Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 11. tbl. 20. árg. 21. mars 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Nú styttist í vorið því samkvæmt dagatalinu var vorjafndægur í gær, miðvikudag. Pálmasunnudagur er á sunnudaginn og hefst þá Dymbilvika. Góuþræll er mánudaginn 25. mars og þar með hefst Einmánuður þriðjudaginn 26.mars. Nóg af dögum framundan því skírdagur, föstudagurinn langi og páskar eru einnig í næstu viku. Gleðidagurinn 1. apríl er á annan í páskum. Stykkishólms-Pósturinn óskar lesendum sínum gleðilegra páska en næsta blað kemur út fimmtudaginn 4. apríl. Efni í lit þarf að berast ritstjórn miðvikudaginn 27. mars um hádegisbil en annað efni á hádegi þriðjudagsins 2. apríl. Útgáfudagar blaðsins verða fjórir í apríl: Fimmtudagarnir: 4., 11. og 18. apríl Miðvikudaginn, síðasta vetrardag, 24. apríl Í þessum tölublöðum verður boðið upp á auglýsingar í lit en alla jafna þurfa þær að berast ritstjórn degi fyrr en annað efni (skilafrestur litaefnis í síðasta blað vetrarins er 18.apríl). Þeir sem vilja ákveðið pláss í blaðinu eru einnig hvattir til að tryggja sér birtinguna í tíma, netfangið er: stykkisholmsposturinn@anok.is sími 5342120 am

Gleðilega páska

Nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms aftur í Hörpuna Hólmarar áttu góða ferð til Ísafjarðar nýliðna helgi þegar nemendur tónlistarskóla af Vesturlandi og Vestfjörðum tóku þátt í uppskeruhátíð tónlistarskóla, Nótunni 2013. Þess er skemmst að minnast að trommusveit Tónlistarskólans í Stykkishólmi fór alla leið í Hörpuna í fyrra í úrslitakeppnina og stóð sig með stakri prýði. Í ár fóru þrjú atriði úr Tónlistarskóla Stykkishólms í svæðiskeppnina á Ísafirði, tvö af miðstigi og eitt af grunnstigi. Bæði atriðin á miðstigi fengu viðurkenningu fyrir frábæran flutning og voru það gítardrengirnir Aron, Gauti og Jón Glúmur annarsvegar og Hrefna Rós hinsvegar sem þar áttu í hlut. Hrefna Rós var auk þess valinn sigurvegari á þessum svæðistónleikum en með henni lék Berglind Gunnarsdóttir á píanó. Þær stöllur munu því taka þátt í lokakeppni Nótunnar í Hörpu þann 14. apríl n.k. Stykkishólms-Pósturinn óskar nemendum og Tónlistarskólanum til hamingju með góðan árangur. am/Ljósmyndir: Martin Markvoll

Fylgist með á www.stykkisholmsposturinn.is Fréttir, viðburðir, myndir, aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Páskafrí

Lionsklúbbur Stykkishólms gefur tækjabúnað

Nú nálgast páskar og tilheyrandi frídagar. Þegar blaðinu er flett má glögglega sjá að ýmislegt er hægt að gera sér til ánægju og yndisauka svona til viðbótar því að stunda útiveru, sund og íþróttir. Tilvalið er að heimsækja kirkjurnar um páskana en auglýstar eru athafnir í Stykkishólmskirkju, Helgafellskirkju, Breiðabólstaðarkirkju og St. Franziskuskapellu yfir hátíðirnar. Þá má einnig skreppa í bókasafnið og fletta blöðum og bókum. Líta í verslanir eða skreppa á veitingahús og fá sér eitthvað í gogginn. Árlegt páskabingó yngri flokka Snæfells er ómissandi í páskafríinu þar sem allir eru velkomnir og við allra hæfi. Einnig er tilvalið að kynna sér hið einstaka spil Pítró. Pítró er hvergi annarsstaðar leikið á landinu svo þetta er einstakt tækifæri að læra spilið. Það er frítt í bíó í Klifi Ólafsvík og sýndar íslenskar myndir allann sunnudaginn. Þá er ekki úr vegi úr því farið er til Ólafsvíkur að líta inn í Pakkhúsið sem verður opið um páskana. Spurningakeppni leikfélagsins Grímnis er öllum frjálst að taka þátt í og lifandi tónlist á veitingahúsunum er einnig í boði. Að öllu þessu ógleymdu er hægt að skella sér á leik í körfunni hér heima. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Nú fer einnig að líða að garðverkum! Tíminn til að sá fyrir sumarið er um þessar mundir! am

