Page 1

SÉRRIT - 17. tbl. 19. árg. 3. maí 2012 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir 2011 Á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar í paríl s.l. var fyrri umræða tekin um ársreikning Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2011. Seinni umræða fer fram í maí. Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2011 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við lög og reglur þar um. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 822,5 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og Bhluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 764,7 millj. kr. Rekstrargjöld A og B hluta námu 704,1 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 683,0 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var neikvæð um 35,1 millj. samkvæmt ársreikningi en neikvæð um 47,7 millj. kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 799,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 980,6 millj. kr. Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er neikvæð um 47,7 millj. kr. Meginátæður eru fyrir þessu eru: Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var neikvæð um 35,1 millj. Helstu ástæður þessarar rekstrarniðurstöðu má rekja til hækkunar launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun m.a. vegna þess að kjarasamningar voru gerðir á miðju ári 2011. Einnig urðu fjármagnsgjöld hærri, þar sem verðbólga reyndist hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Það sem er jákvætt við rekstur bæjarsjóðs A og B hluta er að Hafnarsjóður var rekin með u.þ.b. 1,0 millj. kr. hagnaði. Einnig er jákvætt að tekjur eru að aukast hjá Stykkishólmsbæ A-hluta eða úr 687,3 millj. kr. árið 2010 í 764,7 milljónir króna árið 2011. Skuldahlutfall miðað við tekjur hefur batnað milli ára. Helstu fjárfestingarhreyfingar eru annars vegar sala á Aðalgötu 2 að upphæð 37,3 milljónir króna, hins vegar fjárfestingar að upphæð 23,8 milljónir króna og vegur fjárfesting í flotbryggju að upphæð 9,7 milljónir, nýtt hlutafé í Jeratúni að upphæð 5,7 milljónir þyngst. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,43% á íbúðarhúsnæði. Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Stykkishólmbæjar. am

Náttúruverndarinn Guðmundur Páll Ólafsson Á nýafstöðnu Náttúruverndarþingi sem haldið var í Reykjavík s.l. laugardag var kynnt ný viðurkenning sem ber heitið Náttúruverndarinn og hlaut Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur, ljósmyndari og náttúrufræðingur viðurkenninguna fyrstur manna fyrir ötula baráttu í náttúruvernd á Íslandi. Náttúruverndarbarátta hefur verið Guðmundi Páli hugleikin í lífi og starfi en náttúran er meginstefið í ritverkum hans. Guðmundur vinnur nú að bók um vatnsbúskap á heimsvísu. am

Litla Lúðró á Landsmóti skólalúðrasveita

Um síðustu helgi fór fram Landsmót skólalúðrasveita SÍSL á Akureyri. Um 600 efnilegir tónlistarnemendur og meðlimir í lúðrasveitum víða um land tóku þátt í mótinu og með þeim rúmlega 100 fylgdarfólk, farastjórar og tónlistarkennarar. Aldurinn spilurunum frá frá 3ja bekk og upp í 8. bekk Skipt var upp í 5 lúðrasveitir og 1 trommusveit. Í stærstu sveitinni voru 150 spilarar!! 12 nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms og félagar í Litlu Lúðró fóru ásamt fylgdarliði norður og tóku þátt í æfingum með þremur sveitum. Mótið heppnaðist vel og krakkarnir okkar jafnt sem aðrir stóðu sig með prýði og voru prúð og kurteis. Það var æft frá föstudagskvöldinu og fram á miðjan sunnudag, svo hvergi var slegið slöku við. Á lokatónleikum sem haldnir voru í KA höllinni á sunndag komu svo allar sveitir fram með sína efnisskrá áður en haldið var heim á leið. Höfðu þá allir nemendur vísast lært eitthvað nýtt og kynnst því að spila í stórri lúðrasveit og eignast nýja vini á þessum vettvangi. am

