Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is

SÉRRIT - 27. tbl. 20. árg. 8. ágúst 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: GuðjónÓ - vistvæn prentun

Víkingaskipið Valtýr kominn í heimahöfn

Framkvæmdir ganga vel í Súgandisey

26.júlí s.l. kom víkingaskipið Valtýr siglandi í heimahöfn en skipið, sem smíðað var í Skipavík og sjósett var í júní 2009, hefur verið staðsett á Norðurlöndunum síðan því var siglt út árið 2010. Í samtali við StykkishólmsPóstinn sagði Sigurjón Jónsson skipstjóri Valtýs að skipið hefði verið sýnt undanfarin ár á Norðurlöndunum og Skotlandi og hvarvetna vakið athygli en kaupendur skips af þessu tagi væru ekki enn að gefa sig fram. En hugur Skipavíkurmanna, sem eru eigendur skipsins, er að ef eftirspurn verður næg að smíða fleiri skip og selja ekki Valtý. Valtýr verður tekinn í slipp í haust til að dytta að honum, ennfremur stendur til að lagfæra eitt og annað og hugmyndir uppi um að smíða hús aftan á bátinn í stað segls sem þar er. Sigurjón og Björn Árnason, fyrrum Sjávarpakkhússmaður, sigldu frá Danmörku í fyrstu viku júlí þegar þeir lögðu upp í siglingu til Íslands. Þeir héldu frá Danmörku til Kristianssand í Noregi og þaðan til Inverness í Skotlandi. Þar komu frúrnar um borð og sigldu þau í skemmtisiglingu í gegnum Skotland á Caledonial Canal um Loch Ness til vesturstrandar Skotlands. Hin eiginlega Íslandsferð hófst svo við Hebredeseyjar en þá stigu frúrnar frá borði og í áhöfnina bættust tvíburabræðurnir Sævar og Hafþór Benediktssynir. Siglingin til Íslands hófst á siglingu til Færeyja, hvar Björn steig frá borði en Sigurjón, Hafþór og Sævar sigldu áfram til Vestmannaeyja mikið til undir seglum og svo frá Eyjum í Stykkishólm. Samtals am var siglingin 1600 sjómílur frá Danmörku.

Starfsmenn áhaldahúss Stykkishólmsbæjar og verktakar hafa staðið í ströngu í sumar við að vinna að göngustígagerð og grjóthleðslu á Súgandisey. Það er ekki úr vegi að hlúa að þessum mannvirkjum því stöðugur straumur ferðamanna liggur upp á eyjuna sumrin löng og talsverð umferð fólks annan tíma ársins. Um verslunarmannahelgina var búið að ganga frá steinhleðslu í kringum vitann og að gera göngustíga breiðari og meira aflíðandi. Tveir áningastaðir eru tengdir stígunum. Annar er þar sem áður var hreiðrið og svo nýr á hinum enda eyjarinnar. Verið að smíða bekki á áfangastaðina. Upplýsinga- og fræðsluskilti munu koma í eyjuna þegar fram líða stundir. Verið er að meta hvernig er hægt að lagfæra stigann upp í eyjuna eða hvort smíða þarf nýjan. am

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!

Sjónarspil

Það er mikið sjónarspil sem á sér stað við sjóndeildarhring á meðfylgjandi mynd sem tekin var um Verslunarmannahelgina í Stykkishólmi. Skýin ferðuðust hratt yfir og freistaði himininn mjög til myndatöku. Sólarlagið var dramatískt og því fylgir hér mynd af því í tilefni þess að nú er dagana tekið að stytta og haust framundan. am


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Býr í þér hönnuður?

