Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 16. tbl. 20. árg. 2. maí 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Sumarið bærir á sér

Undanfarið hafa stórir mávahópar gert sig heimakomna hér við sjávarmálið og við höfnina í síðustu viku var mikið um að vera hjá þeim. Greinilega nóg af æti. En það eru ekki bara mávarnir sem eru hér í hópum heldur hefur einnig heyrst til farfuglanna. Hópur af Heiðlóum sást t.d. við Nesveg og bættist þar við rjúpnahópinn sem sést hefur oft í vetur á þeim slóðum. Hvort gæsin er komin á golfvöllinn er ekki vitað! En sumarið gerir vart við sig á fleiri sviðum því víða má líta blessaða vorlaukana og páskaliljurnar í görðum bæjarins. Nú er tími til að fara að undirbúa vorverkin í garðinum, huga að útsæði og fleiru!

Breytingar á spítalahúsnæði Kynningarfundur var haldinn á spítalanum s.l. miðvikudag hér í Stykkishólmi um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði hans. Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson kynnti þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á starfsemi í húsakynnum. Fram kom í máli hans að unnið hefði verið að verkefninu frá miðju ári 2011 í starfshópi ráðherra og að fjallað hefði verið um það á vettvangi Framkvæmdasýslu ríkisins og verkefnið fengið þar jákvæða umsögn. Nú liggi fyrir aðalteikningar og kostnaðaráætlun að umfangsmiklum framkvæmdum. Gert sé ráð fyrir verkefninu í fjárlagatillögum Ve l f e r ð a r r á ð u neytisins fyrir árið 2014 en framkvæmdir hefjist strax í sumar. Ljóst sé jafnframt að þessi framkvæmd verði ein sú mesta sem ráðist hefur verið í á svæðinu í áratugi og það sé við hæfi að hún snúi að uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS teiknistofu kynnti væntanlegt skipulag á fundinum. Ávarp fluttu jafnframt þeir Jósep Blöndal, yfirlæknir, Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar og Lárus Á. Hannesson, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Að loknum kynningum og fyrirspurnum færði velferðarráðherra Háls- og bakdeildinni 3,5 milljónir króna til kaupa á sónartæki fyrir deildina. Kynningarefnifrá fundinum má nálgast á vef hve.is Ljósmynd hve.is/am

Súgandisey og skólalóð Á bæjarstjórnarfundi 24. apríl s.l. var samþykkt að leita tilboða í hluta af áföngum í framkvæmdum á Súgandisey. Einnig var ákveðið að áfangaskipta framkvæmd um grunnskólalóðina og bjóða út fyrsta áfanga. Samþykkt var einnig hækkun gjaldskrár að íþróttamiðstöð og er gjald fyrir fullorðinn nú kr. 550 en var áður kr. 500 Fram kemur í fundargerð að Stykkishólmsbær mun ekki nýta sér forkaupsrétt á húsnæði gamla leikskólans á sjúkrahúsinu. Kaþólska kirkjan á Íslandi er að kaupa af ríkissjóði umræddar eignir. am

Hjólað í vinnunna Þann 8. maí n.k. hefst átakið Hjólað í vinnuna á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í ár er hleypt af stokkunum glænýjum vef í tengslum við átakið: www.hjoladivinnuna.is og þar gefst kostur á að skrá sig, fylgjast með stöðu liða og taka þátt í ýmsum leikjum tengdum þessu átaki. Það er því ekki úr vegi að fara að taka fram reiðfákana og yfirfara fyrir hjólreiðar árstíðarinnar. Um leið má geta þess að útvistartími barna hefur breyst! Hann breyttist í gær, 1. maí nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþróttaeða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Hreyfing er af hinu góða, enda má sjá að elstu nemendur leikskólans stefna hátt í vor, því þau ætla í fjallgöngu! Eins og sjá má í frétt á heimasíðu leikskólans hafa þau tekið æfingagöngur undanfarið eins og alvöru fjallgöngumenn sem setja markið hátt. am


