Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 36. tbl. 19. árg. 27. september 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Erindaflokkur um Grænland í Eldfjallasafni

Fljúgandi lamb

Grænland var á allra vörum í Hólminum, vegna breytinga á Plássinu þegar tökur stóðu yfir á kvikmynd Ben Stiller síðustu vikur, en eins og kunnugt er áttu tökur hér í Stykkishólmi að endurspegla grænlenskt þorp í kvikmyndinni um Walter Mitty. Grænlenskt þema verður einnig í Eldfjallasafninu nú í haust. Haraldur Sigurðsson hefur tekið þátt í þremur leiðangrum til Grænlands í sumar, ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Haraldur og Ragnar munu flytja fjögur erindi um Grænland í Eldfjallasafni næstu laugardaga í september og október. Fyrsti fyrirlesturinn verður n.k. laugardag 29. september kl. 14. Þar mun Haraldur fjalla um bráðnun Grænlandsjökuls, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Laugardaginn 6. október flytur Ragnar Axelsson fyrirlestur um ævintýri sín á Grænlandi, en hann hefur ferðast þar víða í um 25 ár. Í kjölfarið fylgja fleiri fyrirlestrar Haraldar á laugardögum í Eldfjallasafninu og fjalla meðal annars um ferðir norrænna manna á landnámsöld til Grænlands og endalok þeirra. Einnig verða erindi um olíu og önnur auðæfi í jörðu á Grænlandi, um elsta berg á jörðu, sem finnst á Grænlandi og um sögu íslenska heita reitsins, sem rak undir Grænland vegan flekahreyfinga fyrir um 50 milljón árum. Allir eru velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir, í Eldfjallasafnið á laugardögum kl. 14 til að fræðast frekar um nágrannann í norðri, Grænland. Aðgangur er ókeypis. am

BB og synir keyra eins og kunnugt er um allt land og hafa undanfarið keyrt afla fyrir útgerðirnar hér í bænum. Nokkra hringi hafa þeir farið í sumar og haust í kringum landið í þessum erindum því aflann sækja þeir mikið á austfirðina. S.l. sunnudag gerðist það skammt frá Egilsstöðum að fugl flaug á framrúðuna. Það gerist nú stundum að fuglar fljúga á rúðuna en oftast hlýst nú ekki mikið tjón af því á bílnum þó svo sama sé ekki að segja um fuglinn sjálfann. En s.l. sunnudag gerðist það að álft flaug á framrúðuna þegar Hafþór Benediktsson var að keyra frá Breiðdalsvík til Stykkishólms. Höggið var gríðarlegt en rúðan hélst þó í og fór ekki í sundur. Hafþór sagði í samtali við Stykksihólms-Póstinn á mánudag að þetta væri óvenjulegt og það mætti líkja þessu við fljúgandi lamb í 3m hæð og höggið hafi verið eins og að fá 49 tonn á sig á 90 km hraða. Sem betur fer tókst Hafþóri að halda bílnum á veginum þrátt fyrir að vera hressilega brugðið við þetta

Framboð og kosningar Næstu kosningar á Íslandi verða nú í haust, þar sem efnt verður til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni. En eins og fram hefur komið þá fer í hönd kosningavetur mikill í ár, þar sem kosið verður til Alþingis næsta vor. Nú þegar er farið að kvisast út hverjir gefa kost á sér til áframhaldandi setu, hverjir gefa ekki kost á sér áfram og hverjir nýir vilji taka sæti á listum flokkanna. Ný framboð eru komin fram og hafa þau þegar hafið kynningarherferð sína um landið. Ljóst er að héðan af Snæfellsnesi hefur Ásbjörn Óttarsson tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins næsta vor, fréttir hafa einnig borist af því Lárus Ástmar Hannesson sækist eftir 2. sæti á lista VG. Jón Bjarnason sem nú leiðir lista VG í kjördæminu hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar um sínar fyrirætlanir. Ólína Þorvarðardóttir og Guðbjartur Hannesson hafa lýst því yfir að vilja bæði leiða lista Samfylkingar í kjördæminu og Einar K. Guðfinnsson gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en ekki liggja fyrir yfirlýsingar um efstu sæti annarra flokka í kjördæminu, ennþá. am

óhapp og vildi hann meina að hlíf ofan við rúðuna hefði gert það að verkum að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og að rúðan fór ekki í mola yfir hann í akstrinum. Hafþór keyrði alla leið í Hólminn með rúðuna í þessu ástandi og átti að skipta um rúðuna strax á þriðjudeginum. am