Saga Stykkishólms

Við upphaf grænu sýningarinnar í byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsinu, sem opnaði 19. júlí s.l. var hleypt af stokkunum hönnunarsamkeppni í samstarfi við umhverfisfulltrúa Snæfellsness fyrir alla íbúa Snæfellsness. Verkefnið er að hanna vistvæna, heimatilbúna tauinnkaupapoka. Markmið hönnunarsamkeppninnar er að auka skilning, þekkingu og áhuga

Á Facebókarsíðunni Stykkishólmur og Hólmarar er póstað inn mikið af ljósmyndum frá fyrri tíð um menn, málefni, staði og hús svo eitthvað sé nefnt. Umræður skapast oft á tíðum um liðna tíð og minningar rifjaðar upp. Einnig hafa skapast umræður um nútímann og liggur fólk ekki á skoðun sinni. Eitt af fjölmörgu sem nefnt hefur verið í umræðum um gamla tíma í Stykkishólmi, hvenær von sé á þriðja bindi Sögu Stykkishólms. Stykkishólmsbær gaf út tvö bindi um Sögu Stykkishólms. Annarsvegar tímabilið 1596-1845 sem fjallað er um í fyrsta bindi og hinsvegar tímabilið 1845-1892 sem fjallað er um í öðru bindi. Seinna bindið kom út árið 1997. Höfundar að fyrsta bindi voru Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ásgeirsson en Ásgeir einn höfundur síðara bindisins. Stykkishólms-Pósturinn leitaði upplýsinga hjá allmörgum aðilum í bænum sem voru við stjórn bæjarins eða þekktu til verkefnisins. Ekki voru margar upplýsingar að fá svona í fyrstu umferð en Rúnar Gíslason var forsteti bæjarstjórnar frá 1994 í 12 ár og sagði hann að samið hefði verið við höfunda um verkið Saga Stykkishólms til áranna 1950-1960. Verkinu hefði átt að vera lokið 1994 en seinna bindið hefði semsagt komið út árið 1997. Að hans sögn var búið að greiða fyrir allt verkið á sínum tíma, en því miður hefði ekki meira orðið úr verkinu en raun ber vitni og það væri mjög miður, því líklega hefðu mjög margir áhuga á efni þriðja bindisins. Ekki vissi hann hvort gögn vegna söguritunarinnar frá sveitarfélaginu væru enn hjá höfundum. am

allra á endurnýtingu og auka notkun á taupokum í stað plastpoka. Samkeppnin felst í því að hanna taupoka úr efni sem nú þegar er til á heimilinu, endurnýta t.d. gömul föt, sængurver, lök eða hvað sem hverjum og einum dettur í hug að nota. Pokinn verður að hafa burðargetu yfir 8 kg. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegustu og frumlegustu hönnunina. Frestur til að skila inn pokum hefur verið framlengdur til 15. ágúst og því eru hugmyndaríkir Snæfellingar hvattir til að leggja hausinn am í bleyti og hanna innkaupapoka í þessa hönnunarkeppni.

Skúr bak við hús?

Íslandskvartett Lars Jansson í Stykkishólmi Lars Jansson er einn fresti jazzpíanóleikari Svía og í hópi þekktari jazztónlistarmanna á Norðurlöndum. Hann hefur sett saman íslensk-sænskan kvartett sem auk hans inniheldur Sigurð Flosason á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Paul Svanberg á trommur, en sá síðastnefndi er sonur Lars og meðlimur í tríói hans í Svíþjóð. Kvartettinn mun flytja blandaða efnisskrá jazzstandarda og frumsaminnar tónlistar. Lars Jansson er þekktur fyrir sérlega grípandi og áheyrilegan leik. Tónlist hans er aðgengileg en um leið djúp og vönduð. Tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 11. ágúst og hefjast kl. 20

Vinsælasta umræðuefni Íslendinga fyrr og síðar er veðrið og því ekki úr vegi að líta á veðurtölur fyrir júlímánuð 2013. Mánuðurinn var frekar blautur hér í Stykkishólmi og má segja að sumarhlýindin hafi fyrst komið um miðjan júní. Þegar skoðaðar eru tölur Veðurstofu Íslands kemur í ljós að tíð var óhagstæð um vestanvert landið fram eftir mánuðinum með úrkomu og sólarleysi en batnaði þá og varð síðasti þriðjungur mánaðarins hagstæður. Mánuðurinn var sá kaldasti í Reykjavík s.l. 10 ár. Meðalhitinn í Stykkishólmi í júlí var 10,3°C. Úrkoma mældist um 40% umfram meðallag í Reykjavík eða 72,2 mm og það mesta í júlí síðan 2001. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 57,5 mm, það mesta í júlí síðan 1984, og er um 40% umfram meðallag eins og í Reykjavík. Það er því ekki að undra að spretta gróðurs hafi verið með besta móti miðað við undanfarin ár þegar sumrin hafa verið frekar þurr og vökva hefur þurft græn svæði í bænum. Þokan hefur verið áberandi hér, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. am www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Sumartónleikar

