Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 27. tbl. 19. árg. 12. júlí 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Viljayfirlýsing undirrituð

S.l. miðvikudag, skrifuðu velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson, forseti bæjarstjórnar Lárus Á.Hannesson, Forstjóri HVE Guðjón Brjánsson og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri skrifstofu velferðarþjóunstu, velferðarráðuneyti undir viljayfirlýsingu um endurskipulagningu og innréttingu húseigna HVE í Stykkishólmi. Gerð aðalteikninga er forsenda þess að unnt sé að leita heimildar fjármálaráðuneytis til fullnaðarhönnunar og vinnslu útboðsgagna. Einnig þurfa að liggja fyrir rekstrarfyrirkomulag og rekstrarforsendur áður en endanleg ákvörðun verður tekin. am

Matís í Grundarfirði Nýlega opnaði Matís starfsstöð á Snæfellsnesi með tveimur starfsmönnum þeim Svani Valdimarssyni verkefnastjóra og Þóri Ómari Grétarssyni B.sc. í nýsköpunarog viðskiptaverkfræði, sem er sumarstarfsmaður. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu og tryggja matvælaöryggi ásamt sjálfbærri nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. Starfseminni er skipt í fimm svið Líftækni og lífefnasvið, Mælingar og miðlun, Nýsköpun og neytendur, Vinnsla, virðisaukning og eldi og Öryggi, umhverfi og erfðir en mikið samstarf er á milli deildanna. Opnun starfstöðvarinnar er svar við kalli sveitastjórna og fyrirtækja á svæðinu en Matís hefur litið til tækifæra á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð enda miklir möguleikar á aukinni verðmætasköpun tengdri matvælum við Breiðafjörðinn. Eitt af aðalverkefnum Matís á svæðinu eru rannsóknir og hagnýting á lífvirkni hinna fjölbreyttu hráefna sem finnast á svæðinu og standa vonir til að hægt verði að þróa verðmætar neytendavörur eða innihaldsefni í matvæli og aðrar vörur. Þeir Svanur og Ómar eru búnir að vera að heimsækja fyrirtæki á svæðinu og verið afskaplega vel tekið. Þeir vilja einnig hitta einstaklinga með hugmyndir að verkefnum tengd matvælum og sjá hvort ekki sé hægt að aðstoða frumkvöðla á svæðinu við að láta draum þeirra verða að veruleika. Þeir eru staðsettir í húsnæði FSN í Grundarfirði og eru allir velkomnir að hitta þá þar á milli 8.30 og 16.00 eða senda fyrirspurnir á svanur@matis.is eða hringt í s: 858 51 21.

Búningar, bátar og fleira

Síðast vika var lífleg í Stykkishólmi. Alla vikuna voru um 40 siglarar í æfingabúðum við Stykkishólm og stóðu sig með prýði. Ánægja var meðal gesta mótsins um aðstöðu og undirbúning þess. Golfmót var á Víkurvelli og urðu Margeir Ingi Rúnarsson og Sara Jóhannsdóttir klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra nýliðna helgi. Þátttakendur í Meistaramóti GMS 2012 voru 37 talsins í ár. Vestfjarðavíkingurinn hófst hér í síðustu viku, þegar kraftajötnarnir hófu keppni í bóndahlaupi á íþróttavellinum. Þjóðbúningadagur var haldinn í sjöunda sinn í Norska húsinu og var fjöldi fólks í skrautlegum búningunum s.l. laugardag. Gestir voru á öllum aldri og þáðu veitingar í Norska húsinu, að öðrum ólöstuðum átti Ingibjörg Ágústsdóttir stóran þátt í undirbúningi dagsins. Tónlistarmenn léku á langspil og sungu gamlan kveðskap auk þess sem vefsíðan www.buningurinn.is, á vegum Þjóðbúningaráðs, var kynnt. Bátadagur var einnig á laugardag og mátti m.a. sjá varðskip fyrir utan Súgandisey og fjöldann allann af gömlum trébátum en þeir sigldu um Breiðafjörðinn þennan dag í ágætis veðri. am