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2012

Sameiginlegur skipulags- og byggingarfulltrúi

Í dag 18. apríl 2012 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2012 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 15. maí n.k. Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra. Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum reikningsskilaaðferðum. Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 916,1 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og Bhluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 845,8 millj. kr. Rekstrargjöld A og B hluta námu 764,2 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 735,3 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 11,0 millj. samkvæmt ársreikningi en jákvæð um 4,5 millj. kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 863,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.051,8 millj. kr. Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er jákvæð um 4,5 millj. kr. miðað við 47,7 millj. kr. tap á árinu 2011. Meginátæður eru fyrir þessu eru: a. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var jákvæð um 11,0 millj. 2012 miðað við 35,1 millj. kr. tap á árinu 2011. Helstu ástæður þessarar rekstrarniðurstöðu má rekja til 17,2 milljónum kr. hækkun á útsvari miðað við fjárhagsáætlun. Einnig urðu fjármagnsgjöld lægri, þar sem verðbólga reyndist minni en áætlun gerði ráð fyrir. Einnig er jákvætt að tekjur eru að aukast hjá Stykkishólmsbæ A-hluta eða úr 764,7 millj. kr. árið 2011 í 845,8 milljónir króna árið 2012. b. Í öðru lagi er jákvætt að Hafnarsjóður var rekinn með u.þ.b. 3,1 millj. kr. hagnaði miðað við 1,0 milljón kr. hagnað árinu á undan. c. Í þriðja lagi skilar Fráveita 0,7 milljón kr. hagnaði miðað við 4,2 milljón kr. tapi á árinu 2011. d. Síðast en ekki síst þá hefur skuldahlutfall miðað við tekjur batnað milli ára og er komið niður fyrir 150% af skatttekjum. Helstu fjárfestingarhreyfingar eru annars vegar sala á Ásklif 4a að upphæð 26,1 milljónir króna, hins vegar fjárfestingar að upphæð 64,4 milljónir króna og vegur fjárfesting í slökkvibíl að upphæð 13,6 milljónir, gatnagerð 13,3 milljónir, uppbygging kirkjugarðs 12,2 milljónir og nýtt hlutafé í Jeratúni að upphæð 7,6 milljónir þyngst. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,43% á íbúðarhúsnæði. Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Stykkishólmbæjar.

Á bæjarstjórnarfundi 24. apríl s.l. samþykkti bæjarstjórn samhliða að fella niður starf skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar. Þar með var bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá starfslokum hans. Stykkishólmsbær og Grundarfjarðarbær hafa nú auglýst eftir smaeiginlegum skipulagsog byggingarfulltrúa fyrir sveitarfélögin. Á fundum bæjaryfirvalda fyrr á árinu var samþykkt að semja um starfið á milli sveitarfélagana. Í apríl var auglýst eftir Skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir bæði sveitarfélögin og mun ráðningarskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu sjá um ráðningu í starfið sem er 100% og skiptist til helminga á milli sveitarfélaganna. am

Kór Stykkishólmskirkju 70 ára

S.l. þriðjudag hélt Kór Stykkishólmskirkju upp á að 70 ár eru liðin frá því að formlega var stofnað til kórsins. Flutt var efnisskrá væntanlegs geisladisks, sálmar og veraldleg lög með tengingu í Stykkishólm og svæðið hér. Í upphafi ávarpaði Lárus Á. Hannesson forseti bæjarstjórnar samkomuna og færði kórnum að gjöf frá bæjarstjórn, framlag í ferðasjóð kórsins. Í hléi bauð kórinn gestum upp á kaffi og konfekt og í lok tónleika færði bæjarstjórn Stykkishólms hverjum og einum kórfélaga rós að gjöf í tilefni tímamótanna. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að staðsetja kórinn fyrir framan Klaisorgelið og söng hann til gesta ýmist með undirleik orgels eða píanó auk nokkurra laga án undirleiks. Mæltist þessi nýbreytni vel fyrir meðal gesta sem voru fjölmargir. am

Elskulegur faðir minn, afi okkar og bróðir,

Benjamín Þórðarson Tjarnarási 13 stykkishólmi,

lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 21. apríl. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju 4. maí kl. 14:00.

