Page 1

SÉRRIT - 15. tbl. 19. árg. 18. apríl 2012 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Brotið blað í þjónustu við fatlaða á Snæfellsnesi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - FSSF hefur nú umsjón með málefnum fatlaðra eftir að málaflokkurinn flutti frá ríki til sveitarfélaga fyrir rúmu ári. Náið samstarf er um málefni fatlaðra á Vesturlandi en um þessar mundir verður brotið blað í þjónustu við fatlaða á Snæfellsnesi, en fram til þessa hefur þjónusta ekki verið sambærileg milli svæðanna Snæfellsnes, Borgarnes og nágrenni og Akranes og nágrenni. Nú verður byggð upp þjónusta fyrir einstaklinga 16. ára og eldri og verður hafist handa í Stykkishólmi í ár og næsta ár í Snæfellsbæ. Í því skyni hefur FSSF gert leigusamning um Ásbyrgi, gamla skólastjórabústaðinn við Skólastíg. Húsnæðið verður í sumar notað fyrir hefðbundna sumarþjónustu fatlaðra í júní og júlí. Dagurinn hefst þar hjá þeim börnum og ungmennum sem njóta þjónustunnar og fara sumir til vinnu með sínum stuðningsfulltrúum meðan yngri börnin fara afþreyingu af einhverju tagi. Mötuneyti verður á Dvalarheimilinu og eftir hádegi er farið til vinnu fyrir þá sem það á við eða boðið upp á afþreyingu af ýmsu tagi eftir hentugleikum. Í haust hefur starfsstöðin starfsemi sína og þar verður umsjón með öllum þeim þjónustuleiðum sem hægt verður að bjóða upp á. Húsnæðið verður nýtt fyrir margar þær hugmyndir sem eru í farvatninu varðandi fjölbreytni í hæfingu. Gerðir hafa verið örorkusamningar fyrir einstaklinga eldri en 18 ára þannig að þeir geti sótt vinnu á almennum vinnumarkaði en það er sjaldnast að þeir samningar uppfylli meira en hálfa stöðu, svo það sem eftir stendur af vinnudeginum verður boðið upp á þjónustu m.a. í Ásbyrgi. Fatlaðir einstaklingar hafa hingað til ekki átt kost á búsetuúrræðum nema að mjög litlu leiti hér á Snæfellsnesi. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á úrræði í Stykkishólmi um búsetu. Ekki er alveg ljóst hvar það búsetuúrræði verður staðsett en það skýrist með sumrinu. Nýungin er því sú að fólk með fötlun hefur kost á þjónustu mun lengur en áður hefur verið á Snæfellsnesi og hefur þá kost á að búa í heimabyggð lengur eða áfram eftir því sem við á. Starfsdeildin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga hefur reynst mjög vel og fjöldi ungmenna sem sækir hana og stendur námið yfir í fjögur ár. am

Selt

Brugghúsið Mjöður hefur hætt starfsemi í Stykkishólmi og tækin verið seld suður í Borgarfjörð þar sem nýtt brugghús mun taka til starfa á árinu. Um helgina voru tæki og tól fjarlægð eins og meðfylgjandi mynd, sem Stefán Ólafsson tók, ber með sér. Húsnæði Mjaðar hefur verið selt til Þórishólma ehf, útgerðarfyrirtækis Gunnars Jensens. Hann hyggst flytja starfsemina frá Reitarvegi upp á Hamraenda. En á Hamraenda verður vinnsla með ígulker og grásleppu eins og verið hefur, en í sumar bætist við vinnsla í grásleppunni þar sem Gunnar hyggst fara í slægingu og frystingu auk söltunarinnar sem hann hefur stundað áður. Þórishólmi og Náttúrustofa Vesturlands fengu smáverkefnisstyrk nýverið til að gera prófanir á áframeldi ígulkerja. Lítil tilraun hefur verið gerð núna nýverið með að taka ígulker sem hafa nánast enga hrognafyllingu þar sem þau eru sett í búr með þara og hefur það sýnt sig að hrognafylling hefur aukist til mikilla muna á tiltölulega skömmum tíma. Aðferðin er þekkt í Noregi og sýna rannsóknir þar að hrognafylling getur farið úr 6% í 20-25% á fjórum vikum, þar um slóðir. Hér í Breiðafirðinum eru stór svæði þar sem ígulkerin hafa litla sem enga hrognafyllingu og nú er vilji til að kanna aðferðina hér. Undirbúningur er hafinn á tilraun þessari og munu tilraunirnar hefjast með haustinu ef allt gengur eftir. am