Agnar Ingi, sem er tæplega ársgamall, var gestur á fundi Lionsklúbbs Stykkishólms 14. febrúar sl. Hann mætti þar með afa sínum og nafna og átti það erindi við lionsfélaga að skila til þeirra þakklæti fyrir tækjabúnað sem klúbburinn keypti og Agnar Ingi og móðir hans höfðu afnot af fyrstu mánuðina eftir að hann fæddist. Agnar Ingi fæddist nokkru fyrir tímann og, eins og hjá fleiri fyrirburum, þurfti að fylgjast vel með öndun hjá honum, þeir eiga það víst til að „gleyma“ að draga andann og þarf ekki að spyrja að afleiðingum slikrar gleymsku. Tækið sem klúbburinn lét þeim mæðginum í té kallast Angel Care. Það nemur hreyfingar barnsins og vekur það ef hreyfing eða öndun stöðvast. Ef barnið vaknar ekki strax gefur tækið frá sér hljóð og blikkandi ljós sem vekur foreldra eða þá sem gæta barnsins. Þrisvar sinnum var Sif, móðir Agnars, vakin af tækinu þannig að það sannaði ótvírætt gildi sitt auk þess sem það létti af henni áhyggjum og hún gat sofið róleg á sama tíma og Agnar Ingi. Nú er Agnar Ingi alveg hættur að „gleyma“ að anda og þá fannst þeim mæðginunum rétt að fleiri nytu góðs af tækinu. Það varð úr að Brynja Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur tók við því fyrir hönd HVE í Stykkishólmi og þar verður það geymt handa þeim börnum sem hugsanlega þurfa á því að halda í framtíðinni.

Úrslitakeppnin í körfunni Úrslitakeppnin er að fara í gang hjá körlunum, Snæfell mætir Njarðvík í 8 liða úrslitunum og fer fyrsti leikurinn fram hér heima annað kvöld, föstudag. Þessi lið mættust í lokaumferðinni í deildinni s.l. sunnudag. Þeim leik lauk með naumum sigri Snæfells og má segja að hann hafi verið lýsandi fyrir leik liðsins undanfarið þ.e. kaflaskiptur. Snæfell þarf nú þegar komið er í úrslitakeppnina að skerpa sinn leik. Leikmenn þurfa að stíga betur upp og leika allar 40 mín. af þeim styrk sem liðið sannarlega býr yfir. Það þarf einungis tvo sigra til að komast áfram úr átta liða úrslitunum og því engin mistök eða sleifarháttur leyfður. Ef viðureignin gegn Njarðvík fer í þrjá leiki þá er þriðji leikurinn hér heima á skírdag 28.mars. Stelpurnar eru enn í hörkubaráttu í deildinni eru í 2.sætinu en KR sækir hart að þeim. Liðin mætast í síðustu umferðinni í næstu viku og það gæti orðið úrslitaleikur um hvort liðið fær heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni þar sem þessi lið mætast. Ætli Snæfellsstelpurnar sér alla leið þá þurfa þær nú að bæta í, koma leik sínum upp á næsta þrep. Nái þær því, að kom með þetta litla „extra“ í viðbót, þá geta þær skrifað nýjan kafla í sögu Snæfells. srb

Eyþór Benediktsson/Ljósmynd: Sumarliði Ásgeirsson

:)

Mamma má ég lesa þangað til ég sofna? - Já, góði minn,en ekki mínútu lengur!

Silfur er hið nýja gull! Blakliðið spilaði á lokaumferð Íslandsmótsins s.l. helgi. Liðið stóð sig með ágætum og endaði í öðru sæti fjórðu deildar. Það þýðir að liðið kemst upp um deild og spilar í þriðju deild næsta vetur. Ferðin var ekki áfallalaus en eftir smá samstuð við liðsfélaga endaði ein liðskvenna á slysó og skartar nú fínu handleggsskrauti fyrir vikið. Veturinn er ekki búin hjá liðinu, öldungamótið er eftir í byrjun maí en það verður í Reykjavík þetta árið. am www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Bréfbera vantar í Stykkishólm

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Laugardagur 23.mars:

Matti og Haffi trúbbast - Tilboð á barnum.

