Page 1

SÉRRIT - 17. tbl. 18. árg. 5. maí 2011 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík

Háskólalestin fékk einstakar viðtökur

Verðlaunuð í Brussel

Háskólalestinni var tekið með kostum og kynjum þegar hún heimsótti tvo fyrstu áfangastaði ferðarinnar um síðustu helgi. Lestin nam staðar í Stykkishólmi á föstudag og laugardag. Fyrri daginn tóku nemendur í 5. til 10. bekk Grunnskóla Stykkishólms þátt í Háskóla unga fólksins og sóttu námskeið í stjörnufræði, japönsku, jarðfræði, frumkvöðlafræðum, eðlisfræði og íþrótta- og heilsufræði.

Agustson og MARZ sjávarafurðir standa í ströngu þessa dagana í Brussel. En þar stendur nú yfir árleg sjávarútvegssýning, sú stærsta í heimi, European Seafood Exposition. Meira en 1600 fyrirtæki taka þátt í sýningunni og í fyrra komu um 24.000 gestir frá 140 löndum. Samhliða sýningunni fer fram keppnin „Prix d’Elite“ um nýjar sjávarafurðir framleiddar fyrir Evrópumarkað. Verðlaun eru m.a. veitt fyrir bestu vörur fyrir neytendur og stóreldhús. 37 vörur eru tilnefndar í ár. Varan sem Agustson og Marz standa að er ný vara til neytenda og er þar um að ræða „Hot Smoked Tilapia“ en hún hlaut einmitt verðlaun í flokknum „Health and Nutrition“ í Brussel s.l. þriðjudagskvöld. Varan mun vera reykt Tilapiu flök í neytendapakkningum. Tilapia er fiskur sem ræktaður er í Indónesíu. Hann hefur milt bragð og eru flökin beinlaus og rík af próteinum. Kaloríur eru fáar, lítil sem engin fita eða kolvetni gerir þennan fisk mjög vinsælan til notkunar í heilsusamlegu fæði. Engin aukaefni eru í fiskinum og við flutning frá Indónesíu er hann lifandi þar til kemur í fiskvinnslur Agustson í Danmörku þar sem fiskurinn er reyktur og honum pakkað. Nýlega hlaut Tilapian umhverfisvottunina Skráargatið og kom í verslanir í Evrópu fyrir fáeinum vikum. Tilapian er ræktuð samkvæmt stöðlum GlobalG.A.P sem staðfesta að framleiðslan er örugg og í sátt við umhverfis- og félagslega þætti í ábyrgu fiskeldi. Nánar má lesa um vöruna á www.agustsson.is am

Á laugardeginum var haldin mikil vísindaveisla í samstarfi við rannsóknastofnanir á svæðinu þar sem fjölbreytt og lifandi dagskrá heillaði alla aldurshópa. Sunnudaginn 1. maí hélt Háskólalestin svo til Hvolsvallar þar sem önnur vísindaveisla var haldin í Hvolsskóla. Heimamenn í Stykkishólmi og á Hvolsvelli tóku Háskólalestinni einkar vel eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Unga fólkið lét ekki sitt eftir liggja og brennandi áhuginn leyndi sér ekki. af www.hi.is Ljósmynd: Þorsteinn Eyþórsson

Samningar undirritaðir

Ljósmyndir: Þorsteinn Eyþórsson

Undirbúningur er þegar hafinn hjá Snæfelli fyrir næsta tímabil í körfuboltanum. Nokkrir leikmenn hafa þegar framlengt samninga sína þ.á.m. Jón Ólafur sem valinn var í úrvalslið IE deildarinnar og Ingi Þór þjálfari framlengdi til vors 2014. Kvennaliðið hefur fengið mikinn liðsauka, því besta körfuknattleikskona Stykkishólms og landsins til fjölda ára, Hildur Sigurðardóttir er gengin til liðs við Snæfell á ný. Hildur er einmitt leikstjórnandinn og leiðtoginn sem sárlega hefur vantað í kvennaliðið undanfarin ár. srb

Ungir vísindamenn og náttúrusinnar Vinningshafar í getraun W23 á Vísindaveislu fengu verðlaun sín afhent í Ráðhúsinu s.l. þriðjudag. Þau Sigurður Már Magnússon og Helena María Ægisdóttir komu ásamt foreldrum sínum og veittu viðtöku bókinni Ströndin í Náttúru Íslands, e. Guðmund Pál Ólafsson, árituðum af höfundi.


