Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 31. tbl. 19. árg. 23. ágúst 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Vel heppnað orgel

Breytingar á almenningssamgöngum

Það má með sanni segja að Klais orgelið í Stykkishólmskirkju hafi vakið athygli fyrir fallegan hljóm og útlit. Fjöldi tónleika var haldinn nú í sumar undir merkjum Listvinafélags Stykkishólmskirkju og voru orgeltónleikar nánast annan hvern dag á tveggja vikna tímabili í sumar sem kölluðust Orgelstykki. Var það samdóma álit þeirra organista sem léku hér í sumar að nýja orgelið væri mikill úrvalsgripur með fallegan hljóm. Fleiri organistar hafa komið hér í sumar og tekið í hljóðfærið, þó ekki væru þeir með tónleika og er alls staðar sama sagan, tónlistarmennirnir eru mjög ánægðir hvernig til tókst með smíðina. Í upphafi þessarar viku voru við æfingar í kirkjunni Guðný Einarsdóttir organisti við Fella- og Hólakirkju og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Guðný kom fyrr í sumar og fékk að prófa Klais orgelið, eða Litla Klais eins og það er stundum kallað – þar sem stóri Klais sé í Hallgírmskirkju, og hreifst af hljóðfærinu eins og fleiri. Hún óskaði því eftir því við kirkjuna að fá að taka upp verk á orgelið, fyrir geisladiskaútgáfu. Þar sem Kristinn er starfandi óperusöngvari á heimsvísu, þá voru þau stödd hér við æfingar í þessari viku en upptökur fara að öllum líkindum næsta vor, þegar Kristinn er á landinu. Í millitíðinni syngur Kristinn burðarhlutverk í óperum Wagners: Tannhauser og Lohnengrin í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tokyo m.a. Tilurð verkefnisins segir Guðný vera þá að mjög gaman sé að fást við orgel sem hljómsveitarhljóðfæri og að það sé ólíkt því að vinna með það þegar um orgelstykki sé að ræða. Hana hafi alltaf langað til að leika verkið Myndir á sýningu sem er hljómsveitarverk eftir Mussorgskí á orgel og þegar hún fann umritun fyrir orgel, hafi hún látið slag standa og leikið það á Klaisorgelið í Hallgrímskirkju sumarið 2011 og hljóðritað um svipað leiti. Þegar kom að því að finna annað verk eftir Mussorgskí til að hafa á diskinum þá valdi hún verkið Söngvar og dansar dauðans sem hún umritaði sjálf fyrir orgel. Það er verkið sem þau Guðný og Krisinn voru við æfingar á, í þessari viku í Stykkishólmskirkju. Textann við verkið þýddi Böðvar Guðmundsson skáld en Kristinn og Jónas Ingimundarson píanóleikari höfðu uppi áform um að flytja verkið sem ekki varð svo úr, en Böðvar gerði hinsvegar textann og hefur verkið ekki verið flutt áður á íslensku. Kristinn og Guðný létu mjög vel af Klais orgelinu í Stykkishólmskirkju og hljómburðinum í húsinu. Orgelið félli sérlega vel að þessu verkefni og að sögn Guðnýjar er hægt að ná miklum blæbrigðum þar sem óvenjumargar grunnraddir séu í því. Það verður að segjast eins og er að tónlistin sem hljómaði í kirkjunni á meðan á æfingum stóð hafi verið mögnuð og ljóst að am mikill fengur verður í þessari hljóðritun.