Byggðakvóti

Aðalfundur Eflingar

Nú hefur Fiskistofa auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar 1182/2011 um úhlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012. Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna og á það m.a. við um Stykkishólm. Umsóknum skal skila til Fiskustofu á eyðublaði sem finna má á vesíðu Fiskistofu, fiskistofa.is fyrir 24. apríl n.k. am

Aðalfundur Eflingar var haldinn s.l. mánudagskvöld á Hótel Stykkishólmi. Stjórn og formaður voru endurkjörnir á fundinum með þeirri undantekningu að úr varastjórn gekk Alma Diego og Arnar Hreiðarsson kom inn í stað hennar.Venjuleg aðalfundarstörf fóru fram auk þess sem haldnir voru örfyrirlestrar undir liðnum önnur mál. Nýráðinn framkvæmdastjóri Danskra daga, Þóra Margrét Birgisdóttir, grunnskólakennari, kynnti sig. Heiðrún Jensdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Eflingar frá vorinu. María Ólafsdóttir hótelstjóri sagði frá Unaðsdögum á hótelinu með eldri borgurum. Fram kom í máli Maríu að verkefnið er langtímaverkefni en væntingar um fjölda hópa hafa ekki alveg staðist, en dvölin er mjög vel heppnuð og mikil ánægja þeirra sem koma með hana. Svo þetta mun halda áfram. Rósa Björk Halldórsdóttir framkæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands ræddi um EDEN verðlaunin en Markaðsstofan mun á næstunni taka það verkefni að sér fyrir Stykkishólm. am

Gleðilegt sumar! Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Erum líka á Facebook


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 19. árgangur 18. apríl 2012

Fréttir af lúðrasveitinni og fleirum í Tónó

Áskorun til bæjaryfirvalda Var á ferðinni í Hólminum um páskana og átti þar yndislega daga. Það var eitt sem vakti athygli mína það er hve margir eru farnir að ganga eða skokka út fyrir bæjarmörk, sem er frábært. En það sem vantar sárlega eru góðir göngu/hlaupa stígar, sem mættu ná allt upp að Skildi. Skora þvi á bæjarvöld að gera gangskör í þessum málum. Þeir geta tekið Snæfellsbæ sér til fyrirmyndar og skoðað göngu/hlaupa stíginn sem þeir eru búnir að leggja milli Rifs og Hellissands.

Nú á sumardaginn fyrsta á Lúðrasveit Stykkishólms afmæli. Um það leiti er sveitin vön að halda vortónleika. Vortónleikarnir verða í þetta sinn haldnir í Stykkishólmskirkju eftir eina viku, fimmtudaginn 26. apríl kl. 19:00. Eins og alltaf verður efnisskráin fjölbreytt og skemmtileg, en á tónleikunum koma fram Stóra Lúðró, Litla Lúðró, Trommusveitin (sem vann til verðlauna á Nótunni 2012) og síðast en ekki síst Víkingasveitin. Stjórnandi er Martin Markvoll. Eins og fyrr segir er efnisskráin afar fjölbreytt. Litla Lúðró var t.d. með æfingabúðir nú á laugardaginn var og á foreldratónleikum sem voru í lokin lék hún sýnishorn af skemmtilegum lögum sem hún mun spila á tónleikunum. Trommusveitin er til alls vís og spurning hvort hún mætir í gömlu búningunum eða ekki. Víkingasveitin sem skemmti gestum á lokahátíð Nótunnar í Hörpu við mikinn fögnuð mun einnig kæta gesti vortónleikanna með nokkrum snjöllum lögum. Og ekki má gleyma kjölfestunni, sjálfri Stóru Lúðró, sem verður með fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá – janvel ótrúlega! Framundan eru svo hefðbundin vorverkefni í Tónlistarskólanum, vorpróf og vortónleikar. Það verður t.d. í fyrsta sinn í sögu skólans sem tveir nemendur ljúka framhaldsprófi, en áður hafa tveir nemendur lokið hljóðfæraprófshluta framhaldsprófs, en eiga ólokið við tónfræðahlutann. Þessir nemendur, Berglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson, sem bæði eru í píanódeild munu í vor halda sérstaka framhaldsprófstónleika sem verða opnir öllum. Vortónleikar skólans verða allir auglýstir nánar þegar að þeim kemur, en eins og ævinlega þá eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Bestu kveðjur Vilborg Sverrisdóttir

Smáauglýsingar Par óskar eftir húsi/íbúð, helst fyrir 1. júlí. sbhjaltalin@simnet.is 848-9816

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2012, kl. 20 í Átthagastofu Ólafsvík .

Skólastjóri

Fræðsluerindi: Líknardeildir

Atvinna

Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafamiðstöðvar K.Í.