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

Reitarvegsfundur

Lionsþing um helgina í Stykkishólmi Ársþing Lionsfólks á Íslandi verður haldið í Stykkishólmi 6. og 7. maí n.k. Það eru Lionsklúbburinn Harpa og Lionsklúbbur Stykkishólms sem bjóða til þingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem klúbbarnir halda slíkt þing. Á þingið mæta fulltrúar frá flestum Lionsklúbbunum á Íslandi. Það stefnir í að Lionsþingið verði með þeim fjölmennustu sem haldin hafa verið. Er reiknað með að þingfulltrúar og makar verði um 280 talsins. Mikið undirbúningsstarf hefur farið fram hjá klúbbfélögum og er verið að leggja loka hönd á þá vinnu. Það er metnaður klúbbanna að standa vel að verki og taka vel á móti gestum okkar. Stykkishólmur hefur margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Auk fallegs bæjarstæðis og gamalla hús er hér fjölbreytt þjónusta. Það er von okkar að þeir sem veita ferðamönnum þjónustu verði tilbúnir að taka á móti þessum fríða hópi Lionsfólks og hjálpi okkur að gera gestum okkar dvölina ánægjulega og eftirminnilega. Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi

47 kíló farin! Kæru lesendur Stykkishólmspóstins! Líkamsrækt er mér ofarlega í huga og vil ég deila mínum hugleiðingum um ræktina með ykkur. Hver kannast ekki við að vera alltaf að spá í að fara að hreyfa sig reglulega en gerir ekkert í því? Bæjarstjórn og Umhverfisnefnd héldu fund með lóðareigendum og hagsmunaaðilum á Reitarvegi sl. fimmtudag á Ráðhúsloftinu. Fundurinn var fjölmennur og var gaman að sjá hve margir voru áhugasamir. Málefnin voru rædd á víðum grunni og komu mörg sjónarhorn fram. Fundarmenn voru sammála um að gott væri að tekið væri til á svæðinu og hefur Stykkishólmsbær lagt til ruslagáma við svæðið til að auðvelda tiltekt. Á Reitarvegi hafa verið settir niður gámar til að geyma veiðarfæri og aðra muni. Skiptar skoðanir voru á því hvar slíka gáma eigi að geyma. Hluti fundarmanna vildi fá að vera áfram með sína gáma á Reitarvegssvæðinu en aðrir fundarmenn voru sammála um að eðlilegt væri að flytja gámana á skipulagt gámasvæði. Gámasvæði við Snoppu er nú tilbúið og verður gjaldskrá frágengin á næstu dögum svo hægt verður að fara að nýta gámasvæðið fljótlega. Vilja bæjaryfirvöld hvetja þá sem ekki mættu á fundinn og gerðu grein fyrir eignarhaldi sínu á lausum munum og gámum á Reitarvegi að hafa samband við starfsfólk bæjarins og láta vita um eignarhald sitt.

Öll erum við meira eða minna háð sjónvarpinu og af hverju ekki að taka t.d. fjórar klst. á viku, s.s. eina klst á dag fjóra daga í viku til að hreyfa sig á kostnað sjónvarpsins? Ekki erum við að missa af miklu hjá RÚV! Með þessu er ég bara að segja að það er engin afsökun að segja að við höfum ekki tíma til að rækta líkamann. Það er svo margt hægt að gera, t.d. að fara í sundleikfimi hjá Láru, boccia með eldri borgurum, gönguhóp með Hebbunum undir stjórn Hönnu Jóns, Átak líkamsrækt með einkaþjálfara eða frjálsa tíma, sund, golf, hjóla eða bara fara í göngutúr og gera teygju- og styrktaræfingar þegar heim er komið o.m.fl. Það er engin spurning að hvaða hreyfingu sem þið stundið, eykur það vellíðan hjá hverjum og einum, ég tala af reynslu. Ég er svo heppinn að allt mitt starfsfsfólk tók sér tak og fór í Átak líkamræktarstöðina fyrir u.þ.b þremur mánuðum síðan og þegar 1. maí rann upp voru fimm starfsmenn búnir að missa sem nemur þessum kók flöskum sem á myndinni eru og ekki má gleyma því að vöðvamassi hefur myndast á móti fitumissi. Hvet ég hér með mitt fólk til að halda áfram á sömu braut vegna þess að þetta er lífsstíll en ekki einhver þriggja mánaða törn. ÁFRAM VIÐ ÖLL... Vignir Sveinsson

