Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 17. tbl. 20. árg. 8. maí 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Sjávarborg verður Harbour Hostel

Fimm fiskar verður Plássið

Eins og flestir vita þá flutti verslunin Sjávarborg yfir í gamla apótekið fyrir síðustu jól og heitir nú Bókaverzlun Breiðafjarðar. Síðan þá hefur hópur fólks unnið hörðum höndum að breytingum á húsinu á Hafnargötu 4 og ófá handtökin sem liggja að baki breytingum sem gerðar hafa verið. Húsinu hefur nú verið breytt í gistiheimili og ferðaskrifstofu og komu fyrstu gestir á Harbour Hostel s.l. laugardag þegar formleg opnun átti sér stað. Framkvæmdir munu klárast á næstu vikum og húsnæðið verða fullbúið í það hlutverk sem því er ætlað. Skarphéðinn, Sigríður, Ásgeir og Unnur sem saman reka gistiheimlið gáfu sér augnablik frá verkefnum dagsins s.l. laugardag til að vera saman á mynd fyrir Stykkishólms-Póstinn. Þeim og öðrum aðstandendum Harbour Hostel eru færðar hamingjuóskir af þessu tilefni. am

Enduropnun veitingahússinn sem áður hýsti Fimm fiska var s.l. laugardag og heitir veitingastaðurinn nú Plássið sem vísar í örnefni um miðbæ Stykkishólms. Sömu rekstraraðilar reka Plássið og Narfeyrarstofu og hefur verið svo frá síðasta hausti. Staðurinn Plássið hefur fengið tímabæra andlitslyftingu og hefur vel tekist til með breytingar var mat gesta sem litu inn í opið hús hjá Plássinu s.l. laugardag. Það kemur á óvart hversu mikið útsýni er frá staðnum til allra átta og sannarlega hægt Ánægðir gestir á Plássinu, sem jafnframt voru í hópi að fylgjast með fyrstu gesta Harbour Hostel! lífinu í bænum á þessum stað. Þeim Gunnari, Þorvaldi, Kristínu og Selmu eru færðar hamingjuóskir í tilefni breytinganna. am

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 20. árgangur 8. maí 2013

Getum við kannski lært eitthvað af Norðmönnum? S.l. helgi komu hingað til Snæfellsness Norðmennirnir Eivind Brenna og Elisabeth Mellbye. Eivind og Elisabeth eru kennarar að mennt en hafa komið að stofnun og vinnu fyrsta svæðisgarðs Noregs, Valdres sem er myndað af sex bæjarfélögum í fjalllendi Noregs þar sem 18.000 íbúar búa. Þau funduðu með sveitarstjórnarfólki á Snæfellsnesi, skoðuðu svæðið og héldu opinn fund í Grundarfirði mánudaginn 6. maí. Þau komu hingað til lands á vegum svæðisgarðsverkefnis sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Eivind er stjórnarformaður Valdres svæðisgarðsins og samtaka norskra svæðisgarða. Norsku svæðisgarðarnir eru orðnir 5 talsins og amk 3 nýir í undirbúningi. Undirbúningur að stofnun Valdres hófst árið 2003 en það er ekki fyrr en árið 2007 að skrifað er undir 10 ára samning sveitarfélaganna og fyrirtækja á svæðinu um svæðisgarðinn. 90% sveitarstjórnarmanna þessara sveitarfélaga samþykktu verkefnið í upphafi og skipa þeir 12 stjórnarsæti, fyrirtæki á svæðinu 10 sæti og fylkið eða sýslan 2 sæti. Ástæða þess að farið var út í verkefnið í upphafi einkum þrennt: a) Unga fólkið sem fór til framhaldsnáms kom ekki til baka. b) Fækkun varð í landbúnaði á svæðinu c) Ferðaþjónustuuppbygging. Ekki var leitað til fjárframlaga til ríkisins og er svæðisgarðurinn fjármagnaður af sveitarstjórnarstiginu en er þó mun betur í stakk búinn til að sækja styrki og fjármagn inn á fjárveitingu ríkisins en áður, þar sem svæðið er stærra og íbúar fleiri. Fram kom í máli þeirra á opna fundinum að svæðisgarður sé í raun afkvæmi grasrótarinnar á svæðinu og sé samkomulag í ákveðinn tíma um að sameinast um stefnu svæðisins, ímynd þess og áherslur. Auk þess þjappar það íbúum svæðisins saman undir merkjum svæðisgarðsins, þvert á pólitískar línur og sveitarfélög. Árangur svæðisgarðsins má m.a. merkja í auknum fjölda gesta á hótelum á svæðinu og aukna vörumerkjavitund almennings í Noregi.

