Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 25. tbl. 20. árg. 4. júlí 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Dr. Guðmundur frá Stykkishólmi Föstudaginn 21. júní s.l. fór fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands í Hátíðasal HÍ. Það væri ekki fréttnæmt á þessum vettvangi nema að því að sá sem í hlut á tengist hingað í Stykkishólm, Guðmundur Haukur Jörgensen. Guðmundur Haukur er fæddur 1975 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi af nátturfræðibraut Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi árið 1995, læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2002 og sérnámi í heimilislækningum árið 2009. Guðmundur hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2004 og hefur frá árinu 2011 starfað sem heimilislæknir í Uppsala, Svíþjóð. Foreldrar Guðmundar eru Róbert W. Jörgensen fv. forstjóri og Erla D. Lárusdóttir verslunarstjóri. Eiginkona Guðmundar er Ragna Hlín Þorleifsdóttir, læknir og eiga þau börnin Erlu Hlín, Þorleif Darra og Sögu Diljá. Doktorsritgerð Guðmundar ber nafnið: Sértækur skortur á immúnóglóbúlíni A á Íslandi. Faraldsfræði, sjúkdómsbirting og tengsl við arfgerðarbreytingar. Í ágripi úr rannsókn segir: „Í dag eru þekktir yfir 200 meðfæddir ónæmisgallar hjá mönnum. Oftast er um galla í vessabundna ónæmiskerfinu að ræða og er sértækur skortur á immúnóglóbúlíni A (SIgAD) þeirra algengastur með algengi í kringum 1:600 í hinum vestræna heimi. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta algengi SIgAD á meðal íslenskra blóðgjafa og í mismunandi sjúklingaþýðum og að rannsaka heilsufar, lífsgæði og vefjaflokka arfgerð einstaklinga með SIgAD.“ am

Bláfáninn í ellefta sinn

Þriðjudaginn 2. júlí var Bláfánanum flaggað við Stykkishólmshöfn í ellefta sinn og er Stykkishólmshöfn sú höfn sem lengst hefur flaggað þessum fána hérlendis eða frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðlegt merki fyrir hafnir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum og hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Smábátahöfnum er veittur Bláfáninn hafi þær lagt sig fram um að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu í höfninni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.

Það var nóg að gera í nágrenni Þingvalla sl. fimmtudagskvöld þegar flæddi að og Þórsnes II losnaði af strandstað við Skoreyjar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Röð bíla og fjölmörg sjóför voru á staðnum til að fylgjast með eða aðstoða við björgun auk þyrlunnar sem beið til taks á flugvellinum. Olíuleki frá skipinu varð ekki.


Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 20. árgangur 4. júlí 2013

Enn af Nýrækt

Tilkynning frá Snæfellsnes Excursions (Rútuferðir ehf)

Í tveimur síðustu tölublöðum af Stykkishólms-Póstinum hefur verið fjallað um Nýræktarsvæðið í Stykkishólmi. Það er meira en að segja það að finna eitthvað um þennan málaflokk á vefnum en skrifin hafa vakið marga til umhugsunar og einn þeirra kom færandi hendi á ritstjórnina með greinar sem skrifaðar höfðu verið fyrir margt löngu um Nýræktina í tímaritið Samvinnuna og fjalla ítarlega um tilurð svæðisins og þróun þess allt til 1942. Greinarnar er að finna á þeim gagnmerka vef timarit.is Annars vegar er um að ræða grein sem birt er í 4. hefti árið 1938 og Stefán Jónsson skrifar. Hins vegar er um að ræða ítarlega grein eftir Magnús Friðriksson frá Staðarfelli sem birtist í 5. hefti árið 1942. Báðar greinarnar eru hin fróðlegasta lesning og eru áhugasamir hvattir til að lesa þær. Í greininni frá 1942 kemur fram orðið erfðafesta um samning sem Árni P. Jónsson gerði við Stykkishólmsbæ um Nestúnsvæðið. Síðar í greininni er rakin saga og stofnun ræktunarfélags og allstaðar er talað um leigu félagsins af sveitarfélaginu og erfðafesta kemur þar hvergi fyrir í texta. Framvæmdanefnd um þetta mál var stofnuð 1933 og aðalstofnfundur haldinn 15. október sama ár. Skv. þessari grein mæla lög félagsins svo fyrir að hver félagi, sem í upphafi voru 20 talsins, taki á leigu hjá félaginu land. Það sem er athyglisvert að hvatinn hefur verið sá að rækta upp tún til að geta heyjað en svo virðist sem talsverður hluti ræktarlandsins hafi verið nýtt í matjurtagarða. Eins og að framan segir, þá eru lesendur hvattir til að lesa greinarnar á timarit.is og er tengill á þær á vefnum: www. stykkisholmsposturinn.is am

Höfum nú hafið áætlunarakstur um sunnanvert Snæfellsnes, frá Arnarstapa til Reykjavíkur með tengingu við Strætó á Vegamótum. Einnig erum við búin að breyta tímanum frá Hellisandi til Stykkishólms og er því ekki lengur bið eftir Strætó sem fer til Reykjavíkur. Vonum við að þetta komi að góðum notum fyrir íbúa Snæfellsness. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.sfn.is Með kveðju, Lísa Ásgeirsdóttir Rútuferðir ehf.