Bæjarstjóri

Við þökkum fyrir alla samúð og vinarhug sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar okkar ástkæra

Eyþórs Ágústssonar vélstjóra, Stykkishólmi

Það er gott að eiga góða að þegar sorgin ber að dyrum. Dagbjört Höskuldsdóttir Ingveldur Eyþórsdóttir Óskar Eyþórsson Helga Sveinsdóttir Aðalsteinn E.Þorsteinsson Helga Finnbogadóttir Höskuldur Þorsteinsson og barnabörnin. www.stykkisholmsposturinn.is

forstööumaður íþróttamannvirkja Stykkishólmsbæjar

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5.maí 2011

Vortónleikar og skólaslit verða í næstu viku: · Mánudaginn 9. maí kl. 18:00     

Tónleikar í sal skólans

· Þriðjudaginn 10. maí kl. 18:00      

Tónleikar í sal skólans

Grunnnám í bygginga- og málmiðngreinum Í samvinnu við Fjölbrautaskóla Vesturlands á

· Miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00    

Akranesi (FVA) er hægt að taka eins árs nám í

Tónleikar í sal skólans

bygginga- og málmiðngreinum í FSN.

· Fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00     

Á brautinni eru almennar bóklegar greinar ásamt

Tónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms – í kirkjunni

grunnteikningu, upplýsingatækni og verktækni grunnnáms. Verktækni grunnnáms er verklegt

· Föstudaginn 13. maí kl. 18:00  

nám sem fer að stærstum hluta fram í FSN auk

Skólaslit – í kirkjunni

námskeiða á verkstæðum FVA. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2011.

Allir eru velkomnir á alla þessa viðburði. Enginn aðgangseyrir.

Skólameistari

Skólastjóri

Narfeyrarstofa

Vorvaka Emblu 6. maí 2011

Laugardagur: Spennandi fjögurra rétta seðill Láttu okkur koma þér á óvart!

Árleg Vorvaka Emblu verður haldin á Hótel Stykkishólmi 6. maí n.k. og hefst hún kl: 20:00. Boðið verður upp á

Opnunartími: Opið í hádeginu alla virka daga Fimmtudagskvöld opið 18-21.30 Föstudagskvöld opið 18-01 Laugardagskvöld opið 17-01 Sunnudagskvöld opið 17-21.30

„kaffihúsastemmningu“.

Heiðursgestur kvöldsins verður hinn síungi og vinsæli söngvari Ragnar Bjarnason.

narfeyrarstofa.is Sími 438-1119

Karlakórinn Kári, Þórhildur Pálsdóttir

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is www.stykkisholmsposturinn.is

