsson, Inga Jóhanna Kristinsdóttir, Sveinn Þór Elinbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11.október 2012

Narfeyrarstofa Hlý og rómantísk - Fagleg og freistandi Spennandi Delicatesse í gangi!

Fimmtudagur: Mexíkó-Þema Föstudagur: Kjúklingur og franskar

til að taka með, aðeins kr. 1.500

Föstudagur og laugardagur: Spennandi fjögurra rétta seðill Humarrisotto Krækiberja- og appelsínusorbet Nautaþynnur panneraðar með Parmesan og jurtakryddaðar kartöflur Hvít súkkulaðikaka með heimalöguðum karamelluís

Sunnudagur:

Dögurður frá kl. 11:30 - 14:00

Músík og matarmenning á Norðurljósum á Narfeyrarstofu - Fylgist með!

Ferjan Baldur

ATH: Breyttur opnunartími! - Fylgist með okkur á Facebook! narfeyrarstofa.is sími 438-1119

www.saeferdir.is

Fyrsta ferð með Baldri er áætluð mánudaginn 15. október. 12. október og 14. október verður siglt til Flateyjar kl. 15 frá Stykkishólmi. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu vegna bókana í Flateyjarferðir.

Réttur dagsins, heilsuréttur dagsins, rjómalöguð súpa, tær súpa, salatbar og hamborgarar í hádeginu alla virka daga. VERÐ: Súpa og brauð KR. 950.Súpa, brauð og salatbar KR. 1.350.Súpa, brauð, salatbar og réttur dagsins KR. 1.700.-

Kæru ættingjar, vinir og samferðarfólk Sunnudaginn 14. október næ ég því að verða sjötug og af því tilefni viljum við hjónin bjóða ykkur til samveru á Hótel Stykkishólmi á afmælisdaginn kl. 17 - 20 Verið hjartanlega velkomin. Þórhildur Pálsdóttir og fjölskylda

Boltinn í beinni á loftinu! Fylgist með okkur á Facebook!

www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11. október 2012

Norðurljósin í Hólminum 2012

Framlagning kjörskrár

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir þá verður Menningarhátíðin Norðurljósin haldin í annað sinn í Stykkishólmi dagana 18. til 21. október nk. Fjölbreytt dagskrá verður sem hefst formlega með tónleikum í Stykkishólmskirkju á fimmtudagskvöldinu. Myndlistarmenn tengdir Hólminum verða með sýningar víða í bænum. Öll söfn og veitingastaðir hafa opið og þar verða uppákomur eða sýningar í tengslum við hátíðina. Leikfélagið Grímnir frumsýnir kolsvörtu kómedíuna „Við dauðans dyr“ eftir Bjarka Hjörleifsson. Í kirkjunni verður mikið um að vera því kirkjukórinn verður með tónleika og einnig Hólmfríður, karlakórinn Kári og „hvur veit hver“. Listvinafélag Stykkishólmskirkju leitast við að svara spurningunni „Af hverju eru svona margar kirkjur í Stykkishólmi“. Söngkeppnin Söngvaseiður verður á Hótelinu á laugardagskvöldinu. Tónlistarskólinn verður með opnar æfingar, bæði hjá lúðrasveitinni og einstaklingum. Félögin í Stykkishólmi verða mörg hver með opið hús og listasmiðja verður fyrir börnin auk þess sem markaður verður í leikfélagshúsinu, svo fátt eitt sé nefnt. Það verða því marskonar ljós sem skína skært þessa helgi í Hólminum.

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem fram fara laugardaginn 20. október 2012 liggur frammi í Ráðhúsinu við Hafnargötu 3. Stykkishólmsbær

F.h.undirbúningsnefndar, Þórunn Sigþórsdóttir, nordurljosin@stykkisholmur.is

Fimm fiskar og Narfeyrarstofa vinir!