Íþróttir Snæfell leikur til úrslita í kvöld í Lengjubikar kvenna og mætir þar liði Keflavíkur. Bæði liðin fóru taplaus í gegnum riðlakeppnina og því engin vafi að þetta eru tvö bestu liðin í dag í kvennakörfunni og koma til með að vera baráttunni um titlana í vetur. Hópurinn hefur ekki verið fjölmennur hjá Snæfellsstelpunum undanfarin ár og enn hefur kvarnast úr hópnum frá því í fyrra því Björg Guðrún Einarsdóttir hefur haldið í höfuðborgina og gengið til liðs við KR. Á móti kemur að Berglind Gunnarsdóttir hefur nú komið sterk inn í strax í fyrstu leikjum tímabilsins og nái hún og þessi sterki kjarni sem er til staðar í Snæfellsliðinu að halda sér meiðslafríum út tímabilið þá hefur Snæfellsliðið alla burði til að vinna titla í vetur. Sá fyrsti er í boði í kvöld og vonandi tekst Snæfelli að landa honum en það verður án vafa erfitt því úrslitaleikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur.


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 19. árgangur 27.september 2012

Lokahóf Víkings

Nú er lífið að færast í vanalegt horf í bænum og þá sérstaklega í Plássinu sem varð að Grænlandi í nokkra daga. Það er ekki hægt að segja annað en að Ben Stiller og öll hans umsvif hér í tengslum við tökur á kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty hafi lífgað upp á bæjarlífið. Það er þó nokkuð víst að heldur hafi dregið úr framlegðinni hjá þeim fyrirtækjum sem staðsett voru í og í næsta nágrenni við sviðsmyndina á meðan sjálfum tökunum stóð. En það verður spennandi að sjá afraksturinn, hvort sekúndurnar verða margar sem á endanum rata inn í myndina og þá hvort maður kannist ekki í það minnsta við andlit í glugga í ráðhúsinu í einhverju skotinu. Eftir að hafa fylgst með Ben sjálfum og hans leiktöktum niður á plássi þá fer það ekkert á milli mála að þar fer maður sem er með Brokeysk gen. Hann er að vísu frekar smávaxinn af Brokeyingi að vera en það skýrist sennilega af því að hann hefur algjörlega misst af svartbakseggjunum í uppvextinum. Annars var gaman að fylgjast með þessu umstangi öllu saman úr Eldfjallasafninu sem var í útjaðri „settsins“ og var reyndar líka lokað af á föstudeginum og því ekki beint vaðandi traffík í safnið. Við höfðum hinsvegar undirbúið okkur vel undir það að vera grænlenskt safn um stundarsakir og forstöðumaðurinn brá sér m.a. til Grændlands til að kynna sér aðstæður þar og lifnaðarhætti svona ef ske kynni að við enduðum í mynd. En af því varð ekki en hinsvegar kynnti hann sér aðstæður það vel

Eftir-tökur

Lokahóf knattspyrnudeildar m.fl. Víkings fór fram sl. laugardagskvöld sem haldið var í samstarfi við Snæfellsbæ. Veislugestir voru mjög ánægðir með hófið en um 250 manns sóttu hófið og enn fleiri mættu á ballið á eftir en Klakabandið lék fyrir dansi. Margar ræður voru fluttar þar sem leikmönnum, þjálfurum, stjórn, stuðningsmönnum og styrkaraðilum var þakkað fyrir frábæran árangur í sumar. Í miðju borðhaldi voru allir gestir beðnir að koma út en þá var haldin glæsileg flugeldasýning sem

Lið Víkings 2012 sem lenti í 2. sæti í 1. deildinni. Ljósmynd: Þröstur Albertsson