og fleiri munu einnig koma fram. Aðgangseyrir aðeins kr.500.-

Emblur 3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

Laxdæluferð Hebbanna Eins og glöggir lesendur Stykkishólmspóstsins vita hafa Hebbarnir lagst í Laxdælu lestur í vetur. Eftir lesturinn á Svartfugl og ferðina á Rauðasand kom ekki annað til greina en að skella sér í aðra bók. Fyrir valinu varð Laxdæla. Berglind Axelsdóttir bauð fram aðstoð sína og hefur hún lesið með okkur annan hvern miðvikudag í allan vetur. Hún hefur miðlað okkur af þekkingu sinni og reynslu. Enda vanur kennari þar á ferð. Erum við henni afar þakklát fyrir. Lesturinn var skemmtilegur og yfirleitt mættu um 25 – 30 manns. Við fórum vel í persónur, sögusvið og staðhætti alla. Stefnan var strax sett á vettvangsferð í vor. Við sóttum um og fengum styrk frá lista og menningarsjóði Stykkishólms. Við héldum nytjamarkað í mars þar sem kenndi ýmissa grasa t.d. var þar spákona sem vissi lengra en nef hennar náði. Lagðar voru hendur á fólk gegn vægu gjaldi. Kaffihúsastemmning og ýmislegt skemmtilegt var gert. 12 apríl fögnuðu Hebbarnir 5 ára afmæli í Setrinu. Þá var spilað bingó og kaffihús var í hléi. Þar mættu Hebbarnir prúðbúnir til hátíðarhalda sumir hverjir í nýjum dressum frá nytjamarkaðnum. Já Hebbarnir kunna svo sannarlega að hafa gaman af lífinu. Fyrir stuttu mætti Sigurður Þórarinsson fyrir hönd Lionsmanna og færði okkur styrk til ferðarinnar. Lions mönnum færum við bestu þakkir fyrir gjöfina og þá viðurkenningu sem okkar starfi er sýnt með þessari gjöf. 30. apríl fóru 32 Hebbar í Laxdæluferð. Dagurinn var tekinn snemma. Sól var í Hebbunum en rigningarúði í veðrinu. Þungatakmarkanir voru á Skógarströnd, svo stefnan var sett á Heiðdal. Fararstjóri hópsins var Eggert, vanur maður á ferð og sjaldan orða vant. Í Búðardal sóttum við leiðsögumann sem við vorum búin að tryggja okkur með löngum fyrirvara. Það var Björn Stefán Guðmundsson mikill fróðleiksmaður og hagyrðingur góður. Við byrjuðum í Hjarðarholti en þar skoðuðum við kirkjuna og fengum fróðleiksmola frá séra Óskari presti þeirra Dalamanna. Síðan var haldið á Svínadal, þar skoðuðum við Kjartansstein og settum á svið víg Kjartans. Hebbunum er margt til lista lagt. Á Skriðulandi fengum við okkur súkkulaði og vöfflur. Þar er notalegt að koma. Haldið var áfram sem leið liggur kringum strandir eins og Dalamenn segja. Hér í bæ tölum við um að fara kringum Klofning. Landslagið á Skarðsströnd er svipmikið hvort heldur er til fjalls eða fjöru. Við skoðuðum kirkjuna á Skarði, þar er magnað að koma. Gengum á Klettastapann við Klofning og skoðuðum hringsjánna. Nú nestuðum við okkur í fegursta kaffihúsi heims í úða rigningu. En alltaf er nú yndislegt að drekka úti. Næst gengum við á Krosshólaborg. Þegar komið var að Laugum kvöddum við Björn leiðsögumann eftir skemmtilega samveru. Fróður maður og gæða karl þar á ferð. Nú var raðað í herbergi og flestir fengu að vera með sínum maka. Við skoðuðum safnið og nutum leiðsagnar Valdísar Einarsdóttir safnvarðar. Merkilegt safn á Laugum. Nú tók við hátíðarkvöldverður að hætti Dalamanna og kvöldvaka. Hebbarnir létu ljós sitt skína sem aldrei fyrr og sýndu

snilldar takta. 1. maí rann upp bjartur og fagur, ótrúlega flottur. Jólaveður, snjór yfir öllu og snjókoma í logni. Það var yndislegt að sitja í heitapottinum í smá jólafíling. Í Búðardal skoðuðum við Leifsbúð og handverkshúsið Bolla. Síðan var haldið að Eiríksstöðum, þar áttum við góða hlátursstund í klukkutíma enda alþjóða jógahláturdagurinn. Siggi á Vatni sögumaður staðarins sér um að halda fólki kátu. Þar er mannbætandi að koma. Loka atriðið var heimsókn á Erpsstaði. Þar eru gæða vörur á boðstólnum. Södd og sæl héldum við heim eftir góða ferð. Hebbarnir eru ótrúlega flottur hópur sem hefur ræktað þann eiginleika að sjá það jákvæða í lífinu. Það er alls ekki svo lítils virði. Ég hef þá trú að félagsstarf eldri borgara hafi mikið forvarnargildi. Í vetur hefur verið fjölbreytt starf eldri borgara og vonandi á það eftir að vaxa og þróast enn meira. Þessi aldurshópur fer stækkandi. Leggjum metnað okkar í að veita þeim góða þjónustu og öflugt félagslíf. Það skapar atvinnu. Já og öll viljum við verða gömul þó enginn vilji vera gamall. Hópar frá Unaðsdögum hafa komið með Hebbunum í göngur í vetur og gefið okkur og þeim líka skemmtilega samveru. Í öldrunarmálum er margt skemmtilegt hægt að gera til aukinnar lífsgæða fyrir okkur öll. Það væri gaman ef Hólmurinn yrði eftirsóttur staður til að búa á fyrir eldri borgara, vegna öflugs félagslífs og góðrar þjónustu. Bestu þakkir til allra sem lagt hafa Hebbunum lið á einn eða annan hátt. Hanna Jónsdóttir