Þórishólmi ehf

Venjuleg aðalfundarstörf

óskar eftir að

Stjórnin

ráða starfsfólk til grásleppuvinnslu.

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna okkar ástkæru

Jónínu Kristínu Jóhannesdóttur

Upplýsingar gefur

frá Hraunhálsi

Anna Birna Ragnarsdóttir Kristján G. Ragnarsson, Anna María Antonsdóttir, Sveinbjörn Ó. Ragnarsson, M. Dögg Pledel Jónsdóttir, Jóhannes Eyberg Ragnarsson, Guðlaug Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn.

www.stykkisholmsposturinn.is

Gunnar í síma 891-9988 2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 19. árgangur 18. apríl 2012

Vorvaka Emblu

Aðstoðarskólameistari

verður í Vatnasafninu síðasta vetrardag, 18. apríl kl. 20:00.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir aðstoðarskólameistara í 50% stöðu frá 1.ágúst 2012. Samkvæmt 14. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, skal aðstoðarskólameistari hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum að daglegri stjórnun og rekstri skólans. Hann hefur m.a. umsjón með áfangakerfi skólans þ.m.t. námsvali og skólasókn nemenda. Hann tekur virkan þátt í námskrárgerð, þróunarverkefnum og innra mati skólans og annast upplýsingagjöf um skólastarfið til hagsmunaaðila. Launakjör eru í samræmi við gildandi kjarasamning fjármálaráðherra við viðkomandi stéttarfélag og stofnanasamning skólans. Aðstoðarskólameistari er ráðinn til fimm ára í senn. Nánari upplýsingar gefur skólameistari Jón Eggert Bragason (joneggert@fsn.is) í síma 430-8400 og 891-7384.

Kristjana Stefánsdóttir, ásamt hljóðfæraleikurunum Tómasi Einarssyni á bassa og Ómari Guðjónssyni á gítar flytja jazz- og blústónlist.

Umsóknir berist til Fjölbrautaskóla Snæfellinga, b.t. skólameistara, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknarfrestur er til 28. apríl n.k. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er framhaldsskóli með áfangasniði sem vill skipa sér í fremstu röð og hefur það markmið að veita öllum nemendum góða menntun. http://www.fsn.is/

Aðgangseyrir kr. 1.500 kr. Boðið verður upp á hressingu í hléi. Komið og njótið yndislegrar tónlistar í fögru og sérstöku umhverfi.

Grundarfirði 12. apríl 2012 Jón Eggert Bragason skólameistari

Allir hjartanlega velkomnir.

Leikskólakennarar

Leikjanámskeið - Umsjón

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa.

Óskum eftir að ráða starfsmann tímabilið 6.júní-6. júlí með umsjón yfir leikjanámskeiði fyrir 6-10 ára börn. Námskeiðið er frá kl.08:00 til 14:00 virka daga. Æskilegt er að viðkomandi sé 20 ára og eldri og hafi einhverja reynslu af starfi með börnum. Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk.

Um er að ræða þrjár 100% stöður, þar af ein staða deildarstjóra yngstu deildar. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Við minnum á að störfin henta bæði körlum og konum. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri í símum 4338128/8664535 Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2012.

Nánari upplýsingar veita: Gyða Steinsdóttir á netfangið: gyda@stykkisholmur.is og Eydís Eyþórsdóttir á netfangið: eydis@stykkisholmur.is

Stykkishólmsbær

Stykkishólmsbær Ferjan Baldur

Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 19. árgangur 18. apríl 2012

Vinnuhópur um framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í Stykkishólmi óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum

Eyjar Salómons: Ferðasaga úr Suðurhöfum Haraldur Sigurðsson segir frá ferðum sínum undanfarið við rannsóknir á neðansjávareldfjöllum, skipsflökum og fleiru í Suðurhöfum. Eldfjallasafn, kl. 14, 21. apríl 2012 Aðgangur ókeypis.

Undanfarnar vikur hefur á vegum Stykkishólmsbæjar starfað 3ja manna vinnuhópur um framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í Stykkishólmi. Vinnan hefur gengið vel og áætlar vinnuhópurinn að skila af sér um næstu mánaðarmót. Áður en vinnuhópurinn skilar af sér vilja fulltrúar hans þó kalla eftir sjónarmiðum frá öðrum og óskar vinnuhópurinn því hér með eftir ábendingum og/eða hugmyndum frá bæjarbúum varðandi þessi mál. Þannig að þeir sem hafa sérstakar hugmyndir varðandi eitthvað af framantöldu geta komið sínum hugmyndum á framfæri við fulltrúa vinnuhópsins. Ábendingar og hugmyndir þurfa ekki að vera mjög formlegar, mega vera í punktaformi, stuttum tölvupósti eða með beinu sambandi við fulltrúana. Vinnuhópinn skipa Ingi Berg Ingason, formaður (netfang: inging@rarik.is), Hrefna Frímannsdóttir (hrefri@simnet.is)og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir (irishuldsig@simnet.is). Skilafrestur ábendinga er til föstudagsins 27. apríl nk.

