Page 1

SÉRRIT - 16. tbl. 19. árg. 26. apríl 2012 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Takk

Lengri dagar

Snæfellsfólk, Nú er komið að uppgjöri keppnistímabils okkar hjá meistaraflokkum Snæfells í körfubolta. Stjórn hefur þegar fundað og farið yfir starfið af miklum metnaði með það í huga að gera enn betur næst. Draga fram það sem að betur hefði mátt gera og endurtaka síðan alla jákvæðu þættina Við þökkum innilega fyrir mikinn stuðning því án ykkar væri starfið ekki eins metnaðarfullt og raun ber vitni. Gleymum því ekki að þetta er félagsstarf sem við höfum valið okkur og á einmitt að gefa okkur endalausa gleði og um leið fjölga í vinahópnum. Starf körfuboltadeildar Snæfells snýst um miklu meira en boltaleikinn. Hugsið ykkur hvað þetta félagsstarf gefur mörgum mikla gleði og hjá okkur eru engin aldursmörk sem sést best á körfuboltaleikjunum og eftir því er tekið. Bæði liðin stóðu sig vel í vetur. Strákarnir féllu út á naumasta mun eftir að hafa verið á mikilli siglingu eftir áramót. Nú ætlum við að bæta við þann góða kjarna sem myndaðist í vetur og erum þegar byrjuð að undirbúa hópana fyrir næsta tímabil, samningar standa yfir þessa dagana. Hjá stelpunum fengum við heldur betur flott úrslit. Liðið fór í bikarúrslitaleikinn þar sem þær töpuðu naumlega fyrir Njarðvík. Og í fyrsta skipti í sögu Snæfells komst kvennalið okkar í undanúrslit á Íslandsmótinu þar sem liðið náði í sinn fyrsta sigur og töpuðu í hörkuleikjum 1-3 fyrir Njarðvík. Sannarlega flottur árangur gegn Íslands – og bikarmeisturunum. Bæði lið hafa verið félagi okkar til fyrirmyndar innan sem utan vallar í vetur og hafa leikmenn unnið til einstaklingsverðlauna. Hildur Sigurðardóttir var í fimm manna úrvalsliði fyrri og seinni umferðar þar sem Ingi Þór Steinþórs þjálfari var útnefndur þjálfari síðari hlutans hjá konunum. Jón Ólafur Jónsson var svo í úrvalsliði síðari umferðar hjá körlunum. Við erum mjög stolt af liðum okkar og höfum metnað til að gera betur. Það er einmitt með öllum þessum mikla stuðningi ykkar sem gerir okkur kleift að halda áfram og bera merki Snæfells hátt á lofti. Ágæta stuðningsfólk nær og fjær. Hafið bestu þakkir fyrir öflugan stuðning með góðri mætingu á leiki okkar í allan vetur og góðri þátttöku í fjölbreyttum fjáröflunarverkefnum. Við ætlum okkur áfram stóra hluti í körfuboltanum hér í Hólminum og hlökkum til að fá að njóta krafta ykkar. Bæði kvenna og karlalið okkar verða vel mönnuð á næsta keppnistímabili. Þá hefur flest allt stjórnarfólkið gefið kost á sér til áframhaldandi sjálfboðavinnu og fyrir það þakka ég fyrir hönd félagsins. Þjálfarateymið er samningsbundið til ársins 2014 og geri aðrir betur ! Snæfellsfólk, gleðilegt sumar og ÁFRAM SNÆFELL! Fyrir hönd kkd. Snæfells Gunnar Svanlaugsson, formaður

Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Erum líka á Facebook

Daginn er nú tekið að lengja og sumar gengið í garð. Þar með mega börnin vera lengur úti á kvöldin og þykir þeim það líklega ekki leiðinlegt. Allt í samræmi við reglur um útivistartíma, þó hafa foreldrar alltaf síðasta orðið þar um! Mikið líf hefur færst í fuglaveröldina og má heyra í þeim allan sólarhringinn út um mela og móa eða við sjávarmálið. Lóan er auðvitað komin og vonandi tekst henni að kveða burt allan snjóinn sem allra fyrst. Mikið hefur verið rætt um rusl í umhverfinu síðustu daga og átakið Einn svartur ruslapoki ratað í fjölmiðla. Víða mátti sjá fólk með svarta ruslapoka í höfuðborgina s.l. helgi að fegra umhverfi sitt. Gott framtak og mætti eflaust heimfæra upp á marga staði, víða um land. Hver og einn íbúi getur látið til sín taka með því að tína upp rusl í næsta nágrenni og eru íbúar í Stykkishólmi og nærsveitum hvattir til þess að taka til hendinni. Mynd: Daníel Bergmann/am