Frá fótboltasamstarfinu Nú er sumarstarfið að fara á fullt hjá Fótboltasamstarfinu á Snæfellsnesi og Faxaflóamótinu að ljúka. Faxaflóamótið hefur gengið brösulega mikið um frestanir á leikjum vegna veðurs en við lítum björtum augum á farmhaldið og höldum glöð út í fótboltasumarið. Við verðum með 9.flokka á íslandsmótinu í sumar og er óhætt að segja að nó verði um að vera hjá krökkunum og foreldrum þeirra. Undanfarin ár höfum við farið í áheitahlaup sem fjáröflun fyrir samstarfið og hefur verið hlupið á milli Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Í ár er ætlunin að hvíla hlaupið en í staðin ætlum við að standa fyrir íþróttadegi fyrir iðkendur okkar. Markmiðið með íþróttadeginum er að kynna aðrar íþróttagreinar fyrir krökkunum. Það er mikið íþróttalíf hér á nesinu og langar okkur til þess að gera öllum greinum skil. Þær greinar sem við höfum hug á að bjóða uppá á þessum íþróttadegi eru m.a. blak, karate, sund, frjálsar, körfubolti og auðvitað fótbolti líka. Við erum að hugsa um 14. maí fyrir þennan dag og viljum því byðja foreldra um að taka þann dag frá fyrir okkur. Þó svo að við ætlum ekki í áheitahlaup í ár sem fjáröflun munum við samt sem áður leita til ykkar Snæfellingar góðir. Við höfum fengið góðan styrk frá ykkur síðustu ár og munum leita eftir honum áfram þó svo að framkvæmdin verði með öðru sniði. Krakkarnir munu á næstu dögum banka upp á heimilium á Snæfellsnesi og byðja um 1000 kr styrk. Við vonum að þið takið vel í þessa fjáröflun hjá okkur. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur. Krakkarnir munu einnig heimsækja fyrirtæki og leita eftir styrk frá þeim. Ef þið eru ekki heima þegar krakkarnir koma er hægt að leggja inná reikninginn okkar 309 – 13 - 282 kt 620169-5289. Síðastliðinn mánudag var haldið unglingadómaranámskeið í Grundarfirði og mættu 13 á það námskeið þannig að við ættum að vera vel sett með dómara í sumar. Við viljum að lokum hvetja ykkur til að fylgjast með á heimasíðum flokkanna þangað inn eiga að koma allar upplýsingar og er þessa Eygló Bára Jónsdóttir dagana verið að uppfæra síðurnar.

Ferjan Baldur Áætlun frá 01.01.2011 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is

Smáauglýsingar Vantar íbúð til leigu frá og með 1. júní. Gunnar s. 4625747/8665747 Ungt par sem á von á barni óskar eftir íbúðarhúsnæði til leigu sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 8656230, Jóna Gréta www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5.maí 2011

Danskir dagar 2011

Vísindaveislu lokið – Rannsóknasetur Háskóla Íslands þakkar fyrir sig.

Danskir dagar í ár verða haldnir 12-14 ágúst. Þessi ákvörðun var tekin eftir könnun á vef Stykkishólmspóstins, þær athugasemdir sem nefndarmönnum bárust og eftir fundi um samstarf við stjórn Snæfells og aðkomu þeirra að hátíðinni. Danskir dagar verða haldnir í sinni gömlu mynd, með hverfagrillum, markaðstjaldi, skemmtun í miðbænum á laugardegi, brekkusöng og flugeldasýningu á laugardagskvöldi. Ásamt þessu er KKD Snæfells búin að sækja um að halda tvo dansleiki í íþróttamiðstöðinni, á föstudags- og laugardagskvöldi. Inn í nefnd Danskra daga koma þrír menn frá stjórn mfl. Snæfells og telur því nefndin nú 14 manns. Verkefnastjórn hátíðarinnar verður sameiginlega í höndum Berglindar Lilju og Inga Þórs. Markmið nefndarinnar er að vel verði staðið að allri gæslu og skipulagningu svo hátíðin verði okkur Hólmurnum til sóma. Allir sem starfa að undirbúningi hátíðarinnar eru sáttir við þessa lendingu, að velja þessa helgi og að fá Snæfellsmenn inn í samstarfið. Nefndin er með netfangið danskirdagar2011@gmail. com og viljum við endilega hvetja fólk til að senda inn hugmyndir og pælingar varðandi hátíðina.

