Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 33. tbl. 19. árg. 6. september 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Guðmundur Páll Ólafsson

Aðalfundur SSV í Stykkishólmi

Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur, lést á líknardeild Landspítalans 30.ágúst s.l. 71.árs að aldri. Guðmundur Páll fæddist árið 1941 á Húsavík, sonur Ólafs Friðbjarnarsonar og Brynhildar Snædal Jósepsdóttur. Hann stundaði háskólanám og ýmis störf í Bandaríkjunum á árunum milli 1960 og 66, lærði meðal annars köfun, myndlist og lauk B. Sc. gráðu í líffræði. Frá 1966 til 68 var hann skólastjóri og kennari við Barna- og miðskóla Blönduóss þar sem hann setti á fót fyrstu tungumálastofu landsins en frá 1968-70 var hann líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri. Á árunum 1970-74 lærði hann ljósmyndun og stundaði doktorsnám í sjávarlíffræði í Stokkhólmi. Auk þess skrifaði hann námsefni fyrir börn og stundaði rannsóknir á fjörulífi í Flatey á Breiðafirði. Á þessum árum starfaði hann og bjó í Flatey, var skólastjóri og kennari, stundaði náttúru- og heimildaljósmyndun og kvikmyndagerð. Næstu ár starfaði hann jöfnum höndum við köfun, hönnun bóka, trésmíðar, fiskveiðar og teikningar í Flatey, meðal annars í rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenzkir sjávarhættir I-IV. Árin 1984-85 stundaði Guðmundur Páll listnám í Bandaríkjunum. Eftir 1985 starfaði hann samfellt sem rithöfundur, náttúrufræðingur, náttúruljósmyndari, virkur náttúruverndari og fyrirlesari heima og erlendis. Stórvirki Guðmundar eru bækur um náttúru Íslands: Fuglar, Perlur, Ströndin, Hálendið og óútgefin bók um Vatn. Perlur og Ströndin hafa verið þýddar á ensku. Að auki skrifaði hann barnabækur um náttúruna og bækurnar Þjórsárver og Um víðerni Snæfells. Í bókum sínum hefur Guðmundur skrifað texta, gert skýringarmyndir og tekið ljósmyndir. Hann ferðaðist víða heima og heiman í leit að myndefni og upplifunum. Guðmundur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. Guðmundur Páll bjó og starfaði frá 1990 í Stykkishólmi. Í Flatey kynntist hann Ingunni K. Jakobsdóttur kennara og hófu þau sambúð 1976. Dætur Guðmundar eru Blær f. 1973, Ingibjörg Snædal f. 1981 og Halla Brynhildur f. 1984. Tengdasynir hans eru Finni, Ragnar Brjánn og Mads. Barnabörn hans eru þrjú: Rökkvi Steinn, Salka og Þórkatla. Guðmundur Páll, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. september kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast GPÓ er bent á Auðlind Náttúrusjóð, bankareikningur 0325-13-301930, kennitlala: 580408-0440. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á audlind.org

Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, var kjörinn stjórnarformaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á aðalfundi samtakanna s.l. laugardag sem haldinn var í Stykkishólmi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru, líkt og sambærileg samtök annars staðar á landinu að fá aukið hlutverk og vægi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Þegar hafa verið flutt stór verkefni yfir til sveitarfélaganna þar sem landshlutasamtökin eru í lykilhlutverki, s.s. almenningssamgöngur og þjónusta við fatlað fólk. Einnig er það í höndum landshlutasamtakanna að vinna sóknaráætlun fyrir viðkomandi landshluta, vegna Sóknaráætlunar 20/20 á landsvísu. Stefnt er að því að fjármagn sem ríkið hefur veitt til verkefna á landsbyggðinni renni í vaxandi mæli inn í landshlutasamtökin sem sjái um úthlutun þess. Á aðalfundinum, var þetta aukna hlutverk til umræðu ásamt sóknarfærum Vesturlands. Í máli ýmissa fundargesta heyrðust efasemdir um að búa til nýtt „stjórnkerfi“ sem væri jafnvel að taka yfir þætti í hlutverki sveitarstjórnanna. Niðurstaða fundarins varð þó sú að líta á þetta sem tækifæri. Mikilvægast sé á þessum tímamótum að styrkja tengslin milli sveitarfélaganna og SSV. Fjölga þurfi í stjórn, þannig að öll sveitarfélögin eigi fulltrúa eða þau minnstu þrjú eigi í það minnsta áheyrnarfulltrúa. Auka þurfi upplýsingaflæði SSV og sveitarstjórna, því endanleg ábyrgð á verkefnum liggur hjá sveitarfélögunum. Rætt var um að búa til breiðan samstarfsvettvang á Vesturlandi með aðkomu atvinnulífs, am stofnana og sveitarfélaga, til að vinna að sóknaráætlun.

REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA

FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG!

- 8 kr

FÍB félagar fá - 8 kr. af eldsneyti! Sparnaðurinn jafngildir 11.500 krónum miðað við 120 lítra á mánuði í eitt ár.

Tækniráðgjöf

%

Lögfræðiráðgjöf

Afslættir

- Skoðunarstöðvar, smurstöðvar, verkstæði, hjólbarðaverkstæði,

Hagsmunagæsla - Umferðaröryggi, skattar, samgöngumál og neytendamál.

FÍB Aðstoð

Start aðstoð - Eldsneyti Dekkjaskipti - Dráttarbíll

FÍB Blaðið

1.tbl. 2012

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAE IGENDA Á TRAUSTUM GRUNNI Í 80 ÁR

Fróðleikur um bílinn, 3 blöð á ári. METANÓL

KÍLÓMETRAFALSANIR

ÓTRÚLEG BILANASAGA

SUMARDEKKJAPRÓFANIR

Gerast FÍB félagi? Síminn er 414-9999 eða fib.is

1


Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 19. árgangur 6.september 2012

Almenningssamgönur á villigötum

Þakkir til Sterna

Nú þegar Strætó hefur tekið við akstri rútubíla á Vesturlandi er ástæða til að óska fyrirtækinu velfarnaðar með verkefnið og vona að samstarfið verði öllum til heilla.   Það er líka afar ánægjulegt að farmiðaverðið er hagkvæmara en áður og tengingin við leiðarkerfi Strætó býður upp á margvíslega möguleika.  En um leið er ástæða til að horfa með gagnrýnum augum á leiðarvalið, tímatöfluna og tímann sem ferðirnar taka.  Nú veit ég ekki hvað undirbúningsvinnan að þessum breytingum hefur staðið lengi yfir en það verður því miður að segjast að verkefnastjórnin fær falleinkunn fyrir upplýsingagjöf og samráð við notendur þjónustunnar.  Í það minnsta varð ég sem reglulegur notandi rútunnar ekki var við neina tilburði í þá átt.  Þvert á móti var nýju og algerlega umbyltu leiðarkerfi skellt fram fyrirvaralaust nokkrum dögum áður en það tók gildi.  Eðlilegra hefði verið að kynna fyrirhugaðar breytingar með góðum fyrirvara og gefa notendum þjónustunnar tækifæri á að koma ábendingum og athugsemdum á framfæri.  Þá hefði til dæmis ekki þurft að koma neinum á óvart að þörf var fyrir ferðir vestur seinni partinn á föstudögum.  Ferð klukkan 7 að morgni hentar ekki vel þeim sem stunda nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu og langar heim um helgar.   En nú hefur einhver væntanlega komið þessu kröftuglega á framfæri því að daginn eftir að nýja leiðarkerfið var kynnt var seinnipartsferð á föstudögum snarreddað inn á áætlunina.  Annar hópur ferðalanga sem horft hefur verið framhjá við undirbúning að nýju leiðarkerfi eru þeir sem áður gátu nýtt sér það að taka  rútuna suður að morgni virka daga og aftur heim seinnipartinn.  Þá var hægt að útrétta það sem útrétta þurfti, fara til læknis o.s.frv. og komast aftur heim samdægurs.  Með nýju leiðarkerfi kallar svona ferð á gistingu í a.m.k. eina nótt en líklegast þó tvær í Reykjavík. Annað mál er svo ferðatíminn.  Með nýju áætluninni hefur tekist að ná til baka allri styttingunni á ferðatíma sem Hvalfjarðargönginn færðu okkur.  Nýja leiðarkerfið liggur í gegnum Akranes og það bætir auka hálftíma við ferðatímann.   Samkvæmt nýja kerfinu tekur ferðlagið þrjá klukkutíma og 10 mínútur ef engar tafir verða á ferðinni. Strætó  er sem sagt hálftíma lengur en rútan var áður og klukkutíma lengur en þeir sem eru svo lánsamir að ferðast með einkabíl.  