Þór Örn Jónsson, bæjarritari

Björg Benjamínsdóttir, afabörn og systkini hins látna

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Prjónakvöld Fimmtudagskvöldið 2. maí 2013 kl. 20:00-22:00 Allir velkomnir. Nú er sumarið komið og hjá okkur færðu margskonar skemmtileg útileikföng fyrir börnin. Einnig ýmislegt til fermingargjafa. Verið velkomin.

Spennandi matseðill föstudags- og laugardagskvöld Borðapantanir nauðsynlegar í síma 4381119 eða á narf@narf.is

Vortónleikar í sal skólans blandaðir tónleikar:

Kynning á eigin framleiðslu í Bónus föstudaginn 3. maí milli kl. 17 - 18

6. maí (mán.) kl. 18:00, kl. 19:00 og kl. 20:00 7. maí (þri.) kl. 18:00 og kl. 19:00 8. maí (mið.) kl. 18:00  

www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

Tónleikar í Stykkishólmskirkju:

Vorvaka EMBLU

9. maí (uppstigningardag) kl. 17:00 Vortónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Sumarið bankar á!

12. maí (sun.) kl. 15:00  -  Söngtónleikar Höllu Dísar Hallfreðsdóttur (próftónleikar)

Vorvaka Emblu verður haldin á Hótel Stykkishólmi uppstigningardag 9. maí 2013 frá kl. 14 - 16:30

16. maí (fim.) kl. 18:00  -  Skólaslit tónleikar og afhending prófskírteina   Allir alltaf velkomnir og aðgangur ókeypis.

• Áhugaverðir fyrirlesarar þar sem fjallað verður m.a. um sáningu og upp-

Stykkishólmur

skeru á mat- og kryddjurtum • Ræktun berjarunna og ávaxtatrjáa

-gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar

• Moltuna • Nýting villtra matar og lækningajurta. • Tónlistaratriði og sölubásar Hólmarar og nærsveitungar Takið daginn frá! www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Spurning vikunnar: Hvert er áhugamál þitt?

Við þökkum fyrir okkur Nú við lok kosninga er okkur efst í huga þakklæti til þeirra sem treystu okkur til þess að starfa í sína þágu, að heill samfélagsins og ekki síst að hagsmunamálum Norðvesturkjördæmis. Við heitum því að vinna að þeim málum, sem mest við megum á komandi árum. Í því sambandi viljum við starfa með öllum þeim sem að þessu verkefni vilja vinna. Markmið okkar sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi var að ná þremur mönnum á þing og tryggja kjör Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur. Við náðum því markmiði ekki. Það var mjög miður. Ekki bara fyrir okkur. Heldur einnig vegna þess að við vitum að hún hefði orðið nýtur og öflugur þingmaður, sem mjög hefði munað um. Mjög litlu munaði hins vegar að þetta markmið hefði náðst. Gríðarlegur fjöldi fólks kom að kosningaundirbúningnum. Fólk alls staðar að úr kjördæminu, sem var tilbúið til þess að leggja á sig miklið starf, tók sér frí frá vinnu, vann í frítímum sínum og var ætíð reiðubúið til þess að leggja baráttu okkar lið. Þó svo að markmið okkar hafi ekki náðst að þessu sinni þá getum við samt sem áður verið sátt við að árangur flokksins í okkar kjördæmi var mjög vel viðunandi, í samanburði við önnur kjördæmi. Við fengum skýrt og traust umboð fólksins í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi er sem fyrr sterkt pólitískt afl og mun nýta það til heilla fyrir íbúana. Meginniðurstaða kosninganna var að ríkisstjórnin féll og ríkisstjórnarflokkarnir guldu afhroð. Hin raunverulega stjórnarandstaða fékk hins vegar skýrt umboð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nýju orðinn stærsta stjórnmálaaflið. Það er mikið fagnaðarefni og ákall um breytingar. Nú að loknum þingkosningum viljum við frambjóðendur flokksins í Norðvestukjördæmi þakka öllum þeim sem liðsinntu okkur, lögðu hönd á plóg og unnu að framgangi flokksins fyrir þeirra ómetanlega starf. Án þeirra hefðum við ekki náð þeim árangri sem við náðum.