Í hópi fundargesta, frá vinstri Daði H. Sigurþórsson, Eivind og Elisabeth, Rósa Guðmundsdóttir og Jón Eggert Bragason.

Fram kom í máli Eivinds að í upphafi hafi vissulega ekki allir verið þátttakendur en bæst við á síðari stigum. Miklu máli skipti einnig að sérstaða svæðisins sé dregin fram hvort heldur er á landsvísu eða heimsvísu. Að mati Eivinds felst galdurinn í því að upphefja sitt eigið konungsríki ef svo má að orði komast og kynna það á eigin forsendum. Takist að skapa umræður um það utan svæðisins meðal fólks eða í fjölmiðlum hefur það í för með sér margfeldisáhrif sem skila sér í „frægð“ svæðisins. Þar með greiðir nafnið eitt ákveðna götu, varanna á markaði sem kemur framleiðendum svæðisins vel. Þess má geta að nýlega opnaði matarmarkaður í Osló sem opinn er allt árið þar sem fastur sölubás með vörum frá Valdres er staðsettur við hlið t.d. sælkeravöru og vína frá Frakklandi. Stofnun svæðisgarðsins hefur leitt af sér aukna fjölbreytni í störfum og ný fyrirtæki hafa orðið til, önnur eflst. Eivind og Elisabeth lýstu hrifningu sinni yfir Snæfellsnesi og sögðu íbúana hafa allt í hendi sér, frábærlega fjölbreytt svæði, þjónustu og menntun í fremstu röð, þau hefðu t.d. séð fleiri veitingahús á Snæfellsnesi heldur en í Valdres. Til að kynna sér nánar verkefnið um svæðisgarðs Snæfellsness er ógrynni áhugaverðra upplýsinga á vefsíðu verkefnisins www.svaedisgardur.is af margskonar toga. am

Vorið er komið í Tónó Í tónlistarskólanum standa nú yfir próf og vortónleikar og í undirbúningi eru skólaslit sem verða í kirkjunni fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00. Nú er hafin innritun fyrir næsta skólaár og lýkur henni 12. júní. Innritun fer fram rafrænt á heimasíðu skólans: www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn. Nú á morgun, uppstigningardag, heldur Lúðrasveit Stykkishólms hefðbundna vortónleika þar sem fram koma Litla Lúðró, Stóra Lúðró og svo hin vaska trommusveit með Hafþór S. Guðmundsson í fararbroddi. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Martin Markvoll. Flytjendur á tónleikunum verða nálægt 50 talsins. Efnisskrá lúðrasveitartónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg. Heyra má íslenska og erlenda tónlist, bæði gamla og nýja og lofar stjórnandinn skemmtilegum tónleikum. Lúðrasveitarfélagar vonast eftir góðri aðsókn, einkum gleður það sveitina að sjá á tónleikum gamla lúðrasveitarfélaga. Á sunnudaginn kemur, 12. maí, heldur Halla Dís Hallfreðsdóttir söngtónleika. Þar syngur hún einsöngslög og aríur úr tónbókmenntum einsöngvaranna frá ýmsum tímum og úr ýmsum áttum. Með Höllu Dís leikur László Petö á píanó. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi hennar í söng. Halla Dís á einn lengstan feril sem nemandi í Tónlistarskóla Stykkishólms, hóf nám í skólanum fyrir rúmum 30 árum, fyrst á blokkflautu, síðar á trompet og píanó og nú síðast í söng. Eins og ávalt eru allir hjartanlega velkomnir á tónleika skólans og enginn aðgangseyrir. (Fréttatilkynning) www.stykkisholmsposturinn.is