Nú geta allir litið í eigin barm og velt fyrir sér hvort þeir myndu sætta sig við það að vera alltaf þröngvað til að taka á sig auka hálftíma krók á Akranes! eða að keyra alltaf fyrir Hvalfjörðinn í stað þess að fara göngin.  Ég tel afar ólíklegt að neinn þeirra sem skipulögðu og samþykktu þetta nýja leiðarkerfi myndi sætta sig við þessa tilhögun og tel reyndar líka afar ólíklegt að þeir hinir sömu hafi yfir höfuð nokkurn hug á að nýta sér þjónustu Strætó.  Það er sorglegra en tárum taki að það skuli þurfa að leita  áratugi aftur í tímann til að finna annan eins ferðatíma með rútunni og Stræó býður íbúum Snæfellsness uppá!  Er þó ólíku saman að jafna vegunum núna og áður þegar ekið var fyrir Hvalfjörð, um mýrarnar ómalbikaðar og hlykkjóttar og Kerlingarskarðið sömuleiðis seinfarnara en Vatnaleiðin er núna. Af öllu samanlögðu má ljóst vera að nýja áætlunin er ekki sett upp með þarfir þeirra í huga sem notað hafa rútuna líklega mest.  Veitandi þjónustunnar sýnist manni hafa skipulagt áætlunina  með þarfir „bílstjórans“ í huga og sjálfsagt með hæfilega mikilli viðkomu í excelskjalinu sem reiknaði út hagkvæmnina en ekki þarfir almennings.  Almenningssamgöngum er ætlað að koma til móts við þarfir almennings um skjótar, greiðar og hagkvæmar samgöngur.  Sumir eru jafnvel svo bjartsýnir að vona að þær verði alvöru valkostur við einkabílinn.  Það er vísast hægt að sýna fram á hagkvæmni við nýja leiðarkerfið en því miður uppfyllir það ekki hin viðmiðin og er enn lengra en nokkru sinni fyrr frá því markmiði að laða fólk úr einabílnum og upp í Strætó. Sigþór U. Hallfreðsson www.stykkisholmsposturinn.is

2

Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Sterna ók rútunni s.l. föstudag og var þakkað fyrir þjónustu með blómvönd úr hendi farþeganna Birgittu Bragadóttur og Áslaugar Pálsdóttur

Á þeim tímamótum sem framundan eru í almenningssamgöngum á Snæfellsnesi viljum við þakka fyrirtækinu Sternu og starfsmönnum þess góða þjónustu á undanförnum árum. Aðalmarkmiðið í nútímasamgöngum hlýtur að vera að koma fólki fljótt og örugglega milli staða og á þeim tíma sem þörfin er brýnust. Við það hefur þjónustan hjá Sternu miðast. Ferðir milli Reykjavíkur og Stykkishólms hafa tekið tvo og hálfan tíma. Bílstjórarnir eru liprir og kunnugir aðstæðum og tímasetning ferða hefur verið sniðin að þörfum íbúa á Snæfellsnesi. Boðið hefur verið upp á kort með góðum afslætti fyrir þá sem ferðast reglulega á milli staða. Stundum er sagt að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hafi en við sem höfum ferðast með Sternu á milli landshluta á undanförnum árum höfum fundið til þakklætis í hverri ferð. Góðar almenningssamgöngur á landsbyggðinni eru gríðarlega mikilvægar fyrir þá sem stunda vinnu eða nám fjarri heimabyggð og fyrir þá sem þurfa að nýta sér læknisþjónustu og aðra þjónustu sem hvergi er til staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Við undirrituð höfum öll unnið í Reykjavík en komið heim um helgar. Ferðirnar vestur eftir að vinnuviku lýkur og suður aftur á sunnudagskvöldi og snemma á mánudagsmorgni hafa verið forsenda þess að okkur hefur reynst það kleift. Við kunnum fólksflutningafyrirtækinu Sternu og starfsmönnum þess bestu þakkir fyrir framúrskarandi þjónustu. Birgitta Bragadóttir, Ásgerður Pálsdóttir og Sigþór Hallfreðsson