Íslandspóstur óskar eftir að ráða bréfbera í 65% starf í Stykkishólmi.

Miðvikudagur 27.mars:

Þarf að geta hafið störf í kringum 21. maí 2013.

Hlynur Ben heldur uppi fjöri fram á nótt.

Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2013.

Laugardagur 30.mars:

Upplýsingar í síma 517 2046.

Páskapubquiz leikfélagsins kl. 21 Dansleikur með Draugabönum grímubúningaþema. Gleðilega páska! Opið virka daga 12:00 - 13:30 Helgar: 18:00 - 20:00 Ath. lokað föstudaginn langa og páskadag.

Narfeyrarstofa

Páskaeggjabingó

Fagleg og freistandi! Spennandi helgarmatseðill

Árlegt páskaeggjabingó

www.narfeyrarstofa.is

yngri flokka Snæfells verður haldið þriðjudaginn

Páskarnir eru framundan og við óskum ykkur gleðilegra páska!

26. mars kl. 20

Páskaglaðningurinn frá HEIMAHORNINU til viðskiptavina sinna:

á Hótel Stykkishólmi

Frá föstudegi 22. mars til skírdags verður TAXFREE af öllum barnafatnaði Mörg önnur tilboð í gangi - ávallt velkomin Heimahornið www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi

Boðið í bíó um helgina Í tilefni af hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, Lionsklúbb Ólafsvíkur og Lista- og menningarnefnda Snæfellsbæjar Snæfellingum í bíó sunnudaginn 24. mars. Fjölbreytt úrval íslenskra kvikmynda verður sýnt víðs vegar um land, á Snæfellsnesi verður sýnt í Klifi í Ólafsvík. Myndirnar sem verða sýndar eru: Kl. 15 íslenska teiknimyndin Hetjur Valhallar - Þór, kl. 17 Gauragangur og kl. 20 Mamma Gógó, Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Gauragangs verður viðstaddur sýningu myndarinnar og mun svara spurningum um myndina að henni lokinni. Frítt er á allar myndirnar. Sýningarstaðir voru valdir í samráði við menningarfulltrúa hvers landshluta og eftir aðstöðu til sýninga. Frekari upplýsingar og dagskrá Íslenskrar kvikmyndahelgi má nálgast á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands: www.kvikmyndamidstod.is

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi var haldin í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. mars. Nemendur sem tóku þátt í hátíðinni eru í 7. bekk grunnskólanna í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Ár hvert hefst Stóra upplestarkeppnin formlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði hjá nemendum og hafa kennarar nýtt tímann frá því í haust til að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins. Allir nemendur í 7. bekk hafa verið með í þessu verkefni og valdi hver skóli þrjá fulltrúa til þess að lesa á lokahátíðinni. Þótt keppni sé alls ekki aðalatriðið í verkefninu þá felst það þó í nafni þess. Keppnisformið hvetur nemendurna til þess að leggja sig alla fram enda hljóta þeir verðlaun á lokahátíðinni sem að mati dómnefndar standa sig best. Þeir sem hlutu verðlaun á ár voru Brynjar Vilhjálmsson, Grunnskóla Snæfellsbæjar, sem varð í 1. sæti, Sandra Ósk Jóhannsdóttir, Grunnskóla Grundarfjarðar í 2. sæti og í 3. sæti varð Þórhalla Ylfa Gísladóttir, Grunnskóla Snæfellsbæjar. Sérstaka viðurkenningu hlaut Laura Maria Jacunska í Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Starf vikunnar: Sjómaður Baldvin Indriðason, sjómaður 1. Er gaman að vera sjómaður? Já, það er mjög skemmtilegt starf, alltaf gaman þegar fiskast vel. 2. Hvað hefurðu verið lengi sjómaður? Í 35 ár. 3. Á hvaða báti ertu? Gullhólmanum SH 201. 4. Verður þú sjóveikur? Stundum þegar ég er ekki búinn að vera lengi á sjó. 5. Við hvað starfar þú á bátnum og afhverju valdirðu þetta starf? Ég starfa sem vélstjóri og mér finnst gaman að hugsa um vélar.