Fagleg og freistandi

Sunnudagur 11. ágúst kl. 20

Íslandskvartett Lars Jansson

DANSKIR DAGAR

Djassstandardar og frumsamið efni Lars Jansson píanó, Sigurður Flosason saxófónn, Gunnar Hrafnsson bassi og Paul Svanberg trommur.

Fjögurra rétta matseðill í tilefni helgarinnar.

Miðasala við innganginn/POSI. www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Rækju og humarkokteill

Heimagerður rabarbarasorbet

Kàlfasteik á danska vísu

Sítrónukaka með heimagerðum vanilluís

Borðapantanir í síma 438-1119 www.narfeyrarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is Opið alla daga frá kl. 12

Lista- og menningarsjóður Stykkishólmsbæjar

Gott og Grillað - Eitthvað fyrir alla

Danskir Dagar

Þór Breiðfjörð

Föstudagskvöldið Bræðurnir hressu Matti og Hafþór trúbbast. Pizzaofninn rjúkandi fram á nótt.

á Dönskum dögum

GLÆSILEGT HLAÐBORÐ

TÓNLEIKAR

Laugardagskvöldið

Hótel Stykkishólmi Laugardaginn 17. ágúst

Stuðboltinn Hlynur Ben stýrir stemningunni Pizzaofninn rjúkandi fram á nótt

Skemmtun og kvöldverður kr. 4.500 Húsið opnar kl. 19:00 Tónleikar byrja um kl. 20:30

PLÁSSIÐ - Frúarstígur 1 - 340 Stykkishólmur - Iceland Tel. 354 436 1600 - www.plassid.is www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Pylsuátsmeistarinn 2013 á Dönskum dögum

Nóg að gera hjá Griðungum

Í ár verður nýjung í dagskránni á sviðinu en í boði Meistarans mun verða pylsuátskeppni þar sem sigurvegarinn fær gjafabréf frá Meistaranum og titilinn pylsuátsmeistarinn 2013. Skráning fyrir áhugasama er á danskirdagar2013@gmail.com og verða valdir fjórir einstaklingar til að keppa.

Orkumesti Hólmarinn á Dönskum dögum Það er Orkan sem stendur fyrir Orkumesta Hólmaranum 2013 en keppt verður í tveimur aldursflokkum, hjá fullorðnum og síðan hjá 16 ára og yngri . Keppnin fer fram á hátíðarsvæðinu strax eftir að dagskránni á sviðinu er lokið um klukkan 16:30. Skráning í keppnina er einföld, sendið tölvupóst ádanskirdagar2013@ gmail.com og þið eruð skráð. Verðlaunin er úttekt á sölustöðum Orkunnar. Í fyrra vann Kristján Lár eftir harða keppni og verður fróðlegt að sjá hvort hann verji titilinn nú í ár.