Þökkum góðar móttökur Mánudaginn síðastliðinn opnuðum við Stykkið pizzagerð. Móttökur fóru fram úr okkar björtustu vonum. Allt deig kláraðist um átta leytið og sumir þurftu að bíða lengi eftir sinni pizzu. Við erum bæjarbúum þakklát fyrir þessar góðu móttökur. Við biðjum þá velvirðingar sem þurftu frá að hverfa eða að bíða lengi eftir sinni pizzu og vonumst til að sjá þá sem fyrst aftur. Árni og Anna, Bjarki og Emilía

Sumarfrí Sumarfríin eru farin að setja svip sinn á umhverfið. StykkishólmsPósturinn er ekki undanskilinn sumarfríum en blaðið í næstu viku sem kemur út 11. júlí er síðasta blað fyrir sumarleyfi. Lokað verður í Anok margmiðlun frá 15. júlí í 2 - 3 vikur. am

Háskólafólkið okkar

Víkingar sigruðu í Vesturlandsslagnum

Talsvert er um það að bæjarbúar stundi háskólanám héðan úr Hólminum undanfarin ár og voru nokkur þeirra að útskrifast úr háskólum í vor auk þess sem brottfluttir Hólmarar voru í þessum hópi. Anok margmiðlun hefur prentað lokaverkefni nokkurra nema s.l. ár og þar með liggja amk upplýsingar um nokkra á ritstjórn Stykkishólms-Póstsins. Það væri gaman að fá um það upplýsingar ef fleiri hafa verið í sömu sporum nú í vor. En þau Gunnlaugur Smárason, Una Særún Karlsdóttir, Sigurlín Sumarliðadóttir, Þórkatla Kristín Valþórsdóttir, Olga Árnadóttir, Drífa Árnadóttir og Jón Sindri Emilsson luku öll gráðu á háskólastigi úr hinum ýmsu deildum og háskólum. Tvö þau síðastnefndu fjölluðu um málefni tengdu Stykkishólmi í sínum lokaverkefnum en Drífa fjallaði um skipulagsmál á Höfðanum/Reitarvegi og Jón Sindri um fjölmiðla á landsbyggðinni, í þessu tilfelli um StykkkishólmsPóstinn! Hægt er að kynna sér a.m.k. eitthvað af lokaverkefnum þessa myndarfólks á vefnum skemman.is Þeim og öðrum sem staðið hafa í þessum sporum í ár eru færðar hamingjuóskir í tilefni áfangans. am

Víkingur Ólafsvík og Skagamenn áttust við í sannkölluðum Vesturlandsslag s.l. sunnudag í Pepsídeild karla. Lauk leiknum með 1:0 sigri Víkings. Þessi úrslit þýða að Víkingar eru nú komnir úr fallsæti, eru í því 10. sæti með fjögur stig, en ÍA færist í 11. sætið og er áfram með sín þrjú stig. Í botnsætinu eru Fylkismenn með tvö stig. Vel var mætt á leikinn, heimamenn fylltu stærstan hluta áhorfendastúkunnar en mikið var einnig af Skagamönnum sem höfðu gert sér ferð vestur. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af og áttu hvort liðið sitt hvort færið í fyrri hálfleiknum. Skagamenn skalla á mark sem bjargað var á línu og hinu megin áttu Víkingsmenn sömuleiðis skalla þar sem boltinn skoppaði í þverslána. Víkingsmenn byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti en Skagamenn og uppskáru vítaspyrnu á 78. mínútu. Páll Gísli markvörður Skagamanna varði spyrnuna frá Guðmundi Magnússyni en hann fylgdi vel eftir og skoraði. Eftir markið datt leikurinn enn meira niður en Skagamenn færðu sig aðeins fram á völlinn. Þeir uppskáru þó einungis eitt færi og það kom í blálokin. Garðar Bergmann Gunnlaugsson átti hörkuskot sem endaði efst í stönginni. Þar með var fyrsti sigur Víkings Ólafsvík í efstu deild staðfestur og braust út mikill fögnuður á Ólafsvíkurvelli. Í 3ju deild sigraði Grundarfjörður Augnablik örugglega í síðustu viku. Grundarfjörður er í áttunda sæti með 6 stig. Snæfell-Geislinn lék á Stykkishólmsvelli s.l. þriðjudag gegn Skallagrími og unnu gestirnir 4-1. Næsti leikur Snæfells-Geislans er n.k. laugardag hér í Stykkishólmi gegn Berserkjum í 8. umferð 4.deildar. am

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 20. árgangur 4. júlí 2013

Hótel Stykkishólmur kynnir: Nýr frábær matseðill ásamt óviðjafnanlegu útsýni yfir Breiðafjörðinn og eyjarnar gerir kvöldverðinn ógleymanlegan.