Eyþór Benediktsson

Smáauglýsingar Til sölu heimabíókerfi frá Sony sem samanstendur af 4 hátölurum á stálfótum, dvd spilara og upptökutæki ónotað. Verð 50.000 Á sama stað er einnig til sölu Emmaljunga kerruvagn vel með farinn á 60.000 Upplýsingar í síma 4381197 eða 8939782.

Aron, Breki og Beni

Gjafmildi Það var skemmtilegt stemming sl. fimmtudag í safnaðarheimili Stykkishólmskirkju þegar vaskar kvenfélagskonur ásamt velunnurum voru mættar með saumavélar og önnur vinnutól til þess að sauma gluggatjöld. Þ.B. Borg hafði gefið kappann og setti upp, en kvenfélagskonur buðu fram krafta sína til að annast snið, allan saumaskap og uppsetningu. Undibúningur og verkstjórn var í höndum Magndísar safnaðarnefndarkonu og Ölmu Diegó formanns kvenfélagsins og var haft að orði um stjórnun þeirra að afköstin væru eins og í „bestu flæðilínu í frystihúsi“ ... Verkinu lauk kl. 22.30. Salurinn hefur fengið hlýlegt og fallegt yfirbragð með tilkomu gluggatjaldanna og líka mun þetta hafa hljóðeinangrandi áhrif. Þess má einnig geta að nýlega gáfu kvenfélagskonur uppþvottavél í eldhús safnaðarheimilisins, allt stuðlar þetta að því að gera safnaðarheimilið fýsilegra til útleigu og samveru. Þórhildur pálsdóttir, ritari/Ljósmynd Guðrún Ákadóttir

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

STYKKISHÓLMSKIRKJA FYLLIST AF KARLAKÓRASÖNG!

Sumarstörf

Íslandspóstur Stykkishólmi óskar eftir fólki í sumar í útkeyrslu, bréfaútburð og innistörf.

Föstudagskvöldið 5. apríl n.k. kl. 20 munu

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2013.

Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur

Upplýsingar í síma 517 2046, umsóknum má skila inn á stykkisholmur@postur.is

og Karlakórinn Kári halda tónleika í Stykkishólmskirkju.

Stjórnendur: Friðrik S. Kristinsson og Hólmfríður Friðjónsdóttir.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis Páskaáætlun Ferjunnar Baldurs 2012

Pakkhús í Ólafsvík

Fimmtuagur, skírdagur Frá Stykkishólmi klukkan: 15:00 Frá Brjánslæk klukkan: 18:00

Safn-gallerí-kaffi

www.saeferdir.is

Föstudagurinn langi 29. mars: Ekki siglt

Opið um páskana

Laugardagurinn 30. mars Frá Stykkishólmi klukkan: 09:00 Frá Brjánslæk klukkan: 12:00

frá 23. mars – 2. apríl kl 14.00-18.00

Páskadagur 31. mars: Ekki siglt

eða eftir samkomulagi fyrir hópa

Annar í páskum 1. apríl Frá Stykkishólmi klukkan: 09:00 & 15:00 Frá Brjánslæk klukkan: 12:00 & 18:00

00354-6961104

*Aðra daga samkvæmt vetraráætlun. *Um hátíðarnar er reynt að koma við í Flatey í öllum ferðum ef á þarf að halda.

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Viltu vera með í frábæru starfi? Ef þú hefur gaman að búa til fallega hluti og langar til að selja handverkið þitt þá er þátttaka þín í starfi Gallerí Lunda rétta leiðin fyrir þig. Við tökum á móti þér með bros á vör.

:)

Ljóskan fór inn á bókasafn og sagði hátt og skýrt við bókasafnsvörðinn: Ég ætla að fá hamborgara,franskar og kók. Bókasafnsvörðurinn leit undarlega á ljóskuna og sagði:Þetta er bókasafn væna mín,ókei sagði ljóskan og hvíslaði:Ég ætla að fá mér hamborgara,franskar og kók

www.stykkisholmsposturinn.is

Nánari upplýsingar veita: Ragna í síma 8935588 og Kristborg í síma 8642341 5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Byggðastefna, grunnþjónusta

Fjögur ár mikilla tíðinda !

og auðlindagjald.