Vinnandi vegur Um helgina var sagt frá því í fréttum að 900 ný störf yrðu í boði fyrir sumarið. Á vef vinnumálastofnunar kemur fram að störfin tengist að hluta til átakinu Vinnandi vegur sem stjórnvöld, sveitarfélögin, Vinnumálastofnun ásamt atvinnulífinu standa að. Hægt er að sækja um þátttöku í verkefninu til 31. maí og geta fyrirtæki og sveitarfélög ráðið til sín atvinnuleitendur eða námsmenn til skilgreindra verkefna í sumar. Atvinnurekendur eru hvattir til að kynna sér málin, því þróunarverkefni innan fyrirtækja eru einnig gjaldgeng í þetta verkefni. Í samtali við Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra við Stykkishólms-Póstinn kom fram að Stykkishólmsbær er þegar kominn með 5 sumarstörf í gegnum þetta átak nú í sumar. Ekki er ljóst hvort þau verða fleiri. Aðspurð um uppsagnir eða niðurskurð í starfsmannahaldi sveitarfélagsins sagði Gyða að við mannabreytingar hefði í sumum tilvikum starfshlutfall verið minnkað í viðkomandi stöðum en engum hefði verið sagt upp. Hvað myndi gerast í ráðningarmálum í haust í tengslum við skólana myndi koma í ljós síðar í sumar. am


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 19. árgangur 3.maí 2012

Opið hús í leikskólanum

Hverir á Hafsbotni

Opið hús var í leikskólanum í Stykkishólmi föstudaginn 29. apríl. Fjöldi gesta leit við og þáði ávaxtahressingu, skoðaði vinnu leikskólabarnanna og endaði dagskráin með söng á sal.

Ferðasaga frá Nýju Gíneu Haraldur Sigurðsson Eldfjallasafn Stykkishólmi Laugardaginn 5. maí 2012 kl. 14 Aðgangur er ókeypis. Eldfjallasafnið er nú opið daglega frá kl. 11-17 út september.

am

(Fréttatilkynning)

Ráðherra og þingmenn Vinstri grænna í heimsókn í Stykkishólmi Miðvikudaginn 25. apríl voru í heimsókn í Hólminum ráðherra Sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Steingrímur J. Sigfússon og þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Í ráðhúsinu var farið yfir skeljahrunið og afleiðingar þess á tekjuog atvinnustig í bænum auk þess sem lögð var áhersla á að þær föstu bætur sem fengist hafa vegna skelbrestsins héldust. Um kvöldið hélt Vinstrihreyfingin grænt - framboð opinn stjórnmálafund þar sem helst var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á sjávarútvegsfrumvarpinu. Um 60 manns mættu á fundinn. Það vakti athygli á þessum fundi hvað öfgalaus en um leið hreinskiptin umræðan var um þessi mál í ljósi þeirra stóryrða sem fyllt hafa fjölmiðlana að undanförnu. Það breytir ekki því að skiptar skoðanir eru um málin enda um gríðarlegt hagsmunamál að ræða fyrir okkur öll. Á fimmtudeginum funduðu bæjarfulltrúar með Birni Val Gíslasyni og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur (dóttir Baldurs Ragnars) varðandi þær breytingar sem verið er að skoða varðandi eflingu Sjúkrahússins og færslu starfseminnar sem er á dvalarheimilinu niður á Austurgötu í húsnæði SFS. Björn Valur er stjórnarmaður í Framkvæmdarsjóði aldraðra auk þess að vera varaformaður fjárlaganefndar og Anna er aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar Velferðarráðherra. Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri og undirritaður fóru með Björn Val og Önnu í heimsókn á dvalarheimilið og sjúkrahúsið. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvernig verkefnið lendir, en ekki er ástæða er til annars en bjartsýni og að niðurstaðan verði skynsamleg á allan máta.

