Page 1

SÉRRIT - 13. tbl. 19. árg. 29. mars 2012 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Opnar aðra hönnunarverslun á Laugavegi

Tinna Brá Baldvinsdóttir er ung kona, ættuð úr Stykkishólmi, sem tók sig til fyrir skömmu og opnaði hönnunarverslun á Laugaveginum í Reykjavík. Í samtali við Stykkishólms-Póstinn segir Tinna Brá: „Ég flutti frá Stykkishólmi 16 ára gömul til þess að fara að læra að teikna, því ég ætlaði sko að verða arkitekt. Allir bekkjarfélagarnir urðu eftir fyrir vestan og ég held ég hafi verið sú eina sem fór beint suður í nám. Mér fannst ég bara vera að tefja fyrir mér ef ég færi ekki strax að læra að teikna meira. Leiðin lá í Iðnskólann í Reykjavík á hönnunarbraut sem breyttist svo yfir í stúdentspróf af Listnámsbraut. Námið var mjög skemmtilegt og kynntist ég góðu fólki þar. Á þessum tíma var tölvuteikning að ryðja sér til rúms, svo ég ákvað að taka ár í viðbót og fór yfir í margmiðlunarskólann og lærði þar tölvuteikningu. Eftir það bjó ég svo til portfolio (möppu) og sótti um arkitektúr í Listaháskólanum og var svo heppin að vera ein af þeim 11 sem komust inn af 180 umsóknum. Námið í Listaháskólanum var krefjandi og skemmtilegt en margt sem betur hefði mátt fara enda arkitektadeildin yngsta deildin í skólanum og ennþá í mótun. Á meðan náminu stóð vann ég hjá arkitektastofunni ASK arkitektar. Á öðru ári í skólanum varð ég svo ófrísk af Indriða Hrafni og flutti til Akureyrar. Síðasta árið kláraði ég svo með mörgum flugferðum til Reykjavíkur. Þegar náminu lauk tók við manni þessi skemmtilega kreppa sem fólk virðist enn vera að tala um. Það kom aldrei til greina hjá mér að sitja með hendur í skauti eða fara á atvinnuleysisbætur, heldur fór ég að horfa í kringum mig í leit að tækifærum. Úr varð að ég og Hrafnhildur vinkona mín úr Listaháskólanum ákváðum að stofna saman Hrím Hönnunarhús á Akureyri, það var í apríl 2010. Okkur langaði að lífga upp á Listagilið og opna skemmtilega verslun með íslenskar hönnunarvörur. Seinna um sumarið sama ár bauðst okkur að opna verslun í Hofi Menningarhúsi Akureyringa þar sem Hrím Hönnunarhús er núna starfrækt. Eftir rúm 4 ár ár Akureyri þá breyttust aðstæður og við ákváðum að flytja aftur til Reykjavíkur. Ég verð nú að viðurkenna að ég kvaddi Akureyri með trega, enda frábært að búa þar og ég búin að eignast marga vini þar. Ég er bara svo heppin að eiga fyrirtæki þar svo ég get heimsótt vini og þennan góða bæ reglulega. Í dag rek ég Hrím Hönnunarhús ein, að vísu með góðri hjálp frá frh. á næstu síðu.

Sóknarfæri eru í fuglatengdri ferðaþjónustu Út er komin skýrsla Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi um skráningu á fuglalífi á Snæfellsnesi og í Dölum og möguleikum sem felast í fuglatengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Snæfellsnes og Breiðafjörður eru rík af fuglalífi og er ljóst að þegar kemur að fuglaskoðun er hér um vannýtta auðlind að ræða. Fuglaskoðun er ört vaxandi áhugamál í heiminum og er Ísland engin undantekning. Talið er að yfir 150 þúsund innlendir og erlendir ferðamenn hafi skoðað fugla á ferðum sínum um Ísland árið 2008 og er líklegt að umfang fuglatengdrar ferðaþjónustu eigi eftir að aukast verulega á komandi árum. Mörg ónýtt tækifæri eru á þessu sviði til markaðssetningar svæða á Íslandi. Hins vegar er víðast hvar skortur á stöðluðum skráningum fuglalífs sem nýtast við kynningu svæða til fuglaskoðunar. Verkefni Náttúrustofunnar og Háskólasetursins fólst í að bregðast við þessu og útvega upplýsingar sem ferðaþjónustan gæti nýtt sér. Fuglar voru taldir á helstu ferðamannaleiðum um Snæfellsnes og Dali í fimm athugunarferðum yfir sumartímann, frá fyrri hluta maí og fram undir miðjan ágúst. Í talningunum sáust 70 tegundir fugla, þar af 61 tegund (af 77 alls) íslenskra varpfugla. Að jafnaði var styttra á milli álitlegra fuglaskoðunarstaða á Snæfellsnesi en í Dölum og meiri fjölbreytni búsvæða fyrir fugla. Vænlegasti tími til fuglaskoðunar var í maí og júní, þ.e.a.s. áður en aðalstraumur ferðamanna um Ísland hefst, sem virðist fela í sér tækifæri til lengingar ferðamannatímans og þar með styrkingu rekstrargrunns ferðaþjónustunnar á svæðinu. Skýrsluna má sjá í fullri lengd á vefsíðu Náttúrustofunnar www.nsv.is