Næstu skref í svæðisgarðinum Þó sumarið sé tíminn … til að vera á ferð og flugi og gefa hefðbundnum verkefnum frí - þá er vinna við svæðisgarð Snæfellinga í fullum gangi. Í forsvari fyrir verkefnið er annars vegar stýrihópur, skipaður fulltrúum flestra þeirra sem að undirbúningi svæðisgarðsins standa. Hins vegar er svæðisskipulagsnefnd, skipuð fulltrúum sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi. Ýmsar sameiginlegar ákvarðanir um svæðið okkar Snæfellsnes og um það hvernig svæðisgarðurinn kemur til með að starfa, verða nefnilega útfærðar í svæðisskipulagi - sem verður unnið í nánu samstarfi við atvinnulíf og íbúa og síðan kynnt. Á fundi í júníbyrjun var Gretar D. Pálsson, Stykkishólmi, kosinn formaður svæðisskipulagsnefndar og Ragnhildur Sigurðardóttir, Snæfellsbæ varaformaður. Formaður stýrihóps er Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar. Allt um verkefnið er að finna á www.svaedisgardur.is f.h. stýrihóps og svæðisskipulagsnefndar fyrir Svæðisgarð Snæfellinga, Björg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri


VØLVEN

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 12.júlí 2012

Danskur leikhópur heimsækir Stykkishólm

Hugmyndabankinn – losun 3 júlí.

Danski unglingaleikhópurinn Ragnarock heimsækir Ísland um þessar mundir með leikritið Vølven eða Völvuna sem fjallar um danska menningu og þjóðarsál. Þau sýna m.a. í Norræna húsinu í Reykjavík. Rammi sýningarinnar er einfaldur: Völvan sendir 6 furðuskepnur til Danmerkur. Hvert þeirra fær eitt lag til ferðarinnar. Þegar þau koma á áfangastað eiga þau að finna lagið sitt og einhvern hlut til að færa völvunni. Sýningin varð til í nánu samstarfi unga fólksins í leikhópnum, dönsku stjórnendanna tveggja og Francis Pardeilhan, sem var áður leikari hjá Odin-leikhópnum. Völvan var upprunalega gerð í samstarfi við frumbyggja Ástralíu. Hún hefur síðan verið sýnd á mörgum stöðum á Norðurlöndunum, í Brasilíu, Ítalíu og Suður-Afríku. Sýningartími er um 50 mínútur. Leikhópurinn heimsækir Stykkishólm föstudaginn 13. júlí og verður með sýningu í Hótel Stykkishólmi kl. 21