Vorvaka Emblu Það var fínasta stemning í Vatnasafninu síðasta vetrardag þegar tríó Kristjönu Stefánsdóttur með þá Tómas R. Einarsson bassaleikara og Ómar Guðjónsson gítarleikara innanborðs, tróð upp með fjölbreytta efnisskrá við síðustu geisla kvöldsólarinnar. am


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 19. árgangur 26. apríl 2012

Nýir Leyndardómar Snæfellsjökuls

UMF Snæfell ríður á vaðið

Niðurstöður fyrstu jarðskjálftamælinga sýna að Jökullinn er enn á lífi. Haraldur Sigurðsson mun fjalla um þetta efni í Eldfjallasafninu laugardaginn 28. apríl 2012 kl. 14 Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning)

Margir gestir íþróttahúss hafa tekið eftir nýjum skiltum í sal og við inngang í stúku hússins. Á skiltunum eru annarsvegar vísanir í aga- og siðareglur Snæfells inni í íþróttasalnum og eru þær vísanir teknar úr kaflanum um stuðningsmenn. Við innganginn er hinsvegar úrdrátur úr aga- og siðareglum sem félagið samþykkti á síðasta ári og skiptist í fimm hluta. Ekki hafa aðeins gestir hússins tekið eftir þessari nýbreytni heldur hafa önnur íþróttafélög lýst ánægju sinni með þetta framtak og munu eflaust mörg þeirra feta í fótspor Snæfells í þessum efnum. Hönnun skiltanna var í höndum Anok margmiðlunar ehf í Stykkishólmi en framleiðslan fór fram á Seltjarnarnesi. am

Meistaraflokkur í knattspyrnu endurreistur Meistaraflokkur karla í knattspyrnu undir merkjum Snæfells hefur verið endurreistur. Það er Páll M. Sveinsson sem heldur utan um starfið og þjálfar hópinn. Að sögn Páls komu ungir og efnilegir knattspyrnumenn að máli við hann fyrr á árinu og báðu um æfingar í Stykkishólmi. Úr varð að skrá liðið í 3. deild í keppni sumarsins nú í sumar. 25 manna hópur hefur nú komið að æfingum og mun skipa hópinn í sumar og er hann skipaður Hólmurum, brottfluttum Hólmurum og leikmönnum sem tengjast liðinu en eru með búsetu í Reykjavík. Þarna er um gríðarlega ungt lið að ræða og eiga strákarnir mikla möguleika á að ná framförum á tímabilinu bæði í deildinni en einnig munu þeir safna reynslu í bankann og þegar fram í sækir tvíeflast í leiknum. Páll hefur mikla reynslu af þjálfun og eru margir hans leikmenn frá fyrri tíð í atvinnumannadeildum úti í heimi. Páll telur það skyldu félagsins að veita efnilegum leikmönnum möguleika á við jafnaldra hjá öðrum félögum, en að hans mati er ekki langt í að það komi breiðir efnilegir árgangar upp úr yngri flokka knattspyrnustarfinu hér í bænum og þeir leikmenn eiga að byrja að spila með sínu uppeldisfélagi hvað svo sem síðar verður. Aðstaðan hér er góð, keppnisrúta sé í eigu félagsins og gestalið sem hingað koma til keppni muni örugglega skilja eftir sig fjármuni í sveitarfélaginu. KSÍ stendur þétt að baki liðinu og hefur létt alla vinnu að sögn Páls. Páll segist hafa líklega gengið á flesta unga menn á öllum aldri hér í bæ sem kunna að sparka innanfótar í boltann og óskað eftir þeirra liðsinni í verkefnið og auglýsir samt sem áður eftir fleiri leikmönnum.

Góðir gestir á sunnudag Eins og sjá má á auglýsingu í blaðinu frá Stykkishólmskirkju, þá er von á góðum gestum við messusöng n.k. sunnudag þegar Margrét Pálmadóttir og kvennakór hennar Cantabile tekur þátt í söng. Messukaffi verður á eftir og hver veit nema þær stöllur í kvennakórnum bregði á leik þar! am

Tónleikar Lúðrasveitarinnar frestast Af ýmsum ástæðum verður vortónleikum Lúðrasveitarinnar frestað og mun dagsetning verða tilkynnt síðar. Skólastjóri

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 29. apríl kl. 14 Kvennakórinn Cantabile undir stjórn Margrétar Pálmadóttur tekur þátt í guðsþjónustunni.