Ljóst er að breytingar verða á almenningsamgöngum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Grundvallarbreytingin er sú að um síðustu áramót voru sérleyfin felld niður og einkaleyfi á akstri færð til sveitarfélaganna. Breytingar á áætlunum tóku þó ekki gildi um síðustu áramót en munu gera það um næstu mánaðamót, 2. september. SSV og Vegagerðin hafa unnið að áætlanagerð en Strætó bs mun sjá um rekstur kerfisins en akstur um svæðið verður í umsjá Hópbíla. Ljóst er að ferðir til og frá Stykkishólmi og Reykjavíkur munu breytast töluvert þar sem ferðin til Reykjavíkur verður seinna að morgninum en verið hefur og ferðin til baka frá Reykjavík virka daga verður snemma morguns. Upplýsingar um leiðina, tímasetningar, skiptingar á milli bíla o.fl. verður hægt að skoða á www.straeto.is fljótlega, en leiðin á Snæfellsnes mun verða nr. 58 hjá Strætó, auk þess sem kynningarefni verður sent inn á heimili í sveitarfélögunum. am

Stykkishólms-Pósturinn

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Stórtónleikar

BJARTMARS GUÐLAUGSSONAR

á Hótel Stykkishólmi, laugardaginn 25. ágúst kl. 21:00. Aðgangseyrir aðeins 1.500 krónur

Málverkasýningu Bjartmars lýkur sama dag og verður skáldið og listamaðurinn á staðnum milli kl. 15 og 18 og ræðir um verkin.


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 19. árgangur 23.ágúst 2012

Af fundargerðum og 18 gámum í Stykkishólmi 284. fundur Bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar var haldinn s.l. fimmtudag og voru nokkur mál sem fengu framhaldsmeðferð frá fundi bæjarráðs og greint var frá í síðasta tölublaði. Í fundargerð bæjarráðs frá vikunni á undan í lið 26 er lögð fram viljayfirlýsing um endurskipulagningu húseigna HVE í Stykkishólmi, dags. 04.07.2012. Gretar D. Pálsson benti þá á að leggja þurfi erindi til bæjarstjórnar til samþykktar. Á bæjarstjórnarfundinum í síðustu viku var viljayfirlýsing um endurskipulagningu og innréttingu húseigna HVE í Stykkishólmi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 9. ágúst er samþykkt á bæjarráðsfundinum að malbika bílastæði við höfnina afgreiðsla bæjarráðs er staðfest í bæjarstjórn 16.ágúst. Það hafa verið viðhöfð snör handtök í þessari framkvæmd enda hafa glöggir bæjarbúar tekið eftir að búið var að malbika bílastæðið 15. ágúst! Frá bæjarráðsfundi 9. ágúst lagði Gretar D. Pálson fram fyrirspurnir sem svör fengust við á bæjarstjórnarfundinum 16. ágúst. Kostnaður vegna fleygunar og fyllingar við plan framan við Nesveg 11 og 13? Bæjarstjóri gerði grein fyrir kostnaði vegna verksins sem var samtals með vsk 1.655.991 Hefur Stykkishólmsbær komið að undirbúningi, eða hefur bærinn samþykkt einhverjar framkvæmdir í tengslum við kvikmynd Ben Stillers? Bæjarstjóri gerði grein fyrir helsta undirbúningi, en kostnaður verður greiddur af framleiðendum kvikmyndarinnar, ef af honum verður. Þriðja og síðast fyrirspurn Gretars var: Hver er áætlaður heildarkostnaður Stykkishólmbæjar vegna mögulegs flutnings dvalarheimilis Stykkishólms í St. Fransickussjúkrahúsið? Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að teikningar liggja fyrir á næstu vikum og kostarmat á framkvæmdum verða ljósar í framhaldi af því. Bókun Gretars vegna uppsagnar Eydísar Eyþórsdóttur úr starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa sem lögð var fram á bæjarráðsfundinum 9. ágúst er svarað með eftirfarandi bókunum: „Verkefni og starf íþrótta- og tómstundafulltrúa voru skilgreind á árinu 2008 og launakjör þá ákvörðuð. Á árinu 2011 var starfið endurmetið í gegnum starfsmatskerfi sem launanefnd sveitarfélaga hefur innleitt fyrir sveitarfélög á Íslandi. Leiddi endurnýjað starfsmat af sér 3ja launaflokka hækkun. Íþrótta- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar sagði upp starfi sínu frá 1.6.2012 og mun láta af störfum 1.9.2012. Viljum við þakka starfsmanninum góð samskipti og ánægjulegt samstarf. Óskum við henni velfarnaðar í framtíðinni. Lárus Á. Hannesson Berglind Axelsdóttir Davíð Sveinsson Egill Egilsson Vegna bókunar Gretars D. Pálssonar á síðasta bæjarráðsfundi. Eydís Eyþórsdóttir, íþrótta og tómstundarfulltrúi sagði upp störfum þann 1. júní síðastliðinn. Vil ég þakka henni gott samstarf og góð samskipti okkar á milli. Gyða Steinsdóttir“ Aðrir liðir á fundinum fólust í að samþykkt var afgreiðsla frá bæjarráði eða tilheyrandi nefndum. Breytingar urðu á nefndum á vegum bæjarins svohljóðandi: B. Nefndir til fjögurra ára: Skólanefnd Tónlistarskóla Formaður: Þóra Margrét Birgisdóttir í stað Sigurborgar Sturludóttur Aðalmaður: Frestað að tilnefna í stað Unnar Sigmarsdóttur Safna- og menningamálanefnd Aðalmaður: Anna María Rafnsdóttir í stað Ólafs Styrmis heitins www.stykkisholmsposturinn.is