Súgandisey: Þorskhnakki, lífrænt ræktað bygg, hvítlaukur, basil. - Hefur þú smakkað?

Opið alla daga frá kl. 18 Borðapantanir sími 430-2100

www.narfeyrarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is Opið alla daga frá kl. 12

Þökkum góðar móttökur. Höfum opið alla daga frá 17-21. Matseðil má nálgast á Facebook.

PLÁSSIÐ - Frúarstígur 1 - 340 Stykkishólmur - Iceland Tel. 354 436 1600 - www.plassid.is

Stykkið pizzagerð Borgarbraut 1 - s. 438-1717

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

Ferjan Baldur

Sumaráætlun daglegar ferðir:

GARÐAFLÖT, STYKKISHÓLMUR

Frá Stykkishólmi Flatey (til Brjánslækjar) Frá Brjánslæk Flatey (til Stykkishólms)

Endaraðhús ca. 111,4 fm. á einni hæð,góð aðkoma og frágengin lóð og steypt tvöfalt bílastæði, Íbúðin er forstofa,hol opið t.v. í rúmgóða stofu og t.h. í rúmgott eldhús með góðri hvítri innréttingu og borðkrók. á sérgang eru þrjú svefnherbergi og bað með sturtu og hvítri innréttingu, þvottaherbergi. Verönd er hellulögð. Á baklóð er lítill skúr. Á gólfum er plastparket og flísar. Verð: 21.750.000 kr

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

www.stykkisholmsposturinn.is

09:00 & 15:45 10:30 & 17:15 12:15 & 19:00 13:15 & 20:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 20. árgangur 4. júlí 2013

Kjöthleifur Vigdísar

Sýningar í og við Norska húsið Innihald:

2. lúkur Ritzkex mulið. 700 gr. nautahakk. 2 egg 2 msk. lauksúpa 2 msk. tómatssósa 1 tsk. timjan 1 tsk. oregano salt eftir smekk Kexmulningi og kryddi blandað saman í skál. Hakki og eggjum hrært saman við Sett í mót. Bakað í 175°C í tæpa klukkustund.

Um þessar mundir eru fjórar sýningar á vegum Norska hússins og enn eiga fleiri eftir að koma í sumar. Það er því í nógu að snúast hjá starfsfólki Norska hússins - byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Fyrst ber að telja fasta sýningu á annarri hæð hússsins, tilgátuheimili Árna Thorlaciusar og Önnu Steenback og opna safngeymslu í risi með munum frá öllu svæðinu. Á fyrstu hæð sýnir Steinþór Sigurðsson í Mjólkurstofu undir heitinu Sjónarspil. Steinþór sem er fæddur árið 1933 í Norska húsinu starfaði sem leikmyndateiknari með Leikfélagi Reykjavíkur samfellt í rúm fjörutíu ár. Auk sýningar í Mjólkurstofu er sýnd ný heimildamynd um Steinþór annan hvern fimmtudag í Ráðhúsinu og ber hún heitið St.Sig - Strigi og flauel. Í Eldhúsinu sýnir Hörður Geirsson ljósmyndir teknar með votplötutækni á málm- og glerplötur. Sýning hans heitir Nýjar myndir - gömul tækni. Á annarri hæð sýnir myndlistarmaðurinn Finnur Arnar ljósmyndir á sýningu inn í sýningu sem hann byggir á hugmyndinni um þjóðhetjur sem einnig er nafn sýningarinnar. Þar er helsta tákni Jóni Sigurðssonar, pípuhattinum, snúið á hvolf og gefið nýja tilvist og tilgang. Í síðustu viku kom nýjasta sýningin til safnsins þegar menningarhúsið Skúrinn var hífður í garðinn við Norska húsið. Þar er Finnur Arnar með innsetninguna William & Jane. Innsetningin er sérstaklega gerð fyrir dvöl skúrsins í garði safnsins eftir “hvíldarinnlögn” vegna ágreinings í Reykjavík. Húsin eru ólík bæði að útliti og stærð en eiga það þó sameiginlegt að varðveita safn hugmynda, sögu, forgengileika og innri sem ytri fegurð. Að mati sumra er þessi veðurbarði og ryðgaði skúr í andstöðu við blóm og fegurð sem tilheyra gjarnan görðum. Þá eru aðrir sem hafa fegurðina nánast í sínum bakgarði en koma aldrei auga á hana. Listaverkið er eins konar minnisvarði um breska heimspekinginn, hönnuðinn, elskhugann og skáldið William Morris sem dvaldi einmitt í Norska húsinu 10. - 12. ágúst 1871. Íslandsdvöl Morris reyndist honum hinn mesti innblástur í list hans þó að hann hafi öðrum þræði verið að flýja flóknar aðstæður í einkalífi sínu þegar hann kom hingað til lands og sýningin gerir skil. 19. júlí opnar síðan Græn sýning þar sem óskað er þátttöku íbúa til að lána hluti sem annaðhvort eru grænir í útliti eða umhverfisvænir og ekki skemmir fyrir að þeir séu bæði. Það er til nokkurs að vinna því hlutur sem fer á sýninguna sem er í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands fær aðgangskort sem gildir þrisvar sinnum inn í safnið að launum. En markmiðið með sýningunni er að safna saman grænum hlutum frá íbúum svæðisins sýna þá og draga fram „græna“ eiginleika þeirra. Allar nánari upplýsingar um grænu sýninguna er hægt að fá í safninu á opnunartíma. am www.stykkisholmsposturinn.is