Eitt fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að afnema forréttindi æðstu embættismanna ríkisins í eftirlaunamálum. Hin umdeildu sjálfskömmtuðu eftirlaunaréttindi forseta, ráðherra og fleiri voru skyndilega horfin og núna er eins og þau hafi aldrei verið til. Lítið hefur borið á að núverandi ríkisstjórn hafi verið þakkað þetta verk og þess vegna er rétt að vekja athygli á þessu máli og segja : takk fyrir að afnema misréttið og ranglætið í forréttindum einstakra eftirlaunahópa. Núna í lok kjörtímabilsins blasir við að á fjórum árum ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur grettistaki verið lyft í fjölda mála. Ný rammaáætlun er aðeins eitt dæmi af mörgum framfaramálum sem lítur að grundvallarbreytingum í umhverfismálum þjóðarinnar. Annað dæmi um nýja nálgun á hugtakinu þjóðareign á auðlindunum er nýtt veiðigjald á sjávarauðlind þjóðarinnar. Enginn hefði spáð því fyrir fimm árum að slíkar grundvallarbreytingar væru mögulegar. Fyrir fimm árum réð sú hugmyndafræði að útgerðarmenn ættu auðlindina, ef ekki á borði þá í orði. Þá réð sú hugmyndafræði að sú kynslóð sem nú stýrir Íslandi ætti að virkja allt sem hægt væri að virkja og að stóriðja væri eina framtíð Íslendinga. Fyrir fimm árum virtust óréttlát eftirlaunalög ætla að verða eilíf. Það eru fleiri grundvallarmál sem þessi ríkisstjórn hefur komið í gegn á ótrúlega skömmum tíma. Engin ríkisstjórn hefur sýnt listamönnum meiri skilning í erfiðu árferði þar sem áróður gegn stuðningi hins opinbera við listir hefur verið mikil og ósanngjörn því það gleymist oft að listin skapar ekki bara gleði heldur líka miklar tekjur. Eins hafa stjórnvöld staðist áróður um að hætta allri þróunaraðstoð sem ber sjálfselsku þeirra sem tala fyrir því ófagurt vitni. Ný hjúskaparlög voru samþykkt með stórauknu frelsi til hjúskapar. Um það mál var raunar lítið deilt en ekki höfðu þó fyrri ríkisstjórnir náð að koma því í gegn. Íslenskt táknmál var viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra. Palestína var viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Árósasamningurinn var fullgiltur. Sjálfstæði fjölmiðla var tryggt með nýjum fjölmiðlalögum. Ný vatnalög hafa verið samþykkt. Ný lög um stjórn fiskveiða og stjórnarskrá með auðlindarákvæði sem tryggir ótvíræða þjóðareign á auðlindum landsins hefur enn ekki verið samþykkt vegna grímulausra sérhagsmuna gæslu Framsóknar og Íhalds sem verja meintan einkaeignaréttinn með kjafti og klóm. Þetta skulu menn nú íhuga þegar gengið verður að kjörborðinu í vor hvaða flokkar standa með almannahagsmunum og hverjir með sérhagsmunum. Öll þessi mál munu halda nafni ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á lofti um ókomna tíð sem fyrstu vinstri ríkisstjórnarinnar í landinu sem starfað hefur í heilt kjörtímabil og lyft grettistaki við fordæmalausar aðstæður og mun hennar verða minnst fyrir þrautsegju og vinnusemi. Stjórnvöldum hefur tekist að halda atvinnuleysinu langt undir meðaltali í OECD-löndunum á þessum krepputímum og farið í fjölbreyttar vinnumarkaðsaðgerðir sem gengið hafa út á það að styðja fólk til náms og aftur út á vinnumarkaðinn með aðgerðum eins og Nám er vinnandi vegur og Liðstyrkur. Áfram skal unnið að því að vinna bug á atvinnuleysinu með því að leggja grunn að fjölbreyttum atvinnutækifærum. Um leið hefur skattkerfið verið nýtt til að draga úr áhrifum kreppunnar á þá verst settu og þrepaskipt skattkerfi hefur verið jöfnunartæki til að lækka skatta á þá sem hafa lágar og meðaltekjur. Vinstri stjórn á að beita jöfnunaraðgerðum í þágu velferðar og það höfum við gert þó alltaf megi betur gera og þær áherslur verða settar í forgang nú þegar loks er að rofa til í efnahagsmálum landsins. Greinin er stytt. Birt í heild á www.stykkisholmsposturinn.is