Gleðilega páska! Næsta tölublað kemur út 12. apríl Skilafrestur efnis í það er kl. 14, 10. apríl n.k. Blaðinu verður dreift í öll hús! Vefurinn www.stykkisholmsposturinn.is verður uppfærður eftir efnum og ástæðum að venju og velkomið að koma efni á framfæri með því að senda tölvupóst á sp@anok.is eða senda skilaboð á Facebook.

7+7=14 -> Aðalgata 20 Leirverkstæðið Leir 7 sem starfað hefur á Hamraendum frá stofnun er óðum að taka á sig mynd á nýjum stað við Aðalgötu 20 hér í bæ. Húsið ber reyndar húsnúmer 14 en er engu að síður númer 20! Sigríður Erla höfuðpaur leirverkstæðisins segir töluna 14 tengjast Leir 7, enda gengur 7 upp í 14. En Sigríður Erla stefnir á opnun á leirverkstæðinu á nýja staðnum laugardaginn 7. apríl n.k. Allir eru velkomnir að líta við á opnunardaginn milli kl. 14-17 Sigríður mun kynna til sögunnar Kristólínu nokkra sem verður á pönnunni á opnunardaginn og töfrar fram lystaukandi veitingar. Nýjar vörur úr fórum Sigríðar verða til sýnis í bland við annað og líklegt að tónar flögri um í þessu nýja rými leirverkstæðisins. am


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Syngjandi konur af Vesturlandi

Opnar aðra hönnunarverslun -- frh.

Stórskemmtilegir tónleikar verða haldnir 30.mars næstkomandi kl. 20 í Stykkishólmskirkju. Djasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir ásamt stórum hópi kvenna af Vesturlandi munu taka fjörug og djössuð lög eina kvöldstund. Kristjana syngur bæði ein og með hópnum. Syngjandi konur af Vesturlandi er verkefni sem hófst með söngbúðum í Hjálmakletti fyrstu helgina í mars. Þar voru saman komnar 70 konur víðsvegar að af Vesturlandi. Verkefnið var opið öllum syngjandi konum. Hópur kvenna úr Kór Stykkishólmskirkju er með í verkefninu, hópur úr Borgarfirði, frá Akranesi, Hólmavík, Búðardal, Borðeyri, Mosfellsbæ og Reykjavík. Freyjukórinn í Borgarfirði stendur fyrir þessu uppátæki og eru þær í forsvari og skipuleggja verkefnið. Markmiðið er að efla söng meðal kvenna á Vesturlandi. Dýpka og breikka sviðið með því að einbeita sér að ákveðnum þætti tónlistar, djassinum og fengum til aðstoðar eina færustu djasssöngkonu landsins, Kristjönu Stefánsdóttur. Hópur tónlistarmanna fylgir konunum, þeir Vignir Þór Stefánsson á píanói, Sigurður Jakobsson á bassa og Sigþór Kristjánsson á trommum. Verkefnið hefur fengið góðar undirtektir á tónleikum sem haldnir voru í Borgarnesi og á Akranesi. Nú er bara að sjá hvort íbúar í Stykkishólmi og nágrenni láti ekki sjá sig og njóti. Það verður enginn svikinn af þessum glöðu konum. Söngurinn er svo lifandi og gefandi að hann nær að snerta flesta sem á heyra. Meðal þeirra laga sem sungin verða eru lög úr smiðju Manhattan Transfer, Stevie Wonder, Adele og fleiri íslenskra gullmola eins og Hvítir mávar ofl. Verkefnið hlaut styrk Menningarráðs Vesturlands og Borgarbyggðar. Syngjandi konur á Vesturlandi er lýsandi dæmi um frábært samstarf kvenna; samstöðu og gleði. Inga Stefánsdóttir, Formaður Freyjukórsins