Hugmyndabankinn Nú 1. september var komið að því að losa hugmyndabankann. Upp kom 1 miði sem á stóð: „Girðingin kringum dysina við Nesveg þarfnast lagfæringar. Það væri gaman að skoða söguna á bak við þessa dys og skrá á skilti þar við.“ Þessum miða var komið til starfsmanna ráðhúsins. Hj.

Smáauglýsingar Óska eftir að kaupa eignaland fyrir max 1 milljón staðgreitt. Hef hug á að rækta upp landið til að byrja með og síðar byggja bústað. Er opinn fyrir öllum möguleikum. Hannes s: 662-1696 eða email: hpthordarson@ gmail.com stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 19. árgangur 6.september 2012

Hundahreinsun Hundahreinsun verður laugardaginn 8. sept. nk. frá kl. 10-11:30 að Áskinn 5 (bílskúr). Athugið! Komi hundaeigendur ekki með hundana í hreinsun eiga þeir í hættu á að missa hundaleyfið.

Afleysinga- og aukafólk í þjónustu óskast sem fyrst á Hótel Stykkishólmi.

Stykkishólmsbær

Narfeyrarstofa

Upplýsingar veitir María í síma 4302100

Narfeyrarstofa - Delicatesse

Eigum til regngalla í öllum stærðum sem henta vel í haustveðrið, göngurnar og réttirnar!

Erum með ferskt hráefni, heimalagaðan ís, nýbökuð brauð og margt fleira.

Heimahornið - Verið velkomin

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Opið frá kl. 11.30 alla daga Fylgist með okkur á Facebook!

Ferjan Baldur Vetraráætlun

Frá Stykkishólmi Sunnudaga- Föstudaga 15 Frá Brjánslæk Sunnudaga- Föstudaga 18 Siglt er fyrstu 3 laugardagana í september Frá Stykkishólmi klukkan 09:00 Frá Brjánslæk klukkan 12:00 Ferjan fer í slipp 24/9 – 30/9

narfeyrarstofa.is sími 438-1119 Til leigu 97 fm einbýlishús í Sauraskógi, Helgafellssveit frá 1. október.

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Nánari upplýsingar í síma 4381319 Lárus eða 4960954 Knútur www.stykkisholmsposturinn.is

www.saeferdir.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 19. árgangur 6.september 2012