Er ekki bráðnauðsynlegt að við förum nú í að skýra vel hvað við eigum við þegar við tölum um grunnþjónustu við landsmenn? Og reynum svo til þrautar að ná sátt um hvernig við tryggjum okkur öllum, hvar sem við búum í landinu, þá þjónustu á jafnræðisgrundvelli; sömu þjónustu fyrir sama gjald. Þar þyrftum við klárlega að ræða um orku, fjarskipti og gagnaflutninga, samgöngur, grunnmenntun, heilsugæslu, félagsþjónustu, löggæslu og örugglega eitthvað fleira. Og þegar við hefðum komið okkur saman um hvað teldist vera grunnþjónusta þyrftum við að gera saman tímasettar áætlanir um framkvæmdir og úrbætur og forgangsröðun og standa svo við þetta allt þó að stjórnarskipti verði í landinu annað slagið eins og gengur og gerist og á að gerast í lýðræðissamfélagi. Er þetta ekki mögulegt? Væri þetta ekki í þágu okkar fólksins í landinu? Og hvernig á svo að borga þetta? Mér finnst það vera mikið réttlætismál að fólk sem býr þar sem auðlindirnar, eins og fiskistofnarnir hafa mest verið veiddir og verkaðir á liðnum áratugum og öldum og hefur tileinkað sér þá verkkunnáttu og stofnað fjölskyldur og keypt hús og alið upp börn í þeirri trú og von að það gæti byggt tilveru sína áfram á þeirri vinnu og verkþekkingu fái hér notið auðlindagjaldsins. Ekki til að viðhalda óbreyttu ástandi heldur til að fá sömu grunnþjónustu og aðrir landsmenn og til að styrkja byggðarlög sín og skjóta fleiri stoðum undir atvinnu og efnahag þar. Auðlindagjald verður þá ekki neinn „landsbyggðarskattur“ eins og sumum pólitíkusum finnst svo gaman að klifa á. En það þarf að hafa kjark, hugmyndir og framsýni til að leita nýrra leiða og tækifæra því að það er engan veginn víst að fiskunum í sjónum muni fjölga mikið og það er langlíklegast að tæknin muni enn fækka atvinnutækifærum í sjávarútvegi. Jafnræði hvað varðar aðgang að og verð fyrir grunnþjónustu (eins og við komum okkur vonandi saman um að skilgreina hana) er ekki bara mikið hagsmuna- og réttlætismál hvað varðar búsetu fólks og efnahag. Það leiðir einnig til þess að fólk getur nýtt ýmsa möguleika í nærumhverfi sínu betur. Atvinnulífið verður þar með fjölbreyttara og samkeppnisstaðan heilbrigðari og byggðarlög sem nú standa höllum fæti eflast og verða miklu frekar sjálfbær. Heildstæð byggðastefna til langs tíma á grundvelli jafnræðis og sáttar kæmi í veg mjög mikla sóun. Þetta er því mikið og sameiginlegt hagsmuna- og réttlætismál okkar allra, hvort sem við búum í Garðabæ eða Grundarfirði. Árni Múli Jónasson, efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi.

Stykkishólmskirkja fyllist af karlakórasöng. Á föstudagskvöldinu 5. apríl n.k. munu Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Kári efna til tónleika í Stykkishólmskirkju. Hefjast þeir kl. 20. Gömul og góð íslensk sönglög eru í öndvegi undir stjórn þeirra: Friðriks S. Kristinssonar, stjórnanda Eldri félaga KR og Hólmfríðar Friðjónsdóttur, stjórnanda Kára. Engin aðgangseyrir verður og allir að sjálfsögðu velkomnir, en til sölu verða hljómdiskar fyrir þá sem vilja taka með sér heim ómþýðan karlakórssöng. Þar má m.a. heyra nokkur af þeim lögum, sem söngkvartettinn Leikbræður gerði þekkt á sínum tíma. Þann kvartett þekkja allir Breiðfirðingar sem komnir eru til vits og ára. Velkomin í Stykkishólmskirkju kl. 20 þann 5. apríl. (fréttatilkynning)

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Spurning vikunnar: Hvað færðu stórt páskaegg? Nafn: Viktor Brimir Ásmundsson. Starf: Nemandi í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Svar: Örugglega númer 6.