Nafn: María Jónasdóttir Aldur: 41 Starf: Leikskólinn í Stykkishólmi Svar: Ég hef áhuga á útiveru, mér finnst gaman að vera úti ég er búin að stunda það lengi.

?

Nafn: Jóhanna Ómarsdóttir Aldur: 30 Starf: Leikskólinn í Stykkishólmi Svar: Ég hef áhuga á tónlist, ég er búin að vera í Tólistarskólanum í 18 ár Nafn: Steinunn Helgadóttir Aldur: 41 Starf: Stöðvastjóri Svar: Mér finnst gaman að fara í ræktina,mér líður svo vel eftir ræktina og mér finnst gaman að fara á hestbak. Ég hef stundað íþróttir frá því ég var lítil en hestameskunna hef ég stundað í 5 ár. Nafn: Sigurður Hallvarðsson Aldur: 30 Starf: Sundlaugarvörður Svar: Áhugamál mín eru íþróttir ég hef stundað það í 24 ár Nafn: Ólafur Torfason Aldur: 26 Starf: Heilsdagsskólinn Svar: Körfubolti er skemmtilegur leikur ég hef stundað körfubolta í 12 ár. Aníta, Margrét og Hrafnhildur

Ilmandi gott húsráð!

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Fylgist með á www.stykkisholmsposturinn.is

Samkvæmt dagatali gekk sumarið í garð fyrir viku síðan. Þó að veðrið sé ekki á sömu skoðun, vil ég í tilefni þess kynna ilmandi gott og umhverfisvænt hreinsiefni - Sítrónu! Allir vita að sítróna er ferskur og ilmandi ávöxtur en fæstir vita að sítróna getur komið að góðum notum við ýmis heimilisstörf. Krómið, hvort sem er á skrautmunum eða blöndunartækjum, verður fljótt matt og kámugt vegna kísilsins í vatninu og oft er erfitt að ná því glansandi. Gott er að taka hálfa sítrónu og nudda henni á krómið, láta liggja á því í 10 mínútur og þurrka því næst af með rökum klút. Þannig glansar krómið sem aldrei fyrr! Eins ef erfitt er að þrífa fúguna á milli flísanna , sama hvaða efni þú notar, prófaðu þá sítrónu. Skerðu hana í báta og nuddaðu í fúguna. Ef blettirnir eru erfiðir er hentugt að nota gamlan tannbursta til að nudda fúguna betur. Skolaðu svo vel með vatni. Þetta ráð tekur alla myglu og erfiða bletti. Sítróna virkar einnig sem náttúrulegt bleikiefni svo gott er að nudda henni í baðvaskinn til að gera hann hvítan og glansandi. Harpa Auðunsdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness (harpa@nsv.is)

Smáauglýsingar Geymsla óskast Mig vantar litla geymslu leigða. Þarf ekki að vera upphituð, en þurr og rakalaus. Þeir sem gætu leigt mér vinsamlega hafið samband í síma 438-1427 eða 8983593 www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Nú er komið að því!

Við léttum þér lífið KynningVið á léttum vörumþér frálífið Fastus ehf Mánudaginn 6. maí í Setrinu – íStykkishólmi Mánudaginn 06. maí Setrinu – Stykkishólmi Klukkan 11.00 – 14.30 Klukkan 11.00 – 14.30 Kynning á vörum frá Fastus ehf

Tími sumardekkja kominn! Dekkin eru á sama verði og í Reykjavík! 10% staðgreiðsluafsláttur af dekkjum!