Ljósmyndir: Leikskóli Stykkishólms

Ytra mat um Grunnskólann kynnt Fyrir skömmu var kynnt ytra mat um grunnskólann í Stykkishólmi sem er tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Óskar J. Sandholt og Gunnar Kristjánsson unnu matið á vorönn 2012. Fjórir matsþættir voru teknir fyrir: stjórnun, nám og kennsla, innra mat og skólabragur og eineltisstefna. Í samantekt niðurstaðna matsins kemur fram að „í Grunnskólanum í Stykkishólmi ríkir góður starfsandi og samstarf allra hagsmunahópa og samskipti eru með ágætum.“ eins og fram kemur í samantekt um stjórnun. Í samantektinni um nám og kennslu segir m.a.:„Námsvísar birtast í bekkjarnámskrám á heimasíðu skólans en þeir þarfnast endurskoðunar. Kennsluáætlanir eru ekki aðgengilegar á heimasíðu og töluvert þarf að bæta markmiðssetningu og þátttöku nemenda og foreldra í henni.“ um innra mat segir m.a.: „Innra mat Fyrirliggjandi er áætlun um innra mat fyrir yfirstandandi skólaár og ber skilgreint matsteymi ábyrgð á innra mati skólans. Gagnaöflunarleiðir sem skólinn hefur beitt í innra mati sínu hafa hæft viðfangsefninu ágætlega og leitað er eftir sjónarmiðum þeirra hagsmunaaðila er hlut eiga að máli.“ Um skólabrag og eineltisstefnu segir m.a.: „Í skólanum er í innleiðingu heildstæð stefna, Uppeldi til ábyrgðar, sem ætlað er að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Reglulegar kannanir eru á umfangi og eðli eineltis í skólanum, niðurstöður eru kynntar og þær nýttar til úrbóta.“ Í niðurlagi matsins er greint niður í kafla um styrkleika, veikleika, ögranir og tækifæri. Í kaflanum um tækifærin segir m.a.: „Innleiðing Uppeldis til ábyrgðar er í ferli sem gengið hefur vel og sú reynsla sem stjórnendateymi og starfsmenn hafa öðlast þar getur verið fyrirmynd við nauðsynlegar breytingar á öðrum sviðum. Þróun og útfærsla fjölbreyttara námsmats getur skapað ný tækifæri í samskiptum heimila og skóla. Vel gengur með þróun innra mats og þegar hafa umbætur í kjölfar þess átt sér stað en frekari þróun þess byggir á því að fyrst verði gengið frá markmiðssetningu, skólanámskrá og slíku. Fjölmörg tækifæri liggja í að virkja betur skólaráð og auka aðkomu foreldra, nemenda og starfsmanna að forgangsröðun og stefnumótun skólans.“ Matið má nálgast á heimasíðu grunnskólans: www.stykkisholmur. is/grunnskolinn

Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar.

Sunnukórinn í Stykkishólmskirkju Sunnukórinn á Ísafirði heldur tónleika í Stykkishólmskirkju laugardaginn 5. maí kl. 17:00. Efnisskráin er í spönskum anda með íslensku ívafi, meðal annars  verður frumflutt lag eftir Jónas Tómasson, tónskáld á Ísafirði, við spænskan texta í þýðingu Þorsteins Gylfasonar.  Einsöngvari er Ingunn Ósk Sturludóttir, stjórnandi Dagný Arnalds og meðleikari Sigríður Ragnarsdóttir.  Aðgangseyrir 2500 kr., 2000 fyrir eldri borgara. (Fréttatilkynning)

Smáauglýsingar Tilboð óskast í SUBARU FORRESTER árgerð 2003 Upplýsingar gefur Sverrir í síma 896-4489

am

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 19. árgangur 3.maí 2012

Kynning á Sothys snyrtivörum í Lyfju Stykkishólmi föstudaginn 4. maí kl.14-18

20% afslát tu af Sot r hys

Sérfræðingur verður á staðnum með húðgreiningartæki og veitir fría húðgreiningu og ráðgjöf.

Hlökkum til að sjá ykkur

HÚS TIL SÖLU Reitarvegur 5, hluti

87,7 fm. miðjubil í stálgrindarhúsi byggðu árið 1987. Húsnæðið er einn salur og er með stórri innkeyrsluhurð og gönguhurð. Nýleg klæðning er á útveggjum og milliveggir eru nýjir. Húsnæðið afhendist með rafmagnstöflu og aðgangi að vatni og hitaveitu en tengigjöld hitaveitu eru ekki innifalin. Verð 9.300.000,-.

Hlý og rómantísk alla helgina Minnum á hinn sívinsæla

Sunnudagsdögurð í hádeginu sunnudag Opið: Hádegi virka daga frá kl. 11:30 Kvöldin virka daga frá kl. 18 Laugard. og sunnud. frá kl. 12

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www. fasteignsnae.is Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 19. árgangur 3.maí 2012

Þegar 1100 blakarar koma saman, þá er gaman!

aðurinn?

Hver er m

Eldri hluti blakliðsins hélt á öldungamót á Tröllaskaga síðasta föstudag. Við fórum á hinni ágætu rútu sem ungmennafélagið okkar á, og blakdeildin er stór hluthafi í, og vorum við allar sammála um það að þetta hafi verið mikið gæfurspor hjá Snæfell að eignast þessa langferðabifreið. Vignir Sveins kvaddi okkur grátandi í hurð íþróttamiðstöðvarinnar þegar við lögðum í hann og það var greinilega blakþrá sem kvaldi hann á laugardagskvöldinu þegar hann fór að kveðast á við Formanninn í sms-um og það er 110% öruggt að hann mun mæta á næsta mót! Þema liðsins í ár var I´m sexy and I know it! en körfuboltamaðurinn Q hefur í vetur verið að kenna liðinu dansinn við það lag. Við vorum í sérmerktum treyjum, upphitun var tekin með lagið undir og fagnað með slagorði þess og vakti þetta töluverða athygli á mótinu. Þjálfarinn okkar var því miður vant við látinn þegar við vorum að spila, en hann var að spila með liði Grundarfjarðar. Elín Ragna tók því við hlutverki þjálfara á mótinu en hún er afbragðs þjálfari og