Guðsþjónustur um bænadaga og páska í Stykkishólmsprestakalli.

Nafn: Ragnheiður Valdimarsdóttir. Starf: Stöðvarstjóri Íslandspósts í Stykkishólmi. Svar: Það fá börnin mín að ákveða.

Skírdagur:

Nafn: Unnar Örn Jóhannesson. Starf: Vinnur á Bensó. svar: Ég fæ númer 4.

Messa á sjúkrahúsinu kl. 14

Föstudagurinn langi:

Nafn: Bryndís Guðmundsdóttir. Starf: Heimavinnandi amma með 4 stráka. svar: Ég fæ númer 6. Nafn: Ingimar Guðmundsson. Starf: Smiður hjá Narfeyri. svar: Ég fæ númer 3.

Guðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 14 (Píslarsagan lesin og passíusálmar sungnir)

Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu kl. 15.30

Páskadagur: 7.bekkur GSS

Hátíðarguðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl.11 Guðsþjónusta í Breiðabólstaðarkirkju kl. 14

Kapella „Maríu meyjar, hinnar stöðugu hjálpar vorrar“

2. í páskum:

Helgihald um páska 2013

Guðsþjónusta í Helgafellskirkju kl. 14

Pálmasunnudagur 24.mars (Föstusöfnun) Messa kl. 10:00. Skírdagur 28. mars Kvöldmáltíðarmessa kl. 18:30. Að messu lokinni er tilbeiðsla altarissakramentisins til kl. 23:00.

Sóknarprestur

Föstudagurinn langi 29. mars (Söfnun fyrir Landið helga) Krossferilsbæn kl. 14:30 og síðan Guðsþjónusta kl. 15:00.

Páskamót í Pítró

Kvikmynd „The Passion of Christ“ kl. 19:00 Laugardagur 30. mars Matarblessun að pólskum sið kl. 15:00. Páskavaka hefst kl. 22:00.

Mánudaginn 1.apríl (Annan í páskum)

Páskadagur 31.mars Hátíðarmessa kl. 10:00.

verður páskamót í Pítró á Skildi

Annar dagur páska 1. apríl Messa kl. 10:00.

Húsið opnar kl. 20 og mótið hefst kl. 20:30

Húsmæðraorlof snæfellskra kvenna

og verður spilað með sama sniði og á Íslandsmótinu.

24. - 26. maí 2013 - föstudagur til sunnudags.

Rétt til þátttöku að þessu sinni eiga konur frá Stykkishólmi, Grundarfirði, Helgafellssveit og Miklaholtshreppi.

Allir velkomnir bæði spilamenn sem áhorfendur.

Já, nú er loksins komið að orlofsferðinni okkar. Til stendur að fara til Akureyrar og jafnvel einnig að heimsækja Hrísey. Konur þurfa að skrá sig fyrir 20. apríl og staðfesta þátttöku með kr. 5000 staðfestingagjaldi.

Verðlaun verða í boði BB og sona Spilagjald verður kr. 1000 á mann. Kaffi á könnunni,

Upplýsingar gefa: Þórhildur 864-3844/ 438-1194, Hulda 892-0272 /438-6624 og Guðný Linda 895-6380.

Sjáumst

Leiðrétt

BB og synir & Lárus Ástmar Hannesson

Í frétt um Aftanskin í síðasta blaði gleymdist eitt nafn stjórnarmanns en hún Elsa S. Valentínusdóttir er einnig í stjórn félagsins. www.stykkisholmsposturinn.is

7

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 20. árgangur 21. mars 2013

Opinn fundur með Árna Páli Sjávarpakkhúsinu Stykkishólmi Fimmtudaginn 21.mars kl.20 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ræðir alvöru gjaldmiðil, húsnæðisöryggi, heilbrigða forgangsröðun og margt fleira á opnum fundi í Sjávarpakkhúsinu Stykkishólmi fimmtudaginn 21. mars 20.00. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í skemmtilegum og uppbyggilegum umræðum um samfélagið og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.

Allir velkomnir

Gleðilega páska!

Nýkomið!

Fræ Sáðbakkar Sáðmold Garðvörur kerti servíettur, aut í og páskaskr ogans öllum regnb litum!

www.stykkisholmsposturinn.is

8

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 21. mars 2013  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Advertisement