Svava Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi og Sandra Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, munu standa fyrir Svava Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi og Sandra Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, munu standa fyrir kynningu á vörum frá Fastus ehf. kynningu á vörum frá Fastus ehf. Sýndar verða vörur eins og til dæmis: •

Gönguhjálpartæki

Sýndar verða vörur eins og til dæmis: • Hjólastólar • Gönguhjálpartæki • Vinnustólar • Hjólastólar • Rúmdýnur • Vinnustólar • Bað-og salernishjálpartæki • Rafskutlur • Rúmdýnur • Önnur hjálpartæki til daglegs lífs • Bað-og salernishjálpartæki • Minni þjálfunartæki • Rafskutlur • Önnur hjálpartæki til daglegs lífs Við höfum góðan tíma fyrir spjall og umræður. •Hlökkum Minni þjálfunartæki til að taka á móti ykkur.

Kveðja, Alli og Atli

Dekk og Smur ehf Nesvegur 5 340 Stykkishólmur S: 438-1385 Gsm: 895-2324

Við höfum góðan tíma fyrir spjall og umræður. Svava og Sandra. Hlökkum til að taka á móti ykkur. Svava og Sandra Fastus ehf - Síðumúla 16 - S: 5803900 - www.fastus.is Fastus ehf - Síðumúla 16 - S: 5803900 - www.fastus.is

Verslun og  útgerð  við  Breiðafjörð   1300  –  1600   Málstofa  til  heiðurs  og  minningar  um  Ólaf  Elímundarson   sagnfræðing  frá  Dvergasteini  á  Hellissandi     9.  -­  10.  maí  2013.    

Hvernig gerðu Norðmenn? Mánudaginn 6. maí 2013 kl. 17.00 verður opinn fundur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, um reynslu Norðmanna af stofnun svæðisgarða þar í landi.

Dagskrá: 14:30  

18:00 19:30  

Skoðunarferð um  sögu-­  og  útsýnisstaði  í  nágrenninu   tengda  umræðuefni  málstofunnar.       Mæting  við  Hótel  Hellissand.  Skoðunarferðinni  verður  síðan   framhaldið  daginn  eftir.  Leiðsögumenn  skoðunarferða:  Skúli   Alexandersson,  Sæmundur  Kristjánsson  og  Lilja  Björk   Pálsdóttir.  

Í undirbúningi er nú stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Í tengslum við það er nú staddur hér Norðmaðurinn Eivind Brenna sem er reyndur sveitarstjórnarmaður og stóð að stofnun fyrsta norska svæðisgarðsins, í Valdres. Eivind er líka stjórnarformaður Samtaka norskra svæðisgarða og hefur frá mörgu að segja.

Kvöldverður á  Hótel  Hellisandi  fyrir  þá  sem  þess  óska.  

Málstofa á  Hótel  Hellissandi.  Dagskrá:     Guðmundur  Sæmundsson:    Setningarávarp   Einar  G.  Pétursson:  Fræðastörf  Ólafs  Elímundarsonar.                                             Snæfellingar eru hvattir til að nýta tækifærið og hlusta á Sverrir  Jakobsson:  Efnahagslegar  undirstöður  valds  í     Eivind segja frá því hvernig Norðmenn sáu leið til að efla                                                                                Breiðafirði  á  14.  og  15.  öld                                                                                                                                                                                             atvinnulíf og samfélag á afmörkuðum svæðum, með Lilja  Björk  Pálsdóttir:    Fornminjar  á  Gufuskálum.   samstarfi á grunni svæðisgarða. Helgi  Þorláksson:    Frá  Byrstofu  til  Snæfellsness.         Ragnhildur  G.  Gylfadóttir:  Gildi  fornminja.   Jón  Eggert  Bragason:  Málstofuslit.   Eivind flytur erindi sitt á ensku en möguleiki er á að þýtt verði

á íslensku.

Gestastofa þjóðgarðsins  er  opin  á  föstudag  frá  kl.  13-­‐17.    

Hótel Hellissandur  býður  upp  á  gistingu  með  morgunverði  á  góðu  verði.   Tveggja  manna  herbergi  kr.    14.000  nóttin  –  Eins  manns  herbergi  kr.   12.000.  –  Þriðja  gistinóttin  frí.    