Ottóssonar Varamaður: Matthías Þorgrímsson í stað Önnu Maríu Rafnsdóttur Varamaður: Frestað að tilnefna í stað Þorsteins Eyþórssonar Jafnréttisnefnd Formaður: Sæþór Þorbergsson í stað Laufeyjar Hjaltalín Aðalmaður: Eydís Jónsdóttir í stað Lafeyjar Hjaltalín Varamaður: Laufey Hjaltalín í stað Eydísar Jónsdóttur C. Stjórnir til fjögurra ára: Hafnarstjórn Aðalmaður: Ingveldur Eyþórsdóttir í stað Hafdísar Björgvinsdóttur Varamaður: Hafdís Björgvinsdóttir í stað Ingveldar Eyþórsdóttur Stjórn Dvalarheimilis aldraðra: Formaður: Hildigunnur Jóhannesdóttir í stað Elínar G. Pálsdóttur Aðalmaður: Björgvin Guðmundsson í stað Hildigunnar Jóhannesdóttur Varamaður: Elín Kristinsdóttir í stað Björgvins Guðmundssonar

Áfundi Skipulags- og byggingarnefndar s.l. mánudag eru 10 liðir á dagskrá. Fjallað er um breytingar á húsum við Reitarveg í fyrstu tveimur liðunum m.a. er samþykkt að klæða megi Reitarveg 8, gömlu verbúðina, með litaðri stálklæðningu. Næstu 6 liðir fundargerðarinnar fjalla um umsóknir um stöðuleyfi fyrir gáma við Reitarveg og Nesveg. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 18 gáma! Allir fá gámarnir stöðuleyfi nema flöskugámur við Nesveg, þar sem afgreiðslu er frestað. Undir liðnum önnur mál leggur nefndin til að farið verði yfir hæðarkóta lóða við Aðalgötu í ljósi óeðliegrar hæðar á lóð Atlantsolíu og „Nefndin óskar eftir að komið verði skilaboðum til þeirra er hafa stöðuleyfi fyrir gáma, að bæta útlit am gámana og umgengni í kringum þá.“

Síðsumar Tími síðsumarsins er runninn upp! Unga fólkið sem unnið hefur sumarstörfin í sumar er horfið til náms og ferðamönnum fer nú fækkandi. Ferjan Baldur siglir eftir vetraráætllun frá og með n.k. mánudegi og fer í slipp seinnipartinn í september. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verður með Gestastofu sína á Hellnum opna til 10. september en ferðum í Vatnshelli í sumar er lokið. Norska húsið er með sinn síðasta opnunardag sumarsins þann 30. ágúst og pylsuvagn Meistarans hreinsar út birgðir sínar um helgina. Grunnskólinn og FSN hófu starfsár sitt í vikunni og tónlistarskólinn blæs til kennslu í næstu viku. Málverkasýningu Bjartmars Guðlaugssonar á Hótel Stykkishólmi lýkur um helgina með stórtónleikum. Félagsstarf er einnig að fara af stað um þessar mundir og þess stutt að bíða að frítími bæjarbúa verði undirlagður í félags- og tómstundastarfi af ýmsu tagi, af nógu er að taka. am 2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 19. árgangur 23.ágúst 2012

Langar þig í nám?

Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á fjarnám í Menntastoðum á haustönn 2012.

Menntastoðir er grunnnám á framhaldsskólastigi. Kennd eru eftirtalin fög; stærðfræði, íslenska, enska,danska, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Kennsluhættir Menntastoða miðast við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frumgreindadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Námið er 2 annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21.september

Umsóknarfrestur er til 17. september og námið kostar 116.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna Menntastoða.

Nánari upplýsingar má nálgast inni á www.simenntun.is eða hafa samband við Helgu Lind Hjartardóttur verkefnisstjóra Menntastoða hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í síma 895 1662 eða netfangið helgalind@simenntun.is

Píanóstillingar og - viðgerðir Jóhann Fr. Álfþórsson píanó- og sembalsmiður Norðurgötu 4 · 801 Selfoss Sími 692 7125

Verð á Snæfellsnesi frá 29.08. ef áhugi er fyrir hendi!

Ferjan Baldur

Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012 Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

www.saeferdir.is

Vetraráætlun tekur gildi mánudaginn 27.ágúst Frá Stykkishólmi Sunnudaga- Föstudaga 15:00 Frá Brjánslæk Sunnudaga- Föstudaga 18:00 Siglt er fyrstu 3 laugardagana í september

Frá Stykkishólmi klukkan 09:00 Frá Brjánslæk klukkan 12:00 Ferjan fer í slipp 24/9 – 30/9 Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Fylgist með á Fasbókinni eða www.norskahusid.is sími: 433 8114 / netfang: info@norskahusid.is www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 19. árgangur 23.ágúst 2012

Snæfell og Danskir dagar

Meistaramót í hrútaþukli

Á vordögum var okkur bæjarbúm tjáð að helgina 17. – 19. ágúst yrðu Danskir dagar, sumir urðu ánægðir, aðrir ekki. Ákvörðunin lá fyrir og auglýst eftir sjálfboðaliðum í Dönskudaga-nefndina. Hún var mönnuð góðu fólki og það fengum við svo sannarlega að upplifa um liðna helgi. Með fyrstu verkum nefndarinnar var að auglýsa eftir einstaklingum og félagasamtökum sem hefðu áhuga á að vera með og bjóða upp á einhverja dagskrá eða viðburði. Umgjörðin var klár, tímasetningin og staðurinn. Það var síðan þeirra, sem höfðu áhuga, að fylla inn í metnaðarfulla dagskrá í samráði við nefndina. Mjög fjölmennur hópur, sem hefur valið sér ungmennafélagsstarfið hér í bæ og starfar sem stoltir sjálfboðaliðar undir merkjum Snæfells, ákvað að láta vaða og vera með. Hópurinn taldi að með slíku starfi myndum við efla enn frekar liðsandann, styrkja einstaklingana og einmitt þannig ná betri árangri og síðast en ekki síst afla fjár fyrir félagið. Við sóttum um bryggjuballið sem halda átti á föstudagskvöldinu og síðan tónlistarveislu með Páli Óskari á laugardagskvöldinu. Allt skipulag var mjög vel ígrundað og voru bæði kvöldin okkur til sóma. Auðvitað lærum við alltaf eitthvað og rekum okkur á hluti sem betur hefðu mátt fara. Við lærum af því og þannig þróum við okkar starf áfram. Á seinni stigum undirbúnings Danskra daga vorum við beðin um að taka að okkur sölu á dagskrá Danskra daga í hliðinu inn í bæinn, þar sem engin önnur félagasamtök í bænum töldu sig hafa tök á þeirri vinnu. Það er alltaf spurning um þolmörk sjálfboðavinnunnar og það hugleiddum við mjög. Snæfellsfólk er enginn venjulegur hópur, það var því ákveðið að standa vaktina og klára dæmið, það urðu einhverjir að sinna þessum störfum. Snæfell átti ekki frumkvæði að bæjarhátíðinni Danskir dagar og hún er ekki haldin fyrir félagið. Þetta vita allir Hólmarar. Það er því ótrúleg framkoma hjá sumum bæjarbúum að þeir skuli leyfa sér að skammast og hreyta ónotum í sjálfboðaliða á vegum Snæfells sem eru að vinna fyrir félagið og bæinn sinn. Þetta fólk var að vinna störf sem engir aðrir, hvorki einstaklingar né félög, buðu sig fram til að sjá um. Öllum stóð til boða að taka að sér verkefni á Dönskum dögum og afla þannig fjár fyrir sitt félag. Við í Snæfelli höfum valið okkur ungmennafélagsstarf sem áhugamál. Það á hver og einn að fá að hafa sitt áhugamál í friði, hvað sem það kallast. Allt félagsstarf kostar peninga og hvernig náum við að borga slíkt nema með endalausri sjálfboðavinnu? Krafturinn og fyrirferðin í Snæfellsfólki hefur kannski farið í pirrurnar á sumum , en gleymum því ekki að til þess að ná árangri þá verðum við að vera sýnileg, það selur og þannig er lífið. Önnur félagasamtök sem þrífast á sjálfboðavinnu verða bara að spýta í lófana og koma út á götu með okkur, það er nóg pláss! Ágæta samferðarfólk, stöndum saman hér í Hólminum, það gerir það enginn fyrir okkur. Við erum öll mikilvæg og þurfum á hvert öðru að halda. Ég vil að endingu þakka öllu okkar fólki í Snæfelli fyrir öfluga vinnu og bæjarbúum og gestum fyrir góða þátttöku í okkar verkefnum. Án ykkar næðum við aldrei að bjóða upp á svo fjölbreytt félagsstarf á vegum Umf. Snæfells. Við hlökkum til að vinna með ykkur á komandi starfsári.