manninum mínum. Á afmælisdegi bróður míns, Baldvins Indriða, þann 16. mars sl. opnaði ég svo Hrím Hönnunarhús í Reykjavík. Það fóru rétt rúmar 2 vikur í endurhönnun og vinnu við að koma þeirri verslun á laggirnar, það hefði aldrei tekist nema með góðri hjálp frá mömmu og pabba, sem eru Baldvin Indriðason og Guðrún Benediktsdóttir. Þau komu hingað tvær helgar í röð, mamma sá um heimilið og Indriða Hrafn og pabbi smíðaði og tók þátt í stressinu með mér. Elín frænka var líka ótrúlega dugleg að passa og Baldvin bróðir tók til hendinni með okkur. Það má segja að í þessu kristallist munurinn á því að vera á Akureyri og í Reykjavík fyrir okkur. Við erum aftur komin í nánari tengsl við fjölskylduna og það eru fleiri heimsóknir til og frá Stykkishólmi.“ En hver eru framtíðarplönin? „Ég ákvað 9 ára gömul að ég ætlaði að verða arkitekt, þá var ég farin að teikna upp grunnmyndir af húsum. Ég fékk teikningar hjá pabba af húsinu okkar og var mikið að spá í þessum málum. Sá draumur hefur lítið breyst, honum hefur bara verið seinkað í takt við aðstæður í þjóðfélaginu. Eins og er tel ég mig ótrúlega heppna að starfa við það sem ég hef áhuga á og taka þátt í spennandi og skapandi verkefnum. Eins og staðan er í dag þá hef ég næg verkefni og á erfitt með að spá fyrir um framtíðina. Eftir að ég átti strákinn minn þá lifi ég miklu meira í núinu. Nýt þess að lifa lífinu og gera það sem mér þykir skemmtilegt. Það sem er kannski helst á döfinni er að opna listagallerí í kjallaranum á Laugavegi 25. Einnig er ég stöðugt að vinna í nýju vefsíðunni okkar, www.hrim.is það má segja að nýjar vörur séu að koma þar inn daglega. Mig langar svo endilega til benda fólki á að ég sendi margar vörur frítt eða gegn vægu gjaldi. Mismunandi eftir vörutegundum. Ég hvet Hólmara til að koma í heimsókn í nýju búðina, Hrím Hönnunarhús Laugavegi 25 og skoða heimasíðuna okkar, www. am hrim.is“

Úrslitakeppni og klósettpappír Vegna þeirrar gífurlegu eftirspurnar síðustu vikur, sem við höfum fengið í okkar eyru varðandi klósettpappírssölunni okkar, þá höfum við ákveðið, að vegna þeirra miklu anna sem meistaraflokkar karla og kvenna eru í akkúrat þessi misserin að bjóða ykkur að hafa samband við neðangreinda stjórnarmenn sem munu um hæl afgreiða slíka pakka. Eins og flestum er kunnugt þá eru liðin okkar komin í eða í undirbúningi fyrir úrslitakeppnina þessa dagana og því ákváðum við að ekki væri á þau bætandi þessa dagana. Kvennaliðið leikur gegn Njarðvík en það er heimaleikur næst á laugardaginn kl 15:00 í leik fjögur í undanúrslitaeinvíginu. Karlaliðið byrjar úrslitakeppnina á einvígi við Þór frá Þorlákshöfn í Þorlákshöfn á föstudaginn 30.mars kl 19:15 í 8 liða úrslitum þar sem þarf tvo sigra til að komast áfram. Þá stjórnarmenn sem hægt er að ná í varðandi klósettpappírinn og afgreiða hann eru: Hermundur Pálsson 891-6949 / hermundur@simnet.is Símon Hjaltalín 848-9816 / sbhjaltalin@simnet.is Davíð Sveinsson 862-2910 / david@skipavik.is Þorbergur Bæringsson 894-1951 / baeringsson@simnet.is Vonum að við sjáum sem flesta sameinast klædda í rautt á leikjum okkar og hvetja alla leið.

6. sæti Gleðipinnarnir í blakdeild Snæfells luku keppni á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Liðið endaði í 6. sæti af 16. Að sögn Berglindar Þorbergsdóttur getur liðið vel við unað þó svo að þær hafi að sjálfsögðu ætlað sér upp um deild. „Við fáum nýtt tækifæri til þess næsta vetur! Vegna mikillar aukningar í iðkun blaks á Íslandi er verið að bæta við deild á Íslandsmótinu og verður á næsta ári spilað í 5 deildum í kvennaflokki. Má þess geta að við erum að mæta 1416 konur á æfingar núna, sem er bara frábært! En vetrinum hjá okkur er hvergi nærri lokið. Í lok apríl munum við skella okkur á Tröllaskaga á öldungamótið og þar ætlum við okkur stóra hluti og endurtaka leikinn frá því í fyrra og skella okkur upp um eina deild eða svo! Það eru því stífar æfingar framundan með tilheyrandi aukaæfingum, útihlaupum og sérstöku matarræði sem ekki verður farið nánar útí hér. Áfram Snæfell!