Sjá nánar um svæðisgarð og fundinn á vefnum http://svaedisgardur.is/ Allir velkomnir!

Ritnefnd Jöklu  hinnar  nýju.  –  Þjóðgarðurinn  Snnæfellsjökull.  –   Lista-­og  menningarnefnd  Snæfellsbæjar.  –    Þróunarfélag     Snæfellinga.  –  Fjölbrautaskóli  Snæfellinga.  

www.stykkisholmsposturinn.is

Stýrihópur svæðisgarðs 5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Hressir 6.bekkingar

Hólmari vikunnar: Sigríður Erla

6. bekkur GSS hélt íþróttabekkjarkvöld í síðustu viku og byrjuðu þau á því að skokka á milli heimila dómara í heilsuvikukeppninni og heilsa upp á þá. Þar gerðu þau ýmsar æfingar og fengu sér epli. Þegar þau komu upp í skóla aftur gæddu þau sér á fleiri ávöxtum og grænmeti sem þau skoluðu niður með allskonar heilsudrykkjum. Kvöldið endaði svo á ýmsum leikjum innanhúss sem venjulega er farið í utanhúss. Þá kom sér nú vel að hafa allan skólann til umráða.

Nafn : Sigríður Erla Guðmundsdóttir. Aldur : 57 Hve mörg ár hefurðu unnið í Leir 7 ? Það eru 5 ár síðan ég stofnaði Leir 7 Hvernig fInnst þér að vinna í Leir 7 ? Alveg frábært að vinna með íslenska leirnum, því ég lít á hann sem vinnufélaga sem fær stundum að ráða, við fáum bæði að ráða, mér finnst mjög verðmætt að vinna með höndum og huganum. Hvað finnst þér skemmtinlegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að búa til ílát fyrir mat af svæðinu. Segðu okkur frá sýningunum í sumar. Sýningarnar verða 7 í sumar og það verður skemmtilegt fólk með skemmtileg verk. Þær standa yfir allt sumar og fram í október.

www.stykkisholmur.is/grunnskolinn

Næsta tölublaði Stykkishólms-Póstsins verður dreift

miðvikudaginn 8. maí Skilafrestur efnis er föstudaginn 3. maí á hádegi!!!

Hjá Sesselju kennara voru teknar nokkrar armbeyjur á pallinum. Ljósmynd: Kennarar GSS

Uppskriftir í upphafi sumars frá 7.bekk GSS Afmælisbollakökur

Settu deigið í bollakökuformin, passaðu þig á því að fylla ekki mikið meira en 2/3 af forminu. Bakaðu í rúmlega 15-18 mínútur, eða þar til kökurnar eru tilbúnar. Kældu kökurnar alveg áður en þú setur kremið á þær. Krem aðferð: Hrærðu saman mjólk, flórsykri, smjöri, vanilludropum og salti á miklum hraða í u.þ.b. 5. mínútur. Bræddu súkkulaðið undir vatnsbaði og blandaðu því varlega saman við. Sprautaðu kreminu á kökurnar og skreyttu með skrauti af vild.

Undirbúningstími 20 mínútur, bökunartími 15-18 mínútur u.þ.b. 15 stk. Innihald 315 g hveiti 2½ tsk. lyftiduft 115 g smjör við stofuhita 390 g sykur 2 stk egg við stofuhita 3 tsk. vanilludropar 290 ml. cup mjólk við stofuhita Mjólkursúkkulaði smjörkrem 160 ml. mjólk við stofuhita 1 kg. flórsykur 170 g smjör viðstofuhita 5 tsk. vanilludropar ½ tsk salt 400 g súkkulaði brætt og kælt þar til það hefur náð stofuhita Aðferð: Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu u.þ.b. 15 stk. bollakökuformum á ofnplötu. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti og settu til hliðar. Hrærðu saman smjör og sykur í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til blandan verður ljós og létt. Bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu rólega vel á milli. Blandaðu vanilludropunum saman við mjólkina og blandaðu henni saman við ásamt hveitiblöndunni, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli Skafðu innan úr skálinni og hrærðu þar til allt hefur blandast vel saman. Passaðu þið að hræra ekki of mikið því þá getur deigið orðið seigt. www.stykkisholmsposturinn.is