Vélhjólaklúbburinn Griðungar á Snæfellsnesi var stofnaður í maí 2011. Félagar koma af öllu Snæfellsnesi og telja vel á þriðja tug manna. Á 17. júní hátíðahöldum nú í sumar héldu Griðungar sýningu í íþróttahúsi Stykkishólms þar sem sýnd voru hjól félagsmanna og fleiri bifhjólaeigenda á Snæfellsnesi. Fjöldi manns komu, skoðuðu, fræddust og nutu veitinga í boði Griðunga þennan dag. Þegar Áhöfnin á Húna heimsótti Stykkishólm í júlí tóku Griðungar þátt í því ævintýri með því að rúnta um bæinn með hljómsveitarmeðlimi, þáttastjórnendur og tökulið eins og sjá mátti í þættinum. Nokkrir Griðungar lögðust svo í ferðalag í lok júlí alla leið til Sigulfjarðar og Akureyrar. Alls voru eknir um 930 km í þessari ferð. Í ferðinni var gist á Siglufirði, þaðan sem meðfylgjandi mynd er tekin, og heimsóttir staðir sem áhugaverðir þykja fyrir vélhjólamenn eins og t.a.m. Mótorhjólasafnið á Akureyri. am/Mynd: Gretar D Pálsson

Fiskibollur Unnar Ólafsdóttur Þessa aðferð lærði ég af tengdamóður minni eins og svo margt annað. Hún lagaði alveg sérstaklega góðar fiskibollur. Mér fannst þetta svolítið sérviskulegt með saltið sem er í uppskriftinni. Prófaði þess vegna að dengja öllu saman, út úr því urðu bara heldur leiðinlegar bollur aðferðin með saltið virkaði. Hér kemur svo þessi einfalda aðferð. Fiskibollur Tvö fiskflök skorin í bita og sett í hrærivélarskál Hrærð í sundur hökkuð eða mixuð á annan hátt 2 sléttfullar matskeiðar hveiti 1 sléttfull matskeið kartöflumjöl 1 egg laukur ef ykkur líkar hann 1/2-1 bolli mjólk eða léttrjómi pipar eftir smekk Þegar búið er að hræra þetta allt vel saman er 1 matskeið af fínu borðsalti hrærð vel saman við fiskdeigið þá kemur árangurinn í ljós. Endilega prófið. Ef ekki gengur sem skyldi er ég alltaf heima við eldavélina og gæti kannski gefið góð ráð.

Bjarni Ara í Stykkishólmskirkju á Dönskum Bjarni Arason og Þórir Úlfarsson píanóleikari, ásamt bakröddum, munu spila í Stykkishólmskirkju, þann 15. ágúst næstkomandi, kl 20:00. Flutt verða fjölmörg lög úr safni Elvis Presley, sem er einn merkasti söngvari og skemmtikraftur sem uppi hefur verið, einstökum söngvara sem hafði ástríðu fyrir því að syngja trúartónlist, en Elvis Presley var margverðlaunaður fyrir framlag sitt til þessarar gerðar tónlistar. Flutt verða lög af nýju plötu Bjarna Ara, Bjarni Ara - Elvis Gospel. Á plötunni eru hvorki meira né minna en 23 lög, sem hvert og eitt hefur unnið hug og hjörtu milljóna manna og kvenna víðsvegar um heiminn í marga áratugi. Miðasala við innganginn og einnig á midi.is Verð kr 2.500.Lofum við frábærum tónleikum sem enginn má missa af. Áritaðir diskar verða til sölu við innganginn. Frekari upplýsingar á www.bjarniara.com (Fréttatilkynning)

Verði ykkur að góðu, Birna Pétursdóttir Ég ætla að biðja á Önnu Maríu Rafnsdóttur að taka á móti áskoruninni.

Leyndardómsfullt líf Walter Mitty Fyrir stuttu kom út kynningarmyndband úr stórmynd Bens Stillers The Secret Life of Walter Mitty sem m.a. var tekin hér í Stykkishólmi s.l. vetur. Það er þannig í kvikmyndum að fleiri, fleiri klukkustundir eru teknar upp af efni og svo þegar kemur að klippingu hinnar endanlegu myndar þá standa eftir rétt rúmlega 100 mínútur. Það er því gaman að sjá að í kynningarmyndbandinu sem er um 2 mínútur að lengd, má sjá mikið af tökum úr Stykkishólmi og svo er bara spurning hvort senurnar verði lengri eða styttri í myndinni sjálfri sem frumsýnd verður vestra á jóladag. am

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

Smáauglýsingar Íbúð til leigu: Íbúðin að Tangagötu 8, neðri hæð, er til leigu frá og með 1. september. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 892-0936. www.stykkisholmsposturinn.is

Allar eignir á www.faststykk.is 4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Háseta vantar á Þórsnes SH 109 frá og með 1. september 2013. Nánari upplýsingar gefur Margeir skipstjóri í síma 897-7915.