Senn líður að páskum Hvernig væri að breyta til þetta árið og steypa sitt eigið páskaegg úr lífrænu og siðgæðis (Fairtrade) vottuðu súkkulaði? Flottara, hollara, skemmtilegra og síðast en ekki síst umhverfisvænna. Gleðilega páska!

Með kveðju Stjórn kkd. Snæfells Áfram Snæfell!

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness (theo@nsv.is)

Smáauglýsingar Til sölu Toyota Avensis Árg. 2008, ekinn 82 þ.km Verð 3.390.000 Uppl. í síma. Stefán í síma 4381299 og 8935702. www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Pakkhúsið í Ólafsvík

MUNIÐ GJAFAKORTIN!

er opið

Tilvalin gjöf fyrir alla konur jafnt sem karla.

frá 31.mars til 9.apríl frá kl 14.00-17.00 eða eftir samkomulagi fyrir hópa - 8622998

Verð í fríi frá og með

Byggðasafnið okkar býður alla heimamenn og gesti velkomna!

10. apríl til og með 20 apríl. Katrín Gísladóttir, snyrtifræðingur.

Smávegis af handverki er farið að tínast inn alltaf heitt á könnunni :-)

sjáumst hress og kát snyrtistofa

Aðalgötu 24

í Páskapakkhúsinu okkar

Sími 438-1212

Páskaeggjabingó www.narfeyarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Árlegt páskaeggjabingó yngri flokka Snæfells verður haldið

Handverksfólk í Stykkishólmi

þriðjudaginn 3. apríl kl. 20

Nú er stóra tækifærið ykkar!

á Hótel Stykkishólmi

Við bjóðum ykkur að taka þátt í okkar skemmtilega og gefandi starfi í Gallerí Lunda og selja þar jafnframt handverk ykkar. Nánari upplýsingar veita: Ragna í síma 8935588 og Kristborg í síma 8642341

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Litlu alþjóðaleikarnir í badminton um páskana

Gallerí Lundi, hvað er nú það?

Litlu alþjóðaleikarnir í badminton verða haldnir í íþróttamiðstöð Stykkishólms á skírdag þann 5. apríl. Leikarnir hefjast kl. 10:00 og er skráning á staðnum. Keppt verður í stúlku- og piltaflokki og hefst keppni í báðum flokkum á sama tíma. Aldurstakmark þáttakenda eru 18 ár. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti í báðum flokkum, fallegasta leikmann á velli, flottasta búninginn og (ó)prúðasta leikmanninn. Þátttökugjald er kr. 1.000,- sem fyrr. Íþróttafélagið LínBerg undirritaði enn einn tímamótasamninginn um þátttöku í leikunum við Bergþór Smárason þann 26. mars. Bergþór er örvhentur en hefur ekki látið það stoppa sig og gefur ekkert eftir á móti hægrihandar spilurum á vellinum (né annarsstaðar). Ekki einungis er hann öflugur vinstrihandarspilari heldur er hann einn af þeim sem mun taka þátt í búningakeppninni og sást til hans í ákveðinni búð með notuð föt í höfuðborginni að dressa sig upp til sigurs! Bergþór hefur beðið spenntur eftir keppninni en hann tók þátt í fyrra og passaði sig á því að raða vöktunum á smábátnum sem hann er á þannig að hann yrði í fríi þegar leikarnir eru í ár. Gríðarlega gott fyrir félagið að landa þessum samningi.

Eins og mörg undanfarin ár starfrækir handverksfólk í Stykkishólmi Gallerí Lunda yfir sumartímann þ.e. frá maí til september ár hvert. Gallerí Lundi er til húsa í Lionshúsinu við Frúarstíg (við hliðina á Eldfjallasafninu). Handverkshópurinn sem samanstendur af konum og körlum á besta aldri býður upp á fjölbreytt og fallegt handverk. Handverkið er allt til sölu á góðu verði. Nú býður handverkshópurinn fleira handverksfólki í Stykkishólmi að bætast í hópinn. Þeim sem eru komnir á eftirlaunaaldur og treysta sér ekki til að vinna í Galleríinu er velkomið að hafa handverk sitt til sölu þar en aðrir þurfa að leggja til vinnu sem verður minni eftir því sem fleiri taka þátt. Að vera þátttakandi í svona starfi er bæði skemmtilegt og gefandi og ómissandi framlag til menningar og ferðaþjónustu í bænum okkar. Kíkið á auglýsingu okkar í blaðinu í dag og hafið samband við okkur fljótlega. Handverkshópurinn Lundi

