Page 1

SÉRRIT - 28. tbl. 18. árg. 18. ágúst 2011 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Vel heppnaðir Danskir dagar

Danskir dagar voru haldnir s.l. helgi og fór hátíðin vel fram. Þrátt fyrir kulda og vind sem lék um bæjarbúa og gesti þeirra þá kom það ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér vel. Ekki var annað að sjá á skemmtun við Frúarhólinn á laugardeginum þegar, ungir sem aldnir tóku virkan þátt í skemmtiatriðunum.. Á sunnudeginum voru svo tónleikar í Stykkishólmskirkju með Kristjönu Stefáns og Svavari Knúti sem voru í miklu stuði.

Skólar að fara af stað

Skipulagsmálin

Sumri hallar hausta fer! Skólarnir eru nú í óða önn að undibúa komandi skólaár og hefja tónlistarskólinn og grunnskólinn kennslu í næstu viku. Fjölbrautarskólinn byrjaði sitt kennsluár í þessari viku. Leikskólinn er kominn úr fríi. Blikur eru á lofti vegna leikskólans á næstunni vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara. Nokkrir nýir starfsmenn hefja störf á leikskólanum í haust en það eru þær Rósa Kristín Indriðadóttir, Jónína Víglundsdóttir, Sara Diljá Hjálmarsdóttir, Birta Antonsdóttir og Auður Vésteinsdóttir í mismiklu starfshlutfalli. Af mannabreytingum hjá sveitarfélaginu er það að segja að Daði Heiðar Sigurþórsson hefur fengið leyfi í ár frá störfum á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, en hann hyggst fara í nám við HÍ í vetur. Arna Sædal Andrésdóttir sem verið hefur ritari bæjarstjóra leysir Daða af að hluta og í hennar stað í starf ritara var ráðin Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir. am

Fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar mánudaginn 15. ágúst 2011 var m.a. fjallað um deiliskipulag Nónvíkur. En vegna formgalla á málsmeðferð á deiliskipulagi við Nónvík (Hjallatanga), leggur nefndin til að skipulagið verði auglýst í B - deild Stjórnartíðinda þar sem engar athugasemdir bárust við auglýsingu á deiliskipulaginu. Einnig lögð fram bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála vegna deiliskipulagsákvarðana á Þinghúshöfða og hesthúsasvæði Fákaborgar en kærur bárust frá Aðalheiði St. Sigurðardóttur og Guðmundi Lárussyni vegna deiliskipulagsins á Þinghúshöfða og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur vegna deiliskipulagsins á Þinghúshöfða. Kærur vegna deiliskipulagsins á hesthúsasvæði bárust frá Guðmundi Kristinssyni, Einari Þór Strand og Guðmundi Kolbeini Björnssyni. Niðurstaða er ekki komin í þessi kærumál. am

www.stykkisholmsposturinn.is


Stykkishólms-Pósturinn, 28. tbl. 18. árgangur 18. ágúst 2011

Að loknum dönskum dögum

Frá Tónlistarskóla Stykkishólms

Kæru Hólmarar! Nú er Dönskum dögum lokið í ár. Heilt yfir teljum við hátíðina hafa heppnast vel og erum þokkalega sátt. Rokið setti smá strik í reikninginn á laugardeginum en það er eitthvað sem ekki er í mannlegu valdi að ráða við. Þrátt fyrir það var góð mæting á hátíðarsvæði, bæði á dag- og kvöldskemmtunina. Samsetning gesta hátíðarinnar var önnur en fyrir nokkrum árum og er það vel. Mest var um gesti sem voru að heimsækja okkur Hólmara, ættingjar og vinir. Það var okkar stefna frá upphafi að halda fjölskylduvæna skemmtun og vonum við þið séuð sátt við útkomuna. Okkur langar að þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið við að halda hátíðina. Það er ekki sjálfsagt og kunnum við vel að meta alla þá óeigingjörnu aðstoð sem við fengum. Nefndinni, sem telur 14 manns, kunnum við bestu þakkir fyrir samstarfið. Öllum styrktaraðilum, Stykkishólmsbæ, kkd. Snæfells, Mostra, Eflingu Stykkishólms, trillukörlum, Veraldarvinum, BB og sonum, skemmtikröftum og að sjálfsögðu Forsetanum og Amlin. Lúðrasveitinni, Heimahorninu, Orgelsjóðnum og verslun Skipavíkur þökkum við einnig fyrir samvinnu við sölu á varningi til styrktar hátíðinni og að sjálfsögðu öllum þeim sem við erum að gleyma. Lögreglu og björgunarsveit þökkum við kærlega fyrir gott samstarf. Við vonum að allir hafi haft gaman af og langar okkur í framhaldi þessa að biðja alla þá sem hafa skoðanir, jákvæðar eða neikvæðar, að senda línu á netfangið okkar danskirdagar2011@ gmail.com til að hjálpa okkur að búa til gagnagrunn fyrir þá sem taka við keflinu. Einnig langar okkur að biðja þá sem eiga myndir frá helginni og eru til í að deila þeim með okkur að senda þær á sama netfang.