björgunarsveitin Lífsbjörg sá um í boði Snæfellsbæjar. Sæþór Þorbergsson og Þorbergur Helgi Sæþórsson sáu um að elda ofan í veislugesti glæsilega máltíð. Í lok hófsins voru veittar viðurkenningar fyrir leikmenn félagsins, en markahæsti leikmaðurinn var Guðmundur Steinn Hafsteinsson með 10 mörk en hann var jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar, Alfreð Már Hjaltalín var valinn efnilegasti leikmaðurinn en hann spilaði jafnframt sína fyrstu landsleiki í ár með U-19 en besti leikmaðurinn var kjörinn Eldar Masic. Tveir leikmenn úr Stykkishólmi spiluðu í liðinu í sumar en það voru þeir Alfreð Hjaltalín sem eins og að framan greinir var kjörinn efnilegasti leikmaður félagins og Kristinn Magnús Pétursson sem er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki enda aðeins 16 ára gamall. Stjórn félagsins vill þakka öllum stuðningsmönnum/styrktaraðilum Víkings fyrir stuðninginn í ár en án ykkar væri ekki hægt að byggja upp svona öflugt knattspyrnulið á Snæfellsnesi sem Víkingur er. Við vonumst eftir áframhaldandi stuðningi við liðið í Pepsídeildinni á næsta ári. Áfram Víkingur. Jónas Gestur Jónsson form. Knd. Víkings Ó

Sunnudaginn 30. sept. n.k. verður efnt til helgigöngu á Gufuskálum sem lýkur með messu í Ingjaldshólskirkju. Helgistundir með keltnesku trúarívafi verða haldnar á Gufuskálum, við Írskrabrunn og við steinhleðslur í flæðarmálinu. Þetta er í annað sinn sem slík helgiganga er farin, en helgigangan fyrir tveimur árum vakti athygli og ánægju. Lagt verður af stað frá Ingjaldshólskirkju kl. 12 á hádegi og ekið í rútu að ,,fiskbyrgjum” við Gufuskála. Þaðan verður gengið með keltneskan sólkross að einu byrgjanna og þar haldin stutt helgistund. Ýmsir telja, að þessi byrgi séu eldri en talið hefur verið og geti jafnvel verið leifar af íverustöðum keltneskra einsetumanna. Þeir dvöldust í slíkum býkúpulaga steinbyrgjum á afskekktum stöðum á Írlandi og Skotlandi en höfðu jafnframt samfélag sín á milli. Frá byrgjunum verður ekið að Írskrabrunni og gengið að brunninum með krossinn og haldin þar helgistund. Þaðan verður gengið að sérstæðri steinhleðslu niður við flæðarmál. Lögun hleðslunnar gæti bent til fornrar kirkju þótt þar kunni áður fyrr að hafa verið verbúð. Þar fer einnig fram stutt helgistund. Síðan verður ekið aftur að Ingjaldshólskirkju, þar sem messa hefst kl. 14. Leiðsögu- og sagnamenn í göngunni verða þeir Skúli Alexandersson og Sæmundur Kristjánsson. Sr. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur, og sr. Gunnþór Þ. Ingason, prestur á Biskupsstofu á sviði helgihalds og þjóðmenningar, leiða helgistundir göngunnar og messuna í kirkjunni. Göngufólk og heimamenn lesa ritningarorð og fornsögutexta. Kay Wiggs leikur á orgel og stjórnar Kór Ingjaldshólskirkju, sem leiðir safnaðarsöng. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskráin er fjölskylduvæn og allir hjartanlega velkomnir. (fréttatilkynning)

Helgiganga á Gufuskálum og messa með keltneskum brag

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

80. ára Í tilefni af 80 ára afmæli mínu tek ég á móti gestum á Hótel Stykkishólmi sunnudaginn 30. september milli kl. 15 - 17 Gjafir eru vinsamlega afþakkaðar. Aðalheiður Bjarnadóttir Frá Kóngsbakka. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 19. árgangur 27.september 2012