kom okkur þangað sem við vildum fara. Liðið sigraði 5 af 6 leikjum sínum, lenti í öðru sæti í deildinni sem þýðir að við förum upp um deild og spilum í 5 deild að ári (af 13). Við völdum að lenda í öðru sæti þar sem það lið fékk afhent verðlaunin og koss frá karlmönnum en konur sáu um afhendingu verðlauna í fyrsta og þriðja sætið. Þetta var því allt með ráðum gert. Það var svo glæsilegur hópur sem fagnaði 45 ára afmæli Betu okkar á mánudaginn með stórveislu, sem gekk líka undir nafninu lokahóf, í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði og var þar dansað fram á nótt. Formaðurinn var að koma þarna í fyrsta sinn síðan 1986 og var ekki enn kominn með það á hreint á heimleiðinni hvar hann var staddur í heiminum þrátt fyrir frábæra landafræðikennslu frá kennurunum í hópnum. Það var því ljúft að renna inn í Stykkishólm 1. maí og sjá að bæjarbúar höfðu flaggað okkur til heiðurs og þökkum við kærlega fyrir þann heiður sem okkur var sýndur með því. Blakdeild Snæfells ðan 1986

Í fyrsta sinn sí

Að sjálfsög

ðu var prjón

n

Coach Elí

að! I’m sexy

mstrar í Ástin bló ála Staðarsk

Þjálfi glaður m

eð okkur

www.stykkisholmsposturinn.is

Hluti af upphitun á leiðinni á mót var að ýta rútunni.

and I kno w it

Game on

!

45 ára afmælisstelpa

Glæsilegur hópur í afmælinu hennar Betu 4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 19. árgangur 3.maí 2012

Skiptar skoðanir í Bæjarstjórn um stjórnun fiskveiða Umsagnir sem birtar voru í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku um stjórnun fiskveiða og voru til umfjöllunar á bæjarráðsfundi vikuna á undan voru einnig umræðuefni bæjarstjórnar s.l. fimmtudag. Gretar D. Pálsson, Guðlaug Ágústsdóttir og Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson lögðu fram viðaukatillögu við Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög) 657. mál svohljóðandi: „(Við bætist:) Allar þær miklu breytingar sem boðaðar eru í frumvarpi um stjórn fiskveiða og frumvarps um veiðigjöld munu kalla fram mikla endurskipulagningu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja með ófyrirsjáanlegum fjárhagslegum afleiðingum. Mikil óvissa er um áhrif frumvarpanna á hvaða fyrirtæki verða láta í minni pokann og hvaða fyrirtæki lifa af. Breytingarnar munu hafa slæm áhrif á alla þá sem að sjávarútvegi koma og byggðarlaga sem eiga mikið undir útgerð og fiskvinnslu . Þær skattaálögur sem boðaðar eru koma sérstaklega þungt á útgerðir sem hafa keypt til sín mikið af aflaheimildum, en hyglar þeim sem hafa selt sig út úr greininni því með frumvarpinu fá þeir möguleika að fara aftur til veiða. Bæjarstjórn Stykkishólms skorar á Alþingi að ígrunda vel áhrif frumvarpanna og fara varlega í að samþykkja þau óbreytt.“ Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þrem. Gretar, Guðlaug og Hjörleifur lögðu einnig fram breytingartillögu um orðalag á Ályktun bæjarráðs Stykkishólms og var sú tillaga samþykkt þannig að í stað „Við undirrituð leggjum“ komi „Bæjarstjórn leggur“ Fleiri tillögur voru lagðar fram: „34. Ályktun vegna frumvarpa ríkisstjórnar til laga um stjórn fiskiveiða og veiðigjöld. Við undirrituð leggjum til að bæjarstjórn Stykkishólms taki undir með þeim fjölmörgu sem samþykkt hafa neðangreinda ályktun Við undirrituð vörum Alþingi sterklega við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegsog landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja löggjafann að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins. Sérfræðingarnir búast við „umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum“ og segja að áformuð lagasetning muni verða „mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja“. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa „kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.“ Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu „ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann „langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum“. Undirritaðir telja að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að „umhleypingum“ með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins, m.a. mögulegri lækkun launa sjómanna og fiskverkafólks, lækkunar útsvarstekna sveitarfélaga, minni fjárfestingagetu sjávarútvegsfyrirtækja á landsbyggðinni og þar með enn minni atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni en nú er. Við slíkt verður ekki unað. Gretar D. Pálsson Guðlaug Ágústsdóttir Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Undirrituð hafna því að taka undir þá ályktun sem til umræðu www.stykkisholmsposturinn.is