(Fréttatilkynning)

Með hækkandi sól og vor í lofti.... ...er upplagt að leggja mengandi farartækjum og taka fram reiðhjól, hjólaskauta, hjólabretti eða notast við tvo jafnskjóta. Þannig höfum við jákvæð áhrif á umhverfið, heilsuna og bankareikninginn.

LAUGARDAGSTILBOÐ

Gleðilegt sumar! Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness (theo@nsv.is)

SUMARDAGURINN FYRSTI!

12” með tveimur áleggstegundum á kr. 1.000

• Víðavangshlaup hefst kl. 13 við Grunnskólann • Pylsur og svali • Hestamenn • Slökkviliðið

Opið 12-21 Sími 438 1717

SJÁVAR

PAKK

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi

HÚSIÐ Opnum sumardaginn fyrsta kl. 12

Opnunartímar í apríl virka daga frá kl. 15 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12

Sími 438-1800 Facebook: Sjávarpakkhúsið www.oceansafari.is www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 19. árgangur 18. apríl 2012

Láttu skynsemina ráða - minnkaðu bensíneyðsluna

Hjólaðu = hollt og hagkvæmt!

10% AFSLÁTT UR ÚT APRÍL

hjól allar stærðir Karla- og kvenna- götuhjól frá Eagle Bykes

Allt til hjólreiðanna! Hjálmar, lásar, körfur, pumpur, hnakkpúðar o.fl. o.fl.

Sama verð og fyrir sunnan!! VISA raðgreiðslur

Orlofshús 2012 Verkalýðsfélag Snæfellinga býður upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar. Eins og undanfarin sumur höfum við fengið íbúð á Akureyri. Ölfusborgir, Illugastaðir og Akureyri Verð fyrir vikuna kr. 19.000 Félagsmenn geta einig sótt um niðurgreiðslur á: Einnig bjóðum við félagsmönnum okkar upp á : • Útilegukort Tjaldvögnum, Felli- og hjólhýsum ásamt • Veiðikort orlofshúsum hjá ferðaþjónustuaðilum, og verður endurgreiðslan 15.000 kr. vikan. • Hótelmiða Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á • Golfkort skrifstofum félagsins. og fást þau á skrifstofum félagsins. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15.maí á: • Ólafsbraut 19, Ólafsvík • Borgarbraut 2, Grundarfirði • Þvervegi 2, Stykkishólmi.

www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 19. árgangur 18. apríl 2012

Nú er komið að því! Tími sumardekkja kominn, Síðasti vetrardagur, miðvikudagur: Trúbadorarnir ........ spila fram eftir kveldi Tilboð á barnum frá kl. 22 - 24

gæsin komin á Golfvöllinn og sligaðir rekkar af sumardekkjum á frábæru verði.

Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagur: Fögnum sumri með nýlöguðu kaffi og rjúkandi bakkelsi fram eftir degi. Grillið verður tekið fram á pallinn um kvöldið og sumargrillstemning verður allsráðandi.

Kveðja, Alli og Atli

Föstudagur: Kjúklingur og franskar út úr húsi á tilboði.

Dekk og Smur ehf Nesvegur 5 340 Stykkishólmur S: 438-1385 Gsm: 895-2324

Laugardagur:

Í tilefni breytinganna á húsinu bjóðum við upp á kaffi og með því frá kl. 14-17. Allir velkomnir.

NÝKOMIÐ! NÝKOMIÐ! Úrval af fallegum dömufatnaði PUMA skór og margt flott til sumargjafa

6 rétta tilboðsseðill um kvöldið. Kl. 23 Hljómsveitin Mirra sem sem komin er áfram í Hæfileikakeppni Íslands leikur. Tilboð á barnum.

Gleðilegt sumar Heimahornið

Sunnudagur: Dögurður (Brunch) í hádeginu.

Stykkishólmur

Opið: Hádegi virka daga frá kl. 11:30 Kvöldin virka daga frá kl. 18 Laugard. og sunnud. frá kl. 12

-gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar

www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2012  

15. tölublað 19. árgangur Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær

Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2012  

15. tölublað 19. árgangur Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær

Advertisement