am

Smáauglýsingar Par óskar eftir húsi/íbúð, helst fyrir 1. júlí. sbhjaltalin@simnet.is 848-9816 Bíll til sölu: Skoda Octavia 1.6 TDI beinskiptur dísel árg. 2007 ekinn 73.700 km Upplýsingar í síma 8219429-Hannes Sæll,

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför

Tveir BorderCollie hvolpar sem fæddust 20. mars s.l. vantar nýtt heimili. Þeir eru svartir/hvítir að lit og af góðum uppruna. Upplýsingar í síma S. 4366898/4561362

Jónasar Þorsteinssonar frá Ytri-Kóngsbakka

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra og St. Franciskusspítala í Stykkishólmi.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Aðalheiður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jónasson, Kristín Rut Helgadóttir, Bjarni Jónasson, Ólafía Hjálmarsdóttir, Agnar Jónasson, Svala Jónsdóttir, Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 19. árgangur 26. apríl 2012

Velkomin í búðina ykkar!

Bókari Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða bókara í 75% starf hjá Stykkishólmsbæ.

Verslunin Sjávarborg er full af nýjum og fallegum leikföngum og mörgu fleiru. Minnum á Viku bókarinnar - við tökum á móti bókaávísunum.

Um er að ræða færslu á bókhaldi Stykkishólmsbæjar og stofnana bæjarins auk bókhalds fyrir Héraðsnefnd Snæfellinga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Starfsmaður þarf að geta hafið störf eigi síðar en 15. ágúst nk. Starfssvið: Færsla bókhalds, afstemmingar, gerð virðisaukaskattsuppgjöra auk annarra tilfallandi verkefna.

Fullt af flottum kiljum og öðrum bókum. Svo er alltaf gaman að fitja uppá einhverju.

Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi Þekking og reynsla af bókhaldsvinnu er nauðsynleg Þekking og færni í excel er æskileg Frumkvæði og metnaður Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Góðir samskiptahæfileikar

Við eigum flott fermingarkort, pappír, borða og margt til gjafa.

Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið baejarstjori@stykkisholmur.is

Ferjan Baldur

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.

Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri, sími: 433 8100 og netfang: gyda@stykkisholmur.is

Bæjarstjóri

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Erum farnar á unglingamótið á Tröllaskaga! Sjáumst aftur í maí......

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGA Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Grundarfjarðarbær - Stykkishólmsbær

Laus störf í heimaþjónustu

Ungpíurnar í blakinu www.trolli2012.is

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ

Opið hús!

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Opið hús verður í leikskólanum í Stykkishólmi, föstudaginn 27. apríl frá kl 14:00 – 16:00. Þar sýna börnin vinnu vetrarins og boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir, sérstaklega væntanlegir nemendur og fjölskyldur þeirra.

Vinnutími eftir samkomulagi. Laun greidd skv. samningum SDS Frekari upplýsingar veitir Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi í síma 430-7804 eða í tölvupósti, berghildur@fssf.is Umsóknir berist Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4, Hellissandi, sími 430 7800 eða á netfangið berghildur@fssf.is

Starfsfólk Leikskólans www.stykkisholmsposturinn.is

Forstöðumaður 3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 19. árgangur 26. apríl 2012

Fjárveitingar til umhverfisvottunarverkefnis

Málefni St. Franciskusspítala og Dvalarheimilisins Í fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi 16. apríl s.l. er umræða um hugsanlega sameiningu Dvalarheimilisins og SFS. Tillögur hafa hangið uppi á spítalanum í tengslum við hugsanlegar breytingar á húsnæði spítalans vegna þessa. Athugsemdir og tillögur sem bárust frá starfsfólki og fleirum hafa nú verið sendar til arkitekta breytinganna og er beðið svara frá þeim. Endanleg ákvörðum um sameiningu hefur þó ekki verið tekin, en munu þau mál skýrast fljótlega. Í fundargerðinni kemur fram að Dvalarheimilið hafi fengið leyfi hjá bæjaryfirvöldum, til að bjóða 2-3 skjólstæðingum SFS að dvelja á Dvalarheimilinu á meðan á 7 vikna lokun SFS stendur í sumar. Kostnaður vegna þessarar ráðstöfunar mun verða greiddur af ríkinu. Stjórn Dvalarheimilisins lýsir yfir ánægju með að hægt verði að leysa vanda þessara einstaklinga, sem hlýst af lokun SFS, í heimabyggð.