Fjölmennum á laugardaginn í Íþróttahúsið og hvetjum stelpurnar. Áfram Snæfell

Menningarferð Hebbanna Upp er runninn 14. mars og eins og vera ber sól um allan fjörð. Hebbarnir tínast einn af öðrum upp að Setri. Já það er afmælisdagur Dóru vinkonu okkar og menningarferðin rétt að hefjast. Við vorum búin að taka á leigu langferðabíl. Við stýrið er Gummi Gussa hann er okkur að góðu kunnur úr ferðinni á Rauðasand. Nú er stefnan sett á Mosfellsbæ. Byrjað var á að skoða Kaffihúsið Álafoss og næra bæði líkama og sál. Síðan var gengið yfir í Álafoss og handverkið skoðað gaumgæfilega enda er margt handverksfólk í Hebbunum. Eftir veruna í Álafosskvosinni var haldið að Gljúfrasteini og Hús skáldsins skoðað. Þar er merkilegt að koma og greinilegt að Halldór var ekki bara merkilegur maður heldur var hann líka mjög vel giftur maður. Eftir góða kynningu þar var haldið í Listasal Mosfellsbæjar en þar er sýningin „Á ferð og flugi.“ Lilja Bragadóttir sýnir þar myndverk á striga. Þar var skemmtilegt að upplifa að listina lítum við mismunandi augum. Nú var komið að hápunti ferðarinnar það er sýningin Heimsljós í Þjóðleikhúsinu. Í haust ákváðum við að lesa Heimsljós. Þetta er ein ástsælasta saga nóbelskáldsins. Heillandi verk um fegurðarþrána, veraldlega fátækt og andleg auðæfi. Við settum stefnuna strax á að fara í Þjóðleikhúsið og sjá sýninguna í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Heimsljós kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 – 1940 og er saga fátækra alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Hann er alla ævi fátækur smáður og utanveltu. Þetta er áhrifamikil saga um Ólaf og konurnar í lífi hans. Sýningin tekur 3 ½ tíma með tveimur korters hléum. Í stuttu máli þá var þetta snilldar sýning. Ólafía Hrönn, Hilmir Snær, Björn Thors og Pálmi Gestsson allt flottir leikarar. Leikmyndin er einföld en lýsandi. Eftir þessa mögnuðu upplifun var haldið á Kaffi Catarínu. Þar nutum við samverunnar í bland við góðar veitingar. Eftir velheppnaða ferð komu Hebbarnir glaðir heim um miðnætti. Við erum ótrúlega góð í að hafa gaman af lífinu. Til þess að fjármagna þessa ferð héldum við markað í Setrinu í febrúar okkur og vonandi öðrum líka til mikillar ánægju. Seldum ýmsan varning, kaffi, kökur, spádóm og fleira. En við fengum líka ánægjulega og óvænta styrki bæði frá lista og menningarsjóð Stykkishólms og Lionsklúbbnum. Hafið bestu þakkir fyrir. Þann 12. apríl næstkomandi fagna Hebbarnir 6 ára afmæli, markmið hópsins hefur alltaf verið skýrt að leggja rækt við eigin heilsu og hafa gaman af. Það hefur okkur svo sannarlega tekist. Allir þeir sem lagt hafa okkur lið á einn eða annan hátt, hafið bestu þökk Hanna Jónsdóttir fyrir.

Möguleikar í atvinnumálum á Snæfellsnesi Föstudaginn 30. mars verður heilmikið um að vera á Hótel Stykkishólmi eins og Halldór Árnason og Sturla Böðvarsson tilgreina í tilkynningum frá Þróunarfélagi Snæfellsness og birtar eru á www. stykkisholmsposturinn.is Kl. 11 hefst framhaldsstofnfundur Þróunarfélagsins og eru þeir sem hafa hug á því að gerast hluthafar boðnir velkomnir til fundarins, en þar verður tekin fyrir skýrsla stjórnar, rætt verður um fjölgun hluthafa auk annarra mála. Kl. 13 hefst svo ráðstefna sem Samtök atvinnulífsins efna til í samvinnu við Þróunarfélagið og Atvinnuráðgjöf Vesturlands þar sem fjallað verður um möguleika á atvinnumálum á Snæfellsnesi í framtíðinni. Margir frummælendur flytja erindi sem tengjast þessum málaflokki, á ráðstefnunni auk þess sem fjallað verður í vinnuhópum um uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi, undir stjórn Bjargar Ágústsdóttur hjá Alta, eftir kaffihlé. Gert er ráð fyrir ráðstefnunni ljúki upp úr kl. 17.00 Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is am

Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna okkar ástkæra

Hafsteins Sigurðssonar Ingibjörg, Sigrún, Hafrún, Jón Elfar og aðrir aðstandendur.