Meistaramótið í hrútaþukli var haldið í Sævangi á Ströndum laugardaginn18. ágúst og voru nokkrir félagsmenn Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis sem er félag með metnað, að sjálfsögðu mættir þar í blíðskaparveðri. Góð þátttaka var bæði í flokki óvanra og reyndra hrútaþuklara.

Félagsmenn stóðu sig frábærlega í flokki reyndra hrútaþuklara Helga Guðmundsdóttir (Hvarfi) varð í 3. sæti og Eiríkur Helgason formaður félagsins í öðru sæti. Vel af sér vikið og geta félagsmenn svo sannarlega verið stoltir af þessum fína árangri. Í fyrsta sæti í þriðja sinn lenti Kristján Albertsson frá Melum og nokkuð víst að þar er með eindæmum glöggur maður á ferðinni. Í flokki óvanra var Jón Haukur Vignisson á Hólmavík í fyrsta sæti, frændurnir Tómas Arnarsson Hólmavík og Sigfús Snævar Jónsson Kirkjubóli í öðru sæti og í þriðja sæti Maríus Þorri Ólason. Hægt er að skoða fleiri myndir á vefsíðu félagsins hrutur.123.is eða á Facebooksíðu Sauðfjársetursins. am/Ljósmynd: hrutur.123.is

Svipmyndir úr bæjarlífinu á: www.stykkisholmsposturinn.is Við erum líka á Facebook!

ÁFRAM SNÆFELL! Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd Snæfells

Smáauglýsingar Til sölu Toyota Landcruiser 90 VX, 8 manna árg.98 ekinn 250 þús. Verð tilboð Uppl.8562463/5873755  Valli Er að leita að 3-5 herbergja húsi til sölu hér í Hólminum, hægt er að ná á mig í síma 8476763 eða á netfangið matti@draugabanar.is - Mattías www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 19. árgangur 23.ágúst 2012