Verði ykkur að góðu :)

Ég skora á hana Ólafíu Gestsdóttir að vera með næstu uppskrift. Vigdís K. Þórðardóttir

Smáauglýsingar Til sölu Ford Focus station, árg 2003, ek 129 þús. Ný tímareim, bremsudiskar og klossar og ný platinumkerti. Smurbók, álfelgur, sumar- og vetrardekk. Vel hirtur bíll. Verð 760 þús. Uppl. Í síma 696-7116 (Róbert)

Sími 438 1587 4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 20. árgangur 4. júlí 2013

Ylja og Samaris í Vatnasafninu Hljómsveitirnar Ylja og Samaris halda tónleika í Vatnasafninu í kvöld. Húsið opnar kl: 20:00 Miðasala við innganginn. Miðaverð: Kr. 2.000

w w w. s f n . i s

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Sumartónleikar

Daglegar ferðir um Snæfellsnes Áætlun Snæfellsnes - Reykjavík Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skúlagötu 6

Laugardagur 6. júlí kl. 16 Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgel

Munið sumarmótið í Stykkishólmi um helgina 5. - 7. júlí. Sjá nánar á www.stykkisholmur.123.is

Fimmtudagur 11. júlí kl. 20 Aleinn og óstuddur Björn Thoroddsen, gítar Laugardagur 13. júlí kl. 16.30 Kom þú sæl mín kæra sveit Bára Grímsdóttir & Chris Foster í gömlu Stykkishólmskirkju. Kantele, langspil, fiðla, gítar ofl.

... og svo sumarfrí! Stykkishólms-Póstsurinn kemur næst út 11. júlí og fer svo í sumarfrí!

Miðasala við innganginn/POSI. Fjölbreyttir tónleikar í allt sumar - Kynntu þér dagskrána á: www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Skilafrestur efnis: 9.júlí kl.12 www.stykkisholmsposturinn.is

Lista- og menningarsjóður Stykkishólmsbæjar

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 20. árgangur 4. júlí 2013

(v)ertu græn(n)!?

– sjálfbærni og menningararfur mætast Í undirbúningi er græn sýning sem opnar 19. júlí n.k. Þetta er samstarfsverkefni við Náttúrustofu Vesturlands. Markmiðið er safna saman grænum hlutum frá íbúum svæðisins, sýna þá og draga fram „græna“ eiginleika þeirra. Á sýningunni er fjallað um sjálfbærni og grænt hugarfar í daglega líf inu. Okkur vantar græna gripi á sýninguna. Endilega takið þátt. Best er ef hlutirnir séu bæði grænir að lit OG umhverf isvænir en mega vera annað hvort. Fjórar sýningar í gangi fyrir utan föstu sýningarnar. SJÓNARSPIL: Steinþór Sigurðsson. NÝJAR MYNDIR–GÖMUL TÆKNI: Hörður Geirsson. ÞJÓÐHETJUR: Finnur Arnar á 2. hæð inn í sýningunni. WILLIAM & JANE: Skúrinn í garðinum – innsetning um William Morris sem dvaldi í Norska húsinu árið 1871.

Vinsamlegast hafið samband við Ingunni Jónsdóttur 433 8114 eða komið við með hlutina á opnunartíma safnsins. Í staðin fá þátttakendur kort sem jafngildir þremur heimsóknum í safnið. Opið alla daga frá kl. 12–17.

Verið velkomin. Fylgist með: www.facebook.com/NORSKAhusid.BSH

Háseta vantar á Þórsnes SH 109 frá og með 1. september 2013. Nánari upplýsingar gefur Margeir skipstjóri í síma 897-7915.

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 4.7.2013  
Stykkishólms-Pósturinn 4.7.2013  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Advertisement