Umhverfisverkefnið Earth Check (áður Green Globe) hófst árið 2002 þegar sú hugmynd kviknaði að sækja um umhverfisvottun fyrir Snæfellsnes. Árið eftir hófu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, umfangsmikla undirbúningsvinnu að umhverfisvottun. Megininnleggið var að vera umhverfismeðvitað samfélag sem vinnur að lausnum í átt til sjálfbærari starfshátta. En sjálfbær þróun hefur í stuttu máli verið skilgreind sem þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Vinna fyrstu ára var flókin og tímafrek, enda var um frumkvöðlaverkefni að ræða þar sem finna þurfti leiðir og lausnir sem ekki var til uppskrift að. Þann 8. júní 2008 hlaut Snæfellsnes loks umhverfisvottun við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Íslands, þingmönnum, sveitarstjórnarfólki og fjölda gesta. Áfanginn vakti verðskuldaða athygli innan lands sem utan þar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru þau fyrstu í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og fjórða samfélagið í heiminum öllum. Vottunin fékkst svo endurnýjuð eftir úttekt sumarið 2011. Verkefnið hefur fram til þessa verið fjármagnað af styrkjum frá ríkinu og þá einkum Umhverfisráðuneytinu. Í mars s.l. varð ljóst að verkefnið varð fyrir niðurskurði hjá ráðuneytinu og var sótt um aukastyrk í kjölfarið til fjármögnunar verkefnisins. Sá styrkur fékkst en þrátt fyrir það þá þurfa sveitarfélögin á Snæfellsnesi nú í fyrsta sinn að leggja fé til verkefnisins. am

am

Vatnshús í Skipavíkurhöfn og fleira tengt framkvæmdum í Stykkishólmi Í fundargerð Skipulagsog byggingarnefndar er tekin fyrir umsókn Stykkishólmsbæjar um að rífa núverandi vatnshús á Skipavíkurbryggju. En fyrirhugað er að reisa nýtt vatnshús þar. Landlínur ehf hafa hafið Frá Skipavíkurhöfn hönnunarvinnu við að koma með tillögur að yfirborðsfrágangi og legu gönguleiða og áningastaða á Súgandisey. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir nú í sumar. Umsókn Stykkishólmsbæjar til Húsafriðunarnefndar um styrk vegna fyrirhugaðra endurbóta/endurbyggingar á gamla bíóhúsinu/Eldfjallasafninu s.l. tvö ár hefur verið synjað. Að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra verður þó að öllum líkindum gerð áætlun um endurbætur og leitað tilboða í þau verk þegar fram í sækir. Hafnargata 1, gamla apótekið er einnig til umræðu í Skipulags- og byggingarnefnd á síðasta fundi sem haldinn var 16. apríl s.l. En fyrirspurn hefur borist frá fyrirtækinu Ásvöllum ehf um breytingar á húsinu í 5 leiguíbúðir og að gera það upp að utan. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Atlantsolía sækir um byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöðina sem rísa á, á lóðinni við Aðalgötu 35. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í maí. Annað lauslega tengt framkvæmdum er Heimsmælikvarði Gunnars Gunnarssonar sem kynntur var á síðum blaðsins fyrir skömmu. Bæjarráð hefur samþykkt sjá um stígagerð og undirstöður undir listaverkið. Ekki er þó búið að finna Heimsmælikvarðanum stað, en það mun verða gert í samráði við listamanninn. am Heimsmælikvarðinn www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 19. árgangur 26. apríl 2012

Lífrænn úrgangur Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lögð fram eftirfarandi tillaga: „Tillaga um nýtingu lífræns úrgangs Við undirrituð leggjum til að leitað verði eftir samstarfi þar sem kannaðir verði möguleikar á nýtingu þeirrar moltu sem verður til við niðurbrot lífræns úrgangs í Stykkishólmsbæ. Greinargerð: Í Stykkishólmsbæ er þriggja tunnu sorpflokkun. Með flokkuninni fellur til, með íblöndun hrossataðs og timburkurls um 50-60 tonn af moltu á hverju ári. Upp úr bænum liggur hitaveitulögn sem flytur affallsvatnið frá varmaskiptastöð Orkuveitu Reykjavíkur, sem staðsett er við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi uppí borholu í Ögurslandi. Með ofangreindu samstarfi viljum við skoða hvort ekki megi nýta þau verðmæti sem liggja í moltunni og affallsvatninu til framleiðslu sem loka mun hringnum í hugmyndafræði sjálfbærninnar. Við viljum auk þess kanna hvort þarna sé tækifæri til að setja á stofn starfsstöð fyrir fatlaða íbúa svæðisins sem ekki hafa tök á að vinna á almennum vinnumarkaði. Verkefnið yrði tilraunaverkefni sem, ef vel gengur, verður hvatning fyrir önnur sveitarfélög að fara í sorpflokkun til moltugerðar sem færi samfélögin nær nútímakröfum í umhverfismálum.“ Tillöguna sem var samþykkt, leggja fram Berglind Axelsdóttir og Davíð Sveinsson.