er. Við fögnum þeim frumvörpum varðandi breytingar á stjórn fiskveiða sem fyrirliggja og teljum þau ágætan grunn að sátt um það umdeilda fiskveiðistjórnunarkerfi sem í gildi er. Við bendum á að þær breytingar sem orðið hafa á kerfinu undanfarin ár og varða t.d.strandveiðar, skötuselsveiðar, makrílveiðar og síldveiðar hafa komið svæðinu vel. Við leggjum áherslu á að fyrirhuguð veiðigjöld verði sanngjörn og ógni ekki rekstri útgerðarfyrirtækja. Lárus Ástmar Hannesson Davíð Sveinsson Egill Egilsson Helga Guðmundsdóttir“ am

Tónleikar Lúðrasveitarinnar Hefðbundnir vortónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms sem fyrirhugaðir voru nú í vor hefur verið aflýst. Lúðrasveitin og deildir hennar munu þó koma fram við ýmis tilefni t.d. mun Litla Lúðró, trommusveitin og Víkingasveitin koma fram á skólaslitum Tónlistarskólans í Stykkishólmskirkju á Uppstigningadag 17. maí, allar sveitirnar taka á móti norskri vinahljómsveit um sjómannadagshelgina og svo leikur Lúðrasveit Stykkishólms auðvitað á þjóðhátíðardaginn17. júní. am

Verslunin Sjávarborg Nú líður að sumri!

Prjónakvöld 3.maí Síðasta prjónakvöld vetrarins kl. 20 -22 Una leiðbeinir þeim sem vilja, um gerð prjónablóma. Upplagt að hafa með sér afganga og prjóna sem henta.

20% afsláttur á Alfa og Mandarín Petit þetta kvöld og fullt af nýju í útsölukassanum með 40 % afslætti. Mætum sem flestar og höfum gaman. Svo minnum við á bókaávísanirnar og fullt af nýjum bókum. Fermingarkort og margt til gjafa. Verslunin Sjávarborg – í englaskapi. Ps. Laugardaginn 5. maí verður lokað í Sjávarborg vegna árlegrar gólfhreinsunar.

Ferjan Baldur

Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 19. árgangur 3.maí 2012

Stjórnarskipti hjá Aftanskini

9.-29. maí Vinnustaðakeppni Keppt er um: • Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra - liðakeppni

Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is

Á aðalfundi Aftanskins, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosin ný stjórn félagsins. Formaður er Hermann Bragason, gjaldkeri Róbert Jörgensen, ritari Halldóra Baldvinsdóttir meðstjórnendur eru Elsa Valentínusdóttir, Guðrún Ákadóttir og Guðný Jensdóttir. (Fréttatilkynning)

Vertu með! Aðalstyrktaraðili

Fermingarkort

Aukin orka - Meiri kraftur - Minni eyðsla

Boðskort

Gestabækur

Sýningarskrár Ritgerðarog skýrsluprentun Gormun og innbinding Veggspjaldaprentun Ljósritun og prentun A4 og A3 Plöstun A4 og A3 Hönnun Sálmaskrár

ÍSLENSKA / SIA.IS / ÍSÍ 58914 03/11

Samstarfsaðilar

Opið hús í Setrinu

prentefnis Auglýsingahönnun

Vörumerkjahönnun

Vefsíðuhönnun Lófaleiðsögn

Skönnun

Ljósmyndir

Fimmtudaginn 10.maí verður opið hús í Setrinu og einnig á Dvalarheimilinu hjá eldri borgurum frá kl. 15:00-17:00 þar sem þau sýna afrakstur vetrarins.

Allir hjartanlega velkomnir

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 3. maí 2012  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær 17. tölublað 19. árgangur

Stykkishólms-Pósturinn 3. maí 2012  

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær 17. tölublað 19. árgangur

Advertisement