Uppskrift tekin af gottimatinn.is

Bananaboost Innihald ½ ds bláberjaskyr.is (170 g) ½ ds ferskju- og hindberjaskyr.is (170 g) ½ stk banana. Uppskrift tekin af gottimatinn.is

Berjaboost Innihald 1 ds 170 g bláberjaskyr.is ½ stk banani • nokkur jaðarber. Uppskrift tekin af gottimatin.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Messa verður í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 11.00.

Starfsmaður óskast í Lyfju Stykkishólmi Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina við val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og

Séra Guðjón Skarphéðinsson prédikar. Að messu lokinni verður Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis haldinn í kirkjunni.

notkun þeirra auk annarra tilfallandi verkefna. Um er að ræða almenna afleysingu og sumarstarf 2013. Vinnutími er frá 12:00 –18:00 Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur.

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Nánari upplýsingar gefur Þórhildur, lyfsali Lyfju Borgarnesi í síma 437-1168 (thorhildur @lyfja.is).

Opnum á ný eftir eftir breytingar!

Sækja má um starfið á vefslóðinni www.lyfja.is eða senda umsókn á: Lyfja Borgarnesi B/t Þórhildur Sch Thorsteinsson Hyrnutorgi 310 Borgarnes

Opið: Föstudag frá kl. 18

Laugardagur: Opið hús milli kl. 15 - 17 Hressing í boði Vífilfells, Karls K. Karlssonar og Mekka

HÚS TIL SÖLU

Nýr matseðill kynntur! Vallarflöt 3

Fylgist með á Facebook

113,4 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1976 ásamt 40,5 fm. bílskúr byggðum árið 1977. Að auki er er ca. 50 fm. ófrágenginn kjallari undir húsinu. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þvottahús, búr, gestasnyrtingu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Úr þvottahúsi er hurð út á baklóð. Parket er á holi og stofu en dúkur er á öðrum gólfum. Ágætar upprunalegar innréttingar eru í húsinu. Bílskúr einangraður en eftir á að klæða hann að innan. Verð kr. 25.000.000,-.

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00 Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Allar eignir á www.faststykk.is

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Stykkishólmsvöllur

Borgunarbikar karla Meistaraflokkur Laugardaginn 4. maí kl. 14.00 Snæfell/Geislinn - Ármann www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 20. árgangur 2. maí 2013

Gleðilegt sumar! tími

unar Sumaropn

Opið Mánudaga a fimmtudag 8-18 8-19 föstudaga a 11-14 laugardag

www.saeferdir.is

Starfsmaður óskast

sumarstarf

Sæferðir ehf óskar eftir að ráða starfskraft í matreiðslu/ afgreiðslu um borð í Særúnu.

Leitum að hæf ileikaríku fólki til að starfa í safninu í sumar. Laun skv. kjarasamningum SDS Opið 11–17 alla daga frá 1. júní – 31. ágúst

Viðkomandi aðili þarf að vera 18 ára eða eldri og æskilegt að hafa reynslu á sviði matreiðslu og afgreiðslu.

Hæfniskröfur – Áhugi á sögu svæðisins, safna- og menningarmálum – Tungumálakunnátta nauðsynleg (enska og annað mál) – Hæfni í mannlegum samskiptum og þægilegt viðmót – Samviskusemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð – Stúdentspróf og/eða 20 ára eða eldri

Ráðningartími er frá miðjum maí og út ágúst 2013.

Umsóknarfrestur er til 8. maí 2013. Vinsamlegast nýtið umsóknareyðublöð Stykkishólmsbæjar og sendið á netfangið: almadis@norskahusid.is

Upplýsingar gefnar í afgreiðslu Sæferða (Guðrún Svana eða Pétur) eða í gegnum meilfang seatours@seatours.is

Nánari upplýsingar veitir AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri Norska hússins – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla í síma 433 8114

www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 2.maí 2013  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you