Hugmyndabankinn var losaður 3 júlí. Úr kassanum komu 23 miðar með eftirfarandi hugmyndum / tillögum. • Gera hreinsunarátak á Reitarveginum. • 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Halda upp á daginn með gönguferð / fyrirlestri. • Íbúaþing með ungu fólki þar sem fulltrúar frá bænum hittu ungt fólk og tækju stöðuna á því hvað það væri að gera og hvaða tækifæri eru til staðar í sveitarfélaginu fyrir þau. • Snyrta kirkjugarðinn. • Bæta við sorptunnum til að hægt sé að flokka rusl í kirkjugarðinum. • Það er einmana skúr á Reitarvegi sem einu sinni var hjall sem þarfnast aðhlynningar. • Nauðsynlegt er að taka til og hreinsa í kringum minnismerkið ( skútuna) á höfninni. • Hafa opið námskeið fyrir Hólmara um það hvernig og hvenær sé best að planta trjám í görðum. • Auka flokkun á sorpi hjá fyrirtækjum í Hólminum. • Taka til í Maðkavík. • Vera með átak í bæjarfélaginu til þess að fá fleiri Hólmara til að fara í sundlaugina. • Laga göngustíginn á milli Árnatúns og Lágholts. • Átak sem myndi miða að því að fá sumarhúsaeigendur til að dveljast lengur í húsum sínum í Hólminum og fá þannig meira líf í þau. • Taka Reitarveginn í gegn í eitt skipti fyrir öll. • Þakklæti fyrir að vera komin í Hólmgarð með 17. júní. • Séð verði til þess að menn þvoi sér áður en þeir fara út í laug. • Maðkavík. Endurbyggja gömlu steinbryggjuna í norðanverði víkinni og setja þar upp upplýsingastand um kríuvarpið í Gullhólma. • Skora á bæjaryfirvöld að sýna kirkjugarðinum virðingu og láta hann líta vel út. • Til að auka lífsgæði bæjarbúa þyrfti nauðsynlega að skoða hvort ekki væri hægt að vera með nýjan fisk til sölu. Þó ekki væri nema hálfan dag tvisvar í viku. Sorglegt að þurfa að fara úr sjávarplássi til Reykjavíkur til að kaupa ferskan fisk. • Það væri gaman ef kirkjugarðurinn væri lystigarður sem gaman væri að koma í. • Skora á bæjaryfirvöld að hlutast til um aðgerðir við hús sem eru illa farin og mikið lýti á bænum. T.d. eru tvö þannig við Skólastíg og eflaust víðar. • Mér finnst vaðlaugin ofnotuð af fullornu fólki. Var hún ekki upphaflega hugsuð fyrir börn ? • Heiti : Samþætting á þjónustu. Markhópur : Byrja á enskum unglingum. Verklýsing: Opna og samþætta frístundaaðstöðu sund sérstaklega og sjúkrahús, björgunarsveit taka á móti og endurhæfa breska unglinga. Árangur: læra sund x heilbrigði. Atvinnuskapandi. KT 8940422. Þessum miðum var skilað til starfsmanna ráðhúsins.

Musikteatergruppen

am/Mynd: Stefan Kai Nielsen

Söng- og orgeltónar í Stykkishólmskirkju Undanfarið hafa tónleikar í Stykkishólmskirkju verið tíðir og virðist ekkert lát á því. Aðsókn hefur verið ágæt og áheyrendum hefur vel líkað sú fjölbreytta spilamennska sem átt hefur sér stað á orgelið. Í kvöld, 12. júlí, koma fram Hilmar Örn Agnarsson, Björg Þórhalsdóttir og Elísabet Waage og flytja íslensk sönglög og tónverk fyrir orgel, hörpu og sópran í efnisskrá sem nefnist Í átt sólar og ber heiti tónverks sem þau flytja á tónleikunum. Þriðjudaginn 17. júlí heimsækir tvöfaldur karlakvartett, Voices Unlimited, frá Salzburg í Austurríki, Stykkishólmskirkju og býður upp á tónleika án undirleiks kl. 20. Áttmenningarnir eru margverðlaunaðir fyrir flutning sinn sem spannar frá bítboxi til kirkjutónlistar. Hægt er að heyra í þeim á Youtube en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvernig efnisskrá þeirra verður hér.

Hanna Jónsdóttir

Smáauglýsingar GSM sími tapaðist. Rauður og svartur LG sími týndist í síðustu viku. Ef einhver hefur fundið hann, endilega hafa samband í síma 851-1956. Ekki er ég svo heppin að þú eigir barnavagn og kerru til að leigja eða lána mér í nokkra daga seinni partinn í júlí? Ef svo er þá vinsamlegast hringdu í s. 6977241- Fríða Ásklifi 16. Reyklaus og reglusöm hjón með tveggja ára barn óska eftir íbúð eða húsi til leigu sem fyrst. Sími: 891-7157

am

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 12.júlí 2012

HÚS TIL SÖLU Höfðagata 29, n.h. 71 fm. íbúð á neðstu hæð í steinsteyptu þríbýlishúsi byggðu árið 1946. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, stofu og eitt svefnherbergi. Nýjar innréttingar og nýjar flísar eru í eldhúsi og baðherbergi og nýtt parket er á stofu. Parket er á holi og herbergi og flísar á forstofu. Nýir gluggar í stofu og herbergi. Að utan er húsið klætt með stálklæðningu. Verð 14.000.000,-.