Undirbúningur sumarsins vel á veg kominn Nú er sá árstími að ferðaþjónustufyrirtæki og þjónustuaðilar eru í óða önn að þjálfa starfsfólk til starfa í sumar og einn af öðrum að lengja sína opnunartíma og bjóða upp á aukna þjónustu við gesti og gangandi. Eldfjallasafnið reið á vaðið og opnaði dyr sínar með reglulegum opnunartíma þann 1. maí en í vetur hefur verið tekið á móti yfir 1000 gestum þrátt fyrir að safnið væri þannig séð lokað. Undirbúningur starfsemi Norska hússins - byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla er í fullum gangi en væntanlega verða nokkrar sýningar þar í gangi í sumar. Listvinafélag Stykkishólmskirkju er einnig að leggja lokahönd á dagskrá sína í sumar sem einkennist af tónlistarviðburðum en einnig verður sett upp ein jafnvel tvær sýningar í safnaðarheimilinu. Af vettvangi Eflingar má einnig sjá að þar á bæ er verið að undirbúa kynningarefni um þjónustuna hér í bæ og næsta nágrenni - og lengist sá listi alltaf. Listasýningar í sumar hafa einnig verið kynntar til sögunnar hjá Leir 7 á síðum blaðsins. Gallerí Lundi er búið að koma sér fyrir í Lionshúsinu og þá vantar bara sumarið og hlýindin! am 2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 20. árgangur 8. maí 2013

- fagleg og freistandi

Tónleikar

í Stykkishólmskirkju

Vortónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms 9. maí (uppstigningardag) kl. 17:00 Fram koma Litla Lúðró, Stóra Lúðró og trommusveitin. Stjórnandi Martin Markvoll

Söngtónleikar Höllu Dísar Hallfreðsdóttur

Opið alla daga frá kl. 12

Sunnudaginn 12. maí kl. 15:00 Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi Höllu Dísar.

www.narfeyrarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

Meðleikari á píanó er László Petö Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

Til leigu/sölu Hamraendar 3 70m2 gólfflötur og milliloft 30m2 Möguleiki á íverustað á millilofti. Laust frá 15. maí n.k. Upplýsingar í síma 777-0423

Allar eignir á www.faststykk.is

Sigvaldi Kaldalóns Kómedíuleikhúsið flytur einþáttung um Sigvalda Kaldalóns í Vatnasafninu fimmtudaginn 9. maí kl. 20. Elfar Logi, leikari mun ásamt Dagnýju Arnalds, píanóleikara, flytja einþáttung um tónskáldið ástsæla, Sigvalda Kaldalóns. Falleg sýning þar sem rakin er saga tónskáldsins og læknisins þegar hann bjó að Kaldalóni á Snæfjallaströnd. Látið ekki þetta fallega leikverk fram hjá ykkur fara. www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 20. árgangur 8. maí 2013

Árleg styrktarganga „Göngum saman“

Boltaíþróttir

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: Grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum. Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini og almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein. Ein helsta fjáröflunarleið félagsins hefur verið árleg styrktarganga sem við hér í Stykkishólmi tökum nú þátt í í þriðja sinn. Nú á laugardaginn verðum við með sölubás í Bónus frá kl. 15 – 18. Ýmis varningur verður til sölu til styrktar Göngum saman. Á sunnudaginn 12. maí er mæðradagurinn þá ætlum við að taka þátt í Göngum saman. Farið verður frá íþróttahúsi kl. 11 og gengið upp í nýrækt í Arnarborg og heim þjóðveg sem gerir samtals 5 km. Þátttakendur fá frítt í sund eftir göngu í boði Stykkishólmsbæjar. Fyrir göngu verðum við með sölubás í eða við íþróttahús og seljum það sem eftir verður af varningnum. Þetta er málefni sem snertir okkur öll – leggjum góðu málefni lið um leið og við leggjum rækt við eigin heilsu. Karlar sem konur fjölmennum.