Stykkishólmskirkja

Church of Stykkishólmur Rekstur Fimm fiska hefur nú verið leigður út til sömu aðila og reka Narfeyrarstofu. Pönnuþjarkarnir og félagarnir Gunnar og Þorvaldur voru spurðir um tilkomu leigunnar og segja þeir, sem báðir eru forfallnir boltaáhugamenn, hugmyndina að auka þjónustuna í bænum. Ætlunin sé m.a. að koma upp vettvangi fyrir boltaáhugafólk að hittast og mynda stemmingu yfir beinni útsendingu frá stórleikjum á loftinu á Fimm fiskum, enda búnaðurinn til staðar. Auk þess sjá þeir hag í samnýtingu starfskrafta og rekstri almennt. Ætlunin er að hafa opið á öðrum hvorum staðnum öll hádegi og kvöld í vetur, og stundum báðum samtímis nú í vetur. Tilboð verða sett upp í tengslum við viðburði á loftinu og margt í pípunum. Hádegin virka daga verða á Fimm fiskum, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga verður einnig opið á kvöldin þar, enda beinar sendingar utan úr heimi oft þessi kvöld. Einnig er möguleiki á að sýna útileiki Snæfells í gegnum SportTV. Þá verða tilboð t.d. á pizzum og hamborgurum í tenglsum við viðburði um helgar. Narfeyrarstofa verður opin fimmtudags og föstudagskvöld, laugardaga og sunnudaga. Þar verða ýmis tilboð eins sérréttaseðlar, „taka með“ tilboð og dögurður á sunnudögum svo eitthvað sé nefnt. Meira framboð af veitingaþjónustu er greinilega ofarlega í hugum fleiri rekstraraðila í bænum, því Sjávarpakkhúsið verður einnig með opið og Hótel Egilsen, svona til viðbótar við það sem fyrir var síðasta vetur. am

ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNIN

Sumartónleikar

Concert

Sumartónleikar 16.ágúst 2012 Kl. 20:30 Stykkishólmskirkju

Söngvari ársins

ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNIN

Þór Breiðfjörð & 14.október kl.17 Portretttónleikar Valgerður Hallvarður Ásgeirsson, gítar ofl. Hallgrímur Jónas Jensson, selló og dórófónn Guðnadóttir Alexandra Kjeld, kontrabassi Síðustu sumartónleikarnir!

Listvinafélag Aðgangseyrir kr. 1.000 Stykkishólmskirkju Nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms fá frítt á tónleikana.fyrir unga sem aldna! Söngleikjadagskrá Famous Musical pieces for all ages! Listvinafélag Lista- og menningarsjóður Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

Stykkishólmskirkju

Stykkishólms

www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 38. tbl. 19. árgangur 11.október 2012

Verslunin Sjávarborg

Ný eign á skrá!

Fimmtudagskvöldið 11. október verður prjónakaffi kl. 20 -22.

Húseignin Vallarflöt 4 sem er 113,4 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1975 ásmt 34,4 fm. bílskúr byggðum árið 1978. Verð 21.900.000,-

Nú hvetjum við alla til að koma með heklunál og við heklum út í eitt. Auðvitað má líka mæta með prjónaverkefnin sín. Grófum upp fullt af gömlum uppskriftum sem við seljum á kr. 50 stk. 10% afsláttur af öllu garni, bara þetta kvöld.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Það verða dúkkudagar í Sjávarborg fimmtudag til  laugardags.

NORÐURLJÓSIN 2012

30% afsláttur af öllum dúkkum – upplagt fyrir jólagjafirnar.

18. – 21. október í Stykkishólmi

Eigum margt fyrir jól í skókassa. Jólapappírinn kominn upp.

Myndlistarsýningar, opnunartónleikar, Norska húsið, Söngvaseiður, kirkjuganga, Eldfjallasafnið, Hólmfríður - Kári og hvur veit hvað, upplestur, Vatnasafnið, matarmenning, Við dauðans dyr, Amtsbókasafnið, listasmiðja, Kór Stykkishólmskirkju, markaður, Meðlæti, biblíusúpa, o.fl. o.fl . o.fl .

Krakkar – foreldrar! Kirkjuskólinn hefst sunnudaginn 14. október kl. 11 Krakkar á öllum aldri eru hvattir til að mæta.

Facebook: Norðurljósin

Kosningar Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verður haldin laugardaginn 20. október n.k. Kjörstaður í Stykkishólmi er „SETRIГ við Tónlistarskóla Stykkishólms, Skólastíg 11. Kjörstaður verður opinn frá kl. 09:00-22:00 Kjörstjórn Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkish贸lms-P贸sturinn, 38. tbl. 19. 谩rgangur 11. okt贸ber 2012

www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 11. október 2012  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær síðan 1994.

Stykkishólms-Pósturinn 11. október 2012  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær síðan 1994.

Advertisement