Takk fyrir komuna á opið hús s.l. laugardag! Föstudagur: Kjúklingur og franskar út úr húsi á tilboði. Trúbador um kvöldið. Laugardagur: 6 rétta tilboðsseðill um kvöldið.

Umsagnir bæjarráðs um stjórn fiskveiða

Sunnudagur: Dögurður (Brunch) í hádeginu.

Eftirfarandi umsagnir sendi bæjarráð Stykkishólms frá sér til Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða.

Opið: Hádegi virka daga frá kl. 11:30 Kvöldin virka daga frá kl. 18 Laugard. og sunnud. frá kl. 12

„Umsögn vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða. Við undirrituð mótmælum þeim áformum í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða er varða niðurskurð skeljabóta og niðurfellingu á næstu þremur árum. Skeljabætur og byggðakvóti hafa verið uppistaðan í útgerð og vinnslu í Stykkishólmi allt frá því skeljastofninn hrundi árið 2003 vegna sýkingar. Þegar skelkvóti var settur á var útgerðum gert að skila inn þriðjungi af botnfiskkvóta sínum í skiptum fyrir skelkvóta á viðkomandi skipi. Handhafar skelkvótans hér eru allir þeir sömu og voru þegar skelbannið tók gildi og reka nú í Stykkishólmi saltfiskvinnslur, en sökum lítils kvóta einungis á hálfum afköstum. Skelbætur hafa ávallt verið veiddar og unnar í Stykkishólmi og aldrei hefur komið til greina að leigja þær. Skelvinnslu var sjálfhætt við skelveiðibannið og hefur það aukið ennfrekar á vandann í Stykkishólmi. Því þykir okkur sanngjarnt að þessar útgerðir fái þessar bætur áfram á sama hátt og aðrar útgerðir fá 20 ár til aðlögunar. Verði þessu ákvæði ekki breytt leggst stór hluti útgerðar og vinnslu af í Stykkishólmi. Afnám föstu bótanna er því grafalvarlegt mál fyrir atvinnulíf í Stykkishólmi.

www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

Nýkomnir PUMA skór á mjög góðu verði!

DIDRIKSON Vattpeysur á

krakkana í mörgum litum á fínu verði!

Umsögn vegna frumvarps til laga um veiðigjöld. Í samfélaginu er hávær krafa að arður af auðlindum okkar skili sér til þjóðarinnar. Stærstu útgerðarfyrirtæki og vinnslur í Stykkishólmi urðu fyrir miklu áfalli þegar hörpudiskstofninn í Breiðarfirði hrundi árið 2003. Þær útgerðir hafa því átt undir högg að sækja vegna lítilla aflaheimilda. Við undirrituð leggjum þunga áherslu á að veiðigjöld verði sanngjörn og ógni ekki rekstri útvegsfyrirtækja.

HEIMAHORNIÐ - nema hvað!

Berglind Axelsdóttir Davíð Sveinsson Íris Huld Sigurbjörnsdóttir“ www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 19. árgangur 26. apríl 2012

Að venju standa Verkalýðsfélag Snæfellinga og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu - S.D.S fyrir hátíðardagskrá þann 1. maí.

Handavinnusýning eldriborgara. Skólahljómsveit tónlistaskóla Snæfellsbæjar mun koma fram. Helga Hafsteinsdóttir formaður S.D.S flytur ávarp. Kári Viðars verður með uppákomu.

Lúðrasveit tónlistarskólans leikur. Jón Bjarnason flytur ávarp. Söngdýfur framtíðarinnar syngja. Kári Viðars verður með uppákomu. Karlakórinn Heiðbjört syngur.

Lúðrasveit Stykkishólms leikur. Helga Hafsteinsdóttir formaður S.D.S flytur ávarp. Nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms með tónlistaratriði Kári Viðars verður með uppákomu.

Á öllum stöðum bjóða S.D.S. og Verkalýðsfélag Snæfellinga gestum upp á kaffiveitingar. Félagsmenn og aðrir íbúar eru hvattir til að mæta og eiga saman góðan dag. www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 26. apríl 2012  

16. tbl. 19. árgangur Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you