Halló, halló sveitarstjórnarmenn

Íþróttir

Stykkishólmi 2.sept 2012. Strætó. Halló, halló, sveitastjórnamenn ,,Jörð kallar hvernig væri að tengja,“ Jæja góðir bæjarbúar, þá hefur Strætó hafið akstur hingað í Hólminn, svo vildi til að ég var viðstödd á bensínstöðinn þegar fyrsta ferðin hófst héðan nú síðdegis. Átti ég satt að segja von á að fulltrúar bæjarstjórnar yrðu viðstaddir þennan merka viðburð í samgöngumálum bæjarins? En svo var nú ekki, ég og heiðurskonan Anna Birna vorum fulltrúar bæjarins á þessum tímamótum þó án blóma. Mun ég skrá hér tímaáætlunina sem ferðin tók hér á eftir, en langar að minna þá bæjarbúa á, sem þurfa að fara til Reykjavíkur og vilja nýta sér Almennings samgöngur og fara dagsferð fram og til baka t.d. í lækniserindum að það gæti verið að þeir hinir sömu þurfi nú að gista í eina til tvær nætur í Rvk áður en heimferð hefst aftur ef þannig stendur á ferðaáætlun strætó? Að minnsta kosti þarf að gæta vel að tímasettningum ferða hér eftir og undirbúa ættingja og vini vegna væntanlegra gistingnátta í Rvk eða nágrenni? Auðvitað gista einhverjir á hótelum ef þar er laust pláss að finna og buddan leyfir? Ferð strætó hófst kl.16.45 frá Bensó áætlun ekki alveg klár enda fyrsta ferð, byrjað á bryggjunni farþegi úr Baldri sóttur, meiriháttar að sækja farþegana þangað, tímaáætlun er frekar þröng, en já Ferjunni Baldri má ekki seinka um mínútur til að öll áætlun fari úr skorðum? Jæja góðir lesendur strætó komið í Borgarnes kl. 17.50 áætlun nokkuð vel haldin í þetta sinn (enda þurfti ekki að millistoppa vegna útnesjarmanna), nú er bið til kl. 18.15 gert ráð fyrir að allir séu búinr að pissa og haldið af stað aftur, ja hvert skal haldið til Reykjavíkur eða um Hvalfjörðinn, nei uppá Akranes skal haldið kæru vinir. Þetta fer bara að verða spennandi ferðalag, hver veit hvar endastöðin verður, slíkur er leyndarhjúpurinn yfir þessari breytingu ferðalaga til og frá Snæfellsnessi? Tíminn líður kl. er 18.45 og komið á Akranes ekki er vitað hvað dvölin verður lengi þar en þolinmæðin þrautir allar vinnur, tekin mjög stór rúntur á Skaganum, held þó að ekki sé gert ráð fyrir að ekin sé auka sætsýnhringur í kringum Akrafjall á eftir, heldur hugsanlega beint til Rvk, sennilega með einhverju stoppi hér og þar á leiðinni, sem raunin varð á. Kl. 20.10 er ferðalangurinn komin á Hlemm í Rvk eftir millilendingu í Mjódd farþegi fékk skiptimiða í upphafi ferðar og átti eftir korter af miðanum þegar í Mjóddina kom, heppin að ná vagni meðan skiptimiðinn gilti, nú þarf að bíða eftir þriðja vagninum til að koma sér heim, skiptimiðinn útrunnin, rífa skal upp budduna smá aukakostnaður þar. Lokaáfangi heima kl 20.45 fjögurra tíma ferð til Reykjavíkur lokið, þetta er bara eins og fyrir ca 30 árum þá tók ferðalagið suður 4-5 tíma. Aftur til fortíðar segi ég bara, þannig er komið fyrir landsbyggðinni í dag. Í upphafi skyldi endirinn skoða og eins gott að engin sé í tímahraki í millibæjarakstri hér eftir. Fyrir hvern er strætóvæðing landsins, spyr verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunna í fróðlegri grein í ferðablaðinu í dag? Samtök sveitafélaga hefur einkaleyfi á almenningssamgöngum, maður spyr sig svona í gríni er verið að þreyta landann svo hann hætti að þeytast milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar, Jón Kristinsson vill sem fæsta bíla á götum borgarinnar, hvenær verður þá akstur einkabíls bannaður milli landshluta? Svona ferðaævintýri upplifa ekki þeir sem fá borgað fyrir að ferðast á milli staða, ævintýri er bara fyrir þá sem ekki eiga bíl og nota náðsamlegast almenningssamgöngur eins og þær væntanlega gerast bestar. Svona er Ísland í dag. En góðir landsbyggðarmenn umræðan er rétt að byrja, hvet alla til að taka þátt og láta í ljós skoðun sína. Munið líka að engir pakkar eru teknir með strætó, heyrði bílstjóran segja það sjálfan.

Nú er sá tími ársins að íþróttafólk er farið að klæða sig betur og jafnvel farið að snúa sér að inniíþróttunum sem hafa einhverra hluta vegna verið fyrirferðarmeiri hér í Stykkishólmi í gegnum árin, á þessum annars veðursæla stað. Knattspyrnutímabilinu er lokið hjá meistaraflokki Snæfells þetta árið og ekki hægt að segja annað en að þar hafi þrautseigjan ráðið för hjá Páli Margeiri Sveinssyni þjálfara og þeim leikmönnum sem lögðu honum lið í sumar. Vonandi halda menn menn áfram og halda lífi í fótboltanum hér, hjá ungum sem öldnum, fjölbreytni í íþróttunum er af því góða, ekki síst þegar íþróttaaðstaðan er jafngóð og hún er hér í Stykkishólmi. Góður árangur Víkings úr Ólafsvík í fótboltanum ætti líka að auka áhugann á íþróttinni hér á Nesinu en Víkingur er á góðri leið með að komast upp í efstu deild, takist það þá eru þrjú lið í efstu deildum á Snæfellsnesi!