Bílstjóri og dreifing á Snæfellsnesi Íslandspóstur óskar eftir að ráða í 100 % framtíðarstarf á Snæfellsnesi. Einnig kemur til greina að ráða í tvær 50% stöður. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf. Getur hentað aðila sem er búsettur í Stykkishólmi, Grundarfirði eða Ólafsvík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www. fasteignsnae.is

Umsóknir óskast sendar á netfang: ragnheidurv@postur.is Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2012

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Ferjan Baldur

Sumargrill eldri borgara

Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012 Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Fimmtudaginn 19.júlí kl.11:30 verður sumargrill eldri borgara á Dvalarheimilinu.

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Allir eldri borgarar eru velkomnir en tilkynna þarf þátttöku í sumargrillið í síma 433 8165 fyrir kl. 12:00 miðvikudag 18.júlí.

Lokað vegna sumarleyfa

Máltíðin kostar kr.600

snyrtistofa

23. Júlí til 30 júlí.

Afgreiðslan eftir sem áður opin alla

Stykkishólms-Pósturinn kemur næst út 2.ágúst

virka daga frá kl. 10-12 og 13-15. Aðalgötu 24

Sími 438-1212

Helgafellskirkja

Lokað vegna sumarleyfa í Anok margmiðlun ehf

Messa verður í Helgafellskirkju sunnudaginn 15. júlí kl. 14.00. Fermt verður í messunni. Fermd verður: Sif Ragnarsdóttir, Noregi

frá 13. júlí til og með 30. júlí n.k. www.stykkisholmsposturinn.is

www.saeferdir.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 12.júlí 2012

Sumartónleikar Stykkishólmskirkju Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

ORGELSTYKKI

12. júlí kl.20 Hilmar Örn Agnarsson orgel, Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa: Í ást sólar - sönglög og orgelverk. Aðgangseyrir kr. 1000

17. júlí kl. 20 Voices Unlimited Margverðlaunaður tvöfaldur karlakvartett frá Austurríki flytur fjölbreytta tónlist án undirleiks.

Fylgist með okkur á Facebook!

Ókeypis aðgangur

Opið alla daga frá kl. 11:00

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

www.narfeyrarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

ÁTAK

- líkamsrækt - sími 438-1111 Íþróttamiðstöðinni Stykkishólmi

TILBOÐ 3. mánaða líkamsræktarkort aðeins kr. 14.990 Tilboðið gildir út ágúst 2012.

14. júlí kl. 14 Leiðsögn um Norska húsið

Fimmtudaginn 12. júlí verður opinn tími í Tabata kl. 17

Hjördís Pálsdóttir, meistaranemi í menningarmiðlun, leiðir gesti um tilgátuheimili Önnu og Árna Ó. Thorlaciusar.

Frítt fyrir korthafa, aðrir borga stakt gjald. Skráning í afgreiðslu Átaks.

15. júlí kl. 13 Dúnhreinsun

Fleiri tímar verða í boði í júlí og ágúst og verða þeir auglýstir á Facebooksíðu Átaks: Facebook.com/ataklikamsraekt

Leiðsögn og opið hús í dúnhreinsuninni við Nesveg 13, kl. 13-14 Kaffi og kleinur í Æðarsetri Íslands í Norska húsinu á eftir. www.stykkisholmsposturinn.is

Munum einnig bjóða upp á Tabata námskeið í ágúst, nánar auglýst á síðunni. 4

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 12.júlí 2012  
Stykkishólms-Pósturinn 12.júlí 2012  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

Advertisement