Tónlistarskóli Stykkishólms byrjar nýtt skólaár í lok næstu viku. Innritun hefur gengið vel en vegna samdráttar má búast við að einhverjir lendi á biðlista. Reynt verður að sinna öllum umsóknum að einhverju leiti þó taka verði tillit til þess að framlög til kennslu verða skert á þessu skólaári. Eins og oftast áður þá njóta píanóog gítardeildin mestra vinsælda en aðrar deildir halda sínu striki. Starfsfólk og kennarar skólans verða þeir sömu og í fyrra að öðru leiti en því að Martin Markvoll tekur aftur við stjórn lúðrasveitarinnar eftir að hafa verið í leyfi frá störfum í 2 ár, en Hjálmar Sigurbjörnsson sem leysti hann af fer til annarra starfa. Skólagjöldin hafa verið hækkuð og gerðar smá breytingar á útfærslum t.d. varðandi aukahljóðfæri og systkinaafslátt. Skólagjöld vegna nemenda 20 ára og eldri hækkuðu meira en þeirra yngri. Um þetta má lesa betur á heimasíðu skólans í kaflanum „Um Tónlistaraskólann/Skólagjöld“. Kennarar skólans leggja nú á ráðin með vetrarstarfið og aldrei að vita nema bryddað verði upp á einhverjum nýjungum. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar, t.d. hvort hægt verði að fara hópferð á tónleika í Hörpu einhvern tíma í vetur. Það gæti orðið skemmtileg tilbreyting og upplifun. Að sjálfsögðu mun skólinn stefna á þátttöku í Nótunni 2012 og spennadi að vita hverjir verða fulltrúar skólans þar. Lúðrasveitin verður á fullu í vetur. Eflaust verður mikið fjör þar eins og vant er, vonandi farið á landsmót og fleira skemmtilegt. Kennarar og nemendur skólans munu að sjálfsögðu taka þátt í að undirbúa komu nýja orgelsins og taka þátt í tónleikum af því tilefni. Framundan er vonandi gott og árangursríkt skólaár. Nemendur sem fá inngöngu fá fljótlega skilaboð frá skólanum um fyrstu kennslustundirnar. Þeir sem lenda á biðlista fá að sjálfsögðu llíka skilaboð um það. Á heimasíður skólans (www.stykkisholmur.is/ tonlistarskolinn) er hægt að finna margar gagnlegar upplýsingar um tónlistarskólann og tónlistarnám almennt. Að lokum hvet ég nemendur og foreldra að vera jafnan í góðu sambandi við kennara og skólastjóra, koma með athugasemdir og leita ráða um leið og ástæða er til.

Takk fyrir okkur, Ingi Þór og Berglind Lilja.

Jóhanna Guðmundsdóttir skólastjóri

Skrifað undir samninga við leikmenn Í síðustu viku voru undirritaðir samningar við leikmenn í meistaraflokkum karla og kvenna hjá Snæfelli. Hafþór Ingi Gunnarsson hefur nú sagt skilið við Skallagrímsmenn í bili og samið við Snæfell. Hafþór samdi til eins árs en hér hefur hann leikið áður, leiktímabilið 2003-2004 og því öllum hnútum kunnugur í bænum. Hafþór lék með Borgarnesi á síðasta ári en vildi breyta til og samdi við fyrrum félaga sína í Snæfelli. Hafþór mun styrkja liðið og er góð viðbót við skemmtilegan hóp. Hafþór gerði 18 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð. Annar Borgnesingur spilar með Snæfelli á ný í vetur en það er hún Rósa Kristín Indriðadóttir sem spilaði seinni hluta tímabilsins í fyrra með sínu uppeldisliði Skallagrím vegna náms sem hún var að klára í Borganesi. Hún er nú komin aftur í Snæfell eldhress og ætlar að taka slaginn í vetur sem verður einkar spennandi hjá kvennaliðinu. Það sætir því eflaust ekki neinni undran að Sveinn Arnar Davíðsson hefur einnig staðfest samning við Snæfell um næsta vetur! Daníel Ali Kazmi hefur einnig ákveðið að dvelja í Hólminum næsta vetur og mun leika með Snæfelli sem og Þorbergur Sæþórsson sem kom heim í sumar eftir ársdvöl í Bandaríkjunum þar sem hann var sem skiptinemi og lék körfubolta með bandarísku félagi. am