Körfuboltinn er þó okkar aðalíþróttagrein hér í bæ og nú eru fyrstu æfingamótin að baki hjá meistaraflokkunum og ekki hægt að segja annað en að bæði liðin hafi komist ágætlega frá þeim. Æfingamótin voru í Reykjanesbæ, Reykjanes Cup hjá strákunum þar sem Snæfellspiltar hafa verið sigursælir undanfarin ár og héldu uppteknum hætti nú. Auk Snæfells, tóku Grindavík, Keflavík og Njarðvík þátt og tókst Snæfelli með fræknum 25 stiga sigri á Grindavík, 107-82 í lokaleiknum, að tryggja sér sigur á mótinu og var það í þriðja sinn á undanförnum fjórum árum. Snæfellsstelpurnar tóku þátt í Ljósanæturmótinu ásamt Njarðvík, Grindavík og Fjölni og sigruðu alla sína leiki og vonandi er það vísbending um það sem koma skal hjá stelpunum í vetur.

Sesselja Pálsdóttir

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 19. árgangur 6.september 2012

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd fer fram þann 20. október 2012. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi sýslumanns Snæfellinga fer hún fram á eftirtöldum stöðum: • skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, virka daga kl. 10.00 til 15.00 • skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfjarðarbæ, á fimmtudögum kl. 17.00 til 19.00 • skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a í Snæfellsbæ, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00 • skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, á fimmtudögum kl. 12.00 til 13.00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.

Stykkishólmi, 3. september 2012. Sýslumaður Snæfellinga

Sundlaug Stykkishólms Breyttur opnunartími. Vetraropnunartími er kominn á og er sem hér segir: Mánudaga til föstudaga 07.05 til 22.00 Laugardaga og sunnudaga 10.00 til 17.00 Vignir Sveinsson forstöðumaður

Svipmyndir úr bæjarlífinu á: www.stykkisholmsposturinn.is Við erum líka á Facebook! www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 19. árgangur 6.september 2012

Súgandisey - tillögur Í febrúar á þessu ári var úthlutað í fyrsta sinn úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Stykkishólmsbær hlaut 2 milljónir króna í styrk til að deiliskipulags og landslagshönnununar í Súgandisey ásamt efniskostnaði við framkvæmdir. Nú hefur fyrirtækið Landlínur ehf í Borgarnesi sent frá sér tillögu að skipulagi og landslagshönnun á eyjunni. Skv. tillögunni þá verða lagðir stígar ýmist 1.2 m eða 1.5 metrar á breidd. Núverandi útsýnisstaður/áningastaður þar sem horft er yfir bæinn er látinn halda sér en við bætast 2 nýir áningastaðir norðvestan megin á eyjunni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Göngustígar lengjast og tengjast í hring og við þá verða leiðarstólpar skv. tillögunni. Íbúar Stykkishólmsbæjar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir ef einhverjar eru. Ítarefni um tillöguna er hægt að skoða á vef Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is og í Ráðhúsinu. am

Félagsstarf eldri borgara Setrið opnar miðvikudaginn 12. september eftir sumarfrí. Opnunartími: mánudaga – fimmtudaga kl. 13-16:30 Hefðbundin dagskrá Hvetjum alla eldri borgara í Stykkishólmi til að koma og eiga góða stund saman í Setrinu. Hlökkum til að hitta ykkur Jóhanna og Benna Stykkishólmsbær

Við erum með lausnir fyrir þig! Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík? Ertu að breyta garðinum? Þarftu að láta hífa eitthvað? Vantar þig grunn undir nýja húsið? Þarf að saga malbik, steypu eða stein? Þarftu að losna við klöpp af lóðinni? Vantar þig túnþökur?

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3. Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00 Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00 Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481 Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

Stykkishólms-Pósturinn

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994. BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur

www.stykkisholmsposturinn.is

6

Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: bbogsynir@internet.is

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 6.september 2012  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Advertisement