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Páskaáætlun- Sterna Reykjavík – Stykkishólmur - Hellissandur. Miðvikudagur Fimmtudagur. Föstudagur. Laugardagur Sunnudagur. Mánudagur.

4. 5. 6. 7. 8. 9.

apríl kl. 08:30 frá Reykjavík apríl kl: 18:30 frá Reykjavík apríl. Engin ferð apríl. Engin ferð apríl. Engin ferð apríl kl: 18:30

Hellissandur – Stykkishólmur - Reykjavík. Miðvikudagur Fimmtudagur. Föstudagur. Laugardagur. Sunnudagur.

4. 5. 6. 7. 8.

apríl apríl apríl. apríl apríl.

kl. 16 frá Hellissandi. Stykkishólmi 16:35 kl: 17:45 frá Stykkishólmi 18:20 Engin ferð Engin ferð Engin ferð

Afgreiðslan okkar á Bsí að Vatnsmýrarvegi 10 verður opin sem hér segir: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: Sunnudagur: Mánudagur:

Opið frá kl. 12:00 – 19:00 Lokað Lokað Lokað Opið frá kl. 12:00 – 19:00.

Bílar og Fólk ehf. • Krókhálsi 12 • 110 Reykjavík •Iceland • KT: 520202-2180 URL: www.sterna.is • @ :sterna@sterna.is • TEL: 551-1166 www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Það gleymist aldrei

Vellukkaðir kennaratónleikar

Öll þjóðin horfði og hlustaði með tár í augum á frásögn skipverjans sem komst naumlega af þegar togarinn Hallgrímur fórst í fárviðri á dögunum við Noreg. Öll hans hugsun var að lifa af og líka með félögum hans sem börðust fyrir lífi sínu en biðu lægri hlut. Mér verður hugsað til atburðar sem skeði hér 26. apríl 1981, gott veður var þennan dag. Undirrituð vann þá hjá Pósti og Síma. Á þessum tíma var afgreiðslan handvirk, hringja þurfti í miðstöð til að fá samband bæði innanbæjar og við númer allsstaðar á landinu, en nú var orðið stutt í að ný tækni tæki við. Þar sem talsímavörðurinn sat við skiptiborðið kom hringing frá Hnjúki sem var 3ja flokks stöð sem ekki átti að vera inni á þessum tíma. Jóhannes á Hnjúki tjáði mér að boð hefði komið frá Purkey um að bátur væri í nauðum staddur og tiltók staðinn. Maður hefði komið í Purkey og hefði hann synt frá hinum strandaða stað og síðan gengið heim í Purkey sem er drjúgur gangur. Aðfall var og því þurfti hjálp að berast fljótt. Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja heim til mín á Höfðagötuna. Eggert var heima og sagði mér að hringja niður í frystihús Sig. Ág. til að fá aðstoð því þar voru menn að störfum í fiski. Eftir að hafa hringt á skrifstofu frystihússins þar sem enginn svaraði var eina ráðið að henda frá mér heyrnatólunum og hlaupa niður í frystihús. Menn þar voru fljótir að henda frá sér hnífunum og hlaupa niður á bryggju. Þá voru þeir farnir Gunnar Jensen og Eggert á bát Gunnars en það var eini báturinn sem var tilbúinn. Bátur Eggerts var ósjófær þennan dag. Fleiri menn komu svo á öðrum bát. Enginn hraðbátur var til í Stykkishólmi en mun hafa komið árið 1982 vegna þessa slyss árið á undan. Margt var tilviljunarkennt við þennan atburð. Jón var nýkominn í Purkey eftir vetrardvöl í Hólminum og daginn áður hafði síminn verið tengdur. Tilviljun - ég held ekki. Eggert gat haft samband við Jóhannes á Hnjúki og fengið staðsetningu frá Ágústi Guðmundssyni sem hafði synt í land í Purkey og þurft að ganga langan veg til byggða blautur og kaldur. Sjávarhitinn er mjög lágur á þessum árstíma. Báturinn sem hafði steitt á steini við Purkey. Þetta var Kári hans föður míns. En ég vissi að þessi ferð hafði verið ákveðin. Um borð voru auk Ágústs leikstjóra, sem var að leita að stöðum fyrir kvikmyndatökur, Ólafur H. Torfason með tvö börn sín. Ég fór aftur í vinnuna með kvíða hvernig myndi fara og hafði samband við Jóhannes á Hnjúki til að fylgjast með framvindu mála. Mikið var mér létt þegar fréttir bárust um að öllum hefði verið bjargað. Kári sökk þegar allir voru komnir um borð en náðist upp síðar. Logn var allan tíman og það bjargaði öllu en leggja varð mjög gætilega að hinum sökkvandi bát og draga alveg úr ferð því annars hefði illa farið. Í dag eru komin öll tól og tæki til björgunar á sjó sem betur fer. Árið 1981 voru engir hraðbátar og engin tilkynningarskylda. Það voru ófá skipti sem Eggert Björnsson fór til leitar að bátum eða fara með lækni út í eyjar meðan eyjar voru í byggð. Á þessum tíma, löngu fyrir tíma Sæferða, fór hann með ferðamenn í útsýnisferðir. Einnig komu útlendingar til að fara á sjóstöng og oft komu þeir með góðan afla að landi. Guðmundur Kristjánsson, var líka með sinn bát á þessum ferðum, þetta voru Bretar, Svíar og Þjóðverjar. Aðbúnaðaur um borð þætti ekki góður í dag. Fötur aftur í fyrir dömur og önnur fram í fyrir karla. Ekki heyrði ég að menn hefðu nokkuð út á þetta að setja. Ferðamenn gaukuðu flöskum að skiptstjóranum - þetta var allt eðalvín, ekkert slor. En Eggert gaf vinum og vandamönnum sínum að njóta því ekki notaði hann vín sjálfur. Nú veðja landsmenn á að ferðamenn flykkist til landins sem aldrei fyrr. Af hverju er ekki lagður metnaður í að skapa atvinnu við að bjóða upp á stangveiði? Allar aðstæður eru nú betri en áður, ég vil sjá ungt fólk koma þessu aftur á. Þó er ekki eins mikil von að fá lúðu, en þorsk er líka gaman að veiða á stöng. Lúðuveiðar verða bannaðar sem mér finnst arfavitlaust, best er að hætta sér ekki inn í þá vitlausu umræðu. Læt ég því staðar numið. Unnur Lára www.stykkisholmsposturinn.is