Smáauglýsingar Vantar litla íbúð eða herbergi til leigu nú þegar. Gunnar s. 8665747 www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 28. tbl. 18. árgangur 18. ágúst 2011

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Skólabyrjun Grunnskólans í Stykkishólmi Þriðjudaginn 23. ágúst Opið alla daga frá kl. 11:30 - 23:00 Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

Nemendur 5. – 10. bekk mæti kl. 10:00 Nemendur 1. – 4. bekk mæti kl. 11:00

www.stykkisholmsposturinn.is

Nýnemar eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér beint til skrifstofu skólans og ganga frá skráningu.

- þinn staður á netinu

Einnig eru foreldrar nemenda í 1. – 4. bekk sem ætla að nýta sér þjónustu lengdrar viðveru, beðnir um að hafa samband við skrifstofuna því þar liggja frammi umsóknareyðublöð.

Ber og berjahrat Kaupum ber, villt og ræktuð í görðum, hreinsuð og grófhreinsuð. Einnig berjahrat. Hafið samband við Þóru: 698 0448 eða Ólöfu 698 8033

Skólastjóri

urta.islandica

Krakkagallabuxur 50% afsláttur,

KM réttingar og sprautun

20-50% af merktum barnafatnaði. Verið velkomin og gerið fantagóð kaup

Nýtt verkstæði byggt á

Heimahornið.

gömlum grunni hefur hafið starfsemi í Stykkishólmi. Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

föstudaginn 19. ágúst að Reitarvegi 3(fyrrum Ásmegin) frá kl.18:00-20:00

Ferjan Baldur Áætlun frá 10.06.2011

Léttar veitingar í boði.

Frá Daglega Stykkishólmi 9:00 15:45 Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 17:15 Brjánslæk 12:15 19:00 Flatey (til Stykkishólms) 13:15 20:00

Allir velkomnir

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 28. tbl. 18. árgangur 18. ágúst 2011

Skólabækurnar fyrir nemendur FSN Skiptibókamarkaður með bækur sem kenndar eru á önninni HP fartölvur frá 109.900 Tölvubúnaður - Blek og prentarar Verið velkomin Opið 11 - 18 alla virka daga.

Stykkishólms-Pósturinn liggur frammi í Bónus og hefur fengið sinn fasta stað við hliðina á korktöflunni! Einnig liggur hann frammi á Olís, í verslun Skipavíkur og í Sjávarborg.

Matur úr héraði er okkur á Narfeyrarstofu mikið hjartans mál. Við leitum að staðbundnu hráefni sem við getum boðið upp á í veitingahúsinu eftir því sem tækifæri gefst til. Við leitum eftir sjávarfangi, fiski, villibráð, jurtum, berjum, sveppum, grösum ... eða öllu því sem hægt er að borða héðan af Snæfellsnesi! narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Verslunin Sjávarborg á leið í skólann! Erum að taka upp skólavörurnar. Velkomin að skoða og versla. Listarnir frá Grunnskólanum væntanlegir í vikunni. Nú breytum við opnunartímanum! Opið í haust: kl. 12 – 18 virka daga og á laugardögm kl. 13 – 16.

Sveitakeppni GSÍ fór fram 12. - 14. ágúst s.l. og í 4. deild karla tók karlasveit golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi þátt. Árangur var góður því þeir lentu í öðru sæti og fóru því upp um deild. Sveitina skipuðu þeir Helgi Reynir Guðmundsson, Margeir Ingi Rúnarsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Einar Gunnarsson og Davíð Einar Hafsteinsson. Fleiri Hólmarar gera það gott í golfinu um þessar mundir því fréttir bárust af því að Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson hefði nýlega verið valinn í öldungalið Íslands í golfi, en hann er nú staddur í Bratislava á golfmóti.

Sími 438 1587

Mynd: Gunnar Björn Guðmundsson

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn  

Bæjarblað Hólmara 28. tbl. 18. árg. 18. ágúst 2011

Stykkishólms-Pósturinn  

Bæjarblað Hólmara 28. tbl. 18. árg. 18. ágúst 2011