Sl. laugardag 30 apríl sótti mannfjöldi Vísindaveislu á Hótel Stykkishólmi, í boði Háskólalestarinnar og W23. Háskólalestin ferðast um landið í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands (HÍ) og er á forsjá markaðs- og kynningardeildar HÍ undir stjórn Guðrúnar Bachmann. Ákveðið var að sameina Vísindavöku W23 og heimsókn Háskólalestarinnar í góðu samráði þessara aðila sl. haust. Það kom í hlut undirritaðs að halda í þræðina, jafnt út sem suður, og ber nú að þakka nokkrum lykil aðilum við verklok. W23 hópurinn samanstendur af rannsóknastofnunum fimm hér á Snæfellsnesi (sjá heimasíðuna w23.is), Háskólasetrinu, Náttúrustofunni, Þjóðgarðinum, Vör og Hafró Ólafsvík. Einnig mætti Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum og sýndi okkur nýjasta krabba Íslands, grjótkrabbann. Þá vann Trausti Tryggvason kynningu á lundaverkefninu sem Grunnskólinn og Háskólasetrið hafa unnið að í sameiningu. Daginn áður var Háskóli Unga Fólksins (HÍF) haldinn í Grunnskóla Stykkishólms. Er mál manna að vel hafi tekist til og krakkarnir verið til sóma. Þau mættu svo vel á Vísindaveisluna daginn eftir, mörg ásamt foreldrum sínum. Val námsefnis í HÍF var undir stjórn Gunnars Svanlaugssonar og kennara skólans. Stykkishólmsbær tók vel á móti Háskólalestinni í Vatnasafninu á föstudagskvöldið. Þar fóru fremstar í flokki Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri og Ragnheiður Óladóttir sem sagði frá tilurð Vatnasafns. Hótel Stykkishólmur hýsti Vísindaveisluna og fær starfsfólk þess, með Maríu hótelstjóra í fararbroddi, sérstakar þakkir fyrir úrræði og hjálpsemi. Samruni Vísindavöku W23 og Háskólalestar tókst með miklum ágætum. Án atbeina allra sem að komu hefði þessi frábæra heimsókn ekki orðið að veruleika. Færi ég Háskólalestinni og ofantöldum aðilum mínar bestu þakkir, sem og þeim gestum sem mættu og gerðu þennan viðburð ógleymanlegan.

Nefndin

Heimsmælikvarðann í Hólminn! Tók að mér að hanna Heimsmælikvarðann. Hann skal svo staðsettur í Hólminum um aldur og ævi líkt og meterinn er geymdur í París. Nú vantar mig uppástungur um útfærslu á heimsmælikvarða því vel skal vanda sem lengi á að standa. Vinsamlegast sendið hugmyndir á gugu@stykk.is. Heiðurinn einn í verðlaun. Kveðja, Gunnar Gunnarsson, heimsmælikvarðahönnuður.

Fyrir hönd Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi (Háskólasetrið), Jón Einar Jónsson forstöðumaður

Alltaf eitthvað nýtt fallegur barnafatnaður tilvalið til afmælis- og sængurgjafa. Margt, margt fleira fallegt.

Kynning á Sothys snyrtivörum

Verið velkomin Heimahornið

í Lyfju í Stykkishólmi Föstudaginn 6. maí frá kl. 13 - 18 Sérfræðingur verður á staðnum 20% afsláttur og kaupaukar í boði

Íslandspóstur Stykkishólmi óskar eftir bréfbera í sumarafleysingu. Upplýsingar í síma 517 2046.

www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Karlakórinn Kári Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

Vortónleikar 2011 Stykkishólmskirkja Fimmtudaginn 5. maí Tónleikarnir hefjast kl. 20 Stjórnandi: Hólmfríður Friðjónsdóttir Einsöngvarar: Katalin Tóth, Hólmfríður Friðjónsdóttir og Lárus Á. Hannesson Meðleikari: Zsolt Kántor

Aðgangseyrir: 1500 kr.

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 5.maí 2011  

Bæjarblað Stykkishólms

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you