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 430 2100

Ferjan Baldur

Sumaráætlun daglegar ferðir: Frá Stykkishólmi Flatey (til Brjánslækjar) Frá Brjánslæk Flatey (til Stykkishólms)

Vatnasafn - Library of Water Laugardagur/Saturday 10. ágúst kl. 17

www.stykkisholmsposturinn.is

09:00 & 15:45 10:30 & 17:15 12:15 & 19:00 13:15 & 20:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is 5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Íþróttir Fremsti knattspyrnumaður okkar Hólmara Alfreð Már Hjaltalín er með yngstu mönnum í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, aðeins 19 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur staðið sig feikna vel með Víkingi Ólafsvík í undanförnum leikjum. Eftir fremur slaka byrjun náðu Víkingar heldur betur vopnum sínum í lok júní með sigri gegn ÍA og töpuðu svo ekki leik í júlímánuði, gerðu þrjú jafntefli og unnu einn leik gegn Fram. Alfreð Már átti stóran þátt í þeirri velgengni, lék mjög vel og skoraði 2 mörk af 6 mörkum Víkinga í þessum leikjum. Með þessum stigum náðu Víkingar aðeins að slíta sig af botninum og vonandi ná Alfreð og félagar að fylgja þessu eftir í seinni hluta mótsins og tryggja sæti sitt í deildinni. Það er þó ljóst að það verður erfitt og ættu fótboltaunnendur í Hólminum ekki að láta heimaleiki Víkinga framhjá sér fara og skella sér til Ólafsvíkur að hvetja Alfreð og Víkinga til dáða í þeirri baráttu sem framundan er. Hún er ekki minni baráttan í B-riðli 4.deildar þar sem Snæfell/ Geislinn situr nú í neðsta sætinu eftir 11 umferðir með stigi minna en næsta lið. Þannig að það er hörð botnbarátta framundan. Næsti leikur er hér heima n.k. laugardag kl.14 gegn KB sem er í 4.sæti riðilsins. Fyrri leikur þessara liða lauk með 5-0 sigri KB þannig að þetta verður erfitt fyrir heimamenn. Nokkrir körfuboltamenn Snæfells hafa verið á faraldsfæti. Stefán Karel Torfason lék með U22 ára landsliðinu tvo æfingaleiki gegn Dönum fyrir skemmstu og var í framhaldinu valinn í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins. Hlynur Bærings var að sjálfsögðu einnig í hópnum. Ísland er í riðli með Búlgaríu og Rúmeníu og var að gæla við það að vinna riðilinn og komast þannig áfram á sjálft Evrópumótið en eftir stórt tap gegn Búlgaríu 88-59 úti, í fyrsta leiknum s.l. sunnudag þá verður það erfitt. Þá má geta þess að Jón Ólafur Jónsson varð heimsmeistari s.l. helgi, með Ice Safe, körfuboltaliði lögreglu- og slökkviliðsmanna sem tryggði sér titilinn annað skiptið í röð en mótið fór fram á Írlandi. Það er ekki vitað hvort Jón sé genginn í lögregluna eða slökkviliðið eða hvort hann hafi keppt sem fulltrúi góðkunningja lögreglunnar. Því af myndum af þessu frækna liði að dæma þá voru einnig í liðinu kunnugir lögreglumenn héðan úr Hólminum, m.a. Ingvaldur Magni og Guðmundur bróðir Jóns Ólafs. Unglingalandsmót UMFÍ fór að venju fram um verslunarhelgina og í þetta sinn á Höfn í Hornafirði. Þetta var í 16.skipti sem mótið var haldið og lögðu fjölmargir leið sína þangað og öttu kappi en ekki hafa borist úrslit um árangur okkar fólks. Á Höfn var jafnframt tilkynnt hvar mótið verður haldið næstu þrjú árin og mun mótið næst verða haldið á Sauðarkróki, þá Akureyri og svo srb 2016 í Borgarnesi.