að afraksturinn má sjá í erindum Eldfjallasafnsins um Grænland næstu laugardaga. Það var annars gaman að vera í nálægð við tökurnar þegar allt var komið á fullt, þá var reynt að stýra umferð fólks um plássið og þó Hólmarar og aðrir sem áttu leið um bæinn hafi verið forvitnir þá snerist starf vaktmannanna mest um að stýra sínu eigin fólki sem ekki vann í tökunum og halda því frá að álpast inní mynd en það var mikið rúnt á því inn og út af svæðinu á meðan tökunum stóð enda heildarfjöldi starfsfólksins vel á þriðja hundaraðið. Margir starfsmenn voru frá Bandaríkjunum og tungumálið á „settinu“ því enska og því nánast öruggt að þeir sem það töluðu voru hluti af starfshópnum og gátu því valsað nokkuð um svæðið fram hjá vaktpóstum. Það uppgötvaði par frá Bandaríkjunum sem komu í Hólminn og í Eldfjallasafnið en þau vissu ekki af þessum kvikmyndatökum þegar þau komu hingað en sögðust hafa dunda sér við það á föstudeginum að tala sína ensku hátt og snjallt og fengu fyrir vikið að ganga ansi frjálst um svæðið og brugðu sér meira að segja líka í frían hádegismat með hópnum og höfðu gríðarlega gaman af. Nú er hinsvegar tökum lokið og Grænland horfið á braut en Ráðhúsið þó enn svart þegar þetta er ritað, vonandi verður því valinn góður litur þegar það verður málað í ný, í stað þeirrar litleysu sem var á því fyrir þessar tökur. Ben Stiller og Secret Life of Walter Mitty, eiga þó vafalaust eftir að vera umfjöllunarefnið hér á kaffistofunum næstu vikurnar og fram að því að afraksturinn birtist fullskapaður í kvikmynd næsta haust og vonandi verður þá einnig nóg af aukaefni með. Þorrablótsnefndin í ár ætti að vera nokkuð kát þemað komið Leynilíf Benna í Brokey og hver veit nema að Ben fáist til að leika sjálfan sig, ef ekki þá er allavega einn öflugur Brokeyingur í nefndinni sem færi létt með leika kallinn. srb

Framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í landi Stykkishólmsbæjar Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 1. október nk. kl. 20 á Ráðhúsloftinu. Á fundinum verður farið yfir skýrslu vinnuhópsins sem skilaði tillögum til Stykkishólmsbæjar í maí 2012.

Bæjarstjóri

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Nýkominn vetrarfatnaður í miklu úrvali frá DIDRIKSON á börn og fullorðna. Vetur konungur er á næta leiti og því tilvalið að líta á úrvalið sem er með 10% afslætti næstu daga. Einnig nýkomin sending af FIXONI barnafatnaði

WATERPROOF

Frá 2. október:

Réttur dagsins, heilsuréttur dagsins, súpa og borgarar í hádeginu alla virka daga.

Russel Unisex Parka

Verið velkomin í Heimahornið

Boltinn í beinni á loftinu

Spennandi prógramm framundan! Atburðadagatalið er í vinnslu! Lokað vegna talningar mánudaginn 1. október n.k.

Fylgist með okkur á Facebook! www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is www.didriksons.com


Stykkishólms-Pósturinn, 36. tbl. 19. árgangur 27.september 2012

Lausar lóðir til úthlutunar í Stykkishólmsbæ Á fundi bæjarstjórnar 16.8.2012 var samþykkt að veita tímabundið 50% afslátt á gatnagerðargjöldum fyrir neðangreindar lóðir: • • • • •

Laufásvegur 19, Hjallatangi 1,3,9,13,15,17,19,28 Móholt 2,4,14,16 Neskinn 3,5 Sundabakki 2

Eftirfarandi gildir um ofantaldar lóðir: 1. Byggingarfrestur á lóð eða byggingarsvæði er 6 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest af bæjarstjórn. 2. Hafi lóðarhafi ekki lagt inn byggingarnefndarteikningar innan 4 mánaða frá lóðaúthlutun er bæjarstjórn heimilt að fella úthlutun lóðarinnar úr gildi þrátt fyrir að hafist hafi verið handa við jarðvinnu á lóðinni. Að öðru leiti vísast í reglur um úthlutun lóða fyrir íbúðar og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi. Umsóknum um lóðir skal skilað á skrifstofu Stykkishólmsbæjar eigi síðar en 10. október nk. Umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum má nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar (www.stykkisholmur.is) og í afgreiðslu á skrifstofu bæjarsins Hafnargötu 3, s. 433 8100. Bæjarstjórinn í Stykkishólmi

Ferjan Baldur Ferjan fer í slipp 26/9 – 4/10

www.saeferdir.is 28. sepetmber, 30. september og 2. október verður siglt til Flateyjar kl. 15 frá Stykkishólmi. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu vegna bókana vegna Flateyjarferða.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Narfeyrarstofa

Hlý og rómantísk - Fagleg og freistandi Spennandi Delicatesse í gangi! ATH: Breyttur opnunartími! - Fylgist með okkur á Facebook!

NORÐURLJÓSIN 2012 Ert þú ekki örugglega búin(n) að taka frá helgina 18. – 21. október ? Facebook: Norðurljósin www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 27. september 2012  
Stykkishólms-Pósturinn 27. september 2012  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.