Kennaratónleikar fóru fram í Stykkishólmskirkju s.l. föstudag og þar stigu á stokk kennarar Tónlistarskóla Stykkishólms og fluttu alls kyns tónlist fyrir gesti. Afskaplega ánægjulegir tónleikar að mati kennaranna og kom á óvart hversu margir gestir voru í kirkjunni. Mjólkurbrúsi stóð frammi við dyr og gátu gestir stungið aur í hann ef þeir kusu en til stóð að safna fyrir hljóðkerfi í kirkjuna. Gestir tóku vel í söfnunina og safnaðist fyrir andvirði hljóðnema og snúru þetta kvöld. am

Stykkishólmur – á heimsmælikvarða Þegar ég sá greinina um Heimsmælikvarðann hans Gunna Gunn varð ég kát. Hef lengi verið með í huga að reisa ætti eitthvað sérstakt minnismerki eða hvað má kalla það. Var lengi vel með hugmynd um að reisa þokkalegan vita einhverstaðar og svo hef ég margoft stungið uppá að við gerðum meira úr tröllasögunum okkar og létum gera Kerlinguna úr skarðinu hér niður í bæ. En auðvitað er Heimsmælikvarðinn fyrirtaks hugmynd, sérstaklega fyrir svona lítillátt sveitarfélag. Og ég hef staðinn fyrir hann á hreinu. Það er túnið hérna á horninu niður á bryggju. Þetta horn er svolítið olnbogabarn í miðbænum, því hefur ekki verið sinnt og breytti nýr meirihluti ekki út frá því að vanrækja það eins og sá fyrri. En þarna sé ég fyrir mér Heimsmælikvarðann, steypa undir hann smá stétt og svo hellulagt í kring og auðvitað bekki til að sitja á. Veskú, eitt blómið í hnappagat ferðamennskunnar og mundi kosta sáralítið held ég. Og bara að kíla á þetta nú fyrir vorið. Það eru alltaf til peningar ef þjóðþrifaverkefni kalla, gott fólk. Við erum jú á heimsmælikvarða, ekki satt? Dagbjört Höskuldsdóttir.

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

Páskaáætlun Ferjunnar Baldurs 2012 Skírdagur 5. apríl Frá Stykkishólmi klukkan: 09:00 & 15:00 Frá Brjánslæk klukkan: 12:00 & 18:00

www.saeferdir.is

Föstudagurinn langi 6. apríl: Ekki siglt Laugardagurinn 7. Apríl Frá Stykkishólmi klukkan: 09:00 Frá Brjánslæk klukkan: 12:00

Guðsþjónustur um bænadaga og páska í Stykkishólmsprestakalli.