Tónleikar í Stykkishólmskirkju Fimmtudaginn 15. ágúst kl 20:00 Bjarni Arason syngur hér lög úr safni Elvis Presley. Þórir Úlfarsson spilar á píanóið af sinni alkunnri snilld og bakraddirnar sjá um að fylla hvern krók og kima kirkjunnar af frábærri tónlist Elvis Presley.

Midasala á midi.is og við innganginn, posi á staðnum. www.bjarniara.com

Gjörbreytt ásýnd frystihússins í Flatey

Ertu að breyta garðinum? Vantar þig túnþökur, mold, sand, möl? Þarf að losna við klöpp af lóðinni?

Hver trúir því að óreyndu að húsið á meðfylgjandi mynd sé frystihúsið í Flatey? Húsið sem hefur verið í niðurníðslu síðustu áratugi hefur heldur betur fengið andlitslyftingu sem um munar. Þrísker ehf hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á húsinu og nú í vor var lokið við að setja glugga í og klæða að utan. Innandyra framkvæmdir bíða betri tíma, þó hefur verið tekið til hendinni í þeim hluta hússins sem hin stórskemmtilega Bryggjubúð er staðsett. Búðin er reyndar annað og meira en bara verslun því í sumar hefur verið boðið upp á ýmsa viðburði og sýningar. Verslunarhúsnæðið þjónar einnig sem biðstöð fyrir farþega Baldurs og mikið hlýtur það að bæta aðstöðu þeirra. Hugmyndir um nýtingu efri hæðar hússins hafa komið fram en ekki verið tekin endanleg ákvörðun. am/Mynd: Þrísker ehf www.stykkisholmsposturinn.is

BB 6

Sími: 438 1481

&

Synir

Daglegar ferðir milli Stykkishólms og Reykjavíkur www.nesfrakt.is stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

Starf við HVE Stykkishólmi Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir almennum starfsmanni á sjúkradeild St. Franciskusspítala. Um er að ræða næturvaktir aðra hvora helgi 30 % starf og felst í því umönnun og almenn störf á deildinni Hæfniskröfur Jákvæðni og góð samskiptahæfni Góðir skipulagshæfileikar Snyrtimenska og stundvísi Góð íslenskukunnátta Reynsla af umönnunarstörfum æskileg. Umsóknarfrestur er til 20.ágúst 2013. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu HVE og senda þarf umsóknir á netfangið hrafnhildur.jonsdottir@ hve.is . Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 432 1220eða 663 4480. HVE er reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar um Heilbrigðisstofnun Vesturlands má finna á www.hve.is

Hólmarar, Helgfellingar og aðrir Íslendingar

Klipping trjágróðurs og runna við stíga og gangstéttar.

Nú fer að koma að Dönskum dögum. Lionsmenn verða með sitt árlega uppboð sem verður bara vinsælla og vinsælla. Hefur þú verið að taka til hjá þér og þarft að losna við einhverja muni sem myndu gleðja aðra?

Lóðarhafar eru vinsamlegast beðnir um að klippa trjágróður og runna sem vaxið hafa út fyrir lóðarmörk og hindra þar með almenna umferð og öryggi gangandi vegfarenda eftir stígum og gangstéttum bæjarins.

Við komum þeim í verð! Vinsamlegast hafið samband við eftirtalda Lionsmenn sem fyrst: • Sigurður A. Þórarinsson 860-3828 • Magnús Friðrik Jónsson 864-1420 • Hermund Pálsson 891-6949 • Agnar Jónasson 893-7050

Stykkishólmsbær

Sjáumst á Lionsuppboði á Dönskum dögum! Lionsmenn www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 20. árgangur 8. ágúst 2013

www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 8. ágúst 2013  
Stykkishólms-Pósturinn 8. ágúst 2013  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá kl. 1994

Advertisement