Narfeyrarstofa

Danskir dagar Danskir dagar fóru fram í blíðskaparveðri s.l. helgi og ekki annað að sjá en að gestir og bæjarbúar skemmtu sér prýðilega við fjölbreytta dagskrá frá fimmtudegi fram á sunnudag. am fitti í lopagraf 1. verðlaun á bak við r ga or rb Sjáva eiðrún na voru H dóttur handavinnu Ástu Jóns og tir ót Höskuldsd

Narfeyrarstofa - Delicatesse Erum með ferskt hráefni, heimalagaðan ís, nýbökuð brauð og margt fleira. Opið frá kl. 11.30 alla daga Fylgist með okkur á Facebook! Á hve rf ungu agrilli í Lá gholt snótir is fersk um k eigin fram eldu þes sar rækib leiðs Rauð lu af erjas a kro afa til ssinu styrk m tar

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Stemning í

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Plássinu

Málþing um ferðaþjónustu í Breiðafirði Eins og greint var frá í síðasta tölublaði þá verður haldið málþing um rannsóknir og ferðaþjónustu í Breiðafirði á Hótel Stykkishólmi n.k. föstudag og laugardag. Málþingið er öllum opið en nokkur breyting hefur orðið á dagskránni. Málþingið verður sett kl. 14.30 á föstudagog er hægt að kynna sér dagskrána nánar á vef blaðsins, www.stykkisholmsposturinn.is

Hlauparar

Brek kusö n laug arda gur á gskv öldin

www.stykkisholmsposturinn.is

Hópur Hólmara tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu s.l. laugardag í ýmsum vegalengdum. Blaðið hefur haft spurnir af Maríu Guðrúnu Guðmundsdóttur sem hljóp 10 km fyrir samtökin Heilaheill sem er félag sem samanstendur af þeim sem hafa fengið slag, aðstandendum og fagaðilum ofl. en hún náði að safna mest fyrir þau samtök af þeim sem hlupu fyrir samtökin. Einnig hefur frést af Baldri Þorleifssyni, Auði Hinriksdóttur, Árdísi Gísladóttur og Kristínu Höskuldsdóttur sem fóru hálft maraþon, Magðalenu Hinriksdóttur, Stefáni Heiðarssyni, Hönnu Jónsdóttur í 10 km hlaupi en eflaust eru talsvert fleiri héðan, sem hafa tekið þátt. am

u

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 19. árgangur 23.ágúst 2012

Vaktavinna í íþróttamiðstöð Konu vantar til starfa í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu. Umsóknarfrestur er til 1. september. Umsóknir skulu berast á netfang vignirs@simnet.is

Afleysinga- og aukafólk í þjónustu óskast sem fyrst á Hótel Stykkishólmi.

Kennsla hefst í Tónlistarskólanum á mánudag.

Upplýsingar veitir María í síma 4302100

- Enn eru nokkur pláss laus á einstök hljóðfæri. - Umsóknum skal skila á netinu: www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn

ÁTAK

Skólastjóri s. 433 8140 og 864 9254

- líkamsrækt -

Ný námskeið að hefjast! TABATA

Ágætu viðskiptavinir Meistarans athugið!

Seinnipartstímar Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30 - 18:30 Morguntímar Mánudaga og miðvikudaga kl. 06:00 - 07:00

Um leið og við þökkum ykkur góð viðskipti í sumar þá bendum við ykkur á hörku tilboð hjá okkur þessa síðustu helgi sumarsins.

Fit Pilates Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 06:00 - 07:00

Spinning Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 - 19:00

Opnum kl 12 á laugardaginn, opið meðan birgðir endast.

Öll námskeið eru kennd 2x í viku og standa yfir í 6 vikur, innifalið í námskeiðsgjaldi er einnig aðgangur að líkamsræktinni. Námskeiðin hefjast 3. og 4. september. Námskeiðsgjald er 14.900 kr. , en 10.500 kr. fyrir þá sem eiga árskort. Skráning er í afgreiðslu Átaks, í síma 438-111 eða hjá Siggu í síma 694-3914

Allir bátar og gos á 1200 kr. Pylsur og gos á 550 kr.

Fylgist með okkur á www.facebook.com/AtakLikamsraekt

Meistarinn www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 23. ágúst 2012  

Blað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you