Körfuboltatímabilinu lauk formlega með lokahófi Körfuknattleikssambdsins s.l. laugardag. Þar var venju samkvæmt úthlutað viðurkenningum til þeirra leikmanna sem þóttu skara framúr á tímabilinu og valin voru úrvalslið kvenna og karla. Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðunum, Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru valdar í úrvalslið kvenna og Jón Ólafur Jónsson í karlaliðið. Enn og aftur verður það að segjast að það hefði verið gaman að sjá Hildi Björgu fá viðurkenningu sem efnilegasti leikmaðurinn með fullri virðingu fyrir þeirri stúlku sem hlaut þá viðurkenningu í ár. Hildur hefði átt það skilið, lék gríðarlega vel í allan vetur og reyndar löngu hætt að vera efnileg og orðin ein af sterkustu körfuboltakonum landsins, aðeins 18 ára. Körfuboltavefurinn eurobasket.com var einnig með ýmsar tilnefningar til leikmanna í efstu deildum og þar voru Jay Threatt og Ryan Amoroso m.a. í liði ársins. Þá slúttuðu meistarflokkar Snæfells sínu tímabili einnig hér heima með léttri veislu og grilli í lok apríl og tilnefndu þar sína bestu leikmenn, varnarmenn og þá sem þóttu sína mestar framfarir á tímabilinu. Hildur Sigurðar og Jón Ólafur voru valin bestu leikmennirnir. Alda Leif og Pálmi Freyr bestu varnarmennirnir og ungmennin Hildur Björg og Stefán Karel sýndu mestu framfarirnar. Fótbolti Fótboltinn skoppaði af stað síðustu helgi og eins og áður hefur komið fram þá verður Snæfell í samstarfi við Geislann frá Hólmavík í 4.deildinni í sumar. Sameiginlegt lið félaganna lék sinn fyrst heimaleik s.l. laugardag hér í Hólminum þegar liðið mætti Ármanni í Borgunarbikarnum. Ármann reyndist sterkara liðið í leiknum enda Snæfell/Geislinn að stíga sín fyrstu spor á grasi þetta sumarið og væntanlega mun liðið spilast betur saman með fleiri leikjum. Lokatölur urðu 5-1 fyrir Ármann. Fyrsti leikurinn í deildinni hjá Snæfelli/Geisla verður hinsvegar 20.maí í srb Reykjavík gegn Berserkjum.

Fyrir hönd undirbúningsnefndar Hanna Jónsdóttir

Leikhús í Vatnasafni Að kvöldi uppstigningadags bregður svo við að leikhús heimsækir Vatnasafnið. Einþáttungur um tónskáldið og læknirinn Sigvalda Kaldalóns sem m.a. bjó í Flatey verður fluttur kl. 20 af Kómedíuleikhúsinu vestan af fjörðum. Elfar Logi, forstöðumaður leikhússins og leikarinn í sýningunni mun ásamt Dagnýju Arnalds, píanóleikar, flytja verkið.En á vefsíðu Kómedíuleikhússins segir: „Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan. Víst var lífið þar ekki einsog í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu perlur hans. Sigvaldi Kaldalóns er ferðasýning og verður sýnd um land allt á leikárinu.“ segir á vefsíðu leikhússins. Allir eru velkomnir en aðgangseyrir er aðeins 1500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum! am

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Smáauglýsingar

Opið fimmtudag til sunnudags frá kl.18-21

Toyota Corolla árg. 1997 til sölu kr. 275.000 Upplýsingar í síma 894-0425

Fylgist með á www.stykkisholmsposturinn.is www.stykkisholmsposturinn.is

Fylgist með á Facebook

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 20. árgangur 8. maí 2013

Ganga á Drápuhlíðarfjall Saman klífum brattann - gengið á bæjarfjöll 2013-2014 Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur með meiru, hefur undanfarið unnið að tindaverkefni sem felst í því að klífa bæjarfjöll á Íslandi. Þorsteinn hefur ákveðið að ljúka verkefninu í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á næstu 12 mánuðum og láta áheit í tengslum við göngurnar renna til SKB. Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafnið Saman klífum brattann en baráttu krabbameinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs en svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar. Samstarfið hófst formlega með göngu á bæjarfjall Hafnfirðinga, Helgafellið, laugardaginn 6. apríl. Síðan var gengið á Keili, Úlfarsfell, Akrafjall og Reynisfjall. Fimmtudaginn 9. maí er röðin komin að Enninu og Drápuhlíðarfjalli. Fyrir gönguna á Drápuhlíðarfjall verður safnast saman við bensínstöðina í Stykkishólmi kl. 14.30. Hanna Jónsdóttir leiðir hópinn ásamt Þorsteini Jakobssyni. Gangan tekur tvær til þrjár klukkustundir og er öllum heimil þátttaka án greiðslu þátttökugjalds en þátttakendum sem og öðrum bent á að hægt er að styðja verkefnið með frjálsum framlögum inn á reikning SKB. Upplýsingar um hann eru á heimasíðu SKB, www.skb.is og Facebook-síðu félagsins. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og góða skapið og njóta fegurðar náttúrunnar. Strax að lokinni þessari göngu verður farið á Helgafell og öllum sem vilja velkomið að taka þátt í þeirri göngu einnig. am