Páskadagur 8. apríl: Ekki siglt

Skírdagur:

Annar í páskum 9. apríl Frá Stykkishólmi klukkan: 09:00 & 15:00 Frá Brjánslæk klukkan: 12:00 & 18:00

Messa á sjúkrahúsinu kl. 14.00

Föstudagurinn langi:

*Aðra daga samkvæmt vetraráætlun. *Um hátíðarnar er reynt að koma við í Flatey í öllum ferðum ef á þarf að halda.

Guðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 14.00. (Píslarsagan lesin og passíusálmar sungnir)

Verslunin Sjávarborg minnir á vorkomuna.

Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu kl. 15.30.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 11.00. Guðsþjónusta í Breiðabólstaðarkirkju kl. 14.00

Erum að taka upp í hverri viku eitthvað nýtt í leikföngum og aðeins byrjuð að sýna sumardót. Svo er Lego úrvalið mikið núna og nýir pakkar komnir. Garnið, lopinn og blöðin alltaf á sínum stað. Kiljurnar streyma í hillurnar, nýjasta er Brakið eftir Yrsu og nýjar norskar frá Uppheimum. Hafið þið heyrt um Kanil ? Fermingarkort, þessi fallegu. Velkomin að skoða.

2. í páskum: Guðsþjónusta í Helgafellskirkju kl. 14.00 Sóknarprestur

Páskamót í Pítró Fimmtudaginn 5.apríl (Skírdag) verður páskamót í Pítró á Skildi Húsið opnar kl. 20 og mótið hefst kl. 20:30

og verður spilað með sama sniði og á Íslandsmótinu.

Nesvegur -einbýlishús á einni hæð Gott einbýlishús á einni hæð. Húsið er 115,6 fm ásamt ca. 50 fm bílskúr.  Húsið skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbegi, fjögur herbergi og þvottahús.  Falleg eldhúsinnrétting frá Alno úr massívu birki. Nýlegur sólpallur fyrir framan húsið.  Flísar og parket á gólfum.  Húsinu hefur verið vel viðhaldið og er allt hið snyrtilegasta.

Allir velkomnir bæði spilamenn sem áhorfendur. Verðlaun verða í boði BB og sona Spilagjald verður kr. 500 á mann. Kaffi á könnunni, Sjáumst

Verð: Tilboð. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 8995600

www.stykkisholmsposturinn.is

BB og synir & Lárus Ástmar Hannesson 7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 13. tbl. 19. árgangur 29. mars 2012

RÁÐSTEFNA UM MÖGULEIKA Í ATVINNUMÁLUM Á SNÆFELLSNESI Samtök atvinnulífsins og Þróunarfélag Snæfellinga í samstarfi við Atvinnuráðgjöf Vesturlands efna til ráðstefnu í Hótel Stykkishólmi, föstudaginn 30. mars 2012. Dagskrá: Kl. 13.00 Setning, Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri þróunarfélags Snæfellinga Kl. 13.10 Staða og horfur í atvinnulífi og þjóðarbúskapnum – fjölgar störfum úri á landi? Frummælandi Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA Kl. 13.40 Framtíð sjávarútvegs á Snæfellsnesi og vaxtarmöguleikar Frummælandi Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri G.Run hf Kl. 14.00 Sjávarklasinn og verkefni Íslenskrar matorku Frummælandi Sjöfn Sigurgísladóttir stofnandi Íslenskrar matorku Kl. 14.20 Nýsköpun í vinnslu sjávarfangs og samstarf vinnslustöðva og rannsóknarstofnana Frummælandi Sveinn Margeirsson forstjóri Matís Kl. 14.40 Orkunýting til atvinnuuppbyggingar Frummælendur Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri og Ingólfur Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kl. 15.00 Ferðaþjónusta og afþreying allt árið Frummælandi Friðrik Pálsson hótelhaldari og stjórnarformaður Íslandsstofu Kl. 15.20 Stuttar fyrirspurnir til frummælenda Kl. 15.45 Kaffihlé og vinnuhópar settir af stað Stjórnandi vinnuhópa Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta Kl. 17.00 Niðurstöður vinnuhópa Skráning á vef SA: www.sa.is

Stjórn Þróunarfélags Snæfellinga boðar til framhaldsstofnfundar föstudaginn 30. mars 2012 kl. 11.00 í Hótel Stykkishólmi. Þeir sem hafa hug á því að gerast hluthafar eru boðnir velkomnir til fundarins. www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 13. tbl.  

Bæjarblað allra Hólmara 29. mars 2012

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you