Marokkókjúklingur að hætti Summa 7. bekkur GSS kom það snjallráð í hug að leita til Sumarliða Ásgeirssonar eftir uppskrift í Stykkishólms-Póstinn. Summi snaraði fram kjúklingauppskrifst frá Marokkó sem hann segir algert æði! Uppskrift: 12 skinnlausir kjúkllingaleggir ¼ tsk. af nýmöluðum svörtum pipar 1/8 tsk. salt 2 msk. smjör 2 tsk. ólívuolía 4 bollar af skornum lauki 1 tsk. saxaður engifer 18 hakkaðar grænar ólívur 2 msk. Hveiti ¾ tsk. malað cumin ½ tsk. malað kóríander 1/8 tsk. malaður rauður pipar 1 kanilstöng 2 bollar af kjúklingakrafti ½ bolli hakkaðar döðlur 3 msk. ferskur sítrónusafi ¼ bolli ferskur basill

Vegna komu AUGNLÆKNIS verðum

Aðferð 1. Kryddaðu kjúklinginn með salti og pipar 2. Bræddu smjör og hitaðu olíu á pönnu og bættu 6 kjúklingaleggjum við. Steiktu í 4 mín. 3. Gerðu alveg eins við afganginn af kjúklingaleggjunum 4. Bættu lauk og engifer á pönnuna. Brúnaðu í 8 mínutur og hrærðu vel í á meðan. 5. Bættu ólívum út og steikið í 1 mínutu. Bætið þá hveiti, cumin, kóríander og rauðum pipar út á pönnuna. steikið í 1 mínutu og hræðið stöðugt á meðan. 6. Bætið kjúklingakraftinum út í og hitið að suðu. Skrapið pönnuna til að ná leifunum með. Steikið í 1 mín. 7. Setjið allan kjúkling aftur á pönnuna og lokið. Lækkið hitann og eldið í 12 mín. 8. Hrærið döðlum saman við. Hitið í 10 mín. eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. 9. Sítrónusafi út í og basil.

við í heilsugæslustöð Stykkilshólms:

15. - 17. maí n.k.

Góð tilboð á umgjörðum í þessari ferð.   Sjónglerið ehf

Summi skorar á Eddu Baldursdóttur að koma með uppskrift í næsta Stykkishólms-Póst! www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 20. árgangur 8. maí 2013

Sumarið hefst í Skipavík

Verðum með kynningarbás á vorvöku Emblu á Hótel Stykkishólmi n.k. fimmtudag, uppstigningadag. Úrval af góðum og nytsamlegum garðvörum. Skipavík, verslun í alfaraleið

Vorvaka EMBLU Sumarið bankar á - Sáning og uppskera

Vorvaka Emblu verður haldin á Hótel Stykkishólmi uppstigningardag 9. maí 2013 frá kl. 14 - 16:30 Húsið opnar kl. 13:30 Dagskrá: • • • • • • •

Guðrún Tryggvadóttir frá natturan.is fjallar um eldhúsgarðinn Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur fjallar um grunnatriðin í ræktun mat- og kryddjurta Hlé: Tónlistaratriði Molta. Fræðsla frá Íslenska gámafélaginu um Moltuna í Stykkishólmi. Guðrún Tryggvadóttir fjallar um nýtingu villtra mat- og lækningajurta í nærumhverfinu. Sölu- og kynningarefni frá versluninni Skipavík, Garðyrkjufélagi Íslands, natturan.is og fleirum. Boðið verður upp á smakk úr villtri náttúru.

Kaffi og m eð því í hléi a ðeins kr. 850

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 8. maí 2013  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you